Tíminn - 17.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.12.1938, Blaðsíða 2
314 TÍMliVIV, langardagiim 17. des. 1938 79. blað ‘gímii'in Laugardaginn 17. des. Nýjung í útvegsmálum Ef það er rétt, sem ég tel vafasamt, að gætt hafi nokkurs trúleysis á land og þjóð í flutn- ingahug nokkurra ungmenna til Nýja-Sjálands, þá er víst að fátt er betur lagað til að draga kjark úr æskunni, en að sjá daglega brugðið upp tveim myndum með sterkum litum, annarri af örmagna þjóð og hinni af örmagna höfuðstað. Að vísu eru allmiklir erfiðleik- ar á vegi landsmanna, en sí- felldar úrtölur og eymdarvæl er lítt fallið til bjargráða, að því leyti, sem þeirra er þörf. Ég hefi nýlega bent á þá staðreynd, að sveitabændur, sem búa við verzlun kaupfélag- anna og Sambandsins, finna engan veginn til hallæris- kvíða. Ekki er heldur um at- vinnuleysi að ræða hjá þeim. En þetta fólk hefir bjargað sér sjálft með sparsemi og dugn- aði heima fyrir, og með hinu félagslegu samstarfi bæði í verzlun og landsmálum. Hinir sýnilegu og aðkallandi erfið- leikar eru í kaupstöðum og kauptúnum. Sú staðreynd, að togarar landsins hafa í 5 und- anfarin ár tapað árlega jafn- miklu fé eins og þurfti til að reisa hús á stærð við háskóla- bygginguna, án bókhlöðunnar, sýnir hvar skórinn kreppir að. Frá reynslu sveitanna vil ég benda á úrræði, sem að vísu kemur tæplega í allra fyrstu röð vegna útvegsins, en getur þó haft mikla þýðingu. Útvegsmenn hafa komið á sölufélögum um fiskframleiðsl- una, í stað hinnar gömlu sam- keppni. Enginn mundi nú vilja missa samlagið um fisksöluna erlendis. En þá liggur næst að spyrja, hvort ekki megi létta gjöldum af útveginum með því að mynda allsherjar innkaupa- félag allra sjómanna og út- gerðarmanna um olíu, veiðar- færi og salt. Þetta fyrirtæki yrði að vísu að setja á stofn með landslögum, en það yrði þó ekki landsverzlun heldur samlag allra, sem stunda sjó. Það er vitað, að olían og veið- arfærin eru seld með mjög verulegri álagningu, og saltið gæti verið ódýrara. Að sumu leyti er óhjákvæmilegt, að þess- ar vörur verði dýrari, eins og nú hagar til, meðan þær eru seldar í litlum einingum, og stundum lánaðar með allmik- illi áhættu fyrir þann, sem verzlar. En ef allir útgerðarmenn og sjómenn væru í einu samlagi, studdir af Alþingi og ríkis- stjórn, þá gætu eigendur minnstu bátanna átt kost á til- tölulega eins góðum kjörum og Ægir hefir nú. Og það væri stórkostlegur munur fyrir út- veginn í heild sinni. En þetta samlag getur aldrei þrifizt með taphættu af út- lánum. Þar yrði að vera stað- greiðsla, og til þess verða út- gerðarmenn og sjómenn í hverju kauptúni eða verstöð að mynda deild fyrir sig, og fyrsti veðréttur í afla yrði að vera trygging hins nýja fyrir- tækis. Menn myndu ef til vill segja að það yrði ofurefli að kaupa olíutanka Shell og B. P. hér á landi. En sú röksemd er veik, þegar þess er gætt, að félögin sem verzla hér með olíu, láta útveginn vitaskuld bera allan þunga af olíugeymunum eins og þeir eru nú. Ég hefi þá trú, að menn úr öllum þrem þingræðisflokkun- um myndu líklegir til að styðja þetta skipulag, og mér er kunn- ugt um þingmenn úr þeim flokkum öllum, sem telja þetta mikið bjargráð fyrir útveginn. Kommúnistar munu að líkind- um verða á móti þessu, en það