Tíminn - 13.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1938, Blaðsíða 2
306 TÍMINN, frriðjiiclnginn 13. des. 1938 77. I»Iað Ábyrgðartilfinníng andstæðinganna »Við munum berjast þar til við einír stöndum nppí« ■gímiran Þriðjudayinn 13. des. Andi kommúnista í sj álistæðisblöðunum Einn af áhrifamönnum Mbl.- manna í Skagafirði, Sigurður frá Veðramóti, talaði hér á ár- unum um hina ráðsettu menn í MbLliðinu, sem „stæðu upp úr svaðinu.“ Hann átti við hina prýðilegu sjálfbjargarmenn, sem hann taldi helzt vera í sín- um flokki. En nú bregður svo undarlega við, að hvað eftir annað koma fram í flokks- málgögnum Sigurðar á Veðra- móti kenningar, sem stefna að því að draga fleiri ofan í „svaðið“. í þessum málgögnum birtast greinar, sem ekki myndu vera teknar í neitt Framsóknarblað. í þessum á- drepum er beinlínis verið að eggja fólk í Reykjavík til að heimta atvinnubótavinnu og á- fella stjórnina fyrir að vera ekki nógu stórtæk í þessum efnum. í þessum áróðri kemur fram andi Einars Olgeirssonar og Héðins Valdimarssonar. Þar er ýtt undir fólk að kasta sér á arma hins opinbera, ríkis og bæjar, vinna ekki sjálfur, láta aðra vinna fyrir sér. Þessi skoð- un er að vísu fordæmanleg á vörum kommúnista. En þar sem það er vitað, að fyrir þeim vakir upplausn þjóðfélagsins, og að því loknu bylting, þar sem nú- verandi þjóðskipulag er jafnað við jörðu, þá er ekki hægt ann- að að segja en að Einar og Héðinn séu á sinni ,,línu“. Þeir ætla að liða sundur núverandi þjóðskipulag, og það gera þeir bezt með því að sliga atvinnu- lífið og þá, sem vinna að fram- leiðsluvinnunni með óvígum her þeirra, sem lifa á vinnu ann- arra. Atvinnuleysisnefndir, sem komið hafa til Skúla Guð- mundssonar upp í stjórnarráð, hafa haft eftir Pétri Halldórs- syni borgarstjóra, úr viðtölum um atvinnuleysismálin, að hann gæti lítið gert fyrir þá. Hann væri í þessum efnum orðinn millimaður milli Landsbankans og þeirra, sem ekki framleiða en lifa á opinberu framfæri. Það er að vísu ekki víst að þessi orð séu rétt flutt eftir borgar- stjóra, en þau eru sönn. Skuld bæjarins við þjóðbankann er mjög há og meiri en hún má vera. Og þessi skuld er stofnuð fyrst og fremst vegna þess mikla fjölda hér í bænum, sem kasta sér á framfæri annara og vilja ekki taka - þátt í framleiðslu- störfum annarsstaðar á land- inu, þar sem nóg þörf er fyrir vinnandi hendur. En ef Sigurður á Veðramóti hefir haft á réttu að standa fyr- ir nokkrum misserum um að allmargir samherjar hans væru þá í nokkrum efnum, þá má gera ráð fyrir að svo sé enn, og þá ekki sízt hér í höfuð- staðnum. Þessir menn hljóta að mynda sér skoðun um það, hvort þeim finnist byrðar af framfærslu þeirra, sem ekki vinna nógu mikið, eða þeir óski eftir að fá fleiri, miklu fleiri á sitt framfæri. Ef þessum sam- herjum Sigurðar á Veðramóti finnst byrðin nú nægilega þung, og að ískyggilega lítið sé farið að standa upp úr svaðinu af þeim verðmætum, sem mölur og ryð og iðjuleysi sækir á að granda, þá væri eðlilegt, að þeir segðu við forystumenn sína: Þið eruð byrjaðir að egna fólk til að krefjast af almenningi meiri fórna, en þegar hafa ver- ið færðar, vegna þeirra, sem lifa á opinberu framfæri. Þið send- ið út um bæ og land blaða- greinar, sem að efni og anda gætu verið eftir forsvarsmenn kommúnista. Þið hafið tvisv- ar neitað á Alþingi stuðningi við byggðarleyfi Bernharðs Stefánssonar. Þið hafið nú í vor í bæjarstjórn Reykjavíkur látið borgarstjóra og nokkra aðra af samherjum hans halda ræður móti byggðarleyfi í sama tón og fulltrúar kommúnista? Þessar spurningar verða vafa- laust bornar fram víðar en við þá, sem telja sig vera sérstaka I. „Er allt þetta stríð og bar- átta milli flokka nauðsynlegt? Er ekki meira samstarf hugs- anlegt?