Tíminn - 21.02.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.02.1939, Blaðsíða 3
22. blað þriðjMdaginn 21. febrúar 1939 87 Ávarpss tökur fluttar af Karli Kristjánssyni frá Húsavík, 17. þ. m., í kveðjusam- sæti ungra Framsóknarmanna, er voru á förum heimleiðis af þjóðmálanámskeiði S. U. F. I. Er eg kom á ykkar fund, ungu menn, um daginn, varð mér hlýtt og létt í lund. — „Ljósið fyllti bæinn.“ Bjart er þar, sem einlæg: er æsku manndómsleitin. Góður vilji geisla ber, — gefur fyrirheitin. Þið eigið gott, sem eigið enn æskuþróttinn teita, og flokkur sá, er fylla menn, sem fyrirheitin veita. Sælt er að vera æskuör, — ör í tímans brýnum, — elska lifið, — fossafjör finna í æðum sínum. Eiga draum sinn óráðinn. .. Alveg laus við kvíða. Horfa í óskahimininn hreina... fagra... víða... DEIMILIÐ Undan farin 12 ár hefir starf- að á Akranesi unglingaskóli undir stjórn Svövu Þórleifsdótt- ur, skólastjóra barnaskólans. Starístími skólans er frá 1. okt. fram í miðjan febrúar. — Að þessu sinni sóttu skólann 47 ung- menni, stúlkur og piltar. Sýning á handavinnu og teikn- ingum nemenda var í barnaskól„ anum sunnudaginn 12. febrúar. Sótti sýningu þessa fjöldi manns, enda var hún í fyllsta máta at- hyglisverð. Mátti þar sjá, hverju starfsfúsar hendur barna og unglinga fá afkastað, með leið- sögn góðra kennara, ef þeim eru veittir möguleikar til að starfa. Saumar stúlknanna, fatasaumur og útsaumur, prjón og hekl, og smíðar piltanna, hyllur, koffort, stólar o. m. fl., er of langt yrði upp að telja, vöktu óskipta eftir_ tekt og ánægju sýningargesta, enda var sýningin í heild skól- anum og nemendum hans til mikils sóma. Handavinnukenn- arar voru Guðlaug Jónsdóttir, er kenndi útsaum, prjón og hekl, Þórunn Oddsdóttir, er kenndi fatasaum og Ingimar Magnús- son, er kenndi smíðar. Frelsi og verzlunarhöft. Ykkur kalla efni vönd; átök stór að sinna. Inn til sveita, út við strönd er svo margt að vinna. Frammi í dalnum hlíðin hlær, heimtar skógarklæðin. Hvað þarf dimmur, kaldur bær? Hver á að skapa gæðin? Hver á að sigla æginn á auknum skipaflota? Hver á borgum frið að fá? — finna þar lausnarsprota? Unga lið! Þú átt og skalt afrek þessi vinna. Láttu rætast um það allt efni drauma þinna. III. Flokksins bíða erfið ár, — eins og þjóðin stendur. Öfgastefna-flaumur flár flæðir á báðar hendur. Ef að Framsókn ekki fær unnið, svo hann víki, verður ættjörð okkar kær illra norna ríki. Ungi vinur! Verkastór vertu í flokksins dáðum. Þín er sveitin, þinn er sjór, þitt er rikið bráðum. ingsskapur fylgir því að búa svona dreift og erfiðleikar miklir, sem því fylgja að reka búskap á afskekktum stöðum, af t .d. ein_ yrkja eins og víða á sér stað. Einmitt yfirstandandi tímar gera æ háværari og háværari kröfur til þess að búa í þéttbýli og sam- fara þessari kröfu hefir véla- menning tuttugustu aldarinnar haldið innreið sína inn í landið meðal ýmsra atvinnugreina, en einstaklingar mikið dreifðir hafa ekki bolmagn til þess að eignast stærri vélar og fylgja eftir af- köstum þeirra, því óumflýjan- lega krefst vélanotkun mikils mannafla á vissum tímumt.d.um sáningar- og uppskerutímann. Úrlausnin hnígur því ótvírætt í þá áttina, að byggðirnar verði á skipulegan hátt að færa sig sam_ an með samyrkju og samvinnu fyrir augum á vissum sviðum, ef tök virðast á. Leikur eng- inn vafi á því, að eins og bændastétt landsins hefir með elju og samheldni og djúpum skilningi uppbyggt öflugan sam_ vinnufélagsskap í verzlun og iðn_ aði, eins mundu þeir og taka sjálfstæðum skipulögðum ná- býlisbúskap fegins hendi með því að gerast sameigendur stærri véla og samvinnendur á frjálsan hátt, eftir því sem þeir eftir lyndiseinkennum gætu samið sig hver að annars háttum. Krafan um aukið þéttbýli mun aukazt. Einn af vorum kennimönnum, Sigurður Guðmundsson skóla. meistari, lét svo ummælt fyrir nokkrum árum, á Hólum í Hjaltadal, að nábýlishugmyndin væri rétthá og eðlileg og þetta upp innflutningshöft, bæði þeg- ar útgerð landsins lá við gjald- þroti út af verðfallinu á salt- fiski í Suðurlöndum, og þegar sterlingspundið féll. Banka- stjórar Landsbankans voru honum sammála. Myndun salt- fisksöluhringsins og innflutn- ingshöftin voru óhjákvæmilegar sjálfsbjargartilraunir, sem þjóðbanki landsins kom í fram- kvæmd, þegar fjárhagslegt sjálfstæði lands og þjóðar var í voða í byrjun hinnar miklu kreppu. Samvinnumenn létu ekki þar við sitja, að eiga mikinn þátt í þessum sjálfbjargaraðgerðum, sem náðu til allra. Forstjóri Sambandsins, Sigurður Krist- insson, beitti sér fyrir stórfelld- um frjálsum innflutningstak- mörkunum í kaupfélögunum. Samvinnufélögin drógu þá sam- an seglin svo árum skipti með innkaup á erlendum varningi, sérstaklega álnavöru. Sigurði Kristinssyni var, í sambandi við fjárhag einstaklinga í kaupfé- lögum, ekki nóg aðhald hinna almennu hafta, heldur kom hann til leiðar almennri spar- semi um vörukaup samvinnu- manna, sem mest líktist ráðstöf- unum.sem gerðar eru á styrjald- artímum. En þessi frjálsi sparnaður samvinnufélaganna kom þeim ætti ekki einungis við um hinar dreifðu byggðir, heldur og einnig um hinar stærri borgir, því að þegar hann hefði dvalið í erlend- um stórborgum, hefði hann ósjálfrátt sogast inn til þétt- byggðasta hluta borgarinnar, þar sem um var að ræða mikla lífs- hræringu. III. Það má undrum sæta, að stjórn búnaðarmálanna skuli ekki gera sér far um, að nýbýlin séu reist eftir skipulagsupp- drætti, þar sem tekið er til greina aðstaða til ræktunar, sam- gangna, notkunar raforku, síma o. fl. Aðrar þjóðir eins og t. d. Danir, sem nú stefna að því að skipta herragörðum og öðrum stórbýlum, gera sér far um að ráða því, hvernig þeim er skipt og hafa þar hönd í bagga skipu- lagsfróðir menn. Eða með öðr- um orðum, að gefnir séu út upp- drættir fyrir hinar dreifðu byggðir, eins og bæjarfélögin gefa út skipulagsúppdrætti fyrir lagningu gatna og bygginga. Nú stendur yfir ræktun á stóru landflæmi í Norður-Jótlandi, er heitir Vildmösen. Allt þetta land er fyrirfram skipulagt, þar sem öll höfuðsjónarmið til hagnýt- ingar landsins, samgangna og orkunýtingar eru tekin til greina. Það skal tekið fram, að land þetta er afar blautt og erfitt til ræktunar og lætur því ríkið ann- ast framkvæmdirnar og stendur jafnframt straum af kostnaðin. um, en þá ræktuninni er lokið, verður landið selt þeim er þess æskja. Framhald. SKtÐAlVÁMSKEIÐ IpÉ I þjJ að Kolviðarhóli hefjast í þessari viku. Kennari verður I if/ sænski skíðakennarinn GEORG TUVESON. Þátttaka tilkynnist í síma 3811. Tekið á móti nýjum félögum í simum 3811, 3545 og 4587. STJÓRN KOLVIÐARHÓLS. VillikjanlgHiir. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Það tilkynnist ættingjum og vinum fjær og nær, að hjart- kær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og fóstursystir Jóhauna Jóhamiesdóttir frá Geitavík andaðist í morgun, 18. febrúar. Sveina Helgadóttir. Guðm. Bjarnason. Sigurrós Rósinkarsd. Aðalh. L. Guðmundsdóttir. Erna J. Guðmundsdóttir Guðríður Jóhannesdóttir. Jóh. S. Kjarval. ——— ——— síðan í koll, þegar innflutnings- nefnd byrjaði að miða leyfi við verzlun fyrri ára. Hafa sam- vinnufélögin með þessum þegn- skap sínum bjargað miklu við um fjármál sinna félagsmanna, en haft að öðru leyti af þessari varfærni skaða í almennri verzl- unarsamkeppni. Samvinnumenn myndu taka því með miklum fögnuði, ef sala á islenzkum afurðum væri með þeim hætti, að nú þegar mætti fella niður allar viðskiptahöml- ur. En þeir meta fjárhagslegt og pólitískt frelsi landsins miklu meira en nokkur augnabliks- þægindi. Þeir vonast eftir, að ef nú er unnt að gera ráðstafanir til viðréttingar sjávarútvegin- um, hliðstæðar þeim, sem áður hafa verið gerðar vegna land- búnaðarins, þá muni stórlega létta yfir gjaldeyrismálunum, og að smátt og smátt verði unnt að auka svið hinna frjálsu við- skipta, án þess að setja fxelsi landsins í hættu, og að lokum innleiða það frelsi, sem Adam Smith taldi vera himnaríki við- skiptanna. íslenzku kaupfélögin hafa nú fellt niður ótakmarkaða sam- ábyrgð sem lífsreglu fyrir fé- lagsmenn sína. En stórþjóðirnar hafa um sama leyti innleitt samábyrgð heilla þjóða í við- skiptamálum. Gyðingar í Þýzka- landi bæta því með þúsundum millj óna óhappaverk eins manns af sama kynstofni. Allir líða þar fyrir einn. Hver íslendingur, sem stofnar skuld í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Ítalíu, Þýzkalandi og Englandi, til að nefna helztu viðskiptalöndin, stendur að vísu fyrir sinni skuld, en hún er líka talin þjóðinni allri. Hver van- skila skuld erlendis er talin synd þjóðarinnar. Eg hefi orðið fyrir því að sæta svo hörðum ásökun- um erlendis, vegna þess að bank- ar landsins gátu ekki yfirfært á réttum tíma afborganir af húsi Jóns Þorlákssonar og Mjólkurfé- lagshúsinu, að það olli slitum gamals kunningsskapar við er- lendan mann, sem hafði þessar fjárreiður með höndum. Eg hafði vitanlega hvorugt lánið tekið, og hafði meira að segja verið mjög mótfallinn Mjólkurfélags- láninu. Ekki var ríkis- eða bankaábyrgð á þessum lánum. En í nútíðarviðskiptum er hver skuld einstaks borgara frá út- löndum talin krafa á landið. Og ef einstaklingar í landinu sýna léttúð í skuldasöfnun erlendis, þá er hver krafa hlekkur í fjötri á þjóðina alla. Við Framsóknarmenn höfum átt þátt í að setja á viðskipta- hömlur og halda þeim við, ein- göngu af alþjóðarnauðsyn, ein- göngu til að forða þjóðinni frá hættulegri ánauð. Við treystum því að menn í öðrum flokkum hafi jafn þroskaða dómgreind og ábyrgðartilfinningu í þessum efnum eins og við, og að leiðandi menn þjóðarinnar standi saman um að vernda fjármálafrelsi landsins og að setja frelsi lands- ins og heiður þjóðarinnar ofar öllum hagsmunum augnabliks- ins. Þá mun þjóðin oft og mörg- um sinnum geta minnzt full- veldis landsins með almennri hrifningu, eins og nú var gert fyrir nokkrum vikum. J. J. HAPPDRÆTTIS- VINNINGAR. 10. janúar vor dregið í happ- drætti U. M. F. Mövetningur í Mývatnssveit. Eftirtöld númer hlutu vinninga: 1365 divan með hægindastól, 142 ferðabækur 16 myndavél, 430 bakpoki með grind, 166 lindarpenni. — Vinn- inganna sé vitjað til stjórnar félagsins. STJÓRNIN. Skrifstofa Er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan rósailm. Fæst í öllum verzlunum, sem leggja áherslu á vörugæði. Framsókuarflokkslns í Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. f hcildsölu hjá starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem Samband ísl.samvinnufélaga Sími 1880. flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1 D. Annast kaup og sölu verðbréfa. WVWWWWVN IJthreiðið TÍMANN Sigurður Olason & Egill Sigurgeirsson MálflutningsskrífstoÍa Austurstræti 3. — Sfmi 1712. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. 256 Andreas Poltzer: Patricia 253 misskilning að ræða — hinn horfni Kingsley lávarður! Já, þar gat ekki verið um neinn mis- skilning að ræða. Whinstone fulltrúi hafði hitt Edgar Kingsley lávarð nokkr- um sinnum í samkvæmum. Og öll blöðin höfðu alveg nýlega birt af honum mynd- ir og allar lögreglustöðvar höfðu ljós- myndir af honum hjá sér. Fulltrúinn jafnaði sig loksins eftir geðshræringuna, sem hann hafði kom- izt í. Hann hneigði sig djúpt fyrir gamla manninum. — Herra minn, ég er Whinstone full- trúi frá Scotland Yard. Mér þykir vænt um að sjá yður aftur, hressan og hell- brigðan. Við höfum haft mikil umsvif og ónæði út af yður.... Kingsley lávarður tók fram í fyrir honum og sagði kuldalega: — Ég hefi ekki beðið lögregluna að gera sér ónæði út af mér! Whinstone leit forviða á gamla mann- inn. Nú fyrst tók hann eftir hve svipur hans var hjárænulegur og annarlegur. Gamli maðurinn var vafalaust ekki með fullym sönsum. Fulltrúinn spurði, hálf vandræðalega: — Herra minn, viljið þér gera svo vel að segja mér, hvar þér hafið hafzt við síðan þér hurfuð? Rödd lávarðarins var þyrkingsleg og ekki að hringja til yðar í síma. Þegar fulltrúinn hefir bitið sig í eitthvað spor á annað borð, þá sleppir hann því ekki aftur. Húsbóndi hans má trúa hverju, sem hann vill, en . .. . Jæja, segið mér nú fljótt hvað þér álítið um dauða Mellers? Alice Bradford hafði kveikt sér í nýrri sígarettu og Sluice Favart sá, að hún var dálítið skjálfhent. Ég var í Old Mans Club í gærkvöldi og sá dauða manninn . .. og hann líka .. .! Hrukkótta apaásjónan á Sluice varð fölari en áður. — Alice, drap hann Meller? — Ég veit ekki. En líkið fannst síðar í hvelfingunni . .. . og maður getur trúað honum til alls! Augnablik varð dauðaþögn í herberg- inu, en svo hrópaði stúlkan ástríðufull: — Louis, við verðum að flýta okkur! Hver dagur sem líður ber með sér nýja hættu .... ég get ekki lengur sætt mig við að vera áhorfandi .... ég verð að hefjast handa sjálf! — Alice, ég grátbæni yður um að flasa ekki að neinu! Ef liann fær minnsta snefil af grun, þá getið þér ekki verið óhult um líf yðar lengur.... Ég skil ekki, að hann skuli ekki hafa þekkt yður ennþá. — Mér var það ráðgáta sjálfri þangað til fyrir nokkru! Ég var meira að segja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.