Tíminn - 21.01.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.01.1939, Blaðsíða 4
36 TÍMINN, laiigardaginn 21. janúar 1939 9. blað IMIOIj-A-IR, Seinustu fregnir herma að Hitler hafi leyst dr. Hjalmar Schacht frá störfum, sem for- stjóra ríkisbankans. Þykja þetta merkileg tíðindi, þvi dr. Schacht var nýlega i leynilegum erinda- gerðum fyrir þýzku stjórnina i London og hefir undanfarið samið fyrir hennar hönd um Gyðingamálin. Er liklegt, að skoðanir hans og stjórnarínnar hafi ekki farið saman. Schacht er 61 árs. Hann er fœddur i Suður-Jótlandi og bceði les og talar dönsku. Hann stund- aði nám við ýmsa þýzka háskóla og náði doktorsprófi mjög ungur. Hann vann síðan við ýmsa banka og fékk fljótlega á sig mikið dugnaðarorð. Hækkaði hann stöðugt í tigninni, unz hann varð ríkisbankastjóri 1923. Honum tókst að leysa ótrúlega vel fram úr ýmsum fjármálavandrœðum þjóðarinnar og fékk brátt það orð á sig, að hann væri lang- slyngasti fjármálamaður Þýzka- lands. 1930 lagði hann þetta starf niður í mótmœlaskyni við Youngsamninginn, en tókst það aftur á hendi 1933, þegar naz- istar komu til valda.. Hefir hann ráðið manna mest um það fyrir- komulag gjaldeyrismálanna og utanríkisver.zlunarinnar, sem Þjóðverjar hafa nú. Það hefir löngum verið grunnt á því góða á milli Schacht ann- ars vegar og nazistaforingjanna og auðmannanna hinsvegar. Schacht er einráður og fer þvi jafnan fram, sem hann álitur bezt henta, án tillits til hags- muna vissra stétta eða flokka. Hann hefir aldrei tekið neinn virkan þátt í starfsemi nazista- flokksins og var áður fyr um all- langt skeið fylgismaður mið- flokks eins, sem stundum hafði samvinnu við jafnaðarmenn. Meðal erlendra fjármála- manna verður það hnekkir fyrir þýzku stjórnina ef Schacht verð- ur algerlega dreginn til baka. En nazistar hafa oft ætlað sér það áður, en orðið að leita til hans ráða, þegar í óefni var komið. * * * V atikanið (páfarikið) er minnsta ríki veraldar. íbúar þess eru um 700. En það hefír líka fleiri met. í hlutfalli við ibúa- fjölda hefir það fleiri bíla, síma- tœki, útvarpstœki, kœliskápa og lyftur en nokkurt annað riki í heimi. Það hefir hlutfallslega miklu stœrri her en nokkurt annað ríki, því hermennirnir eru % hlutar ibúanna. En þessi her hefir enga fallbyssu, vélbyssu, flugvél eða skriðreka — og það er líka met. Bandaríkin hafa 15.295.852 talsímanumer eða eitt á hverja átta íbúa, en í Vatikan- inu eru númerin nokkru fleiri en ibúarnir. í Bandaríkjunum er einn bíll á hverja 5 ibúa, en í Vatikanínu á 3yz íbúa. Hest- vagnar eru þar ekki og það mun llka vera met. Sérhver af hinum 150 fjölskyldum í Vatikaninu hefir útvarpstæki og kœliskáp til umráða. Slíkt mun ekki þekkj- ast í neinu öðru landi. (Caval- cade, London). ÚR BÆTVIHl Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, Sigurgeir Sig- urðsson biskup, kl. 2 barnaguðsþjón- usta, séra Sigurjón Þ. Ámason. í frí- kirkjunni kl. 2, séra Árni Sigurðsson. í Laugarnesskóla kl. 5, séra Garðar Svavarsson. kl. 10 árdegis bamaguðs- þjónusta. í Skerjafjarðarskóla kl. 10. í Bethaníu kl. 2. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, Ólafur Ólafsson kristniboði pré- dikar. Skemmtikvöld Framsóknarfélögin í Reykjavík efna til sameiginlegs skemmtikvöld að Hó- tel Borg miðvikudaginn 25. þ.m. Til skemmtunar verður Framsóknarvist, ræða, Skúli Guðmundsson atvinnu- málaráðherra, og dans. Aðgöngumiðar fást á afgreiðslu Tímans, Lindargötu 1 D, sími 2323, og við innganginn. — Vegna mikillar aðsóknar er æskilegt að menn tryggl sér aðgöngumiða hið fyrsta. Ný framleiðsla frá S. í. F. er komln á markaðinn. Em það fiskbúðingur og fiskbollur, samanber auglýsingu í blaðinu í dag. Leikfélag Reykjavíkur sýnír á morgun sjónleikinn Fróðá fyrir lækkað verð. Þessi leikur verður nú ekki sýndur nema einu sinni eða tvísvar enn, því að nú hefjast á næst- unni sýningar á nýjum sjónleik. Thor Thors hefir beðið þess getið, að hann hafi ekki hótað að segja af sér störfum sem framkvæmdarstjóri hjá S. í. F., ef til- laga stjórnar á aðalfundinu yrði ekki samþykkt. En hann er einn af þremur framkvæmdarstjórum S. í. F. Leiðrétting. í nokkrum hluta upplagsins hefir prentvilla orðið í greininni um fjármál bæjarins. Þar stendur: „Það lán hefði átt að greiðast upp á árinu 1938, en i stað þess hefir skuldin við Landsbank- ann einan orðið um 700.000 krónur.“ Á að vera: ... hefir skuldin við Lands- bankann einan hækkað um 700.000 kr. Gestir í bænum. Sigurbjörn Snjólfsson bóndi í Gilsár- teigi, Einar Halldórsson bóndi á Kára- stöðum í Þingvallasveit, Björn O. Bjömsson prestur á Höskuldsstöðum og frú, Bjöm Stefánsson kaupfélags- stjóri á Fáskrúðsfirði og frú, Guð- mundur Brynjólfsson á Hrafnabjörg- um á Hvalfjarðarströnd, Guðmundur Ólafsson á Ferstiklu á Hvalfjarðar- strönd, Ólafur Guðmundsson í Hellna- túni í Ásahreppi. Gísli Jónsson á Lofts- stöðum í Flóa, Árni Vilhjálmsson út- gerðarmaður á Háeyri við Seyðisfjörð. Reiabúaeigendur Hraðfryst úrvals hvalkjöt seljum vér til refafóðurs. Verð 50 aurar kílóið í 60 kg. kössum úr frystihúsi í Reykjavík eða ísafirði. Gerið pantanir yðar sem fyrst, þar eð birgðir eru takmarkaðar. H. f. Kópur, Reykjavík Símar 3201 og 5206. LEIKFÉLAG REYK JAVÍKIIR „FPÓðá“ Sjónleikur í 4 þáttum, eftir JÓHANN FRÍMANN. Sýnmg á morgun kl. 8. Lækkað verð. Aðgöngumiffar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. Þaff nýjasta á markaffnum er: Fískíbollur og Fískibúðíngur frá Niðuisuðuverksm. S. í. F. Mynciin er af þeim brœSrun- um, H úkoni i||||l| Noregskonungí og Kristjáni X. Er hún tekin fyrír skömmu síðan. Vekjaraklukkur, Hitabrúsar, Speglar, Greiffur, Handsápur, Myndarammar, Dömutöskur, Barnatöskur, Hálsfestar, Hringar, Nælur, Tölur og ýmiskonar Smávörur. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. Á vföavangi. (Framh. af 1. síðu) um gaf ríkisstjórnin út nýja til- skipun um að blanda smjöri í smjörlíki. Er íblöndunin nú 5% og getur það ekki talizt mikið. Áður hafði um skeið engin í- blöndun verið framkvæmd, og var það vegna þess, að smjör- framleiðsla landsins hrökk ekki til. í grein hér í blaðinu snemma í vetur var sýnt fram á það, að rífleg íblöndun smjörs í smjör- líki, gæti skapað grundvöll fyr- ir smjörbúastarfsemi verulega fram yfir það, sem nú er, enda er þetta úrræði mjög notað ann- arsstaðar, svo sem á Norður löndum og í Hollandi. * * * Á árinu 1938 hefir verið varið úr Búnaðarbankanum og ríkis- sjóði um 670 þús. kr. til að end- urbyggja sveitabæi. Af þessari upphæð voru 120 þús. kr. styrk- ur, hitt lán. Árið áður var sam- svarandi upphæð (lán og styrk- ur) 415 þús. kr. Síðustu tvö ár- in hefir endurbyggingarstyrk- urinn verið veittur 211 bændum. Á árunum 1936—1938 er búið að veita lán og styrki til 200 nýrra býla. Allt er þetta viðleitni af þjóðfélagsins hálfu til að hindra flóttann úr sveitunum. 202 Andreas Poltzer: Patricia 203 Frúin virtist vera búin að ná sér eftir hræðsluna í fyrstu. Hún vóg orðin: — Ég hvorki get eða vil segja yður neitt. Og ég geri ráð fyrir, að það eina sem þér getið vítt mig fyrir, sé, að ég hefi notað skírnarnafn mitt hérna í Eng- landi! En ef ég veit rétt, þá er ekki hægt að refsa manni nema með nokkurra punda sekt fyrir það .... Fulltrúinn þóttist nú viss um, að frúin ætlaði sér að þegja, og afréð þessvegna að taka til áhrifameiri aðferða. Hann stóð upp og sagði þurlega: — Frú Meller, ég verð þá að taka yður fasta, og ég ætla að benda yður á, að hvert orð, sem þér segið héðan í frá, verður notað sem vopn gegn yður ef hægt er. Þessi kalda og ótvíræða yfirlýsing hafði tilætlaðan árangur. Franska frúin hafði að því er virtist ekki gert ráð fyrir, að rás viðburðanna gæti orðið þessi, því að öryggið, sem hún hafði náð aftur, bráðnaði nú eins og snjór í maí-sól. Whinstone gaf henni gætur í laumi og var ánægður. Jafnframt sannfærðist hann um, að frúin væri ekki sá forherti syndaselur, sem hann hafði haldið hana vera. Hann vissi af reynslu, að virkilegur glæpalýður, hvort heldur er karl eða kona, taka hótun um fangelsi með miklu meiri ró en frúin gerði, vegna þess að þeir búast alltaf við því, að vera settir inn þá og þegar. — Hversvegna ætlið þér að taka mig fasta. .. . ? gat frú Meller loksins stunið upp. — Við grunum yður um, að vera sam- seka fyrverandi manni yðar um glæpi hans. — Hvað hefir hann gert? spurði hún, og röddin titraði.. Fulltrúinn horfði tortryggnilega á hana. Var hún að reyna að gabba hann? Þó að hann hallaðist að þeirri skoðun, að Meller hefði ekki sagt henni frá ráða- gerðum sínum, sagði hann mjög efandi: — Þér vitið eins vel og ég hvað Meller hefir gert! —- Ég sá hann seinast fyrir fjórum ár- um, sagði hún. Jafn óvænt og þessi yfir. lýsing kom, virtist hún eigi að síður vera sönn. Whinstone var svo mikill mannþekkj- ari, að hann vissi, að eina ráðið til að fá frúna til að tala, var að láta sem hann tryði ekki neinu sem hún sagði. Hann fann, að hann varð að bera fram ,ein- hverja ákveðna staðhæfingu, og