“ Þannig spyr nú mikíll hluti landsmanna, og það menn af öllum ábyrgum stjórnmála- flokkum. Fyrir þá, sem þannig spyrja, er það lærdómsríkt hvernig rit- að hefir verið í flokksblöðin síðan 1. desember. Á fullveldisdaginn lét for- sætisráðherrann Hermann Jón- asson orð falla á þá leið, að fyr- ir ofan allt stríð einstaklinga og flokka, yrði alltaf að vera eitt sjónarmið, sem tengdi oss íslendinga: „Hin sameiginlega ábyrgð okkar allra á því, að sjálfstæði og lífsmöguleikar þjóðarinnar glatist ekki“. Og hann benti á að okkur væri þetta sj ónarmið nauðsynlegt, ekki sízt nú, vegna þess að lausn mikilsverðra mála væri framundan, sem tilheyrðu frels- isbaráttunni. Aflabrestur og markaðshrun skapaði erfiðleika við sjávarsíðuna, og hagsmuna- barátta flokka og einstaklinga lamaði starfskraftana, sem annars gætu verið miklir. Það er lærdómsríkt að at- huga hvernig stjórnmálablöðin hafa tekið þessum orðum. Alþýðublaðið segir að stétta- baráttan verði að halda áfram meðan ekki séu „allir jafnir í þjóðfélaginu‘“ og ennfremur að af andstæðingunum, Kom- múnistum og Sjálfstæðismönn- um, sé einskis annars að vænta en svika. Þjóðviljinn (blað Kommún- ista) tekur í sama streng. Hann segir að þjóðstjórn sé raunverulega þegar mynduð og allir flokkar ætli að svíkja verkamenn, nema Kommún- istar. Morgunblaðið (og væntan- lega ísafold) segja að samvinna sé möguleg, ef „gengið sé inn á stefnu Sjálfstæðisflokksins". — Ummæli forsætisráðherra beri það með sér, að nú séu „sumir að bogna undan ofurþunga synda sinna“. Ef draga ætti saman ummæl- in, eru þau á eina lund: „Við ætlum að berjast þang- málsvara þjóðskipulagsins, en egna fólk til meira iðjuleysis og meiri frekju gagnvart þjóðfé- laginu. Framsóknarmenn eru samdóma Sigurði á Veðramóti um það, að þeir vilja ekki að öll þjóðin sökkvi í það ástand að vera á annarra framfæri. J. J. að til enginn stendur uppi, NEMA VIÐ!“ Og flokksblöðin virðast öll telja það hina mestu fjarstæðu, að allt í einu eigi að fara að gilda sú regla, að fyrir ofan þeirra flokkssjónarmið eigi að koma „hin sameiginlega ábyrgð okkar allra á því, að sjálfstæði þjóðarinnar og lífsmöguleikar glatist ekki“. Ef eitthvað hefði skort á næg- ar sannanir fyrir því, að flokks- sjónarmiðin væru orðin blind, þá hafa skrif blaðanna sein- ustu daga fært um það sann- anir, sem ekki verða véfengdar. Tíminn telur vel farið að tekist hefir að leiða þetta svona ræki- lega í ljós frammi fyrir alþjóð. II. Framsóknarflokkurinn barð- ist fyrir því, þegar menn streymdu að gullkistunni við sj ávarsíðuna, á sínum tíma, að sveitirnar ekki tæmdust. Hann barðist fyrir því að gera þar lífvænlegra með því að leggja síma, vegi og brýr, með því að efla samvinnuhreyfinguna í landinu, sem nú starfrækir eig- in verzlanir fólksins, sláturhús, frystihús, mjólkurbú og fjöl- mörg iðnfyrirtæki. Hann hefir greitt fyrir því, að bændurnir fengju sem bezt hjálpartæki, og hann hefir jafnframt búið í haginn fyrir sveitirnar með hin- um fjölmörgu skólum, sem sett- ir hafa verið