Tíminn - 31.03.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.03.1938, Blaðsíða 1
 XXII. ár. I Rvik, fimmtud. 31. marz 1938 14. blað. íslenzk kirkja (framh.). Siðabótin gerðist með ólík- um hætti í germönskum og engilsaxneskum löndum. Sum- staðar var furðu litlu breytt nema höggva á böndin við páfastólinn, bæði um völd og skatta til Rómaborgar. Svo er hátað ríkiskirkjunni ensku. Hún heldur mestu af auði sín- um, skrauti og hátiðleik við sjálfa messugerðina. Nokkuö hið sama má segja um sænsku kixkjuna. í þessum löndum var siðabótin hóglát og þjóðleg, og þar hefir kirkjan bjargaö miklu af þeim einkennum, sem gefa kaþólsku kirkjunni mikið og varanlegt gildi. En þar sem sjálfir höfuðleiðtogar siða- bótarinnar náðu til, varð það stefnumál að skilja nálega alla listræna fegUrð frá kirkju- legum athöfnum. Lengst er í þessum efnum gengið 1 ýmsum sértrúarflokkum í liði mótmæl- enda, þar sem messugerðin fer fram í algerlega viðhafnar- lausu samkomuhúsi. Hér á ís- landi var stefnt nærri þessari hugsjón, því að konungsvald- inu danska kom vel að geta eignazt sem mest af auði kirknanna, og skilið þær eftir sem fátækastar og ólíklegar til mótstöðu gegn ríkisvaldinu. íslenzka ríkið hefir tekið að sér kirkjuna, nám prestanna og laun þeirra. Það leiðir af sjálfu sér að kirkjan, sem er elzta menningarstofnun lands- ins, hefir ekki komizt klakk- laust gegnum hörmungar mlð- aldanna og grimmilega kúgun erlendra valdhafa. íslenzka þjóðin þarf að taka allar hliðar þjóðarþroskans til meðferðar. í hinni alhliða viðreisn og ný- sköpun, sem orðið hefir í land- inu á undangengnum tveim mannsöldrum, og sem enn heldur áfram, má ekki gleyma hinum kirkjulegu málum eða gera ráð fyrlr, að hinar myrku miðaldir hafi ekki skilið þar eftir mörg sár, sem þarf að græða. Frá sjónarmiði þeirra íslend- inga, sem vænta þess, að ís- land verði á ókomnum tímum i jafnan frjálst og sjálfstætt menningarriki, er óhugsandi annað en að kirkja landsins eigi líka að njóta góðs af end- urfæðingu alls þjóðlífsins. En þar er auðsætt hvar byrja skal um fyrirmyndina. íslenzka kirkjan náði blóma sínum á siðari hluta þjóðveldistímans. Þá var kirkjan raunverulega undir íslenzkri stjórn. Hún var auðug, voldug og frjáls. Hún var þjóðleg í bezta skilningi. Hún var nátengd vísindum og listum samtíðarinnar. Hinar glæsilegu fornbókmenntir eru ævarandi minnismerki um kirkju þjóðveldisins. Pramh. J. J. Umræður á Alþingi um gjaldeyrismái í Sameinuðu þingi var til um- ræðu í vikunni, sem lelð, þings- ályktunartillaga. Sjálfstæðis- manna um gjaldeyrismálin. Er tillagan í 8 liðum, en aðaltil- gangur hennar er að takmarka innflutning til kaupfélaga, en auka innflutning heildsalanna að sama skapi. Hafði Jóhann Þ. Jósefsson framsögu fyrir til- lögunni. Við þessa umræðu flutti Ey- steinn Jónsson fjármálaráðherra alllanga ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir ástandinu i gjaldeyrismálunum og þeim ráð- stöfunum, sem þar hefðu verið gerðar. Árangur haftanna Ráðherrann sagði, að fram- sögumaður tillögunnar hefði haldið því fram að innflutnings- höftin hefðu ekki náð tilgangi sínum. Rök hefði hann þó ekki fært máli sínu til stuðnings. En það væri auðvelt að sanna hinn