Tíminn - 29.09.1938, Síða 3
46. blað
TlME^ÍN, fimmtMdajgiim 29. sept. 1938,
183
HEIMILIÐ
Frú Sigrún P. Blöndal, for-
stöðukona húsmæðraskólans á
Hallormsstað, hefir heitið Tím-
anum aðstoð sinni um greinar í
heimilisdálk blaðsins. Birtast
hér fyrstu greinar Sigrúnar.
Sœtsúrsaðar gulrófur.
Bæði er gaman og gagn að
geta matreitt á sem fjölbreytt-
astan hátt þá fáu garðávexti,
sem rækta má í kaldri jörð hér
á landi. T. d. má sykra og súrsa
gulrófur á ýmsan hátt. Upp-
skriftir þær, er fara hér á eftir,
hafa gefizt vel:
1 kg. gulrófur,
800 gr. sykur,
10 gr. heill engifer
5. gr. heill negull,
V2 1. vatn,
2 dl. edik.
Rófurnar eru hreinsaðar,
skornar í teninga ca. 2,2 cm.
langa og látnar í pott. Vatni er
hellt á svo aðeins fljóti yfir. Þá
er þetta soðið þangað til rófu-
bitarnir eru hálfsoðnir. Soðið er
síað frá. Síðan er kryddið soðið
í y2 1. af soðinu í 15 mín. Þá er
edikið og sykurinn látinn saman
við og soðið þangað til sykurinn
er uppleystur. Froðan er vand-
lega veidd ofan af. Eru þá ten-
ingarnir látnir út í löginn og
soðnir þangað til þeir eru meyr-
ir. Þá eru þeir færðir upp í
krukku eða glas, sem þeir eiga að
geymast í, en lögurinn soðinn
áfram í 10 mínútur og síðan hellt
yfir rófuteningana. Bundið er
yfir krukkuna. Rófurnar þurfa
að standa í kryddleginum
nokkra daga áður en þær eru
notaðar. Borið á borð með steikt-
um kjötréttum.
Saltað kál.
Eftir því, sem garðræktin
eykst, þarfnast geymsla garð-
ávaxta og kálmetis meiri og
meiri umhugsunar. Erfiðast er
að geyma kálið óskemmt til vetr-
arins. Algengast er að þurrka og
sjóða niður það, sem ekki er
hægt að nota nýtt. En þar sem
nokkur veruleg kálrækt er, mun
oft verða eftir í görðum meira og
minna af hvítkáli, blöðrukáli,
toppkáli og fleiri káltegund-
um, sem átti að mynda höf-
uð, en ekki náði fullum þroska.
Þetta kál er ágætt að nota í
jafninga og súpur meðan það er
nýtt. En hvernig er hægt að
geyma það til vetrarins? Frost
þolir það ekki, og það er ekki vel
fallið til að þurrka eða sjóða nið_
ur. Þess vegna er bezta ráðið
að salta slíkt kál. Ef vel tekst
söltunin, er kálið ágætt í jafn-
inga og súpur á veturna. Er
þetta sérstaklega nauðsynlegt á
A IV IV A L L
Dánardægur.
| Björn Sig-
urðsson bóndi
já Grjótnesi í
Norður - Þing-
eyj arsýslu lézt
S.ágúst síðastl.
Fæddur 8. des.
1870 í Þórunn-
arseli í Keldu-
hverfi. — For-
eldrar: Sigurð-
ur Gunnlaugs-
json og Kristín
^Björnsdóttir. -
Naut í æsku
kennslu í unglingaskóla Guðm.
Hjaltasonar í Öxarfirði. —
Nam trésmíði hjá Jakob Sveins-
syni trésmíðameistara í Rvík
og vann síðan eitt ár við tré-
smíðí í Khöfn. Reisti bú í Ær-
lækjarseli í Öxarfirði 1898 og
kvæntist það ár Vilborgu Guð-
mundsdóttur frá Grjótnesi, er
nú lifir hann. Börn þeirra ell-
efu eru öll á lífi og hafa náð
fullorðinsaldri. Þau hjón flutt-
ust að Grjótnesi á Sléttu 1906
og bjuggu þar síðan. Björn átti
sæti í sýslunefnd nær þrjá ára-
tugi og í fræðslunefnd Prests-
hólahrepps. Var um hríð odd-
viti Öxarfjarðarhrepps og for-
maður fasteignamatsnefndar
Norður-Þingeyjaxsýslu. Um tví-
tugsaldur missti hann hægra
auga af slysi, var sjóndapur
lengi og nær blindur síðustu
árin, en gekk þó að smíðum og
ýmsri vinnu allt þangað til
hann lagðist banaleguna.
