Tíminn - 22.11.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.11.1938, Blaðsíða 4
276 TÍMIM, þriðjudaginn 22. nóv. 1938 69. blað Skemmtikvöld F ramsóknarmanna Vegna heimkomu Jónasar Jónssonar efna Framsóknarfélögin I Reykjjavlk tll skemmtikvölds að Hótel Borg á morgun (mið> vikudag) kl. 8,15. KAFFI - RÆÐUS - SÖTVGUR - SPIU - »\\S. Aðsókn verður mikil, og því vissast að panta miða I dag eða tímanlega á morgun. Þeir fást á afgreiðslu Tímans, sítni 2323. STJÓRAIR FÉLAGAMA. Tilkynniné Skv. heimild í 4. gr. laga nr. 70, 31. des. 1937, er hér með lagt fyrir alla þá, sem verzla með vefnaðarvörur, byggingarefni eða búsáhöld í umboðssölu, heildsölu eða smásölu að gera verðlags- nefnd grein fyrir hvaða reglum þeir nú fylgja um verzlunará- lagningu á vörur þessar. Samkvæmt sömu heimild ex hér með einnig lagt fyrir allar saumastofur, þar með taldar kjóla- og kápusaumastofur, klæð- skerasaumastofur, skyrtugerðir, húfu- og hattagerðir, háls- bindagerðir, vinnufatagerðir og hverskonar aðrar fatagerðir, er sauma og selja til verzlana eða beint til neytenda, að gera verðlagsnefnd grein fyrir hvaða reglum nefndar stofnanir nú fylgja um verzlunarálagningu -á framleiðslu sína. Nefndar skýrslur um verzlunarálagningu skulu gefnar á eyðublöðum, sem verðlagsnefnd leggur til og fást á skrifstofu nefndarinnar í Atvinnudeild Háskólans, Reykjavík, og hjá lög- reglustjórum eða umboðsmönnum þeirra úti um land, eftir komu fyrsta pósts frá Reykjavík eftir 21. þ. m. Með nefndum skýrslum skulu fylgja til verðlagsnefndar ýms gögn og upplýsingar, sem nánar er kveðið á um á skýrslu- eyðublöðunum sjálfum. Pyrnefndar skýrslur og gögn skulu vera komin til skrifstofu verðlagsnefndar í Reykjavík svo sem hér greinir: 1. Úr Reykjavík og næsta nágrenni ekki síðar en 6. des n. k. 2. Annarsstaðar að af landinu ekki síðar en 22. des. n. k. Reykjavík, 22. nóvember 1938. Verðlagsnefnd. „Lenin treystir Stalin, en Sta- lin treystir engum,“ var einu sinni máltæki í Rússlandi. Það síðara hefir sannazt áþreifan- lega, þvi enginn einvaldi nú á dögum hefir jafn öflugan lífvörð og hinar stöðugu aftökur á helztu valdamönnum kommún- ista sýna að Stalin treystir eng- um. Hinsvegar vita menn nú, að fyrri hluti máltœkisins er rang- ur. Lenin vantreysti Stalin, vildi ekki að hann yrði ritari flokksins og óskaði að Trotski yrði eftir- maður sinn. Stalin heitir réttu nafni Jo- seph Djugashvilij og er fœddur í Georgíu 1879. Foreldrar hans sendu hann á katólskan presta- skóla. Stalin var iðinn nemandi, en lagði þó meiri rœkt við bylt- ingarrit Karl Marx en bibliuna, og var því rekinn úr skólanum, þegar hann var 18 ára. Fjórum árum síðar gekkst hann fyrir verkfalli, var dœmdur í }/2 árs fangelsi og sendur til Sibiriu, en tókst að strjúka þaðan von bráð- ar. Á nœstu árum stjórnaði hann skipulögðum árásum á gull- flutninga bankanna, var enn nokkrum sinnum sendur til Si- biríu, en tókst jafnan að strjúka. Óljósar sagnir herma, að hann hafi dvalið nokkurn tíma í Lon- don 1906. Annars var hann stöð- ugt í Rússlandi og sýndi með því meira árœði en aðrir foringjar kommúnista, sem bjuggu yfir- leitt erlendis. Áhrif hans ukust stöðugt í flokknum, en hann kom þó lítið fram opinberlega. í byltingunni sýndi hann mikinn dugnað. Á nœstu árum notaði hann sér veikindi Lenins og ann- ríki Trotskis við skipulagningu