Tíminn - 21.01.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1939, Blaðsíða 3
9. Mað TÍMIM, laagardagiim 21. jainiar 1939 35 ÍÞRÓTTIR Skíðaíjiréttin á Siglufirði. Eftirfarandi grein hefir Tím- anum borizt frá Siglufirði: Allir kannast við „síldarbæ- inn“ Siglufjörð, en þeir munu vera færri, sem gera sér grein fyrir því hvað Siglufjörður er líka mikill „skíðabær“, því að svo má segja, að skíðaíþróttin setji eins mikinn svip á bæinn á veturna eins og síldveiðin á sumrin. Á Siglufirði eru tvö skíðafé- lög, og hafa þau bæði komið sér upp skíðaskálum. Er annar skálinn ca. 15—20 mínútna gang frá bænum, en hinn ca 40 mínútna gang. Þetta kann að þykja stutt, en Reykvíkingar verða að athuga það, að þótt þeir þurfi að aka í bíl svo klukkutímum skiþtir, áður en þeir komast í skíðabrekkur, þá geta Siglfirðingar spennt á sig skíðin fyrir utan húsin hjá sér, og eru eftir örlitla stund komn- ir í ágætar brekkur. Verði manni gengið um bæ- inn á sunnudegi í góðu veðri, er eins og bærinn sé dauður. Allir eru komnir á skíði. Getur þar að líta smá snáða, er vart eru lengri en stafirnir, sem þeir ganga við, til sextugra öldunga, sem ekki geta stillt sig, þegar þeir sjá unga fólkið bruna í ferska loftið og fjalladýrðina, en spenna á sig skíðin og slást í förina. Fyrirmynd alls þessa hóps er svo hinn siglfirzki skíða-„að- all“, ef svo mætti segja, þ. e. þeir, sem fara á skíði, ekki að- eins til að auka sína andlegu og líkamlegu vellíðan, heldur líka til þess að þjálfa sig með það fyrir augum að taka þátt í skíðakappmótum til að geta sér frægðar og frama og halda uppi heiðri bæjarins sem skíðabæj- ar. Þessir menn spenna á sig skíðin strax á morgnana og fara helzt ekki af þeim fyr en á kvöldin, og rekist maður á 2—3 þeirra í hóp, þá er umræðuefn- ið: skíðaáburður, rennsli, kapp- mót og annað slíkt. Hér í Reykjavík kvartar skíðafólkið undan snjóleysi. Við því er ekkert að gera, en.ef snjórinn vill ekki koma til þess, þá verður bezt að bregða sér til Siglufjarðar, því þar er snjór, og þar er um þessar mundir all- ur bærinn á skíðum. X. Sígurður Olason & Egíll Sígurgeírsson Málílutningsskrífstola Austurstrætí 3. — Sími 1712. svæðið, sem nauðsynlegt var að þurrka til þess að Wieringen yrði áföst meginlandinu. Nokkru skemmri tími fór til þess að dæla vatninu í burtu. Var að- allega notuð til þess dæla, sem kennd var við Lely. Dældi hún 1200 rúmmetrum af vatni í 6 metra hæð á mínútu og sézt á því, að hún var ekki neitt smá- smíði. En erfiðleikunum var ekki að fullu lokið. Það kom m. a. í ljós að sjávarseltan hafði gert jarð- veginn óhæfan til ræktunar fyrst í stað. Fyrstu ræktunartil- raunirnar misheppnuðust alger- lega og hlauzt af því mikið fjárhagslegt tjón. En von bráð- ar fundust aðferðir til að bæta jarðveginum þau efni, sem hann hafði misst við það, að liggja undir sjó i röskar 6 aldir. Vorið 1931 var fyrir alvöru byrjað að plægja hið endur- heimta land og búa það á annan hátt undir ræktun. Tveim árum seinna mátti heita að það væri orðinn einn samfelldur akur. Nú er búið að reisa þar mörg bændabýli og smáþorp, leggja bílvegi o. s. frv. Þeir, sem koma