Tíminn - 17.12.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.12.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLX GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmið)an Edda h.f. Símar: 3943 og 3720. 22. árg. Reykjavík, laugardaginn 17. des. 1938 79. blað Eldnr i Öskjuf Leiptur og eldbjarmí hafa sézt úr Mývatnssveit og Bárðardal í Mývatnssveit og Bárð- ardal hefir undanfarið orð- ið vart við leyftur og dynki, er benda til eldsumbrota í Dyngjufjöllum. Leiftrin sáust fyrst síðdegis á miðvikudaginn og voru þá talin í Reykjahlíð í Mývatns- sveit 20 leiftur á 18 mínútum. Leiftrin sáust frá mörgum bæj- um í Mývatnssveit og efstu bæjunum í Bárðardal. Eru menn sammála um það í Mý- vatnssveit að þau hafi verið í stefnu á Dyngjufjöll og á sömu slóðum og þegar eldur hefir sézt þar áður. Þó er ekki talið úti- lokað, að þau hafi getað stafað frá eldsumbrotum í Vatnajökli, sem verið hafa I sömu stefnu. Um miðjan dag á fimmtu- daginn heyrðu menn í Náma- fjöllum mikla dynki og varð þeirra einnig vart í Mývatns- sveit. Snemma í gærmorgun sást mikill bjarmi frá ýmsum bæjum í Mývatnssveit og var hann í sömu stefnu og leiftrin sáust á miðvikudaginn. Síðdegis í gær og í morgun hafa engin leiftur eða bjarmi sézt, enda hefir skyggni verið slæmt. Aðfaranótt föstudagsins varð vart við tvo landskjálftakippi á Raufarhöfn. Landskjálföamæl- arnir í Reykjavík sýndu þrjár hræringar nálægt miðjum degi síðastl. laugardag og virtust þeir vera í 280 km. fjarlægð frá Reykjavík eða í svipaðri fjar- lægð og Askja. Eldri gos í Dyngjuf jöllum. Á undanförnum árum hafa oft verið gos í Öskju, sem er að- algígurinn í Dyngjufjöllum. í desember 1922 varð þar all- mikið gos og rann talsvert hraun frá eldstöðvunum. Næsta gos varð 1926 og myndaðist þá m. a. hólmi í vatninu, sem er í Öskjugígnum, en það er all- stórt. Um 1930 mun hafa orðið lítið gos sunnan við Dyngju- fjöll, en þess mun ekki hafa orðið vart í byggð. Mesta gosið í Öskju, sem sög Selma Lagerlöí ur fara af, varð síðara hluta vetrar 1875. Barst askan þá alla leið til Noregs og Svíþjóðar. Féll hún yfir allt Austurland frá Smjörvatnsheiði til Berufjarð- ar, en vindur var suðvestlægur þá daga, sem gosið stóð yfir. Eyðilagði askan allan gróður á efstu bæjum í Jökuldal og lögð- ust margir þeirra í eyði um stundarsakir. Byggíngarkostnaður í Reykjavík Vinnulaunin hafa fimm faldast siðan 1914 í seinustu Hagtiðindum birt- ist fróðlegur samanburður um byggingarkostnað í Reykjavík 1914 og 1938. Samanburðurinn er miðaður við steinsteypuhús, sem er að stærð 8.5X7.2 m., ein hæð, port- byggt, krossreist, með geymslu- kjallara, loft og gólf úr timbri og útveggir allir þiljaðir innan með pappa á milli, húsið striga- lagt innan og málað, en án allr- ar pípulagningar. Árið 1914 hefði byggingar- kostnaður þessa húss numið um 7.288 kr., en nú er hann um 21.545 kr. Hefir byggingar- kostnaðurinn því þrefaldazt á þessum tíma. Árið 1914 hefðu efniskaup til hússins numið 5.177 kr., en nú 11.278 kr. Hefir hann því rösk- lega tvöfaldazt á þessu tímabili. Árið 1914 nam vinnukostnað- ur 2.111 kr., en nú 10.267 kr. og hefir hann þvi næstum fimm- faldazt. Hefir kaup trésmiða, múrara og málara meira en fimmfaldazt, en erfiðisvinna er nú h. u. b. 4y2 sinnum dýrari en 1914. Togaraátgerd í Noregi Álit sjávarútvegs- nefndar Stórpingsins Sjávarútvegsnefnd norska Stórþingsins