hersins, til að koma fylgismönn- um sínum í helztu trúnaðarstöð- ur flokksins. Hann vann því auð- veldan sigur í valdabaráttunni gegn Trotski, eftir að Lenin dó, enda honum langtum snjallari í allri baktjaldavinnu. Stalin er sagður mikill starfs- maður. Hann er hneigður fyrir tónlist og er góður taflmaður. Hann býr oftast í stórri höll skammt frá Moskva og er hún umkringd skotgröfum og vig- girðingum. Hann hefir verið þrí- kvœntur og á þrjú börn á lífi. * * * „Daily Express“ segir að Eng- lendingar hafi látið gera öflug- ustu loftvarnabyssu heimsins. Hún dregur 9000 metra og skýtur 12 skotum á mínútu. * * * Nýlega gerðist sá atburður í Jótlandi, að kýr ól fimm kálfa og fœddust fjórir þeirra lifandi. Hefir þetta ekki komið fyrir áður í Danmörku svo vitað sé. Kálf- arnir vógu samtals 170 pund, en þyngd kýrinnar sjálfrar var 800 pund. * * * í Þýzkalandi er byrjað að framleiða gasgrímur fyrir ný- fœdd börn, en það hefir hvergi verið gert áður. tR BÆNTJM Skemmtikvöld halda Framsóknarfélögin í Reykjavík að Hótel Borg annað kvöld. Hefst það kl. 8,15. Til skemmtunar verður sam- eiginleg kaffidrykkja, ræðuhöld, söng- ur, spil o,t dans. — Samkoma þessi er haldin í tilefni af heimkomu Jón- asar Jónssonar, sem væntanlegur er úr Vesturheimsför sinni með Gull- fossi í dag. Aðgöngumiðar fást á af- greiðslu Tímans til kl. 6 í dag og á morgun, og við innganginn, ef nokkuð verður óselt. Skíffaferðir. Um 600 manns fór á skíði um þessa helgi, þótt enn sé snjórinn helzt til lítill. Flestir voru í Flengingarbrekku, Innstadal og Bláfjöllum. Nokkrir KR- ingar voru í Skálafelli og nutu fremur góðs færis. Kringum Kolviðarhól var fremur lítill snjór. Kirkjugarffurinn viff Suffurgötu er 100 ára á morgun. Var hann vígð- ur af sr. Helga Thordarson 23. nóv. 1838. Verður afmælisins minnzt með sérstakri minningarathöfn í líkhúsinu í kirkjugarðinum og hefst hún kl 1 eftir hádegi. Skautasvell allgott er nú komið á Tjörnina og hefir verið óspart notað af unglingum bæjarins undanfarin tvö kvöld. Var mesti fjöldi af börnum og unglingum þar á skautum bæði kvöldin. Vinninga í happdrætti fyrir skíðaskála Reyk- holtsskóla, hlutu þessi númer: 5953 hálfur dvalarkostnaður í Reykholts- skóla, 3490 skíðabúningur, 3384 hickory skíði, 5533 kaffistell, 3002 veggfóður, 3429 hálfur dvalarkostnaður í Reyk- holtsskóla, 4593 kaffistell, 1006 listmál- arakassi, 2649 peningar kr. 50, 1863 fargjald með ríkisskip 872 peningar kr. 50, 3334 landslagsnr’nd, 5581 skíði, 5603 kaffistell, 3591 peningar kr. 50, 1712 skíði, 1496 Fuglarnir eftir Bj. Sæm. 4651 peningar kr. 25, 645 peningar kr. 25, 1152 skíði. Gestir í bænum. Sigurður Tómasson bóndi, Barkar- stöðum í Fljótshlíð, Árni Einarsson, bóndi, Múlakoti í Fljótshlíð, Hallgrím- ur Þórarinsson bóndi, Ketilsstöðum á Völlum. Jón Ólafsson bóndi, Austvaðs- holti í Rangárvallasýslu, Guðmundur Ólafsson bóndi, Sámsstöðum í Hvítár- síöu, Ólafur Bjarnason bóndi á Brim- ilsvöllum og kona hans. Tízkusýníng verzlunarinnar „GuIIfoss“ verff- ur haldin aff Hótel Borg n. k. fimmtudag kl. 4 og kl. 9 síffdegis. Þar eð oss vantar heimilisfang margra viðskiptavina vorra, eru þeir, er láðst hefir að senda kort til, en mættu óska að fara á sýninguna, vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða i verzlun vora hið fyrsta, því pláss er mjög takmarkað. Virðingarfyllst