Tíminn - 05.05.1938, Qupperneq 1

Tíminn - 05.05.1938, Qupperneq 1
Verður ísland ferðamannaland. Ég hefi nú reynt aö gera grein fyrir því, hver skilyrði ísland hafi til að vera ferðamanna- land. Niðurstaðan er sú, að ís- land hafi mörg og mikil skilyrði sér í hag, en allmörg og sum til- finnanleg, sem draga úr ferða- mannastraumnum. Á hinn bóg- inn er landið nú mjög óviðbúið. Það vantar skipakost til að flytja gesti til og frá landinu. Það vantar tilfinnanlega gisti- hús. Og enn tilfinnanlegar hús- búnað í marga þá staði, sem gera má að gistihúsum að sumri til. Þá vantar mjög tilfinnan- lega æft starfsfólk til að sinna erlendum gestum á heppilegan hátt. Og að síðustu hefir lítið verið gert til að erlendir gestir hafi nægileg viðfangsefni með- an þeir dvelja hér, fylgdir og leiðbeiningu, sem með þarf. Þá er fyr tekið fram, að engin festa er komin í matarhæfi íslend- inga gagnvart erlendum gest- um. Og að síðustu eru tveir meginágallar á fjármálahlið þeirri, sem snýr að ferðamönn- um. Annarsvegar er hin gamla gestrisni, þar sem fátækt fólk brýtur sig í mola fyrir gestinn og vill enga borgun taka fyrir greiða sinn og ómak. Sú gest- risni hefir verið þjóðardyggð og lífsuppspretta í dreifbýlinu í 1000 ár, en hún á ekki við þar sem ferðamennska er að verða atvinnuvegur. Á hinn bóginn er nýr kaupstaðalýður, sem safn- ast utan um byrjandi atvinnu af komum útlendinga og selur þeim allt sem þeir fá, með rán- dýru verði. Útlendingum finnst að þessi tegund af íslendingum hafi það að kjörorði, að það eigi að féfletta útlendinga, sem til íslands koma, við hvert fót- mál, sem þeir stíga. Það þarf ekfei að lýsa þvi með mörgum orðum, að þessi framkoma eyði- leggur allt álit á landinu og alla tiltrú vegna erlendra gesta. Hinn gullni meðalvegur liggur mitt á milli þessara öfga. Það á að sýna öllum ferðamönnum innlendum og útlendum fulla kurteisi og þá góðvild í fram- komu, sem á við í öllum frið- samlegum skiftum, en selja alla fyrlrgreiðslu sanngj arnlega og eðlilega. Með tilstyrk Ferðafél. ísands og ferðaskrifstofu rikis- ins á að mega koma á eðlilgri og réttlátri gjaldskrá, sem fylgt yrði um alla venjulega fyrirgreiðslu við ferðamenn hvar sem er á landinu. Færi vel á að byrjun yrði hafin í þeim efnum, sem allra fyrst til að þvo af landinu þann blett, sem skammsýn gróðahyggja nokkurra óvalinna manna, er sinna erlendum ferðamönnum, hefir sett á það. Aö minnsta kosti verður að koma á slíku verðlagi, þegar ferðamennskan fer að verða atvinnuvegur, sem hefir einhverja þýðingu fyrir landið. Ég vík þar næst að hinum einstöku liðum, sem þarf úr að bæta, áður en frðamennskan getur orðið atvinnuvegur. Þá Tímamannabréf Um nábýli við Alþýðu- flokkinn. Um nokkur undanfarin ár hefir Alþýðublaðið lagt meiri stund á að, ráðast persónulega á mig heldur en nokkurn ann- an mann í þinginu, og við bæj- arstjórnarkosningarnar í vetur beittu leiðtogar flokksins meiri áróðri gegn mér heldur en frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins. Mátti þetta teljast undarlegt, þar sem samstarf var milli Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, og hafði verið um nokkur ár. Ég hafði fyr og síðar stutt verkamenn til nýtilegra mála, svo sem að fá svefnhvíld, umbætur á húsa- byggingarmálum þeirra, og haft forustu um það lítið, sem gert hefi'r verið í uppeldisumbótum til handa verkamannastéttinni. Það mátti gera ráð fyrir að vit- undin um gamlan og nýjan stuðning minn við málefni fá- tækinganna í landinu og sú staðreynd, að ég var formaður í samstarfsflokki sem vann með Alþýðuflokknum, myndi orka því að blað alþýðunnar eyddi ekki meginrúmi sínu ár eftir ár í barnalegan en illgjarnan á- róður og ósannindi um