hefir undanfarið haft til athugunar, hvort leyfa skuli aukna togaraútgerð í Noregi. Nefndin hefir nú ný- lega skilað áliti og er marg- klofin. Þrír sósíalistar leggja til að togaraútgerð verði algerlega bönnuð, þar sem hún skapi aukið atvinuleysi við sjóinn og myndi leiða til offramleiðslu, ef hún ykist verulega. Tveir vinstrimenn, einn sósíalisti og einn bændaflokks- maður lýsa sig einnig mót- fallna aukinni togaraútgerð, en vilja þó ekki banna hana alger- lega. Leggja þeir til að leyfð verði útgerð 11 togara í stað 8 nú. Væri þá hægt að bæta við þremur nýtízku togurum. Þeir vilja setja það sem skilyrði fyr- ir útgerðarleyfum fyrir nýja togara, að sjómennirnir, sem á þeim vinna, eigi þá að mestu leyti, og verði þeir reknir á samvinnugrundvelli. Þrir íhaldsmenn lýsa sig einn- ig mótfallna aukinni togaraút- gerð, en telja þó ekki rétt að leggja hana niður með öllu og verði a. m. k. að starfrækja nokkur skip til að sýna hvaða raun þessi útgerð gefur. Vilja þeir leyfa útgerð 10 togara og sé hlutast til um að þeir hafi sem fullkomnastan útbúnað. Einn vinstri maður og einn sósíalisti vilja veita togaraút- gerðinni rýmri réttindi, en telja sig þó geta fallizt á, að togar- arnir verði ekki fleiri en 11 fyrst um sinn. Einn sósíalisti hefir ekki tekið þátt í þesum störfum nefndarinnar. Samtök nazista og kommún- ista bönnuð í Finnlandi Lögregluvörður hefir verið aukinn við bústað Staunings forsætisráðherra, af ótta við nazista. Nýlega var brotizt inn á skrifstofur danska jafnaðar- mannaflokksins og stolið miklu af skjölum, er varðaði erlenda flóttamenn. Ekki hefir enn náðst í innbrotsmennina. Finnska stjórnin ákvað fyrir nokkru að banna stjórnmála- starfsemi fasista, en stjórnmála- samtök kommúnista hafa verið bönnuð í Finnlandi síðan 1925. Finnskur fasistaflokkur, sem nú hefir verið bannaður, átti 14 fulltrúa í finnska þinginu. Hann gekk venjulega undir skammstöfuninni I. K. L. — Isánmaallinen kansan-liike — sem mun nánast þýða flokkur ættjarðarinnar. Hann var sprottinn upp af rótum Lappo- hreyfingarinnar, sem var bönn- uð 1932 og aldrei var eiginlegur flokkur, en beitti hótunum og ofbeldi í starfsemi sinni. Stefna og skipulag I. K. L. var alger- lega samið eftir fasistiskri fyr- irmynd. Eitt af stefnuskrárat- riðum I. K. L. var útrýming Svía og Gyðinga. Flokkurinn krafðist einnig algerðra sam- vinnuslita við Norðurlönd og náinnar samvinnu við Þýzka- land. Flokkurinn hafði aðalfylgi sitt meðal skólafólks, einkum stúdenta. Hann hafði 18 dag- blöð og sýnir það, að hann hefir stuðst við menn, sem réðu yfir miklu fjármagni. Það er vist, að finnska stjórnin hefði ekki gripið til þeirra örþrifaráða að banna allstóran þingflokk, ef óvenju- legar ástæður hefðu ekki verið fyrir hendi. Eru einkum til- greindar tvær ástæður, sem hafi ráðið þessum gerðum stjórnarinnar. Önnur er sú, að flokkurinn hefir reynt að skipuleggj a stormsveitir meðal skólafólks og annars æskulýðs og orðið talsvert ágengt. Hin er sú, að komið hafi í ljós að flokkurinn stóð í sambandi við erlenda valdhafa og hafði á prjónunum fyrirætlanir, sem gengu í bága við öryggi ríkisins og stjómarskrá þess. Vegna þeirrar ástæðu var finnski kommúnistaflokkurinn bannaður 1925. Með tilstyrk Rússa hafa þó kommúnistar reynt síðan að halda uppi ýmsri leynistarfsemi og voru margir A. Sænska skáldkonan Selma Lagerlöf varð nýlega áttræð. Hún er