Tíminn - 17.12.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.12.1938, Blaðsíða 4
316 TÍMIM, laugardaginn 17. des. 1938 79. blað ÚR BÆNIJM J ólatr ésskemmtun halda Framsóknarmenn í Oddfellow- húsinu 27. desember næstk. Þess er óskað, að væntanlegir þátttakendur til kynni þátttöku sína sem fyrst í síma 2323. Jólaleikrit Leikfélagsins verður Fróðá, hið nýja leikrit Jóhanns Frímanns á Akureyri. Hlutverkunum verður þannig skipað, að Ragnar E. Kvaran leikur Þórodd skattkaupanda, Soffía Guðlaugsdóttir leikur Þuríði konu hans, Sólveig Eyj- ólfsdóttir Þórgunnu hina suðureysku, Brynjólfur Jóhannesson Þóri viðlegg, Gunnþórunn Halldórsdóttir Þorgrimu galdrakinn, Þorsteinn Ö. Step- hensen Björn Breiðvíkingakappa, Valur Gíslason Kormák leysingja og Edda Kvaran Kaðlínu dóttur hans. — Leik- rit þetta hefir verið sýnt á Akureyri i haust og hlotið ágæta dóma þar nyrðra. í tilefni af 50 ára afmæli Glímufélagsins Ár- manns 15. þ. m. lagði stjórn félags- ins krans á leiði Péturs Jónssonar blikksmiðs, og heimsótti síra Helga Hjálmarsson, færði honum blóm og gerði hann að heiðurssfélaga, en þeir voru báðir aðalhvatamenn að stofnun Ármanns. „Þorlákur þreytti" verður sýndur í síðasta sinn á morg- un oe er þetta því einasta tækifærið fyrir þá, sem ekki hafa séð þennan sprenghlægilega leik. Leikfélagið hefir nú sýnt Þorlák 34 sinnum í allt. Leiðrétting. í nokkrum hluta upplags síðasta blaðs hefir misprentazt, að ríkið hafi fjölgað um 75 manns í vegavinnu hér í grendinni fram til nýárs. í þessari vinnu var fjölgað um 25 menn. — í sama blaði hefir misprentazt nafn Wil- helmínu Hollandsdrottningar. Enn um loðdýrin (Framh. af 2. siðu) þar af seldust 9330 eða 84,9%. f framanritaðri skrá eru aðeins talin með þau skinn, er náðu 40 króna verði. í nóvember mánuði í fyrra var meðalverð, sem framleiðendur fengu fyrir skinn seld í Oslo 97,37, en í haust 92, 20. Verðlækk unin nemur því 5,3%, samkvæmt útreikningi Landbrukets Pris- central. Enska félagið Hudson’s Bay Co. telur þó verðfallið vera meira, eða um 10%. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) bót, svo að frysta má þar fisk. Síðan í júnímánuði hefir frystihúsið tekið á móti útflutningsverðmætum, sem nem- ur 130 þús. króna, mestmegnis kola. Afkoma almennings í Stykkishólmi er fremur góð um þessar mundir. HAFIÐ ÞÉR greitt andvirði yfirstand- andi árg. Tímans? Sé svo ekki, þá gerið það hið fyrsta. Gjalddagi var 1. júní síðastliðinn. Hvert greitt árgjald er mikill styrkur og hver nýr kaupandi stór vinningur. Jólabækurnar að þessu sinni eru: fsland, ljósmyndir af landi og þjóð. Þeir, sem eiga vini eða ættingja utan bæjar ættu að gleðja þá með því að senda þeim þessa bók nú um jólin. Lækniriiin, eftir Victor Heiser, er bæði skemmtileg og fróðleg og geta engir bókamenn sett sig úr færi að kaupa þessa bók. Björn á Reyðarfelll. Síðasta og tvímæialaust bezta ljóðabók Jóns Magnússonar. Þeir einir, sem hafa séð bókina eða dóma um hana, geta gert sér grein fyrri s n i 11 d skáldsins. Saga BorgarfJarðar II. b i n d i, og ekki má gleyma Rltum Jónasar Hallgrímssonar né Ljóðasafni Gnðm. Guðmundssonar. Bókaverzlun Isafoldarprentsm. hf. Sími 4527. Vænt Norðlenzkt dilkakjöt Ódýrt ærkjöt Nýsvíðín svið. Kjötverzlunin