Tíminn - 05.01.1939, Qupperneq 4

Tíminn - 05.01.1939, Qupperneq 4
8 TÍMIM, íiiwmtndagiim 5. jamiar 1939 2. blað isœstyngsti aðalráöherrann í brezku stjórninni, er Malcolm Mac Donald nýlendumálaráð- herra. Hann er 37 ára gamall. Hann er sonur Ramsay Mac Donald fyrrv. forsœtisráðherra. Að loknu háskólanámí hauð hann sig fram til þings 1924, en beið ósigur. Hann náði kosningu, þegar hann bauð sig fram i þriðja sinn, 1929. Á þessum árum fékkst hann einkum við blaða- mennsku eins og faðir hans hafði gert fyrr á árum. Hann fór einnig, ásamt tveim stúdentum frá Oxford, i fyrirlestraferð víðs- vegar um hnöttinn, og hélt hann um 250 fyrirlestra í því ferðalagi. Þegar faðir hans myndaði þjóðstjórnina 1931, varð hann aðstoðarráðherra í nýlendu- málaráðuneytinu. Þótti flestum hann óverðugur til þeirrar tign- ar og töldu að hann nyti ein- göngu föður slns. En með elju- semi og skyldurœkni vann Mal- colm sér vaxandi álit og i nóv- ember 1935 varð hann samveldis- ráðherra. Um líkt leyti féllu þeir feðgarnir báðir í þingkosningum, en fengu von bráðar ný kjör- dœmi. Stœrsti sigur Malcolms sem samveldisráðherra var samning- urinn við íra, sem gerður var sl. vetur. Er hann af flestum talinn mesta afrek Chamberlainstjórn- arinnar, því með honum var aldagamalt deilumál til lykta leítt. Með þessu verki vann Mal- colm sér almenna viðurkenn- íngu, því samningurinn er fyrst og fremst þakkaður lœgni hans og festu. Á sl. vori varð Malcolm ný- lenduráðherra. Undir ráðuneyti hans heyra nú m. a. tvö mestu vandamál enska heimsveldisins, óeirðirnar í Palestinu og ný- lendukröfur Þjóðverja. Malcolm er nú foringi hins litla verkamannaflokks, sem fylgdi föður hans og styður núv. ríkisstjórn. Hefir þetta flokks- brot eflzt nokkuð undir forystu hans. Malcolm er miklu mínni rœðu- maður en faðir hans var og skortir glœsileik hans og höfð- ínglega framgöngu. Hann líkist meira móður sinni. Hann er heldur lltill vexti. Álit sitt á hann að þakka þeirri élju og samvizkusemi, sem hann þykir jafnan hafa sýnt í störfum sin- um. Hann er leikfimismaður mikill og er fjölhœfasti dansmaðurinn í ensku stjórninni. Það er fœrt í frásögn, að hann hafi gengið á höndunum eftir löngum sal, þegar honum bárust þau tíðindi, að hann hefði unnið í aukakosn- ingu 1936. Malcolm er ókvœntur. * . * * íli B/ETVtJM Bæjarstjórnarfundur verður í dag kl. 5 í Kaupþingssalnum. Mörg mál eru á dagskrá. Meðal þeirra er fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár. Snæfellingamót verður haldið að Hótel Borg næstk. laugardagskvöld. Mótið hefst með sam- eiginlegu borðhaldi kl. 7. Biskupaskiptin. Jón Helgason biskup lét af störfum nú um áramótin, eftir 22 ára starf. Flutti hann kveðjuræðu í dómkirkj- unni á gamlaárskvöld, og lagði út af textanum í Efes-bréfi, 5, 20.: „Þakkið jafnan guði fyrir alla hluti í nafni drottins vors Jesú Krists.“ — Hinn ný- skipaði biskup, Sigurgeir Sigurðsson, kvaddi söfnuð sinn á nýársdag með messu. Hefir séra Sigurgeir þjónað embætti sínu þar vestra í 21 ár. Biskup kemur alkominn til Reykjavíkur laust fyrir miðjan mánuðinn. Á metaskránni í íþróttafréttum í seinasta blaði hafa leynzt tvær prentvillur. Met það, er Geir Gígja setti 1927 var í 1500 stiku hlaupi. Haukur Einarsson setti met í 5000 stiku kappgöngu 19. júní 1932. skrá. í Falkenau fengu þeir 37,950 atkv., en 37,260 voru á kjörskrá. Við atkvœðagreiðsluna fengu Þjóðverjar hvíta seðla, en Tékk- ar grœna. Á seðli Þjóðverja stóð: Viðurkennir þú foringjann Adolf Hitler sem frelsara Sudetalands- ins og greiðir þú atkvœði með stefnu Nazistaflokksins? Á seðlí Tékka stóð: Viltu vera löghlýð- inn þegn í hinu nýja riki, rœkja skyldur þínar með samvizkusemi og greiðir þú atkvœðí með kosn- ingastarfsskrá foringjans, Adolfs Hitlers? Ferðalag Daladiers. (Framh. af 1. síSu) byggja ítalir á því, að íbúar hlutaðeigandi landa krefjist umskiptanna. Það er heldur ekki hægt. Þeir vilja ekki skipta á yfirráðum frönsku lýðstjórn- arinnar og ítölsku harðstjórn- arinnar, enda hefir t. d. ný- lendustjórn Prakka í Tunis ver- ið talin til fyrirmyndar. En frá sjónarmiði hins menntaða heims á það vissulega að vera vilji hlutaðeigandi íbúa, sem ræður því, hverra yfirráðum þeir lúta. I lsvörin hækka. (Framh. af 1. síðu) endur bæjarins þolað slíka stjórn? Og hvernig dirfast þeir menn, sem játa opinberlega á sig óhæfilega eyðslusemi, eins og gert er í framangreindum ummælum Mbl., og gera þó ekk- ert til að draga úr henni, að reyna að telja þjóðinni trú um að þeim sé treystandi til hag- sýnnar fjármálastjórnar? Nýtízku steinhás. Nokkur nýtízku steinhús til sölu. Ennfremur mikið úrval af eldri húsum. Hús og aðrar fast- eignir teknar í umboðssölur. HARALDUR GUÐMUNDSSON, Hafnarstræti 15. Símar 5415 og 5414 heima. Hraðfrystur, beínlaus fískur fæst í Í*lm*niiiiini,mí 3259 Flakaður koli 0,75 pr. kg. Klipptur koli 0,40 - og margar fleiri tegundir, ódýrt. Sími 3359. Terdlaun Teiknistofa landbúnaðarins efnir til verðlaunasamkeppni um tillöguuppdrætti að húsgögnum í stofu á sveitaheimili. 1. verðlaun kr. 300,00 2. — — 150,00 3. — — 50,00 Fimm manna dómnefnd úthlutar verðlaununum. LEIKFÉLAG RSYKJAVÍKUR „FróOá‘é Sjónleikur í 4 þáttum, eftir JÓHANN FRÍMANN. Sýiiing í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 i dag. Útbreiðið TlMANN Átfunda eígin- kona Bláskegfpfs Bráðskemmtileg og mein- fyndin amerísk gaman- mynd eftir Ernst LuMtsch. Aðalhlutv. leika: CLAUDETTE COLBERT H og GARY COOPER. \\ SÝJA BÍÓ"'ÍÍÍTTtvrtttltt' Börn óveðnrsins (THE HURRICANE) Stórfengleg amerísk kvikmynd, er vakið hefir heimsathygli fyrir afburða æfintýraríkt og fjölþætt efni u°- framúrskarandi „tekn- iska snilld. — Aðalhlutverkið leikur hin forkunnarfagra DOROTHY LAMOUR og hinn fagri og karlmannlegi JON HALL j| Börn inuan 12 ára fá ekki aðg. ♦ ♦ iiiœmmmiímisœmmmmœiima RyðYarnariiiálmng Málnáng á húseignum er ekki aðeins vörn gegn skemmdnm, heldur eykur hún jafu- framt verðmæti eigna, veitir margvísleg þægindi og setur menningarbrag á lieiin- ilin. NAFN OKKAR ER TRYGGEVG VÖRL! FYRIR VANDAÐRI í atkvœðagreiðslunni í Súdeta- héruðunum kom það fyrír á tveimur stöðum, að lista nazista voru greidd fleiri atkvœði en kjósendur voru á kjörskra. í Joa- chimstahl fengu nazistar 11,431 atkvœði, en 11,357 voru á kjör- Tillögum sé skilað fyrir 1. april 1939. Þær skulu vera dul- merktar, en nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Þátttakendur vitji nánari upplýsinga á teiknistofuna. TEIKNISTOFA LANDRLNAÐARINS Búnaðarbankanum, Reykjavík. 174 Andreas Poltzer: beztu sporhundunum í Scotland Yard, þó hann sé ungur ennþá. í næsta skipti gæti hugsast, að hann hefði heppnina með sér, og þá væruð þér í slæmri klípu, sagði Sluice aðvarandi. Brosið var horfið af andliti ungu stúlk- unnar. Hún tók rósrauða sígarettuöskju upp úr vasanum og bauð Sluice. — Þakka yður fyrir, ég veit ekki hvort ég þoli þessar ilmuðu sígarettur, sagði litli maðurinn. Alice Bradford stakk sígarettu milli varanna. Þjónninn flýtti sér að kveikja í hjá henni, áður en hann helti whiskí- inu á glösin. Hann furðaði sig á hve mr. Ford hafði granna og kvenlega hönd. Hann mundi enn eftir uppþotinu, sem varð í fyrsta skipti, sem Mr. Ford kom í klúbbinn. Maður einn, allkendur, sem var gestkomandi