Tíminn - 31.12.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.12.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN 22. árg. Reykjavík, laagardagmn 31. des. 1938 84. blað Um áramótin Eftir Jóuas Jónsson form. Framsóknarflokksíns Á vegamótum tveggja ára líta menn yfir nýfarinn veg og reyna að spá um næstu fram- tíð. Þeir, sem að þjóðmálum starfa, líta þá jöfnum höndum á hin sameiginlegu verkefni út á við og þau störf, sem þarf að vinna í landinu sjálfu. ísland hefir tvennskonar ut- anríkismál fyrír utan hið dag- lega þrátt um augnabliksvið- skipti. Hin gömlu utanríkismál íslendinga voru um stjórnar- farslega aðstöðu landsins gagn- vart Danmörku. Innan 5 ára á þjóðin að hafa bundið enda á þau merkilegu átök. Innan fimm ára getur þjóðin á þeim vegum verið algerlega frjáls ef hún vill. Það er algerlega á valdi íslendinga sjálfra hvort þeir hika nú með frelsiskröfur sín- ar eftir meir en hundrað ára baráttu og segja, að nú þyki þeim nóg komið. Þeir vilji ekki fullkomið sjálfstæði, eða séu jafnvel ekki færir um að fara með það. Menn gætu auðveld- lega búizt við, að þessi væri hugur íslendinga, þvi að síðan 1918 hefir næsta lítið verið ráð- gert um það hvað þjóðin ætti að gera um frelsismál sín á næstu missirum eftir 1940. Þessi þögn stendur í sambandi við einkennilega veilu í skap- ferli íslendinga. Þeir eiga erfitt með að taka mikið á nema þeir séu heitir. Og mótgerðir sann- anlegra eða ímyndaðra and- stæðinga hleypa kappi í kinn íslendinga. Málstaður Dana gegn sjálfstæðiskröfum lands- manna frá 1830 til 1918 gerði sambandsmálið við Danmörku að hitamáli. Eftir 1918 tóku Danir upp það prýðilega ráð að skipta sér lítið af íslendingum, halda samningana vel, viður- kenna jafnrétti þjóðanna eins vel og hægt er, þegar gætt er að stærðarmun, mun á auði og margra alda yfirþjóðaraðstöðu Dana. Sennilega starfar ekki nokkur maður, sem les íslenzku viðunanlega, við neitt af stærri blöðum Dana. Danir hafa orðið hálfþreyttir á sífelldum kröfum og óánægju íslendinga. Þeir viðurkenndu löndin jafn rétthá 1918, og láta þar við sitja. Segja að íslendingar geti farið eða verið í meira eða minna sam- bandi við Dani eftir 1943. Þessi rólega aðferð hefir að miklu leyti svæft íslendinga, af þvi að við kunnum illa að taka á stórmálum nema í hita. Og . Danir eru hættir að gera sam- band landanna að hitamáli, þó að þeim þyki það nokkru skipta. Þeir fylgja hinu viturlega ráði sr. Matthíasar: „Samvista vorra sé endir, bróðurlegt orð.“ Á síðustu missirum hafa lýð- ræðisflokkarnir þrír sett sam bandsmálið á dagskrá að nýju, og því verður haldið áfram. Al- þingi, ríkisstjórn og utanríkis nefnd hafa starfað þar saman, og þokað áfram góðan spöl til endanlegrar lausnar vandasam- asta þætti sambandsmálsins, en það er að finna leið til að ísland geti sjálft farið með utanríkis- Gleðilegt ár! npr 0 Timmn Jónas Jónsson. mál sín án þess að reisa sér burðarás um öxl. íslendingar hafa leyst á viðunandi hátt tvö veigamikil sambandsmál síðan 