Tíminn - 05.01.1939, Qupperneq 1
23. árg.
Reykjavík, flmmtudaglim 5. janúar 1939
2. blað
Utsvörin í Reykjavík hækka
um 400 þús. kr. á þessu ári
Fasteígnagjöldin hækka um 250 þús. kr.
Ferðalag Daladíers
Rökstuðníngur Itala fyrir landakröfunum
Fjárhagsáætlun fyrir
Reykjavíkurbæ á þessu ári
hefir enn ekki verið sam-
þykkt. Mun það fátítt að
jafnstór bæjarfélög skuli
ekki hafa lokið fjárhags-
áætlunum sínum áður en
árið byrjar, enda er það með
öllu óforsvaranlegt.
Til þessarar breytni forráða-
manna bæjarins liggja þær á-
stæður, að þeir vilja fara með
tvennt í felur fyrir bæjarbúum
eins lengi og unnt er. Annað er
fjárhagsáætlunin, sem undan-
farin ár hefir stöðugt farið
hækkandi, og hitt er útsvars-
skráin, sem sýnt hefir bæjar-
mönnum áþreifanlega, hvernig
komið er með fjárhag bæjar-
ins.
Frumvarp bæjarstjórnar-
meirahlutans til fjárhagsáætl-
unar fyrir bæinn á þessu ári
mun verða lögð fram til 1. umr.
á bæjarstjórnarfundi í dag. —
Hefir Tíminn átt þess kost að
sjá það. Gerir það ráð fyrir, að
útgjöld bæjarins á árinu verði
6.956.910 kr. og er það rúmum
626 þús. kr. meira en áætlað
var í fjárhagsáætluninni fyrir
síðastliðið ár.
Til að vega á móti þessari út-
gjaldaaukningu, er lagt til að
fasteignagjöldin hækki um 247
þús. kr. eða úr 623 þús. kr. í
870 þús. kr. og útsvörin hækki
um 402 þús. kr. eða úr 4.318
þús. kr. í 4.720 þús. kr.
Aukning útgjaldanna liggur
aðallega í auknum kostnaði við
þurfamannaframfærsluna, því
þrátt fyrir aukinn styrk til elli-
og örorkubóta er ráðgert að hún
muni vaxa nokkuð.
Það mun vekja nokkra furðu
meðal skattgreiðenda bæjarins,
ekki sízt meðal margra þeirra,
sem enn telja sig fylgjandi
b æ j a r stjórnarmeirahlutanum,
að gert skuli ráð fyrir auknum
kostnaði við fátækraframfærsl-
una. Liggur til þess sú ástæða,
að aðalblað Sjálfstæðisflokks-
ins, Morgunblaðið, benti á það,
þegar útsvarsskráin var birt á
seinasta vori, að hægt væri að
koma stórfelldum sparnaði á
þessí útgjöld, og ætti forráða-
mönnum bæjarins vitanlega að
standa nær að fara þær leiðir
en að leggja auknar álögur á
bæjarbúa til að geta haldið
eyðslunni áfram.
f Morgunblaðinu 24. maí síð-
astliðinn birtist löng grein und-
ir svohljóðandi fimmdálkaðri
fyrirsögn: „45% af útg-jöldum
Reykjavíkur til fátækra beint
og óbeint. — Gagngerð endur-
skoðun fátækramálanna óum-
flýjanleg". í greininni féllu síð-
an orð á þessa leið:
„Fátækramálum Reykjavík-
urbæjar er þannig komið nú,
að fjárhagslegur voði bíðux
bæjarfélagsins, ef ekkert verður
aðgert til umbóta á því sviði.
Margt kemur til athugunar
í þessu sambandi. T. d. sýnist
það vera tímabært fyrir bæjar-
félagið að setja einn fram-
kvæmdastjóra yfir þessi mál.
