Tíminn - 15.12.1938, Síða 4

Tíminn - 15.12.1938, Síða 4
312 TÍMIM, fimmtudagiim 15. des. 1938 78. blalS Leopold Belgíukonungur íór nýlega í heimsókn til Hollands. Á myndinni eru (talið frá vinstri) Leopold konungur, Juliana krónprinsessa með dóttur sína, maður hennar og Viktoria drottning. Virginio Gayda er 53 ára gam- all. Hann er frœgasti núlifandi blaðamaður ítala og greinar hans vekja meira umtal og at- hygli en flestra annarra blaða- manna. Ástœðan til þess er sú, að hann er talinn túlka viðhorf Mussolínis í alþjóðamálum frá degi til dags. Hann rœðir daglega við Mussolini eða Ciano greifa og skrifar síðan 5—6 dálka langa grein í þlað sitt, Giornale d’Ita- lia. — Gayda er doktor í ríkis- réttarfrœði. Þegar heimsstyrj- öldin hófst, dvaldi hann í Rúss- landi. Eftir styrjöldina var honum falið að stjórna heimferð ítala, sem voru fangar í Austur- ríki. Hann gekk strax í fasista- flokk Mussolinis, er hann var stofnaður. Eftir að Mussolini kom til valda, var hann fyrst í þjónustu utanrikisráðuneytisins og fór ýms ferðalög í þágu þess. Hann talar og les ensku, frönsku og þýzku auðveldlega og var þvl vel til sllkra starfa fallinn. Fyrir 12 árum varð hann ritstjóri Gi- ornale d’Italia og síðan hefir hann verið „óopinber málpípa hins opinbera“ eins og hann er stundum nefndur í gamni. Gayda er ólíkur ítölum í því, að hann hefir enga ánœgju af veizlum eða af þvl að láta bera mikið á sér. Það má miklu frekar kalla hann mannfœlinn. Hann kemur yfirleitt ekki i veizlur, tekur ekki á móti gestum á rit- stjórninni, sézt aldrei á mann- fundum og á mjög fáa persónu- lega kunningja. Hann gegnir engu opínberu trúnaðarstarfi. Hann er orðlagður fyrir að drekka mikið af mjólkurlausu kaffi, þegar hann er að skrifa greinar sínar, einkum ef þœr eru alvarlegs efnis. Tómstundir slnar notar Gayda aðallega til lesturs. Hann les mikið af erlendum blöðum og söguritum. Auk hinna löngu, daglegu blaðagreina, skrifar hann árlega 1—2 bœkur, sem fjalla um stjórnmál. Árslaun hans eru talin 30 þús. lirur. Gayda er prýðilega ritfœr og flytur mál sitt með þeirri hörku og ófyrirleitni, sem fellur Musso- lini vel í geð. Gayda hefir Ijósrautt hár og er bláeygður. í útliti líkist hann meira Norðurlandabúa en ítala. * * * Nýlega fór fram samkeppni í Nizza um það, hver gœti reykt flestar sigarettur á 10 klukku- stundum. Keppendur voru um 100. En keppnín stóð ekki svo lengi. Þegar 9 klst. voru liðnar, fengu tveir keppendurnir yfirlið. Lœknar voru til kvaddir, en fengu ekkert að gert. Hvorugur þessara manna vaknaði til lífs- ins aftur. Þeir höfðu reykt um 600 sigarettur á þessum tíma og orðið með því sjálfum sér að bana. Forgöngumenn samkeppn- innar hafa verið fangelsaðir. * * * Nýlega gerði starfsfólk á 130 gistihúsum og veitingastöðum í ÚTC B/ENUM Egill Vilhjálmsson bifreiðasali bauð blaðamönnum í gær að skoða verzlunar- og viðgerðarhús sitt við Laugaveg 118. Er nú gólfflötur byggingarinnar alls orðinn 2970 fer- metrar. Er þarna framkvæmd allskonar bifvélavinna og allt, sem lýtur að yfir- byggingu bifreiða og málningu. Er tré- smíðaverkstæðið i nýrri byggingu, sem lokið var við í haust. Alls geta verk- stæðin tekið um 40 bifreiðar til yfir- byggingar í einu. Fyrirtæki þetta var stofnað 1930, en á byggingunni við Laugaveg 118 var byrjað 1932. Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur var hald- inn í Oddfellowhúsinu á þriðjudags- kvöldið. í stjórn voru kjörnir: Hörður Bjarnason, húsameistari, formaður, Árni Snævarr, gjaldkeri og Ragnar Jóhannesson ritari. Sigurður Ólason var formaður síðastliðið ár, en baðst undan endurkosningu. Að loknum að- alfundarstörfum flutti Ludvig Guð- mundsson langt erindi um nýtt land- nám á íslandi. Urðu um það umræður og að þeim loknum kosin nefnd, sem geri tillögur um málið og leggi fyrir næsta fund. í nefndina voru kosn- ir Ludvig Guðmundsson, Guðmundur Finnbogason og Hákon Bjarnason. Gestir í bænum. Þorgrímur Jónsson bóndi á Kúlu- dalsá, Guðmundur Ólafsson frá Mið- sandi. Fjárpestm á Austurl. (Framh. af 1. síðu) Ríkisstjórnin hefir falið Hall- dóri Pálssyni ráðunaut að hafa yfirumsjón með rannsóknum á útbreiðslu veikinnar. Tíminn hefir látið Halldór sjá viðtalið hér að framan og kvaðst hann ekki að svo stöddu bæta við öðru en því, að lyf, sem alveg nýlega hefir verið fengið frá Englandi, virðist ætla að bera árangur. Var það reynt á 40—50 kindum á Hæli og leiddi í ljós að flestar þeirra voru sýktar. Á tveim öðrum bæjum í Gnúpverjahreppi, Stóru-Más- tungum og Hlíð, hafa fundizt sýktar kindur. Á viðavangl. (Framh. af 1. síðu) deilur eiga að brjóta fasisman- um Jeið eins og í Þýzkalandi. Slíkur er draumur heildsala- klíkunnar, sem kom þessu bandalagi á. En meginhluti hinna óbreyttu Sjálfstæðis- manna vilja aukinn frið en ekki auknar deilur, viðreisn fram- leiðslunnar en ekki aukin verk- föil. Þess vegna mun bandalag- ið við kommúnista verða íhalds- foringjunum dýrkeypt. Noregi, langflestum .1 Oslo, verk- fall sem stóð í 24 daga. Fékk það sama og engu af kröfum sínum framgengt. En á þessum tíma tapaði það um einni miljón króna í vinnulaunum og eyddi um 170 þús. kr. úr verkfallssjóði sínum. Tjón ríkisins, sem kemur fram í minni tekjum af veitinga- skattí, er áœtlað um 300 þús. kr. tltbrciðið TÍMANN Sigur lýðræðisins. (Framh. af 1. síðu) manna. Þykir líklegt að verk- lýðsfélögin muni reyna á næst- unni að losa sig undan öllum yfirráðum kommúnista, en þau verða samt lengi að ná sér eft- ir þessa handleiðslu þeirra. Á einum degi sviptu verklýðssam- tökin sig miklu af því valdi, sem þau höfðu skapað sér á undan- förnum árum og myndi hafa verið óhaggað nú, ef þau hefðu beitt því með meiri forsjá og ekki ætlað því að ná út yfir takmörk sín. i Eftir hinn glæsilega sigur var Daladier óspart hvattur til að láta kné fylgja kviði og ganga á milli bols og höfuðs á verklýðssamtökunum. En hann neitaði. Hann beindi þeirri á- skorun melra að segja til at- vinnurekenda að láta verka- menn yfirleitt ekki gjalda verkfallsins og gera í þeim efn- um mun á upphafsmönnum og þeim, sem hefðu verið ginning- arfífl. Aðeins opinberum starfs- mönnum, sem gegndu ábyrgð- miklum embættum, var refsað. Sumum með brottrekstri og öðrum með því að flytja þá í lægri stöður. Úrslit verkfallsins, sagði Daladier, sýndi að þjóð- in er sameinaðri en andstæð- ingarnir hafa gert sér ljóst og ég tel það heppilegast til að vinna að eflingu lýðxæðisins og aukinni einingu þjóðarinnar að fara ekki með neina eins og þeir hefðu beöið ósigur í stríði. Framtíð þjóðarinnar veltur á því, að hún geti gert stór, sam- eiginleg átök. Styrkleiki þjóð- arinnar út á við fer líka eftir samheldni hennar inn á við. Ef verkfallið hefði heppnazt, stjórn Daladiers fallið og við- reisnarráðstafanir verið af- numdar, er ómögulegt að segja hver endalokin hefðu orðið. En flest bendir til að skapazt hefðu aukin átök og sundrung inn- viðreisn atvinnulífsins og endir- inn orðið rauð eða brún bylting. Erlendir fjandmenn Frakka hefðu reynt eftir megni að hagnýta sér þessa innbyrðis sundrung þeirra. Enn verður það að vísu ekki sagt, hvort Daladier eða eftirmenn hans hafi til fulls komizt framhjá þessum skerj- um. En undir forystu hans hef- ir franska lýðveldið unnið í annað sinn þýðingarmikinn sig- ur og öfgamennirnir orðíð fyrir miklu áfalli. ÍSM miMLMtnuitíuK „Þ O R L Á K U R ÞREYTTI11 Gamanleikur í 3 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: Har. Á. Signrðsson. Sýning í kvöld kl. 8. Lækkað verð. — ÍVæst síðasta sinn. — Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. E.s. Lyra