Tíminn - 30.06.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.06.1938, Blaðsíða 2
104 TÍMINN inn. Þá er hagur þeirra kominn undir tíðarfari, aflabrögðum og vöruverði. Þá geta þeir kveðið eins og bóndinn: „Ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni.“ Þegar vel gengur, verður það hagur þessara manna, alveg eins og það er hagur bóndans, þegar tíðarfar er gott, fénaðarhöld góð og afurðirnar í háu verði, og það tap, sem þjóðin hefir af því þegar illa árar, leggst þá ekki heldur á neinn einstakan mann eða sérstakan hóp manna, held- ur dreifist á alla hlutfallslega jafnt. Það er þetta réttláta fyrir- komulag, þessi almenna þátttaka í ágóða og tapi, sem ég held að sé eina leiðin til þess að kveða niður þær deilur, sem ég gat um og fækka árekstrunum. Þjóðin hefir tekið lán erlendis til þess að reisa þessi þjóðþrifafyrirtækt sildarverksmiðjurnar. Rekstur þeirra verður að standa undir þeirri byrði. Það þarf að greiða vexti af þessu fé og eitthvað þarf að leggja til hliðar, til þess að hægt sé að endurnýja það, sem úr sér gengur, en að öðru leyti, þegar þetta hefir verið greitt, á allur arðurinn að deilast milli þeirra manna, sem á einn eða annan hátt starfa að þess- ari atvinnugrein. Þetta á ekki að vera gróðafyrirtæki fyrir ríkið en ekki heldur baggi á ríkissjóði. Ég álít, að við Framsóknarmenn eigum að athuga hvort þetta er ekki affarasælasta leiðin í út- gerðarmálum þjóðarinnar, að endurvekja á þennan hátt gamla hlutaskiptafyrirkomulagið. Ég hef tekið síldarmálin sem dæmi og bent á, hvaða hug- myndir ég hefi um, hvernig hon- um eigi að vera fyrir komið í framtíðinni, en ég hefi aðeins tekið hann sem dæmi. Ég vil skjóta því fram til athugunar fyrir það fólk, sem hér er saman komið, hvort þetta verði ekki framtíðarleiðin í útgerðarmálum okkar. Þá verða sjómenn og verkamenn ekki þjónar ein- hverra konunga í útgerðinni, heldur frjálsir atvinnurekendur í félagsskap. Þeir verða sjálfir bæði húsbændur og þjónar, njóta sjálfir góðæranna og bera sjálfir sameiginlega þunga vondu áranna. En ef þannig gengur á eínhverjum tíma, að þeir, sem að framleiðslustörfun- um vinna, hvort sem er í sjávar- útvegi eða landbúnaði, geta ekki þótt þeir leggi sig alla fram, fengið fyrir þessi störf sín ^iær tekjur, sem þeir þurfa nauðsyn- lega til þess að fullnægja brýn- ustu þörfum, verða aðrir að koma þar til aðstoðar. Þá verður að framkvæma einhverskonar jöfnun milli stétta þjóðfélagsins, það verður að framkvæma til- færslu með sköttum eða á ann- an hátt, þannig að þær byrðar, sem reynast of þungar, fyrir þessa fjölmennu stétt, leggist jafnframt á aðra, ef einhverjir eru til í þjóðfélaginu, sem bera meira úr býtum. Ef þetta fyrir- komulag væri komið á í atvinnu- málum yfirleitt, þá væri nauð- synlegt að gæta þess þegar góð- ærin koma, að eitthvað sé lagt til hliðar, ekki öllu eytt, heldur sé nokkuð geymt til vondu ár- anna. Þessi jöfnuður, sem ég gat um áðan, að þyrfti að gripa til, þegar einhver stétt verður sér- staklega hart úti, þrátt fyrir mikið starf og áreynslu, er sú baktrygging, sem allir þeir menn eiga að hafa, sem leggja sig vel fram við nytsamleg störf í þjóðfélaginu, ef óviðráðanlegar orsakir valda því, að þeir geta ekki með störfum sínum á ein- hverjum tíma skapað sér viðun- andi líf, og þessi baktrygging eða samábyrgð þjóðfélagsþegnanna er réttmæt og nauðsynleg. Nú má benda á, að það eitt út af fyrir sig er ekki nóg, að hver einstök atvinnugrein geti veitt þeim, sem við hana starfa, full- nægingu hinna brýnustu þarfa. Við eigum öll sameiginlegar þarf ir og höfum öll sameiginlegar byrðar að bera. Má þar nefna t. d. þau beinu útgjöld við ríkis- reksturinn og framlög