Tíminn - 14.03.1939, Síða 3

Tíminn - 14.03.1939, Síða 3
31. blað A N N Á L L Dánardægur. Guðjón GuSIaugsson, fyrrum alþingismaður, andaðist að heimili sínu í Reykjavík, 6. marz. Hann var þingmaður Strandamanna langa hríð og mjög kunnur maður á sínum tíma. Hann var kominn á ní- ræðisaldur. Jón Arnfinnsson, fyrrum bóndi að Litla-Dunhaga í Hörgárdal, andaðist að heimili sínu, 87 ára að aldri, 21. febrúar. Einkasonur hans, Jón, býr nú í Dunhaga. Hann var hinn mesti dugn- aðarmaður og búhöldur ágætur, hraustmenni mikið og hélt góðri heilsu fram í háa elli. Kristgeir Jónsson bóndi á Vestri-Hellum í Flóa andaðist á Landsspítalanum 26. febrúar eftir langvarandi vanheilsu. Hann var á sjötugsaldri, fæddur 6. september 1871, að Heiðarbæ í Þingvallasveit, þar sem for- eldrar hans, Guðrún Guð- mundsdóttir, systir Þorláks al- þingismanns í Fífuhvammi, og Jón Ólafsson frá Nesjavöllum, bjuggu. Ólst Kristgeir upp að Heiðarbæ. Hann byrjaði búskap að Nesjum í Grafningi, fluttist síðar upp í Skorradal og bjó á ýmsum jörðum í Borgarfjarðar- dölum. Þaðan fluttist hann til Reykjavíkur og var bústjóri í 'grennd við bæinn. Ekki undi hann því til lengdar, heldur fluttist austur í Árnessýslu og bjó á ýmsum jörðum austan- fjalls og síðast að Vestri-Hell- um i Flóa. Kristgeir kvæntist fyrst Guð- nýju Ólafsdóttur, systur séra Þórðar, sem lengst af var prest- ux að Söndum i Dýrafirði, og átti með henni þrjú börn, sem öll eru á lífi: Grím hárskera á ísafirði, Jón kennara og Krist- rúnu, búsetta í Reykjavík. Önn- ur kona Kristgeirs var Finn- björg Teitsdóttir, ættuð úr Keflavík. Áttu þau þrjú börn, sem nú eru 13—16 ára. Að Finn- björgu látinni hóf hann búskap með Herborgu Jónsdóttur og áttu þau saman sjö börn og er hið elzta þeirra tíu ára gamalt, en hið yngsta tveggja ára. Her- borg andaðist fyrir tveim árum og eru börnin því bæði föður- og móðurlaus. Kristgeir Jónsson var að mörgu leyti óvenjulegur maður, höfðinglundaður og slíkt glæsi- menni, að af bar. Glaður var hann og reifur, allt til hinstu stundar. Lík Kristgeirs var jarðsungið hér í Reykjavík siðastliðinn fimmtudag. Kopar keyptur í Landssmiðjunnl. tekningar og veit um öll mistök annarra stjórnmálamanna og flokka. En þessi þekking er nær eingöngu til styrktar í vörn. Hin miklu pólitísku áhrif hans byggjast hinsvegar fyrst og fremst á hinum jákvæða og skapandi mætti hans. Honum finnst ekkert vera nægilega gott. Hann vill skapa og byggja — skip, brýr og orkustöðvar. Hann vill gera Bandaríkin að The Powerful America (hinni voldugu Ameríku), því hann er sannfærður um að það sé hægt, og að hann geti gert það og að hann sé sá eini, sem geti gert það. Á hamingjusömustu stundum lífs síns trúir hann því, að guð hafi bjargað lífi hans — til þess að fela honum veglegt hlutverk. Við hlið þessara hátíðlegu til- finninga býr mikið glaðlyndi. Brosið er ekki nein tilgerð hjá Franklin Roosevelt. Hann er alltaf reiðubúinn til að gera að gamni sínu og taka þátt í spaugi, enda þótt það beinist stundum gegn honum sjálfum. Vitanlega er brosið einn þátt- urinn í amerískri kurteisi. Á stóru amerísku gistihúsunum hanga víða spjöld með þessari áletrun: ,,Mundu að þú ert ekki fullklæddur fyr en þú brosir“! Um mann eins og Roosevelt er tæplega hægt að fullyrða, hvað sé eiginlegt í fari hans og hvað sé gert til að sýnast. Menn skapa fyrst hlutverk sitt og síð- an mótar það þá, unz þeir eru raunverulega orðnir þrælar þess. Það er vissulega ekki að á- stæðulausu, að Roosevelt hefir TlMlNN, þrið jiidagiun 14. marz 1939 125 HEIMILIÐ Prjónuð sportföt Þessi smekklegu, hlýju föt, má hafa bæði á drengi og stúlk- ur á aldrinum 5—13 ára. Peys- an, sem er með ísaumuðum rós- um, getur verið með kraga, eða kragalaus, eftir því sem hver vill. Legghlífarnar og trefillinn eru með einföldu brugðnu prjóni. Efnið