hefði enga þýðingu, vegna þess að sjómenn, sem kunna að fylgja þeim flokki, myndu ekki telja skoðanir leiðtoganna falla saman við hagsmuni þeirra, sem á sjóinn fara. Ein af meginástæðunum fyrir því að samvinnubændur eru [)iiii nm loðdýrin II. J. Hólmjárn Eftir Jón Árnason firamkvæmdastj. NIÐURLAG Sem enn eitt dæmi um víta- verða framkomu H. J. H. í starfi sínu eru svör hans við fyrir- spurn frá mér um það, hvort satt sé, að loðdýr, refir og minkar, hafi sloppið úr eldi, og læt ég þess um leið getið, að minkar séu mjög grimmir og þyki hinir mestu vágestir, ef þeir komist í varplönd. í svari sínu segist H. J. H. aldrei hafa heyrt getið um, að minkar hafi komizt í varplönd (hvað getur satt verið), að enginn silfurref- ur muni lifandi utan vörzlu, að hann viti ekki nema um einn mink, sem sloppið hafi úr vörzlu og kunni að vera lifandi, og að af þeirri reynslu, sem hann hafi af minkum, geti hann ekki sagt að þeir séu mjög grimmir. Þessi grein H. J. H. kom í Tímanum 15/11., en rétt áður, eða þann 8/11. var þessi frásögn í blaðinu: „Að undanförnu hafa verið að því nokkur brögð, að minnkar hefðust við villtir, einkum hér í nágrenni Reykjavíkur. Hafa þeir jafnvel sumstaðar gert talsverðan usla og drepið ali- fugla. Fyxir stutu drap villtúr minnkur 40 hænsni að Fitjakoti á Kjalarnesi, en 7 á næsta bæ. Víðar hafa þeir valdið svipuð- um skaða. Skammt frá Elliða- koti fannst í vor minnkahreið- ur með ungum í, er tókst að handsama. Rétt fyrir síðast- liðna helgi var einn minnkur handsamaður í porti hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Sá einn starfsmaður félagsins dýrið, er honum varð litið út um glugga; var það þá að drepa rottu! Var strax reynt að ná minnkinum, en hann faldi sig i spýtnabraki í portinu. Þá var reynt að ná honum í silunganet, en þegar það stoðaði ekki, var gildra sett hjá fylgsni hans og í hana gekk hann. Minnkur þessi er nú, þar sem pestin ekki geisar, mun betur settir en útvegs- menn og sjómenn, er sú, að þeir hafa slík samtök um innkaup til búa sinna. Án slíkra sam- taka myndi aðstaða landbænda fyrir löngu vera vonlaus. Út- vegsmenn og sjómenn skilja, hve mikla þýðingu fisksam- lagið hefir fyrir þá, um sölu af- urðanna. Hér er bent á leið til að stofna hliðstætt bjargráða- fyrirtæki vegna útvegsins, og að miða skipulagið við þörf og að- stöðu allra, sem hafa atvinnu á sjónum. J. J. talinn Alaska-dýr. Minnkar eru grimmir og verður því að telj- ast í mesta máta vítavert að minnkabú hér skuli vera svo illa úr garði gerð, að dýr geti sloppið þaðan. Ber að krefjast þess, að haft verði strangara aðhald hér eftir í þeim efnum, en verið hefir hingað til.“ Ég skal þessu næst fara nokkrum orðum um verð silf- urrefaskinna. H. J. H. fullyrð- ir alveg afdráttarlaust, að þau skinn, sem seld eru utan upp- boða í Noregi, séu seld „miklu hærra verði, en meðalverð skinnauppboðanna“.