Tíminn - 10.11.1938, Page 4
256
Tjmgnv, fimmtndagimi 10. ítóv. 1938
64. blað
Boris Búlgariukonungur er 44
ára gamall og hefir verið kon-
ungur síðan 1918.
Hann er mjög vinsœll meðal
þegna sinna og er tvimœlalaust
áhrifamesti maður landsins, þó
slíkt sé óalgengt með konunga
nú á dögum. Valda því vinsœldir
hans og stjórnmálahœfileikar.
Hann er mjög vel menntur og
talar og les fjögur erlend tungu-
mál, ensku, frönsku, ítölsku
og þýzku.
Boris konungur gengur iðu-
lega aleinn um götur höfuðborg-
arinnar eða ferðast um landið
í bifreið með fáa fylgdarmenn.
Á þessum gönguferðum sínum
og ferðalögum spjallar hann um
daginn og veginn við marga þá,
sem verða á vegi hans, og er sagt,
að hann muni fleiri nöfn og
þekki fleiri andlit en nokkur
annar landi hans. Yfirleitt er
framkoma hans mjög alþýðleg
og á það mikinn þátt í vinsœld-
um hans.
Boris er orðlagður fyrir blóma-
rœkt sína og áhuga fyrir öllu,
sem viðkemur járnbrautum.
Hann fékk réttindi sem lestar-
stjóri fyrir 25 árum síðan, og er
það því síður en svo óverðskuld-
að, að landssamband búlgarskra
járnbrautarstjóra hefir gert
hann að heiðursfélaga sínum.
Boris kvœntist ítalskri prins-
essu fyrir allmörgum árum
síðan.
Á heimssýningunni í New
York verða sýndar ýmsar nýjar
uppfyndingar. Ein þeirra er
fólgin í því, að lœkna ölvaða
menn. Er höfuð sjúklinganna
látið i sérstakt áhald, og er það
andrúmsloftið og loftþrýsting-
urinn þar, sem eyðir áhrifum
ölvunarinnar á skömmum tima.
Um 40 slík áhöld verða höfð á
sýningunni, því að gert er ráð
fyrir að þurfa að nota þau meira
en til sýnis.
Silkispjara sólin rara,
sin með ber augu,
hún er að fara að fara að fara
að fá sér gleraugu.
Káinn.
ÚR BÆHTUM
Skíffaferðir.
Dágott skíðafæri er nú komið upp
til fjalla hér suðvestanlands. í gær fóru
allmargir menn upp á Hellisheiði á
vegum Skíðafélagsins. Fengu þeir
indælis veður og létu vel af skíðafær-
inu. Um síðastliðna helgi höfðu einnig
nokkrir menn farið á skíði. Nú hefir
Skíðafélagið ákveðið að láta bíl fara
daglega með skíðafólk upp að skála
sínum, ef góðviðrið helzt. A bíllinn að
fara frá Austurvelli kl. 10 árdegis.
Leikfélag Reykjavíkur
heldur í kvöld kl. 8 frumsýningu á
leiknum Návígi, eftir W. A. Somin.
Börn fá ekki aðgang að sýningunni.
Leikendur eru aðeins tveir, Soffía Guð-
laugsdóttir og Indriði Waage
Reykjavíkurstúkan
heldur fund föstudaginn 11. þ. m.
kl. 9 síðdegis. Fundarefni: Sitt af
hverju.
Listasafn Einars Jónssonar
verður lokað þar til eftir nýár.
Guðrún Guðbrandsdóttir
frá Ólafsvik, sem varð fyrir bílslysinu
síðastl. laugardagskvöld og skýrt var
frá í þriðjudagsblaðinu, lézt í gær á
Landsspítalanum. Hún kom aldrei til
meðvitundar eftir að hún varð fyrir
slysinu.
Gangleri.
Samkvæmt auglýsingu í blaðinu í
dag, geta þeir, sem óska að verða á-
skrifendur að Ganglera, tímariti Guð-
spekifélagsins, fengið eldri árganga
þess ókeypis.
Gestir í bænum.
Jóhann Albertsson, bóndi í Klukku-
felli í Reykhólasveit. Sigurður Krist-
jánsson bóndi í Kollabúðum í Reyk-
hólasveit, Jón Magnússon bóndi á Sig-
mundarstöðum í Þverárhlíð. Einar Þor-
steinsson bóndi á Bjarmalandi í Hörðu-
dal. Markús Torfason bóndi í Ólafsdal.
Bergur Þórmundsson frá Bæ í Borgar-
firði. Eggert Ólafsson í Laxárdal í
Þistilfirði.
Erlendar fréttír
(Framhald af 1. síðu.)
