Tíminn - 02.09.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.09.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 143 Guðrún LárusdóttSr Þökkum hjartanlega samúö við andlát og jarðarför prep hon. Gfala Einarssonar. Sérstaklega þökkum við fyrverandi sóknarbörnum hans fallega minningargjöfjog alla hjálp. Vandamenn Refahirdir Samvizkusamur maður, sem er útlœrður refahirðír og getur tekið að sér hirðingu á stóru refabúi ná- lægt Reykjavík, getur fengíð fasta atvinnu. Umsóknir með meðmælum og upplýsingum um fyrri atvinnu sendist afgreiðslu blaðsins, merkt: Refahirðir. Auglýsing Hér með auglýsist að framkvæmdarstjórastaðan við Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar á Hólma- vík, er laus til umsóknar 1. janúar 1939. Þeir, er óska að sækja um stöðu þessa, sendi umsóknir sínar til stjórnar félagsins, fyrír 1. nóvember n. k., ásamt prófskírteini og öðrum upplýsingum er máli kunna að skipta. St jóraixt Samvinnu- iskólixizi verður seliur manudaginn 3. okt. Skólastjórmn Reykjanesskólínn Umsóknír um skólavist í héraðsskólanum sendist fyrir 1. nóv. n. k. Nemendur, sem ætla að stunda nám í eldri deild skólans, Xáti mig vita sem fiyrst. — Skólinn starfiar firá 3. janúar til 1. apríl. SKÓL AST JORINN í dag er frú Guðrún Lárus- dóttir í Ási og dætur hennar til moldar bornar. Fáir ai(tburðir hafa lostið menn slíkri skelf- ingu og sá, er frú Guðrún og dætur hennar tvær dukknuðu í Tungufljóti þann 20. þ. m. Hraustar og glaðar fóru þær að heiman til þess að skemmta sér, en mitt í gleðinni falla þær fyr- irvaralaust í hina votu gröf fljótsins. Aldrei sjá menn betur en við slíka atburði hve skammt er milli lífs og dauða. Frú Guð- rún var sú íslenzkra nútíðar- kvenna, er kunnust var um land allt. Þessu ollu hennar mörgu hjartans mál og baráttan fyrir þeim. Hún átti mörg innileg áhugamál og vann meira að framgangi þeirra en títt er um konur, þrátt fyrir það þó að hún hefði jafnan fyrir stóru heimili að sjá, sem hún annaðist með alúð og ástundun. Hafði hún og með langri starfsemi á opin- afmæli Alþingis var hátíðlegt haldiö. Að afstaðinni hátíðinni á Gimli lagði Jónas af stað vestur til Wynyard í Saskatchewan og var þá ráðið, að hann flytti að- alræðuna á íslendingadegi Wyn- yardbúa. Voru dr. Rögnvaldur Pétursson og frú hans í för með honum. Síðar hafði Jónas í hyggju að ferðast víðar meðal íslendinga í Saskatchewan og Alberta-fylki og flytja þar fyrirlestra og loks var förinni heitið alla leið vestur að Kyrrahafi. Til Winnipeg var Jónas vænt- anlegur aftur nú litlu fyrir mán- aðamótin. um meðtöldum. Það fer sjálf- sagt fljótlega upp í miljónina. Finnst mönnum það ekki skild- ingur, ef rannsókn skyldi eiga eftir að leiða í ljós, að hagstæð- ara væri að hita bæinn á annan hátt? Heitt vatn er vissulega mikið verðmæti, en það má lika sann- arlega kaupa það of dýru verði. III. Ég ætla ekki að fara út í það hér að rekja harmasögu Péturs Halldórssonar borgarstjóra í þessu máli. Hún er flestum kunn. Pétur er vanur því, að íhaldið hans í bæjarstjórninni fái þar eitt öllu ráðið. Hann hefir sjaldan rekið sig á það, að hann og hans menn gætu ekki farið því fram sem þeim sýndist. Þó var virkjun Sogsins ein af fáum undantekningum frá þessari reglu. Þar urðu þeir Pétur og hans menn að láta í minni pokann. Móti því máli varð þeim ofurefli að berjast. Málið sjálft var gott og hinn rétti málstaður sigraði. Harð- svíruð mótstaða Péturs og sam- herja hans gegn virkjun Sogs- ins varð að lokum fullkominn ósigur þeirra. Ólán Péturs var fólgið í tvennu. Fyrstu og fremst í of- berum vettvangi, áhuga og fórn- fýsi, skapað sér aðstöðu til að láta gott af sér leiða, langt út fyrir hið venjulega starfssvið konunnar. Landskunnur var áhugi henn- ar