Tíminn - 02.09.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.09.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, föstudaginn 2. sept. 1938. Mótsetníngarnar I S j álfstæðísflokknum Það kemur alltaf greinilegar í ljós, að heildsalaklíkan hefir unnið sigur í deilum þeim, sem risu innan Sjálfstæðisflokksins út af ræðu Knúts Arngrímssonar á Eiði. Bæði dagblöð flokksins hér í bænum fylgja nú nákvæm- lega þeim fyrirmælum, sem Kn. Arngrímsson gaf í ræðu sinni, og haga ritmennsku sinni að hætti nazistablaða annarstaðar. Meginkenning Knúts var sú, að aldrei mætti „gefa andstæð- ingi rétt“ og „með brennandi of- stæki“ yrði að reyna að innræta þjóðinni þá trú, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins vildu henni ekkert nema illt. Sjálfstæðis- menn mættu því ekki vinna með þeim undir neinum kringum- stæðum, því að það drægi úr gildi þessa boðskapar. Ýmsir af mætari mönnum Sjálfstæðisflokksins vildu strax afneita þessari kenningu og gera Knút flokksrækan. Formaður flokksins fékk birta ritstjórnar- grein í Morgunblaðinu, sem gekk í þessa átt. En þá risu heildsal- arnir til mótmæla og er mælt að Eyjólfur Jóhannsson úr Mjólk- urfélaginu, hafi haft forystu þeirra. í klíkum þeim, sem mestu ráða í Sjálfstæðisflokknum, reyndust þeir mun liðfleiri. Vísir var frá uppliafi á þeirra bandi og Morgunblaðið, sem sennilega hefir haft nokkra löngun til að fylgja hinum arminum, þorði ekki annað en að beygja sig und- ir ok heildsalanna, þar sem ann- að gat reynzt óheppilegt fyrir auglýsingasöfnun blasins. Sigur heildsalanna sést gleggst eins og áður segir á skrifum flokksblaðanna síðan þessir at- burðir gerðust. í Morgunblaðinu er það nú túlkað nær daglega, „að skemmdafýsnin, bölbænirn- ar og illviljinn“ séu mest áber- andi einkenni andstæðinganna. Vísir segir þetta með nokkuð öðrum orðum. Hann talar um „drengskaparleysi og óvenjulega lítilsvirðingu á öllu sönnu og réttu“ sem helztu sérkenni Framsóknarmanna. Bæði blöðin koma sér saman um það, að markmið Framsóknarflokksins sé að auka riklsskuldirnar, at- vinnuleysið og neyðina! Flokk- urinn vilji ennfremur ganga mun lengra í þjóðnýtingu en sjálfir socialistar! Og af því að hann vilji eyðileggja þjóðina, njóti hann stuðnings kommún- ista! Það er vissulega ekki hægt að fullnægja betur kenningum Kn. Arngrímssonar en með svona skrifum. Sé líka t. d. leitað eftir hliðstæðum dæmum annarstað- ar á Norðurlöndum, finnast þau ekki í blöðum íhaldsflokkanna, þó þau séu andvíg hlutaðeigandi ríkisstjórnum. En þau finnast hinsvegar í flugritum hinna na- zistisku smáflokka, sem grúnur leikur á að styrktir séu með þýzku fé. Það er líka víst, að fjölmargir af fylgismönnu mSjálfstæðisfl., eru á móti slíkum skrifum. Þó þeir séu að ýmsu leyti andstæðir Framsóknarmönnum í skoðun- (Framli. á 4. síðu.) Pzttirlrliodafirinn Eítir Böðvar Magnússon á Laugarvatní V. Á leið til Skagafjarðar. Um kl. 11 að morgni 17. júní var lagt á stað frá Blöndu- ósi áleiðis til Skagafjarðar, fram