Duglegur og hagsýnn maður í
þeirri stöðu MYNDI ÁREIÐAN-
LEGA GETA SPARAÐ BÆNUM
MIKIÐ FÉ. Hann myndi koma
auga á ýms úrræði til sparnað-
ar án þess að styrkþegarnir
myndu neitt við það líða. Sam-
eiginlegt mötuneyti og innkaup
matvæla í stórum stíl, MYNDI
ÁREIÐANLEGA SPARA MIK-
IÐ. Bæxinn á jarðir hér I ná-
grenninu. Athugandi væri,
hvort ekki mætti nota þær til
þess að létta á fátækrabyrðinni,
láta styrkþega vinna þar að
ræktun og ýmiskonar starf-
rækslu .... Margt fleira getur
komið til gxeina, en stefnan á
yfirleitt að vera sú, að draga úr
beinu peningaframlagi til
styrkþega og láta í þess stað
mat og klæði, og umfram allt,
að krefjast vinnu af þeim, sem
heilbrigðir eru.
Oft hefir verið á það minnst,
að bæjarbúar fylgdust of lítið
með þessum málum, þeix hefðu
t. d. ekki hugmynd um hverjir
og hve margir væru á framfæri
bæjarins. Hefir því komið fram
krafa um það, að birt yrði ár-
lega skrá yfix styrkþega bæjar-
ins og sýnist ekkert vera því til
fyrirstöðu. Gæti e. t. v. nokk-
urt aðhald verið í þvi.
En hvað, sem þessu líður, má
ekki lengur láta fátækramál
bæjarins reka á reiðanum.
Verður nú þegax að taka þau öll
til gagngerðrar endurskoðunar".
Þessi var tónninn í Mbl. dag-
ana, sem bæjarbúar voru að
kynna sér efni útsvarsskrár-
innar í vor. Allar umbótatil-
lögur Framsóknarflokksins í
fátækramálunum voru viður-
kenndar. Það var hvað eftir
annað játað, að fyrirkomulag
fátækramálanna væru í þvílíku
ófremdarástandi, að hægt væri
með skynsamlegum Xáðstöfun-
um að koma á stórfelldum
sparnaði.
En ekkert af þessu hefir enn
verið gert. Síðan þetta var
skrifað eru liðnir 7 mánuðir og
bæjarstjórnarmeirihlutinn hef-
ix haldið áfram „að láta reka á
reiðanum“. Og í fjárhagsáætl-
uninni fyrir þetta ár virðist
hann einnig gera ráð fyrir að
haldið verði áfram „að láta
reka á reiðanum", því álögur á
skattgreiðendum eru hækkaðar
til þess að hægt sé að standa
undir vaxandi sveitarþyngslum.
Hvað lengi geta skattgreið-
(Framh. á 4. síðu)
Samkvœmt samtali, sem tíðindamað-
ur Tímans átti norður á Akureyri í
gær var þar nú komið fremur hægt
veður, en þó helzt enn éljagangur.
Allar bifreiðasamgöngur um Eyja-
fjörð eru teptar, og ekki einu sinni
fært bifreiðum um götur Akureyrar-
bæjar. Ekki er enn hafinn þar snjó-
mokstur og þess beðið, að fannkom-
unni linni. Mjólkurflutningar til bæj-
arlns fara nú að mestu fram á sleð-
um, og að nokkru leyti á bátum, aust-
an yfir fjörðinn. Víða hafa bændur
engum mjólkurflutning getað komið
við. Til að mynda hefir ekki komið
mjólk úr Svarfaðardal, Hörgárdal né
Öxnadal þessa dagana og svipuðu máli
gegnir um fleiri byggðarlög. Póstflutn-
ingar hafa einnig truflazt stórlega
norðan lands. Hafa landpóstar orðið
veðurtepptir dögum saman og póstbát-
urinn ekki getað lagt úr höfn.
t t t
Holtavörðuheiði hefir undanfama
daga verið torfær bifreiðum vegna
fanna og norður í Húnavatnssýslu er
mikill snjór. Á þriðjudaginn fór snjó-
bifreið með póst yfir heiðina, en viku
áður fóru áætlunarbifreiðar norður
yfir, en hafa verið snjótepptar í Húna-
vatnssýslu fram að þessu. Er fönnin
þar barin saman í mikla skafla eftir
látlaust hriðarveður og stórviðri í
Sala landbúnaðar-
aiurða síðastlíðíð ár
Tíminn hefir snúið sér til Jóns
Ámasonar framkvæmdastjóra
og fengið hjá honum eftirfar-
andi upplýsingar um sölu land-
búnaðarafurða á síðastl. ári:
— Ull er öll seld, mestur hlut-
inn til Þýzkalands. Verðið var
um 45% lægra en árið áður
eða kr. 2.50—2.70 fyrir kg. af
fyrsta flokks ull, eftix gæðum,
kominni á skipsfjöl.
