Tíminn - 29.10.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1938, Blaðsíða 2
234 TlMlNN, langardagfim 29. okt. 1938 59. hlað Pálmi Loitsson útgerðarsftjóri: Nýj a strandferða skipið 'gíímmn Laufiardatiinn 29. oUt. Framleiðslan þari að aukast í grein, sem fjármálaráSherr- ann ritaði í júnímánuði í sum- ar og ýmsum greinum, er birzt hafa síðar hér í blaðinu, hefir verið gerð glögg grein fyrir því, að fyrsta og stærsta atriði gj aldeyrismálsins, eins og það horfir við nú, er að örfa fram- leiðsluna og auka útflutninginn. Með þeim útflutningi, sem verið hefir undanfarin ár, er ó- mögulegt að komast út úr gjaldeyriserfiðleikunum. Fram- kvæmd innflutningshaftanna er nú komin niður undir skömmt- unarmark. Og þó að lengra megi komast á þeirri leið, er það vit- anlega ekkeit frambúðarfyrir- komulag. Framkvæmdir í þess- um málum verða nú fyrst og fremst að miða að því að auka þá framleiðslu, sem um munar. Það verður að draga saman þann vöxt iðnaðarins, sem í- þyngir gjaldeyrisverzluninni vegna vélakaupa og leggja allt kapp á aukningu útgerðarinnar til þorskveiða. Undanfarið hafa menn kviðið því, að þorskurinn seldist ekki, en nú eru allar birgðir seldar og útlit fyrir að hægt hefði verið að selja mun meira. Viðhorfið er að þessu leyti breytt. Það þarf að auka framleiðsl- una þannig, að árangur sjáist í gj aldeyrisverzlun næsta árs. Framtíðarráðstafanir, sem hafa í för með sér mikinn stofnkostn- að, geta verið góðar, en þær í- þyngj a gj aldeyrisverzlunínni í bili og úr þeim verður að draga hiklaust. Aflabrestur undanfarinna ára hefir stafað sumpart af því, hve fiskimagn á miðunum hefir ver- ið lítið, en einnig af hinu, að mikill hluti fiskveiðaflotans stundar ekki fiskveiðar að neinu ráði nema síldveiðitímann, þ. e. 2—3 mánuði á ári. Þannig mun vera ástatt um 17 gufuskip og 35 mótorskip 35 smál. og þar yfir, árið sem er að líða. Þar við bætist, að úthalds- tími flestra þeirra skipa og margra þeirra báta, sem þorsk- veiðar hafa stundað, hefir orðið styttri og styttri undanfarin ár. Aukin fiskgengd mundi senni- lega breyta þessu til batnaðar að verulegu leyti. En það þarf að hafa vakandi auga á því, hvar við erum staddir í þessum efnum og hvernig fiskiflotinn notast, enda mun ríkisstjórnin hafa gert ráðstafanir til þess að það atriði verði gaumgæfilega rannsakað. Allt bendir til þess að aukinn þorskafli mundi hafa mjög þýð- ingarmikil áhrif á gjaldeyris- verzlunina til bóta. í því sam- bandi er fróðlegt að benda á, að árið 1936 voru aðeins „aukaaf- urðir“ þorskveiðanna, lýsi, fiski- mjöl, hrogn, sundmagi o. s. frv., selt úr landi fyrir tæpar 5 millj. króna og árið 1937 fyrir tæpar 6 milljónir króna og náði þó aflamagn þessara ára ekki helmingi af meðalafla undan- farinna ára. Aukningin á út- flutningi „aukaafurðanna" einna, ef þorskveiðar væri stundaðar af kappi í meðalafla- ári, mundi því hafa stórkostleg áhrif — hvað þá ef athuguð er aukningin á heildarverðmæti til útflutnings. Það er óhugsandi að þjóðin geti byggt viðskipti sín til frambúðar að langmestu leyti á síldveiðum einum, sem reknar eru 2—3 mánuði ársins, og gjaldeyrisvandræðum verður ekki afstýrt til frambúðar nema með því móti að framleiðslan aukist frá því sem nú er. Jafnframt verða menn að gera sér ljóst, að þótt fram- leiðsla aukist að mun, er engu að síður þörf strangra inn- flutningshafta. Það sýnir reynsla undanfarinna ára og vafalaust verða menn enn að herða að sér um nokkurt tíma- bil. Á góðu árunum bjuggu íslend- ingar við óhagstæðan verzlun- arjöfnuð