sveitaheimilum, þar sem fæði er
fábreytt af því skortur er á
grænmeti. — Kál þarf að salta
mikið. En bezt er að salta það
þó ekki meira en svo, að ekki
þurfi að afvatnast áður en það
er notað. Mun láta nærri, að
hæfilegt sé að hafa 1 kg. salt
móti 8 kg. af káli. Kálið er þveg-
ið og skemmdir teknar úr blöð-
unum. Þá er það brytjað eða
saxað eins smátt og menn vilja
hafa það til að matreiða úr og
saltað í gott tréílát. Salti er stráð
á botn ílátsins. Síðan er raðað
lagi af káli og dálitlu salti stráð
yfir, þá öðru kállagi og salti o.
s. frv. þangað til lokið er. Bezt
er að salta minnst neðsta lagið,
en smá auka saltið eftir þvi sem
ofar kemur í ílátið. Efsta lagið
þarf að salta svo mikið, að hvergi
sjáist í kálið. Hverju lagi er
þjappað vel saman með tré-
hnalli. Hlemmur, sem fellur of-
an í ílátið er látinn yfir og þungt
farg látið á. Þegar saltið er
runnið má fara að nota kálið.
Bezt er að hafa fargið alltaf á.
S. P.
^ hriinb'.h
Kjötkaup.
Eins og undanfarin haust seljum við nú í slátur-
tíðinni:
nýtt dilkakjöt
af N o r ð u r- og Vesturlandi
svo sem Búðardal, Króksfjarðarnesi, Borðeyri og
Hvammstanga.
Bálfarafélag fslands.
Skrifstofa: Hafnarstrœti 5.
Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr.
Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100
krónur, og má greiða þau i fernu lagi,
á einu ári. Allar nánari upplýslngar á
skrifstofu félagsins. Síini 4658.
Einmitt á þessum slóðum er fé hvað vænzt á land-
mu.
Frá og með deginum, mið-
vikudegi 28. þ. m., verður hið
pólska konsulat á íslandi á
Bræðraborgarstíg 8. Opið 10—
11 og eftir umtali.
Reykjavík, 25. septbr. 1938.
Hjalti Jónsson.
f skólann
með baktösku, handtösku eða
hliðartösku frá
Gísla Slgurbjörnssyni
söðlasmið
Vaxandi sala þessa kjöts hér í bæ á undanförnum
árum, sýnir líka og sannar, að menn kunna að meta
gæði þess.
I'eir. sem ætla að láta salta fyrir sig kjöt til
vetrarins, ættu að gera pantanir sem fyrst.
Sláturtíðin verður óvenju stutt í ár og venjulega er
vænsta fénu slátrað framan af haustinu. Allra hluta
vegna verður því bezt að vera snemma í tíðinni.
Ath. í heilum skrokkum er kjötið selt fyrir heild-
söluverð meðan slátrun stendur yfir.
íshúsid Herðubreid
Fríkírkjuvegí 7
Símí 2678.
Sími 2099.
Laugaveg 72.
VIRGINIA
Cu^cUettiMi
T *
’ ■ * I FF
Dansskóli Rígmor Hanson
Æfingar hefjast mánud. 3. okt. í K.R.húsinu uppi,
fyrir börn, sem ekki hafa dansað áður kl. 4, fyrir börn
sem hafa dansað áður kl. 6, en þriðjud. 4. okt. fyrir
fyrir unglinga kl. 7V2 og fyrir fullorðna sama kvöld
kl. 9Vi. — Ballet og step æfingar hefjast 12. okt. —
Einkatímar heima á Ránargötu 12. Allar upplýsingar
í síma 3159. (Nýju dansarnir eru þrír og heita: Palais
Glide — Velita — Lambeth Walk.
Skólastjórinn.
Mídbæjarskólínn
Ellefu, — tólf — og þrettán ára börn komi í skól-
ann eins og hér segir:
Laugardaginn 1. október, kl. 8 árdegis 13 ára börn
1934 1935 1936 1937
au. au. au. au.
