Tíminn - 20.10.1938, Side 3

Tíminn - 20.10.1938, Side 3
55. blað TÍMIM, fimmtadaginm 20. okt. 1938. 219 B Æ K U R ÍÞRÓTTIR A. Chr. Westergaard: Sand- hóla-Pétur. Eiríkur Sigurðsson íslenzkaði. Nokkur síðustu árin hefir barnablaðið „Æskan“ auðgað hinar fáskrúðugu barna og ung_ lingabókmenntir okkar með einni til tveimur góðum bókum árlega. Má í því sambandi nefna t. d. „Hetjan unga“, „Sögur æsk_ unnar“, „Bíbí“, „Bíbí fer í lang- ferð“, „Davíð Copperfield", „Landnema“ o. fl. í haust bæt- ist ein við. Það er „Sandhóla- Pétur“ eftir danska skáldið A. Chr. Westergaard, í þýðingu Ei- ríks Sigurðssonar kennara á Ak- ureyri. Sagan gerist á Jótlandi. Pétur aðalsöguhetjan,er duglegur pilt- ur, sem allt í einu verður fyrir- vinna á heimili sínu og verður — með hjálp systur sinnar, sem er lítið eitt yngri — að sjá þeim og tveimur enn yngri systkinum farborða. Honum finnst það örðugt. Hann langar til að mega vera drengur og una leikjum sínum enn um stund, en skyldan knýr hann til starfa. Um tíma er það nokkr- um vafa bundið, hvort verða muni ofan á, unggæðisháttur hans, eða skylduhvötin. Átökun- um milli þessara tveggja til- finninga er lýst vel og eðlilega í bókinni. Sennilega minnast þess flestir, sem orðnir eru full- þroska, að eitthvað svipað hafi þeir lifað, um það leyti, sem lífið tók að krefja þá til starfa. Sandhóla-Pétur stenzt allar slík_ ar freistingar með karlmennsku, störfin og erfiðleikarnir þroska hann og bæta og í lýsingunni á því, hvernig það gerist, felst sá boðskapur, sem bókin hefir að flytja lesendum sínum. Þegar velja skal til þýðingar útlenda bók handa íslenzkum lesendum á bernsku- eða æsku- skeiði, þá er úr svo miklu að velja, að auðvelt er að finna góða bóka og heppilega. Þó er margs að gæta í slíku vali. Efni bókarinnar og það umhverfi, sem hún fjallar um, verður að vera sæmilega skiljanlegt vænt_ anlegum lesendum. Ýmislegt það, sem er eðlilegt og ekki að- finnsluvert í bókum fullorðinna getur orðið ógeðfellt í bókum fyrir unglinga. Má þar nefna t. d. stjórnmál, kynferðismál o. fl. Að minnsta kosti er vandi að fara svo með slík efni, að ekki verði lýti að. Valið á þessari bók hefir óefað tekizt vel. Nokkur atriði eru í henni, sem betur hefði farið á, að þýðandinn hefði lagað lítið eitt í hendi sér, svo að þau féllu betur í umhverfi og hugsunar- hátt þeirra almennt, sem hún er ætluð fyrir. Málið virðist víðast hvar vera liðugt og við þeirra hæfi, sem ætlað er að njóta bókarinnar. Sigurður Helgason. SlarfstMiii Ármanns. Aðalfundi Glímufélagsins Ár- mann er nýlokið. Stóð fundur- inn í tvö kvöld. Á fundinum gaf formaður ít- arlega skýrslu um starf félags- ins á liðna árinu. Tala félags- manna er nú rúmlega eitt þús- und.Síðastliðinn vetur stunduðu hátt á fjórða hundrað manns leikfimi á vegum félagsins o g var um helmingur þátttakend- anna kvenmenn. Pjöldi karla og kvenna tók þátt í skíðaferðum félagsins. Glímuæfingar félagsins stund- uðu um 30 manns, hnefaleika- æfingar um 20 manns, sundæf- ingar um 100 manns og æfingar í frjálsum íþróttum um 30 manns. Róðraræfingar féllu að mestu niður vegna vöntunar á skýli fyrir bátana á hentugum stað. Ármann er eina íþróttafé- lagið í Reykjavík, sem veitir tilsögn í glímu. Gamall Ármenn- ingur, Þorsteinn Einarsson, kenndi glímu í Vestmannaeyj- um síðastl. vetur og kom þaðan flokkur vaskra glímumanna á íslandsmótið og varð það því skemmtilegra og fjölbreyttara en verið hefir um langt skeið. Ármann sendi þátttakendur á öll íþróttamót, sem hér voru haldin á árinu, nema knatt- spyrnumót. Ármann sendi í vor flokk fim- leikakvenna á mót, sem haldið var í Oslo, og fékk hann lof- samlega blaðadóma. Fimleika- mót var ekki haldið hér á þessu ári. Tilkynnti ekkert félag þátt- töku nema Ármann. Ármann er nú að láta byggja stórt skýli fyrir kappróðrabáta í Nauthólsvík og er vinna við það unnin af sjálfboðaliðum. Félagið á nú tvo kappróðrabáta. Skýlið getur tekið 12—16 kapp- róðrabáta. Fer það eftir stærð þeirra. Skíðaskáli félagsins í Jósefs- dal var málaður og umbættur á ýmsan hátt á starfsárinu. Á aðalfundinum voru nokkrar breytingar gerðar á lögum fé- lagsins. í stjórn voru kosin: Jens Guð- björnsson formaður, sem gegnt hefir því starfi í 12 ár, Ólafur Þorsteinsson, Þórarinn Magnús- son og Jóhann Jóhannesson, allir endurkosnir, Sigríður Sig- urjónsdóttir, Loftur Helgason og Skúli Þorleifsson í stað þeirra Karls Gíslasonar, Kristins Hall- grímssonar og Rannveigar Þor- steinsdóttur, sem báðust undan endurkosningu. í stjórn Skíða- skálans var kosinn Ólafur Þor- steinsson, en fundurinn sam- þykkti að kjósa einn mann í þá stjórn. Hinir verða kosnir á fundi skíðamanna og skipaðir af stjórninni. veilit? UL^gí&ðií Látið börnin strax fá birtu frá hinni nýju Osram-D-ljósakúlu. Þar sem börnin leika sér, þarf góða birtu og næga; það verndar augu þeirra. Urnisjaföí Fyrir lok pessa mánaðar opnum vér drengja- fatadeíld í sambandí við saumastofu Gefjun- ar í Aðalstræti. — Þar verða saumuð föt á drengi eftir máli, úr hinum smekklegu og ó- dýru Gefjunardúkum. Saumaskapur og tillegg verður mun ódýrara, en hingað til hefír pekkst hér i borginni. Tekið á móti pöntunum í út- sölu Gefjunar í Aðalstrætí. Sími 2838. Samband ísl. samvínnufélaga Ný bókaverzlun: Bókaverzlun ísaioldarprentsmidju Austurstræti 8 var opnuð í gær. E>ar fást allar íslenzkar bækur, eldri og yngri. Ennfremur nokkurt úrval af ritföngum og pappírsvör- um fyrir skrifstofur og skóla. Samtímis komu út 6 nýjar bækur: 1. íslenzk úrvalsljóð V. (Benedikt Gröndal). Úrvalsljóðin eru þegar orðin svo vinsæl að óþarft er að mæla með þeim. 2. Neró Keísari, eftir Arthur Weigall. Þýtt hefir Magnús Magnússon ritstjóri. 3. Gegnum lystigarðinn, ný skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga. 4. Og árin líða, þrjár sögur eftir Sigurð Helgason 5. Ástalíf, eítir Pétur Sigurðsson erindreka. 6. Bombi Bitt og ég, þýtt hefir Helgi Hjörvar. — Allir ungir og gamlir muna eftir sögunní af Bombi Bitt, sem Helgi Hjörvar las í útvarpið á síðastliðnum vetri. Komið rakleitt í Bókaverzlun Ísafoldarprentsmídju Sími 4527 Austurstræti 8 Sími 4527 Biðjið ávalt um gæðakúluna heims- frægu: innan-matta. VekaUwien-Kúiuiia með á&yíyóacsíÚHfttotum, se#H lcyggíc íiiíu sicciumy&stu Sudetadeilan, og að það hefði þegar kostað 450 þús. Kínverja lífið. Manna á milli var tæpast um annað talað en Sudetadeil- una. Öll blöð, sem út komu, seldust upp á svipstundu, þótt upplagið væri miklu stærra en venjulega. Á kvöldið safnaðist fólkið í kringum útvarpið, til þess að fá síðustu fréttirnir, áð- ur en það færi að sofa. Flestir, sem um mál þetta töluðu, og ég átti viðræður við, töldu rétt- mætt, að fram færi atkvæða- greiðsla í hinum umdeildu hér- uðum, svo að íbúarnir sjálfir fengju tækifæri til þess að skera úr því, hvort þeir vildu heldur tilheyra Þýzkalandi eða Tékkoslóvakíu. Þetta virtist vera vel framkvæmanleg og réttlát lausn, enda í samræmi við Þjóðabandalagssáttmálann, um sjálfsákvörðunarrétt þjóð- anna. Allmörg svissnesk blöð héldu fram skoðun þessari. Allir virtust sammála um, að allt bæri að reyna til að fá friðsamlega lausn á deilunni. Um tíma virt- ist þessi stefna ætla að sigra. En skyndilega breyttist stefna Su- deta og Þjóðverja, og þeir komu fram með kröfuna um samein- ingu án þjóðaratkvæðis. Þá harðnaði deilan enn. Tékkar sögðu ákveðið nei, og engum virtist detta í hug, að stríð yrði umflúið. Þeir útlendingar, sem voru sem gestir í Genf, fóru nú í fullri alvöru að bollaleggja um, hvernig þeir gætu komizt heim, þegar ófriðurinn væri skollinn á. A gistihúsinu, sem ég bjó í, var fólk frá 10 þjóðum, og algeng- asta umræðuefnið var heimferð- in. Enginn fór þó af stað, af þeim ástæðum, allir vildu bíða átekta. En þá kom fregnin um, að Chamberlain ætlaði að fljúga til Þýzkalands, til fundar við Hitler, til þess að reyna að af- stýra ófriði. Það birti yfir, og all- ir lofuðu þetta tiltæki Chamber- lains. Hann óx stórum í augum almennings. En eftir viðræður þeirra Hitlers í Godesberg, syrti aftur, og öll von um friðsamlega lausn virtist úti. Meðan þessir atburðir skeðu, mundi enginn eftir ófriðnum í Kína og á Spáni, á það var ekki minnzt. Ástandið á Spáni mun þó aldrei hafa verið verra en um þetta leyti. Ég hitti Ameríku- mann, sem var nýkominn frá Spáni. Hann hafði farið þangað til þess að útbýta mat og fatnaði frá Canada. „Ástandið er svo hörmulegt, að því verður ekki með orðum lýst,“ sagði hann. „Maturinn er lélegur og af mjög skornum skammti. Verkamenn- irnir vinna erfiða vinnu í sólar- hring, oftast dauðsvangir. Á nóttunni geta þeir ekki notið svefns fyrir stöðugum loftárás- um. Um miðjar nætur verða þeir að hlaupa upp úr rúmunum til þess að forða sér og fjölskyld- unni niður í kjallara, og all- margir farast af sprengingunum á hverri nóttu. Börnin deyja unnvörpum af skorti. Sárast af öllu var að horfa upp á það, og ennþá verra verður það í vetur.“ Þetta er það ástand, sem ófrið- urinn skapar og sem allar Ev- rópuþjóðirnar eiga nú að ganga út i næstu daga, varð manni vitanlega fyrst að hugsa. Annarstaðar var stríðið rekið í kyrrþey. Blóðsúthellingarnar eru ekki eins miklar, en fórnirnar eru margar. Ég hitti í Genf austurrískan verkfræðing, frá Wien. Glæsilegan mann. Hann var fæddur og uppalinn í Wien, átti þar allt sitt skyldfólk og vini og hafði haft þar ágæta at- vinnu, en kona hans var af Gyð- ingaættum. Honum var ekki vært, og varð að flýja land með fjölskyldu sína, slyppur og snauður. Nú var hann á leið til Ástralíu og bjóst ekki við að eiga afturkvæmt til sinnar kæru Vín- arborgar. Ég fór með flugvél frá Genf til London. „Ætli Frakkar skjóti nú ekki flugvélina niður í mis- gripum? Þeir halda að þetta sé þýzk sprengjuflugvél,“ sagði kunningi minn við mig í gamni, um leið og hann kvaddi mig í Genf. Þegar ég kom til London, virtist mikill óhugur í öllum. Chamberlain var þá nýkominn frá viðræðunum við Hitler í Go- desberg, þar sem hann hafði engu getað umþokað við Hitler, sem aðeins hafði gert nýjar og meiri kröfur. Chamberlain hafði farið algera fýluför. Ófriðar- hættan færðist nær, og andúðin gegn Þjóðverjum fór vaxandi. Framh. Útbrciðið TÍMANN - Kaup og sala - Ullarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. „Ég hefi lesið þessi er- indi með áiiægju og undrun“. (Sr. Einar Sturlaugsson i „Kirk- juritinu“, síðasta Des.hefti, um „Kirkjan og kreppan". Kostar 1 kr.; 90 bls“). Nokkur refapör til sölu. (silfur- og blárefir). Uppl. Sogaveg 5, Reykjavík. Beztu kolin GEIR Símar: 1964 OEGA og 4017. Bálfarafélag Islands. Skrifstofa: Hafnarstrœti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Simi 4658. 60 Andreas Poltzer: Patricia 57 slægur eins og refur, og í þetta skipti hafði honum tekizt vel að ganga úr greipum hans. Whinstone var búinn við því versta, en honum var huggun í að frétta, að hinir tveir bófarnir hefðu náðzt. Meller hafði ekki þorað að bjarga bandamönnum sínum líka. Hann skipaði lögregluþjónunum að fara með báða fangana á Scotland Yard og gæta þeirra vel á leiðinni. Svo flýtti hann sér aftur til Patriciu. Ljósið var nú komið aftur. Hún sat á legubekknum og brosti þakklát til vernd- ara síns, þegar hann kom inn í herbergið. Það bros varð til þess, að Whinstone gleymdi sem snöggvast gremju sinni yfir því, að Meller hafði sloppið. Eiginlega ætlaði hann nú að halda reiðilestur yfir Patriciu fyrir léttúð hennar, en nú sagði hann aðeins: — Mér þykir vænt um, að þér sluppuð svona vel úr hættunni, ungfrú Holm. — Er það svo hættulegt að gifta sig? sagði hún í gamni. — Ég á bágt með að svara því, af því £(ð ég er enn á lausum kjala, svaraði hann brosandi. En svo varð hann alvar- legur á ný og bætti við: — Að minnsta kosti er Meller-Ortega síðasti maðurinn, sem ég myndi óska að þér giftust. Það varð stutt, vandræðaleg þögn. Það — Ungfrú Holm! hrópaði Whinstone. Ungfrú Holm, eruð þér hér? Hann fékk ekkert svar. Fulltrúinn varð að taka á því er hann átti til, til að stilla sig. En eitt var honum ljóst: Ef eitthvað hefði orðið að stúlkunni, skyldi hann, Whinstone, ekki linna látum fyrr en hann hefði náð tangarhaldi á Meller. Sá maður hafði unnið til gálgans, ef nokkur hafði gert það. Hann kveikti á síðustu eldspýtunni í stokknum. Fulltrúinn kom auga á ein- hverja veru, sem lá eins og dauð á mjó- um legubekk. Hann fór þangað og laut niður að henni. Honum létti er hann varð þess vísari, að hún var sofandi. Hún hafði aðeins fallið í yfirlið. Á næsta augnabliki rankaði hún við sér. Hún hljóðaði upp, er hún varð þess vör, að maður stóð yfir henni. — Þér skuluð ekki vera hrædd, það er bara ég, Whinstone, sagði hann. Patric'ia þekkti hann aftur og hún brosti, en fulltrúinn gat því miður ekki séð það í myrkrinu. Hún reyndi að standa upp. Whinstone ýtti henni hægt niður á legubekkinn aftur. — Nei, verið þér kyrr þarna fyrst um sinn, ungfrú Holm. Þér hafið gott af ofurlítilli ró, eftir allt það, sem gerzt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.