og fluttu inn lánsfé. Á erfiðu árunum síðustu hef- ir náðst hagstæður verzlunar- jöfnuður, en ekki svo hagstæð- ur, að afborganir föstu lán- Undanfarna daga hefir Mbl. gagnrýnt nokkuð þá ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að láta byggja nýtt strandferðaskip í stað „Esju“. Hafa þar komið fram ýmsar tillögur um, hvernig betur mætti fara. Virðist nýja skipið álitið óþarft með öllu, og það aðallega rökstutt með tvennu. í fyrsta lagi, að nýja skipið muni skaða Eimskipafé- lagið og í öðru lagi að hentara muni að annast strandferðirnar með flugvélum en skipum. Samgönguþörfin. Það verður varla um það deiit, að eitt af aðalskilyrðunum fyr- ir lífvænlegri afkomu manna á þessu strjálbýla landi er, að samgöngurnar séu í sem beztu lagi. Framleiðandinn getur oft á tíðum ekki beðið lengi eftir því að koma framleiðslu sinni á markað. Sama máli er að gegna um innkaupin. Þau verða eins og nú háttar, að gerast eftir hendinni að heita má. Hafa þessar kröfur tímanna aukizt mjög á undanförnum árum, eins og sést meðal annars á því, hve þörfin fyrir strandferðir hefir aukizt síðan Esja var keypt 1923. Esja hafði þá um 600 viðkomur á ströndinni árlega, og virtist það nægja til að byrja með. En brátt fór þörfin fyrir strand- ferðir að aukast svo mjög, að Esja gat ekki annað þessu ein. Var þá e.s. Súðin keypt og bætti það stórlega úr. Voru viðkomur strandferðaskipanna t. d. s. 1. ár, 1250 og hafa þannig aukizt um rúmlega helming síðan Esj- an var keypt. Eigi að síður vant- ar mikið á að strandferðirnar séu í því lagi, sem æskilegt væri. Enda þótt vitað sé, að bílarnir hafa á síðustu árum bætt mjög samgöngurnar að því, er far- þegaflutningi viðkemur yfir sumarmánuðina, hefir flutn- ingaþörfin aukizt svo mikið, að strandferðaskipin, þótt tvö séu, hafa ekki undan vor og haust. Sérstaklega er erfitt að full- nægja fólksflutningaþörfinni eftir að bílar hætta ferðum á haustin. Bílarnir sköpuðu það ástand í þessum málum, að stórkostleg þörf varð fyrir betra og stærra farþegaskip en Esju í strand- ferðirnar frá því bílar hættu á anna hafi greiðst án þess að skuldir hafi myndazt á móti. í því liggja gjaldeyriserfiðleik- arnir. Það þarf enn ný átök í þess- um málum til þess að lækka innflutninginn, en affallega til þess aff auka útflutninginn og framleiffsluna. Höfundur þessarar greinar, Olav Oksvik, er norskur stór- þingsmaffur úr flokki jafnaff- armanna. Árin 1927—31 var hann ritari Verkamanna- flokksins. Greinin kom út í norsku tímariti á þessu ári og birtist hér í Iauslegri þýffingu. Máliff, sem um er rætt, mætti vekja athygli, ekki sízt vegna þess, aff því hefir áffur veriff hreyft hér á landi. Og margt af því, sem Olav Oksvik segir um framtíffarverkefni Norff- manna, á ekki síffur viff um framtíffarverkefni vor íslend- inga. Flestir, sem þetta lesa, byrja sennilega að velta vöngum út af fyrirsögninni. Og til þess að gera hugsun þá, er í henni felst, aðgengilegri, hefi ég í raun og veru búið til tvær fyrirsagnir um sama efnið, enda þótt það, sem í þeim felst, þurfi ekki að fara alveg saman. Þegar ég nú vek máls á þessu viðfangsefni, er það ekki aðeins vegna þess, að gaman sé að velta því fyrir sér, heldur er það sannfæring mín, að norska þjóðin verði að taka afstöðu til þess innan til- tölulega fárra ára. haustin og þar til þeir byrjuðu á vorin. En yfir sumarmánuðina var meiri þörf fyrir flutninga- en farþegaskip. Esja gat ekki tekið neinn flutning að ráði og var þess vegna ekki nothæf í strandferðir að sumrinu. Var því um