Tíminn - 04.02.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1939, Blaðsíða 2
58 TÍMIWN, laugardagiim 4. fehriiar 1989 15. blað Ipmmrt Laugardaginn 4. fehr. Hvað leggja sveit- irnai í þjóðarbáið? Oft hefir heyrzt um það tal- að á seinni árum, einkum í mál- gögnum stórútgerðarmanna og kaupstaðarbúa, að hluti land- búnaðarins í útflutningsfram- leiðslu þjóðarinnar væri lítill. Menn hafa starað á útflutn- ingstölur sjávarútvegsins ann- arsvegar og útflutningstölur landbúnaðarins hinsvegar og gert á þeim samanburð um af- köst þessara tveggja atvinnu- vega. Og út frá þessum saman- burði hafa sumir komizt að þeirri niðurstöðu, að í raun og veru væri ekki rétt að telja nema einn aðalatvinnuveg í landinu og að sá atvinnuvegur væri sjávarútvegurinn. En slík niðurstaða stafar af fljótræði. Það er út af fyrir sig alls ekki svo, að útflutnings- verðmætið gefi rétta hugmynd um tekjur þjóðarinnar, allra sízt nú á tímum. Og til saman- burðar á framleiðsluverðmæti landbúnaðar og sjávarútvegs er það mjög rangur grundvöll- ur. Þegar slíkur samanburður er gerður, er ekki tekið tillit til þess, sem landbúnaðurinn framleiðir handa þjóðinni sjálfri. Helmingurinn af því kjöti, sem íslenzkir bændur selja, er selt á innlendum mark- aði. Af mjólkurframleiðslunni fer sama sem ekkert út úr landinu og ekkert af jarðávöxt- um né grænmeti. Allir íslenzkir bændur leggja í bú sitt mjólk, kjöt, ull o. fl. En til alls þessa verður að taka tillit þegar meta skal, hvað sveitirnar leggi árlega í þjóðarbúið. í hinni stórmerku gréin Bjarna Ásgeirssonar alþm., „Verzlunarárferði landbúnaðar- ins“, sem lokið er hér í blað- inu í dag, er gerð mjög eftir- tektarverð tilraun til að reikna út hið raunverulega verðmæti allrar landbúnaðarframleiðslu á árinu 1938, bæði þeirrar, sem út er flutt og einnig þeirrar, sem notuð er í landinu sjálfu. Um sumt liggja fyrir nokkurnveg- inn nákvæm gögn. Annað er á- ætlað eftir því, sem næst verð- ur komizt og færð rök fyrir niðurstöðum. Samkvæmt þessum útreikn- ingum Bj arna Ásgeirssonar hafa tekjur af náutgriparækt- inni orðið um 12 millj. 375 þús. kr. og af sauðfjárræktinni um 10 milj. 851 þús. kr. á síðastliðnu ári. Þar við bætast svo tekjur af garðyrkju, alifuglarækt, hlunnindum, hrossarækt, refa- rækt, geitfjár- og svínarækt o. fl. — talið hér í sömu röð, sem upphæðir teknanna eru af hin- um einstöku atvinnugreinum. En samtals hafa tekjur land- búnaðarins á árinu 1938 numið 27 miljónum og 221 þúsundum króna.. Þetta er, eftir því sem næst verður komizt, það verð- mæti, sem landbúnaðarfram- leiðslan hefir lagt í þjóðarbúið á árinu, sem leið. Það svarar til meira en 45% af útflutningsframleiðslunni. En í þessu sambandi má auð- vitað benda á það, að nokkur hluti af framleiðslu sjávarút- vegsins sé einnig notaður í landinu sjálfu. Um það liggja engin gögn fyrir. Og hitt vegur áreiðanlega miklu meira, að til þess að geta rekið sjávarútveg hér á landi með venjulegum árangri, þarf mörgum sinnum meira af inn- fluttum vörum (kol, salt, olía, veiðarfæri o. s. frv.), en inn þarf að flytja til að geta rekið land- búnaðinn með venjulegum á- rangri. En slíkt verður að taka til greina, þegar metin er er hin þjóðhagslega þýðing atvinnu- veganna. Hin merkilega skýrsla Bjarna Ásgeirssonar gefur rökstudda á- minningu um það, að menn skyldu fara varlega í það að líta smáum augum á landbún- aðinn og vanmeta hlutdeild hans í framleiðslu landsins. Engum dettur í hug að neita því, að hinn mikli vöxtur sjáv- arútvegsins hafi haft stórkost- lega þýðingu fyrir þróun hins Ranniéknir á Jo li ii c’s-s.