Tíminn - 12.11.1938, Síða 3

Tíminn - 12.11.1938, Síða 3
65. Mað TÍMIM, lawgardagiim 12. nóv. 1938 259 Iþróttir Hlanparar Finna. Finnar hafa um langt skeið átt beztu þolhlaupara heimsins. Hafa fá alþjóðamót verið hald- in, þar sem finnskir íþrótta- menn hafa ekki borið sigur úr býtum í hlaupum í vegalengdum frá 1500—10.000 m. Af finnskum hlaupurum hafa þó fimm skarað sérstaklega fram úr á seinustu árum. Eru það Paavo Nurmi, Taisto Máki, Vol- mari Isohollo, Kauko Pekuri og Lauri Lehtinen. Sé lagður sam- an stigafjöldinn fyrir beztu af- rek þeirra í 1500 m., 3000 m., 5000 m. og 10000 m. hlaupi fær Máki 4221 stig, Isohollo 4220.5, Nurmi 4211, Pekuri 4210, Lehtinen 4206. Er munurinn yfirleitt lítill á milli þeirra á öllum vegalengd- um. Máki hefir náð beztum á- rangri af þessum hlaupurum á 3000 m. og 10.000 m. vegalengd- um. Hefir hann runnið 3000 m. á 8 mín. 15.6 sek. og 10.000 m. á 30 mín. 02.0 sek. Pekuri hefir náð bezta árangrinum í 1500 m. hlaupi eða 3 mín. 52.5 sek. Leh- tinen hefir náð bezta árangr- inum í 5000 m. hlaupi eða 14 mín. 16.9 sek. Eru þetta heims- met nema í 1500 metra hlaupi. Heimsmetið í því, sem er 3 mín. 47.8 sek., á John Lovelock, Nýja Sjálandi. Nurmi hefir hlotið mesta frægð af þessum hlaupurum. Hann er þeirra elztur og er talið að hann myndi hafa náð miklu betri árangri, ef hann hefði haft einhvern þeirra eða sam- bærilegan hlaupara til að keppa við. En Nurmi bar svo langt af öllum þolhlaupurum meðan hann var upp á sitt bezta, að hann þurfti aldrei að óttast neinn keppinaut. Telja Finn- lendingar Nurmi mesta hlaupa- garp sinn, þó öllum metum hans hafi nú verið hrundið af yngri mönnum. Meðan frægð hans var mest, fór hann víða um lönd og er því haldið fram af ýmsum, að íþróttasigrar Nurmi hafi kynnt Finna betur erlendis en flest annað á þeim árum. •Beztu árangrar Nurmi í lang- hlaupum eru þessir: 1500 m. á 3 mín. 52.6 sek, 3000 m. á 8 mín. 20.4 sek., 5000 m. á 14 mín. 28.2 sek., 10000 m. á 30 mín. 06.1 sek. Til samanburðar má geta þess, að íslenzk met eru í 1500 m. hlaupi 4 mín. 11 sek., sett af Geir Gígja 1928, í 5000 hlaupi 15 mín. 23. sek, sett af Jóni Kaldal 1922, og í 10000 m. hlaupi 34 mín. 6.1 sek., sett af Karli Sigurhanssyni 1932. Á síðari árum hafa Borgfirð- ingar oft sigrað í langhlaupum á íþróttamótum hér í bænum. reglu- og hirðusemi góðrar bú- konu ekki einungis annaðist innanhússtörfin með prýði, heldur hefir oft og tíðum haft fyrirhyggju um og stjórn utan- hússverka, er Kristinn maður hennar varð að vera heiman að sakir trúnaðarstarfa, er honum hafa verið falin, og það eigi sjaldan langdvölum, eins og átti sér stað í fyrirlestraferðum hans um búnaðarmál o. fl. Á Rakel þannig allríflegan þátt — þó óbeinlínis sé — í farsælli starfsemi bónda síns, utan heimilis sem innan. Það yrði lengra mál en svo, að rúmaðist í lítilli blaðagrein, ef greina ætti ítarlega frá starf- semi Kristins í félagsmálum sveitar hans og héraðs. Vil ég þó tæpa á tvennu, sem ég býst við, að sé farið að falla í gleymsku hjá ýmsum sveitung- um hans, en hefir þó haft sína þýðingu. Annað er það, að hann var aðal hvatamaður að stofnun Bindindisfélags Mýrahrepps, en upp úr því myndaðist síðan ungmennafélag hreppsins. Hitt er, að hann átti beztan hlut í, að hreppsnefnd Mýrahrepps — en í hana var hann kosinn á fyrstu búskaparárum