á trúmálasviðinu. Hún var sjálf trúkona mikil, og vann að því hvenær sem færi gafst, að styrkja trú annara og glæða trú- rækni og kirkjustarf. Bindindis- áhugi hennar var og alkunnur. Vann hún að því alla tíð, að út- breiða bindindi og vinna gegn áfengisnautn og öllu því böli er af henni leiðir. Áhugi frú Guð- rúnar á velgerðarmálum og um- hyggja hennar fyrir olnboga- börnum tilverunnar var almenn- ingi máske ekki eins kunn, og var hann þó engu minni. Var hún jafnan fremst í flokki, er einhver smælingi, sem hún náði til, þurfti hjálpar við eða líknar, og hefir hún hér í Reykjavík unnið meira líknarstarf en al- menningi er kunnugt. Störf hennar sem fátækrafulltrúi bæj- arins gáfu henni oft mörg við- fangsefni, sem örðug voru úr- lausnar, en sem hún þó gat fremur öðrum ráðið bót á. Síðustu sjö árin átti frú Guð- rún sæti á Alþingi. Þar voru það fyrst og fremst líknar- og mann- úðarmál, sem hún lét til sín taka. Þingstarfa hennar verður ekki minnst hér, en aðeins getið tveggja þeirra mála, er henni voru hvað hugleiknust. í mörg ár hefir hún barizt fyrir því að upp kæmist hæli fyrir vangæf börn. Henni rann til rifja þau kjör, er þeir vesa- lingar áttu við að búa og vildi hún láta þjóðfélagið sjá þeim fyrir góðum stað, stað er þeim gæti liðið vel á, og þjóðfélagið notið starfa þeirra, eftir því sem unnt væri. Þá hefir hún og barizt fyrir stofnun drykkjumannahælis. Við starf sitt í bæjarmálum, og sérstaklega sem fátækrafulltrúi, hafði hún betur en flestir aðrir kynnzt því hvernig drykkjuskap- ur heimilisfeðranna leiðir ar- mæðu og böl yfir heimilið. Hún þekkti heimilisfeður, sem ekki virtist vanta vilja til að losa sig við vínnautnina, heldur þrek til að standa á móti freistingunni. Þessum mönnum vildi hún hjálpa, með því að koma þeim á trú hans á íhaldið í Reykjavík og stjórn þess á bænum. Hann lét sér detta það í hug að hægt væri að fá erlendis stórlán með ábyrgð Reykjavíkurbæjar eins. Hann vissi ekki að síðasta sjálf- stæð erlend lántaka bæjarins, miljónin fræga, sem K. Zimsen tók i London, hefir alla tið síð- an verið ásteytingarsteinn allra þeirra, sem leitað var til um lán til íslands. Milljón Knúts var tekin með nærfelt 8% vöxt- um og eitthvert versta lán, sem tekið hefir verið fyrir íslands hönd. í sömu barnalegu oftrú sinni á lánstraust Reykjavíkurbæjar erlendis datt Pétri svo sú fjar- stæða í hug að fært væri að bjóða út lán fyrir Reykjavík í London án þess að trygging væri fengin fyrirfram fyrir gengi þess. Vitaskuld misheppnaðist þetta allt saman fyrir Pétri. Hin orsökin að óláni Péturs var skilningsleysi hans á því að um svona stórmál verða allir stærstu stjórnmálaflokkarnir að fjalla. En þetta skildi Pétur ekki. Hann ráðfærði sig hvorki við ríkisstjórnina né andstöðuflokk- ana í bæjarstjórninni og hann mun ekki einu sinni hafa þózt þurfa að tala við Landsbankann um lántökuna. Þegar svo Pétur hæli, þar sem þeir gætu losnað við freistingarnar og öðlast þrek til að yfirvinna vínnautnina. Þó að frú Guðrúnu ekki auðnaðist að sjá þessar hugsjónir sínar rætast í framkvæmdinni, hefir hún þó með starfsemi sinni auk- ið svo skilning manna á nauðsyn þessara mála, að ekki mun líða á löngu, að þeim verði hrundið í framkvæmd. Eftir frú Guðrúnu liggja auk þessa allmikil ritstörf, bæði blaðagreinar og skáldsögur, og eru þau öll einn þáttur í bar- áttu hennar fyrir bættum sið- um og aukinni trúrækni. Frú Guðrún var gjörvuleg kona og fríð sýnum, ram-íslenzk í hugsun og framkomu; hún var alvörugefin og fremur fáskiptin við ókunnuga, en kát og ræðin í kunningjahóp. Frú Guðrún Lárusdóttir"’ var fædd að Valþjófsstað í Fljótsdal 8. janúar 1880. Foreldrar hennar voru séra Lárus Halldórsson prestur þar, en síðar fríkirkju- prestur