Tíminn - 24.01.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 24.01.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG A UGL ÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Sími 2323. \ PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjiidagiim 24. janúar 1939 10. blaS Rannsókn á murtunni í Þingvallavatni Hán er sjálfsiæð fisktegund, sem hvergi er til nema þar Sama ógnaröldin geisar enn í Palestínu og eru launmorð og sprengingar þar daglegir viðburðir. Englendingar hafa fyrir nokkru ákveðW að kalla saman ráðstefnu, þar sem mœti helztu forvígismenn Araba og Gyðinga og tilraun sé gerð til að koma á sœttum. Verður sú ráðstefna haldin bráðlega. — Á myndinni sést útsýni yfir nokkurn hluta Jerúsalemborgar og umhverfi hennar. Rússland og ílóttamennirnír Ótti Stalins við Þýzkaland Atvinnudeild háskólans hefir um tveggja ára skeið unnið að margháttuðum rannsóknum á murtunni í Þingvallavatni og hefir Árni Friðriksson fiskifræðingur haft þetta verkefni með höndum. Þessar rannsóknir hafa eink- um verið geröar með það fyr- ir augum að komast að raun um, hvort murtan sé sérstakt bleikjuafbrigði, sem náð hafi fullum þroska, eða ung bleikja, sem eigi fyrir sér að vaxa. í þessu skyni hefir Árni athugað um 2300 murtur og nokkur hundruð annarra silunga úr vatninu. Sú aðferð hefir verið viðhöfð að telja hryggjarliði fiskanna og vita hvort svo greinilegur mismunur kæmi i ljós, að hægt væri þess vegna að skipa murt- unni og bleikjunni í tvo flokka. Þessi athugun hefir leitt í ljós, að hryggjarliðir murtunnar eru að meðaltali 63,09, en 62,75 í bleikjunni. Með flóknum reikn- ingsaðferðum er síðan hægt að finna hlutfallstölu, er leiðir ó- tvirætt í ljós, hvort um eitt og sama afbrigði getur verið að Nýí biskupinn Hinn nýi biskup landsins, Sigurgeir Sigurðsson, kom hingað til höfuðstaðarins ásamt fjölskyldu sinni, fyrir röskri viku síðan. Á sunnudaginn flutti hann prédikun í dóm- kirkjunni og heilsaði söfnuðín- um og landsmönnum öllum. Sigurgeir er Árnesingur og af hinni alkunnu Reykjaætt, sonur Svanhildar Sigurðardóttur frá Eyrarbakka og Sigurðar Eiríks- ;sonar regluboða. Hann er fædd- ;ur 3. ágúst 1890. Hann tók stúd- 'entspróf í Reykjavík 1913 og lauk guðfræðiprófi við háskól- ann 1917 og vígðist um haustið sem aðstoðarprestur á ísafirði til Magnúsar Jónssonar, nú prófessors. Árið eftir, er brauð- ið losnaði, var hann kosinn prestur safnaðarins og hefir verið það síðan, þar til í haust, að hann var skipaður biskup. Séra Sigurgeir var formaður Prestafélags Vestfjarða frá stofnun þess og annaðist út- gáfu tímaritsins Lindin, ásamt fleiri prestum vestfirzkum. Prófastur hefir séra Sigurgeir verið síðan 1927. Biskupinn er kvæntur Guð- rúnu Pétursdóttur frá Hrólfs- skála á Seltjarnarnesi. Þau eiga fjögur börn og komu þrjú þeirra með þeim til Reykjavíkur. Eitt þeirra, annar tveggja sona, er við nám í Akureyrarskóla. Tíminn óskar hinum nýja biskupi allrar farsældar í starfi sínu. ræða. Kom í ljós, að hér hlaut að vera um tvö afbrigði að ræða. Ex þar með úr því skorið, að murtan er sérstakt afbrigði. En margar fleiri stoðir renna undir þá staðhæfingu. Aldursákvarðanir voru gerðar á 200 murtum og voru þær 5— 9 ára gamlar. Murtan, sem veið- ist, er 18—32 sentimetrar