Gærur eru allar seldar, nema
sá hluti, sem unninn ex i land-
inu sjálfu (afulluð og sútuð).
Mikið af gærum var selt í
Þýzkalandi, en þó nokkuð ann-
arsstaðar, einkum til Englands
og Norðurlanda. Verð mun yfir-
leitt hafa verið um kr. 1.55 fyr-
ir kg„ komið á skipsfjöl, og er
það um 12% lægra vexð en ár-
ið áður.
Saltkjöt er allt selt. Verðið
var lítið eitt hærra en árið áð-
ur eða um kr. 110.00 fyrir tunnu
á skipsfjöl. Til Noregs er selt
allt, sem heimilt ex að selja
þangað með tollívilnun, og
nokkuð til Danmerkur og Sví-
þjóðar. Var heldur greiðari sala
á saltkjöti, bæði í Noregi og
Svíþjóð, en verið hefir undan-
farin ár. Alls munu vera flrutt-
ar út'um 7000 tn. af saltkjöiti.
Freðkjöt hefir verið selt til
Englands eins og undanfarið.
Er búið að flytja þangað um
1250 smál. Sala hefir verið
frekar treg og verðið um 10
aurum lægra fyrir kg. en á sama
tíma árið áður. Freðkjöt, sem
enn er óselt og er ætlað til út-
flutnings, er um 1000 smál. —
Sala byrjar til Norðurlanda eft-
ir áramótin og einn farmur
verðux fluttur til Englands í fe-
brúar eða marz. Má telja góðar
horfur á, að hægt verði að selja
allt kjötið, en hætt við að verð-
ið hækki ekki frá því, sem nú er.
Af innýflum (lifur, hjörtu o.
fl.) hafa verið fluttai um 35
smál. til Englands og selzt þar
fyrir fyllilega eins hátt verð og
árið sem leið. Verð á görnum
var um 20—25% lægra en árið
áður.
marga daga. Á þriðjudagirm var byrj-
að að moka snjónum af veginum og
þá um morguninn lögðu bifreiðarnar
af stað frá Blönduósi. Var ætlunin að
brjótast suður yfir Holtavörðuheiði og
til Borgarness í gær og í nótt.
t t t
Síðastliðið sumar tóku dönsku land-
mælingamennirnir kvikmynd hér á
landi, með tilstyrk ríkisstjórnarinnar.
Upphaflega var til þess ætlazt, að
kvikmyndin yrði tilbúin 1. desember
síðastliðinn og að hún yrði þá sýnd í
fyrsta skipti. Úr þ*d gat ekki orðið og
er nú í ráði, að frumsýningin fari
fram á Íslandshátíð, sem danska blaðið
Berlingske Tidende efnir til i þessum
mánuði. Myndrænmn er um 1400
metrar að lengd og er nokkur hluti
myndarinnar tekinn úr lofti. Stendur
sýning myndarinnar yfir í hálfa
klukkustund. Hún hefst á íslenzkri tón-
list og eru lögin valin af dönsku tón-
skáldi, en leikin inn í myndina af
danskri hljómsveit. Gert er ráð fyrir
að myndin verði sýnd á heimssýning-
unni í New York.
t t t
Að Sólbrekku í Vestmannaeyjum var
í haust veturgömul kind er vóg 84
kg. lifandi. Hún var stór vexti og 135
centimetrar ummáls aftan við bógana.
Kind þessi var tvisipar rúin á siðast-
Á nýársdag lagði Daladier af
stað í hina fyrirhuguðu ferð sína
til Korsika og Tunis. Áður hafði
þingið lagt fullnaðarsamþykki
sitt á fjárlögin, er jafnvel var
búizt vð að yrðu stjóminni að
falli. Hefir Daladier gengið betur
að fá þau og viðreisnarlögin
samþykkt en á hoxfðist í fyrstu.
