Tíminn - 25.02.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.02.1939, Blaðsíða 2
96 TtMINHií, latigardagiim 25. febrtiar 1939 24. blað Ræða ijármálaráðherra Al|»ing'i hið nýja ‘gtmtnn Luugardaginn 25. febr. Fjárlagarædan Eitt af blöðum stjórnarand- stæðinga (Vísir) talar um það í fyrradag, að fjárhagsafkoma ríkissjóðs á árinu, sem leið, kunni að koma mönnum „glæsi- lega“ fyrir sjónir. Blaðið bætir því raunar við, að þetta muni aðallega koma svo fyrir sjónir „á pappírnum". En þegar að því er gætt, úr hvaða átt þessi ummæli koma, mun margur telja, að í þeim felist ekki svo lítil viðurkenning eins og á stendur og að fjármálaráðherr- ann megi vel við una slíkar undirtektir hjá andstæðingum sínum. Án þess að inn á það sé farið, hvaða lýsingarorð eðlilegast sé að nota í sambandi við fjár- hagsafkomuna 1938, skulu hér rifjuð upp fáein meginatriði þeirra uppiýsinga, sem fram komu í ræðu fjármálaráðherr- ans. Tekjuafgangur á árinu hefir orðið 1 milj. 730 þús. kr. Er það hæsti tekjuafgangur, sem náðst hefir síðan á árinu 1928. Þessum tekjuafgangi hefir verið varið þannig, að lækkuð hafa verið lán, sem ríkissjóður stendur stendur straum af, um 1 milj. 150 þús. kr. og nokkuð lagt i varasjóði og aðrar eignir ríkis- stofnana, en greiðsluafgangur er 380 þús. kr. Á fjárlögunum var áætlaður greiðsluhalli 113 þús. kr. og hefir því greiðslu- jöfnuðurinn reynst um y2 milj. kr. hagstæðari en ráð hafði ver- ið fyrir gert. Rétt er að vekja athygli á því, að útgjöld ríkissjóðsins fram yf- ir það, sem áætlað var í fjárlög- um, eru nú lægri en þau hafa nokkru sinni áður reynst á síð- ustu tveim áratugum, eða að- eins 7% af áætlunarupphæð- inni. Sum ár hefir þessi um- framgreiðsla orðið mjög mikil, og orsökin bæði sú, að Alþingi hefir áætlað of lauslega og að ríkisstjórnin og rikisstofnanir hafa ekki lagt þá stund sem skyldi á að fylgja fjárlögunum sem nákvæmlegast. Síðan Ey- steinn Jónsson tók við fjár- málaráðherrastarfi hefir á þessu orðið mjög mikil breyting til bóta. Og lengst hefir náðst I rétta átt á sl. ári, eins og áður er getið. En það er ekki ein- göngu hundraðshluti umfram- greiðslanna, sem hefir lækkað. Sjálf upphæðin er líka lægrí en nokkru sinni fyrr á síðustu 20 árum. Ráðherrann gerði í ræðu sinni samanburð á skuldum þeim, sem ríkissjóður stendur straum af nú og þessum sömu skuldum eins og þær voru í árslok 1934. Niðurstaðan sýnir, að efnahag- ur ríkissjóðsins er mun betri nú en fyrir fjórum árum, þrátt fyr- ir hina erfiðu tíma. Rekstrarfé ríkisstofnana, sjóðir og jarð- eignir hafa aukizt um hátt á aðra miljón á þessum tíma og skuldarupphæð sú, er ríkissjóð- ur stendur straum af, hefir jafnframt lækkað talsvert. Enn- fremur hefir talsverðum hluta ríkisskuldanna verið breytt i mun hagstæðari lán en áður voru, og er kostnaður vegna af- falla við þær lánabreytingar taldar í upphæð ríkisskuld- anna nú, þótt eigi sé þar um raunverulega aukningu að ræða, þar sem hin nýju lán eru, þrátt fyrir afföllin, hagstæðari en áður. í sumum blöðum hefir verið um það talað, að útgjaldaupp- hæðin á fjárlagafxumvarpinu fyrir 1940, sem nú er lögð fyrir Alþingi, sé ískyggilega há. Hið rétta er, að greiðslur úr ríkis- sjóði eru í þessu frumvarpi á- ætlaðar 300 þús. kr. lægri en á fjárlögum ársins 1939. En von- andi er, að þeir menn, sem um það hafa talað, að gjaldabálkur frumvarpsins sé hár, stuðli ekki að því, að hækka hann frá því sem nú er, þegar frumvarpið kemur til meðferðar á Alþingi. Og fjármálaráðherra, sem eyðir minna umfram áætlun þingsins en dæmi eru