Tíminn - 22.11.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.11.1938, Blaðsíða 2
TÍMIJVJV, |u*igjMdagiim 22. nóv. 1938 274 ‘gfímrnn Þriðjudaginn 22. nóv. Arðurínn a! bústofninum Skýrslur þær, er kjötverðlags- nefnd hafa borizt um meðal dilkaþungann á slátrunarstöð- um víðsvegar um landið í haust eru athyglisverðar til saman- burðar og gefa nokkra hug- mynd um, hversu mismunandi arð bændur hafa af búum sín- um. Á átta stöðum, þar sem dilk- amir voru vænstir, er meðal- vigtin þessi: 17,56 kg., 16,74 kg., 16,55 kg., 16,17 kg„ 15,55 kg„ 15,14 kg„ 15,09 kg. og 15,07 kg. Á tíu stöðum, þar sem dilk- arnir voru rýrastir, er meðal- vigtin þessi: 12,96 kg„ 12,66 kg„ 12,61 kg„ 12,27 kg„ 12,09 kg„ 12,04 kg„ 12,01 kg„ 11,76 kg„ 11,45 kg. og 11,30 kg. Slátrað hefir verið samtals um 80 þús. dilkum, sem höfðu yfir 15 kg. skrokkþunga. En það hef- ir líka verið slátrað öðrum 80 þús. dilkum, sem höfðu undir 13 kg. skrokkþunga. Menn geta svo gert áætlun um það, hverju það hefði munað, ef allir þessir dilkar hefðu náð hærri þyngd- inni. Þar má taka tillit bæði til munarins á kjötþunganum og munarins á kjötgæðunum, því að talsvert af léttari dilkunum selst auðvitað, sem lakari teg- und. Ef borinn er saman hæsti meðalþunginn, 17,56 kg. og lægsti meðalþunginn, 11,30 kg„ er mismunurinn hvorki meira né minna en 6,26 kg. eða um hálft þrettánda pund á hverj- um einasta dilkaskrokk að með- altali. Þess ber að gæta, þegar slíkur samanburður er gerður sem þessi, að sumstaðar þar sem fé hefir verið rýrt í haust, gætu menn hugsað sér, að það staf- aði af sérstakri óáran í fénu. En þessu mun þó tæpast til að dreifa svo að nokkru nemi. Því að dilkar hafa nær undantekn- ingarlaust alstaðar verið vænni nú í haust en í fyrrahaust. Ekki má heldur ganga fram hjá því, að mikill fjöldi tvílembinga get- ur sumstaðar dregið niður með- alþungann. En höfuðástæðan fyrir hinum mikla mun er þó sú, að féð er misjafnlega gott og misjafnlega vænt, og þessi munur helzt meira og minna stöðugur frá ári til árs. Það er ekki síður ómaksins vert að athuga skýrslur naut- griparæktarfélaganna víðsvegar um landið, og bera saman beztu og lökustu kýrnar og meðalárs- nytina á einstökum félags- svæðum. Hæsta meðalársvigt í naut- griparæktarfélagi hefir á árinu 1937 verið 3155 lítrar*). En lægsta meðalársnytin er ekki nema 2126 lítrar eða rúmlega 1000 lítrum Iægrri en sú hæsta. Nythæsta kýr landsins, sem skýrslur hafa verið haldnar um á s.l. ári hefir mjólkað 5075 lítra á því ári. En nytlægsta kýrin á skýrslunum hefir ekki mjólkað nema 1078 lítra á árinu. Hér er mikill munur á árs arð- arðinum, ekki síður en af sauð- fénu. Það hefði verið fróðlegt í þessu sambandi að hafa fyrirliggjandi t. d. skýrslur um ullarþunga sauðfjár, hliðstæðar skýrslum um dilkaþungann og nythæð kúnna 1 nautgriparæktrafél. — Vitað er það, að ullarþungi (og ullargæði raunar líka) er mjög mismunandi bæði á einstökum heimilum og í einstökum sveit- um. En af tölum þeim, er hér hafa verið nefndar, má nokkuð um það ráða, hvílík verkefni fyr- ir höndum eru í því efni, að bæta bústofn landsmanna og auka af- urðir hans. Fjöldi búpeningsins er ekki einhlítur. Það er mikill munur á