frá heild- inni til verklegra og menningar- legra framfara. Það er æskilegt, að sem allra flestir geti tekið þátt í þessum sameiginlegu út- gjöldum. Ég gat áðan um þá miklu breytingu, sem orðið hefði í þjóðlífinu á undanförnum ára- tugum, þar sem er hinn mikli vöxtur bæjanna. Nú er svo kom- ið, að í höfuðstað landsins býr um það bil y3 hluti allra lands- manna. Þar er fyrir nokkrum árum var fámennt fiskiþorp með eingöngu smábátaútveg, er nú risin borg með tugum þúsunda. i Og það er ástæða til að íhuga og jafnvel ástæða til að óttast, að bæði höfuðstaðurinn og ýmsir aðrir kaupstaðir séu orðnir of fjölmennir hlutfallslega við þau atvinnuskilyrði, sem þar eru fyr- ir hendi. Það er oft talað um dýrtíð, sérstaklega í kaupstöð- unum, og ekki að ástæðulausu. Ég gat um það áðan, að það hefði verið blómaöld hjá sjávarútveg- inum, þegar þessir kaupstaðir aðallega mynduðust, en mönn- um hefði gengið illa að fylgjast með þeirri breytingu, sem orðið hefði niður á við, lífsvenjurnar hefðu haldizt, þó að árferði hefði versnað. Dýrtíðin hefði orðið sú sama, þó að minni möguleikar væru til að rísa undir henni. Húsin eru dýr í kaupstöðunum, vörurnar eru þar dýrar og þar af leiðandi er þar dýr vinna. Laun- in eru há, bæði hjá ríkinu og þó sérstaklega hjá ýmsum öðrum, en eins og nú er ástatt, er ekki hægt að lifa þar nema hafa miklar tekjur. Þessi dýrtíð er sér staklega erfið fyrir alla fram- leiðslu í kaupstöðunum. Afleið- ingin af því, hvað dýrt er að framfæra fólkið, er sú, að hátt verð er sett á alla framleiðslu, sem seld er innanlands, en á hinn bóginn verður tap á þeirri framleiðslu, sem seld er út úr landinu, vegna þess að þar eru það aðrir, sem ákveða verðið. Þess vegna er það eitt af allra nauðsynlegustu viðfangsefnum okkar Framsóknarmanna, að gera einhverjar mótráðstafanir gegn þessari dýrtíð í bæjunum. Ef það tekst að draga úr kostn- aðinum við að framfleyta lífinu þar, þá gæti það t. d. leitt af sér sparnað fyrir ríkið í launa- greiðslum, þá gætu framleiðslu- skilyrðin batnað, það gæti orðið til að örva framleiðsluna, sem er undirstaða allra fjárhagslegra framfara og umbóta. Vitanlega veröur ekki dregið úr dýrtíðinni nema með tapi fyrir vissa menn, en við það er ekki hægt að ráða. Ef menn byggja hús í kaupstað, sem eru of dýr, til þess að fólk sem stundar framleiðslustörf, geti búið í þeim, og borgað leigu, sem þarf til þess að standa undir byggingarkostnaðinum, þá verða þeir að tapa, sem hafa lagt sitt fé í byggingar, alveg á sama hátt og bóndinn, sem byggir of stórt hús á sinni jörð og tapar meira eða minna af því fé, sem hefir verið lagt í það. Þessa sögu þekkjum við víðsvegar að. Marg- ir bændur hafa lagt í meiri byggingar en búskapurinn hefir getað borið. Margir hafa getað þetta. Þeir hafa átt fjármuni, sem þeir hafa getað lagt í hús- byggingu. Þeim hefir þótt það borga sig, því að þeir hafa fengið aukin lífsþægindi, en aðrir hafa ekki getað ráðið við byggingar- kostnaðinn. Þeir hafa tekið á sig of þungar byrðar. Á sama hátt er eðlilegt, að þeir verði fyrir töp- um, sem hafa reist hús og önnur mannvirki í kaupstöðunum, sem eru of dýr fyrir þá framleiðslu, sem þar getur verið um að ræða. Ég gat um það áðan, að vörur væru of dýrar í kaupstöðunum. Þetta þarf að læknast með meiri samvinnu í verzlun. Hún þarf að aukast þar. Hér er mikið efni til V illri X. Framsóknarflokkurinn hefir um eitt verið mjög frábrugðinn hinum tveim aðalflokkum þings- ins. Hann hefir að vísu viljað vaxa, en hann hefir ekki búizt við að geta útrýmt nábúaflokk- unum. Framsóknarmenn búast við að hafa til frambúðar tvo nábúa: Mbl.menn og Alþýðu- blaðsmenn, og óskar að hafa við þá skynsamlega og skipulega