Tíminn - 22.11.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.11.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsl, Lindargötu 1 D. N SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3918 og 3720. 22. árg. Reykjavík, þriðjndagiim 22. nóv. 1938 69. blatS Námskeið Rauða krossins haia sótt um 1600 manns Félagið gengst fyrir aukinni heilsuvernd og böðum í kauptúnum Myndin er frá höfninni í Valencia. Sprengfa frá flugvél uppreistarmanna hefir hitt stórt flutningaskip og or- sakað sprengingu. Flugvélar og herskip uppreistarmanna hafa haft sig mjög í frammi seinustu mánuðina og reynt að hindra flutninga til þeirra hafnarbœja, sem stjórnin rœður yfir. Hafa herskip Francos -jafnvel veitt skipum, sem voru á leið til Spánar, fyrirsát í Norðursjónum, skammt undan ströndum Englands. í mörgum hér- uðum Spánar, sem stjórnin rœður yfir, er nú orðinn tilfinnanlegur matarskortur vegna flutningabannsins. — Franco krefst þess nú af stjórnum Frakklands og Englands, að fá viðurkennd hernaðarréttindi, en það myndi gera honum miklu auðveldara að stöðva alla flutninga til stjórnarinnar. England og Litla-Bandalagið Stjórn Rauða kross íslands hefir ákveðið að hefjast handa um aukningu á starfsemi fé- lagsins og tekið upp ýms nýmæli. Hefir hún því stofnað til sér- stakrar útbreiðsluviku, sem hófst síðastl. sunnudag, og munu skátar leita til manna síðara hluta vikunnar um fjár- framlög til styrktar félaginu. Aðalstarfsemi félagsins á und- anförnum árum hafa verið hjúkrunarnámskeið, sjúkra- flutningar og hjúkrunarstarf- semi í Sandgerði. Félagið var stofnað 1924 og hefir það á þessu tímabili haldið hjúkrun- arnámskeið á 40—50 stöðum víðsvegar um land og er saman- lagður nemendafjöldi á þeim milli 1500—1600. Féiagið á nú þrjár sjúkrabifreiðar, tvær í Reykjavík og eina á Akureyri og hafa þær að jafnaði haft nóg að starfa og oft flutt sjúka menn langar leiðir. Allmörg Ísfisksölunní tii Þýzkalands lokið Verðið helir verið miklu lægra en í lyrra ísfisksölu ísl. togaranna til Þýzkalands er lokið að þessu sinni. Seldu seinustu togararnir þar á föstudaginn. Alls hafa togararnir farið 55 söluferðir til Þýzkalands á þessu ári og selt 5875 smál. fyrir 942.500 ríkismörk. í fyrra fóru þeir alls 41 söluferð til Þýzka- lands og seldu 4011 smál. fyrir 889.235 ríkismörk. Til jafnaðar hefir því hver togari selt í söluferð nú 107 smál. fyrir 17.140 ríkismörk, en í fyrra 98 smál. fyrir 21.689 rik- ismörk. Sýnir þetta að aflinn hefir verið nokkru betri en í fyrra, en hinsvegar hefir verðið verið stórum lægra. Stafar það af því, að Þjóðverjar lækkuðu há- marksverðið á ísfiski mjög veru- lega frá því, sem var í fyrra. Munu togararnir nú hafa selt mjög oft fyrir hámarksverð og hefði verðið orðið langtum betra ef þessar hömlur hefðu ekki verið á sölunni. Salan til Englands heldur enn áfram. Nokkrir togarar kaupa bátafisk til að selja á Englands- markaðinum, en aðrir veiða sjálfir. Af þeim togurum, sem farið hafa á ísfiskveiðar í haust, er enn ekki nema einn hættur. Það er Hafsteinn. Var honum lagt hér um mánaðamótin. Fimm togarar hafa engar veiðar stundað í haust. Eru það Brimir (eign bæjarútgerðar- innar í Neskaupstað), Gullfoss (eign Magnúsar Andréssonar