Tíminn - 30.06.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1938, Blaðsíða 3
T í M I N N 105 s. 1. í bæði skiptin samkvæmt tilmælum aðalfulltrúa Fram- sóknarflokksins. Öðrum fundum bæjarstjórnar, nema þeim tveim síðustu, sem ég einnig hefi setið eftir tilmælum Framsóknar- flokksins, vegna fjarveru aðal- fulltrúans, hefi ég enga tilraun gert til að taka sæti á. Ég mun að vísu einu sinni eða tvisvar hafa setið stundarkorn sem áheyrandi á fundum bæjar- stjórnar og mun í bæði skiptin hafa átt tal við Jónas Jónsson, ýmist áður en fundir hófust, eða hann gengið til mín út á áheyrendabekkina meðan fund- ur stóð yfir. Það gerðu líka aðr- ir bæjarfulltrúar, eins og t. d. Valtýr Stefánsson ritstjóri. Man ég að Valtýr átti a. m. k. í annað skiptið samtal við mig um hags- munamál blaðanna, sem þá lá fyrir Alþingi, og sem honum var mikið í mun að ég ynni að með honum að greiða úr. Gæti V. St. því borið vitni um „fundar- hæfni“ mína þá. Hvort þessar tvær stuttu kom- ur mínar á áheyrendabekki bæj- arstjórnar hafa haft þær skringi legu verkanir á ímyndunarafl lagaprófessorsins að þær hafi eftir á skapað í huga hans fram- angreinda sögu, sem enga stoð hefir í veruleikanum, eða hvort að hann hefir beinlínis logið sögunni upp vísvitandi, veit ég eigi. Hafi ímyndunaraflið leikið svo ferlega á lagaprófessorinn, að þessi fullkomlega ósanna saga hafi orðið til í huga hans, og hann trúað að hún væri sönn, hygg ég að það geti varla orðið tvennar meiningar um það, að maðurinn sé ekki fylli- lega „normal“. Sé hér hinsvegar um vísvitandi lygasögu að ræða, virðist prófessorinn heldur al- varlega hafa vikið af götu sann- leikans, sem er þó, samkvæmt þvi sem að ofan er tilvitnað í ræðu próf. Alexanders, æðsta markmið háskólaprófessora að fylgja, og væntanlega þá einnig, er þeir láta ljós sitt skína utan við sjálfan háskólann. Ef til vill hefir próf. Alexander þó haft próf. Bjarna í huga, þegar hann seint í ræðu sinni bætir við eftirfarandi orðum um mistök þau, sem stundum hafa orðið á vali prófessora að há- skólanum, því prófossor Alex- ander segir þar svo: „Þegar háskólinn var stofnað- ur, voru valdir til hans kennar- ar þeir menn, er beztir voru taldir í sinni fræðigrein hér á landi. Þótt meðal þeirra hafi verið margir ágætir menn, hygg ég þó, að fullyröa megi, að til háskólans hafi fyr og siðar val- ist menn, sem ekki hafa full- nœgt þeim kröfum, er gera verð- ur til háskólakennara um vis- indalega menntun og kennara- nœfileika". Af framansögðu hlýtur al- menningi að vera Ijós aðstaða prófessorsins. Ég ætla því ekki að fara fleiri orðum um hana. II. Á sama bæjarstjórnarfundi taldi Bjarni Benediktsson mér það mjög til lasts, og þannig segir einnig Mbl. frá ræðu hans, — með orðurn, sem ekki verða nema á einn veg skilin — að ég væri „ríkur fjárplógsmaður" og að „gyðingsháttur okrar- anna“ væri mér „hugleikinn“. Nú vil ég spyrja lagaprófess- orinn: Hefir ekki undir núver- andi þjóðskipulagi verið hægt að eignast neitt fé nema með því að vera „gyðinglegur okrari“ eða „f j árplógsmaður “ ? Til þess að létta