Tíminn - 29.09.1938, Qupperneq 1

Tíminn - 29.09.1938, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduliúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 29. sept. 1938. Ráðstaíanír vegna yíírvoí- andi stríðshættu Bráðabirgðalög um eígnarnám og úthlut- un nauðsynjavara Vegna hinnar vaxandi ó- friðarhættu hefir ríkis- stjórnin fengið staðfestingu konungs á bráðabirgðalög- um, sem veita henni heimild til þess að taka vörubirgðir eienarnámi og úthluta þeim meðal almennings, ef þörf krefur. Eru lögin svohljóðandi: „Ríkisstjórninni veitist heim- ild til, ef almenningsheill krefur, að setja fyrirmæli um sölu og úthlutun á nauðsynjavörum, sem til eru í landinu eða fluttar verða inn, meðan mikil hætta telst á að styrjöld brjótist út í Norðurálfu og meðan hún stend- ur yfir, ef hún brýzt út. Fyrir- mæli þessi má einnig setja fyrir einstök byggðarlög eða kaup- staði, ef eigi telst þörf á að þau taki til alls landsins. Enn fremur heimilast ríkisstjórninni, ef hún telur þess brýna nauðsyn, að taka eignarnámi matvæli, elds- neyti eða aðrar einstakar nauð- synjavörur hjá kaupmönnum, kaupfélögum, framleiðendum eða öðrum. Ofangreind fyrir- mæli um sölu og úthlutun á nauðsynj avörum taka jafnt til úthlutunar á vörum í heildsölu til kaupmanna og kaupfélaga, sem til úthlutunar í smásölu til einstaklinga. Ríkisstjórnin ákveður hverjar vörur skuli teljast nauðsynja- vörur samkvæmt þessari grein. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið ákveður með reglu- gerð eða reglugerðum, hvort, hvenær og hvernig gera skuli framangreindar ráðstafanir. Getur hún sett í þær þau ákvæði um sektir og málsmeðferð út af brotum á þeim, sem þurfa þykir. Til þess að standast kostnað við ráðstafanir þær, sem um ræðir í þessari grein, má verja fé úr ríkissjóði. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið getur, að viðlögðum allt að 100 króna dagsektum, krafizt þess, að einstakir menn eða félög gefi því þær skýrslur um vörubirgðir sínar og vöru- þörf, sem þykir þurfa til fram- kvæmdar ráðstöfunum þeim, sem heimilaðar eru í lögum þess- um. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Jafnframt þessu lét ríkis- stjórnin birta áskorun í blöðum og útvarpi á þriðjudagskvöldið, þar sem menn voru varaðir við að stofna til vandræða með því að kaupa meiri birgðir af nauð- synjavörum en venjulega. Jafn- framt voru kaupmenn og' kaup- félög beðin að selja ekki vörur til einstakra manna umfram venju. í áskoruninni var enn- fremur skýrt frá því, að ef þurð yrði á nauðsynjavörum myndi allar birgðir í landinu gerðar upptækar og þeim úthlutað meðal almennings, hvoxt sem birgðirnar væru í eigu innflytj- enda eða annara. Ríkisstjórnin hefir og leitað samkomulags við helztu kola- verzlanir bæjarins um að þær láti ekki af hendi meira af kol- um til viðskiptavina sinna held- ur en eðlilegt má teljast. Gjaldeyrisnefnd hefir auglýst, að hún muni heimila þeim, sem flytja inn rúgmjöl og hafra- mjöl, aukainnkaup á þessum vörum, fyrir sömu upphæð og þeim var lofað fyrir síðustu úthlutun leyfa á þessu ári. FÉLAGSDÓMUR SKIPAÐUR Samkvæmt hinum nýju lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, hafa nú verið skipaðir eftirtaldir fimm menn í félagsdóm: Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari, formaður dómsins, skipaður af hæstarétti. Gunnlaugur Briem, stjórnar- ráðsfulltrúi, skipaður af hæsta- rétti. Sverrir Þorbjarnarson, hag- fræðingur, skipaður af atvinnu- málaráðherra úr hópi þriggja manna tilnefndra af hæstarétti. Sigurjón Á. Ólafsson, alþm., tilnefndur af Alþýðusambandi íslands. Kjartan Thors, framkvæmda- stjóri, tilnefndur af Vinnuveit- endafélagi íslands. Víkur hann (Framh. á 4. síðu.J ENSKA ÞINGIÐ hyllír Chamberlaín Enska þingið kom saman til fundar í gær og hélt Chamber- lain þar langa ræðu. Rakti hann allar tilraunir Breta til að miðla málum, en áður en hann hafði lokið máli sínu, barst honum boð Hitlers, og er talið að niðurlag ræðunnar myndi annars hafa orðið á aðra leið. Chamberlain var hvað eftir annað hylltur af þingmönnum, einnig andstæðingum, meira en dæmi er yfirleitt til i sögu þingsins. Eftir að Chamberlain hafði lokið ræðu sinni, lýstu foringjar stjórnarandstæðinga þvi yfir, að þeir féllust á, að fresta þingfundum til mánu- dags. í ræðu sinni upplýsti Cham- berlain m. a.: 1. Að enski sendiherrann hafi verið látinn tilkynna þýzku stjórninni það strax í sumar, að Bretar myndu hjálpa Frökkum, ef þeir lentu í ófriði vegna skuldbindinga sinna við Tékka. 2. Honum væri það ljóst af (Framh. á 4. síðu.) Chamberlain tekur á móti Daladier og Bonnet á Croydon-flugvellinum. Eru /rönsku ráðherrarnir til hœgri á mynd- inni, Daladier nœr og Bonnet fjœr. Frá fyrsta fundi Chamberlains og Hitlers í Berchtesgaden. Mikilvægur fundur í Mtlnchen Chamberlaín, Daladíer, Hítler ogMussolini hittast þar í dag Síðdegis í dag ræðast þeir við í Múnchen Hitler, Chamberlain, Daladier og Mussolini. Fundur þeirra er haldinn samkvæmt boði Hitlers. Seint á þriðjudagskvöld var sú tilkynning birt í Berlín, að almenn hervæðing skyldi hefj- ast í Þýzkalandi kl. 2 næsta dag, ef Tékkar hefðu þá ekki gengið að kröfum Hitlers. En á sein- ustu stundu var þessari ákvörð- un breytt, en Hitler boðaði í þess stað til framangreinds fundar og frestaði hervæðing- unni um 24 klst. Til þessarar síðari ákvörðun- ar Hitlers má rekja tvær aðalá- stæður: 1. Yfirlýsing ensku stjórnar- innar um stuðning við Frakka, ef þeir kæmu Tékkum til hjálp- ar, og þær stórfelldu varúðar- ráðstafanir, sem fylgdu á eftir og sýndu, að hugur fylgdi máli. Hafði stjórnin m. a. fyrir- skipað hervæðingu alls flotans. 2. Að Chamberlain gerði sitt ítrasta til þess, að Hitler gæti boðað til slíks fundar, án þess að honum þætti það ofmikill á- litshnekkir. Þó viðræður þeirra í Godesberg hefðu reynzt árang- urslausar, sendi hann Horace Wilson á fund Hitlers á mánu- A. KROSSGÖTUM Sandgræðslan. — Slægjur í sandgræðslugirðingum. — Reykjahæli. — Lausn frá embætti. — F. U. F. í Vestur-ísafjarðarsýslu. — Norsku samningarnir. — ------- ísfiskssalan. — Góður kartöfluvöxtur. — - Lindberg flugkappi fæst við fleira en flugmál. Undanfarin ár hefir hann unnið að því, ásamt frægum vísinda- manni, dr. Alexis Carrel, að reyna að búa til gervihjarta. Sú tilraun hefir ekki heppnazt sem bezt, og fást þeir nú við að búa til gervinýru. Þeir sjást hér á myndinni (Lindberg til vinstri). Þrjátíu þúsund krónum var varið úr ríkissjóði til sandgræðslu á þessu ári. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Gunnlaugur Kristmundsson sand- græðsluvörður hefir veitt Tímanum, eru nú starfræktar hér þrjátíu sand- græðslugirðingar í átta sýslum, en fjórar hafa verið afhentar einstak- lingum. Elzt af þessum girðingum er girðingin að Reykjum á Skeiðum, þrjá- tíu ára. Á þessu sumri voru settar upp tvær nýjar giröingar. Á Hólabæjum í Landeyjum voru girtir 1000 ha. og á Reykjanesi var girðing gerð frá Vala- hnúk við Reykjanesvita í Hafnir, alls 20 km., og eru innan hennar 4000 ha. lands. Þetta svæði er mjög gróður- snautt og ömurlegt og engan dropa vatns að fá á þeirri leið, sem girðingin liggur um. í haust hefir verið byrjað á lítilli sandgræðslugirðingu á milli Býj- arskerja og Sandgerðis. Víða er aðkall- andi þörf fyrir nýjar sandgræðslugirð- ingar og jarðir að leggjast í eyði og gróðurlönd í hættu af völdum sandfoks. t t t Slægjulönd eru nú víða góð í sand- græðslugirðingunum, þar sem áður var uppblásið land og gróðurlítið. Átján bændur í Rangárvallahreppi hafa i sumar sótt slægjur í sandgræðslugirð- ingar, 13 í Gunnarsholtsgirðinguna, 2 að Stóra-Hofi og Reyðarfelli og 3 hafa sótt slægjur í girðingar í Landssveit. í sandgræðslugirðingunni í Gunnars- holti voru alls heyjaðir rösklega 3000 hestburðir. Girðing þessi var sett upp fyrir nálægt tíu árum og hefir gróður- ínn verið mjög fljótur til og allt sand- fok stöðvazt. Jarðvegurinn er á þessum slóðum víða frjó lauffallsmold. Af mel- fræi var í sumar safnað um 7 smálest- um, mest í girðingunum í Gunnars- holti, Landssveit, Þykkvabæ og við Eyrarbakka. t r r Vegna garðyrkjuskólans, sem verður á Reykjum í Ölfusi, er í ráði að flytja heilsuhælið þaðan og reyna að auka Vífilsstaðahælið svo mikið, að það geti tekið á móti sjúklingafjöldanum þaðan. Þessi samfærsla hælanna hefir í för með sér verulegar breytfngar á starfsháttum Vífilsstaðahælisins, þar sem á Reykjahæli hafa aðallega dvalið sjúklingar, sem verið hafa að ná fullum bata. Þurfa þeir því að geta verið sem mest út af fyrir sig og helzt fengið að- stöðu til að stunda einhverja létta vinnu. r r r Próf. Sigurður Magnússon yfirlækn- ir á Vífilsstöðum hefir verið leystur frá embætti frá næstu áramótum að telja, samkvæmt lögunum um aldurs- hámark embættismanna. Sigurður verður sjötugur á næsta ári. Hann hefir verið yfirlæknir hælisins óslitið frá því, að það tók til starfa. r r r Félag ungra Framsóknarmanna í Vestur-ísafjarðarsýslu, var stofnað á Þingeyri síðastliðinn sunnudag, að forgöngu nokkurra áhugasamra manna. Voru stofnendurnir 46 ungir piltar og stúlkur, flestir úr Dýrafirði, en nokkrir úr Önundarfirði og Amar- firði. Ríkti hinn mesti áhugi meðal þessa unga fólks. í stjórn félagsins voru kosnir Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli, formaður, Guðmundur Gíslason í Höfða í Dýrafirði, Kristján Hallsson á Þingeyri, Jón Ólafsson á Þingeyri og Hjörtur Hjartar kaupfé- lagsstjóri á Flateyri. Hið nýja félag hefir þegar sótt um upptöku í Samband ungra Framsóknarmanna. r r r Samkvæmt ósk islenzku ríkisstjórn- arinnar fer fram í haust endurskoðun á viðskiptasamningum við Noreg, sem