Tíminn - 25.02.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.02.1939, Blaðsíða 3
24. blað TÍMINN, laagardagimi 25. febrúar 1939 97 HEIMILIÐ Ný gerð þvottavéla. Það vita allir, hve stórþvott- arnir auka húsmæðrunum mik- ið erfiði. í Svíþjóð, sem víða annarsstaðar, hafa verið byggð af einstaklingum mörg og stór þvottahús, í stærri bæj- um og borgum. En þau eru rek- in sem stórgróðafyrirtæki, og svo dýr, að almenningur getur vart notað þau. Svo mun vera víðar. Þetta stóra spursmál, hvernig á að losa kvenþjóðina við allan stórþvott, hefir því verið óleyst, þar til nú, að kaup- félögin sænsku tóku málið að sér og hefir nú sambandið „Ko- operativa Förbundet" í Stokk- hólmi fundið upp og látið smíða þvottavél, sem er við allra hæfi, og svo ódýr í notkun, að al- menningur bæði í sveitum og bæjum getur notið þessara hlunninda. Þetta er svo nýtt af nálinni, að reynslan er enn ekki búin að leggja sinn dóm hér á. Vélar þessar eru ekki enn komnar á markaðinn, en lifandi myndir hafa verið sendar út til sýnis, ásamt mönnum, sem skýra not- kun og meðferð þvottavélanna nánar. Fyrsta vélin var reynd í Stokkhólmi og gafst sem til var ætlazt. Er því ákveðið, að þær komi á markaðinn í næsta mán- uði. Ég vil í nokkrum atriðum lýsa þessari vél nánar og notkun hennar. Það er gert ráð fyrir, að vél þessi gangi fyrir raf- magni, og sé bæði hægt að fá stórar og smáar vélar, allt frá vél, sem gerð er fyrir 1—2 heim- ili og upp í 100 heimili. Verðið mun verða frá 400 krónum til 800 krónur, en þær stærstu með húsum og öllu, um 50 þúsund. — Þau þvottatæki, sem ætlazt er til að verði sett niður úti á landi, í sveitum, verða misjafnlega dýrr ar og fer það eftir stærð vélar- innar og vélin eftir stærð hvers byggðarlags. Við getum hugsað okkur að þær muni kosta frá kr. 1000—5000. Þvotturinn er lagður í vélina. Síðan er stutt á lítinn hnapp og vélin byrjar að þvo. Að stundu liðinni er þvotturinn færður í annað hólf vélarinnar, sem kallast kælir. Þar þornar hann og sléttast úr mestu hrukkunum. Síðan heldur þvotturinn áfram, þar til vélin skilar honum hreinum, þurrum og sléttum. — Þá eru liðnir fimm klukkutímar frá því vél- in byrjaði að þvo. — Margir halda þvi fram, að vélaþvottur slíti fatnaðinum meira en handþvottur. Það má vel vera að svo hafi verið, en þessi nýja uppfinding svarar þeim spurningum hiklaust neit- ÍÞRÓTTIR Skíðaiélag Reykjavík- ur 25 ára Þann 26. þ. m. eru liðin 25 ár frá stofnun Skíðafélags Reykja- víkur, sem er tvímælalaust eitt allra merkasta íþróttafélag landsins. Mun félagið minnast afmælisins með samkvæmi að Hótel Borg á laugardagskvöldið og veglegu skíðamóti síðar í vetur. í „Fálkanum“ 17. þ. m. er saga félagsins nokkuð rakin og segir þar m. a. á þessa leið: „Árið 1906 fluttist ungur Norð- maður hingað til Reykjavíkur, til mikils happs fyrir skíða- íþróttina hér sunnanlands. Þessi maður var L. H. Múller. Hann hafði með sér skíði og þegar hann steig á þau hér fyrst þótti bæjarbúum það heldur nýlunda. Þeir störðu á hann eins og eitt- hvert furðuverk. Maður á skíð- um, það var nú sjaldgæf sjón hér í höfuðstaðnum fyrir meira en 30 árum. Það var eig- inlega ekkert undarlegt þó fólk- ið glápti á þenna