1918. Þeir hafa skapað íslenzkan hæstarétt, sem nýtur trausts innlendra og útlendra manna, og þeir hafa með Ægi og hinum vopnuðu vélbátum komið á landhelgisgæzlu, sem verndar ungfiskinn í landhelginni. Tak- ist að byggja íslenzkt skipulag á utanríkismálum, án þess að ofbjóða gjaldþoli þjóðarinnar, 3á má segja, að þjóðin geti á næstu árum lokið frelsistöku sinni á eðlilegan hátt. Það er reynsla norrænna þjóða, að þær dafna bezt og kemur bezt saman, ef þær eru frjálsar og að öllu leyti jafnar þeim efnum. Samkomulag Svía og Norðmanna varð ást- úðlegt á fáum árum, þegar enginn aðstöðumunur var um frelsi þjóðanna. Sama er reynsla íslendinga um skiptin við frændþjóðir sínar á Norður- löndum. En þessi sambúð verður þó aldrei fyllilega eins og hún á að vera, fyrr en íslendingar hafa endurheimt til fulls hið forna frelsi. % Skipti Norðurlandaþj óðanna innbyrðis hafa jafnan verið fyr- Frh. á 2. síðu. Úll BÆNUM Guðsþjónustur úm áramótin: í dómkirkjunni: Á gamlaárskvöld kl. 6, Jón Helgason biskup prédikar, séra Priðrik Hallgrímsson þjónar fyrir alt- ari. Kl. 11, Sigurbjöm Á. Gíslason pré- dikar, séra Sigurjón Þ. Ámason þjónar fyrir altarinu. Á nýársdag kl. 11, séra Bj. Jónsson, kl. 5, sr. Fr. Hallgrímsson. í fríkirkjunni: Á gamlaárskvöld kl. 6, séra Árni Sigurðsson. Á nýársdag kl. 2, séra Ámi Sigurðsson. í Laugarnesskóla: Á nýársdag kl. 10, barnaguðsþjónusta, kl. 5, séra Garðar Svavarsson. í kaþólsku kirkjunni: A gamlaárs- kvöld kl. 6,30, þakkarguðsþjónusta. Á nýársdag kl. 10, hámessa, kl. 6 guðs- þjónusta með - rédikun og blessun með sakramentinu. Á Elliheimilinu: Á nýársdag kl. 2. í Betaníu: Á nýársdag kl. 3. / Hafnarfjarðarkirkju: Á gamlaárs- kvöld kl. 11,15, séra Garðar Þorsteins- son. Á nýársdag kl. 2, séra Garðar Þorsteinsson. / fríkirkjunni í Hafnarfirði: Á gamlaárskvöld kl. 11, séra Jón Auðuns. Á nýársdag kl. 2, séra Jón Auðuns. Á Kálfatjörn: Á gamlaárskvöld kl. 6, séra Garðar Þorsteinsson. Að Bjarnastöðum: Á nýársdag kl. 4, séra Garðar Þorsteinsson. Dagskrá útvarpsins. Á gamlárskvöld: 18,00 Aftansöngur í dómkirkjunni. Prédikun: herra Jón Helgason biskup, kveðjuorð. Fyrir alt- ari: Síra Friðrik Hallgrímsson. 19,15 Nýárskveðjur. 20,00 Fréttir. 20,15 Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur. 20,45 Gaman- vísur, Bjarni Bjömsson leikari. 21,05 Danshljómsveit Bjama Böðvarssonar leikur 'og syngur. 21,35 Annáll ársins 1938, V. Þ .G. 23,55 Sálmur. 24,00 Klukknahringing,- 00,05 Áramótakveðja. Dagskrárlok. Á nýársdag: 9,45 Morguntónleikar, plötur: a) Píanókonsert, eftir Bach. b) Symfónía í B-dúr, eftir J. Chr. Bach. c) Konsert í C-dúr fyrir hörpu og flautu, eftir Mozart. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í Dómkirkjunni, síra Bjarni Jónsson. 12,15 Hádegisútvarp. 13,00 Ávarp forsætisráðherra. 14,00 Messa í fríkirkjunni, síra Árni Sigurðsson 15,30 Miðdegistónleikar frá Hótel Borg. 17,40 Útvarp til út. (24,52m). 