samvinnu um að gera ísland veglegt heimili fyrir hina ís- lenzku þjóð. Aftur á móti hefir af og til brytt á þeirri lífsskoðun í blöðum nábúaflokkanna að Framsóknarflokkurinn ætti að hverfa með öllu og áhrif hans að verða afmáð á íslandi. Þó undar- legt sé, hefir þessarar skoðunar alveg gætt sérstaklega í Alþýðu- flokknum. Það hefir , verið kjarnaatriði í lífsskoðun Héðins Valdimarsson og bergmálað af fjöldamörgum minni mönnum og minna virtum í flokki hans. Þessi hatramlega lífsskoðun margra af leiðtogum Alþýðufl., i olli því að frá hálfu þessara ‘ manna var hafin einskonar út- ; rýmingarstarfsemi á Framsókn- ; armönnum, þar sem veldi Al- þýðuflokksins náði til. Stefna mín frá 1926, um að gera alla þrjá stjórnmálaflokkana ábyrga um meðferð vandasamra mála, átti þar ekki upp á pallborðið. Enn síður sá þáttur í starfi mínu 1927—31, að koma dugandi mönnum úr báðum stjórnar- flokkunum í trúnaðarstöður til að jafna metin móti hinu forna alveldi Mbl.manna, um störf og | stöður. Alþýðuflokkurinn fór í stjórnartíð Haraldar Guðmunds- | sonar alveg nýja leið. Fyrst að | taka allar vegtyllur sem unnt var að ná handa flokksmönnum, oftast án tillits til þess hvort þeir væru sérlega vel til starfsins fallnir eða ekki. Næsta boðorðiö var að bægja Framsóknar- mönnum undir öllum kringum- stæðum frá öllum trúnaðarstörf- um, en í þriðja lagi að taka Mbl.- menn og það venjulega ekki af betri endanum, þar sem sam- herjarnir náðu til. % vil að vísu enganveginn fordæma það að taka andstæðinga í trúnaðar- stöður. Þegar Framsóknarstjórn- in 1927—31 tók Björn Þorláks- son frá Dvergasteini til að koma skipulagi á meðferð lækna og lyfsala á áfengi, þá var þar val- inn andstæðingur stjórnarinnar til trúnaðarstarfs. En hann var tekinn til þessa vandaverks með ráðnum hug, og í fullri vitund þess að hann var í því efni fær- asti maðurinn, sem völ var á í landinu. Val hans var ekki fálm eða hjákátlegt dekur við and- athugunar og framkvæmda fyrir Framsóknarflokkinn. En það er fleira athugavert í þessu sambandi. Þegar við at- hugum hinn mikla vöxt bæj- anna, þá miklu byltingu, sem þar hefir orðið, verður ekki fram hjá því gengið, að gæta að þeim uppeldisáhrifum, sem unga kynslóðin fær þar. Við verðum að bera saman þau uppeldis- skilyrði, sem fólkið fær í kaup- stöðum, við þau, sem sveitirnar veittu áður. Eins og ég gat um í upphafi, hefir þjóðin lifað í byggð en ekki borgum. Æskan hefir alizt þar upp í samfélagi við dýrin og hina gróandi jörð, alizt upp við hin fjölbreyttu störf sveitalífsins, og vaxandi störf eftir því sem kraftarnir þroskuð- ust. Við verðum að athuga hvað bæirnir hafa að bjóða í stað þessara hollu uppeldisáhrifa. Það er ekki nóg að hugsa ein- göngu um það verklega. Maður- inn lifir ekki á því einu saman. Andlegu verðmætin þarf einnig að varðveita og hlynna að þeim því að ef þau væru ekki, þá væri engin von um neinar fram- farir í atvinnuháttum eða á verklega sviðinu. Hvernig væri umhorfs í okkar þjóðfélagi, ef við hefðum aldrei átti skáld,enga sögu, ef ekkert ljóð væri til, eng- in staka, ekkert íslenzkt söng- lag, ekkert íslenzkt málverk, enginn íslenzkur myndhöggvari? Ef ekkert af þessu væri til, þá væri þjóðin ekki til. Þá væri ís- lendingar ekki stjórnarfarslega sjálfstæð þjóð. Það hafa orðið miklar og stór- stígar framfarir í verklegum efnum á íslandi á síðustu tímum, því verður ekki neitað, þótt þar sé mikið ónumið. En þrátt fyrir þessar miklu framfarir á því sviði, þá stöndum við ekki jafn- fætis öðrum þjóöum í því efni. Það er á öðru sviði, sem íslend- ingar hafa komizt til jafns við menn annarra þjóða: ,,Vor myndasöfn, þau gnæfa í hugarheimi, svo hátt sem andi býst í