Tíminn - 02.09.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.09.1938, Blaðsíða 2
142 TÍMINN og framkvæmd þeírra SigurSur Kristjánsson er þrautseigur maður. Þótt hann viti sjálfur, að bændur landsins séu fyrir löngu hættir að taka mark á því, sem hann segir, þá er hann enn að reyna að blekkja með ósannindum, ef ske kynrii að hann með því gæti gert þeim, sem hafa það hlutverk með höndum, að reyna að hækka verð sauðfjárafurðanna til bænda, einhvern óleik. Og hann sækir nú það langt til þessa, að hann vegur að sínum beztu flokksmönnum með verstu dylgj um, til þess að reyna að ná til kj ötverðlagsnef ndar. í Morgunblaðinu frá 25. ág. ritar Sigurður um kjötlögin og framkvæmd þeirra, og má telja líklegt, að ritstjórar ísafoldar láti það skrif líka birtast þar, því þeir eru kunnir að því, að vita ekki hvað hentar blaði sínu. Sigurður byrjar á að tala um það, að kjötverðlagsnefndin sé nú búin að eyðileggja sumar- slátrun. Ekki reynir hann að finna þessum orðum sínum stað. Ég skal nú upplýsa, að kjöt- verðlagsnefnd hefir ráðið því hvenær sumarslátrun hefir byrjað síðan 1935. Og ég skal upplýsa að síðan 1931 hefir sumarslátrun byrjað sem hér segir: 1931, 1. ágúst. 1932, 28. júlí. 1933, 3 5. júlí. 1934, 1. ágúst. 1935, 11. ágúst. 1936, 22. júlí. 1937, 15. júlí. 1938, 29. ágúst. Að meðaltali fjögur árin áð- ur en nefndin byrjaði er því byrjað 27. júlí en siðan 4. ágúst. Og allur munurinn stafar frá árinu í ár, en haustið 1937 til- féllst einum fimmta meira kjöt til sölu, en nokkurntíma áður. Á þessu geta menn séð hið rétta í málinu. Þá talar hann um það, að or- sökin til þess að svona seint sé byrjað í ár að slátra, sé sú, að nefndin sjái engin önnur ráð „þangað til búið sé að svæla þessu bráöum ársgamla sæl- gæti í Grimsbylýðinn eða þá að lauma því í sjóinn, þegar nótt er orðin hæfilega dimm.“ Sig- Eftír Pál Zóphóníasson urður gleymir sýnilega hverjir eiga kjöt nú. Kjötverðlagsnefnd á aldrei neitt kjöt. Hún getur því hvorki svælt þvi í Grimsby- lýðinn né ekið því í sjóinn. Þeir, sem hér eiga kjöt nú, eru þessir: Garðar Gíslason, stór- kaupmaður, Sláturfélag Suður- lands, Kron, Tómas Jónsson, kaupmaður, Kaupfélag Borgfirð- inga, Hjalti Lýðsson og hf. Nor- dalsíshús. Nú hefir Sigurður heyrt einhverjar sögur um það, að það kemur fyrir í þeim lönd- um þar sem auðvaldsskipulagið er mest ráðandi, að vörur eru eyðilagðar, og til þess að reyna nú að ná með eitthvað misjafnt til kjötverðlagsnefndar, þá reyn- ir hann að læða því inn hjá mönnum, að hún ætli að gera þetta. En ef um það væri að ræða, að ætla, einhverjum slíka svívirðu, þá væri líklegra að það væru þeir, sem eru yfirlýstir fylgj endur auðvaldsstefnunnar, en það eru hér þeir flokksmenn Sigurðar, sem enn eiga kjöt. Það sé mjög fjarri mér að láta mér detta slíkt í hug, en Sigurði Kristjánssyni, sem er þeim kunn ugri en ég, að ég ætla, dettur það sýnilega í hug, því ella hefði hann varla skrifað eins og hann gerir. Þetta hjal vesalings Sigurðar er því vægast sagt illgirnisleg aðdróttun til sinna beztu flokks- manna, og þeirra fáu samvinnu- félaga, sem enn eiga kjöt. Þá talar Sigurður um það, að kjötneyzlan í landinu hafi minnkað , og hve dýrmæt sum- arslátrunin sé fyrir bændur. 