afkomumöguleikum sveitanna, sem hafa 35 punda meðaldilkinn eða hinna, þar sem meðaldilkurinn er ekki nema 23 *) í Bæjarhreppi í Stranda- sýslu. Sá hreppur virðist eiga hvorttveggja í senn, bezta fé og beztu kýr í landinu. Eysteinn Jónsson fjármálaráðh. Um gjaldeyrísmál NIÐURLAG Hvaða leiðir eru hugsanlegar til þess að vinna bug á gjald- eyriserfiðleikunum? Athugum fyrst möguleika til þess að lækka innflutninginn. Eins og ljóst er af skýrslunni, sem birt var með grein þessari í síðasta blaði hefir innflutningur þeirra vöru- tegunda, sem helzt er hægt að vera án, lækkað mjög á síðustu árum og eru ekki miklar líkur til að hægt sé að lækka hann verulega frá því sem verið hefir síðustu 3 árin, og varla svo nokkru teljandi nemi frá því sem verið hefir á þessu ári, sem er að líða, þar sem lengra hefir verið gengið um niðurfærslu á innflutningi ýmsra þessara vara en nokkuru sinni fyr. Þó er sj álfsagt að end- urskoða vel allan innflutning í þessum flokkum, til þess að úti- loka með öllu ýmsan varning, sem inn hefir verið fluttur á vefnaðarvöruleyfi t. d. og skap- að óró um framkvæmd haft- anna, þótt ekki hafi slíkt num- ið háum upphæðum. Ef við athugum þá vöruflokka sem eftir eru, þá sjáum við fljótt, að sumir af þeim eru þannig, að ekki getur komið til mála að synja um innflutning þeirra vara, sem í þeim eru. — Fyrst ber þar að nefna vörur til sjávarútvegsins og vörur til landbúnaðarins, sem árið 1937 hafa verið fluttar inn fyrir um 17,5 milljónir króna, og sem nema sennilega um y3 af öllum innflutningi þessa árs. Ennfremur má telja, að lítt eða ekki sé mögulegt að færa niður innflutning á rafmagnsvörum, pappírsvörum og hráefni til iðnaðar, svo að nokkru verulegu nemi. Við nána athugun kemur því í ljós, að ef lækka á inn- flutning verulega frá því, sem nú er, verður það að gerast með því að spara byggingarefni, vél- pund — þó að fjöldi bústofnsins væri sá sami. Ýmsar landbúnaðarþjóðir hafa unnið stórkostleg afrek í þá átt, að bæta bústofn sinn og auka af- urðir hans. Dæmi verða hér eigi nefnd að sinni. Vér íslendingar erum hér skammt á veg komnir. En íslenzkur landbúnaður á á- reiðanlega ekkert stærra né nauðsynlegra verlcefni en kyn- bætur bústofnsins, og vöndun á meðferð hans. Reynsla annara þjóða bendir á, að árangurinn gæti orðið meiri en margan grunar. ar til nýrra fyrirtækja, og neyzlu- eða eyðsluvörur, svo sem tóbak og áfengi annarsvegar eða nýlenduvörur og kornvörur hinsvegar. Síðustu árin hefir byggingar- efnis-innflutningur numið um Vt hluta af öllum innflutningi til landsins, og mun láta nærri að byggingarefni hafi verið keypt fyrir eina krónu af hverj- um sjö krónum og fimmtíu aur- um, sem vörur hafa verið seldar fyrir til útlanda. Mér er fyllilega ljós nauðsyn- in á því að byggja upp híbýli landsmanna, en virðist það þó fyrirsjáanlega ókleift að flytja inn á hinum erfiðustu árum svo mikið byggingarefni. Það er einnig Ijóst, að ýms- ar af þeim byggingarfram- kvæmdum, sem gerðar hafa verið, eru þannig, að þær hefðu mátt bíða og átt að bíða betri tíma. Aðrar eru aftur þannig, að þær hafa enga bið þolað. Jafnframt því að innflutning- ur byggingarefnis verður að lækka, verður að gera