Tíminn - 25.02.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.02.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: ( EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. ; SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: l EDDUHÚSI, Lindargötu 1D. !j Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \ Símar 3948 og 3720. <! 23. árg. Reykjjavík, laugardagiim 25. febr. 1939 24. blað Endurbætur á útsvarslögum Gjaldendur verða að borga útsvör sín jafnóðum og þeír fá kaup sítt greítt Nefndin, sem atvinnu- málaráðherra fól að athuga fjárhagsmál sveita- og bæj- arfélaga, tók m. a. útvars- lögin frá 1936 til athugunar og varð sammála um tillög- ur til breytingar á þeim. Hefir Tíminn beðið formann nefndarinnar, Karl Kristjáns- son oddvita í Húsavík, um að skýra frá því hverjar breyting- arnar væru og fer fxásögn hans hér á eftir: — Eitt af því, sem veldur vandræðum fyrir stærri bæja- og sveitafélög, er torveld inn- heimta útsvara, svo og það, hvað útsvöxin koma seint inn á ár- inu, þó þau heimtist að lokum. Til þess að ráða bót á þessu kom nefndin sér saman um að leggja til, að í stað 3. málsgcein- ar í 29. gr. útsvarslaganna frá 1936 komi svohljóðandi ákvæði: „Heimilt er hreppsnefnd með samþykki sýslunefndar og bæj- arstjórn með samþykki atvinnu- málaráðherra, að ákveða gjald- daga og innheimtu á útsvörum sem hér segir: a) Frá byrjun næsta mán- aðar eftir að niðurjöfnun úlv svara er lokið, er sérhver kaup- greiðandi, sem hefir fasta starfsmenn í þjónustu sinni, hvort sem kaup þein-a greiðist vikulega, mánaðarlega eða á annan hátt, skyldir til að halda eftir af kaupinu fyrir hvern mánuð upphæð, er nægi til fullnaðargreiðslu á útsvarinu fyrir næstu áramót, miðað við jafnar greiðslur mánaðgrlega til ársloka. Vilji bæjarstjórn eða hrepps- íslenzku blöðin I Ameríku Það er erfitt að gefa út blöð á íslandi, en þó er enn erfiðara að gefa út íslenzk blöð í Vestur- heimi. Samt hafa landar í Ame- ríku gefið út tvö myndarleg blöð, Heimskringlu og Lögberg, í meir en 50 ár. Þessi blöð eru óhjákvæmileg stoð í hinni þýðingarmiklu bar- áttu landa í Vesturheimi fyrir íslenzku máli og menningu. Sú barátta er svo nátengd tilveru- baráttu íslendinga á íslandi, að sízt má vanrækja hlut þess aðilans, sem þyngri straum hef- ir á móti sér. Vökumannafélagið hér í Rvík cr nú að efna til umfangsmik- illa bréfaskipta milli unglinga á íslandi og æskulýðs af íslenzk- um stofni í Ameríku. — Vöku- menn beita sér líka fyrir þvi, að útvega Vesturheimsblöðunum báðum nokkra tugi borgandi kaupenda. Þeir vænta þess að öll helztu fyrirtæki á landinu, bankar, verzlanir, sjúkrahús og skólar kaupi bæði blöðin. — Stjórn Vökumanna mun bréf- lega og símleiðis 1 e i t a eftir kaupendum, en þó því aðeins að bæði blöðin séu keypt. Stjórn Vökumanna mun innheimta blaðgjöldin í íslenzkum pening- um og útvega gjaldeyrisleyfi, og standa hverjum kaupanda skil á kvittun frá útgefendum Lögbergs og Heimskringlu. Þeir, sem vilja senda pantan- ir, geta snúið sér til Egils Bjarnasonar í Edduhúsinu, sími 2323. Hann mun væntanlega vinna mest á skrifstofu Vöku- manna að erindum fyrir landa í Ameríku. Jónas Jónsson frá Hriflu. nefnd haga innheimtunni eins og að framan segir, er þeim skylt að senda hverjum kaup- greiðanda, í tæka tíð eftir nið- urjöfnun útsvara, tilkynningu um útsvör þeirra gjaldenda, sem hann hefir í þjónustu sinni og krefjast þess, að hann haldi eftir áskyldri upphæð af kaup- i.nu. b) Nú hefir kaupgreiðandi í þjónustu sinni daglaunafólk, sjómenn, ákvæðisvinnufólk eða annað starfsfólk, sem ekki er á föstu árskaupi, og skal hann þá skyldur frá 1. degi næsta mán- aðar eftir niðurjöfnun útsvara að halda eftir við hverja útborg- un, sem útsvarshluta, 10% af kaupi hvers kaupþiggjanda. Geri menn út til fiskjar í fé- lagi upp á hlut, eða stundi aðra atvinnu í félagi með sama greiðslufyrirkomulagi, ber for- manni fyrirtækisins að halda eftir vegna útsvarsgreiðslu allt að 10% af fé þvi, sem hver út- svarsgreiðandi ber úr býtum. Þó skal eigi skylt að halda eftir útsvarshluta af minni útborg- unarupphæð en 30 krónum, enda líði þá minnst vika milli útborgunardaga. Ákvæði þetta nær eigi til þeirra kaupþiggj- enda eða hlutarmanna, er sanna með skírteini frá oddvita eða bæjarstjóra að hann geri eigi kröfu til greiðslu á þennan hátt. Ákvæðið gildir þar til kaup- þiggjandi eða hlutarmaður hef- ir lokið útsvarsgreiðslu sinni, enda þótt komið sé nýtt gjaldár, en heimilt er að innheimta hjá honum eftirstöðvar útsvarsins með lögtaki eða á annan hátt, þegar sýnt er, að fullnaðarskil fást ekki á þennan hátt fyrir gj aldárslok. Sé heimildargrein þessi notuð, má ekki reikna dráttarvexti af útsvörum þeim, er undir hana heyra á því gjald- ári, sem útsvörin eru á lögð. c) Upphæðum þeim, sem inn- heimtast samkv. a og b-lið þess- (Framh. á 4. síðu) NÆSTA MARKMIÐ MUSSOLINIS! Japanir og llaiiism Vegna Spánarmálanna hefir Kinastyrjöldinni ekki verið fylgt með jafnmikilli athygli í Ev- rópu seinustu vikurnar og gert hefir verið áður. Þó hefir þar í byrjun þessa mánaðar gerzt at- burður, sem ýmsir telja að geti síðar meir orðið þýðingarmesti þáttur styrjaldarinnar. Það er landganga japansks herliðs á Hainaneyna. Er eyjan nú algerlega á valdi Japana. í viðtali, sem Chiank Kai Shek átti við blaðamann nokkru eft- ir að þessi atburður gerðist, lét hann svo ummælt, að „þetta væri einn þýðingarmesti við- burðurinn í styrjöldinni milli Japana og Kínverja“. í frétta- skeyti frá Tokio til þýzkra bla,ða var einnig sagt „að þetta væri einn þýðingarmesti at- burðurinn í alþjóðamálum síð- an Kinastyrjöldin hófst“. Astæðan til þess, að hertaka Hainan er talin svo þýðingar- mikil, er fyrst og fremst lega eyjunnar. Eyjan, sem er á stærð við Danmörku, liggur skammt frá franska Indo-Kína. Ef Jap- anir hefðu hernaðarlega bæki- stöðvar þar, ættu þeir auðvelt með að gera loftárásir á alla helztu staðina í franska Indo- Kína. Þaðan eru heldur ekki nema 450 km. til Hongkong, 900 km. til Manila (einnar helztu flotastöðvar Bandaríkjanna í Kyrrahafinu) og 1500 km. til Singapore. Yfirráð Japana yfir Hainan gerir það að verkum, að þeir hafa góða aðstöðu til loft- árása á nokkra þýðingarmestu staði Frakka, Breta og Banda- ríkjanna á þessum slóðum. Frökkum hefir líka verið ljós hin hernaðarlega þýðing eyj- unnar fyrir löngu siðan. Árið , A. KROSSGÖTUM Óttast um bát. — Rannsóknir í Johne’s-sýkinni í Hjaltadal. — Úr Rangár- þingi. — Holtamannahreppur hinn forni. — Ríkissjóður kaupir Reykhóla. — ---- Aflabrögð á Akranesi. - Hreyfilbáturinn Björn riddari fór frá Hafnarflrði kl. fjögur á fimmtudag- inn áleiðis til Þorlákshafnar, þar sem hann átti að vera til sjóróðra í vetur. Var á honum fimm manna áhöfn. Hefir bátsins eigi orðið vart síðan. En til Þorlákshafnar er átján klukkustunda ferð á slíkum báti í góðu veðri. Eigandi bátsins, Gunnlaugur Stefánsson kaup- maður í Hafnarfirði, sneri sér í gær- morgun til Slysavarnafélagsins með hjálparbeiðni og kl. 3 í gær var lýst eftir bátnum í útvarpinu. Björgunar- skútan Sæbjörg fór á vettvang í gær og hefir síðan leitað þar sem bátsins var helzt von, en ekki hefir sú leit borið árangur, og er óttast mjög um afdrif bátsins. Eigi hafa bátar frá ver- stöðvunum á Suðurnesjum heldur orðið hans varir. Veður var gott, er báturinn lagði af stað frá Hafnarfirði, en tók að hvessa af suðri um kl. 4 á föstu- dagsnótt. Hefði hann þá átt að vera komínn undir Krísuvíkurberg eða þar um bil, ef allt hefði verið með felldu. Guðmundur Gíslason hefir undan- farið unnið að rannsóknum á útbreiðslu Johne’s-sýkinnar í Hjaltadal. Hefir hann rannsakað 1285 fjár á níu bæjum og af því reyndist 191 kind veik á átta bæjum. Mest brögð eru að veikinni að Hólum. Þar voru 120 kindur veikar af alls 447 fjár. En einnig er veikin að Hvammi, Hofi, Hrafnhóli, Hlíð, Víði- nesi, Brekkukoti og Efra-Ási. Guðm. Gíslason heldur enn áfram athugunum sínum nyrðra. r r i Á fjölmennum þingmálafundi, sem haldinn var í Marteinstungu nýlega var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum tillaga þess efnis, að fundur- inn óskaði eftir, að athugaðir yrðu möguleikar á því að nota atvinnubóta- fjárveitingar næstu ára að einhverju leyti til undirbúnings nýræktar og ný- bygginga í Rangárþingi. Liggur bak við þessa tillögu óbein ósk um að hafinn verði í Holtunum undirbúningm- að nýrækt á svipaðan hátt og verið hefir í Flóanum undanfarin misseri. r r r Holtahreppur hinn forni mun á sín- um tíma hafa verið eitt hið fjölmenn- asta hreppsfélag til sveita á íslandi, um 140—150 búendur, og sennilega um leið einn hinn víðlendasti hreppur í miðju héraði hérlendis. Hann tók yfir tunguna milli Þjórsár og Rangár ytri upp undir Snjallsteinshöfða og Árnes- sporð um 35 km. frá sjó. En á milli ánna er um 12—15 km. vegalengd. Fyrir 40—50 árum var hreppnum skipt í Holta- og Ásahreppa, og fyrir þrem árum var svokallaður Djúpárhreppur skilinn frá Ásahreppi, svo að nú eru þrjú hreppsfélög á þessu svæði, en bú- endur alls rúmlega 130 og hafa til um- ráða nokkuð á fjórða hundrað ferkíló- metra af grónu landi og gróðursælu yf- irleitt. Þetta lahdflæmi hefir ekki verið mælt sérstaklega, en samkvæmt óætl- un, byggðri á uppdráttum danska her- foringjaráðsins, skiptist landið þannig milli sveita, að í Þykkvabæ, þar sem búa rúmlega þrjátíu bændur, séu rösk- lega 100 hektarar af graslendi til jafn- aðar á hvern búanda, en um 100 bænd- ur oían Ósa hafa til jafnaðar um 270 hektara hver af því nær algrónu landi. Er því mun meira landrými í Holtun- um heldur en t. d. á áveitusvæðum Árnessýslu, þar sem stærð jarðanna hefir verið mæld og reynzt um 175 ha. að meðaltali í Flóanum, en litlu meirí á Skeiðum. r r r Ríkið hefir nýlega, samkvæmt sér- stökum lögum frá haustþinginu 1937, keypt jarðeignina Reykhóla í Reyk- hólasveit á 46 þúsund krónur. Var salan nú fyrir skömmu samþykkt á skiptafundi hlutaðeigandi dánarbús, þótt enn séu eigi uppfyllt ýmiss forms- atriði, svo að lögformlega sé gengið frá kaupunum. í lögunum um kaupin á Reykhólum er svo fyrir mælt, að jarð- eignin sé lögð til samvmnubyggðar eða annara almennra nota, enda sé bæði nýbýlastjórn og hlutaðeigandi sýslu- nefnd meðmælt því. r r r Dágóður afli hefir verið á verstöðv- unum hér suðvestanlands þessa síð- ustu daga, er á sjó hefir gefið. Á Akra- nesi fiskuðu bátar ágætlega í fyrra- dag, um 13 bílhlöss þeir, sem bezt öfluðu, og dável í gær, mest 11—12 bílhlöss á bát. 1897 sömdu þeir um það við Kínverja, að þeir mættu ekki selja hana þriðja ríki og 1907 gerðu þeir samning við Japani, þar sem báðar þjóðirnar lofuðu fullkomnu hlutleysi á Hainan. Síðan Kínastyrjöldin hófst hafa Japanir oft haft í hyggju að taka eyjuna. En bæði Bretar og Frakkar hafa aðvarað þá eftir megni og þeir hafa frest- að þvi þangað til nú, að sigur Francos á Spáni skóp Frökkum og Bretum svo mikil verkefni heima fyrir, að ólíklegt var að þeir þættust geta gripið til meiriháttar ráðstafana í tilefni af þessum samningsrofum Jap- ana. Það hefir vakið talsverða at- hyglí, hvernig blað Görings „National Zeitung" skrifaði um þennan atburð. Það sagði m. a.: — Frakkar treystu því, að Japanir myndu halda samning- inn frá 1907. Hvílík heimska. Gegn þessari trú á „lýðræðis- leg“ vinnubrögð hafa Japanir beitt raunsæjum rökum og starfsháttum. Eins og að vanda lætur, þegar einræðisríkin hafa stráð pipar og salti í súpu lýð- ræðisríkjanna, munu Japanir nú fá nokkur mótmælaskjöl, sem þeir munu svara á þann hátt að enginn misskilningur getur átt sér stað. Ný skipu lagning Austur-Asíu verður ekki stöðvuð með gömlum samning- um eða mótmælaskjölum. Þessi atburður nægir vonandi til þess, að gera lýðræðisríkjunum það ljóst. — Það er rétt tilgáta hjá hinu þýzka blaði, að Frakkar hafa látið sér nægja að mótmæla. Þeim mótmælum hafa Japanir svarað mjög kurteislega og sagt, að þeir ætluðu ekki að hafa neinn vígbúnað á eynni, en hefðu orðið að gera þetta til að stöðva vopnaflutninga til Kína. En þeir, sem bezt þekkja til, fullyrða, að fyrst Japanir hafi einu sinni náð eynni á vald sitt (Framh. á 4. siðu) Hainan og umhverfi hennar. A víðavangi Vísir heldur áfram í gær til- raunum sínum til að vekja tor- tryggni í garð Félagsdóms. Talar blaðið um, að rétturinn hafi með því að úrskurða, að fulltrúi Al- þýðusambandsins skyldi ekki víkja sæti „gefið á sér högg- stað“ og „rýrt það traust, sem honum veitti ekki af að hafa“. Þessi ummæli um dóminn eru í fyllsta máta ósæmileg, því að lögum samkvæmt gat úrskurður réttarins ekki orðið öðruvísi. En svona er tónninn í íhaldsblöð- unum í garð vinnudómstólsins, þegar loksins er búið að leiða hann í lög. * * * Vísir segir þó: „Dómsforset- inn Hákon Guðmundsson og Gunnlaugur Briem njóta fyllsta trausts allra, sem þá þekkja, en þeir eru minnihluti dómsins, og því nægir það ekki, að ekkert megi að þeim finna sem dóm- endum“. — En þess er þó að vænta, að Vísir og bandamenn hans, kommúnistar, sætti sig við hverja þá dómsniðurstööu, sem þessir tveir menn hafa greitt at- kvæði með. 'í' ífí Hver hefði trúað því fyrir svo sem ári síðan, að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi halda því fram í blöðum sínum, að ekki megi vera nema eitt verklýðsfé- lag á hverjum stað og að verka- menn, sem eru óánægðir með félagsstjórnina megi ekki ganga úr félaginu? * * * í grein í Þjóðviljanum 23. þ. m. er rætt um samtök verka- manna í Svíþjóð og þau talin mjög til fyrirmyndar. í grein- inni stendur m. a.: „ÞaS væri ó- hugsandi i Sviþjóð, að atvinnu- rekendur fengju að vera í verk- lýðsfélagi“. En hvað myndi þá vera sagt um það „í Svíþjóð", ef atvinnurekandi væri for- maður í stærsta verkamanna- félagi landsins? * * * Jón Pálmason á Akri þykist hafa uppgötvað, að hér á landi sé ýmislegt öðruvísi en það ætti að vera, og þessa uppgötvun sína tilkynnti hann þjóðinni núna í vikunni í útvarpsumræð- um frá Alþingi. Hann segist hafa orðið þess var, að sjávar- útvegurinn hafi verið rekinn með tapi, bændur berjist í bökk- um, fólk flytji úr sveitunum til kaupstaðanna, að í kaup- stöðunum sé atvinnuleysi, að útsvörin fari hækkandi á síð- ustu árum o. s. frv. Þetta vita nú sennilega fleiri en Jón Pálmason á Akri. En Jón virð- ist hafa komizt að þeirri ein- földu niðurstöðu, að þetta og margt fleira sé að kenna þeirri ,,óheillastefnu“, sem rekin hafi verið af núverandi ríkisstjórn! Ef til vill á hann með sjálfum sér sannfæringu um það, að ó- þurrkar, harðindi, fjárpestir og aflabrestur, sem gert hefir vart við sig á síðustu árum, sé líka að kenna þessari sömu „óheilla- stefnu". * * * Það getur sjálfsagt verið hug- arléttir fyrir suma menn, að kenna einhverjum öðrum en sjálfum sér um allt, sem miður fer. En hitt væri þó ennþá gagnlegra, ef Jón Pálmason eða einhverjir aðrir hans líkar gætu bent á úrræði. Ekki varð þess vart, að J. P. hefði neitt slíkt fram að færa. * * * En í hverju er þá sú „óheilla- stefna“ fólgin, sem J. P. talar um að fylgt hafi verið gagnvart atvinnuvegunum nú upp á síð- kastið? Hún er fólgin í afurða- sölulögunum, sem hækkað hafa verð á framleiðslu landbúnaðar- ins. Hún er fólgin í því, að skatt- ar hafa verið hækkaðir, og mest á launa- og hátekjumönnum, til þess að styrkja atvinnuvegina og létta undir með þeim á ýmsan hátt. J. P. virðist álíta, að at- vinnuvegirnir væru betur komnir nú, ef þetta hefði ekki verið gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.