jarðnesk orð, og hirðmál er vor tunga í goðageimi, þar greppar sækja eld við konungsborð," segir Einar Benediktsson. Það eru þessi myndasöfn í hugarheimi, sem þarf að geyma og auka viö. Það er íslenzka tungan, sem við fyrst og fremst eigum að varðveita svo að hún verði áfram „hirðmál í guða- geimi“. Við þurfum að varðveita tunguna og hið andlega líf. Eitt lítið Ijóð eða lag, ein vel kveðin stæðinga sem stjórnin átti í göt- unni. XI. Útnefning Sig. Einarssonar til að kenna guðfræði við háskól- ann, er ljóst dæmi um þá veilu, sem því fylgir, þegar ráðherra gefur frá sér að móta sjálfur stefnu heillar kirkjudeildar. Það er enginn vafi á, að Haraldur Guðmundsson hafði enga löngun til að gera Sígurð Einarsson að guðfræðikennara. Það var ekki einu sinni borið upp í flokksráði Alþýðumanna, því að Jón Bald- vinsson og Héðinn Valdemarsson vissu ekki um þetta miður góða verk fremur en ráðherrar Fram- sóknarflokksins, fyrr en hermd- arverkið var ákveðið til fulls og pési fullprentaður í stjórnarráð- inu til varnar þessari embætta- veitingu. Sigurður Einarsson hafði sótt þetta mál fast bak við tjöldin og Vilmundur land- læknir stutt hann af unggæöis- legri glettni. Landlæknir mun vera þeirrar skoðunar, að þar sem ekki verði talið á náttúru- fræöilegan hátt, að lífið haldi áfram, megi á sama standa, staka getur hafið okkur upp úr erfiðleikum hversdagslífsins. „Það er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefir hlýnað mest á því marga kalda daga.“ Kaldir dagar munu vissulega koma yfir þessa þjóð og þetta land í framtíðinni, eins og áður, og við þurfum að vera menn til þess að taka á móti köldum dög- um, því þá — ef við erum menn til að taka á móti köldum dög- um, — þá kunnum við að meta sólina þegar hún skín. Ungir Framsóknarmenn! Ykkar bíða mikil verkefni. Þaö má í höfuðatriðum skipta þeim í tvennt. Annað er að koma at- vinnumálum þjóðarinnar í heil- brigðara horf, svo að allir, sem hafa starfsþrek, fái að taka þátt í gagnlegum störfum og fái rétti- lega goldið, erfiði sitt, -ekki sem þrælar einhverra konunga, held- ur sem eigin húsbændur í frjáls- um félagsskap, þar sem „fótur fæti, hendi hönd hjálpar við og I. Próf. Alexander Jóhannesson segir frá því í ræðu, er hann hélt um Háskóla íslands og framtíö hans á nýafstöðnu stúdenta- móti á Þingvöllum, að fyrsti rektor háskólans hafi þannig markað stefnu háskólans, er hann var settur í fyrsta sinn: „Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt: 1) að leita sannleikans í hverri frœðigrein fyrir sig — og 2) að leiðbeina þeim, sem eru í sannleiksleit, hvernig þeir eigi að leita sannleikans í hverri fræðigrein fyrir sig.“ Síðar í ræðunni segir prófess- orinn: „Það er eðlilegt, að margur muni spyrja hvort háskóli vor hafi innt þetta hlutverk af hendi hin fyrstu 27 árin, sem hann hefir starfað“......... Við lestur ræðu prófessorsins varð mér hugsað til atviks, sem gerðist á síðasta fundi bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Þar rís upp lagaprófessor Bjarni Bene- diktsson og ber fram eftirfar- andi sögu um mig og formann Framsóknarflokksins. Sam- kvæmt frásögn Morgunblaðsins af fundinum, hljóðar sagan þannig: „Minnti Bjarni Benediktsson Sigurð á þann atburð, er hann nokkru eftir síðustu bæjar- stjórnarkosningar ætlaði að hverskonar menn hafi atvinnu af að tala um þau mál við söfn- uði landsins. Út frá þeim for- sendum mun landlæknir hafa veitt Sigurði Einarssyni braut- argengi og þessi hugsun féll vel inn í hina almennu kaupkröfu- pólitík flokksins. Hér var em- bætti handa flokksmanni. Þó að það væri hrifsaö frá Framsókn- ,armanni, sem hefði unnið það í löglegri samkeppni, skipti engu máli. Sú