Tíminn - 02.09.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.09.1938, Blaðsíða 4
144 TlMINN Þætftir úr bændaförinni (Fratnhald af 1. síOu.) fannst þær hálf-faldar, nema þær, sem voru önnum kafnar við að standa okkur fyrir beina. Það er nú orðið til svona með blessaða hestana, að þeir eru að víkja af vegunum fyrir bílunum. Öllum var hvíldin vær á Hól- um, hvort, sem þeir sváfu úti eða inni. Það var hugarfriður yfir öllum eins og staðnum, sem við vorum á. Snemma var farið á fætur á Hólum morguninn 18. júní. Allir höfðu það á samvizkunni, að hér væri þess vert, að sofa ekki leng- ur en endilega þyrfti, því að fyr- ir langflestum yrði þetta í fyrsta og síðasta skiptið, er við kæmum á þennan fornhelga stað, enda voru allir gestirnir á ferð og flugi um staðinn úti og inni. Margur varð hrifinn af fögru skógar- runnunum í túninu á Hólum, sem þeir gróðursettu þar og við héldu, Sigurður Sigurðsson fyr- verandi búnaðarmálastjóri og Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri, og svo núverandi skólastjóri á Hólum, Kristján Karlsson, sem mun halda því í hinu bezta ásigkomulagi eins og öllu öðru. Ekki kæmi mér á óvart, þótt runnarnir í Hólatún- inu yrðu til að vekja hjá ein- hverjum Sunnlendingnum, sem býr á skógarlausri jörð, löngun til að taka einhvern blett úr tún- inu sínu, eða móunum í kring og gróðursetja þar birki og reynir. Það væru góðar minningar um þessa för sunnlenzkra bænda og kvenna, ef við ættum eftir að sjá fagra skógarbletti hér og þar við bæi hér sunnanlands. Á Hól- um var okkur sýnt Karakúlfé og skozkur hrútur. Allir dáðust að haldafari skozka hrútsins, en hinu fénu bölvuðu allir, og þótti ljótt í alla staði, og varð enginn til að mæla þeim bót, sem átt höfðu þátt í að flytja fjanda þessa inn í landið. Má vera að sauðfjárpestin. sem nú er að drepa fé bænda hafi átt sinn hlut í þeim óhuga, sem þeir lögðu á fé þessu. Og vist er það eitt, að miklu er fé þetta ljótara en svo, að það geti jafnazt við okkar gamla og góða islenzka sauðfé. Það verða að vera aðrir en bændur, er vilja skipta á því fé. Hvergi var eins vel sprottið tún sem á Hólum, enda sýni- lega í góðri rækt. Var og öll um- gengni þar úti og inni í hinni fyllstu reglu og til fyrirmyndar í öllu, smáu sem stóru. Þegar búið var að skoða sig um verulega fæst í brúttótekjur fyrir lítra af 90° heitu vatni. Það voru ca. 2800 krónur á ári. Nú er Reykja-vatnið talið verða 80° heitt er til Reykjavíkur kemur. Nordenson vill láta vatnið fara úr ofnunum með 45° hita. Þvottalaugavatnið gefur þannig 45° hitamismun vegna þess að það er 90°, en Reykja-vatnið aðeins 35° hitamismun vegna þess að það er ekki nema 80°. Enn er fleira hagræði að 90° heldur en 80° upphitunarvatni, en það skal ekki rakið hér. Held- ur skal reiknað út hve miklar brúttótekjur myndu fást af hverjum lítra úr hitaveitunni frá Reykjum miðað við það verð, sem áður var fundið við reynsluna af Þvottalaugaveit- unni. Það er ofur einföld þrí- liða: 90° heitt vatn gerir 45° hita- mismun og fyrir lítrann fæst ca. kr. 2800,00. 