ý k i ii ii i (paratuberculosís) Frásögn dt*. Halldórs Pálssonar Eins og áður hefir verið skýrt frá, fól ríkisstjórnin dr. Hall- dóri Pálssyni á síðastl. hausti að hafa yfirumsjón með rannsókn- um á Johne’s-veikinni svoköll- uðu. Hefir Tíminn nýlega spurzt fyrir um það hjá Hall- dóri, hvað rannsóknum þessum liði og fer frásögn hans hér á eftir: Eins og áður hefir verið getið um, er þekkt leið til þess að rannsaka, hvort skepnur eru sýktar af Johne’s-sýki eða ekki. Strax og Ásgeir Einarsson dýra- læknir fann, hvaða sjúkdómur þetta var, var ákveðið að reyna að hagnýta sér þetta og rann- saka útbreiðslu veikinnar og reyna svo að útrýma henni, ef þess væri nokkur kostur. Guðm. Gíslason læknir hefir haft á hendi rannsóknirnar á Hæli og öðrum þeim bæjum í Árnessýslu, sem líklegt var að veikin væri komin á vegna fjár- samgangna við Hæli. — Eftir- farandi kafli styðst að miklu leyti við bráðabirgðaskýrslu frá honum um rannsóknir hans í Árnessýslu. Rannsóknin er framkvæmd á þann veg, að til þess gerðu lyfi (Johnin) er sprautað í leður- húð kindarinnar og kemur í ljós eftir ákveðinn tíma og end- urtekna bólusetningu, sérkenni- leg húðþykknun, ef skepnan er orðin sýkt af þessari veiki. Fyrsta sendingin af rann- sóknarlyfinu (Johnin) reyndist því miður svo illa, að ekkert var á þeim rannsóknum að byggja og tafði það eðlilega fyrir fram- kvæmdum. Síðar var þetta lyf fengið frá annari stofnun í Englandi og gerðar tilraunir með það hér. Hefir þetta síðara rannsókn- arlyf reynzt vel og hefir síðan verið unnið að rannsóknunum af eins miklu kappi og unnt er. Fyrst var féð á Hæli rannsak- að. Þar voru þá lifandi 137 íslenzka þjóðfélags og fram- farir á síðustu áratugum. Hinn ungi íslenzki iðnaður er þar líka farinn að inna af hendi mikils- vert hlutverk. En hinu ber þó þjóðinni ekki sízt að gefa gaum, að sá atvinnuvegurinn, sem í öndverðu og fram til þessarar aldar bar uppi íslenzkt þjóðlíf og íslenzka menningu, er ennþá „landsstólpi", — og sennilega sá traustasti — ekki aðeins menningarlega, heldur einnig þjóðhagslega, þegar öll kurl koma til grafar. kindur. Við rannsóknina kom í ljós, að á 52 þeirra komu fram þær breytingar, sem báru vott um að þær væru sýktar eða grunsamar. Þessum 52 kindum var öllum slátrað. Við ná- kvæma skoðun á innýflum þeirra reyndust 43 þeirra greini- iega veikar. Það sem strax bar vott um góðan árangur, var, að nokkrar kindur á Hæli, sem tekizt hafði með saurrannsóknum að á- kveða að væru sýktar, komu allar í sýkta hópinn við húð- prófunina. Lömbin á Hæli voru öll heil- brigð og sömuleiðis veturgamla féð, en það hafði verið ein- angrað frá hinu fénu, meðan það var hýst síðastliðinn vetur. Það var þá vitað með vissu, að veikin hafði borizt að Stóru- Mástungu í sömu sveit með lömbum, sem fóðruð voru á Hæli fyrir þrem árum, og allar líkur, að hún hefði borizt á sama hátt að Fossi í Hrunamannahreppi. Féð í Stóru-Mástungu var nú rannsakað. Þar voru þá 302 kindur og reyndust 30 þeirra sjúkar eða grunaðar samkvæmt húðprófun. Þeim var