eftirLangadal.Margir hún- verskir bændur voru með í för- inni, og höfðu ákveðið að skiljá ekki við okkur fyr en við værum komnir út úr sýslu þeirra. Veður var hið blíðasta þennan dag. Athygli okkar vakti það, hvað víða blöktuðu fánar íLangadaln- um á bændabýlunum. Sama var og víða í Skagafirði. Það er góð kveðja og vinaleg, sem of lítið er gert að í byggðum landsins, að heilsa með íslenzka flagginu. Upp frá Bólstaðarhlíð er lagt á Vatnsskarö, sem margir hlökk- uðu til að fara í fyrsta sinn, og jafnvel eina sinn á æfinni, en af Vatnsskarði höfðu margir heyrt að fegurst útsýn væri yfir Skagafjörðinn. Og þótt vegurinn væri á köflum stirður, ekki sízt brekkan upp frá Bólstaðarhlíð, sem má heita snarbrött og sjálf- sagt illfær í rigningatíð, kveið enginn fyrir að fara spottann þann. í Bólstaðarhlíð er fallegt, bæði nær og fjær. Þar bjó foröum Björn prestur, sem átti 12 dætur, sem mikill og merkilegur ættbogi er frá kominn. Þegar norður á Vatnsskarð var komið, heyrðist þessi alkunna staka kveðin í sumum bílunum: „Lifnar hagur, hýrnar brá, hækkar bragargjörðin. Ó, hve fagurt er að sjá ofan í Skagafjörðinn". Allmargir húnvetnskir bændur fylgdu ofckur alla leið yfir Vatns- skarð í Skagafjörðinn, en þar voru skagfirzkir bændur mættir hjá Arnarstapa. Jón Konráðsson í Bæ bauð gestina velkomna til Skagafjarð- ar. Jón á Akri þakkaði Sunn- lendingum fyrir komuna í Húna- vatnssýslu, en búnaðarmála- stjóri þakkaði hinar ágætu og hlýju viðtökur, sem hvarvetna mættu okkur í Húnavatnssýslu, þar sem svo mátti segja, að við værum leiddir hrepp úr hrepp af óteljandi vinarhöndum. En svona var það nú reyndar í öll- um sveitum og sýslum norðan- lands. Jón Sigurðsson á Reynistað lýsti héraðinu fyrir komumönn- um með skýrri ræðu. Þótt ekki væri sem bezt útsýni, sást þó vel yfir allan Skagafjörð. Undir ræðu Jóns grófust upp úr hug manna ýmsar minningar úr þessu söguríka byggðarlagi, Skagafirði. Drangey, þar sem þeir lifðu og dóu Grettir og 111- ugi bróðir hans, Örlygsstaðabar- dagi, Flugumýrarbrenna, að ó- gleymdum Hólum, með allar sín- ar endurminningar, bæði ljúfar og sárar. Við erum líka staddir rétt hjá fæðingarstað Stephans G. Stephanssonar og fjárhúsun- um frá Víðimýri, þar sem Bólu- Hjálmar dó. Við sáum býlin, sem Gísli Kon- ráðsson bjó á. Sá maðurinn, sem bezt hefir kynnt okkur, í æfi- sögu sinni, Hólminn í Skagafirði. Og við sjáum upp í Skagafjarð- ardalina, þar sem Símon Dala- skáld var uppruninn, sem marga fræddi um margt úr Skagafiröi fyr og síðar. Þá var margur ung- lingurinn þyrstur í að heyra sagt frá í bókaleysinu og fásinninu. Hafi Símon þökk fyrir ferðalög sín um landið. Við sjáum Tindastól, þar sem Matthías stendur í anda, þegar hann yrkir „Skín við sólu Skaga- fjörður“, þetta ódauðlega kvæði. En þetta er nú útúrdúr. Eftir viðstöðuna á Arnarstapa var sezt í bílana og voru tveir skagfirzkir leiðsögumenn í hverj um bíl og höfðu nóg að gera að svala forvitni feröafólksins. Næsti viðkomustaður átti að vera Varmahlíð. Þar bauð Bún- aðarsamband Skagafjarðar mat og kaffi. Var gestum skemmt með söng undir borðum af ung- mennafélagskór undir stjórn Jóns Björnsaonar á Seilu. Var söngurinn hinn ánægjulegasti. Varmahlíð er hið fyrirhugaða héraðsskólasetur þeirra Skagfirð inga, og hlýtur staðurinn að vera vel valinn. Hverahiti er þar nóg- ur, og útsýnið yfir hinn fríða Hólm skínandi fagurt. Ekki trúi ég þvi, að nemendur á þeim skóla kenni mikillar óþreyju við nám sitt, þegar allt er komið í lag. Nokkur ungmenni voru að gróð- ursetja skógarfuru i hlíðinni fyr- ir ofan, og er það falleg byrjun. Þegar máltíðinni var lokið og allir voru búnir að eta og drekka sem þeir gátu, var lagt á stað út á Sauðárkrók, skoðuð mjólkur- stöðin og hafnargerðin. Kaup- félagið veitti skyr og rjóma, svo gómsætt, að sumum fannst að þeir hefðu borðað helzt til mikið í Varmahlið og þvi ekki komið í sig nógu af blessuðu skyrinu, sem alltaf er mata bezt, ekki sízt á ferðalagi. Karlakór Sauðár- króks söng á meðan borðað var, við hinn bezta orðstír. Eftir viðstöðuna á Sauðár- króki, var lagt af stað heim til Hóla í Hjaltadal, en bændurnir skagfirzku og söngvararnir fylgdu okkur alla leið. Á Hólum. Þá vorum við loksins komnir að Hólum. Viðtökurnar þar voru hinar beztu eins og alstaðar. Þótt sulturinn gerði lítið vart við sig, urðum við enn að borða og drekka. Karlakórinn af Sauðár- króki söng þarna fyrir okkur um kvöldið. Var okkur að þvi óblandin ánægja. Endaði dagur þessi ekki fyr en um lágnætti, að menn kvöddust og þökkuðu fyrir samveruna og það að hafa lifað ógleymanlegan dag í Skagafirði. En eins söknuðum við þó margir, sem séð höfðum góðhesta Skag- firðinga, og jafnvel átt þá, að sjá varla hest í öllum Skagafirði. Ogðf lítið af ungum stúlkum, en það brann nú víðar við. Okkur (Framh. á 4. siOu.J Aldaraimælí Torfa í Ólafsdal í dag eru 100 ár síðan einn helzti og merkasti brautryðjandi búnaðarframfara á síðasta fjórðung 19. aldar fæddist. Það er Torfi Bjarnason skólastjóri í Ólafsdal. Hann er fæddur að Krossi á Skarðsströnd 28. ágúst 1838. Faðir hans var fremur efnalítill og varð Torfi í æsku að hlíta venjulegum kjörum ís- lenzkra sveitapilta. Þegar Torfi er rúmlega tvítug- ur ræðst hann í vinnumennsku til Ásgeirs Einarssonar, alþm., er lengst bjó á Þingeyrum. Hann var frændi Torfa. Þar var hann 3 ár í vinnumennsku. Árið 1866 fer Torfi til Skotlands og dvelur þar á annað ár. Hann vann þar við jarðabótavinnu og einnig í verksmiðju, sem framleiddi landbúnaðarverkfæri. Eftir að hann kemur heim giftist hann Guðlaugu Zakaríasdóttur, hinni mestu ágætiskonu að öllu leyti. Má ekki gleyma þvi, þegar Torfa Bjarnasonar er að maklegheit- um minnst, að hann hafði sem förunaut konu, sem hafði til brunns að bera flest eða allt er prýtt getur þá konu, er hefir því erfiða hlutverki að gegna, að stjórna stóru og umfangsmiklu íslenzku sveitaheimili. Vorið 1871 byrja þau búskap í Ólafsdal, lélegu afskekktu koti inn með Gilsfirði. Þar hefst hin raunverulega starfssaga Toi’fa og þeirra