*) — Um þetta getur enginn fullyrt. Hér er aðeins um líkur að ræða. Ég spurði tvo menn í Oslo um þetta *Leturbreyting mín. J. Á. Tala seldra atriði, sem báðir eru þessum málum miklu kunnugri en H. J. H. Annar þeirra kvað liklegt, að þeir, sem seldu utan uppboða, fengju nokkru hærra verð, en hinn maðurinn, sem var með- eigandi í stóru refabúi og áður hafði verið forstöðumaður þess, kvað það miklum vafa bundið, að hærra verð fengist fyxir skinnin utan uppboða, og kvaðst sjálfur alveg mótfallinn slíku sölufyrirkomulagi. * Norðmenn telja sig hafa góð- an silfurrefastofn. Þeir seldu um 300.000 silfurrefaskinn í kauptíðinni 1937/38. Meðalverð norskra silfurrefaskinna á upp- boðunum var rúmar 100 n. kr. (um 115 ísl. kr.). Þegar ég fór frá Oslo, fyrir hálfum mánuði, voru skinnauppboðin að byrja. Var jafnvel búist við lægra verði nú en í fyrra. Ég hefi enn ekki fengið fregnir af uppboð- unum, en mun birta þær, þegar ég fæ þær. Hér fer á eftir skýrsla um uppboð hjá C. M. Lampson & Co., Ltd., London, 22. og 23. nóv. síðastl. skinna: Meðalverð: Hæsta verð: Svört og lítið silfruð: (£ 4:12:6) kr. 102,44 venjuleg 23 stk. (£ 2:19:0) kr. 65,34 góð 8 — (£ 3:17:6) — 85,83 silfur: (£ 5: 5:0) — 116,29 venjuleg 128 — (£ 3:16:3) — 84,45 góð 12 — (£ 5: 3:3) — 114,35 yz silfur: (£ 7: 5:0) — 160,59 venjuleg 283 — (£ 4:11:9) — 101,60 góð 42 — (£ 6: 2:9) — 135,95 % silfur: (£13:10:0) — 299,02 venjuleg 978 — (£ 4:19:6) — 110,20 góð 135 — (£ 6:15:6) — 150,00 úrval 2 — (£10:10:0) — 232,58 Alsilfruð: (£15:10:0) — 343,33 venjuleg 505 — (£ 5: 4:6) — 115,75 góð 232 — (£ 7: 3:6) — 158,95 úrval 8 — (£11: 7:6) — 252,00 Lakari og skemd 1.831 — (£ 3: 0:6) — 67,00 Eftirleiðis mun ég biðja Tím- ann að birta fréttir af loð- skinnauppboðum í Oslo og Lon- don. Á erfiðleikatímum eru menn almennt mjög móttækilegir fyrir nýjungum í atvinnuhátt- um. Nú er sérstök nauðsyn að menn eigi kost réttra upplýs- inga um þá atvinnugrein, sem margir ætla að sé helzta úr- ræði þeirra, sem mest afhroð hafa goldið vegna sauðfjár- pestarinnar. Ég er ekki fær um að fræða menn um loðdýra- rækt, en ég get aflað upplýsinga um skinnaverð. En það verða menn að hafa hugfast, að á skinnaverðinu byggist afkoma loðdýraræktarinnar í framtíð- inni, en ekki á því, hvað hægt er að pranga út lífdýrum, á meðan verið er að fjölga loð- dýrabúum í landinu. Það er fjarri mér að halda því fram, að loðdýrarækt geti ekki átt sér framtíð hér á landi. En ég álít ekki, að hér sé um neina uppgripaatvinnu að ræða. Síðastliðin 10 ár hefir skinna- framleiðslan margfaldazt og voru seld síðastliðið ár um 1 miljón silfurrefaskinn. Verðið hefir verið því nær stöðugt fall- andi á þessu tímabili. Og fram- leiðendur silfurrefaskinnanna eru áreiðanlega áhyggjufullir um framtíðina. í síðastliðnum októbermánuði birtist grein í dönsku blaði með fyrirsögninni: „Offramleiðsla silfurrefa“. Þar segir svo: „Silfurrefaeigendur í Svíþjóð halda þessa daga þing í Hernösand. Þar eru einnig mættir margir norskir þátttak- endur, og helzta umræðuefni þingsins hefir verið væntanleg alþjóða takmörkun framleiðsl- unnar, þar sem Svíar höfðu aukið fjölda lífdýra á árinu, silfurrefi um 30% og blárefi um 45%“...... Það getur vel verið, að ís- lendingar geti framleitt eitt- hvað betri skinn, en aðrir. Ég hefi ekki kunnáttu til að dæma um það með neinni vissu, og tel það enga sönnun, þó H. J. H. fullyrði í útvarpserindi sínu, að „allélegasta úrhrakið“ af ís- lenzkum skinnum hafi selzt á 90 kr„ þegar meðalverð á öllum skinnum Norðmanna hafi verið 115 kr. Þá halda ýmsir því fram, og þar á meðal H. J. H„ að refa- eldið muni kosta okkur minna, en það kostar aðrar