tvennt að velja, að láta skip- ið liggja og afskrá skipverjana eða að útvega því verkefni við þess hæfi. Er svo hinsvegar voru athugaðir hinir miklu möguleikar landsins, sem ferða- mannalands, og hvað nágranna- þjóðirnar gerðu mikið til að ná ferðamönnum til sín, en hingað mikil vöntun á farkosti, var í það ráðizt að láta Esju sigla milli Reykjavíkur og Glasgow yfir sumarmánuðina. En brátt sýndi það sig, að Esja var ónóg í Glasgow-ferðrnar. Og um langt skeið hafði hún verið ónóg í vetrarstrandferðirnar. Að þessu athuguðu og ýmsu fleiru, var ákveðið að selja Esju og byggja nýtt skip, er gæti full- nægt því verkefni, er henni hafði verið ætlað, og þá fyrst og fremst strandferðunum. Á síðastl. ári fluttu strand- ferðaskipin um 15 þús. smálestir af vörum og um 9500 farþega. Enda þótt bílarnir, eins og áð- ur er sagt, taki mikið af farþega- flutningunum, þá ætti það að vera sæmilega ljóst af þessum tölum, að framleiðsla og verzlun í landinu mundi bíða mikinn hnekki, og almenningur í stór- um hlutum landsins verða fyrir alvarlegum óþægindum, ef ekki kæmi annað strandferðaskip í stað Esju. Strandferðaskipiff nýja og Eimskipafélag íslands. Hvernig hið nýja strandferða- skip getur skaðað Eimskipafé- lagið er mér næsta óskiljanlegt. Mig furðar jafnvel á því, að Eimskipafélagið skuli ekki hafa leiðrétt misskilning þeirra, sem þessa skoðun virðast hafa. Þvert á móti má færa sterkar líkur fyrir því að koma hins nýja skips muni verða til hag- ræðis fyrir Eimskipafélagið. í fyrsta lagi hefir Skipaútgerð ríkisins aldrei starfað á sam- keppnisgrundvelli gagnvartEim_ skipafélaginu, heldur hefir ætíð þar á milli verið hin bezta sam- vinna og engar líkur til fyrir, að það breytist í framtíðinni. í öðru lagi er það vitað, að Eimskipafélagið telur sig tapa hundruðum þúsunda árlega á strandferðum skipa sinna. Við komu fullkomins strandferða- skips, hlýtur strandferðasnatt Eimskipafélagsins að minnka og félagið þannig að hagnast á komu hins nýja skips. Margir munu ef til vill segja, að þegnskylduvinnufyrirkomu- lagið eigi heima í einræðisríkj - umim, og að kosturinn við lýð- ræðið sé einmitt sá, að þegnar þeirra eigi að geta sloppið við meira og minna af þeim óþæg- indum, sem einræðisríkin láta sér lynda, viljandi eða óviljandi. Og meginmunurinn á einræði og lýðræði sé, að einræðið þýði kúgun en lýðræðið frelsi. En hér kemur fleira til. Ef þessi tvennskonar þjóðfélög, einræð- isríkin og lýðræðisríkin, væru sitt á hverjum heimsenda og hefðu lítið saman að sælda, myndi margt verða einfaldara í þessum efnum. En nú er það svo, að þessi tvennskonar þjóð- félög starfa hlið við hlið, og þó ekki sé hægt að segja, að sam- búð þeirra sé sérlega innileg, en hinsvegar um samkeppni á milli þeirra að ræða í ríkum mæli, þá er óhjákvæmilegt að taka ýms tillit og gera ýmsar ráð- stafanir, sem menn áður hafa hliðrað sér hjá, bæði vegna skoðana sinna og af „praktisk- um“ ástæðum. Og þetta á fyrst og fremst við um lýðræðisríkin. Að gengið skuli hafa verið fram- hjá málum eins og þegnskyldu- Ef einhverjum skyldi detta í hug að Glasgow-ferðirnar tækju farþega frá Eimskipafélaginu, þá má bara benda á reynsluna í því efni. Síðan Esja hóf ferðir til Glasgow hafa farþegaflutn- ingar með skipum Eimskipafé- lagsins aukizt stórlega, og nú s. i: sumur var eftirspurnin miklu meiri en svo að skipin gætu fullnægt henni. Síðastl. sumar var ástandið í þessum málum þannig, að ekki var hægt að komast hingað til lands, öll skip upptekin mánuð- um fyrirfram. Hinsvegar nauð- synlegt