gerður var 1932. Munu samningavið- ræður sennilega hefjast í nóvember. r r r íslenzku togararnir, sem stunda ís- fiskveiðar, hafa selt 16 farma í Þýzka- landi í þessum mánuði og búizt við að þeir selji á morgun. Verðið hefir yfir- leitt verið mun lægra en í fyrra, sem stafar af því að þýzka stjórnin hefir fyrirskipað lægra hámarksverð en þá gilti. í Englandi hefir enginn íslenzkur togari selt ísfisk í þessum mánuði, þar sem búizt var við að verðið yrði hag- stæðara í Þýzkalandi. r r r í garði Guðmundar Ólafssonar bónda í Tungu við Reykjavík, hafa tvö kg. af kartöflum komið upp undan einu grasi. Er það óvenju mikill vöxtur. Alls voru kartöflurnar tiu. daginn með persónulegan boð- skap frá sér og er talið að það hafi haft þau áhrif, að Hitler lokaði ekki öllum leiðum til samkomulags í ræðu sinni á mánudagskvöldið. í útvarps- ræðu, sem Chamberlain hélt á þriðjudagskvöldið, lýsti hann enn einu sinni þeirri von sinni, að hægt yrði að leysa deiluna friðsamlega. í samræmi við það sendi hann Hitler nýjan boð- skap, þar sem hann bauðst til að fara aftur til Þýzkalands til viðræðna, ásamt fulltrúum Frakka og ítala. Jafnframt bað hann Mussolini að tilkynna Hitler, að hann mundi taka þátt í slíkum fundi. Varð Musso- lini við þeirri áskorun. Hitler barst einnig í gær ný orðsend- ing frá Roosevelt, þar sem hann hvetur til þess að deilan verði leyst af alþjóðlegri ráðstefnu og mátti skilja það á þessari orðsendingu Roosevelts, að Hitler myndi talinn frumkvöð- ull ófriðar, ef hann brytist út. Allar þessar áskoranir gerðu það mögulegt fyrir Hitler að boða til fundarins, án þess að formlega gæti talizt, að hann gengi á bak fyrri yfirlýsingu. Það er enn of snemmt að spá um afdrif fundarins. En heims- blöðin gera sér góðar vonir um að með honurn verði yfirvofandi ófriði afstýrt og jafnvel lagður grundvöllur að varanlegum friði. Aðrar fréttir. í þýzkum blööum virðist ekki gæta mikillar ánægju með fundinn. Þau segja að Þýzka- land muni ekki breyta afstöðu sinni til Tékkóslóvakíu. Eitt blaðið segir, að ef Chamberlain komi til Múnchen með þá hugmynd, að Tékkóslóvakíu skuli sýnd einhver miskunn- semi, séu enn allir erfiðleikar óleystir. Fundurinn var ekki tilkynnt- ur í Þýzkalandi fyr en kl. 8 í gærkvöldi. Fréttaritari Reuters í Berlín segir, að ekki hafi enn neitt verið sagt frá því í þýzkum blöðum og útvarpi, að enska stjórnin hafi lýst yfir stuðningi við Frakka, ef þeir lentu í ófriði. Amerísk blöð telja, að Hitler muni við því búinn að láta undan. Signor Gayda, sem jafn- an túlkar skoðanir Mussolinis, segir, að Benes eigi að segja af sér. Tékkneska stjórnin hefir ósk- að eftir að mega hafa fulltrúa á fundinum, en ekki fengið end- anlegt svar. Daladier ætlaði að halda langa ræðu í franska útvarpið í gær, en hætti við það, þegar barst tilkynningin um fundinn. Hann gaf út yfirlýsingu í gær- morgun, þar sem sagt var m. a.: Sem gamall hermaður finn ég mig knúinn til að segja, að stjórnin mun gera allt, sem auðið er, til þess að Frakklandi og heiðri þess sé borgið. 