Verzlunin, Gullfoss, Austurstræti 1. HÚS. Nýtízku steinhús af ýmsum gerðum til sölu. Ennfremur mik- ið úrval af eldri húsum. Hús og jarðir tekið í umboðs- sölu. Nýjar kirkjur. (Framhald af 3. síðu.) hugaðrar stórkirkju á Skóla- vörðuhæð. %>að eru skátar bæjarins, sem hafa tekið að sér þetta söfnun- arstarf af fúsleik sínum og drengskap og eiga þessar línur að vera hvöt til bæjarbúa að taka þeim vel, er þeir koma með lista sína, því hér er vissulega á ferðinni mál, sem varðar mjög framtíð alls kirkju- og kristni- lífs þessa bæjar. Þess má og geta í þessu sam- bandi, að það er langt síðan frændþjóðir vorar á Norðurlönd- um hafa kippt þessum málum í lag í sínum borgum. Lönd fyrir Gyðinga. (Framh. af 1. síðu) irnar. Sagði hann, að þær hefðu vakið viðbjóð og meðaumkv- un og hefði gert ástandið í al- þjóðamálum stórum viðsjár- verðara. Er búizt við að Gyð- ingaofsóknirnar hafi haft þau áhrif, að samningar við Þýzka- land verði alls ekki ræddir á viðræðufundi ensku og frönsku ráðherranna, sem hefst í París á morgun, heldur muni þar rætt um sameiginleg landvarnarmál þessara rikja og Spánarmálin. Aðrar fréttir. Maud Noregsdrottning and- aðist eftir uppskurð á sjúkra- húsi í London aðfaranótt laug- ardagsins. Hún var fædd 1869 og giftist 1896 Karli Danaprinsi, en hann var kjörinn konungur Norðmanna 1905, eftir skilnað Noregs og Svíþjóðar og tók sér konungsheitið Hákon VII. — Einkabarn þeirra er Ólafur krónprins. Maud var dóttir Játvarðar VII. Bretakonungs. Enska þingiff hefir samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um tillögu, sem jafnaðarmenn báru fram, þar sem lýst var vanþóknun á öllum þjóðernis- legum, trúarlegum og pólitísk- um ofsóknum á hendur minni- hlutum og óskað eftir samvinnu allra þjóða til að greiða úr flóttamannamálum. Þýzkt stjómarblaff hefir skýrt frá því, að sett verði lög, sem geri Gyðinga í Þýzkalandi á- byrga fyrir hverju því ofbeldis- verki, sem Gyðingur fremur gegn þýzkum manni erlendis. f Ungverjalandi er nú verið að undirbúa ráðstafanir, sem gera kjör Gyðinga þar lakari en þau hafa verið.. - Kaup og sala - Ullarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomiff. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Gísli Björnssoii. Barónsstíg 19. Sími 4706. Garffar Svavarsson. 114 Andreas Poltzer: — Þá horfir málið öðruvísi við, Sir! sagði Philip og fyrirgaf húsbóndanum undir eins, að hann hafði komið seint heim. Það er ekki á hverjum degi, sem slitnar upp úr trúlofun. Þó að Whinstone væri æði þreyttur, gat hann ekki sofnað strax. Hann var alltaf að hugsa um Patriciu og það voru ekkert skemmtilegar hugsanir. Hafði hann ekki teflt of djarft kvöldið áður? Hann hafði hagað sér eins og þjösni og móðgað stúlkuna að yfirlögðu ráði. Hann áleit sig að vísu enn hafa gert rétt í því að gefa ekki erfingjanum að auðnum mikla undir fótinn — hér tók hann kald_ hæðilega fram í fyrir sér: Það er eins og ég haldi að hún sé viðbúin að taka mér. En því fer víst fjarri, því er nú ver. Annars er mér það víst fyrir beztu, eins og nú er komið. Þegar Philip vakti hann, hafði hann ekki sofið öllu meira en hálftíma, fannst honum. — Hvað er klukkan? sagði hann geisp- andi. Philip var kænni en svo, að hann svar- aði spurningunni nema óbeint. Scotland Yard hringdi, Sir. Lögreglu- stjórann langar til að tala við yður. Whinstone glaðvaknaði, þótt