prófessornum svarið við þessari spurningu, hefi ég tekið til athugunar eign- ir 5 manna, og borið þá saman við mig. Samkvæmt síðustu skattskrá hefi ég tekið eigna- skatt þessara manna og reiknað út eftir henni eignir þeirra, svo að ekki skakkar á einu þúsundi króna hjá hverjum. Tveir þess- ara manna eru bæjarfulltrúar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einn þeirra er þekktur útgerðarmað- ur, einn iðnaðarfrömuður og einn stórkaupmaður, sem mun vera talinn ein af fjárhagslegum höfuðstoðum Sjálfstæðisflokks- ins. Til samanburðar tek ég svo sjálfan mig og tilfæri hjá hverj- um einum upphæð eignaskatts og upphæð nettóeignar eins og hún sýnir sig að vera samkvæmt upphæð eignaskattsins. Eignaskattur Nettóeign ki. 3.356,00 kr. 490.000,00 — 2.949,60 — 439.000,00 — 2.648,80 — 401.000,00 — 2.422,40 — 373.000,00 — 1.232,80 — 220.000,00 — 357,60 — 94.600,00 Jón Björnsson, stórkaupmaður ....... Ólafur Johnson, konsúll ............ Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri . Halldór Þorsteinsson, skipstjóri ... Guðmundur Ásbjörnsson, kaupmaður . Sigurður Jónasson .................. Hafa nú þessir 5 menn eignast fé sitt með gyðinglegu okri eða fjárplógsmennsku? Tveir þess- ara manna eru stórkaupmenn, einn þeirra er kaupmaður. Fé mitt hefi ég fyrst og fremst eignast í sambandi við heild- söluverzlun, er ég rak í félagi með öðrum á árunum 1925—31. Á þeim tíma hygg ég að hinir tveir ofangreindu stórkaupmenn hafi sízt grætt minna fé en ég. Annar þeirra verzlaði að hluta með nákvæmlega sömu vöru og félag mitt. Eða ber sérstaklega að ásaka mig fyrir það, að ég gekk í ríkisins þjónustu fyrir 6 árum og hefi starfað hjá því fyrir helmingi lægra kaup en ég hafði hjá einkafyrirtækinu? Síðan ég hætti aö starfa fyrir einkafyrirtæki, sem rak heild- verzlun, hefi ég hagnast nokk- uð á húseign, sem ég lét byggja á ódýrasta tíma, árið 1932. Er það fjárplógsmennska og gyð- inglegt okur, að hagnast á því að byggja á ódýrum tíma? Ég veit ekki betur heldur en að vel- flestir ofannefndir stóreigna- menn hafi eins og ég hagnast á húseignum. Ég er ekki alveg viss um að leiga hjá sumum þeirra þoli samanburð við þá leigu, sem ég hefi tekið fyrir það húsnæði, sem ég hefi leigt út. En hvað um það. Ég hefi aldrei heyrt, að það væri ekki heiðar- legur atvinnuvegur í þessu þjóð- félagi, að hagnast á því, að reka heildverzlun, og að verja þeim gróða til að byggja húseignir og hagnast á því, að reka þær. Ég skora á prófessor Bjarna, að nota nú allt sitt lagavit til þess að sanna hið gagnstæða. Mér dettur ekki í hug, að halda því fram, að þeir 5 menn, sem ég hefi að ofan nefnt, hafi eignazt nokkurn eyri af hinum mjög álitlegu eignum sínum með fjár- plógsmennsku eða gyðingshætti okrarans. En þessu heldur pró- fessor Bjarni hiklaust fram um mig, þrátt fyrir það þótt mínar eignir, sem eru nálega 5 sinnum minni en hvers hinna, sé einnig fengnar fyrir samskonar löglega starfsemi í þjóðfélaginu. Hér hefi ég einnig rekið pró- fessor Bjarna upp í horn. Hann stendur einnig hér frammi fyrir alþjóð sem opinber