að auka og skapa mögu- leika fyrir komu ferðafólks til landsins. Tveir möguleikar lágu fyrir til að bæta lítilsháttar úr farkostsleysinu. Annar sá, sem Eimskipafélagið hafði hug á, að byggja skip fyrir um 200 farþ. og taka á sig reksturstap, sem áætlað var að yrði um hálf millj. króna á ári. Hinn var sá, að fá skip fyrir um 150 farþega, sem gæti komið í stað Esju, bætt úr bráðustu þörfinni fyrir farkost frá útlöndum yfir sumarmánuð- ina og fullnægt strandferða- þörfinni hinn tíma ársins. Hér við bættist svo, að allar líkur bentu til þess, að hið nýja strandferðaskip gæti staðið und_ ir sér sjálft fjárhagslega með sama framlagi og veitt hefir ver- ið til reksturs Esju. Getur nokkrum blandast hug- ur um, hvora leiðina átti að fara, ef ekki voru báðar færar? Hinsvegar skal það fúslega viðurkennt, að það er full þörf á að Eimskipafélagið eignist nýtt skip. Væri óskandi, að það gæti orðið sem allra fyrst. En það skip má ekki vera þannig, að fyrirsjáanlegt sé stórtap árlega á rekstri þess. Flugvélastrandferffir. Þrjár voru þær víst, flugvél- arnar, sem ætlað er að taka ó- makið af strandferðaskipunum og flytja 9500 farþega og hálft annað hundrað smál. af pósti að viðbættum um 50 kg. á hvern farþega í farþegaflutning. Hvern ig rekstiir þessara flugvéla er hugsaður veit ég ekki. En ég hika ekki við að fullyrða, að það er óhugsandi að fullnægja flutningaþörfinni hér við land með 3 flugvélum. Hinsvegar ef- ast ég ekki um, að með tíman- um verði hægt að létta undir með flugvélum. En til þess að hægt sé að tala um það í alvöru, þarf mikinn undirbúning, þar á meöal rannsókn á veðurfarinu um nokkurra ára skeið, flug- velli og fleira. Annars virðist viðhorfið í þess- um málum erlendis ekki vera þannig, að hægt sé að búast við, að flugvélar verði fyrst um sinn almennt notaðar hér á ís- landi í staðinn fyrir önnur far- artæki. Tökum t. d. leiðina milli Oslo og Kaupmannahafnar. Þar vinnunni hér ‘í Noregi, er aðal- lega af þvi, að bæði blöð verka- manna og mestur hluti hinna borgaralegu blaða hafa haft horn í síðu einræðisríkjanna og öllu þeirra athæfi. Allur þorri þessarar þjóðar er eflaust mótfallin starfsaðferðum ein- ræðisstjórnanna yfirleitt, og lýðræðið er vitanlega ólíkt við- 1 kunnanlegri tegund baráttunn- ar um valdið. Hitt má þá jafn- framt viðurkenna, að í lýðræð- isríkjunum tefjast framkvæmd- ir oft vegna málskrafs og ráða- gerða, þar sem einræðisríkin ganga beint til verks og ná þýðingarmiklum árangri. Ég held, að tími sé til þess kominn — og þá fyrst og fremst vegna lýðræðisins sjálfs — að menn endurmeti að nokkru þann árnagur, sem náðst hefir á síðustu árum, ekki aðeins í Rússlandi heldur einnig í ftalíu og Þýzkalandi. Því fyrr sem lýð- ræðisþjóðunum lærist að líta hleypidómalaust á þá nýstár- legu — og ég get gjarnan bætt við ógeðfelldu hluti, sem fyrir koma í þessum löndum, þeim mun fyrr er hægt að komast að niðurstöðu, sem með tímanum má læra af og nota í okkar þjóð- félagi. Ég hafði ekki hugsað mér að taka fyrir í þessarri grein allt viðfangsefnið fámennis- stjórn, gegn því elskulega þjóð- stjórnarformi, sem við þekkjum hér á landi. Það er ekki einu sinni tilgangur minn að ræða til hlítar hvað hægt væri að gera við okkar ónotaða vinnu- afl, ef við færum að dæmi ein- ræðisríkjanna. Mér er það full- hafa í mörg ár verið reknar flugferðir og aðstæður allar hin- ar beztu fyrir flug, mörgum sinnum betri en hér á íslandi. En samt hefir flugvélunum ekki tekizt að útrýma skipum, því að eins og kunnugt er, hefir verið smíðað