80° heitt vatn gerir 35° hita- mismun og fyrir hann fæst eftir sama hlutfalli ca. kr. 2178,00, sem til hægðarauka má reikna ca. 2200 kr. i brúttótekjur pr. lítra úr Reykjaveitu á ári. VAKA nýtt tímarit um þjóðfélags og menningar- mál, byrjar að koma út um mánaðamótin okt.—nóv. n.k. VAKA verður óháð einstökum stjórnmála- flokkum, en tekur ákveðna afstöðu með núverandi stjórnskipulagi Pálmi Hannesson Ingimar Jónsson Fjöldi ritfærra manna, sem skipa sér í þrjá stærstu stjórnmálaflokka landsins, eða eru hlutlausir um stjórnmál, hafa heitið VÖKU stuðningi. Af þeim skulu nefndir: Agnar Kofoed-Han- sen, Ingimar Jónsson, Jakob Thorarensen, Jónas Jónsson, Magnús Jónsson, Pálmi Hannesson og Sigurður Einarsson. Magnús Jónsson Verð Vöku verður á þessu ári kr. 3,00. Síðan verður verð árg. kr. 5,00 og stærð hans 18—20 arkir. Væntanlegir áskrifendur og aðrir þeir, er erindi hafa VÖKU viðkomandi, snúi sér til Valdimars Jóhannssonar, Njálsgötu 13 B, Reykjavík. Bólusetníngarsprautur fyrfr bæudur: Sprautur í nikkeleruðum stokk, með 2 nálum, rúma bólu- : efni í 10 kindur ................. kr. 12.50 | Sprautan sjálf, án stokks og án nála . kr. 8.05 ; Sprautur í nikkeleruðum stokk, með 2 nálum, rúma bólu- efni í 20 kindur ................. kr. 15.50 : Sprautan sjálf, án stokks og án nála . kr. 8.75 ; Sprautur með fingurfangi, í nikkeleruðum stokk, með 2 nál- : um rúma bóluefni í 10 kindur ..... kr. 15.00 ; Sprautan sjálf, án stokks og án nála . kr. 12.00 ; I Sprautur með fingurfangi og lausu gleri, í nikkeleruðum ; stokk, með 2 nálum, rúma bóluefni í 10 kindur kr. 15.00 : i Laus gler m/stimpli í sömu sprautu . kr. 4.35 ; Lausar nálar, mjólkurstílar, doðasprautur, geldingartengur, ; heygrímur, hlustunarpípur fyrir mæðisjúkt fé, ormalyf fyrir sauðfé o. fl. fyrir bændur ávalt fyrirliggjandi. AHar ofangreindar tegundir og fleira, sem yður vantar, verð- ur sent gegn póstkröfu, hverjum sem þess óskar. Skrifið okkur livað þér þurfið og greinilegt nafn yðar og heimilisfang, og yður verður svarað um hæl. — Utanáskrift okkar er: Laugavegs Apótek, Reykjavík. Kvennaskólinn í Reykjavík og húsmæðradeíld hans taka til starfa 1. október. Bekkir skólans eru fullskipaðir, en á fyrra námskeiöið í hús- mæöradeildina, sem stendur yfir í 4 mánuði, geta enn komizt að nokkrar stúlkur og er skorað á þær, sem námskeiðið ætla að sækja, að gefa sig fram sem fyrst við frú Guðrúnu Briem, Tjarnargötu 28. Sími 3255, sem tekur við umsóknum í fjarveru forstöðukonu. Fyrirkomulag og meðgjöf sama og s. 1. vetur. Inglbjörg D. Bjarnason. Mótsetningarnar í SjálfstæðísSlokknum (Frh. af 1. $ÍOu.) um, kemur þeim ekki til hugar að halda, að þeim gangi aðeins til skemmdafýsn og illvilji. Þeir vilja að málin séu rædd með rök- um, í stað brennandi ofstækis og hleypidóma. Þeir vilja „gefa andstæðingi sínum rétt“ ekki síður en eigin samherjum. Þeir telja þess líka fulla þörf á tím- um, sem eru á ýmsan hátt erfiðir fyrir þjóðina, að frekar sé reynt að milda hina pólitísku baráttu heldur en að auka æsingarnar, svo sundurlyndið spilli ekki fyrir sameiginlegum úrræðum þjóðar- innar gegn erfiðleikunum. Það er líka fleira en mismun- andi skoðanir, sem skilur þessa menn frá