stórkaupmanns), Hávarður(eign hlutafélags á ísafirði, sem tekið hefir verið til gjaldþrotaskipta), Þorfinnur og Otur. Tveir síð- astnefndu togararnir munu vera í umsjá Útvegsbankans. Otur var ekki heldur gerður út á síld- veiðar í sumar. Kínverskur her sækir nú fram til Kanton og er ekki talið úti- lokað, að honum heppnist að taka borgina. Gin- og klaufaveiki er nú komin til Noregs og gerir þar mikinn usla. Hún heldur áfram að breiðast út í Danmörku og Svíþjóð. undanfarin ár hefir hjúkrunar- kona starfað á vegum félagsins í Sandgerði, meðan vetrarver- tíðin stóð yfir, og hefir hennar oftast verið fyllsta þörf. Fyrir tveimur árum byggði félagið þar vandað sjúkraskýli með 8 rúmum. Einnig hefir það komið upp baðhúsi. Félagið hefir auk þessa sinnt ýinsum öðrum smærri verkefn- um, sem ganga í svipaða átt. Fyrir stjórn félagsins vakir nú að auka starfsemi félagsins með forgöngu um eftirfarandi mál: 1. Koma upp fullkominni heilsuverndunarstöð í Reykja- vík í góðu samstarfi við Líkn og á öðrum sviðum en þeim, sem hún sér um. 2. Kosta efnilegar hjúkrunar- konur til heilsuverndarnáms og koma þeim til umferðarstarfs í læknishéruðum, þar sem þeim er ætlað að líta eftir heilsu- vernd og heilbrigðisháttum, annast berklavarnir, unglinga- vernd o. fl. 3. Koma upp böðum i kaup- túnum. Eru þetta allt hinar nauð- synlegustu umbætur. Starfsemi Rauða krossins byggist á frjáls- um framlögum almennings og má því vænta þess, að mála- leitun hans verði vel tekið. Formaður Rauða krossins er nú Gunnlaugur Einarsson lækn- ir og varaformaður Sigurður Sigurðsson læknir. Gunnlaugur Claessen læknir hefir lengi gegnt formannsstörfum, en skoraðist undan endurkosningu í vor. f Rauða krossinum eru nú um 520 félagsmenn hér í bæn- um og um 200 á Akureyri. Mæðiveikin er nú nálega á hverjum bæ í sveitum Austur-Húnavatnssýslu vestan Blöndu, og hefir færst í auk- ana með haustinu. Virðist hún haga sér þar með líkum hætti og í þeim sveitum, er hún hefir gengið áður yfir. Féð drepst mest á öðru og þriðja miss- iri frá því, að hennar verður fyrst vart. Síðan fer að draga úr henni. Um mik- inn hluta af Vestur-Húnavatnssýslu er veikin 1 mikilli rénun og víða alveg að hætta þar sem hún byrjaði árið 1936. — Þar sem hún hefir verið skaðminnst, hefir drepizt rúmlega 30%. Lömb eru sett á á mörgum bæjum, þar sem veikin er í rénun, sérstakl. í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Lítill var gjaldeyrir þeirra bænda í haust, sem áttu ekki nema 20—50 ær heilbrigðar eftir, en það er mjög algengt, þótt þar hafi verið góð sauðfjárbú áður. — Reynsla margra bænda hefir verið sú, að mikið dragi góð meðferð úr tjón- inu og afar nauðsynlegt sé að taka allt sjúkt og grunsamt fé frá því heil- brigða, þegar á því sér. Á meðan veik- in gengur yfir, þolir féð afarilla úti- veru og beit í illum veðrum og ráð- legast er að gefa fénu alveg inni harðasta tíma vetrarins. t t t Almennt mun nú aftur vaknaður áhugi fyrir því að koma upp nýjum sauðfjárstofni. Bíða bændur í mæði- veikissveitum með eftirvæntingu eftir því, hver reynslan verði um ónæmi þess fjár, sem sett er á undan fé því, er lifir pestina af. Vekur það og góðar vonir, að sumir ættstofnar virðast að mestu ónæmir, þótt aðrir nálega ger- falli. Kemur