mig. Ef þeir, sem stóðu að blaðinu, höfðu nokkurt vit á þeim þátt- um í mannlegri aðbúð, sem lúta að sambúð sæmilega siðaðra manna, þá hlaut þessu fólki að vera það ljóst, að fjandsamleg framkoma Alþýðublaðsins i garð formanns Framsóknar- flokksins, myndi af flokks- mönnum út um allt land bera vott um óvingjarnlegt hugarfar gagnvart flokknum í heild sinni. Fyrir nokkru barst mér í hendur sönnun fyrir því hvers- vegna leiðtogar Alþýðuflokksins telja mig maklegan allra þeirra ályga, sem þeir dreifa út um mig. Þeir segja, að það sé mér að kenna, að meginhluti Fram- sóknarkjósenda 1 landinu haldi sér frá vegum socialismans. Þeir segja, að ég sé beinlínis og persónulega valdur að því að leiðtogum socialismans hafi ekki tekizt að vera fjölmnnasti flokkurinn í landinu. Út frá þessum forsendum hafa forráðamenn Alþýðublaðs- ins árum saman lagt meginá- herzlu á að gera mig viðskila við Framsóknarflokkinn. Áður fyr reyndi Mbl. að einangra mig frá samvinnumönnum með sögusögnum um að ég væri dulbúinn socialisti eða jafnvel kommúnisti. En þegar það bar engan árangur og vinna mín að efla Framsóknarflokkinn, átti sýnilega þátt í vexti hans og viðgangi, þá tók Alþýðublaðið upp sömu aðferðina. Munurinn var aðeins sá, að nú átti ég að er fyrst komið að skipakostin- um. Hann er nú svo takmark- aður, að far milli íslands og út- landa með helztu mannflutn- ingaskipunum, er fullsett snemma á vorin. Eiginlegur ferðamannastraumur myndi fyrst byrja, ef nýjum skipum yrði bætt við. Komið hefir til orða að selja Esjuna og byggja ('t'rh. á 4. síöu.J Kvík, fimmtud. 5. mai 1938. vera hættur að vera kommún- isti, eða verkamannasinni. Nú átti ég að vera socialfasisti, handbendi Gyðingabanka í London móti íslenzkum hags- munum o. s. frv., eins og lesa má um í blöðum verkamanna. Áróðurinn móti mér persónu- lega skiftir mig litlu. En hitt er verulegt atriði, ef menn í öðr- um flokkum hyggja sig þess umkomna, að ráða s.tefnu og störfum í Framsóknarflokkn- ; um. Það hefir beinlínis stór- vægilega þýðingu fyrir Fram- sóknarflokkin að flokksmenn- 1 irnir, hvar sem er á landinu, ! hafi full skil á þvi, ef menn sem ! vinna með Framsóknarflokkn- I um, búa yfi r leyndum fjand- ! skap, sem miðar að því að hnekkja framtíðargengi flokks- ins. Að þessu sinni læt ég mér nægja að skýra frá því, að ég hefi í höndum fullkomnar og lögmætar sannanir fyrir því að leiðtogar Alþýðuflokksins lýsa þeirri höfuðsök á hendur mér, að ég sé valdur að því, að mik- ið af liði flokksins sé ekki kom- ið í herbúðir socialista. Þetta er að vísu oflof. Eng- inn mannlegur kraftur getur gert samvinnumenn landsins að byltingarkendum þjóðnýt- ingarmönnum. En ásökunin á hendur mér er rétt að því leyti, að ég trúi því faslega, að fram- tíð íslands frelsi þess og vaxandi gengi sé að langsamlega mestu leyti komið undir því að Fram- sóknarmenn og samvinnumenn hafi höfuðforustu um málefni þjóðarinnar og stýri fram hjá öfgum samkeppninnar annars- vegar, og blindra stéttarsam- taka hins vegar. Aðstaðan er nú sú í landinu, að Kommúnistaflokkurinn, sem er viljalaust áhald í höndum valdamanna í fjarlægu landi, hefja allsstaðar á landinu kaup- deilur móti atvinnurekstrinum. Héðinn Valdimarsson er í nánu starfssambandi við þessa menn og styður kröfur þeirra með liðsafla sínum í verkamanna- félögum. Þegar kemur að Alþýðu- flokknum treystir hann sér ekki til að taka afstöðu frá neinu yfirboði, hve fjarstætt sem það er, og stundum áfellir Alþýðu- blaðið Héðinn Valdímarsson fyrir að vera of linan í sókn- inni. Tilgangur kommúnista og þeirra, sem þeim fylgja, er að koma fram tvennskonar spreng- ingu. Annarsvegar að sprengja samstarf Alþýðuflokksins og Framsóknarmanna, og hinsveg- ar