Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1939næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Tíminn - 21.02.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.02.1939, Blaðsíða 4
88 TÍMINJy, þrigjudagiim 21. febrúar 1939 22. blað MOLAR Þöglasti einrœðisherra Evrópu er portúgalski einrœðisherrann Oliveira Salazar. Salazar er fœddur 1889 og verður því fimmtugur á þessu ári. Faðir hans var veitingamað_ ur. Salazar var mjög trúhneigð- ur i œsku og er það enn. Hann valdi þó ekki guðfrœðinám, held- ur hagfrœðinám. Stundaði hann námið af miklu kappi, og lauk prófi með glœsilegri einkun. Hann varð háskólakennari í hagfrœði 27 ára gamall og gaf sig fyrst í stað eingöngu að frœðiiðkunum. Eftir styrjöldina þyrjaði Sala- zar að taka þátt í stjórnmálum. Árið 1921 var hann kosinn á þing sem frambjóðandi katólska míðflokksíns. En hann var ekki þingmaður nema í einn dag. Hann lagði þingmennskuna nið_ ur i mótmœlaskyni gegn einrœði og spillingu, sem honum fannst ríkja i flokknum. Síðan hefir hann verið andstœðingur þing- rœðisskípulagsins. Frá 1921—28 gaf hann sig ekk- ert að stjórnmálum og fékkst eingöngu við frœðimennsku. Var hann af flestum talinn snjallasti hagfræðingurinn í Portúgal. Ár- ið 1922 heppnaðist Costa hers- höfðingja að gera byltingu. Eitt fyrsta verk hans var að gera Salazar að fjármálaráðherra. En Salazar sagði von bráðar af sér, þvi ráðum hans var ekki fylgt. Slðar á árinu hrökklaðist Costa frá völdum og Carmona varð for- seti. Hann fékk Salazar til að verða fjármálaráðherra á ný. Gerði Salazar það með því skil- yrði, að ráðum hans yrði fylgt í einu og öllu. Það loforð var gefið og hefir verið haldið siðan. Jafn_ vel andstœðingar Salazar viður- kenna, að bœði hagur ríkisins og þjóðarinnar hafi batnað undir stjórn hans. Vegna þroskaleysis kjósendanna naut þingrœðið sín heldur ekki í Portugal og mátti því heita að fullkomið stjórn- leysi rikti í landinu áður en Salazar kom til valda. Síðan 1935 hefir Salazar, auk þess að vera fjármálaráðherra áfram, verið forsœtis- og utan- ríkisráðherra. Salazar er ógiftur. Um einka- líf hans vita menn lítið annað en það, að hann býr i lítilli íbúð og lifir mjög fábrotnu llfi. Hann kemur nœr aldrei fram opinber- lega og á mjög fáa persónulega vini. * * * Árið 1936 voru í Englandi 85 menn, sem höfðu yfir 100 þús. sterlingspund í árstekjur. Sama ár voru um 40 menn i Banda- ríkjunum, sem höfðu yfir 200 þús. sterlingspund l árstekjur. * * * Enskt verzlunarskíp kom ný- lega tU óbyggðrar eyju i Ind- landhafi, þar sem var mesti sœg- ur af köttum, en ekkert af öðrum dýrum. Þessi mikla kattafjöldl á eyjunni, er talinn stafa frá tveimur skipsköttum, sem bjarg- ast hafi í land af skipi, sem fórst víð eyjuna, nokkru eftir seinustu aldamót. Það er talið að kettirn_ ir á eynni skipti orðið mörgum hundruðum þúsunda. tJR BÆMUW Skíðafélag Reykjavíkur verður 25 ára í þessari viku. Minnist félagið þess með sérstökum hátíða- höldum nú í vikunni og siðar. Félagið á enn óselda nokkra miða í happdrætti sínu, en ágóði þess fer til að fullgera skálann í Hveradölum. Mun nú í sam- bandi við aldarfjórðungsafmælið verða reynt að selja' þá miða, sem eftir eru, og má vænta þess, að félagið fái í þeim efnum góðar undirtektir meðal bæjarbúa, eins og það líka á skilið. Rangæingamót hið fjórða í röðinni, var haldið að Hótel Borg sl. laugardagskvöld og hófst með sameiginlegu borðhaldi. Sveinn Sæmundsson lögregluþjónn, formaður Rangæingafélagsins, setti samkomuna og stjórnaði henni. Undir borðum fluttu ræður Þórarinn Guðnason stud. med. frá Krossi í Landeyjum, er mælti fyrir minni íslands, Guðbrandur Magn- ússon forstjóri, er talaði fyrir minni héraðsins í fjarvist Helga Jónassonar læknis á Stórólfshvoli, sem það hafði ætlað að gera, en gat eigi verið í hóf- inu, vegna áríðandi fundarhalda, Sig- urður Einarsson dósent talaði fyrir minni kvenna og Steinunn Sveinbjarn- ardóttir mælti fyrir minni karla. Enn- fremur sagði Guðbrandur Magnússon frá einum sérkennilegum Rangæing. Hermann Guðmundsson söng nokkur einsöngslög. Milli ræðanna lék hljóm- sveit, en samkomugestir sungu. Að lok- um var dans stiginn til kl. á sunnu- dagsmorgun. Rangæingamótið sóttu að þessu sinni 240—250 manns og fór það vel fram og skemmtu nienn sér hið bezta. N orðlendingamót verður haldið að Hótel Borg í kvöld og hefst með borðhaldi kl. 8. V estf irðingamót verður haldið að Hótel Borg á fimmtudagskvöldið kemur og hefst með borðhaldi kl. 8. Farfuglafundur U. M. F. Velvakandi heldur farfugla- fund í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 9. Erindi flytur Einar Magnússon kenn- ari, gítar-samleikur og söngur. Heimilisfang Jakobínu Johnson skáldkonu er 2806 W. 60th Street, Seattle Washing- ton, U. S. A. Alliance Frangaise. Þann 6. þ. m. hélt Alliance Frangaise aðalfund sinn. Alliance Francaise er félagsskapur unnenda frakkneskrar tungu og menningar, sem hefir það að- almarkmið að auka gagnkvæma kynn- ingu íslendinga og Frakka, sögu þeirra og menningar. Fyrir atbeina félagsins hafa starfað við Háskóla íslands um skeið frakkneskir menntamenn, styrkt- ir af ríkinu og flutt fyrirlestra aðallega um frakkneskar bókmenntir. — Alli- ance Frangaise er í sambandi annara félaga með sama heiti, sem starfa í flestum menningarlöndum heimsins, sem hafa sama markmið og félagið hér. Miðstöð þessa sambands er í París. En þangað leita m. a. þeir, er nema vilja frakkneska tungu á skemmstan og nyt- samastan hátt. — Félagið hefir komið sér upp safni með úrvals bókmenntum Frakka. — Stjórn félagsins var endur- urkosin, en hana skipa: Pétur Þ. J. Gunnarsson, forseti, frú de Fontenay, sendiherrafrú og Bjöm L. Jónsson, varaforsetar, Magnús G. Jónsson, rit- ari, Björn L. Jónsson, gjaldkeri. - Kaup og sala - Ullarefni og silkf9 margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. IVorrænt mót. (Framh. af 1. síðu) íslenzka, og dr. Munch utanrik- isráðherra Dana, sem talaði fyrir hönd radikala flokksins danska. Allir ræðumennirnir gerðu samvinnu Norðurlanda að einu helzta umræðuefni sínu. Mowinckel sagði m. a.: — Flokkur minn hefir aldrei verið stéttarflokkur, þó hann hafi átt meginfylgi sitt meðal bændastéttarinnar. Því miður er það einkenni vorra tima, að sérhagsmunanna gætir stöðugt meira og meira — það eru ekki lengur hinar stóru hugsjónir, sem safna um sig fylginu, heldur hinir smávægilegu hags- munir, sem dreifa liðinu. Þess vegna er það skylda vor að halda merkí frelsisins hátt, því ef vér bregðumst, verður frels- inu glatað .... Munch sagði m. a.: — Þeír flokkar, sem við fylgj- um, eru þeir stjórnmálaflokkar á Norðurlöndum, sem eru fjærst því að vera stéttarflokkar. Það er hlutverk þeirra, að hindra stéttarflokkana i því, að traðka á hinum sameiginlegu hags- munum heildarinnar. Vegna þess geta þeir ekki gert sér von um meirahluta meðan stétta- hagsmunanna gætir jafnmikið í stj órnmálabaráttunni. Þeim er því ljóst, að þeir verða að hafa áhrif með því að fara samn- ingaleiðina og vera í samvinnu við aðra flokka. Það er líka skoðun vor, að yfirráð eins flokks sé ekki holl neinni þjóð, því slík stjórn getur aldrei ver- ið nógu alhliða og tekið réttlátt tillit til hagsmuna allra aðila. — í ræðu sinni tók Gunnar Gunnarsson það fram, að hann væri ekki í Framsóknarflokkn- um eða neinum öðrum flokki, þó hann mætti af hans hálfu hér. Sér hefði því verið sýnt mikið traust, sem væri í samræmi við norrænan hugsunarhátt og drengskapartilfinningu. Hann beindi máli sínu aðallega að aukinni samvinnu Norðurlanda og lýsti skoðunum sínum m. a. með þeim orðum, að hann ósk- aði eftir því, að þeim kunnings- skap, sem nú væri milli Norður- landa, lyktaði með reglulegu hjónabandi! Síðar um kvöldið var haldið fjölmennt samsæti og voru þar fluttar margar ræður. Zahle, fyrv. forsætisráðherra Dana, talaði þar fyrir minni íslands og bað Gunnar að flytja fslend- ingum kveðju og heillaóskir. Gunnar þakkaði og snéri máli sínu til Zahle sem þess manns, er hefði sem forsætisráðherra Dana 1918 átt mikilvægan þátt í því, að svo vel tókst þá um sambúð milli landanna og raun væri á. Hann minntist einnig á Framsóknarflokkinn og sagði að hann létí sér ekki nægja hug- sjóniT einar, heldur teldi hann jafn nauðsynlegt að koma þeim í framkvæmd. Slíkt gæti ein- mitt verið til fyrirmyndar í samvinnu Norðurlanda, því ekk- ert skorti þar meira en vilja- þrek og kjark til að framkvæma það, sem allir virtust þó vera sammála um að yrði til bóta. 254 Andreas Poltzer: hrædd um, að hann gerði sér læti, til þess að mig skyldi ekki gruna neitt. En nú held ég, að ég hafi fundið ráðninguna á gátunni. — Verðið þér að fara undir eins, Louis? Louis Favart hafði staðið upp og setti á sig húfuna. — Já, það er bezt að ég fari núna. Þér getið sagt mér frá öllu saman síðar, við betra tækifæri. Varðmanninn fyrir utan húsið gæti farið að gruna ýmislegt. Sem betur fer var orðið dimmt. Annars mundi varðmaðurinn geta séð, að ég er of gam- all til þess að geta vera símasendill — lægsta þrepið í þeim stiga. Ef allt ætti að ganga eftir aldri ætti ég að minnsta kosti að vera aðalsímastjóri .... Litli maðurinn kvaddi Alice með handabandi og skauzt út. ÁTTUNDI KAFLI. Það hafði farið fram réttarfarsleg lík- skoðun í morðmáli Mellers, en af því að vitnin mættu ekki, þar á meðal Whin- stone, var málinu frestað um óákveðinn tima. Næstu dagana tókst Whinstone að lyfta að nokkru leyti þeim hjúp, sem hingað til hafði hvílt yfir fyrri starfsemi Mellers. Anthonus Sagathee og hinir tveir samseku, sem teknir höfðu verið Patricia 255 fastir, þegar giftingaráform Mellers mis- tókst, leystu frá skjóðunni og sögðu það sem þeir vissu, undir eins og þeir fréttu um hin sorglegu æfilok Mellers. Þvl að nú lá nærrl íyrir þá, að gera sök Mellers sem mesta, til þess að draga jafnframt sem mest úr sinni eigin sök, og þess vegna létu þeir allt íokka. Og margt uppgötvaðist í bústað Mellers í Basset Street. Hann uppgötvaðist fyrir tilvilj- un, þvi eigandinn tilkynnti lögreglunni að leigjandinn hefði horfið. Ýmislegt, sem Whinstone fann í grenl Mellers, varð til þess, að hann gerði sér ferð á nýjan leík í hús Kingsley lávarðar. Um miðdegisleytið hringdi hann að dyrum á lávarðarhöllinni. Ekki grunaði hann, hve óvæntum viðburðum hann átti að mæta þar. Kjallarameistarinn opnaði dyrnar, en undir eins og hann kom auga á fulltrúann, sagði hann flum- ósa: — Ég get þvi miður ekki hleypt yður lnn, Sir. Hann ætlaðl að loka hurðinni, en Whinstone ýtti honum frá án þess að svara honum einu orði. Hann kom inn í andyrið og sá nú gamlan og fyrirgengi- legan mann. Whinstone góndi á hann eins og naut á nývirki. Gamli maðurinn var sem sé — þar var ekki um neinn Hín árlega barna- skemtun Armanns verður í Iðnó á öskudaginn kl. 4%. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ. 00 Oskudagsfagnaður lélagsins verður kl. 10 á Öskudagskvöld. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ. AÖgöngumiðar að b á ð u m skemmtununum fást í Iðnó frá kl. 5—7 í dag og frá kl. 1 á öskudaginn og kosta 1 krónu fyrir böm og kr. 2.50 á ösku- dagsfagnaðinn. Fjórir mcim drukkna. (Framh. af 1. síðu) sína með hughreystandi oröum og hetjulegri framkomu. Menn voru í landi við slys- staðinn, er þetta gerðist, en það tók nokkurn tíma að hrinda fxam bátum, er stóðu á sandin- um og sækja árar, sem geymdar voru í húsi þar rétt hjá. Voru þeir Bjarni og Tómas lausir við bátinn, er hjálpin kom, en flutu skammt frá okkur. Jón Ólafs- son sleppti sér, er hann sá báta koma úr landi og synti til móts við þá, því hann var nokk- uð syndur, en hæpið er þó, að hann hefði náð landi hjálpar- laust, því að hann átti á móti straumi að sækja. Var ég orðinn einn eftir við bátinn, er mér var bjargað og mjög þjakaður. Gat þó gengið, ef ég var studd- ur, þegar í land kom. Lík Bjarna og Tómasar náð- ust strax, og voru lífgunartil- raunir gerðar, en árangurslaust. Lík Teits og Jóns Sveinssonar eru enn ófundin. Bjarni Ólafsson skipstjóri var 54 ára að aldri, kvæntur, og á einn son, sem nú er við nám í læknadeild háskólans. Bjarni var annálaður dugnaðarmaður og sjógarpur og frábærlega afla- sæll. Tómas J. Þorvaldsson var 28 ára gamall, ókvæntur, bjó með systkinum sínum og öldruðum föður. Teitur Benediktsson, 34 ára gamall, lætur eftir sig konu og þrjú börn, hið elzta sex ára, og aldraðan föður, en móðir hans lézt í vetur. Jón Sveinsson, ókvæntur, á aldraða móður á lífi. Þeir, sem björguðust, eru báð- ir menn á bezta aldri, Páll um þrítugt, en Jón Ólafsson rösk- lega tvítugur. Þjóðræknisfélag Vestur-íslendiiiga. (Framh. af 1. siðu) son og Sveinn kaupmaður Þor- valdsson. Þjóðræknisfélagið hefir unnið ómetanlegt starf fyrir verndun hins íslenzka þjóðstofns vestan- hafs. Verður hins merkilega starfs þess nánar getið hér í blaðinu síðar. Þjóðræknisþinginu munu í dag berast mörg heillaóska- skeyti heiman frá íslandi, meðal annars frá ríkisstjórninni, for- setum Alþingis, biskupi lands- ins, formönnum þingflokkanna og mörgum einstaklingum. Er heimilisfang Þjóðræknisfélags- ins National League, 45 Home Street, Winnipeg. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. IthmtWfflttGAMLA LlFGJÖFIIV LAUNUÐ (En Gangster betaler sin Gæld). Áhrifamikil og afarspenn- andi amerísk kvikmynd. Aðalhlutv. leika: BARBARA STÁNWYCK Og JOEL MC CREA. Aukamynd: SKRIPPER-SKRÆK NÝJA Blóafflffltwtffltti VIÐSÓLSETUR Þýzk stórmynd samkv. samnefndu leikriti eftir þýzka skáldjöfurinn Gerhard Hauptmami. Aðalhlutv. leikur hinn ó- viðjafnanlegi leiksnilling- ur EMIL JANNINGS ásamt PAUL WAGNER, MARIANNE HOPPE, MAX GÚLSTORFF o.fl. Böm fá ekki aðgang. larðeigendnr og bændur! Vér tökum að oss að leigja fyrir yður lax- og silungsveiðirétt á sumri komanda. — Sendið oss ítarlegar upplýsingar og tillögu yðar um leigugjald. Vötn og lækir með takmarkaða veiðimögu- leika koma einnig til greina. — Það eru margir sumargestir, sem viija koma til yðar og búa eða tjalda hjá yður og kaupa fæði að öllu eða nokkru leyti, en fá leyfi til stangarveiði sem úti-íþrótt og dægradvöl. Sportvöruhús Reykjavíkur. Framsóknarfélag Reykj avíkur Fundur í kvöld (þriöjudag 21. febr.) kl. 8.30 í Samvinnuskólanum. JÓNAS JÓ\SS « A hefur u m r æ ð u r um llafnarf jarðarmálin. Fjölsœhið fundinn! STJÓRNIN. Næsta matreíðslunámskeið mitt byrjar 23. febrúar n. k. ef næg þátttaka fæst. Kennt verður matreiðsla ýmissa heitra og kaldra rétta, smjör-brauð, bakstur og fleira. Hittist milli kl. 11 og 12 f. h. í Bergstaðastræti 9. — Simi: 3955. Soffía Skúladóttir. M.s. Dronning Alexandríne fer að öllu forfallalausu til Vest- ur- og Norðurlands í k v ö 1 d kl. 7. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. „ Goðaloss “ fer annað kvöld vestur og norð- ur. Aukahöfn: BÍLDUDALUR. Reykjavíkurannáll h.f. Revyan Fornar dygðir model 1939 sýnd í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1. Venjulegt leikhússverð eftir kl. 3. Þíngskrífarapróf fer fram föstudaginn 24. þ. m. í lestrarsal landsbókasafnsins. — Hefst það kl. 9 árdegis og stend- ur allt að 4 klst. Þeir, sem óska að ganga undir prófið, sendi um það tilkynningu eigi síðar en á fimmtudagskvöld. — Pappír og önnur ritföng leggur þingið til. SKRIFSTOFA ALÞINGIS. Vinnið ötullegu fyrir Tímann. Þeir sem panta til Va mánaðar í einu fá 5% afslátt frá búðar- verði og spara sér að vera sífellt að hlaupa út í búð. kaupfélaqid

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (21.02.1939)
https://timarit.is/issue/56191

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (21.02.1939)

Aðgerðir: