Tíminn - 21.02.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.02.1939, Blaðsíða 2
86 TlMIM, þrigjudaginn 21. febrúar 1939 22. blað Frelsi og verzlunarhöft Um nokkux- undanfarin ár hafa blöð Sjálfstæðisflokksins verið fjölorð og oft harðorð um það, að Framsóknarflokkurinn hefði hættulegar skoðanir í verzlunarmálum. Innflutnings- skipulag síðustu 8 ára væri skaðlegt lífi þjóðarinnar. Fram á síðustu ár hafa sum þessi blöð haldið því fram, að sjálf- sagt væri að koma á því, sem þau kalla „frjálsa verzlun", þ. e. að hafa engar hömlur á inn- flutningnum til landsins. Ekkert væri Framsóknar- floknum kærara en að geta verið samdóma þessum tillög- um. Framsóknarflokkurinn lit- ur á innflutningshömlur eins og böl, en því miður sem alveg óhjákvæmilegt böl eins og heimsverzlunin hefir verið nú um mörg ár. í stað þess að sumir andstæðingar Framsókn- armanna halda að verzlunar- hömlur séu okkur hugðarmál út af fyrir sig, þá er sannleikurinn sá, að við lítum á þær sem augnabliksnauðsyn, sem eigi að hverfa jafnóðum og verzlunar- aðstaðan breytist, þannig að þjóðin geti staðið í skilum er- lendis með öll sín kaup. En þó að við Framsóknar- menn lítum á verzlunarhöftin sem böl, þá viljum við heldur þola þá erfiðleika nokkur miss- iri og nokkur ár, fremur en að glata frelsi landsins.En það, sem hér um ræðir, er einmitt þetta. Land, sem stofnar til meiri skulda erlendis en það getur borgað, er í hættu með frelsið. Nýfundnaland missti sjálfstæði sitt fyrir nokkrum árum fyrir vöntun á skynsamlegum höft- um. Nýfundnaland fékk um mörg ár að flytja inn meira en það gat borgað. En um síðir tók England í taumana og setti þeim stjórn frá London. Nýfundna- land er nú einskonar skylduó- magi á brezka heimsveldinu. í átta ár höfum við Fram- sóknai-menn beitt okkur fyrir takmöi’kun á innflutningi til að lenda ekki í sömu gröf og Ný- fundnaland með hið nýfengna fullveldi. Ef ráð okkar hefðu verið að engu höfð, myndi þjóðin hafa getað sparað sér fullveldisfögnuð 1. desember siðastliðinn. Saga haftamálsins íslenzka er sú, að 1929 benti Jón Árnason á í bankaráði Landsbankans, að ný kreppa væri sýnilega í upp- siglingu og réði til þess, að bankinn drægi úr lánastarf- semi í því skyni að verjast komandi hættu. Fulltrúar hinna flokkanna voru andstæðir þessari skoðun og trúðu á á- framhaldandi góðæri. En haust- ið 1931 var kreppan komin í al- gleyming. Sum stærstu ís- lenzku útgerðarfyrirtækin töp- uðu miljónum króna við að koma út íslenzka saltfiskinum í Portúgal og Spáni. Tap ís- lenzkra framleiðenda við verð- fallið var svo gífurlegt, að all- ur fjárhagur lands og þjóðar riðaði eins og veikbyggð hús í miklum jarðskjálfta. Aðrar stærri og ríkari þjóðir urðu líka að beygja sig fyrir storminum. Englandsbanki varð að láta pundið falla stórlega og enska þjóðin neyddist til að gera margháttaðar varnarráðstafan- ir gegn hruninu. Árið eftir, 1932, voru íslenzku bankarnir og út- gerðarmenn svo aðþrengdir, að gerð var nokkurskonar allsherj- ar landsverzlun um saltfisk landsmanna. — Allir leiðtogar og blöð Sjálfstæðisflokksins studdu þessa breytingu, þó að hún væri algerð afneitun á hinu rótgróna boðorði flokks- ins um frjálsa samkeppni og frjálsa verzlun. Frá þeim degi hefir öll útvegsmannastétt landsins viðurkennt í verki, að þeir gætu ekki haldið uppi í sínum viðskiptamálum hinni gömlu samkeppnislífsskoðun. Breyttir tímar hefðu fætt af sér breytta lífsskoðun. Enska þjóðin tók sama árið lang-stórfelldasta skrefið í sín- um verzlunarmálum, sem þeir hafa stigið í marga áratugi. Hin gamla trú Breta var frjáls verzlun, engir tollar, óhindruð samkeppni. Árið 1932 lokuðu Bretar landi sínu með tollmúr- um og innflutningshömlum, sem standa enn. Þrem árum síðar lokaðist að kalla mátti all- ur markaður fyrir íslenzkan saltfisk á Spáni. En sá mark- aður hafði árið 1930 gefið ís- landi 20 miljónir króna í frjáls- um gjaldeyri. Litlu áður hafði Þýzkaland tekið alla verzlun ríkisins í sínar hendur. Hömlur á verzlun þess lands eru svo fullkomnar, að góðir borgarar þar fá mjög oft sem svarar 10 kr. til almennrar eyðslu, ef þeir fá að ferðast utanlands. Atvikin höfðu, árið 1932, kennt þeim Sjálfstæðismönnum, sem stunduðu útveg, að við- skiptaástand heimsins myndi gera þýðingarmikla breytingar- tillögu um allmargra ára skeið við lærdóm Adams Smiths um ótakmarkað frelsi og samkeppni í verzlun milli landa. En nokk- ur hluti íslenzku kaupmanna- stéttarinnar hefir enn ekki átt- að sig á hinum breyttu kring- umstæðum. Jón Árnason hafði átt, haust- ið 1931, i bankaráði Landsbank- ans, meginþátt í að tekin voru (Framh. á 3. siöu) ^ímtnn Þriðjudaginn 21. febr. Haínarí j ar ðar de í 1 a n og Sjálfstæðisflokk' urínn Þegar þessi grein er rituð, mánudag 20. febrúar, er vinnu- deilan í Hafnarfirði enn óleyst. Og hún er á leiðinni til að verða stórpólitískt mál, sem getur haft þýðingarmiklar af- leiðingar fyrir alla þjóðina. Þess vegna er það ákaflega mikilsvert, að allur almenning- ur í þessu landi geri sér þegar í stað fullkomlega glögga grein fyrir aðalatriðum þessa máls. Og það ætti að vera auðvelt, því að málið er ákaflega einfalt. En sum blöð í Reykjavík hafa reynt að þvæla málið, blanda því saman við óviðkomandi at- riði og rugla dómgreind manna. Það er fullkomlega rangt, að Hafnarfjarðardeilan, eins og hún lítur út frá sjónarmiði rík- isvaldsins, sé deila um það, hvort breyta skuli umdeildum á- kvæðum í lögum Alþýðusam- bands íslands, eða hvaða ítök einstakir flokkar skuli hafa i verkalýðsfélögum landsins. Um þetta stendur að vísu hörð deila í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar, og skal hér enginn dómur á hana lagður. En þaö er alger óþarfi og aðeins til aff rugla málin aff blanda henni inn í þaff vifffangsefni, sem Ieysa þarf í Hafnarfirffi. Það, sem gerzt hefir í Hafn- arfirði og ríkisvaldinu kemur við, er að verkamönnum, sem myndað hafa löglegt félag, sem rétt á til að semja um kaup og kjör meðlima sinna, hefir verið bannað að vinna. Annað verka- mannafélag, hefir hótað að stöðva vinnu þessara manna með valdi. Deilan um lög Alþýðusam- bandsins eru einkamál verka- lýðsfélaganna. Það er ekki verkefni ríkisvaldsins nú að skipta sér af þeirri deilu. Lög landsins skylda engan mann til að vera í Alþýðusamband- inu, og það er ekkert ólöglegt við það að stofna önnur verka- lýðssamböpd. En ofbeldið i Hafnarfirði er ekki einkamál. Það er mál þjóðfélagsins alls. Og það er rétt og skylt að öll þjóðin fái að vita það nú, að þaff er á valdi Sjálfstæðismanna aff leysa þetta mál algerlega á friffsamlegan hátt. Sjálfstæðismenn eru i meira- hluta í verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Ef þeir neita að vera með í því að stöðva vinnu ólöglega og með ofbeldi, kemst ekkert ofbeldi fram og engin vinnustöðvun. Kommún- istarnir í félaginu eru of fáir til að geta komið slíku fram. En Sjálfstæðismennirnir í verkamannafélaginu Hlíf leggja enn ofbeldinu lið sitt af því að þeir standa í þeirri trú, aff þaff sé vilji forráffamanna flokksins í Hafnarfirffi og Reykjavík og í samræmi viff stefnu flokksins, að þeir taki þessa afstöðu. Það þarf ekki nema eitt orð frá þingmanni Hafnarfjarðar, Bjarna Snæbj örnssyni, og at- vinnurekendum Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði til þess, að Sjálfstæðismennirnir í Hafn- arfirði taki þá stefnu, sem frið- sömum og löghlýðnum borgur- um ber að taka í þessu máli. En þetta orff hefir enn ekki veriff sagt. Og það þarf heldur ekki nema eina ritstjórnargrein í dagblöð- um Sj álfstæðisflokksins í Reykjavik, Morgunblaðinu og Vísi, til þess að Sjálfstæðis- mennirnir í Hlíf hverfi af hin- um hættulega vegi, sem þeim á- reiðanlega, mörgum hverjum, í raun og veru er óljúft að fara. En þessi grein hefir ennþá ekki veriff skrifuð. Þvert á móti hafa bæði þessi blöð látið á sér skilja, að þeir, sem að ofbeld- inu standa, hafi „siðferðilegan rétt“ í þessu máli. Það er skylt að segja söguna alla. Tíminn er þess fullviss, að innan Sjálfstæðisflokksins, og þar á meðal í hópi þingmann- anna, eru menn, sem eru á móti „At du Sú saga er sögð um Alberti ráðherra í Danmörku, að eitt sinn er hann kom af þingi heim í dagstofu sína, sat nafnkennd- ur leikari í djúpum hægindastól og kona Albertis í fangi hans. Alberti sýndi engin merki um geðshræringu og vék engu orði að konunni. í stað þess snéri hann sér með köldum fyrirlitn- ingarsvip að leikaranum, sem var honum persónulega kunnur og segir snúðugt við hann: „At du gider“. Það er út lagt: „En að þú skulir hafa geð á þessu!“ Alberti hafði þá mynd- að sér óbifanlega sannfæringu um gildi konunnar, að hún væri svo fullkomlega gildislaus, að það bæri vott um afarlélegan smekk af hálfu karlmannsins að hafa gaman af að sitja undir henni í mjúkum hægindastól. Undanfarna daga hefir ís- lenzka þjóðin horft upp á sjón, sem er alveg sambærileg við það atvik, sem gerðist í dagstofu Albertis. Nokkrir af leiðtogum Mbl.-flokksins 1 Hafnarfirði hafa setzt í djúpan stól, og tekið í fang sitt hina feitu og klunna- legu rússnesku byltingardyrgju, og látið falla í eyra hennar ekki með öllu kuldalega mansöngva. íslenzka þjóðin hefir litið á þetta athæfi með kaldri fyrir- litningu. Menn hafa undrazt þann smekk, sem kom fram í svo viðbjóðslegri sýningu á viður- kvæmilegu tilfinningalífi. í Hafnarfirði eru, að talið er, hérumbil þrjár tylftir manna, sem fylgja hinni föðurlands- lausu byltingarstefnu Einars Olgeirssonar. En út af eldri og yngri gremju milli verkamanna, sem fylgja Alþýðuflokknum og Mbl.-stefnunni, hafa verka- menn Sjálfstæðisflokksins um nokkra stund hampað þessum fáu kommúnistum, falið þeim því, að Sjálfstæðisflokkurinn stuðli að ótíðindum í þessu máli. Þessir menn hafa góðan vilja á því að leysa málið í samstarfi við ríkisstjórnina. Og þeim er það fullkomlega ljóst, að ef þeirri afstöðu verður áfram haldið, sem verið hefir, hlýtur flokkurinn aff fá fyrir það ákaf- Iega þungan dóm hjá kjósend- um sínum. Þess er fyllilega að vænta, að þeim, sem svo hugsa, fari fjölg- andi meðal ráðamanna Sjálf- stæðisflokksins. Fari svo, má vera, að málið verði þegar leyst, er þessi grein kemur fyrir sjónir lesenda Tímans. Og þá munu líka — í meðvitund almenn- ings — ýms þau víxlspor gleym- ast, er stigin hafa verið í upp- hafi i þessú alvarlega máli. Höskuldur Hallsson: Höf. þessarar greinar, Hösk- uldur Hallsson frá Grfshóli, sem nú stundar mjólkur- fræffinám erlendis, tekur til umræffu skipulag byggffar- innar í sveitum landsins. Ræffir hann affallega mun- inn á dreifbýli og þéttbýli o g innlenda og erlenda reynslu i þeim efnum. I. Þá er land vort var numió höfðu landnemar tvö höfuðsjón- armið fyrir augum, er þeir völdu bæjarstæði. Sjónarmiðin voru mikið víðsýni frá óðalinu og nærtækt og gott vatnsból. Út- sýnið hefir þó ráðið meira um, sem ráða má af því, að flest öJl býli standa á hólum, enda nauð- synlegt skilyrði í þá daga að sjá vel til ferða og vera viðbúinn ef óvinir vildu á þá ráðast. Enn þann dag í dag er sömu býlum viðhaldið á nákvæmlega sama grunni og fyrir 10 öldum, enda þótt að mörg þeirra séu illa í sveit sett hvað snertir samgöng. ur, félagslegt samstarf og jafn- vel sumstaðar slæm aðstaða til ræktunar. Það er sjónarmið, sem réðu á landnámsöld hvar býlin skyldu standa, er ómögulegt að geti samrýmst kröfum þeim, er nútíminn gerir. Þannig er lega gidertt félagsleg trúnaðarstörf, haldið með þeim fundi um almenn mál, hlustað á æsingaræður þeirra af kolabyngjunum og lát- ið íhaldsblöðin í Reykjavík leggjast svo djúpt að fara um byltingarseggina fögrum orðum í sambandi við frelsi og mann- réttindi. Kommúnistahópurinn í Hafnarfirði hefir í bili fengið tækifæri til að stöðva allt at- vinnulíf í bænum. Það má segja, að biksvart ský hvíli yfir kaup- staðnum. Öll atvinna er í dái. Og í bænum eru tvær nokkuð jafnstórar fylkingar borgaranna í örvæntingarfullu vonleysi, við- búnar að þeim verði kastað út í almenn áflog og barsmíðar um allan bæinn, eins og einhver ill- ur andi hefði lagt bæinn í her- fjötur. Og þessi illi andi hefir verið og er í Hafnarfirði. Sendisvein- ar erlendrar þjóðar hafa vakið þennan eld, og íkveikjan er langt að fengin. — Fyrir nokkru síðan fékk kommúnista- flokkurinn í Reykjavík stórgjöf í prentsmiðju sína frá útibúi því, sem rússnesku byltingar- mennirnir hafa í Svíþjóð. Og gjöfinni fylgdi vinarkveðja frá hinum göfuglyndu gefendum. Þannig er eitur ættjarðarleys- ingjanna flutt á milli landa. Erlendir byltingarseggir gefa undirdeild sinni á íslandi stór- gjafir í prentsmiðju, sem á að bera hinar blóðugu hugmyndir föðurlandslausra manna út um bæi og byggðir á íslandi. Árangurinn er sýnilegur í Hafnarfirði. Blómlegur bær at- orkusamra manna er tilsýndar eins og drepsótt hafi gengið þar. Fólkið kvíðir komu dagsins eins og væri það sjálf nótt hörmunga þeirra, sem fylgi- fiskar Einars Olgeirssonar hafa undirbúið til handa bænum. Ef ég ætti að néfna eitthvert eitt verk, sem ég hefi gért land- inu til gagns í sambandi við starf Framsóknarflokksins, þá myndi ég nefna viðleitni mína til að halda hinu rússneska eitri burtu frá þjóðinni. í kosning- unum 1923 lýsti ég því yfir í grein í þessu blaði, að ég áliti að við Framsóknarmenn ættum að vinna að framförum á lýð- ræðisgrundvelli með verka- mannaflokknum. En ef verka- mannaflokkurinn tæki hina austrænu byltingatrú, þá vildi ég snúast til varnar og standa þá við hlið Ólafs Thors. En því nefndi ég þá þann mann, að hann var þá talinn einna harð- snúnasti maður í liði íhalds- manna. Vildi ég þess vegna taka djúpt í árinni til að sýna hug minn til byltingastefnunn- ar. fjölmargra býla óviðunandi, af- skekkt og úr þjóðbraut. Margar tillögur hafa komið fram endurskipuleggingu á land- búnaðinum. Hneig hún í þá átt um tíma, að út frá félagslegu og hagfræðilegu sjónarmiði mundi landbúnaðinum beztir út- búnir með því að stofnað yrði til þenslu- og framfaramöguleikum samvinnubyggða, færa byggðirn- ar saman í stór hverfi með sam- vinnu og samyrkju í víðtækustu merkingu og deila síðan arðinum af búinu á milli hlutaðeigenda. Það, að slíkt geti komið til greina, að færa byggðirnar sam- an til víðtækrar samyrkju og samvinnu er óhugsandi, þegar tekið er tillit til þess, að land- búnaðarmenn eru aldir upp við mikið sjálfræði og sjálfstjórn með mikið landrými til hægri og vinstri. Þannig hefir sagan sýnt það, að menn hafi oft lagt ofurkapp á að hafa yfir að ráða vissu afmörkuðu landi, enda fylgja því mörg sérréttindi að hafa stór lönd til afnota og um- ráða, en kröfur yfirstandandi tíma virðast nú mæla á móti því að stórar landeignir séu heppi- legar og verður nánar vikið að því síðar. Það verður að viðurkennast að í fleiri tilfellum vill náin sambúð Viðleitni mín og fjölmargra annarra samherja hefir borið tilætlaðan árangur. Kommún- istum er ljóst, að þeir eiga aldrei nein grið hjá Framsóknar- flokknum. Þeir óttast, hata og öfunda Framsóknarflokkinn. Þessi þrjú göfugu sálareinkenni eru i hugum byltingarmann- anna sameinuð í einn farveg í skiptum þeirra við Framsóknar- menn. Jón Baldvinsson tók sömu að- stöðu, en Héðinn Valdimarsson og fáeinir aðrir skaðsemdar- menn i Alþýðuflokknum drógu þar slagbranda frá dyrum og hleyptu óvininum inn. Og síðan þá er Alþýðuflokkurinn í sár- um. Þar er því líkt umhorfs eins og verið hefir á Sauðafelli eftir að siðlausir ræningjar Sturlungaaldarinnar h ö f ð u framið þar listir sínar í skjóli náttmyrkurs og varnarleysis. Vel hefði Mbl.-mönnum í Hafnarfirði mátt vera í minni það ólán, sem allir flokkar í Ev- rópu hafa orðið fyrir, þar sem kommúnistum hefir verið veitt aðstaða til félagsskapar. Hvað er að segja um Spán, hvað um Frakkland, sem hefir misst stórveldisaðstöðu sína fyrir bandalag þjóðnýtra flokka við kommúnista. Og hvað er að segja um England, Danmörku, Svíþjóð og Noreg, þar sem eng- inn sæmilegur maður vill koma nærri byltingarflokknum. Sama hefir raunin orðið hér á landi. Reynsla Alþýðuflokksins mætti vel verða hyggnum mönnum viðvörunarefni. Nokkrir af leiðtogum Mbl.- manna hafa í ýmsum verka- mannafélögum landsins dansað vangadans við hina erlendu byltingarnorn allan fyrra hluta þessa vetrar. En allra síðustu dagana hefir æfintýrið úr húsi hins danska ráðherra verið leikið fyrir opnum tjöldum í Hafnarfirði. Nokkrir af leiðtog- um þess flokks, sem talið hefir sig mikinn verndara þjóðskipu- lagsins, hafa í Hafnarfirði dag eftir dag setið í hægindastól- um með hina digru austrænu dyrgju í faðmi sér. Og allir þeir íslendingar, sem ætla að þetta land skuli aldrei vera nema fyr- ir íslendinga, og að þjóðin skuli lifa hér frjáls og hamingju- söm, hafa litið í hafnfirzka stólinn, framhjá hinu aðkomna flagði og sagt með ótvíræðri fyrirlitningu: „Svo þú hefir þá gefi á þessu!“ J. J. t. d. tvíbýlis- eða margbýlisbú- skapur oft ganga illa, þegar til lengdar lætur, enda þótt skyld- menni eigi í hlut. Vill oft rætast á þeim málshátturinn: „Frænd_ ur eru frændum verstir“ og ágreiningsatriðin í mörgum til- fellum rísa út af réttinum til notkunar landsins. Það eru ekki dæmi til þess að fleirbýli þrífist nema í tveimur byggðarlögum, Mývatnssveit og Öræfum. Ástæða er því til þess að halda því fram, að íbúar þess- ara sveita séu félagslega þrosk- aðri og að þær gætu skipt búum sínum saman til víðtækari sam- yrkju og samvinnu. Það liggur því beint við, að halda því fram, að byggðirnar yfirleitt verði að ná því að geta starfað saman á jafn nánan hátt og nefndar sveitir áður hafa gert. Það er eft- irtektarvert að margbýlið hefir stórvægilega yfirburði yfir ein- býlingsbúskapinn; nægir í því sambandi að benda á Mývatns- sveit. Þar hefir fólkinu fjölgað síðan 1911. Hefðu aðrar sveitir sömu sögu að segja, væri útlitið öðru vísi í okkar landi, þó hins- vegar að kaupstaða. og sjávar- þorpamyndun hafi á sínum tíma haft mikla þýðingu, hvað snertir hagnýtingu fiskimiða og einnig þá er þorp og bæir tóku að myndast og stækka tók fyrir Ameríkuferðirnar. Mývatnssveit og Öræfin hafa merkilega sögu að segja. í þess- um háfjallasveitum una hag sínum mikil skáld eins og Sig- urður Jónsson á Arnarvatni. — Það væri rangt að halda því fram, að hér væri það nátt- úran ein og hennar stórbrot- leiki, sem valdi því að börn þess- ara sveita uni því að heyja æfi- starf sitt þar. Hið félagslega samstarf, sem skapar vinnugleði og dreifir erfiðleikum hins dag- lega strits á margar hendur á ekki hvað minnstan þátt í því að gefa lífinu meira gildi og skapa mönnum, gæddum óvenjulegum gáfum aðstöðu til þess að skapa bókmenntir og listaverk. Á þeim tímum, er Öræfingar þurftu að sækja alla verzlun til Eyrarbakka, þá slógu þeir sér alþr saman í eina lest og sendu á undan sér þá, er beztir þóttu verzlunarmenn til þess að selja vörurnar og gera innkaup. Slík samvinnustarfsemi hafði það í för með sér að hægt var að ná miklu betri kjörum en ella við hina erlendu selstöðukaupmenn. Samvinna í mörgum myndum og félagsþroski þessara sveita er því æfa gamall og stendur traust- um fótum. Mér finnst ég ekki hafa getað látið hjá líða að dvelja lítið eitt við þessar merki- legu sveitir og beina því í þessu sambandi til annara byggða að kynna sér samstarf- og félags- hæfileika þeirra, er þar búa. II. Með stofnun alþýðuskólanna gerðu menn sér háar vonir um að sveitirnar mundu éiga auðvelt uppgangs og að fólk mundi hætta því að hverfa þeim. Sýni- leg afstöðubreyting sveitunum í hag er ekki merkjanleg. Þá gerðu menn sér enn hærri'vonir um að þá er útvarpið kom til sögunnar, mundi einstæðingsskapur sveit- anna með öllu hverfa og fólk una hag sinum þar og heyja lífsstarf sitt við ræktunina, en sjáan- leg afstöðubreyting dreifðu byggðunum í hag, mæla hvorki með því að skólar, útvarp né breyttar samgöngur hafi breytt afstöðu fólksins með tilliti til vals á æfistarfi. Að vísu skal það tekið fram, að skólar, útvarp og bættar samgöngur hafa stór- bætt aðstöðu sveitanna, en menningartæki þessi hafa ekki áorkað því, að vinna það hlut- verk er, margir virtust ætla þeim. Endanleg lausn þéss að fyrir- byggja fólksflutninga frá sveit- um og til kaupstaðanna er því ekki ennþá fundin. Landspildur leggjast í auðnir og ógrynni ræktanlegs lands liggur óhreyft meðan atvinnuleysi vex i bæjum og kröfur frá þeim iðjulausu aukast ár frá ári til bæjarfélaga og hins opinbera. Út frá þessum staðreyndum ber því enn að horfast í augu við mikla erfiðleika framundan fyr- ir sveitum með að ná stórstígum framförum í ræktun, svo hægt verði að byggja líf sitt eingöngu á ræktuðu landi. Einyrkjum fjölgar og afköst einyrkjans í að færa út ræktarlandið á býli sínu er takmörkum bundinn, þar eð dagleg umönnun búsins hlýtur að taka allverulegan hluta starfskrafta hans. Ber því enn að gera sér glögg- lega grein fyrir þeirri orsök, er veldur fráhvarfi fólksins úr sveitunum og á hvern hátt megi ráða bót á því. Ekki í nokkru landi býr bændastéttin jafn dreifð og á íslandi. Án efa liggur höfuðorsökin fyrst og fremst í því, að mikill einstæð- Nýir tímar kreijast nýs skípulags

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.