Tíminn - 25.10.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.10.1938, Blaðsíða 3
57. blað TIMBVN, langardaginm 22. okt. 1938 227 B Æ K U R Andvari, tímarit hins ís- lenzka Þjóðvinafélags 63. ár. Þetta er læsilegt rit, 96 bla5- síður að stærð og hefir að geyma sex ritgerðir. Höfundar eru: Þorsteinn heitinn Gíslason ritstjóri, Jón Gauti Jónsson, Guðmundur Friðjónsson, Pálmi Hannesson, Barði Guðmunds- son og Lodewyckx prófessor í Ástralíu, er hér var í fyrra. Grein Þorsteins Gíslasonar er um Jón Þorláksson og þá sér- staklega um þátttöku hans í landsmálum og verkfræðilegum framkvæmdum. Þeir Jón og Þorsteinn voru samflokksmenn og samstarfsmenn í landsmál- um um 20 ára skeið. Æfisagan er þó rituð hófsamlega og á- stríðulaust eins og þessa höf- undar var háttur, en um sum efni mætti þar vitanlega fleira segja en hann gerir, og verður það þó eigi talið greininni til lýta. Pálmi Hannesson segir 15 ára gamla ferðasögu úr óbyggð- um. Er það lifandi frásögn og læsileg. Grein Guðmundar Frið- jónssonar ber yfirskriftina: „Sveitakonan — móðir og amma vor allra“. Ástralski prófessor- inn gerir grein fyrir þjóðfélags- háttum í Ástralíu — og er sú ritgerð helzt til stutt til þes að koma megi að gagni. Jón Gauti Jónsson ritar um „þjóðliðið“ svonefnda, er stofn- að var í Suður-Þingeyj arsýslu árið 1884 í því skyni að gangast fyrir landsfundi á Þingvelli til að bera fram kröfur íslendinga í stjórnarskrármálinu. Var ætl- azt til þess, að „þjóðliðið" starf- aði áfram sem landsmálaflokk- ur, en úr því varð þó eigi. Kröf- ur „þjóðliðsins“ voru m. a. þess- ar: „1. Neitunarvald konungs sé takmarkað. 2. Alþingi komi saman á hverju ári. 3. Konungskosningar til Al- þingis sé afteknar. Þingmenn allir þjóðkjörnir. 4. Karlar og konur 20 ára, sem ekki eru vistráðin hjú, hafi kosningarrétt til Alþingis. 5. Sambandi ríkis og kirkju má breyta með lögum. 6. Kviðdómar í sakamálum sé uppteknir. Æðsti dómstóll í landinu". Höf. var sjálfur meðal stofn- enda þessa félagsskapar, en Pétur bróðir hans, síðar alþm. og ráðherra, var formaður.----- Síðan er nú liðin nærri hálf öld.----- Barði Guðmundsson ritar um „staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar“. Eftir þessum leiðum hyggst hann að finna ritunarstað Njálu og jafnvel ÍÞRÓTTIR Aðalfundur Ægis. Aðalfundur Sundfélagsins Æg- is var haldinn í Oddfellowhöll- inni í fyrradag.Form. var kosinn Eiríkur Magnússon í 13. sinn. Meðstjórnendur voru kosnir: Jón Pálsson, Þórður Guðmundsson, Jónas Halldórsson, Helgi Sigur- geirsson, allir endurkosnir, Haf- steinn Helgason og Einar Guð- jónsson, sem voru kosnir í stað Jóns Inga Guðmundssonar og MagnúsarB.Pálssonar, er báðust undan endurkosningu. í félagið höfðu gengið á árinu 62 manns og er meðlimatalan nú 360 manns. Félagið hefir tekið mik- inn þátt í öllum sundmótum hér á árinu, sent allt að 40 keppend- ur og hafa meðlimir þess sett 17 met og unnið öll meistara- stigin í sundi nema 4X50 m. boð- sundi, sem K. R. vann vegna þess, að sund A-liðs Ægis og Ár- manns voru dæmd ógild.