Kína nýlega rætt við Chiang Kai
Shek. Fundarstaðnum var haldið
leyndum, en sennilegt er að
Bretar vilji fá Chiang Kai Shek
til að láta undan Japönum og
semja frið, þar sem þeir óttast
orðið mjög um hagsmuni sína
í Kína, ef styrjöldin heldur á-
fram.
Pólskur Gyðingur skaut nýlega
á þýzkan starfsmann í sendiráði
Þjóðverja í París og særði hann
til ólífis. Hafa þýzk blöð lýst
því yfir, að þessi árás muni hafa
hinar alvarlegustu afleiðingar
fyrir Gyðinga í Þýzkalandi og
hafa Gyðingaofsóknir aukizt þar
síðan þessi atburður gerðist.
Ódýrastir í bænum
Kringlur og skonrok, ef tekið er minnst 5 kg. í einu, 90 aura
pr. kíló. — Verulega þurrt og gott brauð.
Tvíbökur, smáar, velþurrkaðar, á aðeins kr. 2.00 pr. kíló.
Ódýrara í stærri kaupum.
Pantanir afgr. út um allt land gegn póstkröfu.
SVEINAB AKARÍIÐ
Sími 3727.
Frakkastig 14, Reykjavík.
Bcztu þakkir til allra, sem sýndu vin-
semd við andlát og útför Jóruunar syst-
ur minnar.
Bjarni Bjarnason.
Auglýsieg
um hunda hr eí nsun.
Hundahreinsun fer fram hjá hreinsunarmanni
Guðmundi Guðmundssyni, Rauðarárstíg 13, n.k. föstu-
dag, og ber öllum hundaeigendum í umdæminu að
skila hundurn sínum þangað fyrir hádegi þann dag
að viðlagðri ábyrgð samkvæmt lögum. Rétt er að
láta hundana svelta í sólarhring, áður en þeir eru
færðir til hreinsunar.
Heilbrígðisneíndín.
Litla bókiu mín.--Bækur yngstu barnanna.
Nr. 4. Töfrasleffinn og Bangsi
málar dagstofuna sína.
Sleðinn þaut áfram.
Nr. 6. Labbi Hvíta-skott
og Leit að örkinni hans Nóa.
Er gaman að vera héri?
Nr. 5. Lítill Kútur
og gestir hans.
Herra Froskur smurði kökuna.
Nr. 7. Stubbur missir skottiff.
„Berðu þrjú högg í borðið.“ —
Við fyrsta höggið kom diskur
— hviss!
V'crð hverrar bókar 50 anrar.
Hljóðfæraverkstæði
Pálmars Isólfssonar,
Sími 4926. Óffinsg. 8.
Allar viðgerðir á píanoum
og orgelum.
Framleiðir ný píanó.
Kaupir og selur notuð hljóðfæri.
94
Andreas Poltzer:
Patricia
95
LnSSiinuivíUK
,Aávígiw
Sjónleikur í 3 þáttum, eftir
W. A. SOMIN.
Frumsýning í kvöld
kl. 8.
ttimtttnttGAMLA
GOTT LMD
Hin marg-eftirspurða
Metra Goldwyn Mayer
kvikmynd af hinni heims-
frægu skáldsögu
PEARL S. BUCK
Aðalhlutverkin tvö, O-
lan og Wang Lung, leika:
LOUISE RAINER og
PAUL MUNI.
Sýnd kl. 9.
Affgöngum. frá kl. 1.
nýja Bíóttnttttttttttttn
CHARLIF CHAN
í MONTE CARLO
Bráðskemmtileg og spennandi
amerísk lögreglumynd frá Fox,
um nýjustu afrek hins slynga
lögreglumanns, Cliarlie Chan.
Aðalhlutverkin leika:
Warner Oland
Keye Luke,
Virginia Field o. fl.
Aukamyndir:
Talmyndafréttir frá Fox
og frá Marokkó.
Börn fá ekki aðgang.
nnttttt!
Sleðaferðír barna
Eftírtaldir staðir eru leyfðir fyrir
sleðaferðir barna.
Austurbær:
1. Arnarhóll.
2. Torgið fyrir vestan Bjarnaborg milli Hverf-
isgötu og Lindargötu.
3. Afleggjarinn af Barónsstíg sunnan við
Sundhöllina.
4. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu.
5. Egilsgata frá Barónsstíg að Hringbraut.
6. Bjargarstígur milli Óðinsgötu og Bergstaða-
strætis.
Vestnrbær:
1. Biskupsstofutún, norðurhluti.
2. Vesturgata frá Seljavegi að Hringbraut.
3. Bráðræðistún, sunnan við Grandaveg.
Bifreiðaumferð um þessar götur
jjafnframt bönnuð.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 9. nóv. 1938.