slátrað og bar mikið á sýkingu í flestum þeirra. Þannig var þar ástatt, að þær kindur, sem fóðraðar voru á Hæli, þegar þær voru lömb, höfðu alltaf síðan verið hýstar í sama 60 kinda húsinu og það fé, sem með þeim hafði verið í þessu húsi, hafði ekki verið hýst á vetrum í öðrum húsum. í þessu húsi reyndist helm- ingurinn af ánum sýktur við húðprófun, en aðeins 3 kindur af öllu hinu fénu á bænum. Sýndi það, hve smitunin hafði haldið sig við húsið. Þar sem svo mikil sýking var í þessu húsi, þá var líklegt að svo framarlega sem húðprófun- in væri ekki alörugg, þá myndi eitthvað af kindunum, sem eftir voru í þessu húsi, vera sýktar. Var því ákveðið að slátra þeim öllum, til þess að finna, hve ein- hlít húðprófunin væri. Nú gat einnig hugsast, að kindur, sem væru alveg nýsýkt- ar,kæmu ekki í sýkta hópinn við húðprófunina. Var því ákveðið að láta kindurnar í þessu húsi, sem heilbrigðar voru taldar samkvæmt fyrstu húðprófun, en þær voru 28 talsins, lifa einn mánuð og gera þá aftur á þeim húðprófun og slátra þeim að því búnu. Þetta var gert. Við síðari húöprófunina kom það í ljós, að engin þessara kinda sýndi þau einkenni, sem bentu til þess, að um sýkingu væri að ræða, og við slátrun reyndust þær allar vera alveg heilbrigðar. Þetta gefur því nokkurnveg- in örugga vissu fyrir því, að þessi aðferð sé góð til þess að finna, hvort fé sé sýkt af þess- ari veiki. Samt ber að gæta þess, að þær kindur, sem eru mjög aðframkomnar af völdum veikinnar, svara stundum ekki við húðprófun, en þá er auðvelt fyrir glöggt auga að sjá að þær eru ekki heilbrigðar. Nú hefir verið lokið við að rannsaka féð á eftirtöldum bæjum í Árnessýslu: Hæli, Stóru-Mástungu, Hlíð, Steins- holti, Háholti, Glóru, Eystra og Vestra-Geldingaholti í Gnúp- verjahreppi, á Fossi í Hruna- mannahreppi og Sandvík í Flóa. Veikinnar hefir orðið vart á öllum þessum bæjum en í mis- munandi mörgu fé. Sýkinguna hefir allsstaðar verið hægt að rekja til Hælisfjárins. Sömú- leiðis hefir féð á Grænhóli í Öl- fusi verið rannsakað, en þar var einn karakúlhrúturinn og drapst þar. Engin kind fannst þar veik. Alls hafa verið rannsakaðar í Árnessýslu 2143 kindur og þar af voru 167 sjúkar eða grunað- ar, flestar samkvæmt húðpróf- un, en aðeins örfáar þeirra voru teknar með vegna útlits. Þess- um 167 kindum var öllum slátr- að. Af þeim reyndust við ná- kvæma skoðun á innýflum 135 greinilega veikar, eða rúmlega 80% af því sem slátrað var. — Þetta skiptist þannig á býli: í gær átti ég tal við Ásgeir, hafði hann þá rannsakað 1284 kindur frá 4 bæjum og af þeim reyndust 271 sýkt. Þær skiptust þannig á býli: Fjártala Sjúkt Bær alls grunað Krossavík 507 192 Hellisf j örubakkar 164 12 Syðri Vík 468 62 Skj aldbeinsstaðir 145 5 Samtals 1284 271 Auk þess hafði hann fundið veikina í einni kind frá Rifsdal og einni í Röðhólum. Ásgeir gerir ráð fyrir að veikin geti verið allmikið útbreidd í Vopna- firði. Eins og sézt af framansögðu hefir sú stefna verið tekin í þessu máli að rannsaka féð á öllum þeim bæjum, þar sem veikinnar verður vart og þar sem líkur eru fyrir að hún geti verið, og slátra svo öllu sýktu og grunuðu fé. Samtímis og sýkta fénu er slátrað, eru húsin sótthreinsuð. Það er vonast eftir, að með þessum ráðstöfunum verði hægt að hindra frekari útbreiðslu veikinnar og útrýma henni fyrr