nýtt skip, ’Kronprins Olaf', sem tekur um 500 far- þega, til að halda uppi ferðum milli nefndra staöa. Þetta skip hefði verið óþarft, og ekki byggt, ef reynslan hefði dæmt flugið eins ákjósanlegt til flutninga og sumir vilja vera láta. Enda sýndi það sig, að alstaðar, þar sem ég spurði um flugferðir erlendis í sumar, væru þær um helmingi dýrari en ferðir með öðrum far- artækjum. Ef flugið væri komið svo langt á veg, að hægt væri með því að fullnægja flutningaþörf- inni hér innanlands, þá væri líka sjálfsagt fyrir Eimskipafé- lagið að hætta við að kaupa nýtt farþegaskip, því að óhætt er að fullyrða, að skilyrðin eru að mörgu leyti miklu betri til að annast farþegaflutninginn milli íslands og nágrannalandanna heldur en hér innan lands. Þess er að vænta, að flug eigi framtíð hér á landi. En það verður ekki flýtt fyrir því með því að ætla því ótímabær við- fangsefni. Pálmi Loftsson. Líst og lístsýníng Það er nokkuð algengt, að fólk kemur á málverkasýningu og gengur viðstöðulítið fram- hjá myndunum, auðvitað oftast af því, að þær hafa ekki fallið áhorfendunum í geð. Það er tilgangslaust að sækja málverkasýningu án þess að gefa sér tíma til að skoða vel myndirnar. Því það má enginn svíkja sjálfan sig á því að halda að hann hafi séð allt, er felst í mynd, er listamaðurinn hef- ir verið vikur og jafnvel mánuði að skapa, á nokkrum mínútum. Og það er einmitt oftast erfið- ast að skilja til hlítar beztu listaverkin, þau verk er færa manni eitthvað nýtt umhugs- unarefni, eitthvað er setur hug- myndaflugið i hreyfingu, eitt- hvað lærdómsríkt og þroskandi. Þeir fara jafn fátækir og þeir komu. Hafa enga ánægju fund- ið, engu nýju kynnzt, ekkert þroskazt. En finni maður fegurðina í verkunum, þá hefir sjóndeildar- hringurinn víkkað og listaverk- ið hefir náð takmarki sínu. Þessa undanfarna daga hafa Reykvíkingar átt kost á að sjá málverkasýningu, er þetta, sem hér hefir verið sagt, á fyllilega við um. Málverk Þorvaldar Skúlasonar eru með þeim hætti, að menn fá ekki notið þeirra við fyrstu sýn, myndir hans koma komlega ljóst, að eigi að venja sjúkling á að taka inn bragð- vond meðöl, þá verður — a. m. k. fyrst í stað — að gefa honum þau í smáskömmtum, en síðan breytir vaninn smekknum. Það er hægt að stækka skammtinn, og með tímanum þykir okkur það gott, sem áður þótti vont. i Það er þó alveg óvéfengjan- legt, að einræðisríkin hafa, vegna stórkostlegra fórna af hendi almennings, og efalaust með ofbeldi, náð vinnuafköst- um, sem vandkvæðum væri bundið fyrir lýðræðisríkin að, ná, ekki sízt vegna þess, að það er þeim fjárhagslegt ofurefli, þ. e. a. s. það fer yfir þau takmörk, sem skattgreiðendunum, bæði beinna og óbeinna skatta, er ijúft að gjalda. Ef litið er á þau þjóðfélagsverkefni, sem óleyst eru hér á landi, kemur það í ljós, að með nútímahraða þró- unarinnar — og allir hljóta að viðurkenna að sá hraði hefir aukizt verulega síðan um síð- ustu stjórnarskipti — mundi líða mannsaldrar áður en hin mest aðkallandi verkefni yrðu leyst. Ef litið er á hin stóru al- mennu viðfangsefni, eins og t. d. vegagerð, jarðyrkju, vatns- virkjun, skógrækt, vita- og hafnarbyggingar, svo að nefnd séu nokkur þau þýðingarmestu, þá liggja fyrir óskir, sem með núverandi hraða mundi taka margar kynslóðir að uppfylla. Það mun taka 50—100 ár að leysa flest þessara stóru verk- efna, enda þótt allar kostnaðar- áætlanir stæðust, en á það er tæpast að treysta til langframa. S_ XT- !F_ Félag ungra Framsóknarmanna í austurhluta Norffur- Þingeyjarsýslu. Nýlega hefir verið stofnað fé- lag ungra Framsóknarmanna fyrir austursveitir Norður-Þing- eyjarsýslu, Þistilfjörð og Langa- nes. Stofnendur félagsins voru 34. í félagsstjórninni eru Þórarinn Ólafsson í Laxárdal (formaður), Gunnlaugur Sigurðsson á Grund (ritari) og Ágúst Steinsson í Þórshöfn (gjaldkeri). Félag ungra Framsóknarmanna á Siglufirði hefir haldið tvo fundi í haust og var annar þeirra aðalfundur. Stjórn fé- lagsins skipa nú Þorsteinn Hannesson (formaður), Snorri Friðleifsson og Garðar Guð- mundsson. — Félagsmenn eru rúmlega tuttugu. Tíffindi frá stofnþingi S. U. F. hafa nú verið send til félaga og stuðningsmanna þess víðsvegar um allt land. Birtast þar m. a. ræður þær, sem ráð- herrar flokksins fluttu á þing- inu. Gefa þær glöggt yfirlit um meginstefnu flokksins og við- horf hans til þeirra mála, sem nú þykja mestu skipta og þurfa skjótastrar úrlausnar. Þing- tíðindin eru því mjög hentug fyrir þá, sem ekki þekkja vel til stefnu flokksins, en vilja kynnast henni. Eru það því vin- samleg tilmæli til þein’a, sem hafa fengið þingtíðindin send, að þeir láti slíka menn og aðra þá, sem kynnast vilja stefnu flokksins, fá þau til aflestrar. fyrst flatt upp á mann og það er ekki fyrr en eftir nákvæma skoðun, að manni verður ljóst, hvað í þeim er fólgið. Þegar maður athugar myndir hans, verður manni ljóst, að hann gengur út frá því efni, er hann vinnur með, þ. e. litum. Hann byggir upp myndir sínar á nokkuð óvenjulegan hátt bæði, hvað liti og form snertir; hefir djörfung og kjark til að fara sínar eigin leiðir eins og eðli- legast er góðum listamanni. — Hver mynd hans er heimur út af fyrir sig. Þær hafa sitt eigið lögmál og það er allt annað en lögmál náttúrunnar. Mikil list verður aðeins sköpuð á þessum grundvelli. Allt annað er eftirlíking og lítils virði sem list, þótt tekið sé eftir fallegum og stórfenglegum fyrirmyndum. Sýningu Þ. S. verður lokað eftir nokkra daga, svo það er hver síðastur fyrir þá listunn- endur, er ekki hafa enn séð málverk hans að koma og skoða þau. Ágúst Pálsson. Þess vegna hljóta menn að leggja fyrir sig þá spurningu, hvort það væri ekki einnig hægt að notfæra sér vinnuorku þjóð- arinnar með öðrum hætti en viðgengizt hefir til þessa. Það ætti, svo framarlega sem líta ber á landið sem sameiginlegt heimili og okkar lýðræðisþjóð- skipulag sem dýrmætan fjár- sjóð, að vera hægt að krefjast þess af hverjum fulltíða og starfshæfum manni, að hann helgaði uppbyggingu þjóðfélags síns nokkrum hluta af starfs- kröftum sínum, án annars end- urgjalds en fæðis og húsnæðis. Líklegt er,að fram komi sú at- hugasemd, að þetta sé að færa landvarnarskylduna, sem nú er eingöngu bundin við hernaðar- legan tilgang, í allt annað bún- ing — já, er nokkuð við það að athuga? Þegar nú allir aðilar eru á einu máli um það, að mönnum beri að berjast í þágu landsins, þá gæti það vart talizt ósanngjarnt að gera ráð fyrir, að menn yröu jafnframt einhuga um að vinna nytsöm störf í þágu landsins. Og sé þannig litið á málið, ættu menn að geta séð, að þegn- skylduvinnan væri ekki annað en áframhald af varnarskyld- unni, en í miklu betra samræmi við nútímann. Ég hygg, að ekki væri rétt að kalla þá til þegn- skyldustarfa, sem komnir eru af léttasta skeiði, það væri að berjast við náttúrulögmálið, og náttúrulögmálunum ber ég virð- ingu fyrir. Hinir ungu eiga að hefja starfið. Ef gert er ráð fyrir, að landvarnaskyldan væri QLAV OKISAmC: Þegnskylduvínna - eða land- varnarskylda án herþjónustu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.