Tíminn - 04.02.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1939, Blaðsíða 3
15. blað TÍMIM, laugardagiim 4. fehrúar 1939 59 ÍÞRÓTTIR Skjaldargflímn Ármanns Hin árlega skj aldarglíma Glímufélagsins Ármann fór fram síðastliSið miðvikudagskvöld í Iðnó. Keppendur voru 10 og urðu úr- slitin þessi: Ingimundur Guðmundss. 9 vinn. Skúli Þorleifsson 8 — Njáll Guðmundsson 6 — Sigurður Hallbjörnsson 6 — Þorkell Þorkelsson 4 — Sigurður Guðmundsson 4 — Kristófer Kristófersson 3 — Ingólfur Kristjánsson 2 — Kristján Bl. Guðmundss. 2 — Jóhannes Bjarnason 1 — Skúli Þorleifsson fékk fyrstu verðlaun fyrir fegurðarglímu, Ingimundur Guðmundsson önn- ur og Njáll Guðmundsson þriðju. Glíman fór yfirleitt vel fram og mun mega segja að þetta hafi verið með betri skjaldarglimum í seinni tíð. Margir þessara glímumanna eru léttir og liprir, en munu hinsvegar ekki jafn- miklir kraftamenn og þeir, sem mest hefir borið á undanfarið. Hinn nýi sigurvegari, Ingi- mundur Guðmundsson, er 27 ára gamall. Hann er ættaður frá Ljótai’stöðum í Austur-Landeyj- um og byrjaði litilsháttar að æfa glímu í ungmennafél. Dagsbrún þar eystra. Hann flutti hingað 1930. Stundaði hann fyrst sjó- mennsku, en er nú verkamaður hjá Eimskipafélagi íslands. Nokkru eftir að hann kom hing- að æfði hann dálítið glímu í K. R., en það félag hefir nú lagt glímuæfingar niður. Verulega fór hann þó ekki að iðka glímu fyr en síðastl. haust og hefir síð- an tekið miklum framförum. Er hann sterkur og eðlilegur glímu- maður og má góðs af honum vænta, ef hann heldur eins vel áfram, og hann hefir gert í vetur. Skúli Þorleifsson, sem var skjaldarhafi áður, hefir, vegna lasleika, ekki getað stundað glímuæfingar eins vel um all- langt skeið undanfarið og hann gerði áður. Virðist því ýmsum eins og hann sé frekar í aftur- för, en vafalaust vinnur hann það upp, þegar hann hefir feng- ið heilsu til að æfa glímuna af fullu kappi aftur. Er Skúli sterkur og góður glímumaður. Skjaldarglíman var nú einn þátturinn í 50 ára hátíðahöld- um Ármanns, sem nánar verður sagt frá síðar. ir veikinni. Þess vegna eru nú bændur þar byrjaðir að setja á lömb aftur og hafa margir sett á í haust öll sín gimbrarlömb. Byggja þeir nú allar vonir sín- ar um að komast út úr þessu öngþveiti á því, að þeim takist að ala upp nýjan og ónæman stofn. Reynsla næstu ára sker úr um það. En svo mikið er víst, að allur þorri manna þeirra, sem lengst hafa barizt við veikina, eru nú horfnir frá fullkomnum niður- skurði og fjárskiptum, sem margir hverjir hugsuðu sér áð- ur og stefna nú að því að aia sjálfir upp nýjan stofn, Verður það vafalaust eitt af stærstu viðfangsefnum þjóðar- innar á næstu árum að byggja upp að nýju fjárbústofninn í þessum héruðum. Fjölda marg- ar jarðir eru þannig að ógerning má telja að reka þar annan bú- skap en sauðfjárbúskap. En margir bændur eru nú svo lam- aðir fjárhagslega eftir fellir undanfarinna ára, að þeim má telja ókleift að koma upp bú- stofni aftur, án utanaðkomandi aðstoðar í bili. Undanfarin ár hafa þeir getað lifað á því, sem þeir skáru niður, en nú standa þeir margir uppi bústofnslausir — og þar af leiðandi tekjulaus- ir eða tekjulitlir. Þá er