en síðar úr fénu á þeim bæjum þar sem hennar hefir orðið vart. Hvort það tekst, er ekki hægt að fullyrða nokkuð um að svo stöddu. en takizt það ekki verð- ur reynt að gera nægilega rót- tækar ráðstafanir næsta haust. Það er víst, að með því að útrýma sýkta fénu, þá er gert mikið til þess að fyrirbyggja Býli Fé alls Positivar eða grunaðar Við skoðun reyndust: sýkt- sá ekk- rannsa kað við húðprófun ar, ert á Hæli, Gnúpverj ahreppi 137 52 43 9 Stóra-Mástunga 302 30 27 3 Hlíð 234 30 24 6 Foss, Hrunamannahreppi 312 18 15 3 Eystra Geldingaholt 326 10 ' 7 3 Steinsholt, Gnúpverjahr. 242 11 5 6 Háholt 124 10 9 1 Glóra 78 2 2 0 Vestra Geldingaholt 182 2 2 0 Sandvík, Flóa 124 1 1 0 Grænhóll, Ölfusi 82 1 0 1 Samtals 2143 Sýkingin var mest á Hæli. Á hinum bæjunum stendur sýk^ ingin í beinu hlutfalli við sam- göngur við féð á Hæli. Að Sand- vík barst veikin með kindum, sem voru fluttar þangað haust- ið 1937, frá Hlíð í Gnúpverja- hreppi. Ásgeir Einarsson dýralæknir er nú að rannsaka útbreiðslu þessarar veiki á Austurlandi. Hann hefir þegar rannsakað 832 kindur í Breiðdal og af þeim reyndust 177 veikar. Núna er hann í Vopnafirði, en fyrir jólin fékkst vissa fyrir því að veiki þessi væri þar á a. m. k. einum bæ, Krossavík, en þangað fór einn karakúlhrúturinn og drapst þar. 167 135 32 frekari útbreiðslu veikinar. Má með vissu segja, að heilbrigðu fé í nágrenni hinna sýktu bæja, sé lítil hætta búin af fénu frá sýktu bæjunum á komandi ári, eftir að sjúku einstaklingarnir hafa verið drepnir, samanborið við undanfarin ár. Sjálfsagt er fyrir fjárhirða á þeim bæjum, þar sem veikinnar hefir orðið vart, að nota sér- staka aðgæzlu við hirðinguna, svo sem með því að stíga aldrei á sömu skónum af fjárhúsgólf- inu upp í jötuna, heldur hafa aðra skó í garðahöfðinu, sem hægt er að nota meðan verið er að gefa. Sýklarnir berast niður af hin- Kartöiluræktin Það er margt um það rætt og ritað, hvað mikils virði það sé fyrir bændur, að rækta sem mest af kartöflum, og aldrei er of mikið sagt i þeim efnum. En það er annað mál hvernig rétt- ast er að fylgja því fram til sig- urs á sem skemmstum tíma, því nú er þörf skjótra ráða í þeim efnum. Að mínu áliti væri það bezta leiðbeiningin, sem bændur og aðrir, sem vilja rækta kartöfl- ur, fengju, að annaðhvort Bún- aðarfélag íslands eða ríkissjóð- ur kostuðu útgáfu á litlum bæklingi, sem hefði inni að halda allar helztu upplýsingar •um kartöflurækt. Bæklingur þessi mætti vera mjög einfaldur að útliti og þétt- prentaður með smáu letri til að spara pappír sem mest, helzt ekki í stærra broti en vasa- al- manak. Innihaldinu mætti skipta niður einhvernveginn á þessa leið: Lýsa jarðvegi sem bezt, og segja um leið hvaða tegund af kartöflum þrifist þar' bezt. Því það virðist svo, að minnsta kosti fyrir þá sem eru fáfróðir í þess- um efnum, að allar tegundir þrífist ekki jafn vel í öllum jarðvegi. Svo og hvaða áburður helzt á við jarðveginn. Hvernig á að undirbúa jarðveginn. Hvað snemma á að sá þessari og þess- ari tegund, o. s. frv. Þetta mætti taka eftir röð, til dæmis: 1. Sandjörð. Hvernig á að undirbúa hana. Hvaða tegund þrífst þar bezt. Hvaða áburð á að nota. Hvað þarf mikinn á- burð ca. í hvern fermetra eða því um líkt. 2. Melur. 3. Tún ræktað. 4. Valllendis móar og brekkur. 