í för með Daladier eru ýmsir
helztu embættismenn hersins.
Daladier kom til Korsika á
mánudaginn og hlaut þar glæsi-
iegri viðtökur en nokkru sinni
hafa þekkzt á þeim stöðum. Til
Tunis kom hann á þriðjudaginn.
Móttökurnar þar voru á sömu
leið. Tóku Arabar engu minni
þátt í hyllingarlátunum en
Frakkar, sem þar eru búsettir.
Hefir komið fram miklu meiri
samúð með Frakklandi á báðuní
stöðum, en búizt var við fyrir-
fram og er ferðalag Daladiers
talinn mikill sigur fyrir Frakka,
jafnframt því, sem það er per-
sónulegur sigur fyrir hann sjálf-
an og mun styrkja hann í sessi.
Daladier hefir haldið ræðu á
báðum stöðunum og lýst því yf-
ir, að Frakkland muni ekkert
land láta af hendi, án vopna-
viðskipta. í Tunis mun hann
nota dvöl sína til að kynna sér
landvarnir Frakka þar, ásamt
hinum herfróðu förunautum
sínum.
í ítölskum blöðum sést greini-
lega, að hinar glæsilegu móttök-
ur, sem Daladier hefir hlotið,
hafa orðið ítölum mikil von-
brigði. Reyna þau að gera sem
minnst úr ferðalaginu og segja
að það sé farið til að egna ítali.
Fréttaritari Göteborgs Han-
dels- och Sjöfartstidning í Róm
hefir nýlega gert nokkra grein
fyrr þeim rökstuðningi, sem ít-
alir færa fyrir landakröfum sín.
um. Lega Tunis er þannig, að
þeir, sem þar ráða ríkjum, hljóta
jafnan að ráða miklu við Mið-
jarðarhafið. Um það vitnar saga
Karthago bezt. Fyrir 15 árum lét
Mussolini þau orð falla, að þegax
„Karthago féll, varð Miðjarðar-
hafið rómverskt innhaf". Þessi
skoðun virðst eiga djúpar rætur
i Ítalíu. Að undanskildum Nilar-
dalnum, er Tunis langfrjósam-
asti landshlutinn á norðurströnd
Afríku og þaðan eru lengstar og
greiðastar leiðir inn í landið.
Á 19. öld byrjuðu ítalir að
liðnu ári, og í febrúarmánuði í fyrra-
vetur og í júlímánuði í sumar. Saman-
lögð þyngd beggja reifanna var 4% kg.
r t r
í fyrrinótt var vörubifreiðinni R 171
ekið út af vegínum á milli Seláss og
Árbæjar. Voru í henni tveir menn, Jón
Gunnsteinsson frá Nesi og Magnús
Júlíusson, til heimilis á Vesturgötu 20.
Hlaut Jón mikil meiðsU og fannst
síðar um nóttina liggjandi í blóði sinu
innan um brak úr bílnum. Var hann
þá meðvitundarlaus. Magnús flúði í
örvinglun frá slysstaðnum og fannst
ekki fyrr en um miðjan dag i gær. Við
yfirheyrslur hjá lögreglunni hefir frá-
sögn Magnúsar verið mjög ósamhljóða.
Auðsætt er þó, að mennirnir hafa verið
drukknir, sérstaklega þó Jón. Þriðji
maðurinn, er slóst í hópinn með þeim
félögum þetta kvöld, varð eftir í Bald-
urshaga. Jón kom fyrst til meðvitundar
í nótt.
t r t
Árdegis á gamlaársdag féll snjóflóð
úr Hafnarfjalli við Siglufjörð, skammt
sunnan við Höfn. Sópaði það burtu öll-
um túngirðingum, er fyrir urðu, hey-
stakk og eyðilagði ljósaþræði. Einnig
tók það með sér svonefndan Goosbæ,
svo að ekki stóð eftir nema veggirnir,
eera eru úr toríl. Enginn bjó I bænum.
Daladíer
flytja til Tunis. Þeim féll land-
námið vel, enda eru skilyrði að
ýmsu leyti svipuð og í Suður-
Ítalíu. 1869 neyddu þeir soldán-
inn þar til að gefa þeim leyfi til
að halda ítölskum borgararétt-
indum, þó þeir settust þar að.