á lengd og þá kynþroska, en meðalstærð tæpir 23 sentimetr- ar. 94% af allri veiðinni er á aldrinum 6—8 ára. Fram til fimm ára aldurs vex murtan um 5 y3 sentimetra á ári, en að- eins um 1 sentimetra á ári úr því. Bleikjan heldur aftur á móti áfram að vaxa ört, þar til hún er 8 ára. Murtan lifir á svifi og annarri yfirborðsfæðu, en bleikjan á botnfæðu, mýlirfum, vatna- bobbum og skeljum. Loks hefir murtan annað vaxtarlag heldur en bleikjan og er miklu betur löguð sem yfir- borðsfiskur. Murtan er fiskur, sem hvergi er til nema í Þingvallavatni. Að áliti Árna hafa fiskar lifað í Þingvallavatni i nálægt fimm þúsund ár. Samkvæmt skoðun hans hefir hið mikla dýpi vatnsins og aðrar kringum- stæður skapað nýjan ættsprota, sem æ varð frábrugðnari bleikj- unni, náði ekki sömu stærð og hún og lifði upp við yfirborðið. Murtan í Þingvallavatni er þannig hliðstæð síldinni í sjón- um. — Maður finnstörendur Á laugardagskvöldið fannst Bjarni Árnason sjómaður á Stað í Ytri-Njarðvík, látinn í her- bergi sínu. Er álitið að um þrjár vikur séu liðnar síðan hann dó. Bjarni hafði ætlað i ferðalag 30. desember og var því ekki um hann undrazt fyrr en svo langt var um liðið. Um siðustu helgi höfðu 28 íslenzkir togarar selt isfisk í Englandi frá því um áramót. Markaðurinn hefir verið mun verri en á sama tíma í fyrra og síðastliðið haust. í janúar í fyrra var meðalsala um 1095 sterlingspund, en nú mun hún vera um 100 sterlings- pundum lægri. Stafar þetta m. a. af því, að ensku togaramir hafa komið með mikið af fiski, sem þeir hafa veitt við Bjarnarey og víðar í norðurhöfum. Fiskur sá er þó mun verðminni en ís- lenzki fiskurinn. Afli íslenzku togar- anna hefir verið sæmilegur undan- farið. Hafa þeir aðallega stundað veið- ar fyrir Vesturlandi eða á svæðinu frá Snæfellsnesi og vestur að Horni. Afli var tregari fyrstu daga mánaðarins, enda var þá veðrátta stirðari. Keyptu því nokkrir togarar þá bátafisk til við- bótar eigin afla. Sumir togararnir munu fara tvær veiðiferðir í þessum mánuði. t t t Enn verður ekkert sagt með vissu um það, hvernig saltfiskssalan muni ganga á þessu ári. Sá saltfiskur, sem var ó- útfluttur um áramótin, er nú seldur og sömuleiðis mun til nægur markaður í Englandi fyrir þann fisk, sem hefir verið saltaður í þessum mánuði. Er þar nokkur eftirspurn eftir óverkuðum fiski og er verðið svipað og á sama tíma i fyrra, eða um 14 sterlingspund smá- lestin. Annars staðar mun enn ekkl hafa verið reynst fyrir um fisksölu, enda hefir ekkert verið til að selja. Verkun saltfískjar fer alltaf minnkandi Vinnulaumin eru helm- ingi hærri hér en í markað slöndunum Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti Hagstofunnar um útflutn- ing ísl. vara á síðastl. ári hefir verið flutt út rúmum 5000 smál. minna af verkuðum saltfiski, en 10.500 smál. meira af óverkuð- um saltfiski, heldur en gert var árið 1937. Árið 1937 voru fluttar út 25. 