Tíminn - 16.03.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
23. árg.
Reykjavík, fimmtudaglnn 16. marz 1939
Löggjöf um hlutarútgerðarfélög
Merkilegl nýmœli um stolnun Irygg-
ingarsjóða, sem tryggja sjómönn-
um lágmarkskaup
Þrír þingmenn Framsókn-
arflokksins í neðri deild,
Gísli Guðmundsson, Bjarni
Ásgeirsson og Bergur Jóns-
son, flytja frv. til laga um
hlutarútgerðarfélög.
Aðalefni frv. er á þessa leið:
Markmið hlutarútgerðarfé-
laga er að reka fiskveiðar á
hlutaskiptagrundvelli og annast
í sambandi við þær innkaup á
vörum, hagnýtingu afla, sölu
hans o. fl.
Hlutarútgerðarfélagið má ekki
stofna með færri en fimm
félagsmönnum. Hlutaðeigandi
bæjar- eða sveitarstj órn verður
að leyfa félagsstofnunina og
ríkisstjórnin að staðfesta sam-
þyktir félagsins.
Inngangseyrir sé 10 krónur
frá hverjum félagsmanni, eT
renni í varasjóð. Sérhver með-
limur hlutarútgerðarfélags ber
takmarkaða ábyrgð á skuld-
bindingum félagsins, að upp-
hæð 300 krónum.
Félagar geta þeir einir orðið,
sem vinna hjá félaginu. Óheim-
ilt er að ráða fasta starfsmenn
hjá félaginu, nema þeir um leið
gerist félagsmenn. Þó má veita
undanþágu frá þessu með ráðn-
ingu skipverja í forföllum ann-
ara, ef brýn nauðsyn ber til.
Skipverj ar og aðrir fastir starfs-
menn skulu ráðnir gegn ákveðn-
um hluta af afla, og skal hlut-
urinn vera full greiðsla fyrir
vinnu þeirra. Fyrirkomulag
hlutaskiptanna á hverri tegund
skipa skal ákveða í samþyktum
félaganna.
í varasjóð skal leggja 1% af
óskiptum ársafla og sömuleiðis
tekjuafgang. Tekjuhalli, sem
verða kann, greiðist úr vara-
sjóði.
H v e r t hlutarútgerðarfélag
hefir tryggingarsjóð, sem
hefir það markmið að tryggja
félagsmönnum, sem vinna hjá
félaginu, lágmarkstekjur, eftir
nánari ákvæðum í reglugerð,
sem félagið setur. Skal sú reglu-
gerð samþykkt af hlutaðeigandi
bæjar- eða sveitarstjórn og
staðfest af ríkisstjórninni. Tekj-
ur sjóðsins skulu vera:
Árlegt gjald, sem nemi 1% af
óskiptum afla félagsins.
Jafnmikið tillag frá hlutað-
eigandi sveitar- eða bæjarfélagi.
Heimilt er að ákveða, að þessi
tillög skuli vera hærri, ef þarf.
Hlutarútgerðarfélag eða stjórn
þess getur ekki ráðstafað inn-
stæðu tryggingarsjóðs og ó-
heimilt er að skerða sjóðinn til
lúkningar skuldum félagsins, en
hætti félagið störfum, skal sjóð-
urinn ávaxtaður áfram á nafni
hlutaðeigandi bæjar- eða sveit-
arfélags, sem getur notað inn-
stæðu hans til að greiða tillög í
tryggingarsjóði annara hlutar-
útgerðarfélaga, sem þar starfa.
Félagsfundur hefir æðsta vald
i málefnum hlutarútgerðarfé-
lags. Atkvæðisrétt á félagsfund-
um hafa allir meðlimir félags-
ins.
Auk þessa eru í frv. mörg önn-
ur ákvæði um fyrirkomulag og
rekstur hlutarútgerðarfélaga.
Frumvarpinu fylgir ítarleg
greinargerð. Segir þar m. a., að
þar sem sjávarútvegurinn sé
annar aðalatvinnuvegur þjóðar-
innar sé þýðingarmikið, að þeim
atvinnuvegi sé fundið það
rekstrarfyrirkomulag, sem bezt
hentar. Sérstaklega þurfi það að
veita þeim mönnum, er við út-
gerðina vinna, sem mesta trygg-
ingu fyrir réttlátum starfslaun-
um, og þeim stofnunum, er lána
fé til útvegsins, sem mest fjár-
hagslegt öryggi.
Þá er þess getið, að undan-
farin ár hafi verið stofnuð
nokkur samvinnuútgerðarfélög,
sem fæst hafi þó verið rekin á
samvinnu- og hlutarskipta-
grundvelli og hafi auk þess haft
við ýmsa örðugleika og skiln-
ingsleysi að stríða. Þetta fyrir-
komulag megi því ekki dæmast
eftir árangrinum af starfi þess-
ara félaga.