19,10 Veðurfr. í dag er síðasti reglulegur starfsdagur Jóns biskups Helgasonar. Mun hann i til- efni af þvi flytja kveðjuorð í dómkirkj- unni klukkan 6 í kvöld. Aistaða Bandaríkjanna Eínn mikilvægasfi víðburður ársíns Chamberlain forsætisráðherra sagði 19. þ. m. í neðri málstof- unni, að hann væri að bíða eft- ir því, að þýzka stjórnin sýndi nú sama vilja og hann til að vinna fyrir friðinn og bæta sambúð ríkjanna. Þýzkka stjórnin hefir svarað i opin- berri tilkynningu, að hún muni ekki gera neinar nýjar tilraun- ir, sem gangi i þessa átt, þvi slíkar tilraunir hennar hafi að engu verið metnar áður. Flest virðist nú benda til þess að Roosevelt forseti hafi horfið frá hlutleysisstefnunni svo- nefndu og að bæði áhrifamiklir andstæðingar hans og almenn- ingur vestra yfirleitt séu honum fylgjandi í þeim efnum. Hlutleysisstefna Bandaríkj- anna var um skeið mikið á- hyggjuefni lýðræðislandanna í Evrópu. Hún var í stuttu máli í því fólgin, að Bandaríkin hefðu sem minnst afskipti af málum utan Ameríku og reyndu eftii megni að vera hlutlaus í deilu- málum annarra stórvelda. Það var þessi stefna, sem bar Wilson forseta ofurliði og varð þess valdandi að Bandaríkin gengu ekki í Þjóðabandalagið. Og fram til þessa árs virðist hún hafa verið sjónarmið meginþorrans af Bandaríkjamönnum. Um það vitna m. a. hlutleysislögin, sem þingið samþykkti nokkrum ár- um eftir að Roosevelt kom til valda. Það, sem ollað hefir hinni skyndilegu breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna, er hinn vax- andi yfirgangur einræðisríkj- anna. Sérstaklega hefir Kína- styrjöldin og undirróður Þjóð- verja átt sinn þátt í að opna augu þeirra. Vaxandi veldi Jap- ana er ískyggilegur hnekkir fyr- ir afstöðu Bandaríkj anna í Kyrrahafinu og undirróður Þjóðverja í ýmsum löndum Suð- ur-Ameríku er mjög hættulegur fyrir sjálfstæði þeirra. Til að vinna gegn þessu hvortveggja er hlutleysísstefnan illa fallin. Seinustu vikurnar hafa a. m. k. fimm atburðir gerzt, sem sýna þetta breytta viðhorf Banda- ríkjanna. Þeir sýna að Banda- ríkin ætla sér ekki aðeins að bjóða einrækisríkjunum byrg- inn, heldur að taka að sér for- ystu lýðræðisríkjanna í barátt- unni gegn yfirgangi þeirra. Þessir atburðir eru: 1. Heimkvaðning sendiherrans í Berlín og hin hörðu ummæli Ickes innanríkisráðherra um Gyðingaofsóknirnar í Þýzka- landi. Hann lét m. a. svo um mælt, að ofsóknir miðaldanna Roosevelt. A. - Togari seldur. — Ráðningarkjör á togurum. — Veðráttan Nýtt Framsóknarfélag. — Fundur F.U.F. á Skeiðum. — Hríð Minningarrit um Bjarna í Hólmi. Búnaðarþingið á Austurlandi • á Norðurlandi. — Gunnar Gunnarsson. Stjórn Búnaðarfélags íslands hefir ákveðið að kveðja búnaðarþingið sam- an 4. febr. næstk. Er það í fyrsta sinn, sem búnaðarþing, kosið samkvæmt hinni nýju búnaðarlöggjöf, kemur sam- an. Eiga nú 25 menn sæti á búnaðar- þingi. Starfstími búnaðarþingsins er óákveðinn, en það hefir oft staðið í mánuð eða lengur. i r t Togarinn Otur, sem um langa hríð hefir verið í eign Útvegsbankans og legið aðgerðalaus, hefir nú verið seldur nýstofnuðu útgerðarfélagi í