Herðubreið Fríkírkjuveg 7 Sími 4565. Jola- og nvárskveðjnr Ríkisútvarpið tekur til flutnings í útvarpinu jóla- og ný- árskveðjur til almennings og einstakra manna tnnan lands. Þó verða ekki teknar kveðjur manna á milli innan lögsagnarum- dæma Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Kveðjur til annara landa verða ekki teknar. Gjald er 30 aurar fyrir orðið en minnsta gjald 3.00 krónur. Jólakveðjum verður veitt móttaka , í fréttastofu innlendra frétta fyrst um sinn á tímanum frá kl. 13.30 til kl. 15 virka daga. Greiðsla fer fram við afhendingu, enda verður kveðjunum ekki veitt móttaka í síma. Ríkisútvarpið. Gróður eftír Elínborgu Lárusdóttur. Um þessa bók segir frú Aðalbjörg Sigurðardóttir i „Tíman- um“: „Lýsingin á sambandi sveitabóndans við jörðina er fögur og sett fram af sannri list. Það, sem ég dáist þó mest að við þessar sögur, er það, hversu fjölhæf list frú Elín- borgar er. Myndirnar, sem brugðið er upp, eru hver annari gjörólíkar, en alltaf er skilningur skáldkonunnar á sálar- lífi persónanna sá sami.“ Gróðnr er prýðileg jólagjöf í vönduðu bandi. Barnablaðið „Æskan“ Nýir kaupendur að næsta árgangi „Æskunnar", sem senda pen- inga með pöntun, fá síðasta árgang í kaupbæti meðan upplag endist. — Árgangurinn kostar 3.50. Afgreiðsla Hafnarstræti 10—12 (Edinborg). Sími 4235. UtLNEUI tnuifUUK „Þ O R L Á K U R ÞREYTTI" Gamanleikur i 3 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: Har. Á. Signrðsson. 35. sýning á morgnn kl. 8. — Síðasta sinn. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftri kl. 1 á morgun KASSAGERÐ JÓHANNESAR JÓN- ASSONAR, Reykjavík, Skothúsvegi 9 (hjá h.f. ísbirninum). — Býr til allar tegundir af kössum, hvort sem er undir verksmiðj uframleiðslu eða undlr fisk til útflutnings. Útvegar ennfremur járnborða og tilheyrandi lása og vélar til að spenna utan um kassa. — Verk- smiðjusími 1978. Heimasími 2485. MDettifoss<( fer héðan til Hull, Rotterdam og Hamborgar milli jóla og ný- árs. Gullioss(< fer héðan til Kaupmannahafn- ar f ársbyrjun 1939. 99 mmtmitititGAMLA bíó' ÁST OG AFBRÝÐISEMI Áhrifamikil og snilldar- lega vel leikin sakamála- kvikmynd tekin af UFA. Aðalhlutv. leika: CHARLES BOYER og ODETTE FLORELLE. Börn fá ekki aðgang. nýja Bíómmmvrmtm KVEMA- LÆKRÍIRim. Amerísk kvikmynd frá Fox. — Aðalhlutverkin leika: WARNER BAXTER, LORETTA YOUNG o. fl. Eftir ósk fjölda margra verður þessi mikið umtal- aða og eftirtektarverða mynd sýnd í kvöld en ekki oftar. mtmtm::ttttttttttttt::ttmmm::::«m Jólagjöfin til ungu stúlkiianna á að vera Dætnr Reykjavíkur. Háleitt takmark Hraust æska Svo æskan sé hraust parf húu ullar- klæðnað. Vel búin börn auka ánægju heimilanna. Falleg föt glæða gáfur barnanna. — Hlínarvörur sameina holl- ustu og fegurð. Prjónastofan Hlín Laugaveg 10. Bækur til jólagjafa Bj. Ólafsson: FRÁ MALAJALÖNDUM. ANDERSENS ÆFINTÝRI. Einar Benediktsson: RITSAFN I.—VI. Þ. Magnúsdóttir: AÐ SÓLBAKKA. --- LÍF ANNARA. Páll Kolka: HNITBJÖRG. SKÍÐABÓKIN. M. Ásgeirsson: ÞÝDD LJÓÐ, I.—V. í skinnbandi. — Góð bók er bezta gjöfin — Gefið vinum yðar góða bók, útlenda eða innlenda frá BÓKAVERZLUNIN MÍMIR H.F. Austurstræti 1. Sími: 1336 (tvær línur). 