sínum — samþykkti að veita árlega nokk- urt fé í skólabyggingarsjóð, og kom það fé, er þannig safnað- ist, í góðar þarfir, er lögin um byggingu barnaskóla gengu í gildi. Annars má segja að hverju máli, sem til framfara horfði í hreppi hans eða héraði, hefir hann lagt lið, þó sérstaklega hafi hann látið til sín taka um A N N Á L L Afmæli. Guðbjartur Kristjánsson, bóndi að HjaTðarfelli í Miklholts- hreppi í Snæfellsnessýslu verð- ur 60 ára 18. þ. m. Hann er fæddur að Miðhrauni, en ólst upp að Hjarðar- felli, og hóf þar búskap árið 1906 og hefir búið þar sam- fleytt síðan. Guðbjartur hefir verið mikill áhrifamaður í sveit sinni og gegnt margshátt- ar trúnaðarstörfum, meðal ann- ars verið hreppstjóri og sýslu- nefndarmaður og átt sæti í hreppsnefnd í fjölda mörg ár og verið formaður búnaðarfé- lags sveitarinnar frá upphafi. Hann á sæti á hinu nýkjörna búnaða,rþingi. Hann hefir verið afar starfsamur og fram- kvæmdasamur í búskap sínum. Guðbjartur er kvæntur Guð- bröndu Guðbrandsdóttur, og eiga þau 8 uppkomin börn, mjög mannvænleg, og eru tveir synir þeirra hreppstjórar á Snæfells- nesi, þeir, Guðbrandur hrepp- stjóri í Ólafsvík og Kristján hreppstjóri í Staðarsveit. Guð- bjartur nýtur mikilla vinsælda og trausts allra, sem þekkja hann. Hann hefir verið mjög á- hugasamur Framsóknarmaður alla tíð og unnið flokknum mik- ið gagn í nágrenni sínu. Dánardægur. Sumarlína Sumarliðadóttir 1 Hjallhúsi á Akranesi andaðist 22. október síðastliðinn, tæplega 64 ára að aldri. Sumarlína var gift Sigríki Eiríkssyni, er dó ár- ið 1923. Þau reistu bú að Krossi i InnriAkraneshreppi árið 1904 og þar bjuggu þau, þar til Sig- ríkur lézt, en þá fluttist Sum- arlína niður í þorpið og bjó alla tíð síðan í Hjallhúsinu. Þau hjónin eignuðust tólf börn og eru nú sjö þeirra á lífi. Þrjú börn þeirra dóu ung, en tvö upp- komin. Sumarlína var jarðsett að Innra-Hólmi 2. nóvember, að viðstöddu fjölmenni. Eru vafalaust til góðir þolhlaup- arar víðar á landinu og ættu ungmenna- og íþróttafélög að athuga hvort þau geta ekki sent slíka menn til að taka þátt í mótum hér, t. d. allsherjarmót- inu. búnaðar-, verzlunar-, fræðslu- og bindindismál, og ýmist haft þar forystu eða staðið í fremstu röð. Hann hefir verið manna sam- vinnuþýðastur, en þó haldið fast á málum sínum. Með lip- urð og lægni hefir hann borið áhugamál sín til siguTS, en ekki með forsi né ofurkappi. Það er honum fjarri skapi. Til marks um það traust, sem hann hefir notið og nýtur enn í sveit sinni og héraði, má benda á þetta: Árið 1906 var hann kos- inn oddviti Mýrahrepps og er það enn. Formaður Kaupfélags Mýrahrepps hefir hann verið frá stofnun þess, 1922. Við stofnun Búnaðarsambands Vestfjarða 1907, var hann kos- inn varaformaður þess og var það oftast til 1919, að hann tók við aðalformennskunni, og hefir hana enn á hendi. Sýslu- nefndarmaður hefir hann verið síðan 1922. Loks má geta þess, að hann átti einna drýgstan þátt í því, að komið var upp myndarlegri byggingu á Núpi 1906, fyrir þá nýja templara- stúku og fyrir skólahald ung- mennaskóla. Var það hús um allmörg ár heimkynni hins landskunna héraðsskóla á Núpi, sem Kristinn alla tíð hefir borið fyrir brjósti, þótt ekki hafi hann þaT haft forstöðu á hendi né kennslu. Það er áreiðanlega fáum gefið að hafa forystu svo margra fé- lagsmála á hendi, sem