í klúbbnum þetta kvöld, hafði móðgað mr. Ford og hagað sér af lítilli kurteisi síðar um kvöldið. Hann var að minnsta kosti hálfu öðru höfði hærri en Ford, en eigi að síður hafði Ford gefið honum hnefahögg, svo vel útilátið, að maðurinn fékk nægju sína, og langaði ekki til að halda leiknum áfram. Alice Bradford saug reykinn að sér 1 djúpum teygum, og þegar þjónninn fjar. lægðist þau, sagði hún í hljóði: — Whinstone fulltrúi er í þakklætis- skuld við mig — hann hafði villst inn í Patricia 175 ,,hvelfinguna“ og komst ekki út aftur. Ég hjálpaði honum út .... Það hefði hæglega getað farið illa fyrir honum! Sluice kinkaði kolli alvarlegur. — Það er ekki vafi á því, Alice! Ég sá fulltrúann í skotinu, en mér datt ekki í hug, að hann hefði komizt að leyndar- máli Pallas Aþenu. — Það hlýtur að hafa verið tilviljun. Annaðhvort hefir læsingin hlaupið af sjálfu sér, eða enhver komið við hana að innanverðu. Ég var á burtu um stund, og líklega hefir þetta gerzt á meðan. Þegar ég kom aftur sá ég hvergi Whin- stone. Ég hlustaði og heyrði undirgang bak við skotið. Mér datt í hug, að það væri Whinstone. Ég barði og það var barið aftur, og þá lét ég skotið snúast. — Veit hann, að það voruð þér, sem hleyptuð honum út? — Ég held ekki. Ég kom mér undan eins fljótt og ég gat. Vonandi ætlar hann sér ekki að hreinsa til í hreiðrinu .... ? — Hann reynir að njósna um yður heima við húsið hjá yður aftur. Alice Bradford ypti öxlum. — Ég fer yfir þakið. Sluice virtist ekki vera meira en svo ánægður með það. — Seinast þegar þér fóruð þá leiðina lá við að þér hálsbrytuð yður! Mér er Á víðavangi. fFramh. af 1. síðu) Mbl. birtir nýlega grein, sem ekki verður skilin öðruvísi en svo, að mjólk úr sveitum hér sunnanlands sé banvæn. Til að skera úr þessu, myndi vel fara á að Dungal væri sendur til að athuga kýrnar í Svignaskarði, Arnbjargarlæk, Grund í Skorra. dal, Móeiðarhvoli og Núpi í Fljótshlíð, til að nefna nokkur staðgóð heimili á mjólkursölu- svæðinu. Ef það sannast með hinum nákvæmu og óyggjandi rannsóknum Dungals, að þessi mjólk sé banvæn fyrir fólk í Reykjavík, þá kemur óneitanlega tíl kasta heilbrigðisstjórnarinn- ar, hvort nokkuð er hægt að gera við Borgarfjörð og Suðurlág- lendð, nema að leggja það i eyði og flytja þá, sem ekki eru orðnir veikir af mjólkinni til Reykja- víkur og láta þá lifa þar á al- mannaframfæri. * * * Mbl. kvartar um, að ekki sé framleidd sérstök „barnamjólk“ til sölu í Reykjavík. En um þetta efni ætti blaðið, að snúa sér til „stórbóndans“ á Korpúlfsstöð- um. Hann var á sínum tíma beð- inn að gera bú sitt að fram- leiðslustöð fyrir barnamjólk, en neitaði að beygja sig fyrir lækn- iseftirliti og öðrum skilyrðum, er setja verður um framleiðslu mjólkur, sem seld er undir slíku vörumerki. Væri betur, að Mbl. gæti komið því til leiðar, að Korpúlfsstaðabóndanum snerist hugur, þótt seint sé. Námskeið í meðferð ungbarna hefst á vegum Rauða Kross íslands mánudaginn 8. janúar. Allar upplýsingar á skrifstofum R. Kr. í Hafnar- stræti 5. — Sími 4658. Áý lækningastofa Frá deginum í dag tek ég á móti sjúklingum I Pósthússtræti 17, sími 2059, virka daga kl. 2—4 síðd. Lögð verður stund á náttúrulækningar, að svo miklu leyti, sem ástæður leyfa. — Heima Grettisgötu 67. Sími 5204. Jónas Kristjánsson læknir frá Sauðárkróki. Snæíellíngamótið verður Iialdið að Hótel Rorg n. k. langar* dag þ. 7. Jan. 1939. Mótið hefst með sam- eiginlegu borðhaldi kl. 7 e. hád. Aðgöngumiðar í Tóbaksverzl. London. Austurstræti 14 og Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstræti 8.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.