þýðingarmikla árangur haft- anna. Síðustu 10 árin áður en núv. ríkisstjórn tók við framkvæmd innflutningshaftanna, árln 1925 —34, hefði innflutningurinn til jafnaðar numið 11 millj. kr. meira en meðalinnflutningur þriggja undanfarinna ára (1935 —37). Þrátt fyrir það hefði inn- flutningur á vélum og efni til starfrækslu nýrra iðnaðarfyrir- tækja, verið eins mikili á þess- um þremur árum og öll hin 10 árin til samans. Til að gera sér ljósan árang- ur innflutningshaftanna, gætu menn ímyndað sér hvernig á- standið í gjaldeyrismálunum væri nú, ef innflutningur síðustu þriggja ára hefði verið svlpaður og 10 áranna þar á undan. Kröfur íhaldsbla&anna Hinsvegar yrðu menn að gera sér ljóst að innflutningshöftin ein væru ekki nægileg til að ná hagstæðum árangri í þessum efnum. Þar þyrfti fleira að koma tll greina, þvl ekki væri hægt að takmarka innflutninginn óend- anlega. Það hefði núv. rík- isstjórn gert sér ljóst og sýnt það með þeim tilraunum, sem hún hefðl látið gera, til að auka útflutninginn. En meini framsögumaður það alvarlega, sagði fjármálaráð- herra, að innflutningshöftin hafi ekki náð tilgangi sínum, vegna þess að ekki hafi alltaf náðst fullur greiðslujöfnuður, þá getur það ekki stafað af öðru en því, að innflutningurinn hafi ekki verið nægilega takmarkað- ur. En það er sannarlega ekki í samræmi við það, sem flokks- blöð hans hafa haldið fram, þar sem þau hafa stöðugt krafizt aukins innflutnings og stundum heimtað algert afnám innflutn- ingshaftanna. Gjaldeyrismálin á und- anförnum árum Ráðherrann vék nokkuð að gjaldeyrismálunum á undan- förnum árum. Núv. stjórn kom til valda síðari hluta ársins 1934, en gat engin veruleg áhrif haft á innflutningshöftin það ár. Verzlunarjöfnuðurinn var þá ó- hagstæður um 4 millj. kr. og hefir greiðsluhalli þess árs því verið um 10—11 millj. kr. 1935 var verzlunarjöfnuður hag- stæður um 2,3 millj. Það ár var nokkur innflutningur lánsfjár, en þó eigi svo, að greiddar yrðu vanskilaskuldir frá 1934 og jafnframt skapaður greiðslujöfnuður 1935. Voru því enn í áTslok 1935 ógreiddar kröfur, sem námu verulegum upphæðum, en gj aldeyrisleyf i til fyrir. Aðallega voru þessar kröfur hinsvegar hallinn frá 1934. 1936 var gert mikið átak í þessum málum og varð verzl- unarjöfnuður hagstæður um 6.6 millj. en innflutningur lánsfjár hinsvegar ca. 2 millj. og því ca. 8.6 millj. til þess aö mæta halla á duldum greiðsl- um. Þetta ár hefir vafalaust náðst greiðslujöfnuður, en hins- vegar enn í árslok 1936 legið vanskilakröfur, sem stöfuðu af halla fyrri ára og rakið hefir verið. , Síðastl. ár var verzlunarjöfn- uðurinn hagstæður um 7.2 millj. kr. og mun því láta nærri að þá hafi náðzt fullur greiðslujöín- uður, þegar lika er reiknað með því, að innflutningur erlends lánsfjár var um ein millj. kr. En af þessarl upphæð festust rúml. 2 millj. kr. i Þýzkalandi, vegna þess, að við seldum þang- að á árinu melra af vörum en við keyptum aftur. Mætti því ætla, að állka upphæð hefði safnazt fyrir hjá bönkunum af erlend- um verzlunarskuldum, sem ekki væri hægt að yfirfæra til við- bótar þeim kröfum, sem fyrir voru og stöfuðu aðallega frá hallanum 1934. — Væri þvl heldur ekki að leyna, að yfir- f-ærsluörðugleikar