Tíminn - 29.09.1938, Side 2

Tíminn - 29.09.1938, Side 2
182 TÍMDíN, fimmtiidagiiiii 29. sept. 1938, 46. blað fíminn Fimtudaginn 29. sept. Verzhmarálagníngín í Reykjavík Því hefir verið veitt almenn eftirtekt í Reykjavík, að ýmsar vörur hafa hækkað mjög mikið í verði nú í seinni tið, svo að óviðunandi má teljast. Af nauð- synjavörum á þetta aðallega við um þrjár vörugreinir: Vefnað- arvöru, skófatnað og búsáhöld. Auðvitað hefir verið talsvert kvartað yfir þessu háa verði. En kaupsýslustéttin hefir í blöðum sínum, Morgunblaðinu og Vísi, gefið eina állsherjar skýringu á verðhækkuninni. Skýringin er sú, að tollar til ríkissjóðs af þessum vörum hafi verið hækk- aðir svo mjög í seinni tíð, að af þeim orsökum hafi verðið orðið að stórhækka. Kaupendum var- anna er með öðrum orðum ætl- að að trúa því, að það sé Al- þingi og ríkisstjórnin, sem valdi hinu háa verði varanna og verðhækkunin renni í ríkis- sjóðinn. Og enginn vafi er á þvl, að fjöldi fólks í Reykjavík, einkum það, sem fylgir Sjálf- stæðisflokknum að málum, hef- ir trúað því, að hér væri satt frá sagt, að hækkun verðsins stafaði af hækkun á tollum. Nú er það vitaskuld alveg rétt, að tollar hafa verið tals- vert hækkaðir á ýmsum þeim vörutegundum, sem hér er um að ræða. Þó má vekja athygli á því, að mikið af skófatnaðin- um er tollfrjáls, innlend iðn- aðarvara. En hinu munu menn almennt varia hafa gert sér grein fyrir, að þó að tollar hafi verið nokkuð hækkaðir, þá er tollupphæðin í heild svo lítill hluti af verði varanna, að hækkunin ein, sem á tollinum hefir orðið, er alveg hverfandi. í síðasta blaði Tímans var því heitið að birta fyrir alþjóð manna nokkrar staðreyndir, sem úr gætu skorið í þessu máli. Það er gert á öðrum stað hér í blaðinu. Og margir, sem lesið hefir staðhæfingar Mbl. og Vísis um að háa vöruverðið væri tollunum að kenna, munu verða undrandi, þegar þeir sjá þær óhrekjanlegu tölur, sem hér liggja fyrir. Þegar sundurliðað er verð þessara 11 vörutegunda, kemur það í ljós, að tollurinn til ríkis- ins er lægst 10% og hæst 42% af innkaupsverði. En álagning verzlananna sjálfra er lægst 65% og hæst 254% af innkaups- verði. Og viðvíkjandi tollupphæð- unum er rétt að vekja athygli á því, að hér er um allan tollinn að ræða. Þessi tollur er að sumu leyti gamall tollur og að öðru leyti hækkun síðustu ára. Ef ekki væri tekinn nema sá hluti tollsins, sem er hækkun i tíð núverandi stjórnar, yrði hundr- aðshluti hennar af innkaups- verðinu vitanlega miklu lægri. Af þessu má sjá, hvílík frá- munaleg firra og ósvífni það er hjá kaupmannablöðunum að telja fólki trú um að það sé fyrst og fremst þessi tiltölu- lega lága upphæð, sem veldur hinu háa verði. Þegar athugaður er rekstur og afkoma ýmsra verzlana í Reykjavíkurbæ, þarf engum að koma það á óvart, að verzlunar- álagningin er svo gífurleg, sem hér kemur í ljós. Það er vitað, að innflutningur þessara verzl- ana hefir stórlega minnkað vegna innflutningstakmarkana í seinni tíð. Þó hafa þær ekki, svo séð verði, minnkað fólks- hald sitt til verulegra muna og samdráttur í vörumagni sýnist, þrátt fyrir það, ekki hafa dregið mjög úr gróða þeirra, ef litið er á opinber gjöld. Og þannig hafa þær ekki getað haldið við nema með því móti að láta viðskipta- mönnunum blæða. Það