það sama víða fram, þótt sami stofn sé á mörgum bæjum við ólík skilyrði. — Miklir erfiðleikar Verksvíð verdlagsneíndar Tilkynning frá verðlags- nefndinni birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Samkvæmt henni er öllum þeim, sem verzla með vefnaðar- vörur, byggingarefni eða búsá- höld fyrirskipað að „gera nefnd- inni grein fyrir því, hvaða regl- um þeir nú fylgja um verzlunar- álagningu á vörum þessum“. Sama krafa er gerð til iðn- fyrirtækja þeirra, sem fást við fatagerð. Skýrslur þessar eiga að vera komnar til verðlagsnefndar fyr- ir 6. des. n. k. úr Reykjavík og nágrenni og fyrir 22. des. ann- arsstaðar að af landinu. verða fyrir bændur með að auka fjárstofn sinn, sökum þess, hve efnahagur þeirra er nú slæmur og er einsætt, að frekar þarf að greiða fyrir því, að þeir geti unnið að eigin framleiðslu, heldur en að hafa lífs- björg sína af vegavinnu eða annari opinberri vinnu. t t t Fé var með allra vænsta móti í Húna- vatnssýslu í haust, einkum í mæði- veikisveitum. Stafar það meðfram af því, að sauðfjárhagar eru nú minna bitnir en áður vegna hinnar gífurlegu fjárfækkunar. Einnig hefir féð sætt óvenjulega góðri meöferð síðastliðinn vetur. Vænstir dilkar, sem komið hafa til slátrunar á Blönduósi, síðan slátur- félagið hóf slátrun fyrir 30 árum, komu í haust frá Sigurjóni Oddssyni bónda á Rútsstöðum í Svínavatns- hreppi. Hann lagði inn rúmlega 40 geldingslömb, sem höfðu til jafnaðar 20 kg. kjöts. Úr einu lambinu var netjumörinn 2,5 kg. Til jafnaðar var netjumörinn 1,7 kg. Þessir dilkar gengu í sumar í ágætis landi, i stórri heima- girðingu. t t t Refarækt færist nú mjög 1 aukana í Húnavatnssýslum. Hafa verið sett á stofn á þessu ári fjögur sameignar- og hlutafélagsbú í Austursýslunni, auk nokkurra minni búa, sem einstak- ir menn eiga. Mjög almennur áhugi er nú í héraðinu fyrir refarækt, og báru loðdýrasýningarnar á Blönduósi og Hvammstanga þess ljósan vott. Mest áherzla er lögð á silfurrefarækt, þó er blárefarækt að byrja. Áður hafa verið starfrækt þrjú stór refabú í sýsl- unni. Allmikil minkarækt er af hefj- í heimsblöðunum er nú mikið rætt um Englandsför Carols Rúmeníukonungs og Michaels sonar hans. Var því spáð fyrir- fram, að hann færi til Eng- lands til að ræða við ensku stjórnina um aukin viðskipti og nánari samvinnu milli Rúmen- íu og Englands. í þinginu í gær skýrði Chamberlain frá því, að það væri rétt, að rætt hefði ver- ið um þessi mál, en kvað sig engar frekari upplýsingar geta gefið að svo stöddu. Áður en Carol fór að heiman, ræddi hann við ríkisstjóra Ju- goslavíu, Paul prins, og er talið fullvíst, að umræður þeirra hafi snúizt um afstöðu Rúmen- ast í sambandi við eitt refabú á Blönduósi. t r t Vegna fjárfækkuninnar er hrossa- rækt nú stóraukin í héraðinu. Hefir til dæmis verið keypt mikið af hryss- um úr Skagafirði, og varla munu þess dæmi, að hryssa hafi selst úr héraðinu eða ungri hryssu slátrað. Er nú búizt við auknum sölumöguleikum á hross- um til refaeldis, og kjöt af ungum hrossum verði meir notað til manneldis en áður. Húnavatnssýslur eru yfirleitt ágæt hrossahéröð, og væri gætileg hrossarækt rekin þar, mætti búast við allgóðum tekjum af því, einkum ef eft- irspurn vex á hrossakjöti, og útflutn- ingur