heildsölunum. Bónd- inn, verkamaðurinn, sjómaður- inn og útgerðarmaðurinn, sem fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum, hefir allt aðra hagsmuni en heildsalarnir. Þessir menn byggja afkomu sína á framleiðsl- unni. En það eru milliliðirnir, sem eru þyngsti bagginn á fram- leiðslunni. Öll okurálagningin endar fyrr eða síðar á henni. Á- lagning milliliðanna skapar hina miklu dýrtíð, sem er undir- staða hinna miklu krafa til framleiðslunnar, og veldur því að margar framleiðslugreinar standa nú undir meiri byrðum en þær raunverulega geta borið. úti eftir föngum, hélt Gunnlaug- ur Björnsson kennari fyrirlest- ur ágætan í kirkjunni um sögu staðarins og lýsti honum fyrir sunnanmönnum. Klukkan níu hófst guðsþjón- usta í Hóladómkirkju, séra Guð- brandur Björnsson prófastur messaði. Mörg var ánægjustundin í þessari för, en hitt veit ég, að öllum þótti sú stundin ánægju- legust, sem við dvöldum í Hóla- dómkirkju, hvort heldur sem var undir fyrirlestri Gunnlaugs eða messu prófasts. Ég átti tal um þetta við allmarga af samferða- mönnumim og var enginn á- greiningur. Ég get hugsað að fleirum en mér hafi dottið í hug, þegar komið var út úr kirkjunni, það sem Einar Benediktsson seg- ir einhversstaðar, eftir að vera búinn að hlýða messu, mig minnir í London: „Ég var sæll. Ég hafði farið í kirkju og heyrt til prests“. Allt var þarna vel sagt, og máttug áhrifin frá kirkjunni sjálfri og því, sem þar hefir gerzt og þeim hlutum, sem hún geymir, svo sem Krists- Brúttótekjur hitaveitunnar frá Reykjum verða þvi á ári sam- kvæmt þessu: a. Með 168 1. veitu kr. 369.600,00. b. — 3251. — — 715.000,00. Ég mun ekki fara út í það að reikna út hvað þetta allt gerir í prósentum. Þó vil ég segja það, að sé samkvæmt þessu reiknað út hvað verði útkoman eftir að rekstrarkostnaður er frádreginn. Eftir verður ca. 1% — einn prósent — í vexti, afborganir og arð. Áætlunin sýnir þarna 19,9%! Við hitaveituáætlunina er fjölda margt annað að athuga, sem hér skal ekki rakið. Þó skal eitt dæmi nefnt. Áætlunin gerir ráð fyrir að öll hús í bænum taki við heita vatninu strax á fyrsta ári. Fyrir því er engin sönnun. Ekki einu sinni líkindi. í mörgum húsum í bænum eru alls ekki miðstöðvar og það myndi a. m. k. dragast nokkur ár að öll hús á hitaveitusvæðinu tækju vatnið. Hér að framan hefir nú verið sýnt fram á það hvílíkt fádæma plagg hitaveituáætlunin er. Furðar svo nokkurn á því, að Lækkun dýrtíðarinnar er sam- eiginlegt áhugamál bóndans, verkamannsins, sjómannsins og útgerðarmannsins, en sviptir milliliðina miklum tekjum. Þessir menn horfa því heldur ekki neinum harmþrungnum augum til áranna 1924—27. Þeir muna t. d. gerla eftir gengis- hækkuninni miklu, sem þrengdi kost þeirra mjög og kom mörg- um framleiðanda á vonarvöl. En heildsalarnir græddu. Hér er því ekki að ræða um skoðanaárekstra eingöngu, held- ur líka miklar hagsmunalegar mótsetningar. Framleiðendurnir hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum í þeirri von, að hann ynni að málefnum þeirra og þeir gætu ráðið þar mestu. Lýðræðissinn- arnir hafa líka fylgt honum í þeirri von, að hann fylgdi lýð- ræðisstefnunni