210 smál. af verkuðum saltfiski og 13.191 smál. af óverkuðum saltfiski. Hliðstæðar tölur fyrir síðastl. ár voru 20.170 smál. og 23.721 smál. Þessar tölur eru mjög athygl- isverðar, því þær sýna, að vinnan við verkun saltfiskj arins fer stöðugt minnkandi hér inn- anlands og þróunin vixðist ganga í þá átt, að öll fiskverk- un í stærri stíl leggist niður. Helzt er nú unnið að fiskverk- un í veiðistöðvum úti á landi, þar sem framleiðendurnir sjálf- ir og fjölskyldulið þeirra getur haft hana fyrir einskonar auka- starf. Ástæðan til þessa er sú, að kostnaðurinn við fiskverkun, sem er aðallega vinnulaun, er um helmingi hærri hér en í þeim löndum, sem kaupa fisk- inn. Hér mun talið að fiskverk- unin kosti um 20 kr. á skippund, en nærri lætur að hann sé helmingi minni í Englandi, Portúgal og Ítalíu. Vilja því kaupendurnir vitanlega frekar kaupa fiskinn óverkaðan en verkaðan og láta vinna að verkuninni sjálfir. . Er þetta mál, sem verkalýðs- félögin ættu að taka til athug- unar, því vafalaust er verka- konum og verkamönnum það meiri hagur að lækka eitthvað gamla taxtann heldur en að láta vinnuna flytjast úr landi. og fá ekkert annað en atvinnu- leysi i staðinn. En það nær vit- anlega engri átt, að ætlast til, að útgerðin greiði þann mis- mun, sem ér á þessu kaupgjaldi hér og\í markaðslöndunum. Fyrir nokkrum dögum gerði þíðviðri um land allt, en það varð þó spilliblotí einn um nær allt norðanvert landið. Kom að vísu upp jörð sumstaðar, en víðast mjög lítið. Nú hefir gengið að með frost að nýju og sumstaðar snjó- komu. Má telja að haglaust sé um allt Norðurland. Verður víða samfelld klakabrynja yfir allt. t t t í Skagafirði er haglaust í austan- verðu héraðinu. Vestan Héraðsvatna eru sumstaðar dálitlar snapír, einkum er dregur fram í sveitina. Var þar élja- veður af vestri í gær og hætta á að fljótt taki fyrir alla haga.ef mikill snjór bætist ofan á gamla frerann. Bændur austan Héraðsvatna hafa tekið flest sín hross á gjöf, sumir marga tugi. Eitthvað af útigönguhrossum hefir ver- ið rekið vestur yfir vötnin til göngu þar meðan næst til jarðar. — Mjólkur- flutningum til Sauðárkróks hefir lengst af verið haldið uppi tvisvar í viku, þriðjudaga og föstudaga. Hefir þá snjónum verið mokað af aðalveg- unum, eftn- því sem þurft hefir. Sumir hafa þó flutt mjólk sína á sleðum og er sleðafæri gott sem stendur og verður ef ekki kynngir niður miklu af nýjum snjó. t t t Mjólkurflutningar til Akureyrar með bifreiðum eru nú hafnir að nýju. Hefir snjónum verið mokað af vegunum, þar sem verstu umferðartálmamir voru. Fram í sveitinni var ekki snjór til mikils trafala á vegum, en mestur í „Manchester Guardian‘“ hefir bent á einkennilegt háttalag, segir í ritstjórnargrein í norska „Dagbladet" fyrir skömmu: — Rússnesku blöðin þögðu í marga daga um Gyðingaofsóknirnar í Þýzkalandi. Og frá forráða- mönnum rússneska ríkisins hefir ekki heyrzt neitt, sem bendir til þess, að þeir muni gera flótta- mönnum hinn minnsta greiða. í blöðum kommúnista utan Rússlands er þessi afstaða ekki gagnrýnd hið minnsta, enda þótt þær þjóðir, sem mest hafa gert fyrir flóttamennina, séu skamm- aðar fyrir aðgerðaleysið. — Þetta er athyglisvert, segir „Dagbladet“, en það er ehgin ný grennd við Akureyri. Fjöldi manns hefir unnið að snjómokstrinum undan- farna daga. r r t Atkvæði, sem greidd voru við stjórn- arkosninguna í verkamannafélaginu Dagsbrún, voru talin á laugardaginn og úrslitin gerð heyrinkunn á aðalfundi félagsins á sunnudaginn. Hlaut listi kommúnista flest atkvæði, 659, listi Sjálfstæðismanna 427 atkvæði og listi Alþýðuflokksins 409. Svipaðar