staðreynd, að kostir Sigurðar Einarssonar njóta sín vel í útvarpinu, en kostir Björns Magnússonar í hinni íslenzku þjóðkirkju, var hér að engu haft. Kaupkrafa flokksins varð að ráða. Út um land hefir ráðning Sigurðar Einarssonar oröið eins- konar lokaskýring á því, hvað Alþýðuflokkinn vantar nú sem stendur til að geta verið stjórn- arflokkur. Hin misvitru tök um val á mönnum í trúnaðarstöður, kom ljóslega fram við síldarverk- smiðjurnar á Siglufirði og Seyð- isfirði. í bæði skiptin valdi Har- aldur Guðmundsson og nán- ustu vildarmenn hans unga og styður“. Enginn, sem hefir starfsþrek, ætti að þurfa að lifa á annarra kostnað. En það er trú okkar Framsóknarmanna, að þetta verði ekki gert með bylt- ingu, með því að rífa niður allt, sem nú er, og umturna öllu í von um, að þá rísi upp einhver paradís, fyrirhafnarlaust, þar sem allir geti lifað i alsælu. Við trúum því, að þetta verði gert með þrotlausu starfi, en ekki með ærslum og gauragangi. Og það verður bezt gert með því að hlynna að öllu því gagnlega, sem nú er til og með því að fylla upp í þau skörö, sem á hverjum tíma myndast í garðinn, með því aö finna þá galla, sem eru á okkar atvinnuháttum og bæta úr þeim. En þetta er aðeins annar þáttur- inn í því mikla starfi, sem bíður okkar. Hitt er að varðveita and- ans eld, varðveita þá glóð, sem hefir haldið þjóðinni lifandi gegnum aldirnar, þá glóð, sem við getum fengið ylinn frá um alla framtíð í „margra kalda daga“. vaða inn á bæjarstjórnarfund, en aðalfulltrúi Framsóknar- flokksins, Jónas Jónss., var þar fyrir. Jónas sá þegar, að Sigurð- ur var ekki „fundarhæfur" og stöðvaði hann í fordyrinu. Varð nokkurt stímabrak milli þeirra. Vildi Sigurður ólmur inn á fund- inn. En Jónasi tókst að hafa vit fyrir honum og hvarf Sigurður á brott. En svo slysalega vildi til fyrir þeim flokksbræðrum, að Sigurður var með tillögur þær í vasanum, er Framsóknarflokk- urinn ætlaði að koma á fram- færi á fundinum, og gat aðal- fulltrúinn ekki náð þeim. Varð frammistaða hans því hin spaugilegasta. En hann tók því með þolinmæði, því hann þótt- ist hafa komið í veg fyrir það, sem verra var.“ Samkvæmt meginreglum há- skólans, skyldi maður ætla, að prófessor í lögum við háskól- ann, sem þar að auki er vara- dómari í hæstarétti, hafi hér sagt í öllum atriðum rétt frá, en þótt undarlegt megi virðast er það ekki svo. Hvert einasta atriði í þessari sögu Bjarna lagaprófessors um mig eru hel- ber ósannindi, og vísa ég um það atriði til formanns Framsókn- arflokksins fyrst og fremst. Fyrir utan tvo síðustu bæjar- stjórnarfundi, hefi ég setið á bæjarstjórnarfundum, er haldn- ir voru 17. febrúar og 3. marz óreynda verkfræðinga. Báðir voru Mbl.menn en þóttust vera socialistar um leið og hyllti und- ir atvinnuna. Á Siglufirði er kunnug raunasaga Gísla Hall- dórssonar: Hið háa kaup, hinar miklu kaupuppbætur, hinn gíf- urlegi ferðakostnaður, hinar hlægilegu auglýsingar í útvarp- inu um afköst verksmiðjanna, o. s. frv. Annað fór eftir þessu. Gísli Halldórsson gerði tilrauna- þró fyrir milljónarfjórðung, sem hann dró út úr rekstri verk- smiðjanna. Nú er þró þessi að mestu leyti ónýt til allra hluta. Fólksráðningar Gísla voru svo rausnarlegar, að ekki þarf að bæta föstu starfsfólki við nú í sumar, þó að byggð hafi verið ný verksmiðja, sem vinnur úr 2000 málum á dag. Að lokum undir- bjó Gísli Halldórsson í samráði viö Finn Jónsson og Harald Guð- mundsson áætlun um þessa nýju síldarverksmiöju og var hún ákveðin á fundi snemma í janúarmánuði, þar sem Finn- ur Jónsson stýrði umræðum og hafði fundarbækurnar. En í þessa áætlun hafði Gísli ekki „Að leíta sannleíkans(( \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.