Tíminn - 11.02.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON Cábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1d.
SÍMAR: 4373 og 2353.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
23. árg.
Reykjavík, laugardaginn 11. febr. 1939
18. blað
Endurskoðun löggjaíarinnar
um íátækramál og íjárreiður
sveíta- og bæjaríélaga
Fjármálarádherra heiir íalið fimm mönnum
athugun pessara mála
Frelsísstríð Kataloniumanna
Atvinnumálaráðherra hef-
ir fyrir alllöngu síðan falið
fimm mönnum að athuga
fátækraframfærsluna og
gera tillögur um endurbæt-
ur á henni. Munu þeir nú
hafa lokið störfum að mestu
og verða tillögur þeirra
lagðar fram á næsta þingi.
Þeir menn, sem atvinnumála-
ráðherra hefir falið þessa at-
hugun, eru Karl Kristjánsson
oddviti á Húsavík, Benedikt
Guttormsson kaupfélagsstjóri á
Stöðvarfirði, Jens Hólmgeirs-
son bæjarstjóri á ísafirði og
Friðjón Skarphéðinsson bæjar-
stjóri í Hafnarfirði. Auk þess
mæltist hann til við bæjar-
stjórn Reykjavíkur, að hún til-
nefndi fimmta manninn. Hefir
Ólafur Sveinbjarnarson, sem er
starfsmaður Reykjavíkurbæjar,
aðallega mætt fyrir bæjarins
hönd, en Tómas Jónsson borg-
arritari í fjarveru hans. Þeir
hafa einkum tekið þrenn lög til
athugunar, framfærslulögin,
útsvarslögin og lög um eftirlit
með fjárreiðum sveita- og bæj-
Piu s p áf i
látinn
Píus páfi.
Píus páfi XI. andaðist í gær-
morgun nær 82 ára að aldri.
Hann hafði verið páfi síðan í
febrúar 1921.
Fyrir margra hluta sakir er
hann einn af merkustu páfum á
síðari árum. Hann starfaði á
margan hátt í samræmi við sinn
tíma með því að sýna meira
frjálslyndi á ýmsum sviðum en
fyrirrennarar hans. Sérstaklega
ber að minnast í þeim efnum
hinnar ákveðnu mótstöðu hans
gegn nazisma, kommúnisma og
kynþáttakenningunum.
Það getur haft mjög víðtæka
þýðingu fyrir stjórnmála-
ástandið í heiminum, hver eft-
irmaður hans verður, því kat-
ólska kirkjan hefir enn mikil
áhrif. Sérstaklega getur það
haft þýðingu í sambandi við
Spán, sem er ramm-katólskur.
arfélaga. Munu þeir gera meiri
eða minniháttar breytingar við
þau öll.
Jafnframt hafa þeir athugað
hvernig úthlutun atvinnubóta-
fjár kaupstaðanna hefir verið
háttað og til hvaða fram-
kvæmda því hefir verið varið.
Mun einnig vera tillagna að
vænta frá þeim um það efni.
Tillögur sínar munu þeir af-
henda til ríkisstj órnarinnar og
má síðar vænta þess, að þessi
mál verði tekin til rækilegrar
meðferðar á Alþingi. Eru þau
tvimælalaust meðal allra mestu
vandamála þjóðarinnar og sem
einna brýnust þörf er að leysa.
Búnaðarþingfid
Fyrir búnaðarþingið er nú
búið að leggja 35 mál og er von
á mörgum fleirum.
Undanfarna daga hafa verið
stuttir þingfundir, því málin
eru enn til athugunar í nefnd-
um. í gær voru þó afgreidd tvö
mál. Annað var um að mæla
með stofnun dýralæknisem-
bættis á Vestfjörðum, en hitt
var viðkomandi erindi frá frú
Rakel Þorleifsson, um hörrækt
og hörvinnslu. Samþykkti þing-
ið að fela tilraunastöðvum það
mál til frekari rannsóknar.
í gær lagði Steingrímur
Steinþórsson búnaðarmálastjóri
fram reikninga félagsins og
gerði grein fyrir þessu með all-
langri ræðu.
Þá hafa verið flutt nokkur er-
indi af starfsmönnum félagsins.
Samkvœmt bráðabirgðayfirliti hag-
stofunnar hefir útflutningurinn numið
2.822 þúsund krónum í janúarmánuði.