46. blað A víðavangi Á öðrum stað hér í blaðinu eru birt bráöabirgðalög þau, er ríkisstjórnin hefir gefið út um skömmtun nauðsynj avara og eignarnám á vörubirgðum, ef til ófriðar kemur. Til bráðabirgða gaf stjórnin út fyrir tveim dög- um áskorun til almennings um að viða ekki að sér’vörum venju fremur og til verzlana um að hafa gát á vörusölu. En margir vona nú, að fundur fjögra valdamestu manna Vestur-Ev- rópu í Múnchen í dag afstýri heimsstyrjöld að þessu sinni. Þó má nú segja sem oftar: „Dag skal að kvöldi lofa“. * * * Því verður ekki neitað, að ís- land er á ýmsan hátt illa statt, ef til ófriðar kæmi á megin- landi Evrópu. Hér eru vitanlega ekki vörubirgðir til langs tíma, hvorki af útlendum matvælum né framleiðsluvörum. Við erum í því efni líkt settir og ná- grannaþjóðir okkar á Norður- löndum. Þær hafa heldur ekki safnað að sér vörubirgðum svo að neinu nemi. Enda er það svo, að enginn hefir getað um það spáð — og getur ekki enn í dag — hvort ófriður yrði eða ekki. Siðara hluta sumars var t. d. yfirleitt alls ekki talið líklegt, að stríð brytist út í haust. Og þótt hér á landi verði meiri eða minni vöntun og örðugleikar, ef svo fer, þá má þó með sanni segja, að okkur íslendingum sé ekki minna ætlandi en að taka slíku mótlæti með karlmennsku og ró. Lítils er um þau óþægindi vert samanborið við hörmungar ófriðarþjóða. Og vel má minn- ast þess, að hér á landi er fram- leitt margt af því, sem mestur skortur er á í öðrum löndum. Um skipakost stöndum við lika ólíkt betur að vígi nú en í byrj- un síðustu heimsstyrjaldar. * * '-K Mbl. og Vísir hafa undanfarna daga vikið að því, að ekki væri ástæða til þess fyrir einstaka menn í Reykjavík, að birgja sig upp að vörum þessa daga, enda myndi slíkt að litlu haldi koma, ef vöruþurrð yrði á annað borð. Er það góðra gjalda vert, að blöð leiðbeini fólki í þessu efni. Hitt er leiðinlegt, að þessi sömu blöð skuli ekki geta stillt sig um það í þessu sambandi að vera með skæting til stjórnarvalda landsins um að þau hafi ekki látið kaupa inn svo og svo mikl- ar vörubirgðir á þessu ári. Eru það ekki þessi sömu blöð, sem alltaf í öðru orðinu hafa verið að fjargviðrast út af því, að greiðslur fyrir innfluttar vörur væru ekki yfirfærðar af bönk- unum og að slíkt kæmi óorði á landið? * * * Mbl. segir í dag, að áskorun ríkisstjórnarinnar, sem birt var í útvarpinu sl. þriðjudagskvöld um að viða ekki að sér vöru- birgðum að óþörfu, hafi verið tilefnislaus og orðið til þess að fólk hafi farið að biðja um vör- ur í stórum stíl, en áður hafi ekki á þessu borið. Fer blaðið hér sennilega með vísvitandi blekkingar, og er rétt að skýra frá staðreyndum í þessu máli. Síðara hluta mánudags átti for- maður Félags matvörukaup- manna í Rvik tal við formann gjaldeyrisnefndar og skýrði honum frá því, að byrjuð væri óvenjuleg vöruúttekt í mat- vöruverzlunum í bænum. Vegna þessa átti fjármálaráðherra tal við formann félagsins á þriðju- dagsmorgun og sömuleiðis við framkvæmdastjóra kaupfélags- ins. Bar þeim saman um að hin óvenjulega vöruúttekt hefði átt sér stað og færi vaxandi. Óskaði stjórn matvörukaupmannafé- lagsins eftir viðtali við ríkis- stjórnina. í viðtali þessu, sem fram fór í Stjórnarráðinu eftir hádegi sama dag, óskaði stjórn matvörukaupmannafél. eftir því, að ríkisstjórnin gerði ráðstafanir (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.