Tíminn - 02.02.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 02.02.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTOEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. arg. Reykjavík, fimmtudagiim 2. febrúar 1939 14. blað Deilan um rekstrarafgang Mjólkursamsölunnar 1936 Hæstiréttur dæmdi að Ólafur fi Brautarholti fengi 13,7°/0 afi kröfu sinni fiullnægt Hæstiréttur hefir nýlega kveðið upp dóm í máli því, sem Ólafur Bjarnason í Brautarholti höfðaði gegn Mjólkursamsölunni fyrir ráðstöfun á tekjuafgangi hennar árið 1936. Rekstrarafganginum, sem var 143.291 kr., ráðstafaði Mjólkur- samsalan til verðuppbótar á mjólk þeirra, sem létu hana til vinnslu. Var þessi ákvörðun tekin til að bæta mjólkurfram- leiðendum austan fjalls það upp, að samþykkt hafði verið að framleiðendur vestan Hellis- heiðar skyldu ganga fyrir fram- leiðendum austan heiðar um sölu mjólkur til neyzlu í Reyk- javík, þótt hvorttveggju væru jafn réttháir samkvæmt lögum til þeirrar sölu. Ólafur taldi hinsvegar að tekjuafgangurinn ætti að ganga til þeirra, sem höfðu átt mjólkina, er seld var á Reykja- víkurmarkaðinum. Krafðist hann því þeirrar fjárhæðar, er honum bæri af tekjuafgang- inum samkvæmt því eða kr. 2276.99, ásamt 6% ársvöxtum. Úrskurður hæstaréttar féll á Námsflokkar Verkefini fiyrir ungmennafiélögin Agúst Sigurðsson cand. mag, hefir hafizt handa um stofnun námsflokka hér í Reykjavík og taka þeir til starfa 10. febrúaT. Er starf þessara námsflokka að þvi leyti frábrugðið venjulegri skólakennslu, að aðaláherzla er lögð á að hjálpa nemendunum til þess að afla sér sjálfir þekk- ingar, en ekki að hamra inn í þá vissum lærdómssetningum. Ætlunin er að kennd verði íslenzka, íslenzkar bókmenntir, danska, enska, félagsfræði, náttúrufræði, saga og fleira. Nemendurnir mynda með sér tíu manna hóp og velja sér sjálfir námsefni. Kennararnir eru merkir og ágætir fræði- menn, hver á sínu sviði. Þessi námstilhögun er talsvert útbreidd í Svíþjóð og hefir gef- izt vel. Eru ýmsar leiðir farnar um námið. Oft er námsefnið tekið til umræðu, tilnefndir framsögumenn og andmælend- ur, sem kynna sér vel málið, áður en á fundinn kemur. En auðvitað taka allir þátt í þess- um umræðum. Stundum fer kennslan fram í samtölum. Oft lesa nemendurnir vissa kafla í bók um efnið og ræða það síð- an á eftir. Slíkir námsflokkar ættu einn- ig að geta verið til mikils gagns hér á landi, bæði í kaup- stöðum og sveitum. Úti um sveitir, þar sem ekki er völ á sérfróðum mönnum, yrði hún að fara fram með nokkuð öðr- um hætti. Þar yrði meira að byggja á góðum bókum, en ó- hjákvæmilega þyrftu þó slíkir námsflokkar að geta staðið í bréfaskiptum við sérfróða leið- beinendur. Þetta er málefni, sem virðist standa ungmennafélögunum allnærri. Samhliða þessu námi gæti þróazt blómlegt félagslíf, er hefði stórum þroskandi á- hrif. Námsflokkarnir gætu starfað 1—2 klukkustundir áð- ur en venjulegir félagsfundir byrjuðu, en eigi telur Ágúst Sigurðsson gerlegt, að nemend- urnir komi saman sjaldnar en einu sinni í viku. þá leið, að Mjólkursamsölunni hafi verið heimilt að ráðstafa eins og hún gerði þeim hluta tekjuafgangsins, sem fenginn var við sölu annara vara en mjólkurafurða (brauðsölu o. fl.) Hinsvegar hafi Mj ólkursamsöl- unni verið óheimilt að ráðstafa þannig þeim hluta tekjuaf- gangsins, sem fenginn var við sölu mjólkurafurða umfram það 8% verðjöfnunargjald, sem henni var lagalega heimilt að taka af söluverði mjólkur og rjóma til verðuppbótar á vinnslumjólk. Telur rétturinn ■eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, að þessi hluti af á- góðanum hafi numið kr. 26.660. 