þjóðir. Ég býst við að svo geti verið, en ég veit það ekki. Kjöt og fiskur er ódýrt hér, en flest annað dýrt. í Noregi hefir verið talið, að refaeldi yfir árið kostaði milli 30 og 40 kr. (norskar). Hvað kostar það hér? Mér er nær að halda að hingað til hafi það verið allmiklu hærra. í Japan kostar refaeldi 8—10 kr. (norskar) á ári. Því hefir verið mjög á lofti haldið, af formælendum loð- dýraræktarinnar hér, að Norð- menn flytji út silfurrefaskinn fyrir meira en 30 milj. króna á ári, og um leið haldið fram, að við ættum að geta flutt út fyrir miljónir. Ég vona að þetta megi takast. En það er áreiðan- lega ekki bezta leiðin til að ná því marki, að hvetja menn með auglýsingaskrumi til bráðrar örvunar á loðdýraræktinni og mæla bót okursölu á lífdýrum. Og það er engin sönnun fyrir því, að silfurrefarækt borgi sig hjá Norðmönnum, þó þeir flytji út skinn fyrir miljónir. Við íslendingar flytjum út sauðf j áraf urðir fyrir nokkrar miljónir króna á ári, og hefir þó verið nokkur ágreiningur um það, hvort sauðfjárræktin hafi borgað sig undanfarin ár. Einn af ókostum loðdýra- ræktar í stórum stíl er það, að hætt er við að afraksturin verði lítill, ef langvarandi styrjöld geysar hér í álfu. Ég veit, að ekki má láta styTjaldar- óttann draga um of úr fram- kvæmdum, en hinsvegar er full ástæða til að taka líka tillit til stríðshættunnar, þegar verið er að beina atvinnu lands- manna inn á nýjar brautir. Ég hefi orðið þess var, að ýmsir, sem áhuga hafa á loð- dýrarækt, og þá ekki sízt loð- dýraeigendur, reiddust grein þeirri, sem ég skrifaði í Tímann, þar s'em ég gerði athugasemdir við útvarpserindi H. J. H„ og þar sem ég vítti lífdýraokrið. En þeir, sem við mig hafa talað um þetta, hafa ekki getað bent á, að ég hafi ofmælt um neitt, sem máli skiptir í áminnstri grein. En það er eins og þeir vilji ekki heyra sannleikann um verð refaskinna, eða eins og það komi íslenzkum silfur- refaframleiðendum ekkert við. í áminnstri grein kemst ég svo að orði: „Hefi ég jafnan verið þeirrar skoðunar, að bændur gætu haft gott af að stunda loðdýrarækt í smáum stíl, sé til hennar stofnað með ráðdeild og fyrirhyggju. En ég álít loðdýra- ræktina allt of áhættusama og ótrygga, til þess að bændum sé óhætt að byggja afkomu sína að verulegu leyti á henni“. — Þetta er líka í fullu samræmi við skoðanir ýmsra mætra Norðmanna, sem ég hefi átt tal við um þessi mál. Þegar refa- búin eru orðin það stór, að kaupa verður vinnu og fóður fullu verði, bera þau sig ekki, en bændur, sem hafa örfá dýr, sem þeir geta sinnt í hjáverk- um og að talsverðu leyti fóðrað á heimafengnum matvælum, hafa haft af refunum notagóð- ar tekjur. Ég hefi orðið nokkuð marg- orðari um þetta mál, en ég ætl- aði í upphafi. En ég mun eftir- leiðis einkum halda mig við það að skýra frá söluverði loðskinna (silfurrefa og minnka) af því ég tel mönnum nauðsynlegt að vita það sanna í því máli, því undirstaðan undir loðdýrarækt- inni er skinnaverðið, ekki okuT- sala á lífdýrum. 10. des. 1938; Jón Ámason. Eftir að grein þessi var skrifuð barst mér skýrsla um refa- skinna-sölur á nóvemberuppboð- unum í Osló. Á nóvemberuppboðunum hjá A/S Oslo Skinnauksjoner, varð verðið sem hér segir: Flokk- Tala Meðal- Hæsta ur seldra sk. verð verð 1 /i silfur 1294 111,21 295,80 % — 1508 101,16 255,00 % — 683 92,12 188,70 % — 152 79,13 132,60 Dökk, silfur 7 70,08 78,54 Ýms silf.refask. 