Söluverðið úr landi
netto til bænda
pr. kg........... 71,4 82,0 83,0 84,0
Verðuppb. úr Verð-
jöfnunarsjóði .... 9,5 3,0 5,0 5,0
Meðalv. til bænda 80,9 85,0 88,0 89,0
Allir þeir, er hafa sláturleyfi
og kjötsölu í sambandi við slátr-
un, hafa selt hluta af kjötinu
innanlands, og hefir það ásamt
misjöfnum tilkostnaði við slátr-
unina og verkun kjötsins, orðið
til þess, að verðið til bænda
hefir yfirleitt orðið annað — og
oftast hærra — en það, sem
þessar tölur sýna. Hinsvegar
sýna þær meðalverð það, sem
saltkjöt og freðkjöt hefði gert til
bænda, ef ekki hefði verið að
ræða um innanlandssölu, og all-
ir hefðu meðalkostnað við verk-
un kjötsins. Af þeim sést líka
hvað verðið hefði orðið uppbót-
arlaust, og hver uppbótin hefir
verið. í því sambandi ber að
hafa í huga, að 1934 var verð-
jöfnunarsjóði lagt beint úr rík-
issjóði, og varð það til þess, að
verðuppbótin gat verið verulega
hærri en hún hefði ella verið.
Verðið, sem þeir bændur hafa
fengið, sem eingöngu hafa skipt
við verzlanir, er selja allt kjöt-
ið innanlands, hefir verið mis-
jafnt, eftir því hver kostnaður
viðkomandi verzlana við söluna
hefir verið. En fullyrða má, að
þar sem hann hefir ekki verið
því hærri, þar hefir innanlands-
salan gefið kringum 10 aurum
hærra verð til bænda en freð-
kjötssalan.
Niðurlagsorð.
Af því sem að framan er
sagt, ætla ég að ljóslega komi
fram, hver vinningur bændum
hefir verið að kjötsölulögunum.
Þó sést þar ekki eitt mikilsvert
atriði, en það er hvert innan-
landsverðið hefði orðið á ári
hverju hefði lögin ekki verið,
og nefndin eftir þeim ákveðið
heildsöluverðið. Um þetta fæst
aldrei vissa. En bændur, sem
nú eru að verða svo settir um
land allt, að geta komið kjöti á
þá staði í landinu, sem innan-
landsmarkaðirnir eru helzt á,
gætu getið sér þess til, hvað þeir
t. d. á saltkjötshöfn, hefðu vilj-
að selja kjöt fyrir, þegar erlenda
verðið gaf ekki uppbótarlaust
nema 54,3 aura, 67,5 aura, 69,0
aura eða 76,7 aura. Ég býst við,
ef þeir athuga það, að þá
komist þeir að þeirri niður-
stöðu, að erfitt hefði þá verið
að hafa heildsöluverðið á aðra
krónu,i en réttast er þeim að
hugsa um það sjálfum og kom-
ast að niðurstöðu.
Páll Zóphóníasson.
Mamiamunur.
(FramhalA af 2. síðu.)
jafnfrámt taka það fram, að
hvernig sem Gísli Jónsson hag-
ar séf gagnvart mér,' mun ég
ávallt reiðubúinn að styrkja eft-
ir mætti hvern þann mann, sem
vill auka og bæta atvinnumál
Barðstrendinga, eða veita hags-
munamálum þeirra stuðning,
hverjar sem hvatir hans kunna
aff vera í raun og veru. En ég
sé enga þörf á því, að halda há-
tíðlegar „vígsluhátíðir“ með
trumbuslætti og ræðuskvaldri,
þótt atvinnufyrirtækjum sé
komið á fót.
Mér er sagt, að G. J. hafi látið
svo ummælt á „vísgluhátíðinni“,
að formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, Ólafur Thors, hafi ekki get-
að mætt þar vegna annríkis. Ef
þetta er rétt eftir Ólafi haft,
skal ég ekkert efast um, að hann
hafi ekki getað mætt. En ekki
get ég varizt þeirri hugsun, að
Ólafi Thors, sem er einn af
framkvæmdastjórum stærsta
útgerðarfyrirtækisins hér á
landi, hafi þótt/hálf hjákátleg
öll umbrotin og auglýsinga-
bröltið í sambandi við mannvirki
Gísla Jónssonar á Bíldudal, því
hann mun muna þá tíð, er h.f.