enn furð- anlega hress. Hún var fyrsta skáld- konan. sem hlaut bókmenntaverðlaun Nobels. Nokkrar sögur hennar hafa verið þýddar á íslenzku og munu fáir erlendir skáldskagnahöfundar vera kunnugri hér á landi en hún. Churchill hefir nýlega haldið ræðu, sem vakti mikla athygli. Hvatti hann til þess að mynd- uð væri þjóðstjórn. Samkvæmt seinustu Hagtíðindum námu skattskyldar fasteignir hér á iandi 217,1 milljón króna á síðastliðnu ári (1937) og höfðu þær aukizt frá þvi árið áður um 5,5 milljónir króna. Af þeim voru 62,0 milljónir landverð, en 155,0 millj. kr. húsaverð. í kaupstöðum er landverð talið 31,4 millj. kr. og húsa- verð 110,0 millj. kr. í sveitum er land- verð talið 30,6 millj. kr. og húsaverð 45,2 millj. kr. í Reykjavík einni er land- verð talið 19,5 millj. kr. og húsaverð 73,0 millj. kr. i t t Undanfarin þrjú ár hefir nokkru fé, um 10 þúsundum króna á ári, verið varið til vegagerðar inn Hvalfjarðar- ströndina frá Miðfelli. Er nú vegur þessi fullgerður inn undir Kalastaði. Þessi vegur, sem tengir byggðina við Akranes, er hin mesta lífsnauðsyn fyrir íbúa sveitarinnar, sér í lági þar eð bændur hljóta, um stund að minnsta kosti, að leggja mesta áherzlu á mjólk- urframleiðslu, vegna sauðfjárpestar- innar, sem er í þann veginn að skella yfir alla byggðina sunnan Skarðsheiðar og hefir þegar valdið stórfelldu tjóni sumstaðar. Að vetrarlagi er eins og nú standa sakir mjög erfitt um mjólk- urflutninga, ef snjóalög gerir. Væri því góður, upphlaðinn vegur sem allra lengst inn Hvalfjarðarströnd, þær um- bætur, sem byggðarlaginu væru þarf- astar. Slíkir vegir, er grundvalla fram- leiðslu, virðast líka eiga að ganga fyrir vegum, sem mest eru notaðir til skemmtiferðalaga. son bóndi í Gerðakoti. Verzlunarstjóri er Stefán Friðbjömsson. r t t Skattskyldar fasteignir. — Vegagerð um Hvalfjarðarströnd. — Sjósókn frá Hellissandi. — Kaupfélagsstarfsemin í Sandgerði. — Eftirlit með fjárreiðum ------------------ bæjarfélaga austanlands. — Ur Stykkishólmi.--------------------------------- Undanfama daga hefir verið ágætur afli á Hellissandi og hafa allir opnir vélbátar og árabátar róið til fiskjar af miklu kappi. Togarinn Kári hefir keypt þorskinn en kaupfélagið hefir keypt ýsuna og fryst hana. Áður hefir sjó- mönnunum orðið lítið úr henni, og er þessi nýbreytni kaupfélagsins drjúgur tekjuauki fyrir sjómenn á Sandi. Til- finnanlegur skortur er á góðum vél- bátum þar í verstöðinni, þegar afla- hrotur koma, því að árabátarnir eru ónógir til sjósóknar á vetrum, ef nokk- uð er að veðri. Undanfarna daga hefir verið bliðuveður á Hellissandi. t t r í Sandgerði er nýlokið byggingu verzlunarhúss, sem Kaupfélag Reykja- vikur og nágrennis hefir látið reisa. Er það kjallari og ein hæð. í kjallara er vörugeymsla, en á efri hæðinni eru skrifstofa, verzlunarbúð og lítil geymsla. Sölubúðin hefir nú verið opnuð og er þar verzlað með matvörur, kjöt, al- gengustu tegundir búsáhalda og vefn- aðarvöru. Var fyrir nokkm sfðan stofn- að pöntunarfélag í Sandgerði og gekkst það fyrir stofnun KRON, ásamt fleiri félögum. Eru nú flestir Sandgerðisbúa í félaginu og hafa viðskiptin stöðugt farið vaxandi. Má þó gera ráð fyrir að þau aukist enn meira nú, þar sem skil- yrði hafa á margan hátt batnað með byggingu verzlunarhússins. í stjóm Sandgerðisdeildar KRON eru Jóhannes Eiríksson, Hlíðarhúsum, Gunnlaugur Jósefsson, kennari