Krist- inn Guðlaugsson hefir haft og hefir enn, og það sumra um- fangsmikilla og tímafrekra, án Loðdýraræktin (Frh. af 2. síðu.) uði ársins. Nýbornir kálfar breytilegt frá mánuði til mán- aðar lægst kr. 1.10, hæst kr. 1.50 norskar. Þá kallar J. Á. það „skrum“, að ég skýri frá því, að Norðmenn keyptu hvalkjöt fyrir 80 aura kílóið, komið til þeirra á járn- brautarstöð. Ég hefi aðeins skýrt frá þessu sem staðreynd og skil ekki hvernig staðreyndir geta talizt skrum. Þá hneykslast hann á því, að ég skuli jafna saman verði á ær- kjöti og hvalkjöti og getur þess að hvalkjötið sé selt beinlaust í Noregi — já, hvalkjöt til refa- fóðurs er alltaf selt beinlaust, en þrátt fyrir það kemst það ekki nálægt ærkjöti af fullfrísk- um mylkum ám, þó gamlar séu, og öll bein reiknuð með, sem refafóður. Er óhætt að fullyrða, að betra sé að kaupa kjöt af fullfrískum mylkum ám til refa- fóðurs fyrir 65 aura kílóið en hvalkjöt, þó beinlaust sé, fyrir 50 aura. Það er almennt talið af fræðimönnum á þessu sviði, að mjög óráðlegt og jafnvel skað- legt sé að gefa nema sem svar- ar y2 kjötskammtinum í hval- kjöti. Ennfremur er rétt að taka það með í reikninginn, að sé um nokkura skemmd á hval- kjötinu að ræða, og það skemm- ist miklu fljótar en ærkjötið, þá er stórlega hætt við kjöteitrun af því. Hefir það oft valdið miklu tjóni. Þegar loðdýr eru fóðruð með ærkjöti, eru beinin möluð með kjötinu og eru þau loðdýrunum alveg nauðsynleg. Með hvalkjöti þarf alltaf að gefa sérstaklega möluð bein og jafnvel líka fosfórsúrt og kola- súrt kalk. Framh. 1 H. J. Hólmjám. Góður gestur Skiptikennarinn danski, Braae Hansen, hefir nú dvalizt hér á landi síðan í byrjun september- mánaðar. Hann hefir ferðazt um meirahluta landsins, kynnzt helztu sögustöðum, heimsótt fjölda af skólum, tekið þátt í kennslu og hlustað á hana og auk þess flutt allmörg erindi. Braae Hansen er alkunnur skólamaður í ættlandi sínu og sömuleiðis í Engla'ndi, þar sem hann hefir verið leiðbeinandi og ráðunautur kennslumálastjórn- arinnar um 10 ára skeið. Þar að auki hefir hann tekið mikilvirk- an þátt í þjóðernisbaráttu Suð- ur-Jóta. íþróttamálin hafa þó verið hans höfuðverkefni. Hann er yf_ irmaður um þau mál öll í Suður- Jótlandi, er snerta opinbera skóla og uppeldisstofnanir. Þrjá daga viku hverrar ferðast hann um umdæmi sitt og leiðbeinir í margskonar efnum, t. d. um byggingu skóla, leikvalla, í- þróttasvæða o. s. frv. Auk þess er hann kennari í ensku og í- þróttum við kennaraskólann í Haderslev. Er ekki efamál, að forráða- menn íslenzkra íþróttamála gætu margt lært af honum til stuðn- ings starfi sínu hér, enda er mér vel um það kunnugt, að Braae Hansen er boðinn og búinn til slikrar aðstoðar meðan hann er hér, en það verður fram undir næstu mánaðamót. Hér í bænum starfa ýmsar í- þróttanefndir og íþróttaráð, sem munu hafa með höndum ýmis- konar breytingar á skipulagn- ingu íþróttamálanna. Ég vildi skjóta því að þessum aðilum, (Framh. á 4. síOu.) þess að slá slöku við nokkurt þeirra, og reka samtímis búskap á stórri jörð. En það hefir Kristni tekizt. Ég þekki engan, sem mundi áræða að neita því, sízt nokkurn þeirra, sem nánust kynni hafa af félagsmálastarfi hans. Enda mundi hann ekki hafa verið til forystu valinn, ef sveitungar hans og héraðsbúar hefðu ekki treyst honum öðrum betur til forystu í málum sínum. Er það og vitað, að margra leið mun liggja heim að Núpi, daginn, er Kristinn verður sjö- tugur, til þess að árna honum og konu hans heilla og þakka báðum mikið og farsælt starf. Þórður Ólafsson. Þið, sem enn ekki hafið reynt Freyjn- kaffibæti, ættuð að gera það sem fyrst, og þér munuð komast að sömu niður- stöðn og Maja. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju-kaffibætir. „Já, þetta er hinn rétti ilm- ur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“- kaffibætispakkann. „Nú geturðu verið viss um að fá gott kaffi, því að nú höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefi sannfærzt um það eftir mikla reynslu að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffið. - Kaup og sala - Fllarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUB, KJÓLAR o. ÍI. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sirni 2744. TRÚLOFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. anki c /.osturstr. 5 síml 5652.Opi6 xnKinrv »6 kl.11-1 Í^S-fc/ Annast kaup og sölu verðbréfa. 100 Andreas Poltzer: Patricla 97 skemmtanir, sem Old Man’s Club hafði að bjóða. Fulltrúinn tók þurrlega fram í: — Nú, viljið þér segja mér, hver það var, sem hljóðaði? Sleikjulega brosið hvarf af andliti for- stjórans. Hann virti fyrir sér með tor- tryggnisaugum þennan gest, sem hann hafði ekki séð áður í Old Man’s Club. Án þess að svara spuriningu Whinstons, spurði hann: — Hver hefir boðið yður hér inn? Old Man’s Club er einkafélagsskapur, ef þér vitið það ekki áður! Hann bjó sig undir að fara á burt. Líklega hefir hann ætlað: sér sterkari manni, að fylgja þessum ó- þægilega gesti til dyra. Fulltrúinn greip í ermi forstjórans. — Augnablik! Þér hafið ekki svarað spurningu minni enn? — Hvernig ætti ég að vita hver æpti? svaraði Estoll, þrár í aðra röndina og deigur í hina. Hann hafði fengið nasa- sjón af því, að þessi undarlegi gestur hafði rétt til að leggja fyrir hann spurn- ingar. Whinstone hefði ef til vill orðið ágeng- ari, ef hann hefði ekki í sömu andránni tekið eftir manni, sem vakti mjög athygli hans. Hann gat ekki séð andlit mannsins, sem gekk ofan stigann, á næstu hæð. En mun hafa verið nálægt tvær tylftir manna í salnum. Fólkið sat við lítil borð og með freyðandi vin í glösum fyrir framan sig. Hljómsveit, sem ekki sást, lék austur- lenzkan dans af mikilli kunnáttu. Og í miðjum salnum var dansgólf milli borðanna. Þarna loguðu ekki ljós nema á litlum vegglömpum með bláum hlíf- um. Og geislarnir frá kastljósi féllu lóð- rétt niður á sporöskjumyndað dans- gólfið. Á næsta augnabliki var grönn, rauðhærð dansmær komin út á gólfið. Hún hafði, vægast talað, sparað við sig fatnaðinn. Fulltrúinn horfði dálitla stund á trítl hennar, hopp og sveigjur og læddist síðan út úr salnum. Hann var ekki í vafa um, að þetta var lang meinlaus- asti staðurinn í Old Mans Club. Fulltrúinn var í þann veginn að fara inn í bratta stigann upp á næstu hæð, þegar hann stóð allt í einu augliti til auglitis við stúlkuna, sem hann hafði veitt eftirför. Augu þeirra mættust. Whinstone fannst hann geta séð greini- leg merki ótta í dökkum augum hennar. — Ungfrú Bradford! sagði fulltrú- inn lágt. Hún leit kæruleysislega til hans, og gat illa leynt furðu sinni, en sagði svo:

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.