441 65,65 Samt. meðalv. 4085 98,12 Blárefir 34 31,95 53,04 Alls voru til sölu 4855 silfur- refaskinn, hvar af 4301 eða 88,6% seldust. í þessari skrá eru skinnin, sem seldust undir 40 krónum ekki talin með. Á nóvemberuppboðunum hjá Nordiske Skinnauktioners varð verðið, sem hér segir: Flokk- Tala Meðal- Hæsta ur seldra sk. verð verð 1 /i silfur 3057 115,00 326,40 % — 3567 104,07 244,80 % — 1212 93,71 193,80 y4 — 247 77,13 112,20 Dökk, silfur 7 •70,09 76,50 Skemmd 23 56,98 Óflokkuð 34 87,15 Ýms silf.refask. 778 67,31 Samt. meðalv. 8925 102,24 Alls voru til sölu 10990 skinn, (Framh. d 4. síðu) Hallgrímur Jónasson: Sálarrannsóknaíélag m Islands 20 ára Fyrir réttum 20 árum, 19. des. 1918, gengust nokkrir menn í Rvík fyrir stofnun fé- lags, sem hlaut nafnið Sálar- rannsóknafélag íslands. Heimsstyrjöldin mikla hafði geisað svo að segja um öll meginlönd jarðar um fjögurra ára skeið. Miljónir ungra, vaskra manna höfðu látið lífið á vígvöllunum, enn fleiri höfðu særst til örkumla og æfi- langra þjáninga, andlegra og líkamlegra. Nær því hvert heimili í mörgum ríkjum Norð- urálfunnar og raunar miklu víðar, áttu á bak að sjá ástvin- um í blóma lífsins. Þeir voru skyndilega og óvænt horfnir út í þokuna miklu — inn yfir þrepskjöld dauðans. Aldrei hafði þrá mannanna um öll lönd og jarðir orðið sterkari en þá, eftir því að fá skyggnst út yfir myrkur grafarinnar og til úrslita vissu um endi lífsins eða áframhald. Ofan á allt líkam- legt böl og efnislega éyðilegg- ingu, hlóðst efasemdakvöl þess, hvað orðið hefði um hjartfólgna vini, hvort múgmorð ófriðarins, sem tættu líkami þeirra sundur, hefðu einnig tortímt sálum þeirra, vitundarlífi, tilveru. Upp úr þessari eldskírn reis, sterkar en áður, sú grein sálarlífs- rannsókna nútímans, sem öt- ullegast hefir leitazt við að svara spurningunni miklu: Lifa mennirnir eftir dauðann? Enda þótt slíkar rannsóknir með margvíslegri miðlastarf- semi, hefðu verið reknar í ýms- um löndum og álfum af við- kunnum fræðimönnum um all- langt skeið, mun harmleikur þjóðanna 1914—1918 hafa hrundið rannsóknum þessum til hraðari þróunar og víðtækari úrslita. Á þessum tímamótum var ís- lenzka rannsóknafélagið stofn- að. Sú félagsbundna viðleitni hér á landi, sem vildi, fyrir sitt leyti, leita sömu vitneskju, mætti lengi vel háværum and- mælum og aðkasti. Starfsemi miðlanna og þeirra, sem með þeim unnu, var af ýmsum tal- in fávísleg og óguðleg. Þó varð því ekki neitað, að forgöngumenn þessara mála hér á landi voru óvenju mikil- hæfir menn, óvenju gáfaðir, ó- venju víðsýnir og óvenju á- hrifaríkir. Nú munu flestir við- urkenna, að þeir voru líka frá- bærlega áræðnir menn, gæddir furðulegum djarfleik og karl- mannlegum, heilsteyptum þrótti. Þeir hikuðu ekki við að ganga út í allt það moldviðri af rangfærslum, hleypidómum og óvinsemd, er miðlastarf- semin og málið hafði vakið — 1 og það raunar löngu fyrr en hér var komið — meðal þekk- ingarlitilla og stundum nokkuð þröngsýnna andstæðinga. En hinu skyldi og ekki gleymt, að frá upphafi nutu þeir og skiln- ings og styrks margra manna og kvenna, þar á meðal nokk- urra mætustu manna þjóðar- innar. Ekki