154 Andreas Poltzer: Patricia 155 inn niður. Nýja eftirgrennslunin hafði merka af- leiðing í för með sér, þegar sama daginn. Fyrsti forngripasalinn, sem Forest talaði við, vissi deili á Hypnos-myndinni. Hún var frá 16. öld og henni hafði verið stolið af safni í Antwerpen fyrir fáum árum. Þjófnaðurinn vakti athygli, því að myndin var fágætt listaverk og mjög verðmæt. Hún hafði ekki sézt síðan og var helzt haldið, að henni hefði verið laumað til Ameríku og væri þar í safni einhvers milljónamæringsins, sem hefði gaman af að safna fágætum munum. Whinstone fór til húsbónda síns undir eins og hann hafði fengið þessar upplýs- ingar. Sir William hlustaði forviða á fréttina. Hann og Whinstone og jafnvel Duffy líka, sem hafði þó mest yndi af að vera alltaf á annarri skoðun, voru sammála um, að Kingsley lávarður hefði látið leiðast til þess í söfnunarfíkn sinni, að kaupa myndina, þó hann vissi, að ekki væri góður að henni nauturinn. Þetta kom m. a. fram í því að lávarður- inn hafði talið myndina fram undir röngu nafni á máldaga sínum. Því að varla gat komið til mála, að safnarinn Kingsley þekkti ekki Thanatos frá Hyp- nos. Lögreglumönnunum þremur varð auð_ sótt mál að draga fleiri ályktanir af þessu: Kingsley lávarður náði sér í Hypnos- myndina, þó að hann vissi, að hún væri stolin. Þeir, sem seldu honum hana, höfðu síðar reynt að kúga af honum fé. Þetta mun hafa tekizt — Kingsley lá- varður, meðlimur efri málstofunnar og kunnur maður, mátti ekki valda hneyksli — þangað til kröfurnar gengu úr hófi. Þá ákvað lávarðurinn að koma myndinni fyrir kattarnef. Máske hefir hann búizt við að losna við fjárþving- arana á þennan hátt; nú gat hann neit- að, að þessi mynd hefði nokkurntíma verið í hans vörzlum. Enn vantaði merkan lið í þessari rök- semdakeðju: hið beina samband milli stolnu myndarinnar og hvarfs lávarð- arins. Whinstone taldi það mikilvægast eins og á stóð, að komast að þessu. * * Forest lögregluþjónn, sem hafði hald- ið vörð um húsið í York Terrace nr. 74 í marga daga, samkvæmt skipun Whin- stones, gat ekki fundið neitt grunsam- legt viðvíkjandi fólkinu í húsinu. Whinstone sagði honum því að hætta að skyggja Alice Bradford fyrst um sinn og jafnframt lagði hann ríkt á við hann, að láta ekki þetta fara lengra. Það hefði komið Whinstone illa, ef Duffy hefði komizt að því, að hann var að skyggja JÓLAKAIIPTÍB J ólag jaf asýning á morgim í Bankastræli 2. Fjölbreytt úrval allskonar jólagjafa. JÓLATRÉ og J ÓL AÁVEXTIR koma á þriðjudag. — Ávextirnir eingöngu seldir félagsmönnum. — PANTIÐ JOLAMATINN TÍMANLEGA. Svínakjöt, Nautakjöt, Gæsir, Kálfakjöt, Kjúklingar, Svið, Dilkakjöt. Munið jólakaffið BIÁA KANNAN 0. 80 pk. — Ljúffengt. BRAGÐBÆTIR: Sultaðar asíur, Agurkur og rauðrófur, Grænar baunir, GRÆNMETI: Rauðkál, - Hvítkál, Selleri, Gulrætur, Rauðrófur. Pickles, JÓLAVÖRUR: Hnetur, Jólaöl, Jólagosdrykkir, Hvítöl, Jólakerti, Antikkerti, Súkkulaði, Vindlar, Konfekt, Sælgæti allsk., Kex og kökur, Snil. Tomatsósa, Aspargus og fleira. BÖKUNARVÖRUR: Mikið úrval. Lágt verð. Jólahangíkjötið Hver einasti kroppur sérstaklega valinn. — Bezta jólasælgætið. 5% afsláttur Þeir, sem panta matvörur 1/2-mánaðarlega fá 5% af- — slátt frá búðarverði. — O^kaupíélaqiá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.