í orði og verki. En sigur heildsalanna í Knúts- málinu ætti að sanna þeim, að þetta hvorttveggja er misskiln- ingur. Það eru heildsalarnir, sem ráða, mennirnir, sem eru á móti lýðræðinu og vilja brjóta sér leið til valda með því að „gefa andstæðingi sínum aldrei rétt“, mennirnir, sem vilja þrengja kjör framleiðslunnar með vaxandi okurálagningu og aukinni dýrtíð. Lýðræðismenn- irnir og framleiðendurnir verða að gera sér ljóst, að þeir eiga enga samleið með flokki heild- salanna. myndina hangandi á krossinum, fegurstu altaristöflu landsins, fegursta skírnarfont o. fl. Þar þarf jafnvel hvorki ræðu né söng til þess að maður komist ofur- lítið nær guði. Undir fyrirlestri Gunnlaugs sat ég af tilviljun hjá gömlum Skagfirðingi. Þegar Gunnlaugur var að skýra frá því úr sögu Hóla, er lík þeirra Hólafeðga, Jóns Arasonar og sona hans, voru flutt norður frá Skálholti og Líkaböng byrjaði að hringja sjálf, þegar farið var af stað með líkin, og hringdi alla tíð unz komið var á Hrísháls, þar sem sézt heim að Hólum, að hún sprakk, þá tárfelldi gamli bónd- inn. Og þegar Gunnlaugur sagði, að allir Skagfirðingar segðu lieim að Hólum, þá stóðst ekki gamli bóndinn mátið og tók und- ir með tárin í augunum: „Já, það segjum við allir.“ Framh. Hap'pdrœtti Reykjaskóla. Dráttur í happdrættinu fer ekki fram 4. september, eins og fyrirhugað var, heldur 1. des. erlendir bankar vilji ekki lána út á svona „projekt"? Eða halda menn að bankarnir hafi alls ekki kynnt sér hve mikið af kolum er brennt í Reykjavík. Eftir því var meira að segja nákvæmlega grennslast af bönkum þeim, sem veittu Sogslánið. Rannsókn var þá látin fara fram á kolanotkun í Reykjavík og Hafnarfirði og var hún þá, eftir því sem næst varð komist, 30 þús. tonn á ári. Það er þessvegna sannarlega tími til kominn að láta rann- saka hvort ekki sé hægt að upphita Reykjavík með raforku. Sú rannsókn er tiltölulega auð- veld, fljótgerð og kostnaðarlítil. Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu þess efnis frá mér á síð- asta bæjarstjórnarfundi með því að samþykkja óþinglega og fruntalega dagskrá frá „pró- fessor“ Bjarna Benediktssyni. En það eru til aðrir aðilar en Reykjavíkurbær, sem geta tekið það nauðsynjamál upp. Ég mun í næstu grein ræða um möguleika á upphitun Reykjavíkur með raforku frá stækkaðri Sogsstöð. Sigurður Jónasson. Utan úr heimi (Frh. af 1. síOu.) verzlunarmálaráðherra í þjóð- stjórn Mac Donalds, sem full- trúi þess hluta frjálslynda flokks ins, sem studdi stjórnina. Hann gegndi því starfi þangað til vor- ið 1937, er hann erfði lávarðs- tignina eftir föður sinn og stjórnin var endurskipulögð við fráför Baldwins. Runciman gat sér ágætt orö sem verzlunarmálaráðh. Svip- aðan vitnisburð hefir hann hlotið fyrir önnur opinber störf, sem hann hefir gegnt um dag- ana. Hann er sagður raun- hyggjumaður, forsjáll og gæt- inn. Dugnaði hans og samvizku- semi í störfum er viðbrugðið. Hann er orðlagður trúmaður og fylgir metodistum að málum. Hann hefir aldrei fylgt fast neinum bókstafskenningum 1 stjórnmálum. Hann hefir verið of raunsær og gerhugull til þess að láta þær leggja bönd á