bankanna væru mjög mikllr um þessar mundir. Það má ef til vill ásaka ríkls- stjórnina, sagðl ráðherrann, fyrir að hafa leyft of mikla sölu til Þýzkalands. En því er til að svara, að verð var þar mun hærra en annarstaðar og þegar hærra en annarstaðan og þegar sú sala var leyfð, gerðu menn sér góðar vonir um sölu síldaraf- urða, er voru óseldar, og að þess vegna myndu ekki hljótast af þessu verulegir örðugleikar. En verðfall þessara afurða heflr eyðilagt þær vonir. Ný§ur rá&stafanir Ráðherrann vék næst að því ástandi, sem nú væri framund- an. Á þessu ári bættust við af- borganir á nýjum lánum, t. d. Sogsláninu? Samkvæmt athug- un, sem ráðherrann sagðist haf a gert, þyrfti verzlunarjöfnuður- inn sennilega að verða hagstæð- ur um 10 milljónir kr. á þessu ári, ef fullur greiðslujöfnuður ætti að nást. Rlkisstjórninni hefðl strax á (FrU. á 4. síðu.) Jon KaMviiasson alþingisforseti og formaður Alþýðufiokksins andaðist aðfaranótt 17. þ. m., 55 ára að aldrí, og fór útför hans fram í gær. Vm hann ritar Jónas Jóns- son, formaður Framsóknarflokksins, á öðrum stað í blaðinu í dag. A víðavangi Eíkiö og Keykjavik. Mbl. og ísafold hafa gefizt upp við að mótmæla þeim sam- anburði, sme gerður var I sið- asta blaði Tímans og raunar áður á fjármálastjórn ríkisins þrjú siðustu árin annarsvegar og hinsvegar fjármálastjórn Reykjavíkurbæjar undir stjórn SJálfstæöisflokksins. HJá rik- inu eru að vlsu og hafa verið um áratugi meiri skuldir en æskilegt væri, bæði fastar og lausar og útgjöld ríkissjóðs hafa nokkuð hækkað slðustu árin, vegna aukinna verklegra framkvæmda og framlaga til atvinnuveganna, auk óvæntra atburða, svo sem fjárpestarinn- ar. En á sama tíma, sem skuld- ir ríkisins stóðu raunverulega í stað, ukust skuldir bæjarins Jafnt og þétt og enn á slðasta ári, þegar ríkið borgaðl nærri eina milljón af skuldum, héldu skuldir bæjarins enn áfram að aukast. Og á sama tíma sem skattar og tollar til ríkissjóðs hækkuðu um éy2% ukust út- svörln, sem SJálfstæöisflokk- urinn lagði á Reykvíkinga, um 70%. Þannig stendur SJálf- stæðisflokkurinn við yfirlæti sltt og hin stóru orð I fjármál- unum, þegar á reynir. Ný mál á Alþingi. SJávarútvegsnefnd ed. flyt- ur frv. um breyting á 1. ¦ um Fiskiveiðasjóð. Landbúnaðar- nefnd flytur frv. um sérleyfi til fóðurjmjölsvinnslu úr þangl. Iðnaðarnefnd nd. flytur frv. um einkaleyfi til að flytja út hrafntinnu og selja hana á er- lendum markaði. Iðnaðarnefnd nd. flytur frv. um r-afveitur rikisins og um orkuráð. Gísli Guðmundsson flytur frv. um breyting á siglingalögum fra 1914. Sveinbjörn Högnason flytur frv. um styrktarsjóð rjómabúa. Jónas Jónsson, Sig- urjón Ólafsson og Þorsteinn Þorsteinsson flytja frv. um br. á 1. um skipulag kauptúna og sjávarþorpa. Farsælt átak. Þeirri lausn, sem nú heíix orðið á hinni geigvænlegu tog- aradeilu, mun vera almennt fagnað ekki aðeins af þeim, sem eiga lífsframfæri eitt und- ir starfsemi togaraflotans, heldur og af almenningi um land allt. Hin yflrvofandi stöðv- un togaranna lá eins og farg á þúsundum heimila. Ef svo hefðl áfram haldið, sem hætta var á, þýddi það margra milljóna tap í erlendum gjaldeyri fyrir landið. Og það afhroð, sem saltfisksverzlunln kynnl að hafa beðið, ef