þangað nú, geta ekki á neinn hátt merkt það, að þetta land hafi legið undir sjó fyrir fáum árum síðan. Landið, sem Hollendingar björguðu undan sjó með þessu byrjunarstarfi, er um 22 þús. ha. Bygging sjálfs að- Aðal- algarðsins, sem garðurinn. aðskilur Zuider- zee frá Norður- R G I N I L I Ð Ilerkileg sýning. Frú Þórdís Egilsdóttir frá ísa- firði, systir hinnar kunnu merk- iskonu, Steinunnar á Spóastöð- um, opnaði í fyrradag sýningu í Fatabúðinni á Skólavörðustíg 21. Á þessari sýningu eru tvær út- saumsmyndir, sem varla eiga sinn líka í hannyrðum íslenzkra kvenna. Hefir frú Þórdís unnið allt efnið í útsauminn úr ís- lenzkri ull og fengið nálega öll litarefnin úr íslenzkum jurtum. Báðar myndirnar tákna sveitalíf á íslandi. Önnur myndin sýnir sveitabæ með túni og görðum, undir hárri fjallshlíð. Á túninu er fólk við heyskap, hestur undir böggum, með hinu þolgóða, sorg- blandna yfirbragði þeirra, sem bera of þungar byrðar. Á þessari mynd sést allt hið ytra viðhorf á góðum bóndabæ, og frú Þórdís hefir náð með aðdáanlegri ná- kvæmni hinum breytilega litblæ síðsumarins. Hin myndin sýnir baðstofulíf í sveit á mannmörgu heimili.Undir veggjum eru mörg rúm með íslenzkum ábreiðum Yfir súðin, rokkur á einum bit- anum, hornspónum stungið und- ir sperrur. Heimilisfólk á öllum aldri situr við margbreytt heim- ilisstörf á rúmum sínum, en börnin gá ekki vinnunnar, af því að kettirnir freista þeirra frá alvöru starfsins. Frú Þórdís hefir varið mörgum árum til að gera þessar tvær myndir. í þeim er fólgið þrot- laust erfiði og umhyggja. Lista- konan hefir einskis látið ófreist- að til að gefa úr íslenzku efni, með íslenzkum litum, sem sahn- asta mynd af því þjóðlífi, sem verið hefir á íslandi i þúsund ár. Þetta þjóðlíf heyrir nú sögunni til, eins og bókmenntir fyrri alda. En ég vildi óska, að þessar tvær myndir yrðu áður en langt um liði eign einhverra tveggja hús- mæðraskóla landsins. Þar ættu þessar myndir að sýna ófæddum kynslóðum líf feðra og mæðra. En auk þess ættu þær að sýna ungum konum, kynslóð eftir kynsióð, hvernig listaþrá íslend- inga brýtur sér farveg, jafnvel eftir hinum torsóttustu leiðum. Þórdís Egilsdóttir er merkileg listakona. Hefir hún átt marga og merkilega ferðafélaga á þeirri braut, úr átthögum sínum í Ár- nesþingi. Hreinar léreftstusknr kaupir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. sjónum, var hafinn 1926. Hann er 30 km. langux. Byrjað var á báðum endum hans samtímis. Framkvæmd verksins var hagað þannig, að lengi vel var haldið opnum þremur allbreiðum sundum, þar sem sjórinn gat runnið óheftur milli Norður- sjávarins og Zuiderzee. Vanda*- samasti hluti verksins var nð loka þessum sundum. Þeigar langt var komið að stýfla fyrsta sundið munaði minnstn að vatnsþunginn sprengdi botninn upp og græfi sér þannig farveg undir garöinn. Með því að nota allt það starfsafl, sem komizt gat aö verkinu og láta það vinna dag og nótt, tókst aö af- stýrahættunni.Var botninn þétt- ur með því, að sökkva niður ó- hemju miklu af sandi og leir. Sú reynsla, sem fékkst við þetta verk, gerði auðveldara að loka hinum sundunum. Hinn 28. maí 