Tíminn - 10.12.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.12.1938, Blaðsíða 4
304 TÓ1I\1\, langardagiim 10, des. 1938 Albert Lebrun, núver. forseti Fralcklands, er 67 ára gamall. Hann var kjörinn forseti 1932 og lœtur því af störfum nœsta vor. Hann fer rétt áður í opin- bera heimsókn til Englands. Lebrun lagði í uppvexti sinum stund á verkfrœði, náði góðu há- skólaprófi og hlaut nokkrú síðar heiðursverðlaun fyrir vísinda- störf. Aldamótaárið var hann kosinn á þing. 1911 varð hann nýlendumálaráðherra og gengdi því starfi um nokkurt skeið. 1917 varð hann hafnbannsráð- herra og 1918—20 veitti hann forstöðu sérstöku ráðuneyti, sem fjallaði um málefni Elsass-Loth- ringen. Hann var á þeim árum mjög andvígur Versalasamning- unum. Taldi hann samningana of hagstœða Þjóðverjum, enda er hann alinn upp skammt frá þýzku landamœrunum, þar sem óttinn er mestur við hina „ger- mönsku hœttu“. Á nœstu árum átti hann sæti i öldungadeildinni og var vara- forseti og síðar forseti hennarum skeið. 1931 keppti hann við Bri- and og Doumer um forsetatign- ina og var Doumer hlutskarp- astur. Hann var myrtur ári síðar og náði Lebrun þá kosningu. Lebrun er virðulegur í fram- komu, en ekki rœðumaður meiri en i meðallagi. Hann hefir þótt hyggínn og stjórnsamur. For- setastarfinu fylgja margarskyld- ur og vegna hinna tíðu stjórnar- skipta í Frakklandi hefir forset- inn þar meira vald en ella. Er almennt talið, að Lebrun hafi farizt starfið vel úr hendi. Lebrun hefir öflugan lifvörð, enda hefir reynslan sýnt að það var nauðsynlegt fyrir fyrirrenn- ara hans. í sumarfrii sinu gefur hann þó lifverðinum burtfarar- leyfi. Þá dvelur hann jafnan í fœðingarbœ sínum, sem er í Norður-Frakklandi, og ferðast fylgdarlaust milli kunningjanna. Hann ferðast þá oft á reiðhjóli og er það talið sameiginlegt með þeim Daladier. Lebrun hefir gaman af veiðum og er góð skytta. Hann á son og dóttur og fimm barnabörn. Bœði son- urinn og dóttirin eru verkfrœð- ingar. * * * Bók Halldórs Kiljan Laxness, Höll sumarlandsins, er nýlega komin út á dönsku. í ýmsum rit- dómum kemur fram sú skoðun, að hún muni að verúlegu leyti vera sjálfsœfisaga höfundarins. * * * Sœnska skáldkonan Selma Lagerlöf átti nýlega áttræðisaf- mœli. í Svíþjóð hafa bœkur hennar alls komið út í 1.7 millj. eintökum. „Ferðasaga Nielsar Holgeirssonar“ ein hefir komið út í 600 þús. eint. og er langvín- sœlasta barnabók, sem komið hefir út í Sviþjóð. Hún hefir verið þýdd á fjölmörg tungu- mál m. a. arabisku. Fjórtán kvik- myndir hafa verið gerðar eftir skáldsögum Selmu. ÚR BÆIVUM Framsóknarfélögin í Reykjavík halda skemmtun á Hótel Borg á þriðjudagskvöldið. Hefst hún kl. 8,30 stundvíslega með Framsóknar- vist. Verðlaunum verður úthlutað, rœð- ur fluttar og loks dansað fram eftir kvöldinu. Aðgöngumiðar fást á af- greiðslu Tímans eftir helgina. Pr j ónlessýningin i Markaðsskálanum er opin kl. 2—H daglega. Fólk ætti ekki að geyma það fram á síðustu stundu að koma þangað. Bjarni Björnsson endurtekur minningarskemmtun sína á morgun kl. 3 í Gamla Bíó og eru ýms ný skemmtiatriði á skemmtiskránni. Bjarni segist ekki muni endurtaka þessa skemmtun hér í Reyjkavík og er þetta því síðasta tækifærið í bili, til að hlusta á Bjarna. Landssamband blandaðra kóra og kvennakóra var stofnað 7. þ. m., fyrir forgöngu söng- félags IOGT. Voru á stofnfundinum mættir níu fulltrúar frá fimm kórum. Var Jón Alexandersson kosinn for- maður sambandsins, en meðstjórn- endur Jakob Tryggvason og Bent Bjarnason. — Tilganpurinn er að efla kórsöng á íslandi og auka söng- menntun, gangast fyrir flutningi tón- verka, styrkja íslenzk