sérvitring, er setti fjalir undir fætur sér og gekk á þeim! Smátt og smátt tókst Múller að vekja áhuga ein- staka unglinga fyrir skíðagöngu. Og veturinn 1913 fór hann í margra daga skíðagöngu upp um fjöll og firnindi með unga Reyk- víkinga með sér. — Veturinn 1914 var snjöavetur — og þá var talsvert um skíða- æfingar í Ártúnsbrekkunni við Elliðaár. Við þær æfingar varð hún fyrst til hugmyndin að því að stofna skíðafélag. Þeir, sem gengust mest fyrir félagsstofn- uninni, auk Múllers, voru Axel Tulinius forseti í. S. 1, Guð- mundur Björnson landlæknir, Jón Þórarinsson fræðslumála- stjóri og Ólafur Björnsson rit- stjóri. Stofnfundur var haldinn 26. febrúar og gengu þá í felagið 60—70 manns. Voru lög félags- ins samþykkt á fundinum, en þau höfðu verið samin af A. Tulinius og L. H. Múller. Stjórn var kosin: L. H. Múller formað- ur, Steindór Björnsson varafor- maður, Herluf Clausen gjaldkeri, Tryggvi Magnússon ritari og Pét- ur Hoffmann brekkustjóri. Stjórnin kom af stað skömmu eftir fundinn skíðanámskeiði, er var vel s.ótt. Og betri skíðamenn félagsins gengu þenna vetur yfir Kjöl og til Reykjavíkur á skíð- um, eftir að hafa farið á skipi andi. Það er gert ráð fyrir, að i þessum þvottavéium eigi að kosta um 20 aura að þvo hvert kílógramm fatnaðar í stað 80— 100 aura nú. Framh. Sigmundur Jónsson. inn í Hvalfjörð. — Hvatningar- orð sendu félagsmenn út til bæj- arbúa og annara landsmanna um að efla skíðaíþróttina og bættust við það allmargir félag- ar, svo að við árslok voru þeir orðnir 135. — Næstu vetur voru mjög snjó- léttir, svo að starfsemin varð erfið. Samgöngur út úr bænum voru mjög slæmar og bilar of dýrir til að heimsækja háfjalla- snjóinn. Og einn veturinn, 1918, var samgöngubann vegna spönsku veikinnar. Á þessum ár- um lækkaði félagatalan mjög. 1919 kom mikill snjóavetur og var þá aftur farið að æfa af kappi. Ákvað þá stjórn félagsins að efna til skíðamóts 23. febx'úar, en úr því varð þó ekki vegna þess, að snjórinn var allur á bak og burt, þegar skíðamótsdagurinn rann upp. Síðan 1919 hefir verið jöfn og farsæl þróun yfir starfi félags- ins, þar til 2—3 seinustu árin má segja, að hún hafi verið mjög ör. Hefir bygging skíðaskála félags- ins í Hveradölum haft geysi- mikla þýðingu fyrir störf þess og framgang. Þeim skála kom fé- lagið upp af miklum dugnaði og fórnfýsi. Er hann hið fegursta hús og verður því lengi til mik- ils sóma. Skálinn er mjög rúm- góður og hitaður upp með hvera- hita. Eru nú í skálanum 31 rúm, en þegar búið er að, innrétta ófull- ger herbergi, sem verður bráð- lega, verða þau 70, svo að af því má sjá, hve rúmgóður skálinn er. — Skíðaskálinn var vígður í sept- embermánuði 1935 og var þá fé- lagatalan 240 en hálfu fjórða ári síðar er hún orðin 720, svo að merkja má fjörkippinn, sem fé- lagið hefir tekið með skálabygg. ingunni. Hagur félagsins er hinn ákjósanlegasti og var skuldlaus eign þess við síðustu áramót rúmlega 30 þúsund krónur. Núverandi stjórn félagsins skipa: L. H. Múller formaður, Krístján Skagfjörð gjaldkeri, Kjartan Hjaltested ritari og Ei- ríkur Bech brekkustjóri." inganna, eins og miklu framar er auga hans opið fyrir hinum andlega aðli hvers manns, 'hvar