á fót og sniðnir eru við þeirra þarfir. Hann hef- ir barizt fyrir afurðasölumál- um sveitanna og borið þau fram til sigurs. Hann hefir endur- skipulagt Búnaðarfélagið og gert það starfshæfara en áður. Hann er nú að beita sér fyrir garðyrkjuskóla, aukinni þekk- ingu í garðrækt og aukinni grænmetisneyzlu meðal lands- manna. Ennfremur að koma sem fullkomnustu skipulagi á tilrauna- og rannsóknarstarf- semi landbúnaðarins, þannig að sérhver ný reynsla og ný vís- indi megi verða landbúnaðinum til eflingar svo fljótt sem auðið er. Þanníg hefir Framsóknar- flokkurinn unnið, og oft hefir flokkurinn orðið að heyja um þetta harða baráttu. Enginn neitar því nú, þegar gullkistan við sjávarsíðuna reynist ekki eins örugg eins og ýmsir héldu, að Framsóknar- flokkurinn hafí ekki gert rétt, þegar hann háði þessa baráttu, til að veita viðnám burtflutn- ingnum úr sveitunum. Því hvar væri þjóðin stödd, ef hinar stór- kostlegu framfarir í sveitunum hefðu ekki átt sér stað, og mörg þúsund manna hefðu flutt það- an til viðbótar að sjávarsíð- unni. Nú, þegar erfiðleikarnir steðja að við sjávarsíðuna, mun það vera sameiginlegt álit allra, hvar í flokki sem þeir standa, að þessi barátta Framsóknar- flokksins hafi verið til mikill- ar blessunar fyrir þjóðina. Sveitunum hefir tekizt, þrátt fyrir mikla utanaðkomandi erf- iðleika, að komast þolanlega yfir hin síðustu erfiðu ár. Er það ekki sízt að þakka úrræðum samvinnunnar, sem sveitafólk- ið hefir lært að beita. Á þessum tímum er því að- staða Framsóknarflokksins sterkari en nokkurs annars flokks í landinu. Að vísu renna andstæðingarnir hornauga til margs af því, sem Framsóknar- flokkurinn hefir barizt fyrir og sjálfsagt mundi vera ráðist meira á gerðir hans, ef menn ekki vissu, að sveitafólkið í hinum dreifðu byggðum hefir gert Framsóknarflokkinn að svo sterkum varnargarði, að and- stæðingarnir telj a þýðingar- laust að leita þar á. Af þessum ástæðum er Fram- sóknarflokkurinn nægilega sterkur til þess að geta gefið ráð, og jafnvel gengið á milli, þegar baráttuaðferðir og vinnu- brögð nábúaflokkanna leiða til ófarnaðar og eru að verða þjóð- hættuleg. III. Menn minnast þess ef til vill sumir, þegar einn af forkólfum Sjálfstæðisflokksins stóð aust- ur við Þjórsárbrú, rétti út hend- ina og sagði: „Við eru afla- klærnar“. Og þessar aflaklær, sagði hann, gætu látið rækta upp þessi víðáttumiklu lönd. Síðan þetta var sagt, hefir margt breytzt. Hinn mikli og auðfengni auður, sem sjórinn gaf, hefir minnkað af völdum markaðshruns og verðlækkunar. Stórgróðareksturinn hefir orðið að stórtaprekstri. Deilan um ARÐINN hefir orðið að deilu um það, hverjir eigi að bera TAPIÐ. Hinir ríku vilja halda fyrri lífsvenjum. Verkamenn- irnir vilja láta kaupið haldast óbréytt. Og svo er deilt. í kaup- stöðunum hafa flokkarnir spreytt sig á því, hver geti ver- ið mestur í skrumauglýsingum, sem enga stoð geta átt í veru- leikanum. Sjá menn hvernig komið er á Eskifirði? Á sömu leið virtist vera að fara á Seyð- isfirði, þegar bæjarstjórinn, sem er Framsóknarmaður, setti hnefann í borðið. Daglega heyr- ast ótíðindi frá Norðfirði, þar sem Sjálfstæðismenn og kom- múnistar hafa tekið höndum saman. Þar eiga kommúnistar að hlífa Sjálfstæðismönnum við að greiða útsvör, en Sjálfstæð- ismenn og kommúnistar eiga að heimta framkvæmdir og vera samtaka í því að heimta pen- inga hjá ríkinu til