ósanninda- maður, vísvitandi eða fyrir trufl- andi verkanir ímyndunaraflsins. III. Dreggjar íhaldsins hafa bæði hér á landi og annars staðar reynt að nota þá aðferð, að ljúga upp sögum um andstæðinga sína, ærumeiða þá og svívirða og ætlað að koma þeim þannig á kné. Ég tel það mikinn heiður fyrir mig, — og því miður að vissu leyti óverðskuldaðan heið- ur, — að vera nú sá sem verður fyrir valinu. Það átti einu sinni að ganga milli bols og höfuðs á Jónasi Jónssyni. Ég skal ekki rifja þá sögu upp í sambandi við pró- fessor Bjarna nema frekari ástæða gefist til. Kollumálið fræga og hin dæmalausa ofsókn á hendur Hermanni Jónassyni forsætisráðherra er annað dæmi. Sú herferð gerði nú hvorki meira né minna að verkum, en að að kosta íhaldið valdaaðstöð- una í landinu. Vilja nú ekki hinir gætnari íhaldsmenn hugleiða, hvort ekki sé kominn tími til að þeir fari að halda úrkasti sínu í skefjum. Þeir hafa ekki grætt á þessum bardagaaðferðum hingað til, og ég hygg, að það sé ýmissa hluta vegna ráðlegast fyrir þá, að gera sér grein fyrir því í tíma, að þeir munu ekki græða á nýrri herferð gegn mér. Sigurður Jónasson. Fregnír af fundar- storfum (Framhald af 1. siSu.) ráða ætti fram úr yfirstandandi erfiðleikum. „Við ættum ávallt að hafa hugfast“, sagði formað- ur, „það sem Guðmundur Ingi segir í kvæðinu, sem hann hefir tileinkað okkur, að „Hvort þið búið við sjó eða í sveitum þar á samvinnan hlutverk sitt enn“. í þeirri von, að þetta viðhorf megi verða ráðandi innan Framsóknarflokksins og utan, og þó sérstaklega í okkar ný- stofnaða Sambandi, segi ég slitið 1. Sambandsþingi ungra Framsóknarmanna". Að lokinni ræðu formanns ávarpaði Bjarni Bjarnason skólastjóri fulltrúa og gesti. Þakkaði hann mönnum prúð- mannlega framkomu og góða viðkynningu, og árnaði S. U. F. og fulltrúum allra heilla í framtíðinni. — Síðan ræddi Bjarni nokkuð um viðhorf ungs fólks yfirleitt og bar fram í því sambandi óskir sínar til handa ungum Framsóknarmönnum. Var ræða hans í senn hlý og sterk, og mun enginn hafa hlýtt á hana ósnortinn. Ileimilishættir. Heimilislífið á Laugarvatni var hið ákjósanlegasta meðan þingið stóð og sambúð manna góð. Fundarstörfin tóku að sjálfsögðu upp mestan tíma manna, en þó varð nokkur tími aflögu til ýmiskonar gleðskap- ar. Þarna hittust menn úr fjarlægum héruðum og ræddu um áhugamál sín á gönguferð- um um skóginn eða öðrum kyrrlátum stöðum. Á kvöldin var sungið, skemmt sér úti við á ýmsan hátt, sagðar sögur o. m. fl. Má óhætt fullyrða, aö á þing- inu hafi farið saman alvara starfsins og hófleg glaðværð, svo að á hvorugt hafi hallað, enda munu flestir þátttakendur eiga kærar minningar frá þessu móti. Skemmtiferð. Um kl. 3 e. m. á þriðjudag, þegar þinginu hafði verið slitið, var lagt á staö í skemmtiferð að Gullfossi og Geysi. Veður var þá bjart og skyggni gott. Áður en haldið var á stað tók Björn Jakobsson leikfimiskenn- ari allmaxgar myndir af þing- heimi. Síðan var stigið í bíl- ana og hrópað ferfalt húrra fyrir Laugarvatnsskóla og skólastjóranum um leið og haldið var úr hlaði. Þegar að Geysi kom, hafði hann