Tíminn - 17.12.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1938, Blaðsíða 3
79. blað TÍMI1\N, laagardaginn 17. dcs. 1938 315 B Æ K U R A N N A L L Börnin skrifa. — Sögur og ljóð eftir börn. Látlausasta og fegursta bók- arheiti um langan tíma! Á það vel við, því að hér er á ferð bók, sem einungis er skrifuð af börnum á aldrinum 6—14 ára. Stúlkum og drengjum úr sveit og kaupstað. Sögurnar eru flestar stuttar, og nokkrar prýddar teikningum eftir börn- in sjálf. Hvorttveggja mikill kostur á barnabók. Frásagnar- gleðin og hispursleysið, sem börnunum er svo eiginlegt, ljómar af hverri sögu og ljóði. Engin bók getur verið börnun- um kærkomnari. Hún er skrif- uð á þeirra eigin máli og kom- in beint úr þeirra hugarheimi. Síðastliðinn vetur gafst mér kostur á að kynnast bókum af líku tæi suður í Genf. Það eru smákver, sem koma út vikulega, gefin út af C. Freinet, mjög merkum skólamanni í Suður- Frakklandi. Þessi kver flytja að- eins efni, unnið af börnum. Bækur þessar hafa reynzt eftir- sóttari af börnum en nokkrar aðrar. Margar kennslukonur sögðu mér, að börnin væru stöðugt að spyrja, hvort næsta bók kæmi ekki bráðum. Skól- arnir kaupa bækur þessar í sívaxandi eintakafjölda. For- eldrum og kennurum má vera það mikið gleðiefni, að slík bók sem „Börnin skrifa“, skuli vera komin á markaðinn. Ekki ætti það að spilla fyrir, að Aðal- steinn Sigmundsson og Ingimar Jóhannesson hafa valið efnið og búið bókina undir prentun. Nöfn þeirra ættu að vera næg trygging fyrir, að hér er um gott lesefni að ræða. Er von- andi, að munað verði eftir bók þessari nú um jólin, þegar barnabækur eru valdar til jóla- gjafa. Valgerður Guðmundsdóttir. Sigurður Einarsson: Mikl- ir menn. Útgefandi: Ólaf- ur Erlingsson. Reykjavík. 1938. Verð: kr. 4.60 ób., kr. 6.75 bundin. í bók þessari eru greinar um 19 menn, sem mjög hafa komið við sögu á undanförnum ár- um. Langflestir þeirra eru á lífi og sumir á hátindi frægðar sinnar og valda. Greinarnar eru allar laglega skrifaðar, enda er Sigurður prýðilega ritfær. Hinsvegar virðist hann ekki hafa lagt fram mikla vinnu til að afla sér svo víðtækra heim- ilda, að frásögn hans gæfi nokkurn veginn glögga heildar- mynd af þeim manni, sem hún fjallar um. Er líkast því, sem hann hafi venjulega notað ein- hverja útlenda blaða- eða tíma- ritsgrein, sem uppistöðu, en ekki aflað sér neinna upplýs inga til viðbótar. Greinin um Hitler er t. d. ljóst dæmi um hroðvirkni í þessu efni, en meg- inhluti hennar er einskonar dagatal yfir atburðina í sam bandi við Tékkó-Slovakíu sið astl. sumar, en mörg útlend blöð birtu slíkt yfirlit, þegar mál þessi voru ráðin til lykta. Hinsvegar er lítil tilraun gerð til að gera persónunni Hitler eða æfiferli hans nokkur skil Einna bezt er greinin um Mac Donald. Hún er fjörlega skrif uð og höfundurinn hefir auð- sjáanlega stuðst við góðar heimildir. Sigurður B. Gröndal: Skriftir heiðingjans. Ljóð. ísafoldarprentsmiðja h. f. Reykjavík 1938. Bls. 58. Verð kr. 4.00 ób. Þetta er fjórða bók höfund- arins. Áður hefir hann gefið út eina ljóðabók og tvö smásagna söfn, sem talsverða athygli hafa vakið. Skriftir heiðingjans er aðeins einn ljóðaflokkur, sem skiptist í 25 kafla. Ekki verður það sagt, að hér sé um stórbrotinn skáld skap að ræða. En höfundurinn er vandvirkur og athugull og velur sér oft frumleg yrkisefni Afmæli. Guðmundur Andrésson bóndi í Hraunprýði i Vatnadal í Suð- ureyrarhreppi, varð 75 ára 8. des. Hann er Önfirðingur að