Innflutt hefir verið fyrir 3.254 þúsund
krónur. í fyrra nam útflutningurinn
1.419 þúsund krónum, en innflutning-
urinn 2.556 þúsund krónum. Hefir
verzlunarjöfnuðurinn því verið óhag-
stæður um 432 þúsund krónur í janú-
armánuði í ár, en um 1.137 þúsund
krónur í fyrra. Helztu útflutningslið-
irnir nú voru ísfiskur fyrir 660 þúsund
krónur, saltfiskur fyrir 500 þúsund
krónur, síldarolía fyrir 400 þúsund
krónur, síld fyrir 375 þúsund krónur og
síldarmjöl fyrir 280 þúsund krónur.
t t t
Ríkisstjórnin hefir ákveðið að hefja
samningaumleitanir við stjórn Francos
á Spáni um verzlunarviðskipti á milli
landanna. Hefir Helgi P. Briem verið
kvaddur til þessa erindrekstrar ásamt
Kristjáni Einarssyni framkvæmdar-
stjóra. Norðmenn hafa einnig hafið
svipaða samninga við stjórn Francos.
t t r
Dálítil snjókoma og allhvasst var við
suðurströndina, og þó einkum suðvest-
urströndina, í fyrrinótt, en hlánaði,
þegar leið að morgni. Norðanlands var
veður betra og úrkomulítið. Mun úr-
koman lítið hafa náð norður fyrir
Seyðisfjörð að austan og Patreksfjörð
að vestan. Nokkrar smávegis símabil-
anir urðu. Suðurlandslínan slitnaði af
Forystumaður
iallínn
TÓMAS JÓNASSON
Meðal þeirra níu manna, er
farizt hafa með vélbátnum
Þengli, í hinu hörmulega slysi
við Sauðanes síðastliðna þriðju-
dagsnótt, er einn af fremstu
forystumönnum Skagafjarðar,
Tómas Jónasson kaupfélags-
stjóri á Hofsósi. Með hinu ó-
vænta fráfalli hans er stórt
skarð orðið fyrir skildi meðal
samvinnumanna landsins. Tóm-
as hafði tekið sér far með bátn-
um, til að komast til Siglufjarð-
ar í veg fyrir skip, sem hann
ætlaði með til Reykjavíkur.
Tómas Jónasson var maður
enn á bezta starfsaldri, fæddur
5. ágúst 1887 í Skagafirði og af
skagfirzkum foreldrum. Hann
ólst upp á Beingarði í Hegra-
nesi, en hóf síðar búskap á
Miðhóli. Hann stofnaði Kaup-
félag Fellshrepps og var fram-
kvæmdastjóri þess til æfiloka.
Hafði félagið í fyrstu aðeins
starfsemi í einum hreppi, en nú
nær það yfir margar sveitir í
utanverðum Skagafirði austan
vatna. — Um þennan mæta
mann og hið sviplega fráfall
hans mun verða nánar ritað hér
í blaðinu.
völdum ísingar hjá Flögu i Skaftár-
tungu og var sambandslaust þar fyrir
austan í gærmorgun. Á Holtavörðu-
heiði slitnaði ritsímaþráður og á milli
Kalastaðakots og Vogatungu urðu smá-
vegis línubilanir. Viðgerðum á þessum
bilunum var lokið um miðján dag í
gær.
t r r
í fyrravetur kostaði fræðslumála-
stjórnin einn mann til farkennslu í
skíðaíþrótt á Vestfjörðum. Gafst þessi
nýbreytni vel og voru námskeiðin fjöl-
sótt. í vetur hefir þessi starfsemi verið
aukin og starfa þrir menn að þessari
farkennslu á vegum fræðslumála-
stjórnarinnar nú í vetur. Halda þessir
skíðakennarar námskeið á Austfjörð-
um, í Eyjafirði og Suður-Þingeyjar-
sýslu og á Vestfjörðum. Byrjaði
kennslan að þessu sinni um eða litlu
fyrir áramótin og stendur hvert nám-
skeið í 1—2 vikur. Fræðslumálastjórnin
geldur kennurunum venjulegt farkenn-
arakaup, en sveitir eða skólar, sem
verða kennslunnar aðnjótandi, sjá um
dvalarkostnað þeirra og flutning milli
kennslustaða.
r t r
Nokkrir stúdentar hafa ákveðið að
gangast fyrir félagshreyfingu, er nái
vítt um land og miði að því, að gera
fólki kieift að ferðast um landið á
ódýran hátt, og hvetji fólk tll ferðalaga
Heimsblöðin flytja daglega
hinar hörmulegustu lýsingar á
aðbúnaði flóttafólksins, sem
streymir frá Kataloniu inn í
Frakkland. En jafnframt minna
þau á, að þetta er ekki í fyrsta
sinn, sem slíkar hörmungar ger-
ast. í seinustu tuttugu aldirnar
hafa Kataloniumenn háð fjöl-
mörg frelsisstríð, sem að jafn-
aði hefir lyktað með ósigri
þeirra.