í Reykjavík, og kona hans Kirstín Pétursdóttir Guð- jóhnsen, er enn lifir. Árið 1899 fluttist frú Guðrún til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systkinum. Árið 1903 giftist hún Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni guðfræðikandidat. Stofnuðu þau heimilið Ás hér í Reykjavík, er þau kölluðu svo eftir fæðingarheimili Ástvaldar. Þau eignuðust tíu börn og eru nú fimm þeirra á lífi, fjórir syn- ir, Lárus, Halldór, Gísli og Frið- rik, og ein dóttir, Lára Kirstín. Þrjú börn misstu þau ung. Dætur þeirra hjóna, er drukknuðu með móður sinni voru frú Guðrún Valgerður, er var gift Einari Kristjánssyni auglýsingastjóra, og ungfrú Sig- rún Kristín. Frú Guðrún Val- gerður var fædd 26./10. 1916, en ungfrú Sigrún Kristín 12./2. 1921. Tók hún gagnfræðapróf við Menntaskólann í Reykjavík á síðastliðnu vori. Báðar voru þær systur hinar efnilegustu, eins og þær áttu kyn til. Þeir, sem eftir lifa eiga oft erf- itt með að sætta sig við dauðann, sérstaklega þegar hann ber að höndum svo snögglega og óvænt. Það er því von, að mörgum finn- ist að þungur harmur sé kveð- inn að ástvinum þeirra mæðgna við hið sviplega fráfall. En „orð- stýr deyr aldrei" og minning frú var með nokkrum kostnaði fyrir Reykjavíkurbæ og lánstraust landsins búinn að skynja það, aö hitaveitulánið fengist ekki nema með ríkisábyrgð, þá kom hann knékrjúpandi til Alþingis og bað um ríkisábyrgð. Alþingi sýndi honum og meirihlutanum í bæj- arstjórninni einsdæma tiltrú. Pétur fékk ábyrgðina hjá Al- þingi í trausti þess að það mætti reiða sig á að vit væri í áætlun- unum og svo fer Pétur á stað á nýjan leik og ferðast með rík- isábyrgðina upp á vasann land úr landi og banka úr banka þangað til hann kemur loksins heim aftur, engu nær eftir margra mánaða útivist. IV. Pétur Halldórsson fékk sænsk- an verkfræðing, Tom Nordenson, til að endurskoða áætlun Helga Sigurðssonar og Valgeirs um hitaveituna. P. H. sagði að Nor- denson hefði verið trúnaðar- maður bæði Reykjavíkurbæjar og sænskra banka, en vildi ekki upplýsa hver hefði borgað hon- um fyrir ómakið. Það má segja, að litlu máli skipti í hvers þjón- ustu Nordenson verkfræðingur vann verkið, en skýrsla hans ber þó greinilega með sér að hann beitir ekki þeirri gagnrýni á Guðrúnar mun lengi lifa með ís- lenzku þjóðinni. Og þau, sem hér eiga um allra sárast að binda, eiga það langa trúarreynslu og mikla trúarvissu, að þau vita að dauðinn er aðeins þrep á þroska- braut okkar mannanna. „Það er huggun harmi gegn“. Laugard. 27. ág. 1938. Páll Zóphóníasson. „Úrelt vopn“ í lok júlímánaðar síðastl. hélt enska námumannasambandið aðalfund sinn. í byrjun fundar- ins flutti formaður sambandsins, Mr. Joseph Jones, ítarlegt ávarp, sem síðar hefir verið mikið rætt í enskum blöðum. „Verkföll eru“, sagði Mr. Jones meðal annars, „orðin úrelt vopn nú, nema til þess að svara óþolandi rang- sleitni“. Þessum orðum hans var ekki mótmælt á fundinum. Eru þó námumennirnir sá hluti enska verkalýðsins, sem talinn er fúsastur til verkfalla og háð hefir flest stærstu verkföllin á Bretlandi á þessari öld. Meðal þeirra blaða, sem gert hafa ræðu Mr. Jones að umtals- efni, er hið frjálslynda vikublað Spectator. „Mr. Jones hefir full- gilda ástæðu til að kveða upp slíkan dóm“, segir blaðið, „þegar tekið er tillit til sögu verkalýðs- hreyfingarinnar eftir ósigur hennar í kolaverkfallinu 1926. Bæði verkalýðsforingjar og vinnuveitendur hafa lært, að það er ekkert unnið með því, að halda þannig á málunum, að verkfall eða verkbann verði ekki umflúið. Það er rétt, að verk- fallsréttur þarf jafnan að vera einskonar varaeign verkalýðsins. En það á ekki að koma til þess, að hann sé notaður, nema ann- arhvor aðilinn stjórnist ekki lengur af