gosiö fyrir skömmu og var því tafarlaust haldið að' Gull- fossi. Þar var numið staðar um stund og dáðst að tröllaukinni tign og fegurð fossins. Síðan var haldið til baka að Geysi. — Var þar beðiö alllengi eftir gosi. Styttu menn sér biðina með því að syngja, fara í leiki og ganga um nágrennið. Að loknu gosi, sem ekki var verulega gott, tók Sigurður Guðmundsson ljósmyndari mynd af þátttakendum í för- inni. — Síðan var haldið heim- leiðis og var almenn ánægja með ferðina. Á heimleiðinni var fólk að smátínast úr hópnum. Bjarni á Hólmi hélt að Laug- arvatni aftur með þátttakend- ur úr Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Fulltrúar úr Árnessýslu héldu að Ölfusár- brú og Hveragerði, og allmargt fulltrúanna lengra að gisti að Kolviðarhóli. Til Reykjavíkur var komið kl. að ganga 3 um nóttina. Að endmgu. Það mun engum dyljast, að ýmsir annmarkar hafi verið á því að halda þetta þing. Sam- tök unga fólksins í Framsókn- arflokknum eru enn litt skipu- lögð, og aldrei hafðí áður verið boðað til landsmóts, sem þessa. Auk þess er öllum ljóst, að fólk- ið í dreifbýlinu á mjög erfitt með að sækja samkomur í öör- um landshlutum, bæði sökum annríkis heima fyrir og kostn- aðar við ferðina. En þetta stóð ekki teljandi í vegi fyrir því, að ungir Framsóknarmenn gætu haldið sitt fyrsta Sam- bandsþing með þeim myndar- skap, sem lengi mun í minnum hafður. Orðstír þingsins mun uppi verða fyrir það, að þetta þing er tvímælalaust merkileg- asta og glæsilegasta pólitíska mótið, sem ungir menn hafa gengizt fyrir. En þingsins mun ekki siður verða minnzt fyrir þær sakir, að það sýnir betur en nokkuð annað, hversu traustum fótum Framsóknar- flokkurinn stendur. Flokkur, sem haldið getur slíkt æsku- lýðsmót, þarf engu að kvíða um framtíðina, honum er tryggt gengi og áhrif um langan tíma. Stofnun S. U. F. er ekki tak- mark í stjórnmálastarfsemi ungra Framsóknarmanna, held- ur leið að takmarki, leið að því takmarki, að skapa Framsókn- arflokknum aukin áhrif í þjóð- lífinu, að gera hann að fjöl- mennasta stjórnmálaflokki í landinu. Stofnun S. U. F. er hinsvegar fyrirheit þess, að þetta muni takast. Ungra Fram- sóknarmanna um land allt bíða ærin verkefni á næstu árum. Hin mikla þátttaka í fyrsta landsmóti þeirra lofar góðu um lausn þeirra verkefna. Svíar takmarka ínnflutníng Svíar hafa fram að þessu ekki haft nein innflutningshöft, en nú hefir sænska stjórnin ákveðið að grípa til slíkra ráðstafana. Var þetta tilkynnt af Sköld verzlunarmálaráðherra á aðal- fundi Sveriges grossistförbunds, sem haldinn var í byrjun þessa mánaðar. Ráðherrann hélt þar ræðu um utanríkisverzlun Svia. Sagði hann að Svíar gætu enn ekki fullnægt þörfum sínum sjálfir og þyrftu að kaupa ýmsar nauð- synjar frá útlöndum. Þess vegna þurfum við líka, sagði ráðherr- ann, að hafa talsverðan útflutn. ing. En eins og viðskiptamálun- um í heiminum er nú komið, er útflutningurinn miklum erfið- leikum bundinn. Viðskiptaþjóð- irnar krefjast þess að við kaup- um svo mikið af þeim, að þær geti þannig greitt innflutnings- vörurnar frá okkur. Þjóðirnar reyna