Hafnarfirði á 160 þúsund krónur. Fer skipið á veið- ar í dag. Togarinn hefir jafnframt hlotið nýtt nafn og heitir nú Óli Garða í höfuðið á öldruðum sjómanni og kunnum formanni og sjósóknara á Álftanesi. — Annar togari hefir um þessar mundir verið auglýstur til sölu hér í Reykjavík, er það Reykjaborgin. t f t Samningar sjómaima og togaraeig- enda um ráðningakjör á togurum eru útrimnir um áramótin og hafa nýir samningar ekki tekizt. Til stöðvimar á togaraflotanum mun þó ekki koma og hafa aðilar komið sér saman um að kjör sjómannanna á togurunum skuli fyrst um sinn út janúarmánuð vera hin sömu og giltu 9 mánuði ársins 1938. t t t Frá nágrannalöndunum berast stöð- ugt fréttir um frost og miklar fann- komur, en hér hefir mátt heita snjó- laust í flestum héruðum það sem af er vetrinum, og frost verið sáralítil, í símtali, sem tíðindamaður blaðsins átti við Eiða 1 gær, var honum sagt, að ekki gæti talizt að snjó hefði enn fest þar eystra, sauðfé og hestar gengu langvíðast sjálfala og á sumum bæjum væri enn ekki búið að taka lömb á gjöf. Tvo undanfama daga hafði þó verið með kaldasta móti. Frost hafa verið lítil, sem m. a. má marka á þeirri frétt, sem Tímanum hefir borizt úr Mjóafirði, að þar hafi talsvert verið unnið að plægingu í þessum mánuði. t t t Félag Framsóknarmanna var nýlega stofnað í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Stofnendurnir voru 14, allir bændur. Formaður er Grnmar Jónsson frá Öl- valdsstöðum. Bjami Ásgeirsson alþing- ismaður var mættur á stofnfundinum. t t t Ungir Framsóknarmenn á Skeiðum boðuðu til fimdar að Brautarholti á flmmtudaginn. Hófst fundur þessi um klukkan sex og stóð lengi fram eftir kvöldi. Úr Reykjavík voru á fundinum og fluttu ræður Jón Helgason, Guðm. V. Hjálmarsson og Magnús Gíslason. Úr hópi heimamanna fluttu ræður Ei- ríkur Jónsson bóndi í Vorsabæ, Jón Bjamasón á HLemmiskeiði og Ólafur Gestsson bóndi á Efri-Brúnavöllum. Að umræðum loknum flutti Jón Bjamason erindi tun félagsmálaþróun. Að því búnu var um hríð spiluð Fram- sóknarvist og verðlaunum úthlutað að venju. Var spilað á sex borðum. Sam- komunni lauk um miðnætti. r t r Stórhríð var um Norðurland í gær, einkum norðaustan lands. Sömuleiðis var hríðarveður á Ströndum með all- mikUli fannkomu. Hefir norðanátt haldizt við norðurströndina í nokkra daga, en áður hafði verið þar tiltölu- leg hlýviðri eftir harðindakaflann um mánaðamótin. r r r Eins og kunnugt er, flytur Gunnar Gunnarsson skáld heim á komandi vorl og hefir keypt stórbýlið Skriðu- klaustur. Er nú byrjað að grafa þar fyrir stóru húsi, sem Gunnar hefir í hyggju að láta reisa þar að vori. Einn- ig ætlar hann að koma upp rafstöð og fleiri umbætur hefir hann í hyggju að framkvæma á jörð sinni. r t r Nokkrir vinir Bjarna í Hólmi hafa bundizt samtökum um útgáfu á minn- ingarriti um hann. Er svo ráð fyrir gert, að í því verði úrval af frásögnum ýmissa manna víðsvegar af landinu, sem kynni hafa haft af Bjarna, og þannig með varanlegum hætti forðað frá gleymsku