rétt að lokum að geta annarrar sauðfjárpestar, sc-m vart hefir orðið í landinu á síð- astliðnu ári — einskonar upp- dráttarsýki, sem þekkt er er- lendis. Hefir veiki þessi gjört B Æ K U R Björn Guðfinnsson: íslenzk setningafræði handa skól- um og útvarpi. Höfundur þessarar bókar, cand. mag. Björn Guöfinnsson, hefir á undanförnum árum starfað með sjaldgæfum áhuga og mikilli ósérplægni að auk- inni þekkingu á móðurmálinu. Áhrifa hans í þeim efnum hefir gætt einkum á tvennan hátt. Hann er hinn mesti atkvæða- maður sem kennari, bæði í skól- um og útvarpi, og hann hefir samið þrjár mjög vandaðar kennslubækur í þessum fræðum. Tvær fyrri bækur hans af þessu tagi, íslenzka I. og íslenzk málfræði, hafa báðar hlotið mikla útbreiðslu og öðlazt vin- sældir kennara og nemenda. Þriðja bók þessa höfundar er íslenzk setningafræði handa skólum og útvarpi. Hún kom út síðastl. haust og var ríkisút- varpið útgefandinn. í formála bókarinnar kemst höfundur hennar m. a. svo að orði: „Þessi bók er beint fram- hald málfræði minnar, íslenzk málfræði handa skólum og út- varpi, sem kom út fyrir réttu ári. Er því hverjum þeim, sem hafa vill full not þessa setn- ingafræðiágrips, nauðsynlegt að kynna sér þá bók fyrst“. Höf- undur leggur mikla áherzlu á það, að frumatriði almennrar málfræði séu lesin og lærð ræki- lega, áður en setningafræðinám hefst. Ég er sannfærður um það, að þessar bendingar höfundar eru byggðar bæði á eigin reynslu og mikilli þekkingu á þessu sviði. En er nú þessum hollu ráðum höfundar alls staðar nægilega vel fylgt? Setningafræði Björns Guð- finnssonar er ekki nein stærð- arbók. Hún er aðeins sextíu blaðsíður að lengd auk formála. Við lestur hennar kemur í ljós, að efni bókarinnar er mjög drjúgt. í henni eru saman- dregnir meginkjarnar nauðsyn- legustu atriða setningafræðinn- ar. Þar er ennfremur brugðið upp dæmum, sem sýna óbrotna, eðlilega og fræðilega rétta með- ferð málsins. Einnig er bent á nokkrar algengar málvillur, sem ber að forðast. Af þeim þætti bókarinnar fannst mér þessi kafli mjög at- hyglis verður (Sjá bls. 39, tengsl ósamhljóða aukasetninga): „Nú á tímum ber talsvert á því, að tengingar tveggja aukasetninga séu settar í byrjun fyrri auka- setningarinnar. Dæmi: Ég skal spila á móti Sigga, því að þó að við töpum, stendur mér alveg á sama. — Við þurfum engu að kvíða, því að ef veðrið versnar, förum við ekki. Hann var óra- tíma á leiðinni, svo að þegar vart við sig á 5 stöðum í land- inu, á bæjum, þar sem karakúl- hrútarnir voru á — og talið að þeir hafi flutt veikina inn. Er smitun fjárins á bæjum þessum orðin mjög útbreidd og auk þess komin á nokkra næstu bæi. Þannig er talið, að hún sé komin á 2—3 bæi í kringum Hóla í Hjaltadal, 5 bæi kringum Hæli í Árnessýslu, um 7 bæi í Breiðdal — á Héraði og Vopnafirði er mér ekki kunnugt um útbreiðslu veikinnar. Veiki þessi er nú undir rannsókn og er talið, að léttara muni verða að stööva útbreiðslu hennar og jafnvel vinna bug á henni, heldur en mæðiveikinni, sökum þess að unnt er með serumrannsóknum að komast eftir því hvað af fénu er orðið sýkt og hvað ekki. En það má segja hér sem oftast, að ekki sé ein báran stök. Þá læt ég