Eftir að uppreisnin hófst,
þótti tvísýnt í fyrstu, hvort
Katalonia myndi óskipt fylgja
stjórninni, enda þótt hún hefði
borið hærra hluta í Barcelona.
En stjórnin tryggði sér fylgi
Kataloniumanna næstum ó-
skipt með því að heita þeim
sjálfstjórn að styrjöldinni lok-
inni. Á sama hátt hlaut hún
fylgi Baskanna. Franco lýsti
því hinsvegar yfir, að markmið
hans væri að sameina Spán
undir eina stjórn. Sigur hans
þýddi því afnám þeirra sérrétt-
inda, sem fall konungsvaldsins
hafði veitt Kataloniumönnum,
og sömu undirokunina og þeir
höfðu áðuT verið beittir.
Frá sjónarmiði Kataloniu-
manna var styrjöldin því ekki
fyrst og fremst barátta um yf-
irráð uppreisnarmanna eða
stjórnarinnar. Hún var barátta
um frelsi Kataloniumanna til
að ráða sem mestu af málum
sínum sjálfir og þess vegna tóku
þeir þátt í styrjöldinni með
þeim eldmóði, sem lengi verður
minnst. Þess vegna skipuðu þreir
sér til baráttu á móti Franco,
án verulegs tillits til eldri
flokkaskipunar.
Kataloniumenn hafa löngum
verið orðlagðir fyrir frelsisvilja
sinn. Fyrsta frelsisstríð þeirra
var háð fyrir um 20 öldum liðn-
um. Þá höfðu Kartagomenn
komið þar upp blómlegu at-
vinunlífi. Það voru Rómverjar,
sem lögðu Katalonin undir sig,
í það sinn. Seinna komu Atanir,
Vestur-Gotar og Márar. Hörðust
var barátta þeirra við Márana,
Síðan hafa Kataloniumenn sem
sjálfstæður aðili tekið þátt í öll-
um borgarastyrjöldum á Spáni,
með það fyrir augum, að heimta
sjálfsstjórn og helzt fullt frelsi.
En það hefir langoftast mis-
á reiðhjólum eða fótgangandi. Er fé-
lagsskapur þessi nefndur farfugla-
hreyfingin og eru svipuð samtök út-
breidd víða um lönd. Þeir, sem fyrir
þessum félagsskap beita sér, hafa í
hyggju að leita samvinnu við ung-
mennafélög landsins og er fyrirhugað
að fá að nota fundar- og samkomuhús
og skólabyggingar sem gististaði, og
búa þau eldfærum og teppum, svo a?
ferðalangar geti gíst þar með litlum
kostnaði. í öðrum löndum hafa félög
þessi víða reist sér sína eigin gisti-
staði. Fyrsta farfuglafélagið var stofn-
að af nemendum menntaskólans í gær.
Gengu 150 manns í þetta nýja félag.
Formaður þess var kosinn Kiistbjörg
Ólafsdóttir. Næstu vikur verða slík fé-
lög stofnuð víðar.
r t r
Fjárveitinganefnd danska þingsins
hefir ákvarðað að veita 25 þúsund
krónur á ári næstu fimm ár til undir-
búnings að samningu íslenzkrar orða-
bókar og útgáfu fornaldarsagna. Eiga
þýðingar orðanna að vera bæði á ensku
og dönsku. Hafði forstöðunefnd Árna-
safns sótt um 50 þúsund króna árlegan
styrk til þessa. Eigi nægir þó þessi fjár-
veiting nándar nærri til að standast
kostnað af þessari útgáfu.
heppnazt eða sigurinn orðið
skammær.
Aðstaða og auðæfi Kataloniu
valda því, að erlendum yfir-
gangsmönnum hefir þótt land-
ið eftirsóknarvert. Að vísu er
meginhluti þess frekar harðbýll,
en sléttan meðfram ströndinni
er líka lang-frjósamasti hluti
Spánar. Þar eru víða mjög auð-
ugar námur og að öllu saman-
lögðu, er Katalonia eftirsókn-
arverðasti hluti Pyreneaskag-
ans.
Sennilega hefir frelsisbarátta
Kataloniumanna aldrei verið
jafn frækileg og í þessari styrj-
öld. Um langt skeið hefir skort-
ur matvæla verið svo tilfinnan-
legur, að meginþorri fólksins
hefir liðið sult. Barnadauði fór
því stöðugt vaxandi og allskon-
ar veikindi fóru í kjölfar hung-
ursins. En Kataloniumenn
vildu heldur þola hungrið en að
gefast upp. Þeir héldu velli
þangað til skotfæri þeirra gengu
til þurrðar og öll mótstaða varð
því þýðingarlaus.
En uppgjöf þeirra var samt
ekki algjör. Allir, sem vettlingi
gátu valdið, vildu komast hjá
því að þjóna hinum nýju vald-
höfum. Ekki aðeins karlmenn-
irnir, sem höfðu barizt á víg-
vellinum og máttu því óttast
refsingu, heldur einnig konur,
börn og gamalmenni kusu frek-
ar hin erfiðu kjör flóttamanns-
ins en að biðjast griða og semja
sig að boðum hinna nýju hús-
bænda. í þúsundatali hefir
þetta fólk streymt úr borgum og
sveitum Kataloníu og reynt að
komast yfir frönsku landamær-
in. Og á leiðinni hafa flugvélar
Francos sveimað yfir því og
varpað á það sprengjum í þeim
tilgangi að reyna að hræða það
til að snúa aftur.
Ekki nema nokkur hluti þessa
fólks hefir komizt yfir frönsku
landamærin og þó skiptir tala
spánskra flóttamanna þar orð-
ið mörgum tugum þúsunda. Er-
lendir blaðamenn segja, að með-
fram öllum þeim vegum, sem
þetta fólk hefir farið, sé stráð
líkum þeirra, sem hafa gefizt
upp af þreytu, hungri eða kulda
og biðið dauða síns, þar sem
þeir voru komnir. Hinir, sem
hraustari voru, hafa orðið að
flýta ferðinni og ekki getað
sinnt þeim. Hvarvetna á vegun-
um liggja eins og hráviði mun-
ir, klæðnaður og matvæli, sem
flóttamennirnir hafa ekki
treyst sér til að bera lengur.
Iðulega hefir meginþorri þeirra
orðið að leita sér náttstaðar
undir berum himni, því húsa-
skjól hefir hvergi verið að fá.
Veðrátta hefir þó oft verið
stirð þenna tíma, bæði fann-
koma og mikil frost.
Eftir að komið var til Frakk-
lands hafa kjör þessa fólks
mikið batnað. Það hefir fengið
nægilegan mat, en erfiðara hef-
ir verið að veita því öllu húsa-
skjól. Sjúku fólki hefir flestu
verið komið á hjúkrunarstöðv-
ar. Annála erlendir blaðamenn
mjög hversu myndarlega og
skipulega Frakkar hafa ráðið
fram úr þessum málum.
En hvað bíður svo þessa fólks?
Frakkar geta ekki haft það til
lengdar. Flest mun það því
verða sent heim aftur, nema
þeir, sem þurfa að óttast lífláts-
dóm og meiriháttar refsingar
vegna þátttöku sinnar í styrj-
öldinni. Það verður því fyr en
síðar að beygja sig undir það
vald, sem það var að flýja.
Kataloniumenn hafa beðið
mikinn ósigur. Þeir hafa misst
frelsi sitt, en enginn veit hversu
lengi það varir. Reynist þeir
trúir fortíð sinni, verður þetta
ekki seinasta frelsisstríð þeirra,
því engin kúgun er nógu sterk
til að sigra þann þjóðstofn, sem
vill lifa.
*
A víðavangi
Það er orðið alþekkt fyrir-
brigði, að ef hallað er í ræðu eða
riti á stjórnarfar hinna erlendu
einræðisríkja, er eins og stutt
sé á viðkvæman blett á „Sjálf-
stæðisflokknum“ íslenzka. Þetta
kemur t. d. greinilega fram i
Mbl. í dag. í síðasta blaði Tím-
ans var rætt nokkur hinna dýr-
mætustu mannréttinda, sem
lýðræðisskipulagið verndar en
einræðisríkin viðurkenna ekki.
Mönnum var bent á, hvers virði
þessi réttindi væru og það þjóð-
skipulag, sem tryggir þau öllum
almenningi. En þetta hefir
aðalmálgagn Sjálfstæðisflokks-
ins ekki þolað, og þótzt þurfa að
bera fram varnir fyrir hina
„brúnu“ og „svörtu“ vini sína.
Sýndist þetta þó svo tilefnis-
laust, sem verða má, því að í
grein Tímans var ekki vikið að
Sjálfstæðisflokknum einu orði.
* * *
Vörnin, sem Mbl. hefir fram
að færa fyrir einræðið að þessu
sinni, er þó næsta rýr. Hún er
sú, að Tíminn hafi ekki viljað
birta grein eftir Aðalstein Sig-
mundsson um veitingu fræðslu-
málastjórastarfsins. Með þeim
ætlar blaðið sér víst að sanna,
að á íslandi, sem er lýðræðis-
land, ríki ekki prentfrelsi, og sé
þetta dæmi þess, að með lýð-
ræðisþjóðskipulagi séu hin þýð-
ingarmestu mannréttindi engu
betur tryggð en í ejnræðisþjóð-
skipulagi!
* * *
En einmitt þessi málfærsla
Mbl. er gott dæmi um þá
blygðunarlausu rakafölsun, sem
nú er beitt gegn lýðræðinu víða
um lönd. Það er kunnugt, að öll
blöð hér á landi, þar á meðal
Mbl. sjálft, synja um birtingu
greina, sem þau hafa ekki rúm
fyrir eða af einhverjum ástæð-
um kæra sig ekki um að birta.
Slikt á ekkert skylt við tak-
mörkun prentfrelsis. Önnur af
greinum A. S. hefir komið út í
Alþýðublaðinu. Hina mun höf.
gefa út sérprentaða. Morgun-
blaðinu sjálfu er velkomið að
birta þær báðar, ef það vildi, og
myndi áreiðanlega engin hindr-
un verða á það lögð af hálfu
stjórnarvalda landsins, enda
hafa þau engin afskipti af þessu
máli haft. í einræðisríki er
þetta á allt annan veg. Ef ein-
hver skrifar t. d. blaðagrein,
sem hin opinbera ritskoðun tel-
ur athugaverða, má hún hvergi
koma út. Blað, sem leyfði sér að
birta slíka grein, væri tafarlaust
gert upptækt og bæði ritstjór-
inn og greinarhöfundurinn sett-
ir í fangabúðir. Þannig er á-
standið, þar sem prentfrelsið er
ekki lengur til. Og vonandi
tekst dulbúnum andstæðingum
lýðræðisins ekki að rugla dóm-
greind almennings í þessu efni.
* * *
Mbl. 10. þ. m. kallar það
„broslegt“, að „allir sem vinna
við útgerð á sjó og landi, taki
laun sín í hlut og afla“. Þetta
fyrirkomulag hefir þó viðgeng-
izt í mörgum verstöðvum lands-
ins öldum saman, án þess, að
nokkur hafi að því „brosað“.
Englendingar og Norðmenn
nota líka mikið hlutaskipti á
fiskiflota sínum og hafa ennþá
ekki orðið að athlægi fyrir það
hjá öðrum þjóðum. — Hitt þyk-
ir Mbl. þó enn broslegra, að
„sett verði lög um laun opin-
berra starfsmanna, er tryggi það
í framtíðinni, að launin taki
breytingum til hækkunar eða
lækkunar, eftir verði á fram-
leiðsluvöru landsmanna á
hverjum tíma og vinni gegn ó-
samræmi á kjörum framleið-
enda og launastétta“.
* * *
Út af ummælum Mbl. um
frumvarp milliþinganefndar-
innar í launamálum, er rétt að
taka það fram, að samþykkt
þess myndi hafa þýtt hækkun
en ekki lækkun á launagreiðsl-
um ríkisins í heild. Og það er
áreiðanlega talsvert almennt á-
(Framh. á 4. síðu)
A KROSSGÖTUM
Verzlunarjöfnuðurinn. — Viðskiptasamningar. — Símabilanir. — Farkennsla
í skíðaíþrótt. — Ný félagshreyfing. — Dönsk styrkveiting.