Þessum réttindum halda ítalir
enn, og samkv. fransk-ítalska
samningnum frá 1935, gilda þau
til 1965. Börn, sem ítalir í Tunis
eignast eftir þann tima, skulu
verða franskir borgarar. En
vegna þessa fyrirkomulags, hefir
meginhluti þeirra ítala, sem búa
í Tunis, neyðst til að ganga í ít-
alska fasistaflokkinn, sem hefir
þar öflug samtök. Öll blöð og
félög ítala í Tunis eru undir yfir-
stjórn fasista á ítaliu.
Árið 1881 sendu Frakkar her
til Tunis og settu landið undir
frönsk yfirráð. ítalir höfðu ætlað
sér að verða fyrri til, en orðið að
hætta við, vegna ýmsra örðug-
leika. Voru þeir Frökkum mjög
gramir fyrir þetta og er þeim
það ekki enn úr minni liðið.
Lengi vel voru fleiri ítalir en
Frakkar í Tunis. Manntalsskýrsl-
ur nú telja, að þar séu 108 þús.
Frakkar og 94 þús. ítalir, en
ítalir telja þær skýrslur falsað-
ar. í Tunis eru nú um 2.5 millj.
Ibúa.
Korsíku keyptu Frakkar 1769
og hefir hún verið undir yfir-
ráðum þeirra síðan. Þaðan eru
15 km. til Saidíniu og frá 150—
200 km. til næztu borga i ít-
alíu. Eiga Frakkar þaðan
skemmstu leið til loftárása á
Ítalíu og segja ítalir þvi, að
eyjan „sé eins og byssa, sem
beint sé gegn Ítalíu". Menning-
arlega standa Korsíkubúar nær
ítölum en Frökkkum.
Savoy og Nizza komu í eign
Frakka 1860. Áður tilheyrðu
þessi héruð ítölum. Með Savoy
fengu Frakkar yfirráð yfir
greiðfærustu fjallvegum til ít-
alíu og hafa þess vegna miklu
sterkari hernaðarlega aðstöðu
en ítalir, ef þessar þjóðir vildu
sækja hvor aðra heim, því
varnir eru miklu öxðugri Ítalíu-
megin við landamærin. ítalska
konungsættin rekur uppruna
sinn til Savoy og telja ítalir
sig því þurfa að endurheimta
hana af þjóðernislegum ástæð-
um. Á Vínarfundinum 1815 var
ákveðið, að hluti af Savoy
skyldi vera hlutlaust og óvíg-
gixt land, vegna þeirrar hernað-
arlegu þýðingar, sem það gæti
haft. Þessu lofuðu Frakkar að
halda óbreyttu, þegar um það
samdist milli þeirra og ítala, að
Frakkland fengi Savoy. Þetta
hafa Frakkar ekki efnt. Þegar
ítalir fóru í heimsstyrjöldina
1915, kröfðust þeir að fá Sa-
voy og Nizza að launum.
Djibouti krefjast ítalir vegna
yfirráða sinna í Abessiníu.
Þaðan liggur eina járnbrautin
til frjósömustu hluta Abessiníu
og er Djibouti því aðalhafnar-
bæx fyrir Abessiníu. Á friðar-
fundinum í Versölum 1919
kröfðust ítalir þess að fá Dji-
bouti.
Engar af landakröfum sínum
(Framh. á 4. síðu)
A víðavangi
í ræðu Péturs Magnússonar 1.
des., sem Mbl. og ísafold hafa
ekki kært sig um að birta, voru
m. a. eftirfarandi ummæli: „í
stað þess að reyna að sameina
kraftana um lausn hinna
vandasömustu viðfangsefna,
gengur þj óðmálastarfsemin yf-
irleitt út á það, að sundra þeim,
vekja tortryggni og hatur. And-
stæðingurinn er stimplaður sem
óvinur þjóðfé)agsins“. Þessi orð
„óvinur þjóðfélagsins“ notuðu
Mbl. og ísafold í haust um Ey-
stein Jónsson ráðherra og sögðu,
að hann gleddist yfir því að sjá
fátæktina í landinu vaxa. Vilj-
andi eða óviljandi hefir því P.