5. Óræktar móar. 6. Leirjörð, o. s. frv. Ég álít, að þekkingarleysi á þessum sviðum sé mjög algengt. T. d. veit ég til þess, að bænd- um, sem ég þekki til, hefir oft mistekizt við kartöflurækt, sér- staklega ef þeir hafa brugðið út af venjum með útsæði, og þá (Framh. á 4. síðu) um veiku kindum með saurnum, og er því engin augljósari smit- unarhætta en að þeir berist á fótum fjármannsins úr krónni í heyið í garðanum, og svo éti féð þá með fóðrinu. Sömuleiðis ber að gæta að því að spörð geti ekki fallið í vatnsílát fjár- ins. Guðm. Gíslason læknir er á förum norður í Hóla í Hjaltadal, ásamt með aðstoðarmönnum sínum, til þess að rannsaka féð þar. Bfarni Ásgeirsson: 8. — geitfé, svinumo.fi. 100.000 Verzlunaráríerdi landbúnad arins NIÐURLAG Garðyrkjan. Skýrslur um upp- skeru ársins liggja ekki fyrir að fullu. En samkvæmt áætlun Steingríms Steinþórssonar hefir uppskera á kartöflum numið sem næst 60 þúsund tunnum. Verð er sama og árið áður. Sé tunnan reiknuð að meðaltali á 18 krón- ur, verða það 1.080 þúsund. Rófur og næpur mun mega áætla svipað og síðastliðið ár, eða um 15000 tunnur. Með 12 króna verði á tunnu gjörir það 180.000 kr. Verðmæti annara garðjurta og gróðurhúsa fram- leiðslu er ekki hátt í lagt að áætla 400 þúsund krónur- og nemur þá garðyrkjuuppskeran (þar með kartöflur) að verðmæti 1 millj. 660 þúsund. Lax- og silungsveiði. Árið 1938 er útfluttur lax- og silungur tal- inn ca. 63.000. Hlunnindaskýrslur ársins liggja ekki fyrir enn. En með hliðsjón af hlunninda- skýrslum undanfarinna ára og það sem næst verður komizt um leigu á veiðiám til útlendra manna og innlendra, þykir mega gjöra ráð fyrir tekjum land- búnaðarins af þessum hlunnind- um, til viðbótar útflutningnum, um 160 þúsund og nema þær þá alls krónum 220 þúsund. Æðarvarp var yfirleitt með lakara móti síðastl. ár. Dún- framleiðsla landsins losar þó venjulega 3000 kílógrömm og reikna ég með þeirri tölu hér. Verðið í ár var mjög gott eða að meðaltali um 58 kr. hvert kg. og gjörir það samtals 174 þúsund. Selskinn og selaafurðir má ætla samkv. undangengnum skýrslum að séu af 4000 selum. Verðið á skinnum féll mikið frá árinu áður en má áætla tekjur af hverjum sel til jafnaðar 28 krónur, sem gerir alls 112.000. Tekjur af fuglaveiðinni mun mega áætla 40 þúsund. Allar tekjur af hlunnindum þessum ná þá 546.000 kr. Alifuglar eru í landinu 90 þús- und og má áætla tekjur af þeim um 900 þús. krónur. Og tekjur af geitfé og svínum um 70 þúsund. Samanlagðar tekjur af landbúnaðarfram- leiðslunni árið 1938 verða þá samkvæmt áætluninni þessar: 1. Af sauðfjárrækt 2. — nautgriparækt 3. — hrossarækt 4. — refarækt 5. — garðyrkju 6. —- hlunnindum 7. — alifuglarækt kr. 10.851.000 12.375.000 •431.000 358.000 1.660.000 546.000 900.000 Eða alls 27.221.000 Verðlag allra þessara vara hef- ir verið svipað árið 1938 og 1939, nema á ull um 40—50% lægra, gærum 12% lægra og selskinn 40—50% lægra. Kaupgjald hjá landbúnaðinum hefir verið svipað og árið áður og almennar nauðsynjar svo sem útlendar matvörur nokkru lægri en árið áður. Árið má því í heild teljast mjög sæmilegt landbúnaðarár, þar sem engin sérstök óáran hef- ir steðjað að eins og t. d. hin illræmda fjárpest en um hana ræði ég nokkuð síðar. Þó hafa afleiðingarnar af hinni erfiðu heyskapartíð sunn- an og vestan lands árið 1937 teigt sig nokkuð