ÁST OG AFBRÝÐISEMI Áhrifamikil og snilldar- lega vel leikin sakamála- kvikmynd tekin af UFA. Aðalhlutv. leika: CHARLES BOYER og ODETTE FLÓRELLE. Börn fá ekki aðgang. nýja Bíó^mmvrmnÞ * SÁ HRAUSTI 1 SIGRAR Spennandi og æfintýrarík amerísk Cowboymynd, leikin af Cowboy-kappan- um fræga JOHN WAYNE. Aukamynd Æfintýrið í Klondyke. Amerísk kvikmynd, er sýnir sögu, er gerist meðal útlaga í Alaska. Börn fá ekki aðgang. Nýkomið mikið úrvul af Karlmannaf ataeínum og skóm. Ennfremur: Flughúfur, Barnalúffur, Kvenlúffur og Karlmannahanzkar. Verksmiðjuútsalan €ref|nn - Iðnnn Aðalstræti. Ráðningarstofa Reykj aví kurb æjar Bankastræti 7. Sími 4966. Kaupmenn, kaupfélög og iðjuhöldar! Ef þið þurfið að láta vinna einhver verk fyrir jólin (eða síðar), ættuð þér strax að snúa yður til Rðningarstofunnar, því að fjöldi at- vinnulausra verkamanna eru þar skráðir, og eru á reiðum höndum, til að taka að sér vinnuna. Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar, Sími 4966. Mjólknrbúðin á Vesturgötu 12 verður opnuð aftur föstu- dagínn 16. p. m. Mjólkursamsalan. Mjólkur- oj» braiabúð opnum vér, föstudaginn 16. p. m. á Víðimel 35. M j ólli ii rssiinsitlan. 150 Andreas Poltzer: ■■■'■ ' ri'. ' j fr ■%. #i Hann tók undir sig stökk og hljóp, eins og sjálfur kölski væri á hælunum á honum. FJÓRÐI KAPITULI. Óheppnin hafði elt Whinstone í allri hans málagrennslan, en loks hafði hann þó stigið spor í áttina. Eftir að brotizt var inn í ibúð hans og engu stolið nema skjölunum, sem hann hafði fengið til varðveizlu frá Patriciu, gekk hann í málíð með hálfu meiri dugnaði en áður. Fulltrúanum var órótt, því að hann skildi ekki, hvað innbrotsþjófurinn ætl- aði við þessi plögg að gera. Whinstone iðraði þess, að han hafði ekki skoðað skjölin betur. Eins og áður er sagt voru þau að miklu leyti á þýzku. Whinstone grunaði Meller um inn- brotið, jafnvel þó að hann sæi ekki, til hvers hann ætlaði sér að nota skjölin. Fulltrúinn hafði fengið að vita það hjá Patriciu, að Meller hafði fengið afrit af fæðingarvottorði hennar. Ef Meller ætl- aði sér að giftast Patriciu var honum nóg að hafa þetta vottorð fyrir gifting- una. Og það gat gilt einu hvort það væri sú rétta ungfrú Holm eða ekki, sem stóð hjá honum frammi fyrir prestinum. Annars var Whinstone forviða á, að Meller skyldi ekki hafa hugkvæmst þetta ráð fyr. Það var auðsjáanlegt að per- Patricia 151 sónan Patricia skipti minna máli fyrir Meller en hitt, að hann gæti komið fram sem eiginmaður hennar. Það var að svo stöddu leyndarmál hversvegna Meller vildi fá þessu framgengt. Að minnsta kosti var það næsta ólík- legt, að það væri auðæfi Kingsley lá- varðar, sem Meller var að hugsa um. Hann gæti aldrei náð í þau, þó hann giftist Patriciu nauðugri. Hvað stoðaði það hann, þó hann fengi prestinn og svaramennina til að sverja, að allt hefði farið fram á löglegan hátt? Dómurinn mundi leggja meiri trúnað á framburð sonardóttur lávarðsins og ekki taka mark á hvað misindismenn eins og Meller og hans nótar höfðu fram að færa. Eins og allir æfðir lögreglunjósnarar, beindi Whinstone athygli sinni mjög að aukaatriðunum. Eitt af aukaatriðunum voru litlu holurnar tvær í hurðinni á íbúðinni hans. Það var auðvelt að sjá, til hvers þær höfðu verið gerðar. Nú kom þessi spurning: Hversvegna hafði innbrotsþjófurinn — það sást á handaverkum hans, að hann var enginn viðvaningur — þurft að fást við slag- brandinn fyrir hurðinni? Úr því að eng- inn var í íbúðinni og innbrotsþjófurinn vissi þetta, þá gat slagbrandurinn ekki Ser héðan í kvöld 15. p. m. kl. 7 til Bergen um Vestmannaeyjar og Thorshavn. P. Smith & Co. Skrifstofa Framsóknarflokksms í Reykjavík er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1D.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.