M. þarna rétt flokksblöðum
sínum „sneið“, sem þau hafa
tekið til sln með því að birta
ekki ræðuna.
* * *
Sigurður Kristjánsson „mosa-
skeggur“, er samur við sig í garð
bændastéttarinnar. í gær ritar
hann um mj ólkursamsöluna
einhverja þá ógeðslegustu og
rætnustu grein, sem sézt hefir
hér á landi í seinni tíð. Segir
hann þar að mjólk bændanna
austanfjalls hafi „valdið van-
heilsu og barnadauða á fjölda
heimila hér i bæ“ og „þeir sem
fyrir þessu standa eru því full-
komnir glæpamenn, ef þeir vita,
hvað þeir eru að gera“ o. s. frv.
Eigi hefix ritsnápur þessi hug
til að tilgreina þá menn með
nöfnum, er hann hér með gefur
„glæpamanns“-heitið. — En
hversu lengi á óviti þessi að
vera framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins og skrifa trún-
aðarbréf í hans nafni?
* * *
Árni frá Múla virðist vexa
eitthvað heyrnarsljór á nýja ár-
inu. í Mbl. í dag segir hann, að
forsætisráðherra hafi haldið því
fram í nýársræðunni, að C bæti-
efni hefði enga þýðingu fyxir
heilsufar manna. Þetta sagði
ráðherrann vitanlega ekki, en
hinu hélt hann fram, að hér
á landi ætti fólk að fá C-bæti-
efnið úr kartöflum og öðru
garðmeti, en ekki útlendum á-
vöxtum, sem aðeins 5% þjóðar-
innar hafa ráð á að kaupa. Um
nauðsyn bætiefnaríkrar fæðu
hefir hvergi verið meir né fyr
ritað en einmitt í blöðum Fram-
sóknaimanna, sbr. t. d. hinar
ágætu greinar Helga Ingvars-
sonar yfirlæknis á Vífilsstöðum.
En ágreiningur er um leiðirnar
til að afla þeirra, milli appel-
sinulæknanna annarsvegar og
beirxa, sem vilja láta framleiða
bennan heilsugjafa innanlands
hinsvegar. Vel má á það minna
1 þessu sambandi, að Norðmenn
hafa undanfarið lagt mikla
áherzlu á nýja aðferð til að
geyma kál, svo að það tapi ekki
bætiefnum sínum. Þar er við-
fangsefnum fyrir oss íslendinga
í stað þess að hlusta á hjal app-
elsínulæknanna og manna eins
og Sig. Kristj. og Árna frá Múla.
jJ;
Hið góða skip, Ægir, brá sér
nýlega til Sauðárkróks og tók
sýslumanninn þar, Sigurð frá
Vigur, mjög vanheilan, úr um-
sjá hins ágæta læknis Jónasar
Kristjánssonar og flutti hann til
Reykjavíkur. Eftir prentuðum
heimildum í Mbl. og opinberum
málsskjölum, hefir téður sýslu-
maður áður sýnt virðingarverð-
an, en breytilegan áhuga fyrir
heilsufari Skagfirðinga. Sjálfur
hefir hann verið átta sinnum
hjá huldulækni, einskonar fram-
hjátekt við Jónas Kristjánsson.
Auk þess hefir hann skriflega
beðið Pétur Jónsson á Akureyri
að koma til Sauðárkróks. Þar
næst róið undir að skorað væri á
Úlfar Sveinsson frá Kleppi að
koma til Sauðárkróks. Að lokum
náði hann saman ýmsum
nefndum og skoruðu þær á heil-
brigðisstjórnina að senda ein-
hvern brúklegan lækni. Vafa-
laust hefði sýslumaðux ekki á
móti einhverjum huldulækni, ef
hann væri viðlátinn!
(Framh. á 4. slöu)
A. KBOSSGÖTITM
Fannkyngi í Eyjafirði. — Samgöngur um Holtavörðuheiði. — Dönsk íslands-
kvikmynd. — Óvenjuleg kind. — Bílslys vegna ölvunar. — Snjóflóð.