getur farið vaxandi. Hrossarækt- unarfélögum hefir líka fjölgað, og á- hugi fyrir kynbótum hrossa fer vax- andi. t r r í Ási í Hegranesi kom það einkenni- lega atvik fyrir, að ær, sem bar 20. maí 1937 og átti þá mórauðan hrút, sem gekk undir henni til hausts og var þá vænn til frálags, bar aftur 16. janúar 1938 og átti þá fallega, mórauða gimb- ur, sem dafnaði dável. Vóg hún 20 kg. síðasta vetrardag. Móðir lambanna er svarthosótt. Ekkert var víst spar- að til, að hún mjólkaði litlu Móru vel. t t r Síldveiði er enn stunduð í Faxaflóa og fá bátarnir stundum allgóðan afla. Síðastliðinn laugardag fékk t. d. Egg- ert frá Keflavík um 180 tn. og Pilot úr Njarðvíkum 150 tn. Aðrir bátar, sem voru á síldveiðum þann dag, fengu heldur lítinn afla. Alls hafa nú verið saltaðar 7200 tn. í verstöðvum við Faxaflóa, en leyft hefir verið að salta um 12000 tn. íu og Jugoslavíu til Englands. Þykir það benda til að góður á- rangur hafi orðið af för Carols, að Paul prins ákvað að fara til Englands nokkru eftir að Carol kom þangað og dvelur hann þar um þessar mundir. Carol fór heimleiðis síðastl. laugardag eftir fjögra daga dvöl. Rúmenía og Jugoslavía mynd- uðu Litla-bandalagið með Tékkóslóvakíu, en stuðningur þeirra er þeim nú einkisvirði. Hinsvegar hefir vald Þjóðverja í Mið-Evrópu aukizt og í við- skiptalegum efnum eru þessi lönd þeim t^lsvert háð. Sömu- leiðis óttast þau, að Ungverjar geri landakröfu á hendur þeim og njóti stuðnings Þjóðverja. Þess vegna leita þau nú eftir nánari samvinnu við Englend- inga og telja þaðan helzt hjálp- ar að vænta. Sýnir það glöggt, hversu Frakkland hefir tapað á- liti í augum smáveldanna, að þau leita ekki til þeirra, en fyrir tíu árum síðan var Frakkland talið mesta stórveldið á megin- landi álfunnar og smáríkin væntu helzt hjálpar þaðan. Það þykir líklegt, að Englend- ingar muni veita þessum lönd- um meiri lán og auka viðskipti sín við þau. Verður það svar þeirra gegn tilraunum Þjóð- verja til að auka viðskiptalegt vald sitt í þessum löndum. Lönd fyrir Gyðlnga. Chamberlain gerði grein fyr- ir því, í neðri málstofunni í gær, hvaða möguleikar væri fyrir hendi í nýlendunum til að veita flóttamönnum búsetu. Taldi hann mögulegt að veita þeim nokkurt land í Kenya, Norður-Rhodesiu, Nyasalandi, brezku Guiana og Tanganiyka, en þá nýlendu áttu Þjóðverjar áður. Taldi hann, að þangað mætti flytja 200 þús. manns. Þýzk blöð hafa mótmælt flutn- ingi Gyðinga þangað mjög kröftuglega. Chamberlain sagði, að enska stjórnin hefði leitað eftir samvinnu við margar rík- isstjórnir um að koma þessum fólksflutningum i framkvæmd. í Þýzkalandi er nú stöðugt verið að herða ráðstafanirnar gegn Gyðingum og reyna þeir eftir megni að komast úr landi. í Vínarborg einni hafa 135 þús. Gyðingar óskað eftir brottfar- arleyfi. John Simon fjármálaráðherra hefir nú bætzt í hóp þeirra enskra stj órnmálamanna, sem fordæmt hafa Gyðingaofsókn- (Framh. á 4. siðu) A víðavangi Dagblaðið Vísir hefir undan- farið haft til þess sérstakan mann (Guðbrand Jónsson), að semja gagnrýni á dagskrá út- varpsins. Er ekki nema gott um iað að segja, að slík viðleitni sé höfð, ef til hennar er vandað. Ýmsum mun þó hafa þótt gagn- rýni þessi snúast helzt til mik- ið upp í persónulegar