þessara framkvæmda og framfærslu fjöldans. í Hafnarfirði eru stöð- ugt háðar hatrammar deilur milli Kommúnista og Sjálfstæð- ismanna annarsvegar og Jafn- aðarmanna hinsvegar. í Reyk- javík er baráttan háð um hylli fjöldans með sífelldum yfirboð- um. Blöð Sjálfstæðismanna heimta stóraukin framlög til atvinnubóta umfram það sem lög leyfa, samhliða því, sem þau deila á ríkisstj órnina fyrir að gæta ekki nægilegs sparnaðar á ríkisfé! í Reykjavík er ekkert gert, síðan Jón Þorláksson leið, til að auka verklegar fram- kvæmdir. Útgerðin gengur sam- an, bæjarfélagið ætti væntan- lega kost á að fá keyptar stórjarðir í nágrenni Reykja- víkur og setja þar á stofn arð- bærar framkvæmdir í stórum stíl, með vinnuafli sem bærinn ræður yfir og nú nýtist að engu, en bæjarstjórnin gerir ekki neitt til slíks. Talið er að fátækraframfæri og styrkir muni í ár nema um 3 millj. kr. Yfirdráttur Reykja- víkurbæjar í Landsbankanum fer hraðvaxandi. Baráttan milli flokkanna er háð með stöðugum skrumauglýsingum og einkum um þurfalinga og at- vinnuleysingja. Áætlað er að fimmti hver maður í Reykjavík njóti styrks eða fátækrafram- færis. Borgarstjórinn í Reykja- vík er að sligast undir erfiðleik- unum. Á síðasta ári stöðvaðist öll togaraútgerð vegna ósamkomu- lags. Hinir fjandsamlegu flokk- ar steyttu hnefa, þó þjóðar- voði vofði yfir, ef togaraflotinn stöðvaðist. Hvorugur aðili gat horft ofar flokkshagsmunum. Framsóknarflokkurinn varð að skerast í leikinn. í það sinn tókst að koma togaraflotanum út, og semja frið um síldveið- arnar síðastliðið sumar. Sama sagan gerðist gagnvart Eim- skipafélaginu. Talið er, að Eim- skipafélagið hafi tapað á ann- að hundrað þúsund króna á stýrimannadeilunni. Einnig þar varð Framsóknarflokkurinn að skerast í leikinn, og fá báða að- ila til að sætta sig við gerðar- dóm. Þegar Framsóknarflokkur- inn talar um frið, þá er hann ekki að tala um frið fyrir sjálf- an sig eða sín sérstöku mál. Flokkurinn talar fyrst og fremst til hinna stríðandi flokka við sjávarsíðuna og segir: Viljið þið ekki gæta að því hvað þið er- uð að gera með þessu framferði ykkar. Viljið þið ekki gæta að því, að með þessu getið þið sett framleiðsluna og alla þjóðina í hættu. Sjáið þið það ekki af reynslunni síðastliðinn vetur, að þá voruð þið á góðum vegi með að eyðileggja ekki aðeins sjálfa ykkur og atvinnuvegi bæj- arfélagsins, heldur stofna allri þjóðinni í voða. Það er þessi hætta, sem Framsóknarflokkur- inn bendir á. Það eru ekki skrumauglýsingar og stétta- stríð, sem bæina vantar. Það, sem hina stríðandi flokka skort- ir, til að rétta við atvinnulífið í bæjunum, er að læra af hinum dreifðu byggðum, þeirra vinnu- brögð, þeirra sparsemi, þeirra hagsýni um kaup og sölu, þeirra skipulegu úTræði til þess að fá sem mest upp borið. Það eitt getur bjargað yfir erfiðleikana. IV. Þegar Framsóknarflokkurinn bendir æsingaflokkunum við sjávarsíðuna á hættuna, sem þeim sjálfum og þjóðinni stafar af vinnubrögðum þeirra, þá er svarið: „Við munum berjast þar til við einir stöndum uppi.“ Og jafnframt setja sumir þessara herra, eins og Sjálf- stæðismenn, upp merkissvip, og segja við þá, sem benda þeim á hættuna, að þeir séu sjálfir að „bogna undan ofurþunga synda sinna“. Það væri ekki úr vegi fyrir þá menn, sem þannig skrifa, að kynna sér betur sögu sinnar eigin þjóðar og ýmsra annarra. Þá myndu þeir e. t. v. átta sig á, að þeir sem hafa bor- ið friðarorð, haf ekki alltaf verið hræddir við að draga sverðið úr slíðrum, ef á hefir þurft að halda, og þá ekkert síður kunn- að að beita því, ef ekki hefir verið hjá komizt. Jón Loftsson bar friðarorð í milli ábyrgðar- lausra og æstra flokka um langt skeið. Hann gat það vegna þess, að menn vissu, að hann var líka maður til að beita vopnum og stjórna herflokkum, ef við þyrfti. Ummæli sumra flokksblað- anna um Framsóknarflokkinn, út af því, að hann hefir bent á þá hættu, sem deilur kaupstað- anna geta leitt yfir þjóðina, minna mjög á viðskipti og um- mæli, sem fóru á milli þeirra Skammkels og Gunnars á Hlíð- (Framh. á 3. síðuj Séra Halldór Jónsson, Reynívöllum: Um samtakamáttínn i. Bera bý bagga skoplítinn, hvert að húsi heim. Þaðan koma ljós hin logaskæru á altari hins göfga Guðs. Jónas Hallgrímsson. Mikið er um það rætt og rit- að, að þjóð vor sé í vanda stödd. Þar er rætt um skuldir ríkis og þjóðar, stofnana, bæjarfélaga og einstaklinga. Að vísu verður ekki hjá þeim sannindum kom- izt. Á einni síldarvertið veltur fjárhagslegt bolmagn ríkisins, á sjávarútveginum í hvert sinn, af því hvorttveggi er stórtækast um úrgreiðslu á hinu mikla vandamáli, í þessu efni, því að standa í skilum. Annað er þó stórtækara um allan framtiðarhag og verður síðar að því vikið. Þetta var að- eins til dæmis tekið. Sumir eru bölsýnir. Þeim virðist voði fyrir dyrum, og hafa þeir nokkuð til síns máls. Það er tæpast, að þeir sjái ljós- glætu í öllu þessu myrkri. Aðrir eru bjartsýnir. Þeirra á meðal er ég. Þeir trúa á líf og framtíð þjóðarinnar og síhækk- andi heillir í ásköpuðum þroska hennar. Sumt í hættum framtíðar- innar felst án efa í skökku skipulagi, í löggjöf, hugarfari og háttum þjóðarinnar, þó ein- kum í hugarfari hennar. Þess- vegna verður það hugarfarið, sem helzt umbóta þarf. Takizt að bæta það, verður öllu borgið. Það er hugarfarið, nýtt hugar- far, sem öllu á að bjarga. — Þegar svo er komið, veltur ekki allt á einni síldarvertíð. Bregð- ist hún I eitt sinn, er það að vísu mikið óhapp, en þó alls eigi óbætanlegt, því að svo margar aðrar stoðir standa undir heillum þjóðarinnar, sterkar stoðir, sem standast öll áföll. II. Því skal eigi neitað, og játa vísast allir innst inni fyrir, að ýmsar stórfelldar veilur séu í ís- lenzkri löggjöf. Þyrfti nú nokk- ur að furða sig á slíku? Hafa þar eigi verið að verki skamm- sýnir menn? Það virðist geta verið.nægileg ástæða. Annað er það, sem eigi verður hjá komizt, þegar minnst er á íslenzka löggjöf, og það eru hinir flokkspólitísku þættir, sem að einu leytinu mynda þar uppistöðuna. Þegar hver togar í sinn skækil, er mjög mikil hætta á, að komi snurða á þráð- inn. Það er þetta, sem án efa veldur miklu böli einmitt í lög- gjöf vorrar þjóðar. Nú erum vér svo fáir, íslendingar, að vér höfum ekki ráð á að láta slíkan óleik eptir oss. Hér þurfa allir kraftar að vinna saman að al- þjóðarheillum, að einu og sama marki. Hér á ekki að vera Gyð- ingur né grískur, hvorki þræll né frelsingi, eins og forðum var sagt, heldur allir eitt, allir ís- lendingar, synir og dætur hinn- ar sameiginlegu móður, sem hefir fætt oss og alið oss í sæld og þrautum allar liðnar aldir frá íslandsbyggð. III. Sumir líta svo á, að eigi sé vinnandi vegur að slökkva eld- inn í viðureign stjórnmála- flokkanna, að gera óskaðvænar eiturörvarnar í ræðum og rit- um og sameina