að eyðileggja allan sjálf- stæðan atvinnurekstur. Á þenn- an hátt átti að eyðileggja sam- vinnuiðnaðinn á Akureyri, tog- araútgerðina á vertíðinni, strandferðirnar. millílandasigl- ingarnar, síldariðju ríkisins, síldveiðarnar í sumar og vega- vinnuna. Kommúnistar koma allsstaðar við vinnustöðvun nema á heimilum samvinnu- bændanna. Þess vegna er ef tll vill vorkunn þó að þessum auðnuleysingjum standi nokk- ur stuggur af samheldni sam- vinnumanna og áhrifum þeirra í þá átt að bjarga þjóðinni frá upplausn og glötun. J. J. A víðavangi Gísli Guðmundsson ritstjóri. Aðfaranótt fyrra sunnudags veiktist Gísli Guðmundsson ritstjóri af lungnabólgu, og hefir hann legið allþungt hald- inn, en nú telja læknarnir hann í afturbata. í Sjóorusta j verklýffssamtakanna. I í 20 ár höfum við verið full- valda þjóð. Fjórum árum áður ! eignuðumst við okkar fyrsta I millilandaskip. Um aldaraðir ; rann arðurinn af striti fólksins ! til annara þjóða. Nú er hafin hin illvígasta innanlandsbar- átta um þennan arð. Verklýðs- | samtökin eru mannsterkasti ; aðilinn í þessari innlendu hags- | munastyrjöld. Mikið veltur þvi ! á hvernig því liði er stjórnað. Þetta fólk hefir nú misst hygg- inn og drengilegan foringja. Nýtt vandamál hefir borið að höndum. Hæstlaunuðu stýri- menn á Norðurlöndum — og ef til vill í heimi — hafa fengið inngöngu í hagsmunasamtök verkalýðsins. Nú gera þessir menn ósvífnar kröfur eins og á stendur. Hinlr nýju foringjar eru í vanda staddir. Kommún- istar og bandamaður Þeirra, Héðinn Valdimarsson hyggjast að nota sér þessa aðstöðu. Öll- um sáttum hefir verlð hafnað af hinum hálaunuðu stýri- mönnum. Þjóðfélagið má við litlu, og adrei hefir meir við legið en nú, eftir aflabrest og markaðshrun, að vinnufriður haldist og framleiðslustarf þjóðarinnar. Alþingi hlýtur að skerast í þetta mál. Sagan um lögskipaðan gerðardóm hlýtur að endurtaka sig. Hver verður afstaða verkalýðsins þá. Ætlar hann að leggja líf sitt við hin hlýfðarlausu bolabrögð stýri- mannanna, ætlar hann að auka vanskilin við aðrar þjóðlr með algerðri siglingastöðvuri, ætlar hann að fórna mörkuðum ís- lenzkra afurða fyrir kröfur stýrimannanna, ætlar hann að sökkva sigrum þeim, sem hann hefir sjálfur unnið undir for- ustu hyggins leiðtoga, ætlar hann að sanna að íslenzka þjóðin sé ekki fær um að láta stjórnast eftir réttum lýðræðis- reglum, ætlar verkalýðurinn og hinir nýju leiðtogar hans að sökkva heiðri og frelsi þjóðar- innar i þessari sérkennilegu sjóorustu! Olíuhringarnir lækka benzínverff. Aðalárangurinn af melrihluta- stjórn íhaldsins 1924—27 var að leggja niður landsverzlun með olíu og tóbak. Siðan hefir olíu og benzínverzlun lengst af verið í höndum erlendra auðhringa eingöngu. Héðinn Valdimars- son er þjónn þessara stofnana. í ársbyrjun 1936 kom lítið inn- lent félag upp benzíngeymi við Reykjavík. Þetta hefir síðan sparað landsmönnum á þriðja hundrað þúsund krónur árlega 1 benzlnverði. Á síðasta hausti tóku útgerðarbændur í Vest- mannaeyjum að skapa Héðni samskonar örðugleika um verð- lag á steinolíu Hinn 1. maí aug- lýsa hringarnar allt í einu 3 aura 19. blaff. Á fimmtugsafmœli Jónas- , ar Jónssonar óskuðu vinir hans og samlierjar eftir því, að mega láta gjöra af hon- um brjóstlíkan, sem yrði komið fyrir á heimili hans, en Alþingi eignaðist eftir hans dag, og hafði þegar verið lagt fram fé í þessu skyni. Ríkharður Jónsson myndhöggvari tókst á hend- ur að gera myndina, málm- steypan var framkvœmd í Danmörku. Síðan gerði Ríkharður hinn einkar fagra fótstall undir mynd- ina, og nú á 53. afmælisdegi J. J. hinn 1. maí, var hon- um afhent myndin. Var þá mannmargt á heimili þeirra hjóna. En myndin var af- hent Jónasi Jónssyni með þeim ummœlum, að með því ! að láta listamanninn setja svipmót hans í málm, þá vœriþar,af vinum hans,innt skylda af hendi við framtíð- ina, og vœri þessi afmœlis- gjöf að því leyti í samrœmi við hin fjölmörgu störf hans sjálfs. verðilækkun á benzínverði. Mun það hafa verið talið nægilegt til þess að koma hinu lítið fjár- sterka íslenzka benzínfélagi, Nafta, fyrir kattarnef. En með því að rekstur þessa félags er mjög sparsamlegur, og með því að Nafta mun eins og á stend- ur fremur gera sér von um vaxandi en minnkandi sölu þá hefir félagið séð sér fært að lækka benzínverðið ofan í sama verð og hringarnir. En skiljan- lega tekur Héðinn það til yfir- vegunar hvort hann eigi ekki i þágu hinna erlendu hringa að gera aðra áreið á þennan ónota- lega keppinaut. Reyndi fyrst á þroska benzínnotenda, hvort þeir þá stæðust silfurpeninginn. Benzínskattur og benzínverff. Þegar benzínskatturinn var hækkaður um 4 aura 1935, var Héðinn spurður að þvi á þingi, sem sérfræðingur í málinu, hvort hringarnir ekki þyldu að taka þessa skatthækkun á sig. „Ómögulegt“ var svar Héðins. Utan úr heimi Theodor Innitzer kardináli í Vín hefir oft verið nefndur í blöðum og útvarpi síðustu vik- urnar. Það var fyrir hans atbeina, að sent var út bréf í nafni kat- ólsku kirkjunnar í Austurriki, þar sem skorað var á kjósend- urna að greiða atkvæði með sameiningu Austurríkis og Þýzkalands. Þetta var gert án vitundar páfans og í fullri ó- þökk hans. Innitzer er 62 ára gamall. Hann var guðfræðikennari við háskólann í Vín. í marz 1932 var hann gerður að erkibiskup í Vín og síðar á sama ári var hann útnefndur kardináli. Hann hafði lítil laun meðan hann var prófessor, en hefir haldið hinum einföldu lifn- aðarháttum áfram, þótt emb- ættistekjurnar hafi hækkað. Það hefir átt sinn þátt í því, að auka álit hans. Kardinálastaðan gerði hann að voldugasta manni katólsku kirkjunnar i Austurríki. Það er alkunnugt, að katólska kirkjan hefir verið hið ráðandi afl í stjórnmálum Austurríkis á und- anförnum árum. Það var hún, sem stóð á bak við Dolfuss og síðan á bak við Schussnigg. Hún óttaðist yfirráð nazismans, sem hafði svipt katólsku kirkj- una í Þýzkalandi frelsi sínu, og barðist því fyrir sjálfstæði Austurríkis með oddi og egg. Innitzer kardináli var af flestum talinn hinn eiginlegi forystumaður í baráttunní fyr- ir sjálfstæði Austurríkis. Hann var einnig kunnur fyrir vináttu við ýmsa helztu menn Gyðinga í Austurríki. Hann talar he- brezku ágætlega og hefir oft farið i rannsóknarferðir til „landsins helga“. Vinátta hans við Gyðinga á rætur sínar að rekja til þeirra ferðalaga. Það kom þvl flestúm mjög kynlega fyrir sjónir, þegar In- nitzer sneri skyndilega við blað- inu og hóf baráttu fyrir naz- istana gegn vilja yfirmanna sinna í Rómaborg. Sinnaskipti hans eru talin stafa af því, að hann hyggist að geta náð betra samkomulagi víð nazista með þessum hætti og geti þannig tryggt kirkju sinni meira frelsi. En þeir, sem bezt þekkja til, telja að þar hafi In- nitzer reiknað rangt og þessi skoðanaskipti verði til þess eins að rýra álit hans sjálfs. Silfurpeningar hinna háu for- stjóralauna máttu sín þá meh-a en atkvæði kjósendanna, sem honum höfðu falið trúnað. Sjómannaheimili á Siglufirffi. Fjárveitinganefnd leggur tll að af hagnaði Áfengisverzlunar- innar verði lagðar fi'am 30 þús. krónur til þess að koma upp sjómannaheimili á Siglufirði, með því skilorði, að 20 þús. komi annarstaðar að og Góðtemplar- stúkux-nar á staðnum annist rekstur þessarar stofnunar. Er þetta gott mál og timabært. Landið eignast flugvél. Félag á Akureyri, hefir keypt nýja, vandaða 4 íarþega flugvél, (Frh. á 4. síffuj

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.