sögnum um afrek hans, við störf, ferðalög o. s. frv. Slíkt rit mun áreiðanlega eiga vinsældum að fagna. hyrfu í skuggann, ef þær væru bornar saman við Gyðingaof- sóknirnar í Þýzkalandi nú. Þýzka stjórnin hefir krafizt þess að Bandaríkjastjórn bæðist afsök- unar á þessum ummælum, en hefir jafnan fengið það svar, að þau væru í samræmi við skoðun stjórnarinnar og Amer- íkumanna yfirleitt. Það er líka vitanlegt, að sendiherrann var kvaddur heim frá Berlín í mót- mælaskyni gegn Gyðingaof- sóknunum og að hann verður ekki sendur þangað aftur, fyrr en Bandaríkjastjórn telur að Þjóðverjar hafi að einhverju leyti bætt fyrir afbrot sín. Sú andúð, sem þýzku stjórninni er sýnd með þessu, hefði nægt til þess að hún hefði rofið stjórn- málasambandið, ef smáríki hefðu átt í hlut. En í sambúð- inni við Bandaríkin telja Þjóð- verjar sér heppilegra að fara gætilega. 2. Bandaríkjastjórn hefir ný lega veitt kínversku stjórninni allstórt lán, sem hún notar aðal- lega til hernaðarþarfa. Hefir þetta hlotið þunga dóma í jap- önskum blöðum og þau sagt, að afleiðingin gæti ekki orðið önn- ur en verri sambúð Japana og Bandaríkj amanna. 3. Bandaríkjastjórn hefir ný lega ákveðið að senda spönsku stjórninni mánaðarlega mikið af hveiti, til að bæta úr matar- skorti, sem er orðinn mjög til- finnanlegur 1 þeim landshlutum, er hún ræður yfir. Jafnframt hefir Bandaríkjastjórn skorað á aðrar ríkisstjórnir að gera slíkt hið sama. í ítölskum og þýzkum blöðum hefir verið deilt harðlega á Bandaríkin fyrir þessa ráð stöfun. 4. Verzlunarsamningur milli Englands og Bandaríkjanna, er undirritaður var fyrir skömmu síðan, byggist á miklu meiri til slökun af hálfu Bandaríkjanna en hugsanleg þótti fyrir fáum mánuðum. Þykir það bera þess vott, að Bandaríkjastjórn telji það miklu skipta, að sambúðin geti verið sem bezt milli hinna enskumælandi stórvelda og að samvinna þeirra sé öruggasta vörnin gegn yfirgangi einræðis- ríkjanna. Engum erlendum stjórnmálamanni hefir heldur verið eins vel tekið í Bandarikj- unum og Anthony Eden, þegar hann var þar á ferð fyrir skemmstu. 5. Fyrir frumkvæði Banda- ríkjastjórnar, koma fulltrúar lýðveldanna í Ameríku saman til fundar öðru hvoru. Slíkur fundur hefir nýlega verið hald inn í Lima. Mættir voru fulltrú- ar frá 21 lýðveldi. Þar var sam- þykkt að þola ekki neina er- lenda íhlutun í þessum löndum og yrði nokkurt þeirra fyrir slíkri árás, skyldu hin rikin ræða málið og koma til aðstoðar, ef þurfa þætti. Er þessari sam- þykkt vitanlega fyrst og fremst beint gegn áróðri Þjóðverja Jafnframt var samþykkt að það væri sameiginlegt áhugamál þessara ríkja að vernda skoð- ana- og trúarbragðafrelsi allra sem byggja lönd Vesturálfunn- ar. Það sýnir þó gleggst, að Á víðavangi Vísir var nýlega að hnjóta í verðlagsnefndina og þó sérstak- lega í formann hennar. Telur blaðið að nefndinni hafi verið mislagðar hendur er hún ákvað hámarksálagningu á þurrkuð- um ávöxtum, þar eð þessi vara fáist nú hvergi og sé ekki útlit fyrir að hún fáist