Jónatan Hallvardsson
settur.
„GANGLER 1“
Tímarit um guöspeki og andleg mál. Útgefandi: íslandsdeild
Guðspekifélagsins. Ritstjóri Grétar Fells. Kemur út tvisvar á ári.
Verð árg., 10—12 arkir, 5 kr. Nýir kaupendur að yfirstandandi árg.,
sem senda andvirðið (kr. 5,00) með pöntun,
fá tvo síðustu árg., í kaupbæti, svo lengi sem upplagið endist. —
Duglegir útsölumenn óskast sem víðast á landinu. Sölulaun 20%.
Kynnist hinni merkilegu lífs- og heimspekistefnu Guðspekinnar
með því að kaupa Ganglera og lesa. Skrifið til afgreiðslumanns-
ins: Guðbrandar Guðjónssonar, Hverfisgötu 104 C, Rvík„ sem gef-
ur allar nánari upplýsingar um ritð.
GÍSLI SIGURÐSSON.
EFTIRHERMVR
í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.
Samtiðarmenn í spéspeglí — G I S L A.
Hr. Tage Möller aðstoðar.
Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
— Við megum ekki trufla yður, herra.
Við kveðjum yður hérna.
Þessi orð virtust koma fulltrúanum
vel. Hann afsakaði sig og kvaddi í flýti
og skálmaði burt. Patricia og Violet sáu,
að hann flýtti sér í humátt eftir stúlk-
unni prúðbúnu, sem hvarf í áttina til
Regent Street.
— Þessi ungi maður kann illa manna-
siði, sagði Violet og svipur hennar var
eins og á móðgaðri drottningu.
Patricia svaraði engu, en í hjarta. sínu
var hún sannfærð um, að Violet dæmdi
Whinstone allt of vægt. Hann hafði
fyrirgert sér í hennar augum, um aldur
og æfi.
Meðan ungu stúlkurnar voru að for-
dæma fulltrúann hélt hann áfram á eft_
ir ókunnu stúíkunni. Hún fór ekki langt.
Hún sveigði inn í Jermyn Street og stað-
næmdist þar fyrir utan hús. Nú vissi
Whinstone hversvegna hún hafði stigið
út úr bifreiðinni undir eins á Piccadilly
Circus. í þessu húsi í Jermyn Street var
leynilegur næturklúbbur. Gestunum var
bannað að aka upp að húsinu, til þess
að vekja ekki athygli.
Þessi klúbbur kallaði sig Old Mans
Club. Það var orðið erfitt núna, að átta
sig á þýðingunni á þessu nafni. Whin-
stone beið þangað til stúlkan var komin
í húsið. Þá gekk hann að hliðinu og
hringdi. Hann notaði ekki hnappinn, er
var til hægri við dyrnar. Hefði hann
gert það, þá hefði hann orðið að biða
þess lengi, að komið yrði til dyra. En
til vinstri við hliðið, ekki nema svo sem
fet frá jörðu, var lítill, svartur hnappur,
sem fáir tóku eftir nema þeir, sem voru
kunnugir. Stuttu eftir að fulltrúinn
hafði þrýst á hann, opnaðist hurðin.
Whinstone kom inn í þröngt, upplýst
anddyri.
Dyravörðurinn var nálægt feti hærri
en fulltrúinn, sem þó var allhár vexti.
Hann líktist mest glímukappa, sem er
orðinn of stór á alla vegu. Hann stóð
grafkyrr í anddyrinu og varnaði Whin-
stone inngöngu.
— Gott kvöld! sagði fulltrúinn kurt-
eislega.
Hann fékk ekki annað svar en óskilj-
anlegt urr.
— Mig langar til að fá að komast
áfram, sagði fulltrúinn vingjarnlega.
Risinn sýndi ekki nein merki þess, að
hann ætlaði að hreyfa sig. Whinstone
vissi ofurvel eftir hverju hann var að
bíða. En hann vissi því miður ekki inn-
gangsorðið.
— Heyrið þér ekki, að ég vil komast
Börn fá ckki aðgang.
og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Lækjargötu 2.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl.
1 í dag.
Drekkið morgun- og eftirmið-
dagskaffið í hinum vistlegu og
björtu sölum Oddfellowhússins.
— Kaffi með pönnukökum og
mörgum öðrum kökutegundum.
MánaÖarfæði. — Vikufæði.
Lausar máltíðir frá kr. 1.25.
Reiaeígendur.
Höfum til HVEITISPÍRALMJÖL.
Samband ísL samvinnuiélaga
Kol! Koks! Smíðakol!
Vtnnið ötullega fyrir
Tímann.
Uppskipun slendur yfir.
Kolasalan S.f.
Símar 4514 og 1845.