af því að hann vildi ekki minnast á tiíræði Mellers við Patriciu undir eins, sagði hann: — Yður þýðir ekki að reyna að ljúga að mér. Maðurinn yðar hefir valdið Það er nú áætlað, að loðdýra- stofn landsmanna eins og hann var á sl. hausti, sé um 2 milj. kr. virði. Bændur geta sjálfir reiknað út, hversu mikið t. d. sauðfjárstofninn hefði þurft að aukast til að ná sömu eigna- upphæð. Loðdýrunum hefir fjölgað um nál. helming á einu ári. Og norski sérfræðingurinn, sem hér var í haust, telur, að stofninn hafi batnað. * * * í Vísi var nýlega deilt á húsa- meistara ríkisins fyrir að hafa án tilstuðlunar byggingarnefnd- ar Reykjavíkur valið stað leik- húsinu, Sundhöllinni og sím- stöðinni. Allt er þetta rangt hjá blaðinu. Zimsen ákvað Sund- höllinni stað, en þrír Sjálfstæðis- menn í leikhúsnefndinni völdu stað fyrir leikhúsið. Gísli heitinn Ólafsson símstjóri réði öllu um löðakaupin handa símahúsinu. Húsameistari var mjög mótfall- inn að byggja leikhúsið og sím- stö|Sina þar sem þau eru. Aftur á móti hefir hann ráðið miklu um byggingu Arnarhvols, Landspít- alans og Háskólans. bíói SPANSKFLUCM Sprenghlægileg sænsk gamanmynd, gerð eftir hinum góðkunna skopleik eftir ARNOLD og BACH. Aðalhlutverkin leika úr- vals sænskir leikarar: BIRGIT TENGROTH ERIC BERGLUND VERA VALDOR og NILS ERICSON. NÝJA BÍÓ' Priiisinn og betlariim. Amerísk stórmynd frá Warner Bros, samkv. hinni heimsfrægu sögu með sama nafni, eftir hinn dáða ameríska ritsnilling MARK TWAIN. Aðalhlutv. leika: ERRAL FIYNN og tvíburabræðurnir BILLY og BOBBY MAUCH Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkfö. t heildsölu hjá Samband í si. sam vinnuf élaga Siml 1080. Hkemmtun Framsóknarfélögin í Reykjavlk efna til sameiginlegrar skemmtunar að Hótel Borg miðvikudaginn 25. þ. m., sem hefst kl. 8,30. Til skemmtunar verður: 1. Framsóhnar-ivhist. 2. Rœða (Shúli Guðmundsson atvinnumála- ráðherra). 3. Dans. Affgöngumiffar fást á afgreiffslu Tímans, Lindargötu 1D — Sími: 2323 og viff innganginn. Frumsóhnarmenn! Fjölmennið stundvíslega! Stjórnir félaganna. Það eru skiitar skoðanir manna á milli, hvort þeir eigi að kjósa A, B eða C, en eitt eru allir saanmála um, og það er að hagkvæmustu viðskiptin gera allir, hvort hejdur það eru verkamenn, sjómenn eða aðrir, hjá OKKUR. VIMUFATA- og SJÓKLÆÐABtÐIN. Sími 2329 Hafnarstræti 15 ^otaðnr Dieselmotor 105 BHK með tílheyrandí rakstraumsrafal rúml. 70 kw. 220v. selst ódýrt Skipaútgerð ríkísíns Spaðkjöt er ódýrara en annað sambærilegt kjöt. Það kostar: Heiltunnur kr. 165.00, eða kr. 1.27 pr. kg. Hálftunnur — 85.00 — — 1.30 — — Kvarttunnur — 42.00 — — 1.40 — — Höfum einungis til sölu úrvals dilkakjöt í ágætri verkun. Sambandísl. samvinnufélaga Sími 1080. DANSLEIK heldur Glímufélagið Ármann í Iðnó í kvöld kl. 10 (laugardag), til ágóða fyrir skíðaskála félagsins í Jósefsdal. Aðgöngumiðar á kr. 2.50 í Iðnó frá 5 í dag.- Nýja bandið leikur. — — Ljóskastarar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.