ráðstaf- anir til þess, að þörfustu bygg- ingarnar, þær, sem mest koma almenningi að notum, sitji fyr- ir því byggingarefni, sem inn er flutt. Það verður að fresta öllum þeim byggingarframkvæmdum, sem nokkra bið þola, og verður m. a. að ganga ennþá lengra en gert hefir verið í því að tak- marka framlög úr ríkissjóði til þeirra framkvæmda, sem bein- línis hafa gjaldeyrisútgjöld í för með sér. Hið sama verða bæjar- og sveitarfélög að gera. Þjóðin verður að skilja það, að hún hefir ekki lengi atvinnu af því að byggja úr byggingar- efni, sem ekki er hægt að greiða og allir ábyrgir menn að meta samkvæmt því það, sem gert er til þess að takmarka innflutn- inginn. Innflutningur véla til nýrra fyrirtækj a, einkum iðnaðar, hefir verið mjög mikill undan- farin ár, og hefir verið lögð á það mikil áherzla af mörgum, að slíkur innflutningur ekki stöðvaðist. Þenna innflutning verður fyrst um sinn að fram- kvæma með mjög mikilli gætni, og það má ekki eins og nú standa sakir veita innflutnings- leyfi fyrir nýjum vélum, nema það sé öruggt, að þær verði hvorki fyr né síðar byrði á gjaldeyrisverzlun landsins. Þá verður einnig að takmarka innflutning tóbaks og áfengis. En það verða menn að gera sér ljóst, að við það sparast þó ekki gífurlegar gjaldeyrisupphæðir, og af því hlýtur að leiða mjög verulegan tekjumissi fyrir ríkis- sjóð, sem mæta verður með nýj- um sköttum eða niðurskurði framkvæmda. Með þessum eða öðrum svip- uðum ráðstöfunum og með því, að þeir aðilar, sem standa að framkvæmd innflutningshaft- anna á hverjum tíma, hafi sterk samtök um framkvæmd þeirra, er að vísu hægt að lækka inn- flutninginn enn nokkuð frá því sem verið hefir, en jafnframt kemur það glöggt fram af því, sem hér hefir verið rakið, að úrræðið sem til frambúðar leið- ir þjóðina út úr fjárhagsörðug- leikunum verður að vera auk- inn útflutningur, eða öllu held- ur aukin framleiðsla í öllum greinum, bæði til heimanota og útflutnings. Frá því að saltfiskmarkað- irnir fóru að lokast, hefir verið unnið að því af hinu mesta kappi, að koma á fót nýjum framleiðslugreinum og efla þær eldri, — aðrar en þorskveiðarn- ar. Þannig hafa afköst síldar- iðnaðarins verið tvöfölduð á ör- fáum árum, og af því orðið mjög góður árangur, þótt stofn- kostnaðurinn við þessa aukn- ingu og við útbúnað skipa til síldveiða, hafi verið mjög til- finnanlegur og dregið stórkost- lega úr þeim gj aldeyrishagn- aði, sem af þessum framkvæmd- um hefir leitt. Jafnframt hefir verið lagt í mjög verulegan kostnað til þess m. a. að auka hraðfrystingu, herða fisk til útflutnings, stunda karfaveiðar, og nú síðast til þess að koma á fót niðursuðu á fiski. Allar hafa þessar ráðstafan- ir í raun og veru borið góðan á- rangur, en þeim er það sam- eiginlegt öllum,að þeim hefir fylgt afarmikill stofnkostnaður, og útflutningi þeirra afurða, sem framleiddar eru með tækj- um þessum, mjög þröngar tak- markanir settar. Hinsvegar er það kunnara en frá þurfi að segja, að á síðustu árum hefir útgerð til þorskveiða farið síhnignandi og er nú svo komið, að töluvert mikill hluti af skipastól landsmanna stund- ar lítt eða ekki veiðar nema sjálfan síldveiðitímann, 2—3 mánuði ársins. Hefir verið hinn