1937 var sumarslátrun það mest sem hún hefir orðið lengi. Þá kom 1,8% af ollu kjötmagni ársins á sumarmarkaðinn. Venjulega er það milli 1 og 1,5% af kjöt- magni haustsins, sem kemur og selst á sumarmarkaðinum. Halda menn ekki, að bændunum sem heild muni mikið um það? Sannleikurinn er sá, að sem heild er sumarmarkaðurinn á- kaflega lítils virði fyrir kjöt- söluna. En hann er mikils virði fyrir einstaka menn, og bændur almennt í Skagafirði austan- verðum; þess vegna ber líka að nota hann eftir þvi sem stað- hættir liggja til á hverjum tíma, enda þótt hann sé bænd- um kostnaðarsamur. Eg hygg nú að ekki þurfi meira að tala um nytsemi sumarmarkaðarins, hún er mönnum, vona ég, ljós. En þá er minnkun kjötneyzl- unnar í landinu. Sigurður vitnar þar í „Rauðku" og er gott til þess að vita að hann skuli þó lesa þá bók.En hitt er verra að hann les hana eins og sagt er að viss hugsuð persóna lesi biblíuna. Það er rétt, að þegar hann tekur reiknaða áætlaöa kjötneyzlu á mann 1933, sem tal- in er 51 kg. og 1934, sem talin er 30 kg., þá fær hann 41% minnkun. En hvernig eru svo þessar tölur fundnar hjá „Rauðku“? Þær eru fundnar með því að áætla, að árlega sé slátrað einu lambi undan hverri á, sem fram er talin að vorinu. Gera lambið 13,5 kg. þungt og finna svo heildarkjötmagnið eftir tölu framtöldu ánna, marg- faldaðri með 13,5. Til þess svo að reyna að finna neyzluna í landinu, þá er frá þesari tölu dregið það, sem skýrslur segja útflutt á árinu. Vegna þessa eru þessar tölur rangar og gefa ranga hugmynd um kjötneyzl- una í landinu. Og vitanlega verð ur þetta aldrei áætlað, þegar engar skýrslur eru til að byggja á. En ég skal benda Sigurði á að vanhöldin eru mismikil eftir árunum. Til þessa tekur nefndin ekkert tillit. 1933 lét Þorsteinn Briem, eftir áskorun frá S. í. S., safna skýrslum um slátrunina. Kom af þeim í ljós, að í kaup- stað var slátrað fjórum lömbum undan hverjum 7 ám framtöld- um, og hefir það ekki orðið svo lítið, miðað við ærtöluna, sem slátrað hefir verið síðan. En nefndin reiknar lamb undan hverri á. 1933 var meira óselt af kjöti frá haustinu 1933 en 1932 frá haustinu á undan. Það útaf fyrir sig lækkar töluna 51 niður Í48en hækkar aftur töluna fyrir 1934 úr 30 í 33. Það er því alveg óhætt að segja það sem víst, að skýrsla „Rauðku" um þetta er áætluð og getur ekki orðið annað. Enda er það berum orðum tekið fram, og hefir Sig- urður rangfært heimildir. Þá kemur Sigurður að heima- slátruninni, en það er löngu kunnugt, að hann heldur að kjötið verði bezt ef hver bóndi slátrar heima hjá sér og flytur það svo á klökkum, eða bátum, í búðirnar til kaupmannsins. Og æfinlega eru það einhverjir í ísa fjarðarsýslu, sem versta hafa að stöðu til að reka féð í sláturhús og slátra því að hætti siðaðra manna. Nú eru það nokkrir bændur á Norður-Strönndum, sem eiga sérstaklega erfitt og sem kjötverðlagsnefndin hefir leikið grátt með því að banna þeim að slátra heima hjá sér. Það er satt í þessu máli, að erf- iðleikar eru á því fyrir þessa bændur að koma fé sínu til ísa- fjarðar, enda þótt sumt, sem Sig urður segir um það sé ósatt. T. d. er bygð á Hrafnsfjarðareyri, en þar er þetta fé tekið í bát, og bíða þeir því, ef um bið er að ræða, hjá bóndanum þar, Líka- f rón Sigurðssyni, en ekki í óbyggð. Hitt er aftur rangt, eins og raun- ar flest annað, að kjötverðlags- nefnd hafi bannað þessum mönn um heimaslátrun. Þeir hafa ald- rei beðið um hana. Ef til vill ætlar Sigurður sér að fá þá til þess að sækja um að fá að slátra heima, en ég er ekki viss um hvort þeir kæri sig um það. Þeir vilja selja slátur á ísafirði, og ég hygg að það sé orsök þess, að þeir löngu áður en kjötlögin voru sett, voru farnir að haga rekstr- um á fé sínu