skynseminni. Verkföll- in eru orðin úrelt vopn í félags- lega þroskuðum iðnaði al- veg eins og styrjaldir eiga að vera úrelt vopn hjá menningar- þjóðum Evrópu. Enski iðnaður- inn virðist vera að komast á það menningarstig, að verkföll, sem byggð eru á sanngirni, séu orð- in mjög sjaldgæf". Sú reynsla Englendinga, sem kemur fram í þessum ummælum, er fullkomlega þess verð að henni sé góður gaumur gefinn hér á landi, bæði af vinnuveit- endum og af leiðtogum verka- lýðsfélaganna. áætlun bæjarverkfræðinganna, sem sérfi'æðingar banka eru vanir að viðhafa, þegar um er aö ræða undirstöðu að stórum lánveitingum. Má því ætla að hinn sænski verkfræðingur hafi unnið sitt starf í þjónustu Reykjavíkurbæjar og verið greitt fyrir ómak sitt af honum. En þá fara líka að verða skiljanleg sum atriði í umsögn T. Nordensons verkfræðings. í skýrslu T. Nordensons eru ýmsar veilur. Hér skulu þó aðal- lega tvær gerðar að umtalsefni. í fyrsta lagi reiknar hann með því, að nota heita vatnið í mið- stöðvarofnum bæjarbúa niður i 45 stig. í venjulegum miðstöðv- um er vatnið notað aðeins niður í 60 stig, en útkoman af þessu verður sú, að stækka þarf stór- kostlega alla miðstöðvarofna í bænum. Bæjarbúar geta nú rétt ímyndað sér hvílíkur kostnaður og vandræði myndu af því hljót- ast, ef stækka þyrfti miðstöðvar- ofna í húsum yfirleitt um má- ske 20—30%. í sumum húsum verður því meira að segja varla við komið. Önnur veilan í skýrslu Nordensons eru útreikningar hans á kolasparnaði þeim, sem myndi verða að hitaveitu. Fyrst ber að geta þess að verð það, sem hann leggur til grundvallar, eru 40 kr. sænskar eða ca. ísl. kr. 45,75. Verð kolanna kominna á Reykjavíkurhöfn mun nú vera ca. 33 krónur tonnið. Þjóðhag- fræðilega skoðað má því ekki reikna kolin miklu hærra verði. Þá ætlast T. N. til að kola- sparnaður af hitaveitu verði: Af minni veitunni (168 1.) 33.600 tonn Af stærri veitunni (325 1.) 61.140 tonn. í fyrra fallinu reiknar hann brúttótekjurnar kr. 1.534.711,20, en i síðara fallinu kr. 2.796.102,00. Nú ætlast T. N. til að reist sé kola (eða rafmagns) hitunar- miðstöð til að skerpa á vatninu þegar kaldast er. Þetta kostar vitanlega kol eða jafngildi þeirra í raforku. Þess ber jafn- framt að gæta, að árlega minnk- ar nú kolanotkun í Reykjavík vegna aukinnar rafmagnsnotk- unar til suðu og hitunar. En þegar m. a. þessa er gætt og eins hins, að jafnvel stærri veitan nær ekki til úthverfa bæjarins, hvernig dettur þá íxokkrum manni í hug að hægt sé að spara 61.140 tonn af kolum þegar öll kolaneyzla í Reykjavík að út- hverfunum meðtölðum er alls eigi yfir 35.000 tonn og þó líklega nokkru minni, og fer minnkandi eftir því sem notkun raforku eykst? Enda þótt íbúum Reykjavikur fjölgi stöðugt framvegis tel ég mjög vafasamt að reikna þurfi með aukinni kolanotkun í bæn- um vegna þess hve raforka verð- ur stöðugt tekin meira og meira til notkunar. Göngum því út frá 35 þúsund tonna ái’snotkun á kolum í Reykjavík og reiknum með cif. verði kola í Reykjavík í dag (sem þó er venju fremur hátt), þá veröur þó ómögulegt að koma virkilegum kolasparn- aði fyrir Reykjavík hærra en upp í kr. 1.155.00,00, enda þótt hita- veita næði til allra úthverfa Reykjavíkur, sem þó er alls ekki gert ráð fyrir í hitaveituáætlun- inni. — í fyrra fallinu er ekki auðvelt að reikna nákvæmlega út skekkjuna í kolasparnaðar- útreikningi Nordensons. Hún er líklega nær heilli en hálfri milj. króna. En í síðara fallinu er kolasparnaðurinn a. m. k. of hátt reiknaður um ísl. kr. 1.640.000,00 — eina miljón sex hundruð og f jörutiu þúsundir króna —. Geri aðrir betur. V. En nú hefir, eins og áður er sagt fengist reynsla um það af Þvottalaugaveitunni hvað raun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.