atkvæða- tölur féllu á trúnaðarmannaráðslistana. t r t Menntamálaráð hefir úthlutað skálda- og listamannastyrknum fyrir 1939 og fá þessir menn styrkinn: Hall- grímur Helgason tónskáld, Jóhann Magnús Bjamason rithöfundur í Vest- urheimi, Jón Engilberts listmálari, Sig- urður Helgason rithöfundur, Þórunn Magnúsdóttir rithöfundur, Jón úr Vör skáld, Guðmundur Danielsson rithöf- undur, Nina Tryggvadóttir listmálari, Elsa Sigfúss söngkona, Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur. Styrkurinn nemur 500 krónum á mann. t r t í gær úthlutaði Menntamálaráð námsstyrkjum þeim, er það veitir námsmönnum erlendis. 1200 króna styrk fékk Gylfi Þ. Gíslason til hag- fræðináms. 700 krónur: Baldur Bjarna- son til sögunáms, Ámi Hafstað til verk- fræðináms. 400 krónur: Sigurður Ingi- mundarson til verkfræðináms, Þor- varður Júlíusson til hagfræðináms. — (Framh. á 4. síðu) bóla: Það urðu þýzku kommún- istunum mikil vonbrigði, þegar Hitler kom til valda 1933 og Rússar vildu ekkert hafa með flóttkmennina að gera, enda þótt þeir væru eldheitir kommúnist- ar. Þess er líka skemmst að minnast, að fyrir ári síðan reyndi rússneska stjórnin allt sem hún gat til að hindra starfsemi Nan- senskrifstofunnar. Og hvernig hefir farnazt þeim Þjóðverjum og Austurríkismönnum, er kom- izt hafa til Rússlands? Margir þeirra hafa verið handteknir sem trotskiistar, aðrir hafa orðið að flýja þaðan, m. a. til Stokkhólms. Þannig er hið rússneska bræðralag í reyndinni. Sænski „Social-Demokraten“ gagnrýnir harðlega þessahræsni. Engir hafa talað meira um al- þjóðlega samhjálp og samábyrgð en rússnesku kommúnistarnir. Engir gera minna til að sýna hana í verki. Fáir hljóta að vera meira von- sviknir, heldur þetta blað áfram, en þeir, sem hafa trúað því, að Sovét-Rússland vildi fórna ein- hverju til stuðnings verkamönn- um í öðrum löndum. Þeir, sem hafa haft heila sjón, hafa fyrir löngu séð, að Stalin notar hina „alþjóðlegu samábyrgð" einvörð- ungu til að þjóna rússneskum hagsmunum. Hann hefir stjórn- að kommúnistafl. annars- staðar eftir þeim nótum, sem styrktu bezt utanríkismálastefnu Rússa á hverjum tima. Sú stefna hefir verið mjög breytileg og þess vegna hafa kommúnistaflokk- arnir orðið að dansa eftir harla mismunandi nótum! Sovét-Rússland er viðlent og voldugt ríki. Því er auðveldara með að taka á móti hundrað þús. flóttamanna en flestum öðrum ríkjum að taka á móti tiu þús- undum. En Stalin vill ekki hjálpa. Hann vill ekki hafa út- lendinga. Margt bendir til þess seinustu vikurnar, að Stalin hafi tekið enn einu sinni upp nýja utan- ríkismálastefnu, sem sé í því fólgin, að einangra Sovét-Rúss- land sem mest frá umheiminum og freista þess, að kaupa því frið með þessu móti. Afstaðan til flóttamannanna er eitt af þeim atriðum, er virðast sanna þetta. Hin varkárna afstaða til Þýzka- 1 (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi Morgunblaðið segir í Reykja- víkurbréfi á sunnudaginn, að það sanni bezt, að umbæturnar í sveitum hafi ekki komið að neinu gagni, að formaður Fram- sóknarflokksins hafi lagt til að sett yrði löggjöf um byggðaleyfi til að hindra fólksflutninga til Reykjavíkur. Kemur hér fram eins og venjulega sú viðleitni í- haldsins að niðra framförum í sveitum í þeim