eins og Sigurður lýsir. Og þeir gera þetta enn og dettur engin breyting í hug. Fyr- ir einum þrem árum var mest talað um það hvað bændur í Sléttuhreppi ættu erfitt með að reka sitt fé og flytja það til ísa- fjarðar. Þeir sóttu þá um leyfi til slátrunar. Þá var þeim leyft að slátra á Hesteyri í fiskhúsi, sem til þess taldist fært. En þegar sláturtíðin kom, vildu all- ir fara til Tsafjarðar, og af slátruninni á Hesteyri varð ekki. Ætli það yrði ekki svipað, þó slátrun yrði 'eyfð í Furufirði? Það gæti vel komið til mála, en það hefir ekki verið farið fram á það enn. Hér er því ekkert mál, sem Sigurður þarf að heyra álit ráðherra um. Fyrst er að vita hvort hann getur fengið bænd- urna sjálfa ril að óska eftir slátrunarleyfi í Furufirði. Með- an hann getur það ekki, og með- an þeir gera það ekki, þá talar Sigurður fyrir daufum eyrum, talar nánast við sjálfan sig, um ímyndaðan vilja bænda. Og það er helst á honum að skilja, að Dýraverndunarfélagið eigi að taka í taumana og þvinga bændurna fyrst til að sækja um heimaslátrunarleyfi og kjöt- verðlagsnefnd svo til að veita þeim það. En væri nú ekki eðli- legra að viðkomandi gerðu það sjálfir ótilkvaddir af því að þeir finndu þörfina? Loks endar Sigurður með því að telja kjötverðlagsnefnd og fjárpestina þyngstu plágur sauð- fjáreigenda hér á landi. Eg er ekki alveg viss um hvort það eru aðrir en Sigurður, sem jafna þessu saman. Sannanlega hefir útborgað kjötverð til bænda ver- ið hærra vegna starfs kjötverð- lagsnefndar, það er árangurinn af hennar starfi. Eg held að bændur sem hafa misst vegna pestarinnar finnist hún hafa sýnt sér annan árangur. Og eg hygg líka að Sigurður sjái hann. Því þó hann hafi í sínum lands- kunnu mosagreinum sýnt meiri fyrirlitningu á bændastétt lands ins, en velflestir sjálfstæðismenn þá ætla ég þó ekki að fyrirlitn- ingin á þeim gangi svo langt að hann ekki sjái hvað þeim er hagur og hvað ekki. Og það reikningsglöggur er hann að hann sér 5—15 aura mun á kjötverðinu. Eg hryggist af því, vegna Sig- urðar sjálfs, ,að hann skuli verða vís að því að segja ósatt þegar hann telur sig vera að fræða aðra. En ég gleðst yfir þessu vegna framgangs málefnanna, sem Sigurður á að berjast fyrir. Dæmin gegn um aldirnar hafa alltaf sýnt að þeir menn missa traust, sem ekki geta sagt satt frá, og það þykir mér gott, vegna málefnanna, að Sigurður missir traust og hefir engin áhrif með skrifum sínum. Það er raunar langt síðan hann missti það hjá bændunum og sveitafólkinu, en hann missir það líka hjá hin- um, og er það vel farið. Ef til vill auðnast honum þar á eftir að lifa það lengi, að hann geti bætt ráð sitt áður en vistaskipt- in koma. 28. ágúst 1938. Frá vesturferð Jónasar Jónssonar Jónas Jónsson ferðast nú um byggðir íslendinga vest- an hafs og er hvarvetna fagnað hið bezta og verður Vesturheimsblöðunum ís- lenzku ekki um annað tíð- ræddara en heimsókn hans og dvöl þar vestra. Ensk blöð, þar á meðal stórblaðið Winnipeg Tribune- hafa og flutt greinar um vesturför hans. 28. júlí efndi John Queen, borgarstjóri í Winnipeg til veizlu í vinsemdarskyni og virðingar við hinn góða gest. Sátu þetta hóf flestir bæjarráðsmenn í Winnipeg, ásamt nokkurum ís- lendingum. Er borgarstjórinn í Winnipeg allkunnur íslands- vinur. Þenna sama dag veitti Jónas Jónsson móttöku á heimili Rögn valdar Péturssonar þeim íslend- ingum, sem fýstu að færa honum kveðju sína, en eigi höfðu hitt hann áður. Komu um 300 manns í heimsókn til hans frá kl. 4—6 og 7—9 þenna dag. Á íslendingadeginum á Hnaus- um í norðanverðu Nýja íslandi 30. júlí, flutti hann ávarp til há- tíðargestanna, sem alls voru um 2000 manns og fleiri heldur en nokkurru sinni áður. Ræddi hann þar mjög um andlegt sam- band íslendinga vestan hafs og austan. Á íslendingadeginum að Gimli, sem sóttur var af hátt á fjórða þúsund íslendingum víðsvegar að, frá Winnipeg, úr byggðum Nýja íslands og sunnan úr Bandaríkjum. Þar flutti Jónas Jónsson hugðnæma kveðju frá löndunum austan hafs. Á þessari hátíð færði A. S. Bardal, fyrrum stórtemplar í Manitoba, Jónasi hring góðan að gjöf sem vott þakklætis og viðurkenningar frá templurum þar vestra fyrir frammistöðu hans árið 1930, er tekið var fyrir vínsölu alla meðan þúsund ára Hitun Reykjavíkur Eftir Sigurð Jónasson i. Jarðbóranir við þvottalaug- arnar voru hafnar 25. júní 1928 og var síðari hluta þess árs komin viðbót af heitu vatni, sem nam 13 lítrum á sekúndu. Samkvæmt skýrslu í Tímariti verkfræðingafélagsins, var heita vatnið orðið 23 1. á sek- úndu. Samkvæmt áætlun Ben. Gröndals verkfræðings í sama riti 1929, mátti búast við að vatnsmagnið, sem fengizt með borunum þar yrði 40 1. á sek. í „Frumáætlun um hitaveitu fyr- ir Reykjavík", eftir B. Gr. (Tímar. V. F. í. 1929), reiknar hann út, að slík hitaveita (40 1.) muni gefa í brúttótekjur 188 þús. krónur á ári, sé miðað við hitun í allt að 20° frosti. Ef hitinn væri miðaður við aðeins 10° frost, en kynt í auka- kötlum það sem á vantaði, á- ætlaði B. Gr. að brúttótekjur Reykjavíkurbæjar af hitaveit- unni frá þvottalaugunum myndi verða kr. 252.000,00 á ári. í báðum tilfellum miðaði hann við 40 króna verð á kolasmá- lest. Síðan er hitaveitu þessari komið í framkvæmd. Einhvern- veginn mun það nú hafa atvik- ast þannig að ekki varð eins mikið úr heita vatninu þarna eins og við hafði verið búizt. Ekki hefir stjórnarvöldum bæj- arins þótt hlýða að skýra frá því af hvaða orsökum vatnið varð minna í reyndinni. Var það vegna þess að borinn sem unn- ið var með var gamall garmur („gullborinn‘“ svonefndi), sem meirihluti bæjarstjórnar réði að keyptur var af nokkrum íhalds- mönnum, hér í Reykjavík fyrir hátt verð? Borinn hefði annars verið þeim lítils virði. Eða var almenningi sagt að meira vatnið hefði fengizt eða von væri á meira vatni en raun- verulega fékkst, eða líklega mátti vonast eftir að fengist, vegna þess, að meiri hluti bæjarstjórn- ar beitti þá öllum ráðum, til þess að berjast á móti virkjun Sogs- ins? Við þessum spurningum | væri fróðlegt að fá svör. Eitt er víst og það er, að sé önnur 25 lítra dælan látin ganga af fullum krafti, þá tæmist heita vatnið og dælan stöðvast. Á sumrin er sagt að 15 lítra dælan sé ein höfð í gangi, en önnur 25 lítra dælan á veturna og muni hún í mesta lagi komast upp í 17 lítra á sekúndu. Þó að ekkert væri nú annað að gert en aö bora með nothæfum bor 1 eða 2 holur við þvottalaugarnar gætu vel fengist 8—10 lítrar í viðbót þannig að önnur 25 lítra dælan fengi nóg vatn og myndi þannig vera hægt að auka upp- hitunarmöguleika þvottalauga- veitunnar um fimmtíu prósent. Meirihlutinn í bæjarstjórn felldi tillögu frá mér um þetta á síð- asta bæjarstjórnarfundi. Vatnið úr þvottalaugunum mun vera ca. 90° heitt þegar það kemur til bæjarins. Hver lítri af því er þessvegna miklu verð- mætari en vatnið frá Reykjum, sem gert er ráð fyrir að verði að- eins 80 gráðu heitt er það kemur í bæinn. Það er því einkar fróðlegt að gera sér grein fyrir