Tíminn - 25.02.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.02.1939, Blaðsíða 4
98 TÍMINIV, laMgardagiim 25. febrúar 1939 24. blaft MOLAR Y firhershöfölngi rússneska hersins, Klimenty Voroshilov, er annar valdamesti maður Rúss- lands og talinn líklegastur tíl að verða eftirmaður Stalins, ef hann léti fljótlega af völdum. Hann er nú 58 dra gamall. Voroshilov er af mjög fátæk- um foreldrum. Faðir hans var verkamaður, sem hafði mjög stopula atvinnu, og segir sagan, að Voroshilov og systir hans hafi orðið að betla fyrir heímilið meðan þau voru of ung til að geta unnið sjálf. Fimmtán ára gamall fékk Voroshilov atvinnu í járnnámu og varð m. a. for- göngumaður i verkfalli. Hann fékk þó hrós yfirmanna sinna fyrir dugnað og er haft eftir ein- um þeirra: „Ef allir verkamenn- irnir vœru jafn duglegir og Vor- oshilov hefði ég ekkert á móti því að afhenda þeim verksmiðj- urnar“. Voroshilov hélt áfram að stunda alla algenga vinnu þang- að til byltingin hófst. Hann sat þó öðru hvoru í fangelsi og var m. a. sendur til Síberíu fyrír byltingarstarfsemi sína. Á þess- um árum las hann eins mikið og hann gat komizt yfir og aflað sér því talsverðrar menntunar af eigin ramleik. Þegar byltingin hófst gekk hann strax í her- sveitir kommúnista og unnu þeir Stalin saman á vigstöðvunum. Voroshilov gat sér mikinn orð- stir i borgarastyrjöldinni, en hann komst þó ekki verulega til metorða fyr en eftir að Trotski lét af yfirstjórn hersins. Stalin minntist þá kunningsskapar síns við Voroshilov, enda vantreysti hann þá öllum helztu yfirmönn- um hersins, sökum vináttu þeirra við Trotski. Fyrir atbeina Stalins hafði Voroshilov á skömmum tlma gegnt öllum helztu virðingarstöðum hersins, unz hann var gerður að œðsta yfirmanni hans. Voroshilov er mikill starfs- maður og frekar vínsœll af und- irmönnum sínum. Hann nýtur þó ekki jafnmikillar ástsœldar meðal hersins og Trotski gerði. Persóna Trotski var glœsilegri og hin brennandi mœlska hans skóp eldmóð í hersveitunum. Voros- hilov er stuttur og gildvaxinn og lítill ræðumaður. Það er sagt l gamni, að hermennirnir hafi sagt, þegar Trotski reið meðfram hersveitunum á rauða torginu í Moskva í liðskönnun: „Glœsileg- ur maður“, en þegar Voroshilov geri það nú, segi þeir: „Glæsi- legur hestur“! Voroshilov er hneygður fyrir skáldskap og kann mikið af Ijóð- um. Hann er giftur dansmey, sem talin er ein fegursta kona Rússlands. Skemmtikvöld Framsóknarmanna. Framsóknarfélögin í Reykjavík efna til skemmtunar að Hótel porg þriðju- daginn 28. þ m. Hefst hún kl. 8%. Til skemmtunar verður Framsóknarvist og tvær eða þrjár stuttar ræður. Fram- sóknarmönnum er ráðlagt að trycvja sér miða sem fyrst vegna mikillar að- sóknar að þessum skemmtunum. ÚR BÆNUM Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, séra Bjarni Jónsson, kl. 2 barnaguðsþjónusta, séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5, séra Frið- rik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 2, séra Ámi Sigurðsson. í Laugarnes- skóla kl. 5, Sigurgeir Sigurðsson biskup, barnaguðsþjónusta kl. 10. í frikirkiunni í Hafnarfirði kl. 2, séra Jón Auðuns. Karlakór Reykjavíkur hélt fyrsta samsöng sinn á þessu ári í Gamla Bíó í fyrrakvöld. Var húsið þéttskipað og söngnum tekið með mikl- um fögnuði. Á söngskránni vom mörg ágæt lög, sem kórinn hefir ekki sungið áður. Gunnar Pálsson söng einsöng í tveim lögum og varð að endurtaka bæði. Auk þess söng kórinn nokkur aukalög. Af einstökum lögum ná nefna fyrsta lagið á söngskránni „Kveðja til Vestur-íslendinga" gullfallegt lag eftir Björgvin Guðmundsson við ljóð Jóns Magnússonar. Rússneska þjóðlagið „Tökum fast á . . .“ og lag Karls Run- ólfssonar ,,Nú sigla svörtu skipin". — Karlakórinn endurtekur söngskemmtun sína næsta sunnudag kl. 3 og ættu bæj- arbúar að nota þetta tækifæri til að hlusta á þennan prýðilega samæfða kór undir stjórn Sígurðar Þórðarsonar. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur er komin úr sérprentuð með breyt- ingum þeim ,sem bæjarstjórn gjörði á henni nú í vetur. Hún verður borin út á hvert heimili nú á næstunni og fæst auk þess ókeypis á skrifstofu borgar- stjóra og lögregluvarðstofunni. Annar fundur húsmæðrafræðslu Kaupfélagsins var haldinn í gær í Gamla Bíó. Frú Soffía Ingvarsdóttir flutti ávarp. Steingrímur Steinþórsson flutti fróðlegt erindi um íslenzkar fæðutegundir og síðan var sýnd samvinnukvikmyndin frá Finn- landi. Næsti fræðslufundur kaupfélagsins verður á mánudaginn kemur í Gamla Bíó og hefst kl. 4. Katrín Pálsdóttir flytur þar ávarp, dr. Jón E. Vestdal flytur erindl um nær- ingarefni og fæðutegundir. Að því loknu verður sýnd fínnska kvikmyndin, eins og verið hefir á fræðslufundunum. Allir aðgöngumiðar að fundinum eru uppgengnir, en sökum þess, að ekki hafa komizt að allir, sem vildu, endur- tekur dr. Jón Vestdal erindi sitt á þriðjudaginn í Gamla Bíó. Miðar að þeim fundi verða komnir í sölubúðir KRON kl. 4 i dag. Fræffslumynd um kartöflurækt og kornrækt var sýnd í gær í Nýja Bíó aö tilhlutun Áburðarsölu rikisins og Grænmetis- verzlunar ríkisins, að viðstöddum al- þingismönnum, búnaðarþingsm. og ýmsum fleiri gestum. Áður en sýningin hófst mælti Árni G. Eylands nokkur orð til gestanna. Fræðslumynd þessi er norsk og svarar því eðlilega ekki nema að nokkru leyti, til þeirra stað- hátta, sem hér eru. — Glöggur og fróðlegur, íslenzkur texti fylgdi. Leikfélag Reykjavíkur. hefir á morgun tvær sýningar. — Kl. 4 verður sýning á barnaleiknum Þyrnirósa, en kl. 8 verður sýning á Fléttuð reipi úr sandi, og er alþingis- mönnum boðið á þá sýningu. Úrskurffur Félagsdóms í Hafnarfjarðardeilunni er væntan- legur í kvöld. Samúðarskeyti Minningagjafa- sjóðs Landsspítalans. Það hefir hingað til verið til allmik- illa óþæginda fyrir þá, er senda vildu samúðarskeyti Landsspítala íslands, að skeytunum var ekki veitt móttaka í tal- síma ritsímastöðvarinnar hér, svo sem á sér stað um önnur skeyti landssím- ans. Nú hefír verið úr þessu bætt, svo sem sjá má á bréfi póst- og símamála- stjóra til stjórnar Minningagjafasjóðs Landsspítalans dags. 20. þ. m. Þar segir svo: „Til þæginda fyrir sendendur samúðarskeyta Minningarcr-i af asj óðs Landspítalans, verður í Reykjavík, frá 1. marz n. k. tekið á móti skeytunum i Jarðarför móður okkar og tengdamóður JOHÖNNU JÓHANNESDÓTTUR frá Geitavík fer fram frá dómkirkjunni mánud. þ. 27. febr. og hefst með bæn á heimili hinnar látnu, Hofsvallagötu 19, kl. 1 e. h. Sveína Helgadóttir Guðm. Bjarnason. Sigurrós Rósinkarsd. Endnrbætur Japanir og Hainan ruuh»tm««GAMLA BíóRnanmnjJt: H Í JÓMFRÉ p I HÆTTU. H Bráð'skemmtileg og afar- fjörug dans- og gaman- mynd gerð eftir gaman- leik P. Q. Woudehouse: „A Damsel in Distress“, en söngvarnir og danslögin eftir Gershwin. Aðalhlutv. leikux: FRED ASTAIRE. NÝJA BÍÓtt ÉG LAUG ÞVÍ Frönsk stórmynd er gerist í París. — Aðalhlutverkið leikur fegursta leikkona Evrópu Danielle Darrieux. Þetta er ein af þeim af- burða góðu frönsku mynd- um er allsstaðar hefir hlotið feikna vinsældir og mikið lof í blaðaummæl- um. — Börn fá ekki aðgang. — Kynnist franskri kvik- myndalist. mtmt ;:ma á útsvarslögum. (Framh. af 1. síðu) (Framh. af 1. síðu) arar greinar heldur kaupgreið- andi sérgreindum sem geymslu- fé og stendur skil á þeim til bæjar- eða sveitarsjóðs a. m. k. mánaðarlega. Formaður fyrir- tækis hlutarmanna stendur bæjar- eða sveitarsjóði skil á útsvarsgreiðslum þeirra, þegar útborganir hluta fara fram. d) Verzlanir, iðnaðarfyrir- tæki, skráð útgerðarfélög og önnur sambærilega útsvarsskyld fyrirtæki, hvort sem er ein- stakra manna eign eða félaga, skulu greiða útsvör sín mánað- arlega, og fellur fyrsta mán- aðargreiðsla í gjalddaga 1. dag næsta mánaðar eftir að niður- jöfnun útsvara er lokið. Hin mánaðarlega greiðsluupphæð reiknast út á þann hátt, að að deila mánaðafjölda þeim, sem eftir er af gjaldárinu, þeg- ar niðurjöfnun er lokið, í út- svarsupphæð. Vanræki kaupgreiðandi eða formaður skil samkv. a, b og c- lið þessarar greinar, má taka upphæðir þær, er honum ber að sjá um greiðslu á, lögtaki hjá honum sjálfum.