43. Samkvæmt því dæmir rétt- urinn Mjólkursamsöluna til að greiða Ólafi þann hluta, sem honum beri af þessum ágóða, eða kr. 313.75, ásamt 5% árs- vöxtum til greiðsludags. Má því segja að Ólafur hafi tapað málinu að mestu leyti, þar sem hann fær ekki greiddan nema tæpan sjöunda hluta eða 13.7% af þeirri upphæð, sem hann gerði kröfu til. Hefir mál þetta því farið nokkuð á aðra leið en andstæðingar Mjólkur- samsölunnar gerðu sér vonir um. Rekstrarafgangi Mjólkursam- sölunnar 1937, sem varð um 200 þús. kr., var ráðstafað á sama hátt. Telur Mbl. í morgun, að 70 þús. kr. af honum hafi verið hagnaður af sölu mjólkuraf- urða. Mun þessi áætlun blaðsins gerð algerlega út í bláinn og vera fjarri öllum sanni. Tíminn mun síðar birta ítar- legri frásögn um þetta mál. Benedikt Jónsson firá Auðnum bókavörður á Húsavík, andað- ist í gær, rúmlega 93 ára að aldri. Þessa merkismanns verður minnst síðar í blaðinu. Aðalfundur miðstjórnarlimar. Aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins lýkur í dag. Tíminn mun skýra nánar frá störfum hans í næsta blaði. Framlögf til vígbúnaðar Rússar hófiu vigbúnað- arkapphlaupið Þjóðabandalagið hefir nýlega gefið út skýrslu um framlög til vígbúnaðar og hermála á síð- astliðnu ári. Skýrslan nær til 64 ríkja. Niðurstaða þessarar skýrslu er sú að samanlögð framlög í þessu skyni hafi numið um 80.000 milj. kr. á árinu eða orðið rösklega helmingi meiri en þau voru 1933. Árið 1925 voru þau % minni. Það er jafníramt tekið fram, að þessi niðurstaða sé ekki full- komlega nákvæm, því mörg ríki dragi ýmsa útgjaldaliði undan og mun því hin raunverulega heildartala vera nokkru hærri. Stórveldin sjö (England, Bandaríkin, Frakkland, Þýzka- land, Ítalía, Japan og Rússland) höfðu um 79% af þessum út- gjöldum. Af þessum ríkjum varði Rúss- land langmestu til hermálanna og hefir gert undanfarin ár. — Rússland varð fyrsta ríkið, sem hóf vígbúnaðarkeppnina eftir heimsstyrjöldina. í áróðri sín- um fyrir valdatökuna benti Hitler jafnan á hinn mikla víg- búnað Rússa og taldi nauðsyn- legt fyrir Þjóðverja að hervæð- ast af þeirri ástæðu einni sam- an, enda þótt mörg fleiri rök mæltu með auknum vígbúnaði. Norsk stjóriimál Fjárlagalrumvarpið - Kjörtímabilíð Stefnubreyting sosialista , ' V . 1 í skjaldarglímu Ármanns, sem fór fram í gærkvöldi, varð hlut- skarpastur Ingimundur Guðmundsson, fékk níu vinninga. Næstur honum var Skúli Þorleifsson með átta vinninga. Norska stórþingið kom saman til fundar 17. þ. m. Jafnaðarmenn hafa farið með stjórn í Noregi síðan á þingi 1935. Þeir hafa þó ekki meira- hluta þingmanna, en njóta stuðnings Bændaflokksins. í nokkrum málum hefir Bænda- flokkurinn þó greitt atkvæði gegn stjórninni, en vinstri flokkurinn hefir þá komið henni til hjálpar. Bæði meðal Bændaflokksins og vinstri flokksins er talsverð óánægja með stjórnina, en hinsvegar eru litlir möguleikar — eins og sakir standa — fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með í- haldsmönnum og þess vegna kjósa þeir frekar að styðja stjórn jafnaðarmanna meðan hún starfar innan þeirra tak- marka, sem þeir telja viðun- andi, heldur en að efna til stjórnarskipta og aukins póli- tísks glundroða. Jafnaðarmenn í Noregi hafa að flestu leyti stjórnað eins og venjulegur borgaTalegur um- bótaflokkur. Þeir hafa lagt sósi- alismann á hilluna