fram á árið 1938 og komið fram í miklum fóður- bætiskaupum og lélegri arði af mjólkurkúm — og þannig gjört afkomu ársins 1938 lakari en ella hefði orðið. Aftur á móti hefir hin jafngóða heyskapartíð, sem var um land allt síðastliðið sum- ar, orðið þess valdandi, að menn áttu yfirleitt venju fremur góð og ódýr hey í haust sem leið, þó að þau væru óvíða mikil að vöxtum, og þannig bætt að nokkru upp afleiðingar hins lé- lega og dýra heyfengs árið áð- ur. Og þær hagsbætur koma til með að verka á afkomu ársins 1939. Þrátt fyrir það að sauð- fjárafurðir hafi nokkuð lækk- að í verði á árinu, má telja út- komuna betri fyrir sauðfjár- ræktina en nautgriparæktina. Það kemur líka heim við niður- stöður Guðmundar Jónssonar á Hvanneyri, við rannsóknir hans á niðurstöðu nokkurra búreikn- inga, fyrir árið 1936, en hlut- faliið á milli sauðfjárræktar- innar og nautgriparæktarinnar árið 1936 og 1938 var mjög svipað. Ég get ekki lokið þessum at- hugasemdum mínum um af- komu landbúnaðarins sl. ár, án þess að minnast nokkrum orð- um á hina illræmdu mæðiveiki og afleiðingar hennar. Veiki þessi hefir nú herjað hér á landi um 5 ára skeið, og hefir nú lagt undir sig alla Borgarfjarðar- sýslu, Mýrasýslu, Dalasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, mikið af Austur-Húnavatnssýslu. Enn- fremur nokkurn hluta Snæfells- nessýslu, Strandasýslu, Kjósar- sýslu, Árnessýslu og Skaga- fjarðarsýslu, og auk þess er hún komin inn fyrir varnargirðingu Reykj anesskagans í Gullbringu- sýslu. Síðastliðið ár hefir meg- ináherzlan verið lögð á að stemma stigu fyrir útbreiðslu hennar á nokkrum aðal útlín- um og er svo að sjá, að tekizt hafi í bili að stöðva hana við Héraðsvötn að norðan og Þjórsá að sunnan, sömuleiðis á Vest- fjörðum við girðingu úr Stein- grímsfirði í Þorskafjörð. Að vísu hefir hennar orðið vart norðar- lega á Ströndum, en verið girt þar inni og er haldið í skefjum. Auk þessa er henni haldið í skefjum með stöðugum niður- skurði, þar sem hennar verður vart á jaðrasvæðunum á milli Blöndu og Héraðsvatna, sömu- leiðis í Árnessýslu, Kjósarsýslu og Snæfellsnessýslu. Auk þess hefir verið girt ný varnargirð- ing yfir Snæfellsnessýslu vest- anverða. — Með öllum þessum ráðstöfunum hefir síðastliðið ár tekizt að hefta útbreiðslu henn- ar út á við. Hinsvegar hefir engum vörnum verið komið við innan svæðisins og hefir veikin því síðastliðið ár haldið áfram að sleikja upp einstakar sveitir og bæi, þær sem til þessa höfðu sloppið. — Sumir teija veikina nú gera minni usla þar sem hún er í byrjun, heldur en áður. Þó eru þess dæmi, frá síðastliðnu ári, að hún hefir á einstöku bæjum farið fullt svo geyst sem fyr. Hitt er annað mál, að á síðari árum reyna menn að draga úr yfirvofandi tjóni veikinnar, með því að slátra öllum lömbum og ungviði að haustinu, þar sem hún byrjar að breiðast út — og af þeim ástæðum verður hrunið minna, þegar að veikin byrjar að drepa. — En reynslan hefir sýnt, að þar sem veikin fer að geysa, skilur hún að jafnaði ekki meira eftir af fénu en um 40—50%, og þaðan af minna. í framsveitum Borgarfj arðar, þar sem veikin byrjaði, ber nú orðið lítið á henni, þó er hún ekki að fullu útdauð þar ennþá, en stofn sá, er eftir hefir lifað, virðist víða orðinn ónæmur fyr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.