ætt, stundaði búskap í fyrstu, en gaf sig síðan að sjómennsku, Ifyrst á opnum 'oátum, síðar á þilskipum. Var hann um langt skeið stýrimað- ur á hákarla- veiðum og er manna fróðastur ufn allt, er að þeim veiðiskap lýtur. En sú veiðiaðferð er því miður að falla i gleymsku hjá okkur íslendingum. Guðmund- ur er ekkjumaður og á eina dóttur barna, Andreu, gifta Veturliða Guðnasyni, og búa Dau í Vatnadal. Hefir Guð- mundur verið mikill starfsmað- ur um æfina, enda lagvirkur og útsjónargóður við alla vinnu. Dugnað Guðmundar má meðal annars marka á því, að fyrir nokkrum árum byggði hann upp eyðibýli, hjáleigu frá Vatnadal, og hefir stundað þar búskap síðan, þrátt fyrir erfiða aðstöðu til ræktunar. Ráðs- kona hans, Guðrún Sigurðar- dóttir, hefir verið honum mjög samhent í öllu, enda mesta dugnaðarkona. Hafa þau I elli sinni alið upp tvö barnabörn Guðrúnar og gengið þeim í for eldrastað. Guðmundur fylgist enn vel með í öllu sem við ber, þrátt fyrir nokkra vanheilsu og þreytu. Dánardægur. Guffný Gufflaugsdóttir í Ný lendu á Akranesi varð bráð- kvödd 12. þ. m. Hún var nær hálf áttræð að aldri. Elísabet Bjarnadóttir í Galt- arholti í Skilmannahreppi and aðist 13. þ. m. Húsmæður: Þegar pér biðjið um kafii, pá biðjið um £;A.uslurstr. ð sími 5652.Opíó Kl.1l-12o9 Annast kaup og sölu verffbréfa, Skiptafundur verður haldinn í dánar- og félagsbúi Bjarria Þórðar- sonar og Þóreyjar Páls- dóttur, frá Reykhólum, á skrifstofu embættisins Hafnarflrði, þriðjudagina 29. des. n. k. og hefst kl. 1,30 e. h. Skiptaráðandinn í Gull- bringa- og Kjósarsýslu Bergur Jónsson. beinkti - Kaup og sala - Ullarefiil og slllti, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomiff. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. hverjum pakka eru (auglýsinga) myndir lyr- ir krakkanas íslenzkir leikarar, prykkimynd- ír og glansmyndir. — Verzlun Geirs Konráðssonar FALLEGAR JÓLAGJAFIR H13 óðf ær a ver kstæði Pálmars Isólfssonar, Sími 4926. Óðinsg. 8. Allar viðgerðir á píanoum og orgelum. Framleiðir ný píanó. Kaupir og selur notuð hljóðfæri. Kristall. Keramik. Málverk. Myndir. Myndarammar Einnig úrval af: Kertastjökum, Skálum og margt fleira í gömlum stíl. Verzlun Geírs veimiu uciisí o ;; Konráðssonar :: Uaugavegl 12. JJ l/LS 5, Acta-bækurnar ódýru geta menn pantað hjá bóksöl- um, eða beint af lager hjá skilanefndarmanni Acta Jóni Þórffarsyni, Sími 4392. Framnesv. 16 B. VinniS ötullega fyrir Tímann. 2 0 S T K. PAKKIMN KOSTAR K R . 1.70 A^GTRALARE i förstklassigt skick med förvármare till salu. Liten kontantinbetalning. Likvid kan om sá önskas fá er- lággas medelst saltsillleveranser, Svar till »Förmán- lig affár« A. B. Skandinaviska Fartrygsagen- turen, Göteborg. íslenzk fornrit til jólagjafa. Borgfirðinga sogur, EGILS SAGA — LAXDÆLA SAGA EYRBYGGJA SAGA — GRETTIS SAGA. Fást hjá bóksölum. Verð kr 9,00 og kr. 15,00. Aðalútsala: BókaverzL Síg-fúsar Eymundssonar. Kápubúðin Laugaveg 35 tilkynnii : Kápur, Frakkar og Undirföt í smekklegu úrvali. 10—15°/0 afsláttur gegn staðgreiðslu til jóla. Einnig úrval af dömu- töskum — 25°/0 afsláttur, Hvergi smekklegra né betra úrval af jólagjöfum handa börnum og fullorðnum. Allt íslenzk vinna. — ATHUGIÐ. Jólasveinninn kemur í Kápu- búðina á sunnudaginn klukkan 4. Sígurður Guðmundsson Sími 4278, RLIKKSMIÐJAN GRETTIR Grettisgötu 18, Reykjavík. Sími 2406. Smiffar eftir pöntun: Vatnskassa, oliubrúsa, ljósker og eldhúsáhöld í skip, þakrennur, þakglugga, rennujárn og allt, sem tilheyrir blikksmíffi við húsa- byggingar. — Sent gegn póstkröfu um land allt. Vönduff vinna! — Fljót afgreiffsla! — Sanngjamt verff! ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Sálarrannsóknariél. (Framh. af 2. síðu) kynsins, af því, að af niffur- stöðum þeirrar leitar myndu mennirnir hljóta stærstan og hamingjumestan þroska. Og þótt segja megi, að fé- lagið, sem þeir stóðu fyrir, sé í sárum við missi þeirra, er og hins að minnast, aff málefnið, er þeir þörðust fyrir, stendur eftir, jafn háleitt, jafn bjart og áhrifaríkt sem fyrr. Ef til vill hafa sannindi þess aldrei átt jafn brýnt erindi til mann- kynsins, sem einmitt nú á tím- um hnefaréttarins, ofbeldisins og miskunnarleysisins í skipt- um þjóða og einstaklinga. Ég á enga ósk betri né ein- lægari til handa Sálarrann- sóknafélagi íslands en þá, að það megi hér eftir sem hingað til senda marga bjarta geisla göfugra hugsjóna inn á sem flest heimili þessa lands og ryðja þangað sannindum þess málefnis, sem margir álíta með forystumönnum að sé „mikil- vægasta málið í heimi.“ Hallgr. Jónasson. Útbrelðlð TtMANN 156 Andreas Poltzer: Patricia 153 ritara hans. Whinstone langaði ekki til að segja yfirfulltrúanum frá grun sínum sjálfur. En til vonar og vara ætlaði hann að hafa gát á ungfrú Bradford. Undir eins og Alice Bradford varð þess vör, að hætt var að skyggja hana, fór hún upp i þakkytruna í Upper Harley Street. Sértrúarflokkur hélt samkomur þar tvisvar í viku og þá var hliðið opið, svo hún komst umsvifalaust inn. Hún skauzt upp, svo enginn sá. Kortéri seinna kom ungur, grannur maður út úr húsinu. Fæstar stúlkur geta gengið í karlmannsfötum án þess að það sjáist. Alice var ein af undan- tekningunum. Jafnvel skarpskyggnasti gagnrýnýandi hefði ekki getað séð, að þessi laglegi ungi maður, í vel sniðnum smoking undir dökkum vetrarfrakkan- um, var ung stúlka. Alice Bradford rólaði niður Portland Place. Á Langham Place hóaði hún í bifreið. í þetta skipti steig hún líka úr bifreiðinni aftur við Piccadilly Circus. Fáeinum mínútum síðar hringdi hún dyrabjöllunni í Old Man’s Club. í sama bili og opnað var, kom óvenjulega gild- vaxin kona, fullorðin, fram á sjónar- sviðið. Hún hafði dökka slæðu fyrir and- litinu, en það sást vel í skarpa hökuna. Ungi maðurinn og gamla konan stálust til að líta hvort á annað. Datt öðruhvoru arann að lýsa fyrir sér brunnu trémynd- inni ennþá einu sinni. Allt í einu tók hann fram í fyrir honum: — Þér sögðuð, að forkurinn, sem tré- myndin hafði í hendinni, hefði snúið upp? spurði hann kjallarameistarann. — Já, herra. — Yður skjátlast ekki? — Nei. Kjallarameistarinn varð ekki lítið for_ viða þegar fulltrúinn tók á rás og hvarf á burt án þess að segja orð frekar. Hann náði í bifreið og ók beint til Scotland Yard og bað Forest að koma inn til sín. — Heyrið þér, Forest! Þér verðið að hefja nýja grennslan eftir þessari brenndu trémynd, sagði Whinstone. — Ég hefi spurzt fyrir í öllum forn- gripaverzlunum, sem komið geta til mála — enginn þeirra kannaðist neitt við neina Thanatosmynd.... — Þér eigið ekki að spyrja um Thana- tosmynd, heldur um Hypnosmynd. Forest, sem ekki var sérlega fróður um gríska goðafræði, starði eins og flón á yfirboðara sinn. — Hypnos er, samkvæmt grísku goða- fræðinni, guð svefnsins. Það er sá mun- urinn á honum og Thanatos bróður hans, að hann heldur forki sínum upp. Tha- natos er alltaf sýndur með forkinn snú-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.