er á því minnsti efi, að enga brautryðjendur á íslandi gat sálarrannsóknamálið feng- ið betri en þá, er það hlaut frá byrjun, en það voru þeir Einar H. Kvaran og Haraldur Níels- son. Annar var mestur mælsku- maður sinnar samtíðar, eld- heitur, hrífandi boðberi þeirra sanninda, sem hann taldi í senn ótvíræð og þýðingarmest. Hinn var vígfimasti rithöf- undur þjóðarinnar, frábærlega ástsælt skáld, gæddur óvenju- legri andlegri víðsýni og mildi, en auk þess mikilli, gerhugalli varfærni og gætni, og það svo, að sumum fylgismönnum hans um sálræn efni, þótti nóg um á stundum. Og hvert var svo markmið þessara manna og félagsins, sem þeir fengu stofnað og stóðu fyrir síðan allt sitt lif, og sem nú er 20 ára gamalt? Aö veita íslenzku þjóðinni, sem sannasta fræðslu um niður- stöður þeirra sálarlífsrann- sókna, er inntar voru af höndum, ýmist fyrir beinan eða óbeinan stuðning félagsins hér heima, eða erlendra fræðimanna, er leituðu á vísindalegan hátt skýringa á margvíslegum fyrir- brigðum sálarlífsins og því, hvort sá boðskapur er fram kom m. a. við ýmiskonar miðla- starfsemi og sagður var frá framliðnum mönnum, væri raunverulegur og sannanlegur. Ári seinna en félagið var stofnað, eða 1919, hóf það að gefa út tímaritið Morgunn. — Einar H. Kvaran varð ritstjóri hans allt til dauðadags. í inngangsorðum ritstjórans að 1. heftinu, má sjá, hvað fyrir útgefendunum vakti. Hann kemst m. a. þannig að orði í sambandi við hugsjón mannanna um sambandið við framhaldssvið mannlífsins: „Sú hugsjón er mikilvægust allra hugsjóna í mínum aug- um fyrir þá sök, að þegar hún verður orðin veruleg eign al- mennings þjóðanna, þá hlýtur hún að ýta öllum öðrum fögr- um og nytsömum hugsjónum mannkynsins lengra áfram en nokkur fær nú gert sér í hugar- lund. Þegar mönnunum verður það ljóst af reynsluþekking, að þetta líf er framar öllu öðru undirbúningur undir annað líf, þá eru fengin skilyrði fyrir verulega traustum framförum. Þá verður hvötin rík til þess að sýna öðrum mönnum góð- girni og leggja stund á rétt- læti.“ Og hann lýkur inngangsmáli sínu með þessum orðum: „Okkur, sem riðnir erum við útgáfu þess (ritsins), langar til, að það verði ofurlítill gluggi, er eitthvað af morgungeislum góðra hugsjóna geti skinið gegnum, og með þeim hætti komizt inn í sem flest heimili þessa lands“. Ekki er mikill vafi á því, að þessi ósk ritstjórans og útgef- endanna hefir ræzt, jafnvel betur en þeir gerðu sér vonir um. Þau munu ekki ýkja mörg heimilin á landinu, — séu þau nokkur til —, sem geislaskin af hugsj ónaeldi íslenzku sálar- rannsóknamannanna hafa ekki náð til. Það fólgst svo mikið í þeirra birtu af kærleika, af víðsýnni réttlætisleit, af boð- skap, sem flestir hugsandi menn láta sig miklu skifta. Auk þess var nær allt það, er þeir Einar og Haraldur rituðu í Morgunn — og það var ekk- ert smáræði að vöxtum — sett fram af alveg óvenjulega heill- andi ritsnilld, lesandinn drakk það í sig nær óafvitandi. Þessir glæsilegu gáfumenn og mikilhæfu leiðtogar eru nú báðir horfnir inn á þau svið til- verunar, sem þeir leituðu þekk- ingar á af svo sterkri fróð- leiksþrá og sannleiksást, og sem þeir töldu tvímælalaust mikil- vægustu þekkingarleit mann- (Framh. á 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.