mesti óhugur í mönnum um út- gerð á þorskveiðar. Er hvort- tveggja, að afli hefir verið rýr og markaðir svo þröngir, að menn hafa almennt kviðið því að ekki myndi unnt að selja sæmilega ársveiði. Á yfirstandandi ári hefir þetta viðhorf breytzt töluvert við það, að allur fiskur hefir selzt snemma, og útlit fyrir að hægt hefði verið að selja töluvert meira af fiski en til var. Það er að verða æ ljósara, að þjóðin getur ekki staðizt það, að mikill hluti framleiðslutækj - Jórunn Bjarnadóttir yiirhjúkrunarkona Mikli drottinn dáð þér sendi döprum til að líkna hér Blysið hátt þú barst í hendi birtu lagði út frá þér. Þér var ljúft að líkna og hjúkra lífsins gróðri í hjörtun sá. Reyndist móðir margra sjúkra, sem mein og beizkar sorgir þjá. Líf þitt hefir liðið svona að lækna, hugga og veita brauð. Þú varst meiri en meðal kona að manndómsgildi í hverri nauð. .Margur hér í húmi grætur, — hinumegin birtan skín. Sendu öllum sárabætur, sem að áður nutu þín. Þér var kært að halda í háttinn. Hreysti þinnar fallið vor. Þú hefir liðið lokaþáttinn — á leiðinni voru blóðug spor. Upp til bjartra, betri geima, berst þinn andi vængjum á. Svif þú inn í sælli heima sorgum jarðar burtu frá. Þig ég kveð með kærum þökkum, — kvöldið breiðist yfir hljótt. Upp til þín, frá anda klökkum óska að berist: sofðu rótt! Una Sigtryggsdóttir. anna sé ekki notaður nema fjórða hluta ársins. Þjóðinni er það lífsnauösyn, að allir fram- leiðslumöguleikar hennar séu notaðir til hins ítrasta, og að sú framleiðsluaukning, sem þarf að verða, náist með því að nota þau tæki, sem þegar eru til í landinu. Það verður að gera nýtt átak til þess að auka framleiðslu- starfsemina í öllum greinum, og gera aðgengilegra en verið hefir að stunda þær framleiðslu- greinar, sem mest hafa dregizt saman undanfarið. Það þarf að byrja á þorskveiðunum og leggja allt kapp á, að allur flotinn verði til þeirra notaður á kom- andi vertíð. Það þarf að gera ráðstafanir til þess að það borgi sig ekki ver en flest eða allt annað, að stunda þá bjargræðisvegi, sem eru undirstaða utanríkisvið- skiptanna og það verður að skapa þann fórnarvilja og skilning með þjóðinni, að menn víli ekki fyrir sér að taka á sig þær byrðar, sem slíkum ráð- stöfunum hljóta að fylgja. Með aukningu á framleiðslu- atvinnu þarf að skapa varan- 69. blatl Sígvaldí Björnsson Skeggsstöðum 80 ára 2. júlí 1938. í hugann málast mynd af liðnum dögum, ég man til baka hóp af förnum árum, þá barn ég gekk í œskuheimahögum. — Ég hugsa þangað oft með gleði og tárum. Og enn er sami svipur — gróin jöröin, en samt í vinahópinn stóru skörðin. Þó stendur ennþá einn og heldur velli af elztu vinum hugumkœra dalsins. Þú traustur varst og aldrei kveiðstu elli og undir þér í skjóli fjallasalsins. Hér stóð til boða veiting dýrra vista hjá vininum, sem allir kusu að gista. í fjölmörg ár ég hingað leiðir lagði, jafnt lítið barn sem aldurhniginn maður. Frá heimilinu lilýja strauma lagði og hér var andinn jafnan frjáls og glaður. Enda bar hér margan gest að garði. Hann gleymist ekki, þessi minnisvarði. Þú trúðir fast á mátt hins mikla, sterka. Þín mikilhcefni augljós var í svörum. Enda varstu fús til fremdarverka, og fannst oft til með aumingjanna kjörum. Þín virðing óx sem aldursdagafjöldinn og allra virðing fœrðu í verkagjöldin. í hverju máli veginn rétta valdir, með vorhug þeim, sem skapar mannsins gildi. Og störfin þín þú aldrei eftir taldir. Þú áttir bœði harðjylgi og mildi Og fyrir þennan hrepp þú hejir barizt í háa tíð. Með djörfung sótt og varizt. Þótt sólin lœkki og sígi brátt að kveldi, er sífellt bjart um gengnu frœgðarsporin. Það lýsir birta af augna þinna eldi. Þú alltaf þráðir gróðurinn og vorin. Og gestasœll þú situr yfir borðum með sama tignarblœ um enni og forðum. Já, lifðu heill með áttatíu árin og alvaldshöndin styrki þig og leiði. Ó! Lifðu heill með sviðann þinn og sárin og sumarblómin krans á veg þinn breiði. Þín sál er ennþá ung, þó hárin gráni, og alltaf munt þú studdur giftu og láni. Við kveðjumst fljótt og förum öðru áð sinna, því fólk til starfa kallar gróðurmoldin. Vér eigum þó á þessum bœ að inna þá þakkarskuld, er aldrei verður goldin. En þessi Ijóð, þau eru í hjarta alin hjá útlaganum, sem að kvaddi dalinn. Til hamingju með daginn! Gísli Ólafsson frá Eiriksstöðum. lega lausn á gjaldeyriserfið- leikunum og bæta þannig úr þeim atvinnuskorti, sem skapast kann í bili vegna strangari framkvæmdar innflutnings- haftanna. Jafnframt verður að beita innflutningstakmörkun- um til hins ítrasta á meðan þjóðin er að ná sér eftir þau erfiðleikaár, sem hún hefir lif- að undanfarið. Eysteinn Jónsson. Ágúst Steingrímsson: Umgengni á sveítabæjum Ágúst Steingrímsson, starfs- maður á teiknistofu Iandbún- aðarins, skrifar neðanmáls- grein í blaðið í dag um viðhald og umhirðu á sveitabæjum og geymslu véla og verkfæra. Er full ástæða til að gefa því góðan gaum, sem hér er vakið máls á. Ágúst hefir starfað á teiknistofunni nokkuð á ann- að ár, en nám sitt stundaði hann í Svíþjóð. Það hefir verið um okkur ís- lendinga sagt, að _við værum duglegir að afla, en að sama skapi duglegir að eyða. Full ástæða er til að ætla mál- tækið satt og rétt, og er þá vit- anlega ekki nema gott eitt um hið fyrra meginatriðið að segja, dugnaðinn við að afla. Aftur á móti dylst engum, sem um þau mál hugsa, að eyðslan beinist oft í hættulegar áttir. Of oft er eytt á þann veg að engum verður að gagni, og verðmæti sogast burt og hverfa að fullu og öllu án þess þau á nokkurn hátt leiði af sér gagn eða þá ný verðmæti. Slík eyðsla er hættuleg, og má vafalaust telja „hirðuleysið“ eina háskalegustu grein hennar. Samfara hirðuleysinu er æf- inlega sóðaskapur og þar með er heilbrigði stefnt í voða. Tíma- töf og óstundvísi siglir alltaf í kjölfar slæmrar umgengni. Menn eru alltaf að „leita“ að hlutum þeim, sem nota þarf, þegar enginn hlutur á sinn vissa samastað. Hjá manni, sem hefir vanið sig á slæma umgengni, þarf ekki að búast við smekkvísi og þar með verður hann af þeirri ánægju, sem fegurð náttúr- unnar veitir óspart þeim, sem taka vilja eftir. Við sjáum af því, sem upp hefir verið talið, að hirðuleysið er samsafn hinna verstu ókosta, ókosta, sem sýna lágt menning- arstig, og sem við þurfum að ryðja úr vegi sem fyrst. í þessari grein ætla ég að ræða umgengnina utanhúss í sveitum. Því fer þó fjarri, að ég álíti umgengni í sveitum verri en við sjóinn nema síður sé, en þar sem ég veit, að bændur eiga við sérstaklega erfið kjör að búa og veitir ekki af að halda sem bezt að sínu, þá vil ég gefa nokkrar bendingar í þeirri von, að þær mættu að einhverju gagni koma. Við athugun þeirra hluta hús- anna, sem viðhalds þurfa og hirðingar, komum við fyrst og fremst að bárujárninu. Standi járnið ómálað, koma á það ryð- blettir á öðru eða þriðja ári, og eftir fjögur til sjö ár má búast við því gjörónýtu. Oft fær það £o// að ryðga svo mjög, að það er búið að leka í lengri tíma og feygja borðviðinn, sem undir er, þá loksins að því er fleygt. Með því verði, sem nú er á þakjárni, mun fermeterinn kosta sem næst kr. 5.20, en góð málning á þenna sama fermeter kostar um kr. 0.22. Á þeim tíma, sem járnið skemmist eða jafnvel eyðilegst alveg, mundi þurfa ca. þrisvar sinnum að mála til þess að halda því fullkomlega ó- skemmdu. Verkfærakostnaður við málningu smáhúsa, er smá- munir og verkið hið auðveld- asta. Auk hins mikla vinnings frá fegurðar sjónarmiði, er hinn beini hagur þessarar hirðusemi auðsær. Glugga, hurðir og annað tré- verk, sem veður mæða á þarf að inála, að minnsta kosti þriðja hvert ár, helzt annaðhvert ár. Þó er þetta nokkuð misjafnt, allt eftir því hvernig liggur við veðrum. Kostnaður við aðgerð þessa er ekki mikill, að minnsta kosti er hann smámunir einir hjá eyðileggingunni, sem við- haldsleysið veldur. Málning á venjulegan tvísettan glugga 1.20X1-15 m. mun kosta sem næst 20 aurum. Meinvættirnir, fúi og ryð, eiga að hverfa úr sögunni, og það gera þeir vonandi, þegar menn hafa áttað sig á þeim háskálega misskilningi, að ódýrara sé að láta t. d. 20 kr. glugga fúna nið- ur, heldur en að mála hann í nokkur skipti fyrir 20 aura. Svo við snúum okkur síðan að steinsteypunni, þá vita allir, að hún þarf síns viðhalds, ef hún á að ná tilgangi sínum. Steinsteyptur veggur, sem á að standast okkar óblíða veður- far, er ekki öruggur fyrr en bú- ið er að húða hann, hversu vönduð sem steypan annars kann að vera. Yfirborð steypunnar, eins og hún er eftir að mótin hafa verið losuð frá, er alsett holum, smá- um og stórum. Vatnið pressast inn í holur þessar, frýs þar og molar frá sér. Á þennan hátt smátærist veggurinn. Auk þess kemst rakinn lengra eða skemmra inn í vegginn og rýr- ir þannig einangrunargildi hans að mun. Sé steypan ekki því betri, má alltaf búast við að vatnið komist alveg í gegn, og allir skilja skaðann, sem þá er orðinn. Því er nauðsynlegt að húða vegginn með sterkri, fínni sements- og sandblöndu. Ódýrasta húðunaraðferðin er eflaust sú að „draga upp“, sem kallað er. Með því fæst lag sem nær fyllilega tilgangi sínum, sem rakavörn, er einföld og krefst þess vegna ekki fagkunn- áttu og er fullkomlega viðun- andi hvað útlit snertir. Heppileg blöndun er l:2y2, eða einn hluti af sementi og 2% af sandi (fínum). Þessi lögun er síðan dregin upp á vegginn með stálbretti, og síð- an er jafnað yfir með kalkkúst. Þegar lagið er orðið hart, fer vel að rjóða kalki á veggina og blanda það með ögn af sementi, sem styrkir það að mun. í kalkið má líka blanda ýmislega litu dufti, ef menn svo óska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.