og ekki lát- ið neitt brydda á honum í stjórnarframkvæmdum sínum. Þeir hafa aukið framlög ríkis- ins til ýmsra verklegra umbóta eins og t. d. járnbrauta, vega- og símalagninga.. Vegna sam- starfsins við Bændaflokkinn hefir landbúnaðurinn fengið stóraukin framlög. Það hefir mjög styrkt stjórn- ina, að árferði hefir verið gott í Noregi undanfarin ár og utan- ríkisviðskiptin yfirleitt mjög hagstæð. Hið góða árferði hefir aukið tekjur ríkisins verulega og vegið mikið á móti útgjalda- hækkunum stjórnarinnar. Þó hefir það ekki reynzt einhlitt. Stjórnin hefir því orðið að bæta við ýmsum nýjum tekjustofn- um. Sá, sem mestar tekjur gef- ur, er viðskiptatollurinn svo- nefndi, sem yfirleitt leggst á allar vörur. Þá hefir stjórnin hækkað benzinskattinn veru- lega og varið honum til vega- gerða. Nygaardsvold forsœtisráðherra Noregs. A. KROSSG-ÖTHM Loðdýraræktin á Hvanneyri. — Notkun þangmjöls. — Tíðarfar í Skagafirði. — Vænt fé. — Sjóróðrar hafnir í Þorlákshöfn. — Aflabrögð á Akranesi. — ---- Maður drukknar. ---- Runólfur Sveinsson skólastjóri á Hvanneyri var nýlega á ferð hér í bæn- um og hitti starfsmemi Tímans að máli. Á Hvanneyri er nú rekið loðdýra- bú, sem stofnsett var haustið 1937 með 26 silfurrefum, 17 tæfum og 9 refum. Dýr þessi voru öll keypt frá Noregi frá tveim meðal beztu loðdýrabúanna þar, P. Svarstad og Oslo Pelsdyrsopdret. Nokkur af þessum dýrum, ásamt fá- einum yrðlingum, alls 25 dýr, voru sýnd á loðdýrasýningunni í haust. 21 hlutu fyrstu verðlaun, þar af 9 heiðursverð- laun, og 3 verðlaunabikara fyrir beztu einstaklinga þriggja sýninga. — Dýrin hafa þrifizt mjög vel að Hvanneyri og fóðurkostnaður hvers dýrs verið að meðaltali 14 aurar á dag eða um 50 krónur á ári. Aðalfóðrið hefir verið kjöt, enginn fiskur gefinn. En fiskur- inn er víða ódýr í samanburði við kjöt- ið og mun að verulegu leyti mega nota hann í stað kjöts. — Silfurrefabúið á Hvanneyri er eign bænda í Andakíls- hreppi og reka þeir það með samvinnu- sniði. t r r í haust og vetur hefir þangmjöl verið allmikið notað til fóðurs á Hvann- eyri. í byrjun var kúnum gefið % á móti % af maísmjöli og % af síldar- mjöli. Fyrst í stað átu sumar kýrnar þessa fóðurblöndu fremur dræmt, en vöndust henni fljótlega. Nú éta þær, sem mest kjarnfóður er gefið, allt að þrjú kílógrömm á dag. í mjölblönd- unni, sem nú er gefin, er 40—45% af þangmjöli, en hitt er maísmjöl og síld- armjöl. Kýrnar éta þessa fóðurblöndu viðstöðulaust og virðast mjólka jafnvel af henni og þótt kjarnfóðurgjöfin sé síldarmjöl og maísmjöl einvörðungu. Kvígum og hrossum hefir verið gefið þangmjöl að hálfu og síldarmjöl að hálfu og gefist vel. — Þangmjölsvinnsl- an er nýjung hér á landi. Gæti verið verulegur hagnaður að henni, ef reynsl- an sýnir að þangmjölið geti komið í stað erlendra kjarnfóðurtegunda, sem talsvert eru notaðar. Þyrfti að gera hið bráðasta fóðurtilraunir, svo að úr því fáist skorið, hvert hið raunverulega fóðurgildi þess er. r r r Úr Skagafirði er blaðinu ski-ifað: Tíðarfar hefir verið með lakara móti í vetur. Haustið var úrfellasamt í mesta lagi. Snjólaust var þó til 20. nóv. Þá gerði nokkurn snjó, og var sauðfé al- mennt tekið til hýsingar og gjafar um það leyti. Á jólaföstu gerði haglítið um mikinn hluta héraðsins fyrir sakir á- freða. Viku fyrir jól brá til sunnanáttan og gerði afbragðshláku, svo að jörð varð alauð jafnt til fjalla sem á lág- lendi. 