Tíminn - 04.02.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.02.1939, Blaðsíða 4
60 TÍMIM, laugardaginn 4. febrnar 1939 15. blað MOLAR Joseph Aloysins Lyons hefir verið forsœtisráðherra Ástralíu síðan 1932. Hann verður sextugur á þessu ári. Hann er fœdáur l Tasmaníu- fylki. Foreldrar hans voru fá- tœkir og hann byrjaði kornung- ur að vinna fyrir sér sem létta- drengur. Með miklum dugnaði brauzt hann til mennta og lauk kennaraprófi við háskóla. Að náminu loknu hóf hann afskipti af stjórnmálum og var kosinn á fylkisþingið í Tasmaníu, sem fulltrúi verkamannaflokksins. Nokkru seinna komst hann á sambandsþingið og varð ráð- herra í rikisstjórn verkamanna- flokksins. Hann fann þó að lok- um, að hann átti ekki samleið með verkamannaflokknum og gerðist því einn af stofnendum nýs flokks, ástralska sambands- flokksins. Þessi flokkur vann í þingkosningum 1931 og Lyons varð forsœtisráðherra hinnar nýju stjórnar. Lyons er mikill vinur Breta. Hann er þrekvaxinn, alþýðlegur í framkomu, starfsmaður mikill og skapfastur. Hann er ellefu barna faðir og þykir blaðamönn- um það mikill fengur, þegar þeir ná af honum mynd með konu sinni og öllum barnahópnum. * * * Hér á íslandi eru talsvert fleiri kvenmenn en karlmenn. í nokkr_ um löndum er þetta öfugt. í Ka- nada er t. d. ekki nema 931 kona á móti hverjum 1000 körlum. — Svipuð hlutföll eru í Bandaríkj- unum, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Ástœðan til þessa mun vera sú, að af innflytjendum til þessara landa eru rriun fleiri karlar en konur. í öllum Evrópurikjunum, nema í Búlgaríu og Rúmeniu, eru kvenmenn fleiri en karlmenn. * * * Hœsta bygging í heimi er Em- pire State Building l New York, sem er 1248 fet. Nœst er Crysler Building í New York 1030 fet, Eiffel-turninn i París 985, Radio Building í New York 840, Bank of Manhattan í New York 838 fet og Woolworth Building i New York 792 fet. * * * Áríð 1933 var mannfjöldinn á allri jörðunni talinn 1997 millj. Eftir heimsálfum skiptist hann þannig: Evrópa 550 millj., Asia 1044 millj., Afríka 150 millj., N.- Ameríka 150 millj., S.-Ameríka 74 millj., Ástralía 9 millj. Aðvörun Roosevelts (Framh. af 1. siðu) Roosevelt hefir talið sér skylt að gefa framangreinda yfirlýs- ingu. Með henni hefir hann viljað gera einræðisríkjunum ljósa grein fyrir afstöðu Banda- ríkjanna og vara þau við, að hefja Evrópustyrjöld í þeirri trú, að Bandaríkin yrðu hlutlaus. Hann hefir gengið eins langt og honum var fært til að vara ein- ræðisríkin við styrjöld og á þann þátt hefir hann lagt fram þann skerf, sem Bandaríkjunum var framast fært að leggja fram til að afstýra styrjöld. ÚR BÆNUM Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík heldur fund til fram- haldsumræðna um atvinnuleysismálið í Sambandshúsinu á morgun. Fundur- inn hefst kl. 4. Búnaðarþingið tók til starfa í dag og var sett kl. 1 í baðstofu iðnaðarmanna. Búnaðar- þingsfulltrúamir, sem eru 25 alls, munu flestir eða allir vera komnir til bæjarins. Leiðrétting. í grein J. Þ. „Fræðslumálastjórinn nýi“ hefir misprentast neðariega í 3. dálki, „að kynnast ritum til varn- aðar“, á að vera „að kynnast vítum til varnaðar". Árshátíð Samvinnuskólans verður haldin í Oddfellowhúsinu annað kvöld, samanber auglýsingu í blaðinu í dag. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, séra Bjarni Jónsson, kl. 5, séra Friðrik Hallgríms- son, bamaguðsþjónusta. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, barnaguðs- þjónusta, kl. 5, Pétur Ingjaldsson cand. theol. í Laugarnesskóla kl. 2, séra Garðar Svavarsson, bamaguðsþjón- usta kl. 10. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 5, séra Garðar Þorsteinsson. í frikirkj- unni í Hafnarfirði kl. 5, séra Jón Auðuns. Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu síðastl. fimmtudag á rússneska gamanleiknum „Fléttuð reipi úr sandi“ fyrir troðfullu húsi, og fékk leikurinn ágætar viðtökur. Næst verður leikið á morgun. í greín Bjarna Ásgeirssonar um verzlunarárferði landbúnaðarins hafa tvær tölur misprentazt. í fremsta dálki 3. síðu 22. línu a. n. stendur: alls úr 4500 fjár, en á að vera: alls úr 450 þús. fjár. í 2. dálki 3. síðu 6. linu a. n. er sagt að árlega séu slegnir af 250 hestar, en á að vera 2500 hestar. Listasafn Einars Jónssonar. Frá og með sunnudeginum 5. febr. verður listasafn Einars Jónssonar opið á sunnudögum kl. 1—3. Gestir f bænum. Guðmundur Vilhjálmsson bóndi Syðra-Lóni, Guðni Ingimundarson bóndi Snartarhóli, Ingibjöm Guðnason Presthólum, Halldór Þorsteinsson bóndi Sætúni. Á krossgötmn. (Framh. af 1. síðu) Presthólahreppur lét reisa kermarabú- stað áfastan við heimavistarskóla sinn hjá Snartarstöðum. Auk þess var byggt stórt og vandað skólahús á Raufar- höfn fyrir um 70 börn. — Unnið var nokkuð með dráttarvél búnaðarsam- bands Norður-Þingeyinga í vor og sum- ar að landbroti til nýræktar í Prest- hólahreppi og Öxarfirði. Hreinar léreftstusknr kaupir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. Frá flotacefingu ítala í Miðjarðarhafi. Kartöfluræktin (Framh. af 2. síðu) vill allt lenda í handaskolum með ræktunina. Hvað má sá mörg ár í sama garðinn í röð? Bændur eiga svo erfitt oft og einatt með að ná í garðyrkju- ráðunaut til að fá leiðbeining- ar um garðrækt, og þó einstöku menn fái upplýsingar um þetta, þá fá þeir kannske alla roms- una í einu og gleyma svo meiri- partinum af þessu áður en þeir þurfa á því að halda, til að fara eftir því. En þetta væri öðru- vísi, ef þeir hefðu smápésa sem þetta stæði allt í, því þá gætu þeir fengið þar þær upplýsing- ar, sem þeir þyrftu helzt með í það og það skiptið. Ég veit að margur mundi verða þessu feginn, og eru það því vinsamleg tilmæli mín, að einhverjir framtakssamir menn tækju þetta að sér og kæmu þessu til bænda fyrir vorið. Eitt er líka nauðsynlegt að stæði í pésa þessum og það er lýsing á hverri kartöflutégund fyrir sig, og séreinkenni, og yfirleitt all- ar upplýsingar um þessa nytja- jurt, sem til væru, svo það kæmi að sem mestu gagni. Svo mætti senda t. d. hverjum hrepp- stjóra eða oddvita í öllum hreppum á landinu svo mörg eintök af þessu, að allir búend- ur fengju eitt eintak hver, þeim að kostnaðarlausu, og ættu þá viðkomandi, t. d. oddvitar, að M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 6. þ. m. kl. 6 síðdegis til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thors- havn). Farþegar sæki farseðla í dag. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafgrciðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. Stúlkur, takið eítír! Maður í góðri stöðu, vel efn- aður, óskar að komast i bréfa- samband við greinda og fallega stúlku. Þær, sem vildu sinna þessu, sendi afgreiðslu Tímans upplýsingar ásamt mynd og nafni, í lokuðu bréfi, merkt „Þ. B.“. — Myndirnar verða endur- sendar og óhætt að treysta þag- mælsku. útbýta þessu til allra bænda í hverjum hreppi. Sömuleiðis ætti að senda þetta í kaupstaðina líka, þó ekki væri það sent hverjum heimilisföður, því allir eru ekki að spreyta sig á kar- töfluræktun þar. Gunnar Guðmundsson. tmntnmmtGAMLA SJÓMAMALÍF Heimsfræg amerísk kvik- mynd, tekin af Metro- Gooldwyn-Mayer samkv. hinni góðu sjómannasögu Rudyard Kipling, og sem birzt hefir í íslenzkri þýð- ingu Þorsteins Gíslasonar. Aðalhlutverkin eru fram- úrskarandi vel leikin af hinum ágætu leikurum: Spencer Tracy, Freddie Bartholomew, Lional Barrymore. ; nýja Bíómtmnwmtm Chicago- briutiim 1871. (In old Chicago). frá Söguleg stórmynd Foxfélaginu. Aðalhlutv. leika: TYRON POWER, ALICE FAYE, DON AMACHI o. fl. Mikilmetnustu kvikmynda gagnrýnendur heimsblað- anna telja þessa mynd risavaxnasta listaverk. Börn fá ekki aðgang. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Mðursuðuverksiniðj‘a. — Bjiígnagerb. Reykhús. — Frystihús. F'ramleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostar og smjör frá Mjjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Að gefnu tilefni er athygli viðskiptavina minna vakin á því, að síminn 4402 á fisksölutorginu við höfnina ex mér nú óviðkomandi. Viðskiptamenn mínir eru beðnir að hringja í síma 1456, sem hefir verið, er og verður bezti fisksími bæjarins. Alltaf til hrogn, lifur og hausar. Bafllði Baldvinsson. Ársháfíð Samvinnuskctlans verður haldin í Oddfellowhúsinu sunnudagskvöldið 5. febrúar og hefst kl. 8.45. — DAGSKRÁ: 1. Skemmtunin sett. 2. Söngur: Karlakór Samvinnuskólans. 3. Kaffidrykkja. 4. Ræða: Jónas Jónsson skólastjóri. 5. Kórsöngur: Karlakór Samvinnuskólans. 6. Einleikur á pianó: Sigfús Halldórs. 7. Einsöngur: Vilhjálmur Sigurjónsson (við hljóðfærið frú Þor- björg Halldórs). — 8. DANS til kl. 4. Hvað skeður kl. 1? — Aðgöngumiðar fást i Samvinnuskólan- um í dag til kl. 7 og á morgun kl. 1—5. — Sími 5099. Jörð til sölu. Jörðin Bryggjur í Austur- Landeyjum fæst til kaups og ábúðar á næstu far- dögum. Semja ber við eiganda jarðarinnar Tyrf- ing Björnsson, Hávarðar- koti í Þykkvabæ. Símstöð: Þykkvibær. Útbreiðið TtMANN Reykjavíkurannáll h.f. Refyan Fornar dygðir model 1939 verða leiknar á sunnudag kl. 2. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag frá kl. 1—7 og eftir kl. 1 á morgun. 226 Andreas Poltzer: Patricia 227 ans af Harlington upp og kom í áttina að borðinu til þeirra. Það er að segja: hann virtist ekki hafa afráðið hvort hann færi að því borði eða næsta borði, þar sem ál-mjó stúlka, sem eldrauðar varir og stórar, gular hrosstennur, brosti örvandi til hans. En augu Violet hlutu að hafa töfra- mátt, því að ungi maðurinn sneri sér loksins á hægri sveifina og staðnæmdist fyrir framan Violet. Á ófölsuðu cockney-máli, hinni klass- lsku hafnarborga-ensku, bað ungi her- toginn hina roðnandi Violet að dansa við sig einn dans. Mínútu siðar liðu þau um gólfið. Ungi maðurinn var eins og heimsmeistari í dansi og nú var hægt að sjá greinilega, að sokkarnir hans voru með sama lit og hálshnýtið hans. — Ungfrú Holm, eruð þér reið við mig? spurði Whinstone og fór hjá sér. Patricia hafði ekki ennþá sagt nokkurt orð, hafði aðeins kinkað til hans kolli, þegar hann kom. Svipur hennar var enn , eins og hún væri úti á þekju eða jafnvel reið, er hún svaraði: — Hversvegna ætti ég að vera reið við yður? Hann hafði fastlega einsett sér að gera henni grein fyrir hvernig í öllu lá, því að hann gat ekki þolað þá tilhugsun, að hún héldi að hann hefði leikið sér að tilfinn- ingum hennar. — Patriáa, byrjaði hann og tók ekki eftir því sjálfur, að hann notaði skírnar- nafn hennar, — ég býst við, að þér haíið tekið eftir því frá fyrstu stundu, að ég .... hefi innilega samúð með yður .... þér trúið ekki hve mér þótti vænt um, er ég þóttist verða þess áskynja, að yður stæði ekki heldur á sama um mig .... Whinstone þagnaði. Hann hafði árang- urslaust reynt að sjá það á svip Patriciu, að þar væri hljómbotn fyrir tilfinningar hans. Honum fannst nú að orð hans hefðu verið innantóm og forskrúfuð .... honum hafði aldrei verið það lagið, að íklæða hugsanir sínar búningi. — Ég er yður víst til leiðinda .... ég bið yður afsökunar, sagði hann, ekki laus við gremju. Patricia fann, að innilukt sál var i þann veginn að lokast fyrir fullt og allt, og hún sagði: — Þér eruð mér ekki til leiðinda og ég hefi ekkert að fyrirgefa yður! Mér finnst það vera ærlegt af yður, að viðurkenna misgáning yðar .... — Misgáning minn? sagði hann órór. Svipur hennar var orðinn fjörlegri. Léttur roði kom á andlitið. En rödd hennar var fyllilega róleg, er hún svar- aði: Sjóklæðagerð Islands h.S Allan almennan olíufatnað fyrir fólk til lands og sjávar. Vinnnvettlinga, ýmsar tegundir. Gúmmifrakka fyrir karla, konur og börn. Rykfrakka, ýmsar tegundir „Gaberdine44. Varan er frumleultl úr beztu fáanlegum efnutn af fugfólhi með margra ára reynslu að bahi sér. Það bezta verður ætíð ódýrast. SJÓKLÆÐAGERÐ ÍSLANDS H. F. Reykjavík. Símar: 4085 — 3063

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.