enn væri hann jafn þreyttur og áður. Patricia 115 — Klukkan er tuttugu mínútur yfir ellefu, Sir! sagði Philip nú ótilkvaddur. Og Whinstone fór á fætur. Sir William var að tala við mann, þeg- ar Whinstone kom í Scotland Yard. Hann fór því inn til Duffy yfirfulltrúa á með- an, en hann var ekki við. Ungfrú Bradford sat við ritvélina sína. Hún hætti að skrifa þegar Whinstone kom inn, og svaraði kveðju hans hispurs- laust og án þess að fara hjá sér. Hún virtist vera dálítið hissa á því, að fulltrúinn fór að tala við hana. Alice Bradford, ein af þeim fáu stúlkum, sem störfuðu í Scotland Yard, átti ekki því að venjast, að karlmennirnir þar skiptu sér mikið af henni. Þessi hægláta unga stúlka vann í kyrrþey það sem fyrir hana var lagt, og það bar afar lítið á henni. Það var alkunna, að Duffy hafði litla trú á starfhæfni kvenna yfirleitt. En að því er virtist, var hann ánægður með ritarann. Eftir dálitla stund fór Whinstone aftur af skrifstofu Duffys með þeirri óbifan- legu sannfæringu, að annaðhvort hefði sér skjátlazt kvöldið áður, eða að stúlk- an væri slægvitur meira en í meðallagi. Loks fór gesturinn frá Sir William og Whinstone flýtti sér inn til húsbóndans. — Fáið yður sæti, fulltrúi, ég verð að Óheiðarleg blafSameimska Stórmerkileg og afar- spennandi sakamálamynd Aðalhlutv. leika: FRED MAC MURRAY, CHARLIE RUGGLES og FRANCES FARMER. Börn fá ekki aðgang. nýja Bíó^ítnavrtmih Njósnaramiðstöð | i Stokkhólmi \\ Ensk kvikmynd, er styðst að ýmsu leyti við sanna viðburði, er gerðust í Stokkhólmi síðustu mán- uði heimsófriðarins. Aðalhlutverkin leika: VIVIAN LEIGH og CONRAD VEIDT. Aukamynd: Mickey Mouse I flutningum Börn fá ekki aðgang. Blindrakerti og stjakar fást í öllum verzlnnum bæjarins og Ilafnarf jarðar. Styðjið gott málefni. Kaupið blindrakerti og stjaka. TJmsóknir nm námsstyrk samkvæmt ákvörðun Meimtamáiaráðs (kr. 10,000), sem veittur er á fjárlögum ársins 1939, sendist ritara Menntamálaráðs, Ás- vallagötu 64, Reykjavík, fyrir 1. jan. 1939. Styrkinn má veita konum sem körl- um, til hvers þess náms, er Mennta- málaráð telur nauðsyn að styrkja. IPPBOB. Opinbert uppboð verður haldið í Goodtemplarahúsinu fimmtudaginn 24. nóvember n. k. og hefst kl. iy2 eftir hádegi. Verffa þar seld húsgögn, þ. á m. borffstofuhúsgögn, dagstofu- húsgögn, borff og stólar, kommóffur, skápar, dívanar, klukkur, þ. á m. rafmagnsklukka, útvarpstæki, grammófónar, orgel, klarinett, rafmagnsbökunarofn, saumavélar, hefilbekkir, rennibekkur, bif- reiff, peningaskápur, ritvél, dómkröfur, útistandandi skuldir og loks nokkur eintök af verffmætum bókum, einnig upplög. Munimir verffa til sýnis á uppboffsstaðnum, uppboffsdaginn kl. 11—1 e. h. Greiffsla fari fram við hamarshögg. LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK. Umsóknír um styrk til skálda og listamanna, sem veittur er á f járlögum ársins 1939 (kr. 5000,00), sendist ritara Menntamálaráðs, Ásvallagötu 64, Reykjavík, fyrir 1. janúar 1939. Tliricosan - S heitir ný hárvatnstegund, sem nu kemur á markaðinn. Er henni sérstaklega stefnt gegn flösunni. Notkunarreglur fylgja hverju glasi. Útsöluverð 4 krónur. Heildsalan hjá ÁFENGISVERZLUIV RÍKISINS. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. # t heUdsölu hjá Samband ísl. sam vínnuf élaga Sími 1080.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.