á næstunni. Til upplýsingar fyrir Vísi skal þessu sambandi á það bent, að nóvember og desember var leyfður innflutningur á ávöxt- um fyrir ca. 25 þús. kr. og gekk nokkuð af leyfunum til kaupa þurrkuðum ávöxtum. Þannig mun eitthvað af þurrkuðum ávöxtum hafa komið I allar matvöruverzlanir í bænum fyrir ólin. Ávextir þessir munu yfir- leitt hafa verið seldir í smásölu sem hér greinir: Sveskjur á 1,50 pr. kg. Rúsínur á 1,75 pr. kg. og er innifalin í þessu verði há- marks verzlunarálagning sú, er verðlagsnefnd ákvað, en það var 10% í heildsölu og 40% í smá- sölu eða til samans á kostnaðar- verð varanna að meðtöldum flutningskostnaði, tolli o. s. frv. 54%. * * * Áður en nefnd verðlagsákvæðí voru sett, fengust hér á nokkr- um stöðum í bænum sveskjur og rúsínur, sem kostuðu 4 kr. pr. kg., og var þó um sömu eða lík vörugæði að ræða eins og á á- vöxtum þeim, sem fluttir voru inn i yfirstandandi mánuði og að ofan greinir. Innflytjendur lessara dýru ávaxta munu ekki hafa þurft að gjalda fyrir þá í innkaupi hærra verð en þá, sem fluttir voru inn í yfirstandandi mánuði, og sést því, að álagn- ingin á nefndum vörum hefir, áður en verðlagsákvæðin voru sett, numið um 300% ofan á kostnaðarverð, að meðtöldu flutningsgjaldi, tollum o. fl. * * * Almenningur í landinu mun líta svo á, að verzlunarálagning sú, sem verðlagsnefnd leyfði á ávöxtum nú fyrir hátíðirnar hafi verið fullkomlega nóg fyrir verzlanirnar. Fjöldinn af verzl- unarmönnunum sjálfum viður- kennir þetta einnig. En til eru þó óánægðir verzlunarmenn, og það eru þeir, sem ætluðu sér að taka 300% ágóða af þessum jólaglaðningi almennings. Einn af þessum óánægðu kaupsýslu- mönnum hefir látið til sín heyra i Vísi og sagt að afskipti verð- lagsnefndar af okrinu verði ekki þoluð. Hitt mun sanni nær, að óvíst er hvað lengi neytendur þola mönnum af hans tagi að misnota innflutningsleyfin til hagnaðar fyrir sjálfa sig. * * * Vísir áfellir atvinnumálaráð- herra fyrir að hafa sett í fiski- mat á ísafirði ungan mann úr einu kröftugasta íhaldsheimili við Djúpið, og telur manninn vanta kunnáttu. En Vísir studdi þá framkvæmd að bægja Er- lingi Pálssyni frá Sundhöllinni, en velja í þess stað mann, sem ekki kunni að synda, og tapaði auk þess talsverðu af annara fé á verzlun. Til þess að um minni starfsþekkingu sé að ræða hjá hinum nýja fiskimatsmanni, heldur en hjá hinum sérfróða sundhallarstjóra Vísis, mætti hann ekki þekkja sporð frá höfði. Reynslan sker úr hvort fiskimatsmaðurinn er miður fær en sundhallarstjórinn. Bandaríkin ætla sér meira en að tala með um þessi mál, að þau hafa ákveðið að auka vígbúnað sinn stórkostlega og verða eitt- hvert öflugasta herveldi heims- ins. Verður að telja það ein- hvern merkilegasta og mikil- vægasta viðburð þessa árs, að Bandaríkin hafa skipað sér á- kveðnar í fylkinguna gegn yfir- gangi einræðisríkjanna og að hin stórveldin, sem fylgja lýð- ræðinu, geta nú vænzt þar meira trausts og fylgis en áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.