“ Með þessu hyggst nefndin að tryggja það, að bæja- og sveita- félög fái inn útsvarstekjur sín- ar frá gjaldendum jafnóðum og þeir fá laun sín greidd, en þurfi ekki að bíða eftir því þangað til langt er liðið á áxið. Þetta fyrirkomulag ætti einnig að koma í veg fyrir það að tals- verðu leyti, að útsvör tapist hjá óskila- og órei^umönnum. Inn- heimtan verður líka fyrirhafn- arminni og friðsamlegri með þessum móti. Þetta ætti t. d. að geta útilokað lögtök í mörgum tilfellum. Hinsvegar er reynt að gera þá skyldu, sem þetta fyrirkomulag leggur á atvinnuveitendur, svo létta og auðvelda, að hún verði þeim ekki til óþæginda. Hvað gjaldendurna sjálfa snertir, virðist það eðlilegt, að þeir borgi útsvör sín jafnóðum og þeir fá inn tekjur sínar. síma nr. 1020, frá þeim, er þess óska, geen venjulegu aukagjaldi, sem jafn- framt rennur til sjóðsins". Samkvæmt þessu er fallinn burtu sá agnúi, er áður var á afgreiðslu samúðarskeytanna, og er enginn vafi á því, að við það munu gjafir almennings til Minninga- sjóðs Landsspítalans aukast að mun, enda er sjóðnum mikil þörf á stuðningi, því árlega fjölgar þeim, sem án styrks úr sjóðnum myndu með engu móti geta klofið þann kostnað sem af sjúkradvöl þeirra á spítalanum leiðir. muni þeir ekki sleppa henni aftur. Og við það verða Bretar og Frakkar að una. Meðan ástandið er jafn ískyggilegt og óráðíð í Evrópu, þora þeir ekki að gera neinar ráðstafanir til að stöðva sigurför japönsku heimsveldis- stefnunnar í Austur-Asíu. En að einu leyti hefir yfir- gangur Japana þó styrkt lýð- ræðisríkin. Hann hefir hjálpað til að vekja Bandaríkin af svefni hlutleysisins. Hin stór- auknu framlög, sem Roosevelt hefir beðið þingið að veita til vígbúnaðarins, eiga að verulegu leyti að fara til þess að styrkja aðstöðu þeirra í Kyrrahafinu. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „FLÉTTUÐ REIPI ÚR SANDI“ Gamanleikur í 3 þáttum. Sýning á morgun kl. 8. Vanalegt leikhussverð Affgöngumiffar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un, „ÞYRNIRÓS A“ æfintýraleikur fyrir börn í 4 at- riðum, eftir Zoeharias Topelfus. / Sýning kl. 4 á morgun. Aðgöngumiðar á 1.00 seldir frá kl. 5 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. SHIPAUTCEWP ■ WHISIWSI M.s. Eldborg hleffur til Vestmannaeyja n. k. mánudag. Flutningi óskast skilaff fyrir hádegi samdægurs. Skipiff losar viff bryggju í Vestmannaeyjum, sem er til Happdrætti Háskóla Islands. Fyrir rúmlega 4 aura á dag getið þér skapað yður möguleika til að vinna 46,200,00 króuiir Verð ‘I, hlutur 6,00 - ‘|2 - 3,00 - ’|4 - 1,50 á mánuði. Flýtið yður tU nœstsi mnboðsmtmns. — Ekki cr nsi fínndraðið í laætttBimi. — Umboðsineam í Reykjavík: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 6, sími 4380. Dagbjartur Sigurðssön, kaupmaöur, Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupmaður, Týsgötu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupmaður, Reykjavíkurveg 5, sími 4970. Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3584. Frú Maren Pétursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhúsinu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn í Mafnarfirði: Valdimar Long, kaupmaður, simi 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310. Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aítur á morgun sunnudag- inn 27. þ. m. kl. 10 I. h. ikemmtun. Framsóknariélögin í Reykjavík eina til skemmtunar að Hótel Borg, príðjudagínn 28. p. m., sem hefst kl. 8,30. Til skemmtunar: Framsóknarwhíst, mikils hagræffis fyrir vörumót- takendur. 3 stuttar ræður. - Dans. 262 Andreas Poltzer: við öll. .. . En enginn jarðneskur dóm- ari getur kvatt hann til ábyrgðar og sízt af öllu sæmir það sonardóttur hans. — Á ég að flytja.... á heimili afa míns....? Þetta var 1 fyrsta skipti, sem Patricia kallaði Kingsley lávarð því nafni. Máíaflutningsmaðurinn varð vand- ræðalegur. — Nei, ungfrú. Afi yðar hefir ekki óskað þess.... ekki fyrst um sinn. Ég ræð yður líka frá að heimsækja hann núna.... — Þér eigið við, að hann myndi ekkl vilja taka á móti mér? Sir Albert Thorne þagði. — Ég skal ekki fara á fund Kingsley lávarðar, því að mig langar ekkert til að kynnast afa mínum! sagði Patricia. — Kæra ungfrú Holm, afi yðar er gamáll maður og veikur, sagði mála- flutningsmaðurinn rólega. Við verðum að reyna að setja okkur í hans spor. ... Hann hefir lagt fyrir mig, að borga yður rausnarlega fjárupphæð á hverjum mánuði, svo að þér getið lifað áhyggju- lausu lífi og haft úr nógu að spila.... Yður skal líða vel, ungfrú Holm. Málaflutningsmaðurinn beið þess að unga stúlkan svaraði, en Patricia þagði. Og þess vegna hélt hann vingjarnlega áfram: Patrícia 263 — Ég skal greiða yður stóra fjárupp- hæð þegar í stað; þér þurfið ekki annað en að undirrita kvittun. Patricia hafði staðið upp. Hún hafði tekið ákvörðun og rödd hennar var föst og róleg er hún svaraði: — Segið Kingsley lávarði, að ég af- þakki peningana hans! Málaflutningsmaðurinn horfði með saniúð á ungu stúlkuna. Á þessari stundu, er hún hafnaði, vegna tilfinninga sinna, áhyggjulausu lífi og allsnægtum, var hún enn fegurri en áður. Sir Albert Thorne brosti. Hann var gamall maður og þekkti lífið, og þess vegna tók hann yfirlýsingu Patriciu eins og hún var töluð og var ekki alvarlegri en vera bar. — Kæra barn, ég skil þessa framkomu yðar og hvernig á henni stendur, en leyfið gömlum manni að segja yður, að þér farið rangt að.... Patricia ætlaði að taka til andmæla, en málaflutningsmaðurinn hélt áfram: — Það er ekki óhjákvæmilegt að hafa peninga til þess að vera ánægður 1 lífinu. En það væri tvímælalaust van- hugsað af yður, að neita að taka við fé, sem þér eigið tilkall til, af eintóm- um þráa. — Ég vil ekki fé lávarðarins! hrópaði Patricia einbeitt. En rétt á eftir fannst henni sjálfri, að hún hagaði sér hlægi- LÍTIL JÖRÐ eða Aðgöngumíðar fást á afgreiðslu Tímans, sími 2323, og við innganginn. JARÐARPARTUR á fögrum stað, óskast keypt. Ekki mjög fjarri Reykjavík. Verður að vera í nánd við þjóð- veg og bílfært heim. Æskileg hlunnindi, jarðhiti, lax- eða sil- ungsveiði. Tilboð sendist: Póst box 422 Reykjavík. Notíd eíngöngu fi V E A eldspýtiir FÁST I ÖLLNM VERZLUNUM. ■éfabankin C ^ostuvstr. í> simi 5fi!)2.0piö ki.11-120íj4-3 3/ Merkir samtíðarmeiui. (Framh. af 3 síðu) Annast kaup og sölu veröbvéfa. Mreinar léreftstnsknr k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. sonar, og munu hin bindin koma út á næstu árum. Allir munu vita að hin síðari bindi verffa að engu ómerkari. Þessi útgáfa var ákveðin á hinu fyrsta landsþingi þeirra. Er þar heillavænlega af stað farið og munu allir þeir, sem bókina lesa, flytja þeim fyllstu þakkir fyrir bók þessa. ORÐSETVDUVG til blindra manna. Samkvæmt heimild ráðherra lánar Blindravinafélag íslands fyrir árið 1939 10 viðtæki til fátækra blindra manna. Umsóknir sendist stjórn fé- lagsins fyrir 15. apríl n. k. Umsóknar eyðublöð eru þeg- ar send til allra presta landsins. STJÓRN BLINDRA- VINAFÉL. ÍSLANDS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.