og Þorlákur Eyjólfs- Samkvæmt lögum um eftirlit með fjárstjórn bæjar- og sveitarfélaga, er sett voru haustið 1937, hefir atvinnu- málaráðherra falið Benedikt Guttorms- syni kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði, að hafa eftirlit með fjárreiðum og fjárhag Neskaupstaðar. Er honum falið að fylgjast með afgreiðslu fjárhags- áætlunaf fyrir næsta ár, gæta þess, að fyllsta spamaðar sé gætt í útgjöldum og tekjumöguleikar hagnýttir til fulls, innheimta opinberra gjalda rekin svo sem lög standa til og fullrar hagsýni gætt við framkvæmd framfærslumál anna. Þá er Benedikt ennfremur falið að gera tillögur um annan sparnað, er hægt yrði að koma í framkvæmd. Hon- um er jafnframt falið að hafa sams- konar eftirlit með Búða- og Eskifjarð- arhreppmn. Fyrirskipunin um eftirlit þetta, byggist á vanskilum framan- greindra bæjar- og sveitarfélaga við ríkissjóð, og eitt þeirra, Eskifjarðar- hreppur, hefir notið beins fjárstyrks úr ríkissjóði. t t t Opnir vélbátar sækja nú sjó frá Stykkishólmi og afla vel. Hafa gæftir verið flesta daga síðastliðna viku, Kolaveiðar voru stundaðar fram til 1. des., en siðan hafa þorskveiðar ver- ið stundaðar. í frystihúsi kaupfélags ins hefir verið mikið að gera í sumar og haust. í vor var gerð á því endur- (Framh. á 4. síöu) Kallio, forseti Finnlands. forsprakkar þeirra handsamað- ir um líkt leyti og þessar ráð- stafanir gegn fasistaflokknum voru gerðar. Margir munu telja það ganga í bága við lýðræðið, þegar grip- ið er til þeirra ráðstafana að banna starfsemi vissra stjórn- málaflokka. En þeir, sem unna lýðræðinu, verða að gæta þess, að litlum minnahluta takist ekki að brjóta það niður með ofbeldi og undirróðri, sem studdur er af erlendum vald- höfum í þeim tilgangi að þeir nái þjóðinni að meira eða minna leyti undir áhrif sín. Undir slíkum kringumstæðum verður lýðræðið að láta hart mæta hörðu. Annars er það og sjálfstæði þjóðarinnar dauða- dæmt. Finnar eru eina Norður- landaþjóðin, sem þurft hefir að fara þessa leið. Er það eðlilegt. Lýðræðið er yngst þar og stjórnmálaþroski minnstur. — Lega landsins er líka sú, að undirróður beggja öfgastefn anna hlýtur að verða meiri þar en annarsstaðar á Norðurlönd- um, þvi afstaða Finnlands get- ur haft mikla þýðingu í styrj- öld milli Rússa og Þjóðverja. Aðrar fréttir. Liðsforingjar úr hópi Hvit- Rússa (þ. e. þeirra, sem börðust gegn kommúnistum eftir bylt inguna) eru nú sagðir komnir saman til fundar í Berlín. Munu þeir ræða um baráttuna fyrir aðskilnaði Ukrainu frá Rúss- landi. — í pólska þinginu hefir ukrainiskur þingmaður borið fram frumvarp um sjálfstjórn fyrir pólsku Ukrainu. Anthony Eden er nýkominn í fyrirlestraferð til Bandaríkj- anna. Hefir hann hvarvetna verið hylltur og hefir engum enskum stjórnmálamanni verið tekið þar jafn vel. Er hann tví mælalaust sá stjórnmálaleiðtogi Endlendinga, er nýtur mestra vinsælda þar vestra. Eden hefir heimsótt Roosevelt forseta og ræddust þeir lengi við. Þingið í Tékkóslóvakíu hefir veitt stjórninni einræðisvald til tveggja ára. Verður því slitið nú um helgina og mun ekki koma saman næstu tvö ár. Ríkisstjórnin í Rúmeníu hefir stofnað nýjan stjórnmálaflokk, þjóðlega viðreisnarflokkinn. Allir aðrir stjórnmálaflokkar hafa verið bannaðir. í þingkosningum í Jugoslav- íu hefir ríkisstjórnin unnið mikinn sigur. Um 200 njósnarar hafa verið dæmdir til dauða í Barcelona Störfuðu þeir í þágu Francos. Rússneskir njósnarar hafa verið handsamaðir í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þingið í Tanganiyka, hinni gömlu nýlendu Þjóðverja, hefir skipað nefnd til að greiða fyrir innflutningi Þjóðverja. Á víðavangi Bjarni Bjarnason læknir frá Geitabergi og Vilhjálmur Stef- ánsson landkönnuður eru ósam- lykkir i appelsínumálunum. — Bjarni fullyrðir í útvarpi og blöðum, að appelsínuleysi leggi ::slendinga unnvörpum í gröfina í höndum þeirra 30 lækna, sem gæta heilsufarsins í Reykjavik. Vilhjálmur Stefánsson, sem er öllu frægari vísindamaður en Bjarni og aðstoðarmenn hans í Mbl. og Vísi, bendir á rannsókn- ir sínar á heilsufari íslendinga fyrr á öldum. Vilhjálmur fann í tugatali höfuðkúpur íslendinga frá miðöldum í grafreitum í Mýrasýslu með allar tennur heilar eftir langt líf og langa dvöl í moldinni. Og Vilhjálm- ur dregur enga dul á, að það fólk hér á landi, sem hefir lifað appelsínum að miklu leyti síðasta mannsaldurinn, undir vernd og umsjá appelsínulækna og manna, sem verzla með appelsínur hér í Reykjavik, muni alls ekki geta sýnt neitt svipaða tanngarða eftir 500 ár. Vilhjálmur Stefánsson hefir að- stöðu til að þekkja appelsínur og sítrónur miklu betur en Bjarni Bjarnason og Jónas Sveinsson. En hann er svo hlá- legur að mæla miklu meira með kjöti, fiski, smjöri, lýsi, slátri og fleiri góðum íslenzkum mat- artegundum fyrir íslendinga, heldur en langfluttum appelsín- um vestan úr Kaliforníu.Og Vil- hjálmur stendur á grundvelli mörg hundruð ára reynslu. — Ungu, íslenzku læknarnir og appelsínusalarnir byggja á kenningum um svokölluð lífefni, sem eru enn umdeild í svo að segja hverju einasta atriði af þeim, sem fást við lífeðlisrann- sóknir. Og tennurnar í Reykvík- ingum bera hinum nýju vitring- um slæman vitnisburð. í fullveldisdagsræðu sinni sagði Pétur Magnússon m. a.: „Þjóðin er ómótmælanlega bet- ur undir það búin nú en nokk- urntíma áður, að mæta hvers- konar fjárhagserfiðleikum.“ — Þessi ummæli eru í fullu ósam- ræmi við lýsingar Mbl. á stjórn- arfarinu hér seinustu árin og er því ekki undarlegt þó ræða Péturs hafi ekki fundið náð fyrir augum heildsalanna, sem fylgja reglu Knúts um „að gefa and- stæðingi aldrei rétt“. En Mbl. hefir enn ekki þorað að birta ræðuna af ótta við þá. Framangreind ummæli Péturs Magnússonar sýna að hann hef- ir brotizt undan áhrifavaldi heildsalanna, a. m. k. í einn dag. Á fullveldisdaginn hefir hann fundið meira til þess að hann væri íslendingur en flokksbróðir heildsalanna. Þess vegna hefir hann gefið aðra lýsingu á ástandinu en blöð heildsalanna. Vafalaust er því þannig varið með fjölmarga fleiri sjálfstæðismenn. En þeir þurfa að læra að brjóta sig undan áhrifum heildsalanna lengur en í einn dag, ef hinn rétti skilningur þeirra á að koma þjóðinni að gagni. Bonnet utanrikisráðherra Frakka hefir lýst því yfir, að Frakkar muni ekki láta þuml- ung af landi til ítala og allar slíkaT kröfur muni leiða til styrjaldar. ítölsk blöð halda áfram að hamra á kröfunni um afhendingu Tunis og Korsiku til ítala. Beran, hinn nýi forsætis- ráðherra Tékka, hefir haldið ræðu, þar sem hann vék að því, að Tékkóslovakía gæti ekki séð fyrir öllum þeim flóttamönn- um, sem dveldu þar nú. Hann lofaði Gyðingum, sem hefðu dvalið lengi í landinu, að réttur þeirra skyldi eigi skertur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.