29. des. gerði stórhríð af norðri, er stóð í 2 daga. Hríðaði þá og meira og minna upp undir viku. Kom þá óvenju- mikill snjór, eftir því sem hér gerist, og varð haglítið víða, svo að taka varð þá þegar allmargt hinn yngri hrossa og óduglegri á gjöf. — r r r Tíminn hefir áður getið um hrútana í Eyhildarholti. 9 þeirra fengu 1. verð- laun á hrútasýningu í haust, og var meðalþungi þeirra yfir 100 kg. í 3. og 4. viku vetrar voru allar ærnar í Ey- hildarholti, um 320 að tölu, vegnar. Af þeim voru rúmar 120 yfir 60 kg. að þyngd, þar af allmargar tvílembur. 17 ær voru yfir 70 kg., þar af 3 tvílembur og 1 geld. — Meðalþungi allra ánna var 58 kg. — þyngst ær, einlembd, var 91 kg. að þyngd. Hún gekk með gimbr- arlambi, er lifir, og vóg gimbrin 51 kg. Þyngst ær, tvílembd, vóg 75 kg., og mundi þö vera talin lítil ær á velli. Hún gekk með tveimur gimbrarlömbum, og lifa báðar gimbrarnar. Vóg önnur 42, en hin 45 kg. Önnur ær, sem vóg 79 kg'., átti að vísu 2 lömb í vor, en gekk að- eins með öðru í sumar. Hún á dóttur, veturgamla, er einnig gekk með lambi. Vóg hún 65 kg., en lambinu var lógað, og fallið af því ekki vegið sérstaklega. Önnur ær veturgömul, sem einnig gekk með lambi, vóg 63 kg. r r r Einn bátur frá Þorlákshöfn fór í fyrsta róðurinn í fyrradag og fiskaði 400—500. Munu allir Þorlákshafnarbát- arnir búast á veiðar í þessari viku. Alls munu 8 eða 9 bátar róa frá Þorláks- höfn í vetur, þar af þrír þiljubátar og er hinn stærsti þeirra 10 smálestir; hitt hreyfilhátar. Byrjar vetrarvertíðin í (Framh. á 4. síðu) í fjárlagafrumvarpi þvi, sem stjórnin hefir nú lagt fyrir þingið og nær yfir tímabilið 1. júlí 1939 til 1. júlí 1940; er gert ráð fyrir að rekstrarútgjöld rík- isins verði 635.5 milj. kr. Er það 69.7 milj. kr. hærra en fjár- lög yfirstandandi fjárlagaárs og um 225 milj. kr. hærra en lagt var til í fjárlagafrv. vinstri stjórnarinnar 1935. Þessi mikla hækkun stafar aðallega af auknum framiögum til verk- legra framkvæmda, ýmsrar tryggingarstarfsemi, skólanna, afborgana ríkisskulda o. s. frv. Um 40 milj. kr. af hækkun- inni frá því í fjárlögum yfir- standandi fjárlagaárs eru aukin framlög tii verklegra fram- kvæmda. Röskur fjórði hluti þessarar fjárveitingar fer til vegagerðar. Ætlazt stjórnin til að á næstu þremur árum verði 100 milj. kr. varið til verklegra framkvæmda umfram það, sem verið hefir, og eru þessar 40 milj. kr. fyrsti hluti þeirra. — Þessa fyrirætlun styður stjórnin með því, að horfur séu fyrir lak- ara árferði og meira atvinnuleysi á næstunni en verið hefir und- anfarið og vilji hún því vera við öllu búin. Gerir hún það að frá- fararatriði, ef þessi 100 milj. kr. áætlun verður ekki sam- þykkt. Til að mæta útgjaldahækkun- inni leggur stj órnin til að hækk- uð verði áætlun ýmsra fastra tekjustofna, sem farið hafa fram úr áætlun undanfarin ár, og tekin verði síðan lán til við- bótar. Hinsvegar ber hún ekki fram neinar tillögur um skatta og tollahækkanir. Telur stjórn- in forsvaranlegt að taka lán til verklegra framkvæmda, þar sem ríkisskuldirnar hafa verið lækkaðar verulega undanfárin ár. Á síðastl. þingi var lögum um kjörtímabil norska þingsins breytt þannig, að það var lengt um eitt ár eða úr þremur í fjög- ur ár. Eru um það talsverðar deilur, hvort þessi lög eiga að ná til þess þings, sem nú setur, eða ekki. Næði breytingin ekki til núv. þingmanna ættu kosn- ingar að fara fram í haust en annars ekki fyr en haustiö 1940. Verður hæstiréttur senni- lega látinn skera úr um, hvern- ig skilja beri lögin og hvenær kosningar eigi að vera. Þessi deila hefir þó engin áhrif á af stöðu til stj órnarinnar og er yf irleitt spáð, að hún muni að óbreyttri stefnu fara með völd til næstu kosninga, hvenær sem þær verða. Fyrir fáum árum síðan hefði því ekki verið spáð um norska jafnaðarmannaflokkinn, að hann myndi að skömmum tíma (Framh. á 4. síðu) r A víðavangi Síðan Sjálfstæðisflokkurinn hóf einskonar samvinnu við kommúnista í verklýðsfélögun- um, reynir hann eftir megni að láta líta svo út, sem hann sé hvorttveggja í senn stórat- vinnurekendaflokkur og verka- mannaflokkuT. Kemur þetta nokkuð hjákátlega út stundum í blaðaskrifum, sem vonlegt er, og er eins og blöðin þori í hvor- ugan fótinn að stíga. Glöggt dæmi um þetta er forystugrein Mbl. í gær um fiskverkunina. Þar er í öðru orðinu talað um að verkunarkostnaður sé hér meiri en annarsstaðar, af þvi að kaupgjald sé hér hærra. En í hinu orðinu er talað um, að kaupkröfurnar, sem verkafólkið geri við fiskverkunina, séu sanngjarnar. * * * Slíkt fimbulfamb ber ekki mikinn árangur. En því ekki að stinga upp á því, að verka- mannafélögin taki fiskverkun- ina í ákvæðisvinnu fyrir verð- muninn, sem er á verkuðum og óverkuðum fiski til útflutnings. Á þann hátt væri komið í veg fyrir, að þessi vinna flyttist út út landinu. Verkamönnum myndi þetta vera til mikilla hagsbóta og útflytjendum a. m. k. útlátalaust, en gjaldeyrisá- stand landsins myndi batna. * * * Bjarna Bjarnason læknir birtir í morgun grein, sem köll- ur er „svar“ til Tímans út af málum appelsínulæknanna. — Raunar er þetta ekkert svar, því að læknirinn gengur nú í flestu inn á það, sem haldið hefir verið fram um þessi mál, bæði í nýársræðu forsætisráð- herra og hér í blaðinu. Virðist hann nú gera lítið úr því að þörf sé á innflutningi erlendra ávaxta og telur sig raunverulega ekki hafa um það talað í út- varpserindi sínu. Leiðinlegt er. þá, að hann skyldi ekki þegar í stað mótmæla því, hvernig Morgunblaðið notaði ummæli hans. En Tíminn hefir fulla á- stæðu til að fagna árangri þeim, er orðið hefir af umræð- um þessum. * * * Mbl. í dag þykist vera á móti háum launum og bitlingum, en segir að núverandi stjórnar- flokkar heimti hvorttveggj a. Sjálfsagt má það til sanns vegar færa, að ýmislegt mætti nú betur fara í þessum efnum. En ekki hefir íhaldið hingað til sýnt sinn góða vilja í verki. — Eggert Claessen var rá.ðinn bankastjóri með 40 þús. kr. launum. Bankastjórar Útvegs- bankans, sem ráðnir voru í vet- ur, hafa þó ekki nema 12 þús. kr. laun og mun víst mörgum þykja nóg. Forstjóri Áfengis- verzlunarinnar hafði í tíð í- haldsins 18 þús. kr. laun, nú 10 þús. kr. Báðir ritstjórar Mbl. hafa nú bitlinga frá hinu opin- bera og smakkast vel á, sömu- leiðis margir þingmenn flokks- ins, þar á meðal aðrir eins „bitl- ingahatarar“ og Jón á Akri og Pétur Ottesen. Þrír frómir Sj álfstæðismenn hafa 21 þús. kr. laun á ári hjá atvinnuvegi, sem nú þarf að fá opinbera hjálp. Og maðurinn, sem skrif- ar í Mbl. um skaðsemi bitlinga, er sjálfur þurfamaður þessa illa stæða atvinnureksturs, og fær 7200 kr. á ári sér til fram- færslu, án þess að leysa af hendi nokkur nauðsynleg störf. * * * í síðasta blaði Tímans var rætt um grein þá, er Vísi birti um fimm ára stjórnarafmæli brúnliða í Þýzkalandi. Hér koma frekari tilvitnanir (orð- réttar); „Baráttuhugur þessi hefir verið borinn uppi aðallega af heimsblöðum og stjórnmála- leiðtogum, sem á einn eða ann- an hátt voru bundniT marx- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.