Á fund- inum var mikill áhugi fyrir að koma upp skíðaskála og var kos- in nefnd til að undirbúa málið. sjálfan höfund hennar. í rit- gerðinni skortir hvorki skarp- legar athuganir né djarflegar tilgátur, en niðurstöðuna sjá þeir, sem Andvara lesa. Annara bóka Þjóðvinafélags- ins á þessu ári mun verða getið síðar hér í blaðinu. SigurSur Helgason: Og árin líða. — ísafoldarprentsmiðja 1938. Þessi bók inniheldur þrjár stuttar skáldsögur: 1. Þegar neyðin er stærst. 2. Skarfaklettur. 3. Á vegi reynsl- unnar. Um allar þessar sögur má það sameiginlegt segja, að þær bera þess vitni, hve höf- undur þeirra er mikilli athug- unargáfu gæddur. Hve næmt auga hann hefir fyrir hinu smá- vægilega, sem gerist án vitund- ar fjöldans, en verður þó oft svo stórvægilegt í lífi einstaklings- ins og hve vel höfundurinn þekkir þá staði og þau atvik, sem hann lýsir. Persónur sagn- anna eru allar vel gerðar og standa lesandanum lifandi fyrir hugarsjónum. Þetta er allt sam- an fólk, sem hann hefir um- gengizt í hinu daglega lífi. Ekki eins og hann sá það í ytra út- liti og háttum, heldur eins og það er, þegar dýpra er leitað inn til hins einstaklingslega. Les- andinn finnur, að með höfundi þessum er gott að vera, af hon- um má margt um sjálfan sig og aðra læra. Sigurður Helgason er höf- undur, sem lítið lætur yíir sér í (Framh. á 4. síðu.) ■ skipta manna á meðal um hver áramót. Eins og áður var getið, höfðu menn augastað á Agli til að standa fyrir Mjólkurbúi Flóa- manna. Var hann kosinn for- maður þess snemma árs 1931 og hefir gegnt því starfi síðan. Er þar mikil saga af, sem síðar mun færð í letur, en skemmst af að segja, hefir hann hafið þá stofn- un úr niðurlægingu, til þess að verða það mjólkurbúið, er gefur bændum jafnbeztan arð að til- tölu, enda má heita, að allir bændur hafi flutt til búsins, þeir er því hafa komið við fyrir veg- leysu sakir. Nú síðast hefir Flóa- búið og kaupfélagið keypt fast- eignir Mjólkurbús Ölvesinga í Hveragerði, eftir að það gufaði upp, sem von var að. Eru við það tengd ný viðfangsefni á komandi árum, svo mörg og merkileg, að ekki hefir þótt af veita, að allt Suðurlendið stæði þar að. Upphafsmaður alls þessa og forgöngumaður hefir Egill for- stjóri verið, og stjórnað smáu og stóru í báðum stofnununum með svo mikilli prýði, að langt þarf til að jafna. Nýtur hann þar eigi aðeins arfborinnar stjórnsemdar sinnar, heldur fyrst og fremst þess fádæma vinnufjörs, að það knýr hvern mann, sem kemst í námunda við hann, til að vinna undir drep, en það er sá mann- kostur, er mestu orkar fyrir við- gang hvers þess fyrirtækis, er margar hendur þurfa að að vinna. Og þar er að leita þess töframagns, sem lætur lánið elta hvert það verk, sem hann tekur sér fyrir hendur. Egill er manna málglaðastur og bezt skapi farinn, hreinskil- inn, þjóðlegur og ljúfur við al- þýðu manna, kallar jafnan hvern sinn og þá eigi sízt, er hann hefir þótzt þurfa að segja mönnum til syndanna. Hávaða- maður þykir hann að vísu, enda þess að vænta um mann, er ber nafn Egils Skallagrímssonar, og því hefir hann fengið gælunafn- ið „harðstjórinn í Sigtúnum“, en úr því bætir, að hann er manna sáttfúsastur og réttir hverjum manni vinarhönd, sem ekki hefir sýnt af sér beran ódrengskap. Hitt þarf engan að furða, þótt kastazt hafi í kekki milli hans og mótherja hans, svo mikill styrr sem staðið hefir um samvinnu- tækin austan fjalls, en það hygg ég, að leit muni á mönnum, er ekki viðurkenni manndóm hans og skörungsskap, og víst er um það, að Suðurlendingar kunna nú fullvel að meta fyrirmennsku hans fyrir málum þeirra. Egill er höfðinglegur ásýnd- um, mikileygur, svipmikill og þó svipgóður og bjart um hann all- an og svo auðséð, að hann er nú mestur virðingamaður með Suð- urlendingum. Heimaprúður er hann svo af ber, kvæntur dá- fagurri hefðarkonu, Kristínu, dóttur Daníels Daníelssonar, hestamannsins, en hana veit ég sitja hest kvenna bezt. En það skal haft að ályktar- orðum, að ég þekki ekki þægi- legri ósk Suðurlendingum til handa, en að þeir megi njóta Egils bæði vel og lengi. í október 1938. Magnús Torfason. M. F. A. býður yður íjórar úrvalsbækur fyrir andvírði einnar bókar, GUNNAR GUNNARSSON: SVARTFUGL . Verð kr. 8,00 AUGUST STRINDBERG: SÆLUEYJAN — — 2,50 FINN MOE: VERKLÝÐSHREYFING NÚTÍM- ANS ........................ — — 5,00 J. F. HORRABIN: LÖND OG RÍKI . — — 4,50 Allar þessar bækur, yfir 800 bls. alls, prentaðar á góðan pappír og vandaðar að öllum frágangi, fáið þér á 8 kr. — Út- fyllið eftirfarandi pöntunarseðil og sendið M. F. A., Rvík. Ég undirritaður óska að mér verði sendar bækur M. F. A„ fjórar alls, fyrir áskriftarverð, 8 krónur, auk burðargjalds. Greiðsla fylgir hér með (gegn póstkröfu). (nafn) (heimili) (póstafgreiðslustaður) MENNINGAR- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU, REYKJAVÍK. Skíðafélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður haldinn n. k. miðvikudag þann 26. október kl. 8y2 e. h. í Oddfellowhúsinu niðri. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Stjórntn. OPIMBERT r P P B O Ð verður haldið í Hafnarffrði, fimmtudaginn 3. nóvcmbcr n. k., «t> hefst kl. 11/> e. liád., hjá Hverfisgötu 33. Selt verður: Kýr, kindur, hænsni, hey, timbur, o. fl. Greiðsla við hamarshögg, |ió verður þeim, sem setja tryggingu, sem uppboðshaldari met- ur g'ilda, áður en þeir gera boð, veittur gjjald- frestur til I. apríl n. k. 2 0 S T K. PAKKINN KOSTAR K R . 1.70 Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HIJÐIR ojí SKIAX. sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAIJPFÉLAG sitt að koma þessuni vörum í verð. — SAMRAND ÍSL. SAMVIAALFÉLAGA selur AALTGRIPA- HLÐIR, HROSSHLÐIR, KÁLFSKIA'X. LAMR- SKINX og SELSKIXX til útlanda OG KALPIR ÞESSAR VÖRLR TIL SLTLXAR. - XALT- GRIPAHLÐIR, HROSSHLÐIR ojs* KÁLFSKIXA er hezt að salta, en jjera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- uiium, bæði ár lioldrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. Uppboð. Bœjarfóg’etínn í Hafnarfirði, 21. október 1938. Bergnr tJónsson Sígurður Ólason & Egill Sígurgeirsson Málflutningsskrífstofa Austurstræti 3. — Sími 1712 (3 (^rðbréfabanki (j>A.ust<jrstr. 5 sími 3652 )anKinrv .Opið u.n-nocfb-bl Annast kaup og sölu verðbréfa. Kauptu Kelvin og þi ríkur eins og Skoti. Opinbert uppboð verður haldið miðviku- daginn 26. p. mán. og hefst við Arnarhvol kl. 10 árd. Verða pá seldar eftirtaldar bif- reiðar og bífhjól: R. 42, 44, 49, 51, 69, 101,108, 123,148 163, 203, 205, 213, 260, 288, 298, 348, 368, 373, 417, 482, 500, 516, 545, 556, 572, 611, 627, 734, 748, 749, 770, 786, 810, 861, 863, 867, 872, 912, 935, 943, 950, 1098, 1225, 1278, og 1281. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík. TRÚLOFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. Leiðrétting. í minningargrein um Bjarna heitinn Runólfsson í Hólmi, er rituð var af Helga Lárussyni í Nýja dagblaðið og síðar tekin upp í Tímann 9. sept. sl. höfðu orð og línur fallið niður og rugl- azt til á nokkrum stöðum (1 Tímanum). Á 148. bls. 3. d. 1. 1. a. o. átti að standa: „tók sjaldan meira en 10 krónur fyrir dagsverkið". Á sömu bls„ sama d. 10. 1. a. o. átti að standa: „Hann átti einn- ig sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins. Þar hefir Framsókn- arflokkurinn misst einn sinn ötulasta og tápmesta liðsmann“. Niðurlag greinarinnar átti að hljóða svo: „Bjarni í Hólmi, minning þín lifir æfinlega, minning, sem sól og sumar hvílir alltaf yfir. Vertu sæll vinur“. 68 Andreas Póltzer: — Af því, að ég gat ekki aðeins séð og heyrt, heldur get ég líka hugsað rökrétt. Húsið er gamalt og þilin I því þvellþykk, svo að varla kemst nokkurt hljóð í gegn um þau, en það er öðru máli að gegna með dyrnar. Við heyrðum öll neyðaróp ungfrú Holm, en það var ómögulegt að greina úr hvaða herbergi þau komu. Svo að þér skiljið, herra fulltrúi, að ég varð æði forviða, þegar ég sá að fólkið hafði safnazt fyrir utan hjá henni. Þó að dyrn- ar væru aftur og ekkert hljóð heyrðist þaðan þá stundina. Fulltrúinn kinnkaði kolli en Sluice brosti hróðugur og hélt áfram: — Þegar við koraum inn, sat ungfrú Holm uppi í rúminu. Það leið talsverð stund þangað til hún gat sagt okkur frá gestinum ískyggilega. Meðan hitt fólkið hlustaði á frásögn ungfrú Holm, sumt vantrúað og lafhrætt, athugaði ég, hvort gluggarnir í herberginu væru vel lokaðir. Síðan flýtti ég mér að útidyrunum á í- búðinni en þær voru lokaðar líka og ör- yggiskeðjan fyrir. Svo að ef þetta var ekki draumur og hugarburður ungfrú Holm, þá hlaut draugurinn að vera í húsinu ennþá. Eins og þér vitið, fundum við engin spor eftir hann. Ég fór nú að spyrja fólkið, hvernig það vissi að það var ungfrú Jlolm, sem hafði kallað, en Patricia 65 inu mínu að innanverðu áður en ég háttaði.... — Og þegar fólkið kom, eftir að þér höfðuð kallað, þá var hurðin ekki læst? hélt Whinstone áfram. Patricia svaraði með því að kinnka kolli. Fulltrúinn stóð upp. — Viljið þér gera svo vel að sýna mér herbergið yðar, ungfrú Holm? Patricia varð fegin að frú Groy, mat- seljan, kom inn í stofuna í sömu and- ránni. Feita kerlingin sneri sér vingjarn- lega að þeim, og slóst í förina. Þau komu inn í herbergið. Það var 1 meðallagi stórt og skipað húsgögnum líkt og venja er til í flestum matsöluhús- um, en Patriciu hafði tekizt að prýða það og setja á það svip. Whinstone hélt sér af ásettu ráði við efnið. Hann leit á lykilinn og á honum voru greinileg för eftir töngina, svo að hann gekk úr skugga um, að Patriciu hafði ekki dreymt. Frú Croys ætlaði alveg að sleppa sér, þegar hann lýsti þessu yfir. Hún kjökraði og saug upp í nefið og gat ekki svarað spurningum fulltrúans að neinu gagni. Þau fóru aftur inn í stofuna og Whin- stone yfirheyrði gestina í matsölunni, sem nú höfðu safnazt í stofuna til að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.