Kveldúlfur keypti 4 nýtízku tog-
ara til landsins, og reisti hvert
stórmannvirkið af öðru, án þess
að hafa nokkrar sérstakar
„vígsluhátíðir“ með trumbu-
slætti og ræðuskvaldri í tilefni
af því.
Að lokum: Gísli Jónsson er
fæddur og uppalinn í Ketildala-
hreppi við Arnarfjörð. Hvers-
vegna er það fyrst á síðasta ári,
sem hann hefir séð ástæðu til
þess að rétta íbúunum í átthög-
um sínum vestra hjálparhönd.
Hversvegna er það fyrst nú, sem
hann sér ástæðu til þess, að
koma heim eins og auðkýfingur
eftir Ameríkuæfintýri, til þess
að beita „tækni nýja tímans“
gegn helstefnu minni og annara
Framsóknarmanna.
Bergur Jónsson.
aðeins Loftur.
Kopar
keyptur f Landssmiffjunni.
(f. 1925), kl. 10 árdegis 12 ára börn (f. 1926) og kl. 1 síð-
degis 11 ára börn (f. 1927).
Börn, sem hafa ekki verið í skólanum áður, en eiga
að sækja hann í vetur, komi kl. 4 síðdegis.
Skólastjórínu.
24 Andreas Poltzer:
En Forest leynilögreglumanni var fal-
ið að hafa gát á Patriciu.
* * *
Whinstone fór af skrifstofu sinni í
Scotland Yard og ók heim til sín. Hann
átti lítið hús í Bayswater. Phillipp, þjónn
hans, hafði lagt fram smokingfötin hans
þegar hann kom heim, svo að þau væru
tilbúin. Philipp var perla, að vísu með
galla, hvað fegurðina snerti.
Whinstone kom snemma um kvöldið í
klúbbinn sinn. Hann var hvers manns
hugljúfi þar. Að vísu voru það ekki marg-
ir, sem vissu, að faðir hans var starfandi
ráðherra. En að hinn tigulegi Whinstone
starfaði fyrir Scotland Yard hafði ekki
nokkur maður í hinum tigna Mayfair-
klúbb hugboð um.
Whinstone þurfti ekki að leita lengi,
þangað til hann fann þann, sem hann
var að leita að. Hann kom auga á hann
í hópi manna, sem voru að tala saman í
mestu ákefð, en náði honum brátt út úr,
og nú settust þeir tveir á tal saman. Ar-
thur Wright yngri — Sir Arthur gætti
þess vel að gleyma aldrei „yngri“, því að
sá eldri með þessu nafni, frændi hans,
sem var heilum átján mánuðum eldri
en hann, var lifandi fréttablað allra
hneykslismála. Whinstone fyrirleit sögu_
smettur, en þurfti oft á þeim að halda. ..
Patricia 21
fulli gesturinn á heimili lávarðarins var
sonardóttir hans.
Lögreglustjórinn rak upp undrunar-
óp. En Whinstone hélt áfram:
— En þau þekktust ekki, lávarðurinn
og hún. Það er einhver gamall fjöl-
skyldukritur.
— Drottinn minn! Og þér haldið að
stelpan sé flækt í málið?
— Nei... .
Það var hringt í símann. Sir William
svaraði og nú hófst langt samtal. Sir
William benti fulltrúanum, að hann
skyldi fara út.
* * *
Duffy yfirfulltrúi sat á skrifstofu sinni.
Hann var meðalmaður á hæð og um
fimmtugt. En vegna augnanna, sem voru
svo greindarleg og ljómuðu af skapríki,
virtist hann vera yngri. í rauninni var
hann líkari listamanni en leiknum lög-
reglunjósnara. Duffy hrósaði sér aldrei
af afrekum sínum. En þó að hann væri
maður hæverskur og kurteis, jafnt við
undirmenn sína sem aðra, þá var hann
eiginlega ekki í afhaldi yfirleitt. Whin-
stone þekkti hann ekki nema lauslega.
Duffy bauð Whinstone að setjast og
bað hann að segja sér af eftirgrennslun-
unum í málinu. Hann hlustaði á og þagði.
Svo sagði hann: