Tíminn - 21.02.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.02.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 21. febr. 1939 Þjóðmálanámskeið angra Framsóknarmanna Þátttakendur voru um 30 Samband ungra Fram- sóknarmanna efndi í vetur til þjóðmálanámskeiðs fyrir unga samherja víðsvegar að af landinu og er því nú ný- lega lokið. Sóttu það 27 menn úr flestum kjördæmum landsins og eru nöfn þeirra birt á öðrum stað í blað- inu í dag, auk nokkurra pilta, sem ekki voru á námskeiðinu nema að nokkru leyti. Námskeiðið fór að mestu fram í hú'sakynnum Framsóknar- flokksins í Edduhúsinu og var sett þar 19. janúar, en lauk með hófi í samkomusölum Alþýðu- hússins 17. febrúar. Fluttu þar fjórtán hinna ungu manna stuttar ræður. Halda þeir nú hver heim til sín þessa dagana, þar sem þeirra bíður mikið og göfugt verkefni i baráttunni fyrir vexti og viðgangi Fram- sóknarflokksins. Námskeiðinu var þann veg veg háttað, að kennt var með fyrirlestrum og að nokkru með samtölum. Auk þess voru mál- fundir og kappræður einu sinni eða tvisvar á dag. Var lögð á það áherzla, jöfnum höndum, að kenna mönnum að flytja mál sitt vel og skörulega, sækja á og verj- ast og stjórna fundum með festu og röggsemd. Fyrirlesarar og kennarar nám- skeiðsins voru Jónas Jónsson, Eysteinn Jónsson, Hermann Jón- asson, Skúli Guðmundsson, Vig- fús Guðmundsson, Jörundur Brynjólfsson, GuðbrandurMagn- ússon, Gísli Guðmundsson, Stein- grímur Steinþórsson, Páll Zóp- hóníasson, Bjarni Ásgeirsson, Karl Kristjánsson, Halldór Sig- fússon, Sigtryggur Klemensson og Guðlaugur Rósinkranz. Fjórir Þjóðræknísfélag Veslur-Islendínga 20 ára Þing Þjóðræknisfélags Vest- ur-íslendinga verður sett í dag í Winnipeg. Mun það standa í nokkra daga. Þj óðræknisfélagið er nú tutt- ugu ára. Eru meðal forvígis- manna þess margir þeir Vestur- íslendingar, sem kunnastir eru hér heima, svo sem Arinbjörn menn drukkna á Akranesí Á sunnudagsmorgun vildi það slys til á Akranesi, að Bjarni Ólafsson, skipstjóri á línuveið- aranum Ólafur Bjatnason, og þrír hásetar hans, drukknuðu í lendingunni við Teigakotsvör. Liá linuveiðarinn á Krossvík á aðfaranótt sunnudagsins, þar sem nú er aðalskipalægi kaup- túnsins. Var skipið nýkomið úr veiðiför, og þótti eigi liggjandi við bryggju vegna sjógangs. Voru nokkrir skipverja að róa í land, sex saman, er ólag reið á bátinn og komust aðeins tveir þeirra lifs af. Fréttaritarí Tímans á Akra- nesi, sem sjálfur var sjónarvott- ur að þessu sorglega slysi, hefir átt tal við annan manninn er bjargaðist, Pál Sveinsson á Ár- móti, og skýrír hann svo frá: — Við vorum sex í bátnum, Bjarni Ólafsson, skipstjóri, Borg, Tómas Jóhannes Þorvalds- son, háseti, Bragagötu 4, Teitur Benediktsson, háseti, Suður- götu 37, Jón Sveinsson, háseti, Akri, Jón Ólafsson, háseti, Mýr- arhúsum og ég. Þetta var um kl. 10.30. Vindur var allhvass af suðvestri og nokkurt brim. Gekk ferðin vel þar til við átt- um ófarna um 30 metra upp í svokallaða Teigakotsvör, þar sem við ætluðum að taka land. Kom þá skyndilega ólag. Skipti það engum togum, að aldan hóf bátinn með flughraða og kast- aði honum upp í vörina. Fylltist hann um leið og hann kenndi grunns. Útsogið hxeif bátinn með sér að nýju og velti honum á hliðina — og gát- um við ekkert aðhafzt, þótt sumir gætu fótað sig á sandinum og freistuðu þess að halda bátnum kyrrum. En þess var eigi auðið. Bar nú bátinn frá landi með stTaumnum, sem þama er mjög mikill, enda út- fall, er þetta skeði. Við kom- umst fjórir á kjölinn, Bjarni skipstjóri, Tómas, Jón Ólafsson og ég, en þeir Teitur og Jón Sveinsson urðu strax lausir við bátinn. Vorum við um hríð ým- ist að missa af bátnum eða ná í hann aftur og reyndum við að hjálpa hver öðrum eftir megni. Hvatti Bjarni skipstjóri félaga (Framh. á 4. slðu) RÖGNVALDUR PÉTURSSON núverandi forseti Þjóðrœknisfélagsins. Bardal, Árni Eggertsson, Ás- mundur P. Jóhannsson, séra Egill Fáfnir, Jón Bíldfell, Ric- hard Beck, Rögnvaldur Péturs- (Framh. á 4. siðu) Mynd þessi er af þátttakendunum á þjóðmálanámskeiði Framsóknar- manna og stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna, er fyrir nám- skeiðinu gekkst. — í öftustu röð, talið frá vinstri til hcegri, eru Kristján Sigurgeirsson, Borgarnesi, Sigurður Jóhannesson, Giljalandi í Haukadal, Dalasýslu, Grímur Gíslason, Saurbœ í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, Baldur Guðmundsson, Patreksfirði, Barðastrandarsýslu, Guðmundur Brynjólfsson, Hrafnabjórgum á Hvalfjarðarströnd, Borgarfjarðarsýslu, Magnús H. Gíslason, Eyhildarholti, Skagafjarðarsýslu, Stefán Reykja- lín, Akureyri, Árni Bjarnarson, Mógili á Svalbarðsströnd, Suður-Þing- eyjarsýslu, Agnar Gunnlaugsson, Kolugili í Víðidal, Vestur-Húnavatns- sýslu, Björn Pétursson, Höfnum i Skeggjastaðahreppi, Norður-Múla- sýslu og Hálldór Z. Ormsson, Hólmavík, Strandasýslu. í miðröð eru, talið frá vinstri til hœgri: Hjörtur Gíslason, Akureyri, Gunnar P. Björns- son, Grjótnesi á Melrakkasléttu, Norður-Þingeyjarsýslu, Játvarður Jökull Júlíusson, Miðjanesi í Reykhólasveit, Barðastrandarsýslu, Þórarinn Magnússon, Hrútsholti í Eyjahreppi, Hnappadalssýslu, Jóhann Valde- marsson, Mööruvöllum i Saurbœjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu, Þorsteinn H. Hannesson, Siglufirði, Gísli Jónsson, Loftsstöðum í Flóa, Árnessýslu, Guðmundur Ólafsson, Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd, Borgarfjarðarsýslu, Björn Guðmundsson, Fagradal i Vopnafirði, Norður-Múlasýslu og Am- aldur Jónsson, Steinsstöðum, Skagafjarðarsýstu. í fremstu röð eru: Jón Gislason, Stóru-Reykjum i Flóa, Árnessýslu, Valdemar Jóhannsson, kennari, Reykjavík, Egill Bjarnason, innheimtumaður Tímans, gjaldkeri S. U. F., Reykjavlk, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, formaður S. U. F., Reykjavík, Guðmundur V. Hjálmarsson, skrifstofumaður, ritari S. U. F., Reykjavík, Jón Helgason, blaðamaður, Reykjavík, Stefán Einarsson, Stórá-Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá, Norður-Múlasýslu og Ólafur Guð- mundsson^ Hellnatúni í Ásahreppi, Rangárvallasýslu. — Auk þeirra, er taldir hafa veriö og hér eru á myndinni, sóttu námskeiðið: Gísli Bjarna- son, Lambhústúni í Biskupstungum, Árnessýslu, Ólafur Þorláksson, Hrauni í Ölfusi, Árnessýslu, og Jón Ólafsson, Þingeyri, V.-fsafjarðarsýslu. Vilhjálmur Þór verður bankastjóri Landsbankans KROSSGÖTUM Fiskaflinn. — Úr Loðmundarfirði. — Húsabætur. — Búnaðarfélag Grímsnes- hrepps. — Útbreiðsla fjárpestarinnar í Vopnafirði. — Úr Öræfum. Fiskaflinn á öllu landinu var orðinn 54)1 smál. 15. þ. m., en var 1306 smál. á sama tíma í fyrra. Báðar tölurnar mið- aðar við fullverkaðan fisk. í helztu ver- stöðvunum var aflinn orðixm þessi, og er aflinn á sama tíma í fyrra tilgreind- ur í svigum: Vestmannaeyjar 697 smál. (236), Grindavík 158 smál. (0), Hafnir 40 smál. (0), Sandgerði 736 smál. (183), Garður og Leira 280 smál. (76), Kefla- vík og Njarðvíkur 1317 smál. (233), Hafnarfjörður 78 smál. (23), Reykja- vík 291 smál. (149), Akranes 935 smál. (285). í Vestfirðingafjórðungi var afl- inn orðlnn 853 smál. (72) og í Austfirð- ingafjórðungi 27 smál. (0). Undanfama daga hafa gæftir verið mjög tregar i flestum verstöðvum. t t t Baldvin Trausti Stefánsson bóndi á Sævarenda í Loðmundarfirði hefir skrifað Tímanum fréttabréf. Þar segir meðal annars: Hér hefir veturinn verið fremur góður. Hagar voru fyrir gripi fram undir áramót, en þá snöggskipti um. Nú eru aftur komnir töluverðir hagar, svo að hægt er að beita fénaði og spara hey á sumum bæjum. Annars- staðar er orðin 38 daga innistaða. Fé er venju fremiir holdgott og ekki ber á neinni teljandi óhreysti í þvi. t t t Margir bændur i sveitinni hafa hug á þvi að bæta húsakostinn á býlum sin- um. Er í ráði, að byggð verði íbúðar- hús á þremur jörðrnn hér á vori kom- andi, og á nokkrum öðrum bæjum á að reisa útihús, svo sem hlöður og gripa- hús. t t t Tíðindamaður Tímans hefir nýlega hitt Björgvin Magnússon bónda í Klausturhólum í Grimsnesi og spurzt frétta þaðan að austan. Búnaðarfélag Grímsnesshrepps hélt aðalfund sinn föstudaginn 10. febrúar. Félagið er nú 56 ára gamalt. Fyrir atbeina þess hafa búnaðarframkvæmdir verið miklar í sveitinni undanfarin ár. Félagið hefir um nokkurra ára skeið starfrækt drátt- arvél, sem unnið hefir að jarðrækt hjá bændum fyrir lágt verð, fyrstu árin fyrir kr. 3,50—4.50 um klukkutímann, eftir vinnumagni á hverjum stað, en síðastliðið ár hefir félagið tekið kr. 4.50 —5.50 um tímann fyrir dráttarvélina. Er vinna dýrust fyrstu 10 klukkustund- írnar. Hefir félagið lánað meðlimum sínum vinnulaunin, þar til jarðrækt- arstyrkur er greiddur út á hana. Auk dráttarvélarinnar á félagið tvöfalt og einfalt diskaherfi, stórt fjaðraherfi og er nú að kaupa rótherfi. — Reksturs- reikningur félagsins siðastliðið ár nam kr. 9712,12. Samkvæmt eignaskýrslu, voru eignir félagsins í árslok virtar á kr. 8887,35, en skuldir kr. 2592,21. Á síðasta ári bætti það hag sinn um 927 krónur, auk þess sem um 700 krónur voru lagðar í endurbætur á dráttarvél- inni. Á aðalfundi var samþykkt að stofna fóðurbirgðafélag í hreppmnn. Meðlimir búnaðarfélagsins eru nú 47. Stjórn félagsins hefir verið óbreytt síðan 1925, og er Benedikt Einarsson bóndi i Miðengi formaðurinn. t t t Ásgeir Einarsson dýralæknir hefir undanfarið haft með höndum rann- sóknir á útbreiðslu Johne’s-sýkinnar í Vopnafirði. Hefir hann alls athugað 2242 kindur og reyndust 415 þeirra sýktar. Af þessu sýkta fé voru 132 kind- ur í Vopnafjarðarkauptúni af alls 811 þar. Hinum sjúka fénaði hefir öllum verið slátrað. r r t Páll Þorsteinsson á Hnappavöllum í Öræfum skrifar Tímanum meðal ann ars: Tíðarfar hefir verið mjög gott, það sem af er vetrinum. Jörð alltaf svo að segja snjólaus. Eigi að síður er fénaði gefið mikið á flestum bæjum. Sl. haust var öllu sölufé Öræfinga slátr. að hér heima í sveitinni, eins og ávallt síðustu tíu árin. Framkvæma Öræfing- ar slátrunina að öllu leyti sjálfir. Að þessu sinni var tala sláturfjárins kring- um húlft þrettánda hundrað. Ekki tókst að koma nema litlum hlut af- urðanna héðan í haust. Bíður megin- hluti þeirra hér til næsta vors. Á fundi bankaráðs Lands- bankans í gær, var ákveðið að verða við ósk Ludvigs Kaaber bankastjóra um lausn frá starfi. Hefir hann átt við vanheilsu að striða upp á síðkastið. í stað Kaabers réði banka- ráðið Vilhjálm Þór fram- kvæmdastjóra sem bankastjóra og mun hann taka við þessu nýja starfi í þann mund, er hann lýkur störfum sínum vest- an hafs. Framkvæmdastjóri við Kaup- félag Eyfirðinga, í stað Vil- hjálms, mun verða Jakob Frí- mannsson. Norrænt mót frjálslyndra flokka á Norðurlöndum í nýkomnum dönskum blöð- um er ýtarlega skýrt frá hinu norræna móti frjálslyndu flokkanna á Norðurlöndum, sem haldið var 5. þ. m. í Kaup- mannahöfn, að tilhlutun radi- kala flokksins danska. Mótið sjálft sóttu um 3000 manns, en öllum aðalræðunum þaðan var útvarpað af danska ríkisút- varpinu. Ræðumenn á mótinu voru A. K. Cajander forsætisráðherra Finna, sem talaði fyrir hönd finnska Framsóknarflokksins, J. L. Mowinckel fyrv. forsætisráð- herra Norðmanna, sem talaði af hálfu Vinstriflokksins norska, Gustaf Anderson ríkisþing- maður, sem talaði fyrir frjáls- lynda flokkinn í Svíþjóð, Gunn- ar Gunnarsson skáld, sem talaði af hálfu Framsóknarflokksins (Framh. á 4. síðu) 22. blað Á víðavangi Vísir þykist hafa frétt það í fyrradag, að Skipaútgerð ríkis- ins flytti inn ávexti og að veikt fólk geti fengið þá keypta þar, ef það hafi læknisvottorð um, að það þurfi þeirra með. Virðist blaðið vera þeirrar skoðunar, að þetta sé alveg ný ráðstöfun og hafi hún verið gerð vegna um- tals, sem í vetur hefir orðið um innflutning ávaxta. En undar- legt þykir Vísi, að þessi innkaup skuli vera falin Skipaútgerðinni en ekki vinum hans, heildsöl- unum í Reykjavík. * * * Það er ákaflega leiðinlegt, að blað eins og Vísir, sem svo að segja daglega þykist hafa eitt- hvað viturlegt til málanna að leggja viðvíkjandi innflutningi og viðskiptum, skuli fylgjast svo herfilega illa með sem fram kemur í þessum skrifum. Á- vaxtainnflutningur Skipaút- gerðarinnar er alls ekki ný ráð- stöfun. Síðan á árunum 1930— 31 hefir Skipaútgerðin haft á hendi sameiginleg innkaup fyr- ir sjúkrahús ríkisins, þar á meðal ávaxtakaup. Ávaxtainn- flutningur til sjúkrahúsanna hefir alltaf verið leyfður, og af þessum sjúkrahúsainnflutningi hafa svo sjúklingar utan sjúkra- húsa fengið ávexti eftir læknis- ráði. — Bæði í þessu tilfelli og öðrum væri það heppilegt fyrir heildsalamálstaðinn, að þekk- ingin og samvizkusemin væri í samræmi við árásarlöngunina. * * * Talsverða athygli mun það vekja, sem kunnugt er orðið í dag, að Pétur Magnússon hefir tekið að sér að verja málstað ofbeldismannanna í Hafnar- firði. * * * Það er misskilningur hjá Mbl. i dag, að Alþýðusamband ís- lands sé aðili í máli því, er lagt var fyrir félagsdóm í gær. Málið, sem höfðað var, er fyrst og fremst skaðabótamál og er höfðað af Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar sem atvinnurekanda vegna tjóns, er vinnustöðvunin hefir valdið. Aðilar málsins eru því annarsvegar Bæjarútgerðin í Hafnarfirði, hinsvegar verka- mannafélagið Hlíf. Alþýðusam- bandið hefir hvorki kært neinn né verið kært af neinum fyrir félagsdómi í þessu máli. Sigur- jóni Ólafssyni virðist því ekki hafa borið nein skylda til að víkja í málinu, enda þótt hann hafi gert það og óskað eftir, að varamaður hans, sem er lög- fræðingur, kæmi í hans stað. * * * Rétt er að taka það fram út af skætingi Mbl. í dag, að sam- kvæmt frumvarpi Garðars Þor- steinssonar og Thor Thors um vinnudeilur, hefði Alþýðusam- bandið átt mann í vinnudómn- um í Hafnarfjarðarmálinu alveg eins og nú. Um þetta ættu rit- stjórar Mbl. að hugsa til næsta dags. * * * Mbl. í dag segir, að ráðríing Vilhjálms Þórs í bankastjóra- starf í Landsbankanum minni á ráðstafanir Hitlers í Þýzkalandi. Þeir, sem kunnugir eru rithættí Mbl. um einræðisríkin hljóta að skilja þetta svo, að blaðið sé mjög ánægt með þessa ráðstöf- un — og er það vel farið. * * * Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson eru vanir að undirrita með fangamarki sínu forystugreinar þær, er þeir birta í Þjóðviljanum. En skammagreinin, sem þar birtist í dag, um forsætisráðherrann, er svo vesöl, að hvorugur vill við hana kannast á hinn venjulega hátt. * * * Hver myndi hafa trúað því fyrir tveim árum, að blöð Sjálf- stæðisflokksins myndu beita sér fyrir því, ásamt kommúnistum, að gera vinnudómstól landsins tortryggilegan?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.