hann er ríkastur, hvar hann nær hæst. Það er sú hliðin, sem hann hefir jafnan skoðað, þegar hann hefir gengið frá bardaganum á sitt Helgafell. Nokkuð af árangri þessara stunda birtist í bókinni „Merkir samtiðarmenn“. Tíminn hefir fyrir skömmu birt smá-sýnis- horn úr bókinni, tekin af handahófi. En bókin er öll með hinum sama svip. Minningarnar um vini og samverkamenn höfund- ar eru, eins og vænta mátti, rit- aðar af þeim sálræna skilningi, sem samúðin ein getur skapað. En andstæðingarnir, sem ára- tugum saman áttu í hörðustum orustum við höfundinn, fá sinn dóm af hinni sömu hlýju sam- úð. Það sézt, að yfir víglinurn- ar er hægt að binda andleg bönd, þrátt fyrir vopnavið- skipti. V. Eigi verður ein minningagrein tekin annarri framar, þó greinar þessar séu svo ólíkar, sem vera má um verk sama höfundar. Ég vil, sem dæmi um ólík viðhorf, nefna aldarminningu Ólafar á Egilsstöðum og dánarminningu Jóns Þorlákssonar. í aldarminn- ingunni er þjóðarsaga heillar aldar látin speglast í sögu þess- arar merku konu, á mjög list- rænan og skáldlegan hátt, en þó þann veg, að Ólöf sjálf er böðuð í Ijósi skilnings og samúðar. í minningunni um Jón Þor- láksson, merkasta og heilsteypt- asta skoðanaandstæðing hans, er stjórnmálasagan, eða hin al- menna þjóðarsaga dregin til hliðar, líkt og hjúpur af lista- verki, eða leiktjald, til þess að sína manninn sjálfan, sem er gullið, þrátt fyrir allt. Ekki rekur Jónas Jónsson ætt- ir manna í löngum nafnaþulum. En þó bendir hann, með mjög miklum skilningi, á það á hvern hátt ættin og umhverfið hafa mótað hvern og einn. Aðdáun hans á hinni fornu, rótgrónu heimilismenningu sveitanna, lýsir í gegn um flestar greinarn- ar. En það er ekki nein tilvilj- un. Sjálfur hefir höfundur sótt þangað þrótt sinn og varið mestum starfskröftum sínum til að efla þessa menningu og sam- ræma nýjum tíma. Ég hygg að leita þurfi aftur í Heimskringlu og hinar beztu íslendingasögur til þess að finna jafnsnjallar mannlýsing- ar í örfáum línum og hinar beztu í þessari bók. Greinin um sr. Rögnvald Pét- ursson, er nokkuð sérstæð. Þar eru í ljósu og glöggu yfirliti sagðir höfuðdrættir úr menn- ingarsögu Vestur-íslendinga. — Tilefnið er vesturför höfundar og hið mikla starf, sem honum liggur á hjarta um að tengja bræðraböndin yfir hafið. Von- andi ljær æskan honum lið við það starf. Einhver mundi segja að í bók þessari gætti oflofs, eins og í líkræðum. Að visu er meira tal- að um hæfileika en vankanta manna. En spakur maður hefir sagt, að mæla skuli mennina eins og fjöllin, þar sem þeir eru hæstir. Seinni tímann varðar mest um þá eiginleika hins merka manns, sem gerðu honum unnt að skapa verk sem lifa. Bókin er nýjung í íslenzkum bókmenntum. Enginn íslend- ingur síðan Sturla Þórðarson hefir ritað sögu jafnmargra samtíðarmanna. En þó að bókin sé nýjung, er hún þó íslenzkasta bókin, sem komið hefir út lengi. Hún er byggð upp á þeim styrka grund- velli, sem lagður var af Ara og Snorra og aldrei haggast. Hinar erlendu yfirgangs- stefnur, sem hér eru að ráðast að landl, líta á þjóðirnar eins og einn samlitan múg, þar sem öllum er skipað í sama rúm, og þær lita á mennina eins og við allir lítum á síldartorfu eða flugnahóp. Bók Jónasar Jónssonar er full aðdáunar á sérkennum ein- staklings. Yfirleitt minna grein- arnar á hetjusögur. En meginmunurinn á sam- vinnustefnunni íslenzku og er- lendum sameignarstefnum er einmitt fólginn í því, að sam- eignarmenn vilja láta eridurbót- um rigna að ofan yfir múginn. En hinir íslenzku samvinnu- menn hafa jafnan byggt á þroska einstaklinga, sem síðan hefja máttug samtök til þjóðar- þroska. Samband ungra Framsóknar- manna hefir gefið bókina út. Hún er fjórða og þó hið fyrsta bindi af ritsafni • Jónasar Jóns- (Framh. á 4. síðu) Karlakór Reykfavíknr Söngstjóri: SIGURÐUR ÞÓRÐARSON. §amiöngfur í Gamla Bíó sunnudaginn 26. febrúar 1939 kl. 3 e.h Einsöngvari: GUNNAR PÁLSSON. Við hljóðfærið: GUDRÍDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur (áður Hljóðfæraverzlun Katrínar Viðar). Jördin 0x 1 í Austur-Húnavatnssýslu til sölu og ábúðar í næstkomandi fardögum. Tún jarðarinnar gefur af sér um 300 hesta og engi um 700- Nokkur hluti túnsins og meginhluti engj- anna er véltækt Kuahagi góður og vetrarbeit hrossa ágæt. — Nánari upplýsingar gefur undirritaður og veitir hann kauptilboðum móttöku til 15. marz n. k. Blönduósi 10. febrúar 1939. Hafsteinn Sigurðsson. M.s. Dronníng Alexandrine fer mánudaginn 27. þ. m kl. 6 síðd til Kaupmanna- hafnar (um Vestmanna- eyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla fyrir kl. 3 í dag. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skfpaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. Ræða fjármála- rádherra Framli. af 2. síðu) ara og meira samstarfi en áður hefir tíðkazt hér á háttvirtu al- þingi eða með þjóðinni yfirleitt. Að vísu mun mest eftir þessum málum tekið og mest um þau talað. En þó er fleira en þetta eitt, sem bendir eindregið i þá átt að réttmætt sé og tímabært að fleiri taki höndum saman en áður hefir verið, til þess að leysa vandamálin. Það fer ekki dult, að einræðis- stefnum vex nokkuð fylgi með þjóðinni, og það er ómögulegt að neita því að það er nú á allra síðustu tímum farið að bóla á þeim einkennum, sem eru und- anfarar þess upplausnarástands, sem alstaðar ríkir þar sem þess- ar stefnur ná fótfestu. Er ekki seinna vænna fyrir alla lýðræð- isvini i þessu landi að samein- ast um sterk tök £ lausn vanda- málanna og starfi gegn ofbeldis- stefnunum. Ef við lítum á ástandið í heim- inum, sjáum við hvarvetna víg- búnað og aftur vígbúnað. Al- staðar eru menn brýndir til sam- eiginlegra átaka um þau mál. Enginn veit, hvenær ófriður brýzt út eða hvort hann brýzt út, en allir búast við hinu versta og allt viðhorf er mótað af því. Brátt er að því komið, að þjóð- in á að taka ákvörðun um það, hvort hún tekur öll sín mál í eigin hendur og hvernig hún ætlar að skipa málum framvegis. Öll þessi mál eru þannig vax- in, að þau krefjast almennari, sameiginlegri átaka en tíðkazt hafa a. m. k. nú um langt skeið. í því sambandi mun reyna á þol- rif hinna ábyrgu stjórnmála- flokka, og á þjóðin ekki lítið undir því, hversu þeir standast þá í-aun. Alþingi hid nýja (Framh. af 2. síðu) ráð fyrir, að lítið verði um þing- fundi á laugardögum, til þess að þingmenn geti þá hvilt sig og unnið að málum í ró og næði. Hið mikla mannfall í liði merkra Alþingismanna hin síð- ustu ár hafa opnað augu manna fyrir því, að ekki veitti af að koma við „vökulögum" viðvíkj- andi starfi þeirra, sem á þingi sitja. Um mjög mörg undanfar- in ár hefir harkan í átökum flokkanna verði mjög mikil og kappið leitt til þess að þing- menn hafa starfað eins og dát- ar í skotgröfum. Nú er hafin merkileg breyt- ing til bóta í þessu efni. Alþjóð manna mun fylgjast með hversu tekst með þessa breytingu. — Horfur eru fremur góðar nú sem stendur. Alþingismenn vita, auk röksemda þeirra sem að framan er greint, að Alþingi og hið frjálsa stjórnarform á nú opin- bera og leynda andstæðinga í landinu. Sú sjálfbjargarvið- leitni Alþingis, sem hér er skýrt frá, mun hafa verið hafin á réttri stund. J. J. 264 Andreas Poltzer: lega. Húp hugsaði sem svo: Herra minn trúr, ég hefi alltaf haldið, að þetta fólk, sem berst með öllum öngum og vill ekki taka við peningum, væri hvergi til nema í skáldsögunum.... Þegar öllu er á botninn hvolft, er það ekki annað en hégómagirnd og stærilæti, sem ræður þessari ákvörðu minni, að vilja ekki taka á móti peningunum. Það var eins og málaflutningsmaður- inn hefði lesið hugsanir hennar, því að hann sagði góðlátlega: — Því eldri, sem maðurin verður, þvi erfiðara veitist honum að sjá, þegar honum hefir skjátlazt. Líklega er þetta eina ástæðan til þess að afi yðar vill ekki taka á móti yður. En þegar hann er einn, ber hann sér líklega á brjóst og segir sár- gramur við sjálfan sig: Mea culpa.... mín er sökin! En þetta, að hann vill hjálpa yður, er auðsær vottur þess, að hann hefir iðrazt. Nú skuluð þér vera hyggin, ungfrú Holm, og banda ekki við þessari útréttu hendi, jafnvel þó að það sé ekki nema litlifingurinn, sem hefir verið réttur fram ennþá. Sir Albert Thorne sá að stúlkan var á báðum áttum og þess vegna bætti hann við: — Og gleymið ekki einu: þessir pen- ingar, sem þér eigið að taka við, eru ekki nein gjöf! Kingsley lávarður hefir ekkl Patricia 261 ég hafði þá ánægju að þekkja einu sinni, þau góðu tíðindi, að.... Málaflutningsmaðurinn tók sér stutta málhvíld og horföi á ungu stúlkuna. Það hafði komið roði fram í kinnar hennar. — Kingsley lávarður, hélt málaflutn- ingsmaðurinn áfram, sem fyrir skömmu fékk slag, eins og yður mun vera kunn- ugt, óskar þess, að einka-afkomandi hans, þér, ungfrú Holm, skuluð fram- vegis búa við lífskjör, sem hæfa barna- barni lávarðarins. Patricia hafði varla náð sér eftir þessi óvæntu tíðindi, en hún tók eigi að síður fram i og sagði kuldalega: — Það var nokkuð seint, sem Kingsley lávarði datt þetta í hug! En af því að hún var hrædd um, að málaflutnings- maðurinn myndi misskilja hana, flýtti hún sér að bæta við: — Foreldrar mínir dóu í fátækt og mikils til of snemma. Þegar ég hugsa til þess, að peningarnir hefðu kannske getað hjálpað þeim, þá... Patricia þagði og barðist við tárin, sem leituðu fram í augunum. — Kæra barn, sagði málaflutnings- maðurinn með föðurlegri rödd, við erum ekki hér stödd til þess að kveða upp dóm yfir Kingsley lávarði.... Og hann mun eiga að standa reikningsskap ráðs- mennsku sinnar á degi dómsins, eins og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.