1932 var garð- inum fulllokið. Zukierzee var aöskilinn frá hafmu og hægt var að byrja á því starfi að þurrka hann upp. Hversu mikið mannvirki garð- urinn er, má nokkuð marka á eftirfarandi tölum: Hann er 30 km. langur og hæð hans yfir sjávarmál er 7—7y2 m. Breidd hans að neðan er um 150 m„ en að ofan um 90 m. Á honum eru um 25 flóðgáttir, allar mjög ramlega gerðar. Ofan á garðin- um er breiður, steinsteyptur bil- vegur, sérstök braut fyrir hjól- reiðamenn og önnur fyrir gangandi fólk. Auk þess er ætl- JUNE-MUNKTELL „DMV 10“ DIESELMÓTORINN er sérstak- lega smíðaður fyrir smáfiskibáta (trillubáta). — Hann mun vera sparneytnasti mótorinn, sem hér þekkist. Öll olíueyðsla yfir heila vertíð hefir reynzt að fara ekki fram úr 50—60 krónum. Þessi mótor er mjög einfaldur í meðferð, og sérlega gangviss. — Hann er settur í gang KALDUR, notar hvorki raf- kveikju eða þrýstiloft, patrónu eða prímuslampa. — OIíu- dælur hinar nafnkunnu BOSCH dælur. Vélin gengur í hinum heimskunnu SKF Iegum, og hefir þrýstismurningu, og brenn- ir HRÁOLÍU. Þessi vandaði og í hvívetna fullkomni frágang- ur miðar allur að því, að tryggja sem bezt öruggan gang vél- arinnar. Fjögra ára reynsla er fengin hér á landi fyrir gæðum þess- arar vélar. Það er ekki eánungis einstaklingshagur að nota þessa vél, það er líka þjóðarhagur. — Verðið hið alþekta JUNE-MUNKTELL. Leitið allra upplýsinga sem fyrst. Bátarnir, sem FISKA BEZT og GANGA MEST, nota JUNE- .MUNKTELL, helzta mótor fiskiflotans. (rí§Ii JT. JobnNen Meykjavík Símar 2747 & 3752 Ný bók frá Máli og menningu Efmsheimuriim eftir lSjörn Franzson er nú kominn út. Þetta er síðasta þók Máls og menningar 1938, ein af fimm bókiun, sem félagsmenti fengu á árinu fyrir 10 króna árgjald. EFNISHEIMURINN gefur yfirlit yfir þær hugmyndir, sem fræðimenn hafa gert sér um alheiminn fyr og síðar, en sérstak- lega um þær niðurstöður, sem vísindi nútímans hafa komizt að. Sigurkarl Stefánsson,, Menntaskólakennari, skrifar m. a. um bókina: „Höfundi er sýnt um að láta það stórkostlega koma fram, og eru margir kaflar í bókinni bráðskemmtilegir". Segir hann, að það sé vodi sín, að hún „beri gæfu til þess að opna mörgum lesendum nýja, heillandi útsýn“. Félagsmenn í Máli og meningu eru beðnir að vitja bókar- innar í Heimskrinulu, eða hringja eftir henni í síma 5055. MAL og MEWWWC, Laugaveg 38. - Sími 5055. Heimllisbékin inn ú fovert foeimili \____________________________________________________ Úthrel^ið TlMANN ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Sýning á listsaumuðum veggleppum Þórdísar Egils- dóttur frá ísafirði opin í dag og næstu daga kl. 10 f. h. til 10 e. h. í Fatabúðinni, Skólavörðustíg. Tepp- in sýna íslenzkan sveitabæ og baðstofu. — Aðgangur 1 kr. fyrir fullorðna og 50 aura fyrir börn. azt tR að leggja þar tvísporaða járnýjraut. V*eggir garðsins eru úx bas- alíti og steinsteypu, en hann er fylltur upp með leir og sandi, •sem grafinn hefir vorið upp meðfram garðinum. Hafa alls verið látnir í hann 18 milj. fer- metrax af leir og 32 milj. fer- metrar af sandi. Ætlazt er til að Þurkunin. ljúka því verki, sem eftir er, í þremur