tilgangi að þeim verði hætt. En allir þeir, sem ekki hafa slíkt markmið, munu fúslega viðurkenna, að ræktun- in, vegalagningar, húsbygginga- hjálpin og aðrar slíkar ráð- stafanir hafa bjargað sveitun- um frá þeirri auðn, sem þær hefði komizt í, ef haldið hefði verið áfram að veita öllu velfu- fénu til sjávarsíðunnar. Myndi þá líka vera ömurlegra í kaup- stöðum nú, ef allt sveitafólkið hefði orðið að flýja þangað, og má því segja, að þessar umbæt- ur hafi bjargað þjóðinni frá fullkominni örbirgð og fjár- hagslegu hruni. Hinsvegar er vitanlega alltaf nokkuð af fólki, sem kýs frekar lífsframfæri fyrir enga vinnu en að verða að- njótandi umbóta, sem kosta það nokkurt erfiði. Meðan íhaldið reynir að kaupa sér fylgi með fátækrastyrk til fullvinnandi fólks, sem fær hann fyrir ekki neitt, er alltaf von á nokkrum fólksstraum til Reykjavíkur, enda þótt atvinna fáist þar ekki. Það væri því áreiðanlega heppi- legast fyrir reykvíska skatt- greiðendur og þjóðina í heild, að skorður yrðu settar við þessu atkvæðabraski íhaldsins. * * * í desember-hefti brezka tímaritsins „Money“, er athygl- isverð grein um ísland, rituð í tilefni af 20 ára fullveldisaf- mælinu, undir fyrirsögninni Framtíffarland („A promising land —“). Er greinin því at- hyglisverðari, sem hér er um mjög merkt tímarit að ræða, er iðulega birtir greinar eftir víð- kunna menn. í desember-hefti ritar t. d. Duff Cooper fyrrv. hermálaráðherra um landvarnir Bretlands. Það má því fyllilega gera ráð fyrir því, að það, sem kemur út í þessu riti, komi fyrir augu margra málsmetandi manna í Bretlandi. * * * í upphafi greinarinnar er það tekið fram, að á íslandi búi að- eins 116 þús. manns. Eigi að síð- ur, segir höfundur, er ísland eitt mesta framfaraland Norðurálf- unnar (one of the most progres- sive of modern European coun- tries“). Það er tekið fram, að nafn landsins gefi ekki rétta hugmynd um veðráttu þess. Síð- an er skýrt frá því, að Alþingi íslendinga sé nú meira en 1000 ára og minnst á fleiri söguleg atriði. Mestur hluti greinarinnar er þó um viðburði síðustu tíma og ástandið eins og það nú er. * * * Það er sagt frá því, að íslend- ingar eigi nú 38 botnvörpunga, 30 önnur gufuskip og 286 mótor- skip. íslendingar séu, að tiltölu við fólksfjölda, mesta fiskveiða- þjóð Evrópu. Englendingar veiði fisk sem svari 20 kg. á íbúa, Skotar 32 kg., Norðmenn 370 kg„ en íslendingar 2315 kg. á íbúa. Landbúnaðurinn sé líka í fram- för, og þó að fólki hafi fækkað í sveitunum, hafi framleiðslan aukizt. Töðufengur hafi aukizt um nærri 100% á 20 árum, kart- öfluframleiðslan um 154%, kjöt- framleiðslan um 40%, ullarfram- leiðslan um 25%, mjólkurfram- leiðslan um 35% og eggjafram- leiðsla um 400%. Við jarðhita sé hægt að rækta suðræn aldini. Rúmlestatala skipa, sem sigli milli íslands og annarra landa, hafi ferfaldazt síðan 1918. Inn- stæðufé í íslenzkum bönkum hafi aukizt úr nál. 37 millj. kr. 1918 upp í nál. 64 millj. kr. 1937. Á sama tíma hafi verið byggðar (Framh. á 4. síðu) A. KROSSGÖTTJM Aflasölur. — Saltfiskssalan. — Fannalögin norðanlands. — Úr Skagafirði. — Mjólkurflutningarnir til Akureyrar. — Dagsbrúnarkosningin. — Skálda- og --------listamannastyrkir. — Námsstyrkir.-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.