til um tvo áratugi, á vissulega kröfu á því, að þing- ið sýni hina fyllstu varúð og á- byrgðartilfinningu í meðferð fjármálanna. NIÐURLAG Eins og áður var getið, var verzlunarjöfnuður ársins 1938 hagstæður um 8.6 milljónir. Inn- flutningur lánsfjár að frádregnu andvirði Esju, sem ekki var heimflutt, hefir orðið um 3 mill- jónir. Hafa því verið um 11.6 millj. til greiðslu afborgana og vaxta af lánum erlendis og til þess að mæta halla á duldum greiðslum. Var talið í fyrra að nú orðið þyrfti um 10—12 millj. til þess að mæta þessum greiðsl- um öllum. Eftir þeim einkenn- um að dæma, sem um það eru til glöggust, virðist niðurstaða ársins hafa orðið sú, að nokkuð hafi staðið í járnum viðskiptin. Ógreiddar verzlunarskuldir í bönkum uxu að vísu nokkuð eft- ir skýrslum, en þó ber þess að gæta, að þær skýrslur voru gerð- ar fullkomnari á árinu en áður og gæti það stafað af því. Enn- fremur ber þess að gæta að nokkuð er árlega höggvið í eldri skuldir af svipuðu tagi. Skuldir við útlönd í heild ættu alls ekki að hafa hækkað á ár- inu. Það er fullkomið áhyggjuefni öllum hugsandi mönnum að þurfa einhvers staðar eigi fjarri 12 millj. kr. á ári til skulda- greiðslu og í duldar greiðslur, jafnvel þótt það verði að sjálf- sögðu að athugast vel að af þeirri upphæð ganga um 4.5 millj. til þess að lækka skuldir þjóðarinnar. Eigi að síður verður þetta fé að takast af útflutn- ingnum, ef láhtökur ekki fara fram. Undanfarið hefir verzlunar- verzlunarjöfnuðurinn stöðugt farið batnandi, en um leið hafa æ fleiri og fleiri lán fallið til afborgunar, og halli „duldra greiðsla“ hefir vafalaust vaxið, vegna þess að mjög verulegur hluti hinna duldu tekna fer fram hjá bönkunum. Það verður að sjálfsögðu að gera ráðstafan- ir til þess að reyna að fyrir- byggja slíkt. Fyrst og fremst verður þó að gera sér það ljóst, að gera verður öflugar ráðstaf- anir til þess að bæta enn verzl- unarjöfnuðinn. Það verður að beita innflutn- ingshöftunum með fullri festu, enda þótt ekki verði hægt að ráðgera verulega heildarlækkun innflutnings af þeim ástæðum, þar sem þeim hefir nú verið mjög beitt undanfarið. Framleiðsluna verður að auha. Framtíðarlausn gjaldeyris- málanna fellst í aukningu út- flutnings og hverskonar fram- leiðslu. Jafnframt verður auð- vitað að gera ráðstafanir eins I. Nútíminn slípar sérkenni þjóðanna, blandar saman ólík- um menningarstraumum, líkt og dalselfan, sem dregur alla læki að sama ósi. Þetta er hættuleg- ast smæstu þjóðum, og engum meir en okkur íslendingum. Allur tilveruréttur okkar sem þjóðar, byggist á því, að við höldum menningarlegu sjálf- stæði. Ef svo verður, að hér finnist einhver menntagildi, sem við verndum öðrum betur, þá eigum við rétt á að vera sjálfstæð þjóð. En ef öll slík verðmæti eru seld við erlendu gulli eða gyllingum, eigum við ekki meiri rétt til sjálfstæðis, en hverjar óvaldar hundrað þúsundir úr verksmiðjuhverfum stórborganna. Fornbókmenntirnar eru okk- ar dýrasti menningararfur, þeirra vegna viðurkenna allar germanskar þjóðir skuld sína við okkur. Grundtvig, Björnson, Ibsen, Tégner sóttu þangað grundvöll sinna verka. Og öll sérkenni okkar nýju bókmennta, allt hið verðmætasta, stendur föstum fótum á fortíðinni. Hvað mundu Bjarni, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson verið hafa án fornbókmenntanna. Og hvað mundum við án þeirra? Á hinum síðustu árum, sækir hin erlenda flóðalda þungt á, ekki síður á sviði bókmennta og ég áðan gat um, til þess að sá ávinningur, sem kann að nást geti orðið til þess að bæta hag þjóðarinnar og koma þessum málum á hreinan grundvöll, til þess að greiða með þær verzlun- arskuldir, sem þyngst hvíla á gj aldeyrisverzluninni. Jafnframt verður að sjálf- sögðu að stefna að því að gera viðskiptin frjálsari en verið hef- ir, svo ört sem fjárhagur þjóð- arinnar leyfir. Hvaða ráðstafanir eru þá lík- legar til þess að örfa framleiðsl- una og útflutninginn? Fyrst og fremst þær ráðstafanir, sem miða að því að bæta rekstursaf- komu sjávarútvegsins. Samkv. upplýsingum, sem fyrir liggja, hefir togaraútgerðin verið rekin með miklum reksturshalla und- anfarin ár, vegna verðhruns og aflabrests. Sama máli hefir gegnt um vélbátaflotann að und- anskildum þeim, sem hafa haft full not af síldveiðum síðustu árin og þá aðeins 2—3 mánuði. Mikill hluti bátaflotans hefir undanfarin ár legið aðgerðalaus allt að 9—10 mánuði ársins, vegna þess að það var talið úti- lokað að það gæti borgað sig að stunda þorskveiðar og þó er það sá atvinnuvegur, sem hefir ver- ið undirstaða utanrikisverzlun- arinnar. Menn hafa hikað við í þessum málum vegna þess óvanalega á- stands á mörkuðum, sem verið hefir undanfarið. Reynslan hefir þó þrátt fyrir allt sýnt það að við höfum selt það, sem við höf- um aflað og getað selt meira sl. ár, ef við hefðum átt meiri fisk. Ennfremur er það ljóst, að við getum vart búizt við verðhækk- un erlendis á sjávarútvegsvörum og að til lengdar getur útgerðin ekki búið við það ástand, sem nú er í þessum málum, jafnvel þótt afli kunni eitthvað að aukast. Það þarf að gera mikil átök til þess að beita rekstursafkomu sjávarútvegsins og auka alla framleiðslu. Ekki aðeins vegna útgerðarmanna og sjómanna og annarra framleiðenda, þótt þeir eigi hér beinan hlut að máli, heldur einnig vegna þjóðarinnar allrar. Þeir, sem taka hlut sinh „á þurru“, halda honum ekki lengi óskertum, ef framleiðslan er rekin með tapi til frambúðar. Erfiðleikar útgerðarinnar hafa komið mjög hart niður á bæja- og sveitafélögum við sjóinn. — Jafnframt hafa verið auknar mjög kröfur á hendur þeim, sem oft og tíðum virðist hafa verið mætt með lítilli festu eða ráð- deild. Útsvörin hafa farið stöð- ugt hækkandi og skuldir aukizt. Mun nú svo komið, að alls engir möguleikar eru til þess að haldið verði áfram á sömu braut. Jafn- en annarsstaðar. Fjöldi hinna yngri manna er gagnsýrður af rússneskum eða þýzkum anda. Þessa gætir í stil þeirra og máli. Þeir eru frekir til framgöngu sínu máli, og bóka þessara manna gætir mest á markaðin- um. Þessir menn eru, yfirleitt ekki andlegir fóstursynir Ara eða Snorra, heldur ýmsra erlendra postula frá einræðislöndum nú- tímans. Æska nútímans er að miklu leyti hætt að lesa fornsögurnar. En hún les þessar nýju bók- menntir, bæði innlendar, þýdd- ar og erlendar á frummálum. Hér liggur stór hætta fyrir æsk- una, að hún gleymi og glati þeim arfi, sem verðmætastur er með þjóðinni. II. Ég minnist ekki nokkurrar bókar, sem út hefir komið í seinni tíð, sem sver sig betur í ætt gullaldarbókmenntanna, en bók Jónasar Jónssonar, „Merkir samtíðarmenn“. Hún á sterk- ustu séreinkenni fornritanna. Frásögnin í fornsögunum er hluttæk, gengur beint að efninu, líður fram eins og fljót með hröðum, þungum og jöfnum straumi, er brýtur sér farveg beint að ósi. Þar eru ekki bugð- ur og lygnur, fossar né flúðir, framt þvi, sem gera þarf átak til þess að örfa framleiðsluna, verð- ur þess vegna óhjákvæmilega að gera ráðstafanir til þess að skipa fátækramálunum með hinni mestu hagsýni. Þess verður að krefjast, hiklaust af hverjum manni, að hann noti til hlýtar hvert það úrræði, er fyrir hendi kann að vera til sjálfsbjargar og er áreiðanlega rétt að nota það fé, sem veitt kann að verða til atvinnubóta, til þess að efla sjálfsbjargarviðleitni manna og beinlínis koma undir menn föst- um fótum þannig að þeir hafi möguleika til þess að bjargast á eigin spýtur af framleiðslu. Eg get ekki stillt mig um að minnast á það hér í þessu sam- bandi, hver þjóðarháski hlýtur að vera að þeirri breytingu, sem orðið hefir á síðustu áratugum, á viðhorfi mikils hluta æskunn- ar í landinu frá því, sem áður var. Áður bjuggust flestir ungir undir þaö að stofna sjálfstæð heimili og sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Enn gera þetta að vísu margir, en fjöldi æskumanna gefur þessu engan gaum fyrr en um seinan og það mun harla al- gengt, að það fjármagn unga fólksins, sem áður gekk til þess að eígnast búslóð og annað, sem nauðsynlegast var til heimilis- stofnunar, hverfi nú í margs- konar eyðslu, sem ekkert skilur eftir. Um þetta mætti langt mál tala, en það mun ég ekki gera að sinni, en aðeins benda á það í fullri alvöru, að einn liður í því átaki, sem gera þarf til þess að breyta ástandinu hér til bóta, verða að vera kröftugar aðgerð- ir til þess að breyta í grundvall- aratriðum viðhorfi unga fólks- ins til framleiðslustarfa og sjálf- stæðs atvinnureksturs. Um þetta eiga allir að sameinast og það tel ég myndi verða drýgst til árangurs að þessi mál væru rædd í fullri alvöru og hrein- skilni í öllum skólum landsins. í sambandi við þær ráðstafan- ir, sem nauðsynlegar eru til við- reisnar framleiðslu landsmanna, er nauðsynlegt að aðrar fylgi, til þess að halda niðri eða minnka dýrtíð í landinu. Á ég þar m. a. við verðeftirlit og ennfremur virðíst brýn nauð- syn bera til þess að sett verði lög um húsaleigu í bæjunum. Þau mál, sem ég hefi drepið á, mynda eina heild — þau miða öll að því sama — að eflingu at- vinnuveganna og bættum fjár- hag þjóðarinnar. Sameiginleg verhefni — meira samstarf. Hugsandi mönnum er það á- reiðanlega ljóst, að erfitt er að taka á þessum málum og jafn- framt að þau eru þannig vaxin að það væri æskilegt að þau væri hægt að leysa með víðtæk- (Framh. á 3. siðu) heldur stefnir hver dropi hik- laust að hafi. — Þar er ekki orðskrúð á lýsingum manna og málefna, en sagt það sem þarf að segja, aukaatriðum sleppt, en aðalatriði dregin fram i björtu ljósi. Mannlýsingarnar í bókinni, Merkir samtíðarmenn, bera þennan svip, þær gætu eigi verið ritaðar af neinum nema af íslendingi, sem væri hand- genginn hinum fornu snilling- um. III. Sturla Þórðarson var liðsmað- ur frænda sinna, hinna her- skárri Sturlunga, bæði á mál- þingum og í vígaferlum, og stóð með þeim í hinum mestu orust- um, og mun þá engu hafa vægt. En er deilunum lauk, settist hann að friðstóli rólegrar í- hygli og reit sögu um „Merka samtíðarmenn“. Hann lítur yf- ir samtlðina, þegar hiti bardag- ans er gleymdur. Atburðirnir tala. Enginn getur vítað af frá- sögninni, hvort höfundur Sturlungu var meiri vinur Giss- urar eða Sturlu Sighvatssonar. Sumir fræðimenn eru safn- endur. Þeirra starf er að safna efni, rita hillufyllur handrita eða fylla stórar hallir rannsókn- arefni. Slíkur maður var Sturla Þórðarson. Aðrir fræðimenn eru könn- uðir, þeirra aðall er glöggt skin á aðalatriði og aukaatriði, þeirra þrá að kryfja til mergjar og rekja til rótar. Þessir könn- uðir kunna að rita ljóst og skýrt, svo allir skilji. Þeir sýna allt í nýju ljósi, setja sitt eigið mark á hvað eina, en þó verða rit Fyrir nokkru héldum við Stef- án Jóhann og Ólafur Thors fund með forsetum Alþingis, sem þá voru í bænum. Var á þeim fundi rætt um samtök og samstarf þingflokkanna um að freista að bæta vinnubrögð Al- þingis. í öllum þingflokkum hafði verið rætt um málið og menn mjög samhuga um að full þörf væri á verulegum end- urbótum. Forsetar tóku síðan málið í sínar hendur og hafa nú gefið út auglýsingu um hið nýja skipulag og vinnubrögð. Þingmenn hafa um mörg und- anfarin ár átt við hina mestu erfiðleika að búa við störf sín. Háskólinn hefir til sinna um- ráða alla neðstu hæð þinghúss- ins, þar sem eru herbergi fyr- ir nefndarfundi og flokksfundi. Sámhliða þessu hefir þing- mönnum verið fjölgað, svo að þeir eru nú 49, og þingin orðið lengri en fyr. Sum árin hafa þingin verið tvö og gengið til þeirra mestallur veturinn. Þing- deilur hafa alloft verið harðar og langar, og sum árin nætur- fundir mjög tíðir, vegna fram- gangs mála. Niðurstaðan hefir orðið sú, að þingmenn hafa bæði haft hina erfiðustu aðbúð um vinnuskilyrði og auk þess óhæfi- lega og slitandi áreynslu. Sjálf- ir ráðherrarnir hafa ekki haft neitt herbergi til að tala við menn, sem áttu erindi við þá. Einu úrræði þeirra eins og þing- mannanna hefir verið að ræða málin út í gluggakistum þing- deildanna. Áheyrendur, sem vildu hlusta á í efri deild gengu gegn um deildina, og í fyrra- vetur voru menn sem vildu flytja mál sitt við þingmenn í efri deild orðnir þar svo hag- vanir, að þeir stóðu við stóla þingmannanna inni í deildinni. Oft var svo þröngt af starfs- fólki þingsins inni í deildarsöl- unum og af gestum í hliðarher- bergjum og ganginum við deild- irnar, að þingmenn komust varla ferða sinna. Hið óþægilega húsnæði, hinir löngu fundir og yfirgangur áheyrenda var á góðri leið með að gera þingið að allt annari samkomu en það á að vera. Þingmenn nutu svo lélegra starfsskilyrða, að glögg merki sáust á vinnubrögðum. Allur þorri þingmanna hætti að leiðrétta ræður sínar og koma þær í þingtíðindunum í hinni ó- fullkomnu útgáfu þingskrifar- anna. Hafa ræðurnar þess vegna mjög takmarkað sögulegt gildi. Nýjung sú, sem nú er gerð með velviljuðu samþykki þing- manna, er neyðarvörn frá hálfu Alþingis um að vernda starfs- skilyrði og virðingu löggjafar- valdsins. Og þá fáu daga, sem liðnir eru af starfstíma þings- þeirra allra eign. Hverjum les- anda finnst til sín talað. Þannig voru vísindi Snorra Sturlusonar. Jónas Jónsson hefir staðið í höfuðorustum meir en tuttugu ár. Ekki í þeirri hríð, þegar rif- ið var niður hið forna sjálfstæði, heldur hinni, er það var byggt upp að nýju. Ekki sem liðsmað- ur, eins og Sturla, heldur sem foringi. Hann stendur í hverri sókn framar öllum skjöldum og skjaldborgum og grípur hvert skeyti á lofti áður en það hittir flokkinn, og kastar aftur til andstæðinga. En í hvert sinn sem merkur maður fellur eða nær í áfanga, þegar hlé verður á orustu, geng- ur Jónas Jónsson á sitt Helga- fell, sína rólegu sjónarhæð. Og honum birtast sýnir eins og Snorra goða. Atburðir liðinna daga og viðhorf komandi ára líða hjá. Hinn fallni, eða sá sem hefir náð í áfangann, fær sinn bauta- stein, sína sögu sagða með hlut- leysi Sturlu, sem ann jafnt andstæðing sem vini sannmæl- is. En það er eigi safnandinn heldur könnuðurinn, sem ritar. Það er andlegur erfingi Snorra og höfundar Njálu. IV. Allir, sem þekkja íslenzkar bókmenntir nú á dögum, viður- kenna, að Jónas Jónsson er einn af hinum allra snjöllustu ís- lenzkum rithöfundum. Vinir og andstæðingar munu vera hér á einu máli. En sérsvið Jónasar, ins, er sýnilegt að hið nýja skipulag muni marka glöggt spor i sögu Alþingis. Ráðherrarnir hafa fengið til umráða snoturt herbergi á þriðju hæð. Gestir, sem hlusta á efri deild, hafa fengið gangrúm að suðurstofu, án þess að fara yfir þingsalinn. Menn, sem leita eftir þingskjölum, fá þau, án þess að koma inn á gang Al- þingis. Starfsfólk þingsins geng- ur ekki um deildarsalina nema þingskrifarar, sem eru þar að vinnu. Hver þingmaður fær einn að- göngumiða að lestrarsal þings- ins, en áður voru þeir tveir, og raunar var aðgangur þangað orðinn ótakmarkaður. Þingmað- ur, sem vill leyfa góðkunningja aðgang að lestrarsal, fær mann- inum aðgöngumiðann, en hann afhendir miðann, sem ber nafn þingmannsins aftur dyraverði. Þaðan fær þingmaður aftur sinn aðgöngumiða og getur lánað hann nýjum manni næsta dag. Valinn lögreglumaður er yfir- dyravörður og umsjónarmaður um allt framferði við inngang og í göngum þingsins. Undir- menn hans og sendisveinar þingsins hafa borða um hand- legg merktan með nafni Al- þingis. Nokkrar líkur eru til að sam- tök verði milli þingflokkanna um að hafa valda framsögu- menn í málum, og að varla tali nema einn maður fyrir flokk í hverju máli. Myndi þetta stór- lega stytta þingfundi og þing- tíðindi. Ráðgert er að nefnda- fundir byrji fyrst um sinn um klukkan 2, ef deildarfundir eru stuttir og að þá verði lokið af þeim störfum, sem annars ættu að byrja kl. 5. — Með þessum hætti yrði oft hægt að komast hjá flokksfundum á kvöldin, en þeir slíta einna mest heilsu manna, sem verið hafa önnum kafnir við síbreytileg störf allan daginn. Síminn hefir verið sannarlegur höfuðóvinur þing- manna fram að þessu. Þing- menn hafa þráfaldlega engan frið haft, hvorki meðan stóð á deildarfundum eða á nefndar- fundum. Skapaði hið sífellda ferðalag þingmanna í símann mikla óró við hin daglegu störf Alþingis. Forsetar láta nú ekki kalla á þingmenn í síma meðan stendur á deildar- eða nefndar- fundum, en auðvitað geta þing- menn hringt sjálfir úr þinghús- inu, þegar þeim hentar. í Danmörku eru ekki þing- fundir nema suma daga vik- unnar, og fara bændur oft heim og sitja að búum sínum fram á mánudag. Þessu verður ekki við komið hér, en forsetar gera (Framh. á 3. siðu) þar sem hann á flest áhugamál, eru sagan, bókmenntir okkar og fagurfræði. Ef við lítum yfir hóp þeirra manna, sem mestu hafa ráðið í stjórnmálum í hinum stóru lýð- ræðislöndum, Frakklandi og enskumælandi löndum, þá sjá- um við að allur fjöldi þeirra hafa verið rithöfundar, einkum í sögu og fagurfræði, en ekki hagfræðingar eða fésýslumenn. Þeir hafa reynst happadrýgri til forystu, sem rannsakað hafa hina innri byggingu þjóðfélags- ins og hinar sálrænu hliðar fé- lagslífsins, heldur en þeir, sem fjölluðu um verðmætin, sem metin verða í dollurum og pund- um. Efalaust hefir ritleikni Jón- asar Jónssonar átt mjög drjúg- an þátt í að afla honum margra og stórra sigra í framgangi þeirra málefna, sem flokkur hans hefir barizt fyrir. í hverju máli skynjar hann glöggt kjarna málsins og greinir skýrt og ljóst öll rök með afli þess sem talar eins og vald hafi. — Hann á ímyndunarafl skáldsins og getur í björtum myndum, með skörpum, stuttum líking- um, sagt meira en hægt væri á mörgum blaðsíðum í þurru máli fræðimanna. Þessi listgáfa Jónasar Jóns- sonar hefir gert alla sókn hans og allar hans ádeilur hvassar, hárbeittar og markvissar, og aflað honum óvinsælda og að- dáunar. En eins og augað var glöggt fyrir hinum snöggu blettum og höggstöðum á máli andstæð- Jón Sigurðsson, Yzlalelli: Merkír samtíðarmenn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.