Ólafsdalshjóna. Við þann stað og þá stofnun, Ólafs- dalsskólann, er nafn Torfa eink- um tengt, enda þótt störf hans tækju til allrar þjóðarinnar. Eftir 9 ára búskap í Ólafsdal stofnar Torfi þar fyrsta búnað- arskóla hér á landi, vorið 1880. Skólanum hélt hann uppi í 27 ár, eða til 1907. Þetta var stórvirki, sem eitt fyrir sig mun gera nafn Torfa ódauðlegt í búnaðarsögu okkar. Búfræðingar frá Ólafs- dal höfðu alltaf mjög gott orð á sér. Torfi kveikti hjá þeim áhuga fyrir búnaðarframförum og veitti þeim ágæta verklega fræðslu, svo að mikil fyrirmynd var að. Hér er ekki tími til þess að rekja sögu Ólafsdalsskólans og skýra frá þeim áhrifum, sem hann hefir haft. Ég vil aðeins nefna örfá atriði, sem við, er nú störfum að landbúnaði eða höf- um eitthvað með þau mál að gera, megum þakka Torfa sér- staklega. Úr utanför sinni kemur Torfi með skozku ljáblöðin hingað til lands. Á fáum árum útrýmdu þau algerlega íslenzku einjárn- ungunum gömlu. Ýmsir telja að sláttuafköst hafi vaxið um einn þriðja hluta við þessi nýju verk- færi. Mun það ekki ofmælt. Og þótt skozku blöðin séu nú að vikja fyrir enn betri ljáum, ein- járnungunum norsku, þá rýrir það ekki afrek Torfa I þessu efni. Torfi kemur upp verkstæði í Ólafsdal og smíðar þar ýms landbúnaðaráhöld, sem alls ekki þekktust að smíðuð væru hér á landi þá. Sjálfur var hann smið- ur góður og gekk fast að því verki. Stjórnsemi Torfa er viðbrugð- ið, af þeim, sem til þekktu. Heimilið var mjög mannmargt og hann hafði mörg verk undir, í einu. Til þess var tekið, hversu laginn hann var að stjórna þeim öllum samtímis. Torfi beitti sér fyrir stofnun kaupfélags í sínu byggðarlagi. Var að sjálfsögðu fremstur í öll- um búnaðarfélagsskap. Hann vann að því að stofna félög, sem starfræktu tóvinnuvéjar og margt fleira mætti nefna, er sýnir, að hann hafði engu síður forgöngu á sviði félagsmála, heldur en að þvi, er kennslu og verklegar framkvæmdir snertir. Verkin sýna merkin um það, að Torfi hefir verið afburða bú- maður. Hann tekur við lélegu af- skekktu koti og breytir því í stór- býli á einum aldarfjórðungi. Ýmsum þykir einkennilegt að Torfi skyldi velja stað eins og Ólafsdal fyrir skólasetur, sem virðist fremur illa til slíks fall- inn. En Torfi hefir fundið þann mátt og þá hæfileika hjá sjálf- um sér, sem til þess þurfti að gera stórbýli, úr þessu koti. Verkefnlð var erfitt og ekki ann- ara en afburðamanna eins og Ólafsdals-hjónin voru, að leysa það af hendi. En þeim tókst það. Mætti það verða ungum mönn- um til uppörvunar til þess að taka sömu tökum hin fjölmörgu vanræktu býli í sveitum þessa lands. Þegar Torfa Bjarnasonar er minnst má ekki gleyma einum þætti I starfsemi hans, og ef til vill að sumu leyti þeim merk- ,asta. Það er barátta hans gegn fóðurleysi, vanfóðrun og horfelli. Fjölmargar greinar ritaði hann í blöð og tímarit til þess að vara menn við fóðurleysi og horfelli. Rödd hans hljómaði til bænda landsins alvöruþrungin og sann- færandi um þann voða, sem þelr steyptu sjálfum sér og