ýfingar við einn tiltekinn mann (Jón Eyþórsson), sem einmitt er mjög vinsæll af útvarpshlustendum. En síðasta gagnrýnin var þó einna ólánlegust. Þar hefir svo einkennilega til tekizt, að dæmt er um erindi, sem ekki er enn búið að flytja í útvarpið! Var all-ýtarlega lýst gerð erindis- ins og framburði þeim, er fyrir- lesarinn hefði viðhaft, og talinn var átöluverður! Erindi þetta (eftir dr. Björn K. Þórólfsson) var raunar á dagskxánni, e« hafði af sérstökum ástæðum fallið niður, og verður flutt nú í kvöld. En hætt er við, að „gagnrýnin" falli i verði, þegar svona óhöpp verða uppvís. * * * Ef borinn er saman innflutn- ingux áranna 1934 og 1937 kem- ur í ljós, að innflutningur á á- vöxtum hefir minnkað um rúml. 1 millj. kr., á vefnaðarvörum um 2 millj. kr., á skófatnaði um y2 millj. kr., á einkasöluvörum (öðrum en áburði) um 460 þús. kr. o. s. frv. En innflutningur á koxnvöru, landbúnaðarvörum (áburði, verkfærum o. fl.) og vörum til útgerðar, er mun meiri 1937 en 1934. Þannig hafa innflutningshöftin verið fram- kvæmd: Dregið úr þeim inn- flutningi, sem hægt er að vera án með góðu móti, en innflutn- ingur hinna allra nauðsynleg- ustu vara látinn halda sínum eðlilega vexti. * * * Einstaka maður kann að halda, að ef ekki hefðu verið sett’innflutningshöft að tilhlut- un löggj afarvaldsins, þá hefði innflutningur allra vara getað haldizt ótakmarkaður svo lengi, sem vera skal. En þetta er mis- skilningur, sem stafar af of lít- illi þekkingu á þessum málum. Möguleikarnir til innflutnings takmarkast (eða hljóta alltaf að gera það innan skamms) af þeirri upphæð, sem þjóðin fær inn fyrir framleiðslu sína í er- lendum gjaldeyri. Þó ekki séu innflutningshöft, kemur aö því, að bankarnir geta ekki látið verzlanir hafa erlendan gjald- eyri til greiðslu, og þá hætta hinir erlendu viðskiptavinir að senda hingað vörur. En tak- mörkun innflutnings á þennan hátt myndi engu síður hafa komið niður á nauðsynjavörun- um en hinum ónauðsynlegu, og verzlanir flytja inn óþarfa varn- ing í lengstu lög af því að á hon- um er há álagning. Til þess að bj arga nauðsynj avöruinnf lutn- ingnum voru innflutningshöftin sett, jafnframt því sem þau áttu að bæta verzlunarjöfnuðinn í heild, og hafa gert. * * * Mbl. endurtekur sína nýju trú- arjátningu, að kaupmönnum hætti til að nota sér innflutn- ingshöftin til að okra á vörum. Áður sagði blaðið, að öll verð- hækkum væri tollum að kenna. * * * Þá er blaðið eitthvað áð fimb- ulfamba um það, að gefa þurfi frjálsan innflutning á einhverj- um vörutegundum til að lækka verðið. En hvaða vörutegundir ættu það að vera? Vegna mat- vöruverðsins er þetta óþarft, því að þær hafa ekki hækkað í seinni tíð. Útgerðarvörur og aðr- ar framleiðsluvörur hafa heldur ekki getað hækkað vegna haft- anna. Vörurnar, sem Mbl. vill hafa „frjálsar" eru því væntan- lega þær, sem aðallega eru tak- markaðar nú. Og þá er eins vel hægt að heimta afnám haft- anna, enda mun það vera Mbl. skapi næst, þrátt fyrir orða- gjálfrið um gjaldeyrisvandræðin. A. KROSSaÖTTTM Mæðiveikin í Húnavatnssýslu. — Nýr sauðfjárstofn. — Vænleiki sauðfjár. — Ný refabú. — Aukin hrossarækt. — Ær ber tvisvar á 8 mánuðum. — Síldveiði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.