tónskáld með útgáfu verka þeirra, halda uppi söng- kennslu og fleira. Rögnvaldur Sigurjónsson efnir til hljómleika í Gamla Bíó þriðudaginn 13. desember kl. 7. Rögn- valdur er löngu kunnur fyrir leik sinn í útvarpi, en Reykvíkingum er hann sérstaklega kunnur fyrir hina mikið sóttu hljómleika hans undanfarið í höfuðstaðnum. Hann hefir um hríð stundað nám í París. Hann kom heim í sumarleyfinu, en mun nú vera á förum aftur til Parísar. Framsóknarmenn halda jólatrésskemmtun í Oddfellow húsinu á þriðja dag jóla. Fólk er beðið að tilkynna þátttöku sína fljótlega á innheimtuskrifstofu Tímans. Gestir í bænum. Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellu- landi í Skaeafirði, Guðlaugur Hinriks- son bóndi á Þrándarstöðum í Brynju- dal. Ný bók Margit Ravn: Stjúpsyst- urnar. Helgri Valtýsson þýddi. Útg. Þorst. M. Jóns- son Akureyri. 200 bls. Verð 4 kr. ób., 5,50 í bandi. Margit Ravn er vel þekktur höfundur hér á landi fyrir ung- meyjabækur sínar, sem þýddar hafa verið á íslenzku, t. d. Sunnefurnar þrjár, Eins og all- ar hinar og Starfandi stúlkur, sem allar hafa hlotið góðar við- tökur. Þessi nýja bók er lík hin- um fyrri og engu lakari. Hún fjallar um líf æskufólksins, segir fxá vonum þess, sorgum og óskum. Að lýsa sálarlífi nútíma- æskunnar er eitt tíðasta við- fangsefni skáldkonunnar og lætur henni bezt. Sem unglingabók er saga þessi mjög góð, létt, fjörug en þó lærdómsrík, og sumar per- sónar sögunnax, t. d. Þórdís, er túlkuð þannig, að hún mun seint gleymast þeim er lesa bókina. Ný matvörubúð. Undirritaður opnar í D A G, laugardag, nýja matvörubúð á VÍÐIMEL 35, síml 5370. Aherzla lögð á hreinlæti og vöruvöndun. Virðingarfylst. Pétur Krisíjáiisson, Ásvallagötu 19. Víðimel 35. Sími 2078. Sími 5270. FÖNIX = smekkleg- ar vörur. Smekkleg- ar vörur = FÖIVIX Sturla í Vogum Nýjasta skálds'aga Guöm. Hagalíns. „Fullkomlega okatæk á mælikvarða hvaða bókmenntaþjóðar sem er.“ — ENGIN JÓLAGJÖF KÆRKOMN ARI. Stjúpsysturnar er nýjasta bókin eftir frú Margit Ravn. Engar bækur hafa heillað eins ungar stúlkur eins og bækur þessa höfundar. Áður út komnar Sunnevurnar þrjár, Eins og allar hinar og Starfandi stúlkur. Himala j af ör In Æfintýraför drengja til Aslu. ÁGÆT JÓLAGJÖF. — Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) 45 skólapiltar úr fimmtán skólum við þessa vegagerð, að meira eða minna leyti. Fimm þessara manna voru stúd- entar, er stunda nám við erlenda há- skóla. Voru þeir hér aðeins I sumar- leyfi sínu, en unnu þó fyllilega fyrir því, sem þeir þurftu að greiða í ferða- kostnað báðar leiðir og spöruðu sér dvalarkostnað erlendis í 2—3 mánuði. Axlabönd Sokkabönd Ermabönd Leðurbelti Teygjubelti Axlabandasprotar Kvensokkabönd Barnasokkabönd Þvottapokar Kaffipokar Matarsmekkir og Öryggisbönd fyrir smábörn. „SANITA“ kven- Hygiene-Belti. EINU SINNI FÖNIX = ^ALLTAF FÖNIX Útbrelðið TÍMAXX Verksmiðjan FÖXIXj Reykjavík. 142 Andreas Poltzer: að gera? Ég er ekki vel fallinn til svona starfa .... Meller var óþolinmóður og tók fram í. Það var kaldhæðni í röddinni er hann spurði: — Munið þér eftir höll nálægt Lordia? Ég held að systir erkibiskupsins af Zara- gossa hafi átt hana ... .7 Eða kannske munið þér eftir höll Monte bankaeig- anda á Paseo del Gracia í Barcelona? Ég get nefnt fleiri höfðingjasetur, sem þér hafið gert heimsóknir í að nætur- þeli .... — Verið þér ekki að rifja upp þessar gömlu sögur, sagði Branco ólundarlega.