dóm- greind sína. Það er margt sam- eiginlegt með honum og Cham- berlain. Skapgerð þeirra virðist lík og starfsferill þeirra hefir verið svipaður. Þeir eru einnig taldir samherjar í utanríkismál- um. Báðir eru eindregnir friðar- sinnar. Reynslan sker úr því hvort leiðin, sem þeir vilja fara, er rétt. En afstaða þeirra getur haft meginþýðingu fyrir deilu- málin í Tékkóslóvakíu. Aldarafmæli (Frh. af 1. siðu.) vanti á að vel sé í því efni. Torfi í Ólafsdal á áreiðanlega ein- hvern drýgsta þátt í því, sem áunnizt hefir. Nú, á eitt hundrað ára afmæli Torfa í Ólafsdal, þegar athugað- ar eru þær stórstígu framfarir, sem orðið hafa síðustu áratugi, þá dylst engum að til hans ber að rekja mjög margar af þeim umbótum. Hann var brautryðj- andi í þess orðs beztu merkingu. Við þökkum honum starf hans sem skólastjóri og kennari við fyrsta búnaðarskólann hér. Við þökkum honum hin marghátt- uðu störf hans á sviði jarðrækt- ar og búfjárræktar. Við dáumst að framkvæmdaþreki og dugn- aði þess manns, sem skilaði öðru eins dagsverki og Torfi gerði, bæði sem kennari, bóndi í Ól- afsdal og ekki sízt ber að þakka hina óþrotlegu ástundun hans að vara bændur við voðanum mesta, horfellishættunni. Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal mun verða minnzt, sem þess manns, er einhvern stærsta skerf hefir lagt til búnaðarum- bóta á þessu landi, svo lengi sem landbúnaður verður stundaður hér. Steingr. Steinþórsson. ÁTTRÆÐUR Annan júlí s. 1. varð Sigvaldi Björnsson bóndi á Skeggsstöð- um í Svartárdal áttræður. Sigvaldi hefir gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni, meðal annars verið í sveitar- stjórn um margra ára skeið, og forystumaður um ýmis mál. Hann hefir verið ákveðinn fylgismaður Framsóknarflokks- ins allt frá stofnun hans og unnið honum mikið gagn í sveit sinni, og nú fyrir skömmu eða um það leyti, sem Sigvaldi varð áttræður, var hann að vinna af miklu kappi og fjöri, að innheimtu og útbreiðslu Tímans, og er það starf hans mjög til fyrirmyndar þeim, sem yngri eru að árum. — Tíminn þakkar þessi störf og óskar hin- um áttræða atorkumanni á- nægjuríks æfikvölds. Námskeíð fyrir teiknikennara við iðnskóla úti um land verður haldið í Iðnskólan- um í Reykjavík í október næstkomandi. Farið verður yfir undirbúningsteikning- ar og iðnteikningar. Vænt- anlegir þátttakendur gefi sig fram við undirritaðan, sem gefur allar nánari upp- lýsingar. Reykjavík 30. ágúst 1938 Hélgi H. Eiríksson. Aktýgi - Reiffitýgi fyrir liggjandi og allir sérstakir hlutir til þeirra. Allar aðgerðir og pantanir út um land afgreiddar ávalt með fyrstu ferðum. Gísli Sigurbjörnsson söðlasmiður Laugaveg 72 Sími 2099 Tílkynníng Við útdrátt vinninga í happdrætti Ungmennafé- lagsins „Ólafur pái“, sem fram fór á skrifstofu Dala- sýslu, hafa þessi númer komið upp: 464 Lindarpenni 1517 Veggmynd 1847 Ljósmyndavél 2085 Útsögunartæki 2391 Silfurrefur 2445 Ljóðmæli Matth. Joch. 2722 Veggklukka 3231 Kaffistell 3481 Bílferð milli Dala og Reykjavíkur 3841 Saumavél. Stjórnin. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Edda h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.