er hinsvegar athyglis- vert, að á ýmsum algengustu nauðsynjavörum, t. d. matvör- um erlendum, sem kaupfélagið ræður verðlagi á, hefir verð nokkurnveginn staðið í stað í seinni tíð. Kaffi og sykur er t. d. lægra nú en 1934. Þar hafa kaupmannaverzlanirnar orðið að haga sér eftir verðlagi sam- vinnumanna. Vðruokur kaupsýslumanna í Reykjavík Mbl. segir, ad það stafií afi tolla- hækkun. - En rannsókn sýnír, að t. d. þegar tollurinn er 24°|0, er verzlunarálagníngín 248°|0 afi ínn- kaupsverði Því var haldið fram í síðasta blaði Tímans, að álagning verzlana í Reykjavík á ýmsar nauðsynlegar vörur væri svo gífurleg orðin, að sjálfsagt væri að grípa til lagaheimildar til að setja hámarksverð á 'þessar vörur. Blöð Sjálfstæðisflokks- ins hafa hinsvegar reynt að telja fólki trú um, að þetta háa verð stafaði aðallega eða ein- göngu af því, að tollar til ríkis- sjóðs af þessum vörum hafi verið hækkaðir. Hér er um dæmafáa óskamm- feilni að ræða. Þess vegna hefir nú Tíminn látið rannsaka toll- og verzlunarálagningu á nokkr- um þeim vörutegundum, sem Vörutegund Striga8kór,japanskir(par) 1,84 Kápuefni, ítaiskt (mtr.) 5,23 Léreft — — 0,52 Satin — — 1,65 Ferðat., Italskar (40 cm.) 2,87 Georgette kjólaefni (mtr.) 0,76 Gardínuefni, ítalskt — 2,14 Sængurveraefni — — 0,92 Alum.rafsuðup.,þýskt(stk) 19,06 Tauvindur — — 17,76 Mjólkursett — 4,89 Eins og sjá má á þessu, er tollurinn til ríkisins á þessum 11 vörutegundum, ekki nema hverfandi á móts við verzlunar- álagninguna. Á kápuefni er verzlunarálagningin t. d. kr. 11,55 en tollurinn aðeins kr. 1.12 pr. metra. Menn sjá, hvort það ffeipti sérlega miklu máli í En verzlunarokur það, sem hér á sér stað í einstökum greinum og nú hefir verið flett ofan af með greinilegum dæm- um, gengur svo langt, að ekki má við svo búið standa. Og ó- skammfeilni kaupmannablað- anna, þegar þau leyfa sér að skella skuldinni á ríkisvaldið hér er um að ræða, og birtist niðurstaðan hér á eftir. Skýrsla sú, er hér fer á eftir, er um 11 vörutegundir. Tilgreint er í skýrslunni í fyrsta lagi inn- kaupsverð vörunnar og annar kostnaður fyrir utan toll. í öðru lagi tollur til ríkis- sjóðs (af þeirri upphæð er tollhækkun síðustu ára vitan- lega ekki nema nokkur hluti). í þriðja lagi álagning verzlunar- innar. í fjórða lagi búðarverð vörunnar. í fimmta lagi hundr- aðshluti tollsins af innkaups- verði. í sjötta lagi hundraðs- hluti álagningarinnar af sama verði. Skýrslan um þessar 11 vörutegundir fer hér á eftir: L_ i lm tf CD B c = c *o Im > K. “ > “íSjí £ é > u. “ c O 1— M CJ >. -k, IO -a CQ X r « "c ^ X £ Cð kr. kr. kr. 0,51 2,15 4,50 33°/0 141 % U2 11,55 18,00 24°/0 248% 0,07 0,76 1,35 16°/0 172% 0,18 3,67 5,50 130/« 248% 0,77 4,36 8,00 35% 200% 0,31 1,93 3,00 41% 254% 0,21 2,90 5,25 10% 138% 0,37 1,51 3,00 43% 194% 2,29 11,65 33,00 13% 65°/° 5,73 12,51 36,00 36% 80% 1,44 8,67 15,00 380/0 230% þessu sambandi, þó tollurinn væri lækkaður t. d. um helming á þessari vörutegund, eða nið- ur í 56 aura pr. metra. Hundr- aðshluti tollsins af innkaups- verði er 24%, en hundraðshluti álagningarinnar af innkaups- verði hvorki meira né minna en fyrir hina óhæfilegu verzlunar- álagningu, ætti að vera ríkis- stjórninni hvöt til að nota nú þegar þá heimild, sem hún í lögum hefir til að stemma stigu fyrir því, eftir því sem unnt er, að almenningur sé féflettur til ágóða fyrir fámenna kaup- sýslustétt. Mannamunur Svar til Gísla Jónssonar frá Bergi Jónssyni alþm. Greinin „Auglýsið verk yðar“, sem birtist í Tímanum hinn 22. þ. m., hefir sýnilega gefið hr. vélaumsjónarmanni Gísla Jóns- syni, kærkomið tækifæri til þess að lýsa enn á ný fyrir alþjóð lítil. mennsku minni og hlutdrægni, en mikilmennsku og óeigingirni hans sjálfs. í grein í Morgun- blaöinu, undir yfirskriftinni „Þjóðarhagsmunir — flokks- hagsmunir“,lýsir hann því átak- anlega hvernig hann af alhuga og einlægni vilji vinna að hags- munamálum Barðstrendinga, og „flytja þeim tækni nýja tfm- ans“, en ég hinsvegar fylgi þeirri „helstefnu“, með tilliti til flokkshagsmuna, sem miðar að því, að halda við atvinnuleysi og eymd og volæði hjá kjósend- um mínum og fyrri sýslungum. Og þetta er enginn hugarburð- ur hjá þessum óeigingjarna ást- vini hinna bágstöddu. Síður en svo. Allt er sannað með frásögn af samtali, sem við áttum sam- an á skrifstofu minni í fyrra- haust, frásögn, sem auðvitað þarf engra vitna við, úr því hinn óeigingjarni ástvinur hinna bágstöddu segir frá. Miklir ógæfumenn mega Barð- strendingar vera, að hafa kosið annað eins ómenni eins og mig fyrir þingmann, 4 sinnum í röð og átt þó kost á eins óeigin- gjörnu stórmenni og Gísla Jónssyni, sem auk hins tak- markalausa velvilja, hefir fullar hendur fjár. Ólíklegt að þeir velji ekki betur næst. Ég ætla ekki að rengja Gísla Jónsson um það, að hann álíti slíkt regindjúp vera staðfest á milli okkar, sem grein hans gef- ur í skyn. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Gísli er bróð- ir eins af okkar þekktustu skáldum, Guðmundar Kambans, og þess hefir áður orðið vart, að gneistar af skáldskapargáfu Kambans eru í bróðurnum, þótt hann hafi eigi enn lagt út í samkeppni við bróður sinn um skáldalaun. En ég ætla nú samt að leyfa mér, að athuga lítils- háttar stoðirnar undir hinum hógværu og lítillátu kenningum Gísla. Hann kom á skrifstofu mína í fyrrahaust, og spurði mig, hvort ég vildi koma með honum til Jóns Árnasonar framkv,- stjóra, til þess að tala um frystihússbyggingu í Flatey. Þetta er enginn skáldskapur. 248%. En úr því fer frændsemin við Kamban að bera sannleikann í- skyggilega ofurliði. Ég neitaði alls ekki að fara með Gísla til Jóns Árnasonar, til þess að tala um þetta mál, sem bæði Flat- eyingar og alþingismenn vita, að lengi hefir verið áhugamál mitt, en vegna þess, að ég vissi eigi hversu hugleikið Jóni væri að tala um mál þetta við Gísla, sagði ég Gísla, að ég skyldi athuga hvort réttara væri, að við töluðum saman við Jón, eða aðeins annar okkar. En jafnframt sagði ég honum, að þetta væri mikið áhugamál mitt, og ég vildi á allan hátt vinna að framgangi þess. Um hádegi sama dag símaði ég til Jóns Árnasonar, og spurði hann hvort hann vildi að ég yrði við ósk Gísla, um að koma með hon- um til hans og ræða um frystihúsmálið, sem Jón Árna- son getur vottað, að ég hefi oft beðið hann að styrkja, en hann kvaðst eigi óska eftir, að ég færi að draga Gísla með mér til hans. Þetta er sannleikurinn um eina atriðið í frásögn Gísla, sem hefir sannleiksneista í sér fólginn. Er við Gísli höfðum haft þessi fáu orðaskipti um frystihúss- málið, áþurði ég hann í fullri vinsemd, hvað hann vildi leggja til viðreisnarmála Bílddælinga. Svaraði hann þá með hinum mesta hroka og yfirlæti, að þau mál þyrfti ég ekki að hugsa um, því hann myndi kaupa Bíldudal, „og þá fær enginn að fram- kvæma þar neitt án míns leyf- is“. Bætti hann því síðan við, að ég skyldi engar áhyggjur hafa út af málum Bílddælinga, því hann sjálfur myndi sjá fyrir þeim. Með þessum svörum er það víst, sem Gísli þykist hafa skír- skotað til drengskapar míns, og þá er það sennilega sem honum virtist „sem þingmaðurinn svignaði eitt augnablik“. En þó kemst gneistaflug skáldskapar- ins í hámark, þegar Gísli hefir þessi orð eftir mér: „Það er enginn velgerningur, Gísli Jóns- son, að flytja þessum mönnum tækni nýja tímans. Ég þekki þessa menn og þessa sýslu, hefi verið sýslumaður þeirra og þingmaður, og þegar þeir hafa náð þeim þroska að geta tekið á móti því, sem þér viljið nú flytja þeim, þá gerum við Fram- sóknarmenn það, án aðstoðar í- haldsins.“ Gísli Jónsson! Hverjum ætl- ið þér að trúa því, að ég hafi viðhaft þessi orð um Barð- strendinga? Næst þegar þér ætlið að skrökva upp á mig ein- hverju, skuluð þér fylgja því ráði mínu, að leita til einhvers vitrari manns heldur en þér er- uð, manns, sem kann þó að minnsta kosti að skrökva senni- lega. Hvaða „tækni nýja tím- ans“ er að velta sér í hinu metn- aðarsjúka höfði yðar, sem ég ekki gæti unnt Barðstrending- um? Og hver haldið þér að trúi því, að ég hafi farið að niðra Barðstrendingum og bregða þeim um þroskaleysi í yðar eyru? Nei, betur má ef duga skal, Gísli! Ef þingmennskudraumaT yðar eiga einhverntíma að ræt- ast, skuluð þér vara yður á því, að auglýsa ekki um of ósann- sögli yðar. í fullri einlægni skal ég segja yður það, að ég þekki enga þá menn í Barðastrandar- sýslu, sem myndu trúa því, að ég hefði hugsað nokkuð í þá átt, sem þér segið, að ég hafi sagt við yður. Til hvers haldið þér, að ég berjist fyrir brúargerðum, vegagerðum, símalagningum, lendingarbótum, frystihúsum, rækjuverksmiðjum, sundlaug- um, læknabústöðum, talstöðv- um og öðrum framförum fyrir Barðstrendinga, ef ég álít þá ekki nægilega þroskaða til þess að njóta þesskonar framfara? Þér vitið það vel og hafið sjálf- ur í raun og veru játað það með grein yðar, að rétt er frá skýrt í greininni „Auglýsið verk yðar“, um það, að ég lagði með því af fullri einlægni, að þér fengjuð 15 þús. kr. lánið úr fiskimála- sjóði til rækjuverksmiðjunnar, og að veittar verða 10 þús. kr. í styrk úr ríkissjóði til bryggj- unnar yðar á Bíldudal. En vissu- lega gerði ég það ekki í góð- gerða- eða ölmususkyni við yð- ur, heldur eingöngu til þess að styrkj a atvinnumál Bílddæl- inga. Ef þér leitið vel í huga yðar munuð þér áreiðanlega minnast þess, að skömmu eftir að þér komuð suður á skrifstofu mina í fyrrahaust, símaði ég til yðar (vegna þess, að þér létuð mig ekkert frá yður heyra) og til- kynnti yður þá, að svo framar- lega sem þér hefðuð einhver framfaramál í huga fyrir Barð- strendinga, þá væri mín aðstoð ávallt til reiðu, og þér sögðuð, að þér mynduð koma til mín, ef svo væri. Hversvegna létuð þér mig aldrei frá yður heyra? Menn nokkrir af Bíldudal koma til mín á sjúkrahús, sem ég lá á í þingbyrjun 1938 og sögðu mér, að þér vilduð eiga tal við mig út af fyrirætlunum yðar, en látið í stað þess bera þau ósannindi út á Bildudal, að ég gerði allt, sem í mínu valdi stæði til þess að hindra framkvæmdir yðar? Hversvegna leyfðuð þér yður, að segja það gegn betri vitund í framsöguræðu yðar á „vígsluhátíðinni" á Bíldudal, að ég hefði gert allt, sem ég hefði getað til þess að koma í veg fyrir framkvæmdir yðar? Þér hljótið þó að vita, að þér fórum þar með ósatt mál um fjarstaddan mann. Kjósendur mínir í Barða- strandarsýslu munu dæma um þetta mál á milli okkar Gísla Jónssonar, og ég ber engan kvíð- boga fyrir dómnum. Og ég vil (Framhald á 3. síðu.) Framkvæmd kjötlaganna í f jögur ár Kjötverðlagsnefnd hefir nú starfað í fjögur ár. Eftir þau ár liggja fyrir skýrslur um eitt og annað er slátruninni viðkemur. Sláturfjárfjöldi Kjötþungi alls tonn 1933: 327258 4385 1934: 395640 5229 1935: 369458 5011 1936: 380802 5338 1937: 449388 6310 Þegar menn minnast þess, að síðan 1933 hefir fénu fækkað í landinu um fullan y6, þá virðist fljótt á litið, undarlegt, að slátr- unin skuli ekki hafa minnkað líka. En hér ber þess að minnast, að 1933 voru mikil vanhöld í lömbum að vorinu og 1937 er slátrun óvenjulega mikil, bæði vegna lélegs heyskapar á stórum hluta landsins og mæðiveikinn- ar, sem bæði gerði, að mikið var Margt er það í þessum skýrsl- um, sem ég tel, að bændur al- mennt þurfi að vita skil á. Því mun ég skýra nokkuð frá þeim. drepið af veiku fé, og líka að menn drápu fé, sem heilbrigt var af ótta við, að það myndi fá veikina og drepast arðlaust. Eftir þessu ætti að mega búast við því, eins og fjárfjöldinn í landinu er nú, að meðalslátrun sé um 350 þúsund fjár, og af því fáist um 5000 tonn af kjöti. Salan utan lands og innan. Útflutningskjötið hefir verið selt í Englandi, Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og Færeyjum. Freðkjöt er selt í Englandi, Danmörku og Svíþjóð. í Englandi mátti ekki selja nema 1100 tonn, þar til seint á sláturtíð 1938. Þá fékkst leyfi til að selja þar 600 tonn til viðbótar. Sama viðbótar- leyfi fyrir freðkjötssölu fékkst 1937. Hvort það fæst 1938, veit enginn nú. Saltkjötsmagnið, sem selja hefir mátt í Noregi, hefir farið minnkandi og fór 1937 niður í lágmark, 6000 tunnur. Ef meira er selt þangað, þarf að borga af því aukatoll, og er hann um 10 aurar af hverju kgr. Það kjöt, sem ekki selst á þessa markaði, hefir orðið að selja í landinu sjálfu. Eftirfarandi tafla sýnir hvern- ig kjötsalan hefir skipzt eftir því, hvort kjötið er selt í landinu eða ekki: Saltkj. Freðkj. Selt Seltí útfl. útfl. úrlandi landinu kg. kg. kg. kg. 1933 1082297 988476 2070773 2314853 1934 1021412 1587157 2608569 2621194 1935 959948 1656448 2616396 2394522 1936 953201 1977700 2930901 2407386 1937 841370 2356838 3198208 3111768 Þegar sláturtíð byrjaði haustið 1935, var enn óselt frá slátrun haustsins áður um 120 tonn, og ber því að draga það frá inn- anlandssölu 1934, en bæta því við söluna 1935. Á sama hátt er nú óselt um 300 tonn frá slátrun 1937, og hefir því innanlandssal- an því ekki verið nema um 2800 tonn. Af þessu má ætla að af meðal- kjötmagninu — sem ætla má að sé um 5000 tonn — seljist um helmingurinn í landinu, en hinn helminginn verði að selja úr landi. Slátrun hjá kaupmönnum og samvinnufélögum. Síðan 1934 mega þeir einir slátra og seija kjöt í heildsölu, sem fá til þess leyfi kjötverðlags- nefndar. Nefndin má hinsvegar veita þeim einum slík leyfi, er slátruðu 1933. Nefndin hefir síð- an hún tók til starfa, fylgt þeirri reglu, að láta þá, sem höfðu heimild til að fá sláturleyfi fá það, og þá svipaða fjártölu og slátrað hafði verið árið áður, og þó alltaf rúmt, svo að hver geti þess vegna slátrað því, sem hann fengi. Skipting sláturfjárins og kjöt- þungans milli kaupmanna og samvinnufél. hefir verið þessi: Slátrað hjá samv.fél. Hjá kaupm. Árið Tala Kjötþ. Tala Kjötþ. 1934 318660 4169977 76980 1014786 1935 301838 4063039 67620 889356 1936 312852 4379420 67950 902311 1937 381578 5338800 67810 914151 í þessu sambandi vil ég benda á, að kaupmenn slátra mestu 1934. Skyldi það geta staðið í sambandi við innheimtu skulda frá árunum áður, þegar kjöt- verðið var svo lágt, að það hrökk ekki til að borga úttektina hja mörgum? Hinsvegar kemur öll aukning kjötsins 1937 til sam- bandsfélaganna, enda var þá sal- an til Noregs komin niður í lág- mark og erfitt um sölu. En bændur þurftu að farga fénu og einhver varð að reyna að koma því í verð, þó það væri mikið að vöxtunum og erfitt um markað- ina. Kjötverðiff. Síðan kjötverðlagsnefnd tók til starfa, hefir hún ákveðið inn. anlandsverðið á kjötinu í heild- sölu. Af hverju kgr. af dilkakjöti og kjöti af geldfé hefir verið greitt verðjöfnunargjald, sem runnið hefir í Verðjöfnunarsjóð. Af kjötinu, sem selt er úr landi, er verðjöfnunargjaldið endur- greitt, þegar fyrir liggja skilríki um útflutninginn, en verðjöfn- unargjaldið af kjötinu, sem selt er í landinu, er aftur varið til þess að greiða verðuppbót á út- flutta kjötið, svo munurinn á því, sem bændur fá fyrir það, og kjötið, sem selt er í landinu, verði minni. Innanlandsverðið hefir alltaf verið sett það hátt, að það væri nokkru hærra en ætla mætti að fengist fyrir bezta freðkjöt á er- lendum markaði, þegar meðal- kostnaður við hvorutveggja söl- una væri dreginn frá. Þegar frá er dreginn meðal- kostnaður við verkun saltkjöts- ins, umbúðir og sölu bæði hér- lendis og erlendis, þá hefir það selzt svo þessi ár, að verðið til bænda hefir að meðaltali verið sem næst þessu: 1934 1935 1936 1937 au. au. au. au. Söluverð úr landi netto til bænda pr. kg.......... 54,3 67,5 69,0 76,7 Verðuppbót úr Verðjöfnunarsjóði 14,25 11,5 10,0 6,0 Meðalv. til bænda 68,5 79,0 79,0 82,7 Freðkjötið hefir aftur selzt sem hér segir, og er þá líka dreg- inn frá allur kostnaður við sölu, frystingu og verkun kjötsins, og þá reiknað með meðaltalstölu: Sambærilegar skýrslur eru ekki til fyrir liðinn tíma, nema skýrsl- ur, er Þorsteinn Briem lét safna fyrir 1933, eftir áskorun frá Sláturfjártalan og kjötþunginn. Sláturfjárfjöldinn og kjöt- magnið sem komið hefir til sölu ár hvert, hefir verið sem hér S. í. S. segir: DILKAR GELDFÉ ÆR Kjöt selt Tala Kjötþ. Tala Kjötþ. Tala Kjötþ. milli m. Haustið kgr. kgr. kgr. kgr. 1933: 291563 3713721 18163 372361 17532 299544 ? 1934: 355530 4427757 19522 404433 20588 352573 45000 1935: 345164 4463272 12144 275110 12150 214013 58532 1936: 355728 4792868 9749 216333 15325 272528 56558 1937: 396673 5308917 21631 380903 31084 563131 57025

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.