- — Ég skal taka þetta að mér. — Albert, hleypið þér Branco og prest- inum út, sagði Meller og sneri sér að fjórða manninum í stofunni. Presturinn var ekki sem stöðugastur á ganglimunum þegar hann stóð upp. — Þér fáið tilkynningu frá mér á sama hátt og vant er, sagði Meller um leið og hann kvaddi prestinn, og bætti svo við: — Ég vona, að allt gangi að óskum í næsta skipti, jafnvel þó brúð- urin verði ekki sú sama .... Presturinn Aanthonus forviða upp, en undir augnabliki var sami værðarsvipurinn kominn Sagathee leit eins á næsta afskiptaleysis- á andlit hans aftur. Presturinn var, eins og áður var Patrícía vikið að, alveg laus við að vera for- vitinn. Fimm mínútum eftir að presturinn fór, fylgdi maðurinn, sem kallaður var Albert, hinum gestinum til dyra. Branco var ekki fyr kominn út en Albert flýtti sér upp stigann aftur. Hann læddist hljóðlaust inn í stofuna. Eins og hann hafði búizt við, var enginn maður í borð- stofunni nú. Hann læddist varlega að dyrunum á herberginu til hliðar við stof_ una, en hún stóð í hálfa gátt, Hann opnaði hurðina dálítið betur og gægðist inn. Allt í einu hrökk hann við. Meller, sem hafði falið sig bak við gluggatjaldið i borðstofunni, var kom- inn fram. — Albert! Þér skuluð ekki njósna um mig! Það gæti kostað yður hausinn á yður .... Rödd Mellers var ógnandi. * * * Philip sat í fínu og fáguðu eldhúsinu í piparsveinsíbúð Whinstones á Pem- bridge Square og var í þann veginn að opna dós með niðursoðnum ávöxtum. Hann gerði þetta með mestu varkárni og natni og fann bragðið að sælgætinu á tungunni á sér. Þó að Philip væri svar- inn óvinur allrar nýtízku, þá notaði hann eigi að síður hníf af allra nýjustu gerð til þess að opna dósina. Því að hann beinkk HAFIÐ ÞER greitt andvirði yfirstand- andi árg. Tímans? Sé svo ekki, þá gerið það hið fyrsta. Gjalddagi var 1. júní síðastliðinn. Hvert greitt árgjald er mikill styrkur og hver nýr kaupandi stór vinningur. 76. blatS TYEIR NJÓSNARAR Afar spennandi amerísk njósnarakvikmynd frá heimsstyrjöldinni miklu. Aðalhlutv. leika: HERBERT MARSHALL og GERTRUDE MICHAEL. Aukamynd: Skipper Skræk sem myndhöggvari. Börn innan 12 ára fá H ekki aðgang. NÝJA BÍÓ'ííttííítvrtlííns KVENNA- L/EKXIRIM Hrífandi fögur og skemti- leg amerísk kvikmynd frá Fax, slungin áhrifaríkum þáttum úr mannlegu sál- arlífi. || Aðalhlutv. leika: LORETTE YOUNG," WARNER BAXTER og VIRGINIA BRUCE. Aukamynd: Talmyndafréttir frá Fox. Jólatrésskemmtun Framsóknarmanna verður haldin í Oddfellowhúsinu á 3ja í jólum. Framsóknarmenn, sem vilja taka þátt í skemmtuninni með börnum sínum, eru beðnir að tilkynna það á skrifstofu Tímans sem fyrst Framsóknarfélög- in í Reykjavík halda skemmtikvöld næstkomandi þriðjudagskvöld á Hótel Borg. Skemmtunin hefst kl. 8y2 stundvíslega með FRAMSÓKNAR-WHIST. Verðlaunum verður útbýtt, ræður fluttar og loks dansað fram eftir kvöldinu. Aðgöngumiðar fást á afgreiðslu Tímans á mánu- dag og þriðjudag og við innganginn meðan húsrúm leyfir. Framsóknarmenn fjölmeimíd! Vegna áskorana endurtckur Bjarni ISiöriisson minningaskemmtun hlátursins i Gamla Bíó á sunnudag kl. 3. SKEMMTISKRÁIN ENDURBÆTT! — Aðgöngumiðar á kr. 2.00 og 2.50 hjá Eymundsen og í Hljóðværav. Sigr. Helgad. í dag. Skenuntunln verður ekki endurtekin. Vegna mikillar aðsóknar eru síðustu forvöð að ná í miða. Rögnvaldur Sigurjónsson: PíanéhljómleikHr í Gamla Bíó þriðjiidaginn 13. desember kl. 7. Aðgöngumiðar hjá Sigfús Eymundsen og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur (Katrín Viðar). AusiHrðingafélagið heldur fund og kvöldskemmtun að Amttnanrrs- stíg 4 (neðri hæð) í dag, laugard. 10. des. kl. 830 sd. F élagsst jórnin. Bifreiðarafgevmar -- Viðtækjarafgevmar. ACCUMUL AT 0REN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEÍN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.