þarf að vera fremur fínt ullarband. Litinn getur hver haft eftir sínum smekk. í rand- ir á húfuna, trefilinn og legg- 11111111111111111111111111111111111111111111■1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin F i Blóm og Avextír | Hafnarstrœfi 5 Sími 2717. | Fræið er komið ( mikið úrval. | Matjurtafræ, Blómfræ I Vorlaukar Margra ára reynzla. iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiinMi hlífarnar skal nota tvo liti, auk aðalefnisins, og verður að velja þá smekklega eftir aðallitunum. Vilji maður losna við þá miklu fyrirhöfn, að prjóna rósir í peys- una, má sauma þær í á eftir með krosssaum, þegar búið er að prjóna fötin. Skulu þau prjónuð á prjónavél, ef þess er kostur. Fötin væru falleg ljósgrá, með svörtu og rauðu, eða rauð með svörtu og gráu. Lítið sýnishorn af ísaumnum fylgir myndinni. J. S. L. Hreinar léreftstuskur kaupir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. Visiinlin láta ekkt * að sér hæða. Hvort réttara kann að vera, að góð erlend mjólk innthaldi 10 eða 20 mg. af C-bætiefni í mjólkurlítranum skal ekkert um sagt. Hitt er nú aftur á móti staðreynd, að gerilsneydd mjólk, í mjólkurstöðinni hér í bænum, reynd- ist í jjanúar og febrúar síðastliðnum að innihalda 13—14 mg. af C-bætiefni í 1 lítra af mjólk, svo sem sjá má af áður birtum vottorðum frá Rannsókn- arstofu Háskólans. Sígurður Ólason & Egill Sigurgeirsson Málflutningsskrifstofa Austurstrætí 3. — Sími 1712. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa íylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavik. hlotið nafnið The Great Char- mer. Hann er hið töfrandi glæsi- menni, sem dregur menn ósjálf- rátt að sér og kann að nota öll tækifæri til að vinna bug á and- úð andstæðinganna, eins og t. d. á síðastl. ári, þegar hann svar- aði svæsnum árásum frá Henry Ford með því að skipa son hans í talsverða virðingastöðu. Vissulega er forsetinn frábær show-man (maður, sem stend- ur fyrir sýningum). Hann leikur ýmsar brellur betur en nokkur annar. Hann kann að nota hin- ar amerísku kurteisisreglur út í yztu æsar. Stundum missir hann þó marks með hinni miklu alúð sinni, sérstaklega þegar kald- lyndari Norðurálfubúar eiga í hlut. Norskur prestur, sem þjónar lútherskum söfnuði 1 Ameríku, hefir sagt mér eftirfarandi: „Ég átti sæti í kirkjulegri nefnd, sem þurfti að ná tali af forset- anum. Ég hafði næstum trúað á hann og greitt honum at- kvæði, enda þótt ég sé í repu- blikanaflokknum. Erindi okkar var ekki stórvægilegt, en hann talaði um það við okkur með þeim hita og hrifningu, sem gat bent til að örlög Ameríku væru undir því komin. Mér varð lit- ið á hægri hendi hans. Hann studdi henni á litla bókahillu, sem hægt er að hreyfa til eftir vild. í hillunni voru biblían, sálmabókin, bækur eftir Luther og fleiri rit, sem Lutherstrúar- menn meta mikils. Mér varð meira en nóg boðið. Þegar eg fór, þorði ég ekki að líta í kring um mig til að grennslast eftir, hvaða bækur ætti að láta í hill- una til sýnis fyrir næstu nefnd- ina, sem forsetinn tæki á móti“. Þetta er einn þátturinn í leiknum. Hann er reyndar alveg meinlaus. Hann skaðar engan, en gerir ýmsum glaðara í geði. Það er öllum kunnugt, að forsetinn er mikill show-man. Flestum líkar það vel. Það til- heyrir starfi hans. En hinar miklu vinsældir hans byggjast samt ekki á því. Þær grundvall- ast kannske ekki heldur fyrst og fremst á hinni fullkomnu kosningavél demokrata eða hinum miklu styrkjum til at- vinnuleysingjanna. Þær byggj- ast á þeirri tilfinningu að hann sé maður, sem vill gera mikið, maður, sem hefir mikla trú á landinu og þjóðinni og vill búa henni betri kjör og gera hana voldugri, maður, sem er búinn þeim dugnaði og hæfi- leikum, er allir Bandarikj amenn virða mikils. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Skrifstofa Framsóknarflokksins I Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- vikur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1 D. Ný bók frá Máli og menningu: móðlrin eftír Maxim Gorki, síðari hluti, er nýkomin út. Þessi fræga skáldsaga, sem þýdd hefir verið á öll helztu tungumál heimsins, er nú komin öll í heild á íslenzku. Þetta er fyrsta bókin af 5—6, sem félagsmenn í Máli og menn- ingu fá á þessu ári fyrir aðeins 10 króna árgjald. — Næst verður Austanvindur og vestan eftir Nobelsverðlaunahöfundinn Pearl Buck. Seinna á árinu koma ÚRVALSLJÓÐ STEPHANS G. STEP- HANSSONAR ásamt RITGERÐ UM SKÁLDIÐ EFTIR SIGURÐ NORDAL. íslendingum hafa aldrei boðizt áður jafn góðar bækur fyrir jafn lágt verð. Látið innrita yður strax í Mál og menningu. Mál og mennm^ Lau^avegi 38. — Sími 5055. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HtJÐIR og SKOÍN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að liiðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMRAJVD ÍSL. SAMVINmJFÉLAGA selur NAUTGRIPA- HtJÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKIM, LAMB- SKIW og SELSKIM til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRLJR TEL StJTUAAR. - IVAUT- GRIPAHÚDIR, HROSSHtJÐIR og KÁLFSKIM er bezt að salta, en gera verður það strax að lokínni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- nnnm, bæði úr holdrosa og hári, áðnr en salt- að er. Góð og hrefnleg meðferð, á þessnm vörum sem öðrnm, borgar sig. • j ^ V ^ 292 Andreas Poltzer: Patricia 289 listelsks ríkisbubba. Og nú hófust hinir kynlegu arinhilluþjófnaðir. Það tók Whinstone talsverðan tíma aö ná þessu öllu upp úr blaðamanninum, þó að hann yrði mjög mælskur er fram í sótti. — Hurst, er þetta ekki alltsaman uppspuni? spurði fulltrúinn. Og þegar blaðamaðurinn brosti út í bláinn í stað þess að svara, hélt hann áfram: — Við skulum ekki leyna hvorn annan neinu, Hurst. Ég játa, að ég ætlaði mér að veiða upp úr yður. En ég notaði ekki pyntingar við yður. Kampavín er þumal- skrúfa, sem ég amast stundum ekkert við sjálfur.... Hurst var talsvert drukkinn. Hann hló og svo sagði hann: — Nei, fulltrúi, ég hefi engu logið að yður. Og af því að það er fagnaðardagur hjá yður í dag, þá skal ég trúa yður fyrir, hvaðan ég hefi fengið vitneskju mína um þetta. En fyrst verð ég að leggja fyrir yður spurningu: Hver haldið þér að það hafi verið, sem gaf mér grund- völlinn til þess að byggja á þá staðhæf- ingu mína, að þjófurinn væri að leita að frumhandriti eftir Shakespeare? Án þess að hugsa sig um, svaraði Whinstone: — Arinhilluþjófurinn sjálfur! — Bravó, Whinstone! hrópaði blaða- hafa náð blaðamanninum á tal undir fjögur augu. Hann grunaði undir eins, að þessi glöggi blaðamaður hefði upp- götvað eitthvað. Hann þurfti ekki að ýta undir Hurst að tala. Hann hjakkaði því nú út úr sér sem hann vissi, en skildist ekki stundum. — Honum hafði tekizt — með hvaða móti minntist hann ekki á — að komast að því, að arinhilluþjófurinn var að leita að handriti að „Richard III.“ Að vísu ekki hinu dýrmæta frumhandriti, en af gömlu, svonefndu ránsafriti. Jafn- vel þó þetta handrit kostaði ekki nema þúsundasta hlutann af því, sem frum- handritið kostaði, var það þó mjög verð- mætt þjófnum. Það stóð í sambandi við æfintýrafjár- sjóð á Kokoseyjum. Lengi höfðu Eng- lendingar, Ameríkumenn, Spánverjar og Frakkar, Þjóðverjar og Chilebúar reynt að finna gull Inkanna, sem sagan sagði að væri fólgið í jörðu á Kokoseyjum. Enskur sjóræningi, Thompson skip- stjóri, átti að hafa náð í fjársjóðinn, sem her Piz&rros hafði tekið, þegar verið var að flytja hann til Evrópu. Hann gróf hann á Kokoseyjum. Síðan lenti sjóræningjaskipinu í orr- ustu við enskt herskip og féll öll áhöfn ræningjaskipsins nema Thompson og

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.