hinar sundruðu sveitir. Þetta hlýtur þó að vera vinnandi vegur, er þjóðarnauð- syn til þess knýr, eins og nú er með vissu og raunar hvernig sem á stendur. Það er þjóðar- nauðsyn, lífsnuaðsyn, að allir vinni saman í einum anda, al- þjóð manna til heilla. Með þessu er eigi þar með sagt, að ávalt séu allir á sömu skoðun. Slíks er auðvitað alls eigi að vænta meðan leyfist að hugsa. Tæpast heldur æskilegt, því sjónarmiðin skýrast við mis- munandi skoðanir. En þegar mætzt er á miðri leið, þar sem báðir fá nokkuð, en hvorugur allt, þá virðist ratað á hið rétta meðalhóf, öllum til heilla. Sá væri þarfur maður ættjörðinni, sem væri svo máttugur í orðum og vrekum, að honum tækist að flytja slíkt friðarorð á milli stjórnmálaflokkanna, hinna sundruðu sveita, að ávöxturinn yrði samvinna, bróðurlegt sam- starf, þar sem hver fyrir sig yrði manna fegnastur, að fá sinn styrk hjá hinum, svo að hver bætti annan upp, það sem á brysti hjá hvorum fyrir sig. Ég veit, að þetta er hugsjón, en slíkt ætti að vera mögulegt. Má telja það skyldu allra góðra, hugsandi manna, allra góðra íslendinga, að vinna einmitt að þessu marki. Hitt er bæði hróp- leg skömm og skaði, er bræður berast á banaspjótum. Þá verð- ur ættjörðin ómaklega fyrir halla. Allir á voru landi þurfa að muna, að allir eru greinar á hinum sama þjóðarmeiði, sem á að rísa hærra og hærra í sinni tign og fegurð, sviplíkt og til bendir hin fagra og svip- mikla, íslenzka náttúra. IV. í sunnudagsblöðum dag- blaðsins „Vísir“ í júlímánuði þessa árs var prentaður greina- flokkur eptir mig, sem ég kall- aði „Óskráð lög“. Er sá greina- flokkur nú sérprentaður og nú þegar í höndum fjölmargra víðsvegar um land. Kennir þar margra grasa og ýmislegs þess, er ég tel að mundi firra þjóð vora miklum vandræðum, ef þeim ráðum væri almennt fylgt, sem þar er bent á. Ef landsins lýður færi í ýmsum efnum eftir lögum, sem hvergi væri skráð nema í meðvitund þjóðarinnar, mundi henni margir vegir fær- ir, sem nú eru ófærir og hefja hana á hærra stig siðferði- þroskans, og mætti heita ör- yggi fjárhagslegs sjálfstæðis. Vitanlega er ég enn sömu skoð- unar. Að þessu sinni mun ég þó að- eins lýsa þeirri tillögu, sem þar var önnur aðal þungamiðj an. Þeirri tillögu lýsti ég með ör- fáum lifandi dæmum og mun ég lýsa henni í stuttu máli á sama hátt. Vil ég aðeins geta þess, að ritstjóri „Vísis“, sem þá vakti athygli á hugmyndinni og ritaði einkar vingjarnlega um hana (sem ég kann hon- um ágætar þakkir fyrir), vildi gefa henni heitið: Þegnskapar- vinna, og er það réttnefni. V. í Austur-Skaptafellssýslu, Borgarhafnar-, Bæjar-, Nesja- og Mýrahreppum, sem og Ör- æfum (Hofshreppi) tíðkast og hefir lengi tíðkast sá fagri og merkilegi siður,að þegar t. d. einhver fáliðaður eða efnalítill bóndi þarf að bygja hús, íveru- hús eða peningshús eða annað þess háttar, eru sveitungarnir boðnir og búnir til að vinna hjá honum án alls annars endur- gjalds en þess, að fæði er í té látið aðkomandi liðsmönnum af þeim bónda, sem unnið er hjá. Vinnur svo hver hjá öðrum á víxl ókeypis eftir þörfum. Á síðastliðnu sumri var byggt skólahús að Holtum á Mýrum í Austur-Skaptafellssýslu. Sveit- armenn höfðu áhuga á þessu fyrirtæki og unnu þeir ókeypis að allri vinnu við bygginguna; aðeins einn smiður ráðinn, sem greitt var kaup að nokkru eða öllu leyti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.