því hverjar verða brúttótekjur af seldum litra frá þvottalaugaveitunni. Göngum út frá því að fluttir séu að meðaltali 16 lítrar af heitu vatni á sekúndu til bæjarins allt árið. Samkvæmt reikningum Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1936 voru hitaveitugjöldin kr. 45069,24. Vera kann, að þau hafi vaxið síðan en það getur varla numið stórri upphæð. Brúttó- tekjur fyrir hvern sekúndulítra af heitu vatni sem fluttur er frá Þvottalaugunum til bæjar- ins verða þannig kr. 2816,83 á ári. Skal síðar gerður saman- burður á þessu verði og brúttó- tekjum þeim, sem hægt er að fá af hitaveitu frá Reykjum. II. Fljótlega eftir að Jón Þorláks- son varð borgarstjóri festi Reykjavík kaup á vatnsréttind- um Reykjatorfunnar í Mosfells-. sveit að undanskildum 7 lítrum. Kaupverðið var 150 þús. krónur. Var síðan farið að bora með sama borgarminum, en síðar var keyptur stærri bor frá Þýzka- landi. Allur undirbúningur þessa máls var næsta ófullkominn. Rannsóknir, sem þurft hefði að gera, voru vanræktar. Ekki datt neinum ráðamanna bæjarins í hug að leita aðstoðar erlendra sérfræðifirma um boranirnar. Það virðist þó hafa legið nærri að fengin hefðu verið til að framkvæma verkið erlend firmu sem höfðu mikla reynslu og tekniska þekkingu á borunum. Boranirnar hafa líka farið meira og minna í handaskolum. T. d. er sagt að ein holan hafi verið boruð á ská svo að það var fyrst eftir nærri ár að borinn stöðv- aðist alveg í holunni svo hætta þurfti við hana. Til þess að breiða yfir klaufaskapinn var það svo látið klingja, að öll vandræðin stöfuðu af því að gjaldeyrisnefnd hefði ekki vilj- að leyfa bænum að panta sænsk- an bor, sem Valgeir Björnsson bæjarverkfræðingur vildi láta kaupa. Hver hefir svo árangur- inn orðið af borununum? í skýrslu bæjarverkfræðinganna sem kom út í árslok 1937 er skýrt frá að 125 lítrar hafi þá komið upp um borholurnar. Jafnframt er sagt að 40 lítrar komi upp úr gömlu uppsprett- unum. Um gömlu uppspretturnar er það að segja, að sumt af þeim er niðri í ánni og virðist mörgum ósennilegt að auðvelt verði að hagnýta þær fyrir hitaveituna. Allt um það byggja verkfræð- ingar (og Nordenson eftir frá- sögn þeirra) áætlunina á 168 lítra vatnsmagni. Er í þessu efni teflt á mjög tæpt vað og litlir lærdómar dregnir af minnkun vatnsins í Þvottalaugunum, þeg- ar til kom að fara átti að dæla því stöðugt. Að vísu mun lítils- háttar hafa bæzt við síðan af vatni úr nýjum borholum, en svo valt er að treysta vatni sem kem- ur upp um nýjar holur að nefna má sem dæmi eina holu, sem ný- lega var talið að komið hefðu upp úr 12—13 lítrar. Við það tæmdist úr annari holu 6 lítrar og enn annari 2 lítrar, svo gróð- inn varð aðeins 4—5 lítrar. Það getur hinsvegar vel skeð — og er vissulega vonandi — að mikið meira vatn fáist við boranir á Reykjum. Hinsvegar segi ég það hiklaust, að það er algerlega ó- forsvaranlegt að byrja á bygg- ingu hitaveitu frá Reykjum, meðan engin vissa er fengin fyrir nægu heitu vatni í þann hluta hennar, sem byggja skal. Og það er jafn óforsvaranleg ráöstöfun, ef það er satt, sem mér er sagt, að bæjarsjóður sé þegar farinn að verja 60 þús- und krónum til jarðvinnu í Reykjavík, sem fyrstu byrjun á lagningu hitakerfisins um bæ- inn. Slíkt gera ekki nema ráð- lausir menn. Hvað er undirbún- ingur þessarar hitaveitu svo bú- inn að kosta Reykjavik? Um 700 þús. krónur kvað hann vera bú- inn að kosta að vatnsréttind-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.