máli mínu lokið, en það vil ég leyfa mér að fullyrða, að þótt víða séu erfiðleikar hjá bændum og allsstaðar þurfi að gæta hagsýni og sparnaðar til að fá „rekstrarhjólið" til að velta viðstöðulítið — þá er fjár- pestin og afleiðingar hennar eini verulegi skugginn sem hvíldi yfir landbúnaðinum síð- astliðið ár, eins og undanfarið. Og í von um að á hinu ný- byrjaða ári takist að komast lengra áleiðis í því að vinna bug á þessari plágu, sem og öðrum meinum landbúnaðarins, óska ég öllum, sem að honum starfa, sem og öðrum landsmönnum, árs og friðar. Lögftak. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKLR „FLÉTTUÐ REIPI ÚR SANDI“ Gamanleikur í 3 þáttum, eftir VALENTON KATAJEV. Sýntng annaðkvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. »Lagarfoss« fer á mánudag 6. febrúar um Vestmannaeyjar og Austfirði til Rotterdam og Kaupmanna- hafnar. Eftir kröfu Sjúkrasamlags Rcykjavíkur og affl undangengnuni úrskurffli, upukveðnum í dag, og meffl tilvísan til 88. gr. laga uin alfiýðu- try^ingar nr. 74, 31. des. 1937, sbr. 86. gr. og 42. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 39, 16. des. 1885, verðnr án frekari fyrirvara löktak látið fram fara fyrir öllum ógreiddum ifflgjöldum til Sjiikrasamlagsins, þeim er féllu í gjalddaga 1. nóv. og 1. des. 1938 og 1. jan. sífflastl., affl átta »Dettifo ss« dögum lifflnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, verði þau eigi greidd innan þess tíma. fer á mánudagskvöld 6. febrúar vestur og norður. Lögmafflurinn í Rcykjavík, 1. febr. 1939. Litfegurstu íslenzku silfurrefaskinnin af árg. 1938 eru til sölu í Hanzka- gerðinni, Austurstr. 5. Skinnin eru öll frá h.f. Draupnir, Gunn- steinsstöðum. - Umráðamaður skinnanna er venjulega til við- tals í síma 4185 kl. 12—1 y2. TEKIN TIL STARFA AFTUR. Vera Simillon, Laugaveg 15. Sími 3371. hann kom heim var húsið brunnið. Setningatengsl af þessu tagi ber að forðast. Þau raska réttri orðaröð, brjóta eðlilega hrynj- andi málsins og eru til stórlýta. Rétt er að láta hverja teng- ingu fylgja sinni setningu: Ég spila á móti Sigga, því að mér stendur alveg á sama, þó að við töpum. — Við þurfum engu að kvíða, því að við förum ekki, ef veðrið versnar. — Hann var óratíma á leiðinni, svo að hús- ið var brunnið, þegar hann kom heim.“ »Gullfoss« fer á þriðjudag 7. febrúar um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Björn Þórðarson. Lærið að s.yn«1 :i. Sundnámskeið í Sundhöllinni hefjast að nýju mánudaginn 6. þ. mán. Simdhöllm býfflna* mi nemöndum síimm betrl kjör en áfflur. Þátttakendur gefi sig fram í dag og á mánudag kl. 9—11 f. hád. og kl. 2—4 e. hád. Upplýsingar á sömu tímum í síma 4059. f érðbréfhbankinr\ 0;A«sti/vstr. ð simi 3652.Opið M.t1-12oq4.3/ Annast kaup og sölu verffbréfa. ÞÉR ættuff aff reyna kolin og koksiff frá Kolaverzlim Sigurfflar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. Vinnið ötullega fyrir Tímann. í bókinni er sérstakur kafli um merkjasetningu. í honum hefi ég rekizt á prentvillu, sem að sönnu getur ekki talizt ill- kynjuð sökum þess, að hverjum kennara hlýtur að vera augljóst, að hér er einungis um prent- villu að ræða. Sjá bls. 12 gr. 161. „Þú