áfLngum eða á þann hátt, að skipta því svæði, sem á að þurka, í þrennt og ljúka hverj- um hlnta út af fyrir sig. Er þeg- ar byrjað á því, að byggjia varn- argarð • utan um fyrsta svæðið og á það að vera undirbúið til ■ræktunar 1941. Það er um 49 þús. ha. Síðan verður byrjað á því næsha og ráðgert er að verk- inu verðS fulllokiö 1965. Áætlað er að kostnaðurinn við þetta verk verði frá 156—260 millj. kr. árlegja. En Hollendingar telja eigi ‘að síðui- að framkvæmd þess muni bera sig og svara góð- um vöxitum í framtíðinni. Þeir auka lajid sitt um 220 þús. ha. og teija að frá 300—500 þús. manne muni geta lifað þar góðu lífi á landbúnaði og öðrum hag- nýtum störfum. Og þeir eru hreykrúr af þessum óvenjulegu landvinnángum, sem munu líka vafalaust tryggja þeim veglegri sess í sögunni en þeim þjóðum, sem auka lönd sín með eld- sprengjum og eiturgasi. Þ. Þ. Kolaverzlim Signrðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 204 AncLreas Poltzer: hvarfi Kingsley lávarðar og þér eruð samsek honum í því. Whinstone trúði ekki þessum áburði sjálfur. Hann sagði þetta aðeins til þess að liðka málbeinið á frúnni. — Ég geri ekki ráð fyrir að Meller sé neitt bendlaður við hvarf lávarðarins, sagði hún ákveðið. — Hm! Viljið þér þá segja mér, hvers vegna hann flýði af heimili lávarðarins um leið og hann hvarf? Og það óvænta skeði. Eftir nokkurt hik sagði franska frúin: — Já, ég get sagt yður, hvers vegna Meller flýði. Fulltrúinn gleymdi að hafa gát á sér og hrópaði uppvægur: — Þér vitið, hvers vegna Meller flýði af heimili lávarðarins? Franska frúin kinkaði kolli. — Maðurinn minn fyrrverandi flýði undan mér, sagði hún lágt. — Ég skil ekki hvað þér eruð að fara, sagði Whinstone. Frú Meller strauk fingrunum um gagnaugun — hún gerði það oft — og sagði síðan ákveðin: — Herra fulltrúi, ég vil ekki leyna yður neinu. Hún byrjaði að segja frá, slitrótt og sundurlaust að vísu, en Whinstone varð smámsaman vísari um þetta: Patricia 201 Rödd hans var aðvarandi er hann sagöi: — Verið þér skynsamar. Þér hafið ját_ að, að þér séuð kona Mellers-Ortega, fyr- verandi ritara Kingsley lávarðar . ...! — Fráskilin kona hans, herra fulltrúi! Jafnvel þó ég beri nafn hans, hefi ég af sérstökum ástæðum, látið skrifa mig skinarnafni mínu hér á gistihúsinu .... — Má ég vita þær sérstöku ástæður? — Þær eru fullkomið einkamál og ég vil helzt ekki þurfa að segja frá þeim, sagði frúin og kipraði saman munninn, eins og til þess að sýna, að hún ætlaði sér ekki að segja frá því. — Frú, við höfum óbrigðult ráð til þess að fá fólk til að leysa frá skjóðunni! sagði Whinstone alvarlegur. Eitthvað sem líktist brosi kom fram í andliti frúarinnar um leið og hún sagði: —■ Ég vissi ekki, að pyntingaraðferðir miðaldanna væru notaðar hér í Englandi ennþá .... Whinstone lét sem hann heyrði ekki háðhreiminn í röddinni og sagði: — Segið þér frá, áður en það er orðið of seint. Orð hans höfðu gagnstæð áhrif við það, sem hann hafði ætlast til. Frú Meller-Ortega þagnaði og starði frekju- lega á fulltrúann. — Flýtið þér yður, frú, sagði hann með áherzlu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.