ekki hefði verið hægt að fullnægja eftirspurn- inni og keppinautar vorlr komizt inn á markaði vora er- lendis, verður ekki með tölum talið. Framsóknarflokkurinn hefir I þessu máli, undir forystu Hermanns Jónassonar forsæt- isráðherra, gert stórt og farsælt átak á úrslitastund. Framsókn- arflokkurinn er stærsti þing- flokkurinn, og á honum hvílir því rlkust skyldan til að taka á slg ábyrgðina þegar mestur vandi kallar að. Nú, sem áður hefir hann fylgt hinni affara- sælu reglu, að fylgja hiklaust góðu máli. Og það er sú eina pólitlska llfsregla, sem gildi hefir til frambúðar, hvar sem er og á öllum tímum. Utan úr heimi Snemma i þessum mánuði greip Breta skyndilega mikill ótti við njósnara erlendra þjóða í Bretlandí. Hefir nu verið ákveðið að verja 450 þús- und sterlingspundum (19 milljónum króna) á þessu ári til þeirrar deildar brezku leyni- lögreglunnar, sem starfar fyrir utanríkismálaráðuneytið. — Leynilögregludeild brezkra ut- anríkismála á nú að hefja mikla herfe.rð gegn 3000 mönn- um, sem álitið er að starfi I þágu erlendra ríkja að njósn- um og spellvirkjum I Stó'ra- Bretlandi. Starfsemi spellvirkjanna er fólgin í því að skemma vélar í herskipum, setja járnsvarf og málmbúta í „legur" flugvéla- mótora, bora göt á benzin- geyma flugvéla og orsaka smft- sprengingar í hergagnaverk- smiðjum, skipasmíðastöðvum flotans, vélasmiðjum, rann- sóknarstofuim, vinnustöðvum, þar sem vlsindaverkfæri eru framleidd, o. s. frv. Lógreglumenn stjórnarinnar eru allsstaðar ó verði. Þeir sru ekki I elnkennisbúningum og hafa venjulega einhvern starfa I verksmiðjum og vinnustöðv- um að yfirskyni, til þess að engan gruni neitt um hið rawn- verulega starf þeirra. Fyrir heimsstyrjöldlna voru njósnir erlendra ríkja nær ein- göngu fólgnar I þvl, að afla upplýslnga, ná I teikningar o. s. frv. Nú nota erlendar þjóðlr engu minna spellvirkja I þjón- ustu sina. Tekst þeim oft að setja mannslíf I hættu I verk- smiðjunum og gereyðileggja margra mánaða vinnu. Brezka stjórnin hélt því leyndu þang- að til fyrir nokkrum viKum, að eyðilagðar voru vélarnar I tundurspilli, sem var alveg ný- hlaupinn af stokkunum, með því, að kasta Jarnarusli lnn I þær. Það var tveggja mánaða verk að koma vélunum í iag. í annað sklpti átti að fara að byrja að steypa sérstaka gerð af skrúfublöðum fyrir stór her- skip, sem áttl að auka hraða þeirra um 2 mílur, en þá varð óvænt sprenging I verksmlðj- unni, og eyðilagði allt verklð. Rétt hjá Manchester voru ný- lega flugvélar úr loftflota Breta skemmdar mjög verulega, og fyrir mánuði síðan var ný gerð af Wickers flugvél, sem flugforingjarnir Gardiner og Thompson fóru á I reynsluflug kring um Bretland, skemmd þannig af spellvirkjum, að báð- ir flugmennirnlr fórust og vélin eyðilagðist. Ein af þeim ráðstöfunum, sem leynilögreglan hefir gert til varúðar, er að hirða hvern einasta bréfsnepll, sem kastað er I bréfakörfur I hergagna- verksmlðjunum og verður að brenna bréfsneplunum á hverju kvöldi af sérstökum embættis- mönnum, sem eru útnefndir til þess. Og nýlega voru 120 þús. verkamenn I hergagnaverk- smðijunum látnlr gefa æfifer- llsskyrslu, sem leynilögreglan fær tll afnota.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.