yfirleitt að haga innkaup- um sínum þannig, að þau skapi þeim sölumöguleika fyrir út- flutningsvörur þeirra og beita hverskonar ráðum til að ná því marki. Innflutningurinn er okk- ur nauðsynlegur, en það er aug- ljóst mál, að hann verður að fylgja ákveðnum takmörkunum og reglum, vegna hinna ytri kringumstæðna. Spurningin er sú, hvort það verður gert með (Framhald á 4. síðu.) tekið meö liði, sem nema um 129 þús. og varð þeim sem áttu að útvega féð hverft við, er þeir áttu að byggja á þessari vísinda- legu nákvæmni. Þegar þessi ná- ungi sá, aö Alþingi breytti lög- unum svo, að socialistar gátu ekki farið með alræðisvald í rík- isverksmiðjunum, þá hypjaði snáðinn sig af landi burt, og lagði til hliðar um leið hin ný- fengnu trúarbrögð Alþýðublaðs- ins. Á Seyðisfirði var útkoman engu betri. Þar hafði Alþingi hlaupið undir bagga með Har- aldi Guömundssyni og kjördæmi hans og útvegað nokkur hundr- uð þúsund krónur í verksmiðju á Seyðisfirði. Haraldi hlaut að vera kapps- og metnaðarmál að þessi verksmiðjuerekstur yröi lyftistöng fyrir bæinn. Hann réði að sjálfsögðu miklu um framkvæmdir í verksmiðjunni. Auk þess átti hann sem atvinnu- málaráðherra að samþykkja for- stööumann. Ráðherrann bar þessvegna tvöfalda ábyrgð á for- stöðu verksmiðjunnar. Þann mann, sem Haraldur Guðmunds- son valdi til starfsins, vantaöi nálega allt, sem slíkur maður þurfti að hafa, nema það að hann tók trú Alþýðublaðsins að yfirvarpi en dýrkaði lífsstefnu Mbl., með helztu fylgismönnum þess safnaðar á Seyðisfirði. Þeg- ar verksmiðjan átti að byrja, komu kommúnistar með kröfur um að hækka kaupiö úr 11 kr. upp í 13 kr. fyrir tiltekinn vinnu- tíma. Alþýðuflokkurinn lét und- an síga fyrir yfirboðinu, í stað þess að það átti að vera fyrsta skylda ráðherrans að loka verk- smiðjunni og meta meira trúnað allra flokka á Alþingi, heldur en ábyrgðarleysi kommúnista. — Myndu skrafskjóður Einars Ol- geirssonar fljótt hafa lært betri mannasiöi, ef þrekmannlega hefði verið tekið á málunum. En það var ekki gert. Síldarveiði var mikil, og verð hátt ytra. Finnur Jónsson og Haraldur Guðmundsson höfðu ákveðið síldarverðið 8 kr. á málið, en hindrað tillögu Þorsteins M. Jónssonar um að borga ekki út nema 85% af þessu verði, fyrr en útséð væri um hvernig varan seldist. Yfirborð og augnabliks- | mennska kom hér enn til greina. j Tapið á Siglufirði varð upp á þessar spýtur um 400 þús. kr„ en rúmlega 100 þús. kr. á Seyöis- firði, og mátti heita vel að verið á báðum stöðum í hinu mikla veltiári, bæði um aflamagn og verð. Seyðisfjarðarverksmiðjan varð raunverulega gjaldþrota, þegar fór að líða á sumarið, en Útvegsbankinn rak hana sjálfur um haustið og skammtaði verðið þá úr hnefa, sem vonlegt mátti telja, eftir ósigra sumarsins. Létu kommúnistar sér allvel líka þá meðferð. Þeir voru hvort sem er búnir að koma þessu bjarg- ráðafyrirtæki á höfuðið, af því að Haraldur Guðmundsson hafði hlustað á töfrasöng kaupkröfu- mannanna, en gleymt því að öll framleiðsla verður að bera sig. Haraldur Guðmundsson eða flokkur hans, sýndi Mbl.mönn- um þá vinsemd, að