öðrum í með því að setja illa á. Árið 1915, sama árið og hann andaöist, rit- aði hann i Búnaðarrltið sína síðustu hugvekju, ágæta grein, um þetta mál, þar sem hann rekur það hagfræðilega með ó- yggjandi rökum, að það borgi sig alltaf að hafa heyfyrningar. Mikið hefir áunnizt um betri fóðurásetning, þótt mjög mikið (Framh. á 4. slOu.) 36. blað Ufan úr heimi Runciman lávarður Seinustu vikurnar hefir Run- ciman lávarður verið nefndur oftar en nokkur annar maður í fréttaskeytum blaðanna. Það kom mörgum á óvart, er það fréttist, að Runciman lá- varður færi sem fulltrúi ensku stjórnarinnar til Prag í þeim erindum að jafna deilumál Tékka og Sudetta. Sú skoðun var almenn, þegar hann lét af ráðherrastörfum á fyrra vori, að hann ætlaði þá að draga sig algerlega í hlé úr stjórnmála- baráttunni. Hins vegar mun flestum hafa komið saman um, að enska stjórnin gat ekki valíð öllu betri fulltrúa til slíks erindreksturs en Runciman lávarð. Þótt svo sé látið heita að hann geri allar tillögur sínar og ráðlegg- ingar á eigin ábyrgð, en talið víst að enska stjórnin, og þó einkum Chamberlain, muni styðja hann eindregið og fylgja ráðum hans. Chamberlain ber til hans mikið traust og hann er vanur að standa fast með þeim mönnum, sem hann velur til trúnaðarstarfa. Þar er mikill munur á honum og Baldwin. Sá siðarnefndi reyndi að losna við þá, ef störf þeirra urðu óvin- sæl, enda þótt hann væri þeim meðábyrgur eins og t. d. í Hoare- Laval-málinu. Andstæðingar Chamberlains hafa aldrei getað ásakað hann fyrir það, að hann yfirgæfi vini sína eða málstað, þegar í óefni væri komið, af ótta við óvinsældir. Chamberlain hefir þvert á móti sýnt að hann metur málstað sinn og markmið meira en umhugsunina um póli- tískt fylgi. Leon Blum lét líka svo um mælt eftir að Runciman var kominn til Prag að örlög Ev- rópu væru nú i höndum eins manns. Það gæti virzt iskyggi- legt, en þó kvaðst hann ekki óttast það. Menn treystu hinni alkunnu gætni og góðvílja Run- cimans og því bæri að fagna að enska stjórnin hefði með þess- ari ráðstöfun sýnt að hún léti sér ekki á sama standa um það, hvernig Mið-Evrópumálunum væri ráðið til lykta. För Runci- mans yrði því að skoðast mikil- vægt spor í þá átt að tryggja heimsfriðinn. Walter Runciman er 68 ára gamall. Faðir hans var auðugur skipaeigandi. Árið 1895 lauk Runciman meistaraprófi við Cambridgeháskólann. Að loknu námi byrjaði hann jöfnum hönd um að stunda verzlun og stjórn- mál. Hann vann mikið við hið stóra skipafélag föður síns og var forstjórí við Westminster Bank í mörg ár. Árið 1899 var hann fyrst kosinn á þing sem fulltrúi frjálslynda flokksins. Honum var brátt falið að gegna ýmsum undírráðherrastöðum og 1908 varð hann menntamálaráð- herra og 1914—16 verzlunarmála ráðh. Hann fylgdi þá Asquith og andstaða hans gegn Lloyd George varð þess valdandi að hann féll 1 kosningunum 1918 og náði ekki kosningu eftir það fyr en 1924. Árið 1931 varð hann (Framh. á 4. slðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.