heldur víst, sagði Þorsteinn, o. s. frv. Tilvitnunarmerkið á eftir víst vantar. í héraðsskól- um og öðrum tvíærum skólum, sem nota málfræði Björns Guð- finnssonar og setningafræði sama höfundar, hygg ég, að heppilegt væri að haga kennsl- unni þannig, að lesa málfræð- ina í yngri deild (t. d. 120 blað- síður, lesa hana svo upp frá upphafi þrjá fyrri mánuði síð- ara skólaársins, og nema það, sem áður var ólært. Setninga- fræðin yrði svo lesin til skóla- loka. Ánægjulegt væri, að Björn Guðfinnsson, eða annar snjall málfræðingur, semdi og gæfi út alþýðlega stílfræði sem fram- hald þessarar tegundar náms- bóka. Þeirrar bókar höfum við hina mestu þörf. Laugarvatni, 29. jan. 1939. Þórffur Kristleifsson. 228 Andreas Poltzer: — Getur maður kallað það annað, þegar einhver skilur eftir á, að augna- blikstilfinning hans til annarar mann- eskju var ekki annað en meðaumkvun? — Patricia! Það sem Whinstone gat ekki komið orðum að, því lýsti hreimur- inn í rödd hans. Hann sagði Patriciu meira en orð og eiðar gátu gert. En hún varaðist að láta á sér sjá, að henni væri orðið ljóst, hvað honum var innanbrjósts. — Tölduð þér ekki sjálfur tilfinning- ar yðar til mín meðaumkvun? Þér sögðuð að vísu samúð! En ef ég veit rétt þá er einmitt þetta svo líkt, að varla verður á milli greint. Whinstone gat ekki varizt að taka eft- ir glettninni, sem fylgdi þessum orðum undir niðri. Og svo brosti hún meira að segja. — Ég sé að ég hefi vanmetið yður, Patricia! Ég er ekki nema maður og þess- vegna hneigður til yfirlætis. En ég heiti yður þvi, að ég skal vara mig á yður framvegis, sagði hann og brosti. Og þegar Patricia hló bætti hann við: — Og þó að ég eigi á hættu, að þér haldið að ég sé skólakennari í dularbún- ingi, þá ætla ég að voga að segja yður réttu merkinguna i orðinu samúð. Það þýðir nú: meðkennd eða eðlileg alúð, sálrænt samræmi — almennt talað. En að því er okkur persónulega snertir, þá á Patricia 225 Kortéri síðar fór Whinstone inn í hinn staðinn, sem hét „Princess", og sem að vísu var ekki eins íburðarmikill, en þar sem stúlkurnar sátu og biðu. Það gat Whinstone undir eins séð. Það er að segja, það var aðeins Violet, sem beið hans. Patricia varð mjög vand- ræðaleg, þegar fulltrúanum skaut þarna upp allt í einu. Hún hafði látið undan þrábeiðni Violet og farið með henni á dansstaðinn. En hún hafði ekki hug- mynd um, að Violet hafði mælt þeim mót við Whinstone. Nú stóð hann við borðið þeirra og hún hlustaði mjög forviða á afsökun hans og skýringu á því, að hann kæmi svona seint. — Drottinn minn! Svo þér hélduð, að við værum á jafn hversdagslegum stað og Princess Restaurant? hrópaði Violet og fitjaði upp á trýnið. — Vitið þér hverjir það eru, sem koma á Princess Restaurant? Nýlenduvörukaupmenn og aðrir uppskafningar, sem hafa grætt á braski. Hingað koma aðeins gestir af bezta tæi .... maðurinn þarna, með rós- græna hálshnýtið er til dæmis, held ég, nei, ég er ekki viss um það, sonur hertog- ans af Harlington, og erfir sjálfur her- toganafnbótina einn góðan veðurdag — framúrskarandi dansmaður, annars .... Á sama augnabliki stóð erfingi hertog-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.