leggja fjögur þýðingarmestu störfin á Seyðis- firði, i hendur þess flokks. Um forstöðu verksmiðjunnar er áður getið. Þegar Hjálmar Vilhjálms- son varð sýslumaður Rangæinga, gerðu Alþýðuflokksmenn á Seyö- isfirði Jón í Firði að bæjarstjóra um stund, en sá Jón var höfuðs- maður Mbl.manna á Seyðisfirði. Þá veitti Haraldur Sveini Árna- syni fyrrverandi mótframbjóð- anda sínum á Seyðisfirði yfir- fiskimatsstöðuna og að lokum ber hann ábyrgð á því, að gjald- keri sem áður var með honum í útibúinu á Seyðisfirði, var gerð- ur að eftirmanni hans. En það er skemmst af þvi að segja, að maður sá þykir lítt til starfsins fallinn og mun varla koma svo nokkur kjósandi Haraldar af Seyðisfirði, að hann veiti ekki þingmanni bæjarins þungar á- tölur, fyrir að hafa sett í sæti sitt í útibúinu mann, sem er gersamlega andhverfur þeim lífsskoðunum, sem verða hugð- armál flestum eljusömum fá- tæklingum. Af þessum ráðstöfunum öllum má segja, að ráðning Sveins Árnasonar sé gerð af ráðnum hug og með almenningshags- muni fyrir augum, en hinar þrjár framkvæmdirnar bera að- allega vott um sljótt hirðuleysi en litla framsýni. Framkvæmd sjúkratrygging- anna bar vott um samskonar léttúö. Þetta mál var aðalbar- áttumál Alþýðuflokksins, og í Rvík var framkvæmdin áhættu- mest og mjög umsvifamikil. Mbl. menn voru mjög andstæðir framkvæmdinni, eins og mjólk- ur- og kjötlögunum. Framsókn- armenn tryggðu þeim flokkum, er stóðu að löggjöfinni um af- urðasöluna, meirihluta við framkvæmd þeirra. En í sjúkra- tryggingunum afhenti Alþýðu- flokkurinn aðalandstæðingum málsins alveldi í framkvæmd sjúkratrygginganna, og varð Helgi Tómasson á Kleppi helzti forráðamaður þar. Gengu samn- ingar á þá lund, að í vetur kom í ljós, að milli tíu og tuttugu af læknum bæjarins hafa frá tíu í til þrjátíu þúsund krónur í 'i tekjur af þessum lækningum einum saman. Þarf engum orð- um að því að eyða, hve þvílíkar kaupgreiðslur eru fjarri sanni, miðað við efnahag landsmanna. Við kosningarnar í vor sem leið, hafði Alþýðuflokkurinn hið mesta tjón-af forsjárleysi sinna leiðtoga og átti framkvæmd tryggingarlaganna í Rvík drjúg- an þátt í gengisleysi flokksins. Á þinginu í haust réðu Fram- sóknarmenn miklu um það að allir þrír þingflokkarnir hafa nú yfirstjórn tryggingarmálanna. En sá sami flokkur, sem hafði i mikilli léttúð afhent valdið yfir þessu stórmáli flokksins, sem var eindregið móti löggjöf þess- ari, gætti ekki betur hófs en svo, aö Haraldur Guðmundsson lét sér ekki nægja að ég hjálpaði honum að fá leiðréttingu á þess- um vandamálum flokksins, held- ur sýndi Alþýðuflokkurinn þá undarlegu mannslund, að brjóta tryggingarlöggj öfina vísvitandi, til að hindra það að Sjálfstæðis- menn og Framsóknarmenn fengju hver um sig 2 sæti af 8 í stjórn trygginganna. Helming valdsins fékk Alþýðuflokkurinn einn. Mátti segja, að illa færi saman að afhenda valdið yfir Reykjavík í tryggingarmálum skilmálaiaust í hendur Mbl.- manna, en unna þeim ári síðar einskis hlutar í meðferð þessara mála. Má segja, að i hvorugt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.