Næst er gerð grein fyrir því,
að ákveðið sé í frv. „að alliT fast-
ir starfsmenn félagsins og skip-
verjar á skipum þess skuli ráðn-
ir gegn ákveðnum hluta af afla,
en ekki fyrir fast kaup. Er þetta
því miklu víðtækara hlutar-
skiptarfyrirkomulag en áður
hefir tíðkazt, þar sem nú muni
það eingöngu vera sjómennirnir,
sem taka aflahlut fyrir vinnu
sína. Verður það að teljast rétt-
ast skipulag í útgerðarmálum,
að allir, sem í þeirri atvinnu-
grein starfa, taki laun eftir þvi,
sem aflast, og verður það ekki
betur gert á annan hátt en
þennan. Með þessum hætti
verður það hagur þeirra allra
hlutfallslega jafnt, þegar vel
aflast og verð afurðanna er hátt,
og aftur á móti leggjast byrð-
arnar af aflaleysi og lágu af-
urðaverði hlutfallslega jafnt á
alla þátttakendur í útgeTðinni,
en ekki aðeins nokkum hluta
þeirra, eins og nú tíðkast.“
„Því hefir verið haldið fram“,
segir ennfremur í greinargerð-
inni, „að eigi myndi unnt að
koma við hlutaskiptum að því
er snertir þá menn, sem vinna
að verkun og hagnýtingu afl-
ans í landi. Þetta mun þó auð-
velt, ef vilji er fyrir hendi. Verð-
ur að teljast vel hægt fyrir
landverkafólk að taka þátt í
slíkum félagsskap og taka að
sér fiskverkun gegn ákveðnum
hluta af aflanum í verkunar-
laun, og yrði sá aflahlutur mis-
munandi stór, eftir því á hvaða
verkunarstigi fiskurinn yrði
seldur“.
Um framlög bæjar- og sveit-
arsjóða í tryggingarsjóði hlut-
arútgerðarfélaga segir svo:
„Þetta ákvæði er byggt á því,
að rekstur útgerðarinnar sé svo
þýðingarmikill fyrir viðkomandi
bæjar- eða sveitarfélög, að
réttmætt sé að leggja á þau
nokkra kvöð til að tryggja þeim
mönnum, sem að útgerðinni
vinna, lágmarkslaun fyrir unn-
ið erfiði. Má benda á, að vafa-
samt er, að hér yrði um raun-
verulega útgjaldaaukningu að
ræða fyrir bæjar- eða sveitar-
félögin, þar sem þau yrðu senni-
lega að veita fé til atvinnubóta
eða á annan hátt til stuðnings
atvinnulausum mönnum, ef út-
gerðarstarfsemi félli niður.
Því verður tæplega á móti
mælt, að rétt sé, að þeir, sem
vinna framleiðslustörfin, fái
stuðning annarra, sem hafa
betri afkomu, ef einhverjir
finnast, þegar illa árar fyrir
framleiðsluna. Að þesskonar
jöfnun á kjörum manna er
stefnt með ákvæðum þessa
frumvarps um tryggingarsjóði,
sem séu að hálfu leyti myndaðir
af tillögum annara en þeirra, er
að framleiðslunni vinna. En
vegna þessarar greiðsluskyldu
bæjar- og sveitarfélaga, er svo
fyrir mælt, að bæjar- og sveit-
arstjórnir skuli samþykkja
reglugerðir um lágmarkslaun,
sem greiðist úr tryggingarsjóði."
Þá er það tekið fram í grein-
argerðinni, að með hlutarút-
gerðarfyrirkomulaginu verði
sjóveðshættan mjög lítil og ætti
því slíkum félögum að verða
miklu auðveldara að fá lán gegn
veði í skipum heldur en fyrir-
tækjum, sem skuldbinda sig til
að greiða áhöfninni fast kaup,
sem sjóveðsréttur fylgir.
32. blað
Endalok Tékkoslovakiu A víðavangi
Þegar Sudetahéruðin voru
sameinuð Þýzkalandi síðastliðið
haust, lýsti Hitler yfir því, að
hann gerði ekki meiri landa-
kröfur í Evrópu. Bæði Cham-
berlain og Daladier þóttust trúa
þessu loforði, en hinn mikli víg-
búnaður Breta og Frakka síðan,
bendir eigi að síður til þess, að
þetta loforð hefir ekki verið á-
litið haldbetra en samhljóða yf-
irlýsing, sem Hitler gaf eftir
innlimun Ausurríkis hálfu ári
áður.
Reynslan hefir líka orðið í
samræmi við þá skoðun. Síðari
yfirlýsing Hitlers entist heldur
ekki í hálft ár. í gær lét hann
taka seinustu leifar Tékkó-Sló-
vakíu hernámi og leggja þær
undir þýzka ríkið.
Aðdragandi þeirra atburða
var með þessum hætti:
Eftir Múnchensættina var
Tékkóslóvakíu skipt í þrjú fylki
og fór skiptingin eftir þjóð-
flokkum, Tékkum, Slóvökum og
Ruthenum (Ukrainu-mönn-
um). Hafði hvert fylkið sjálf-
stjórn. Fljótlega tók að bera á
þvi, að Slovakar vildu ráða mál-
um sínum einir og ekki hlíta
ráðum Tékka í neinu. Sniðu þeir
stjórnarfyrirkomulag sitt eftir
þýzkri fyrirmynd og var ekki
nema einn stjórnmálaflokkur
leyfður í landinu. Síðastliðinn
fimmtudag komst tékkneska
ríkisstjórnin á snoðir um, að
forystumenn Slovaka ætluðu að
slíta öllu sambandi við Tékka
og gera Slovakíu að sjálfstæðu
ríki. Ákvað stjórnin að hindra
þessi áform og gera hið ítrasta
til að vernda einingu ríkisins.
Þing Slovaka var því rofið,
stjórninni þar vikið frá og tékk-
neskt herlið sent inn í fylkið.
Virtist fyrst í stað, sem þessar
ráðstafanir tékknesku stjórnar-
innar myndu ná tilætluðum á-
rangri.
En þá skerast Þjóðverjar í
leikinn. Verður enn ekki sagt um
það til fullnustu, hvort bylting-
artilraun Slovaka hafi verið
undirbúin í samráði við Þjóð-
verja og þeir ætlað að nota
hana á þann hátt, sem nú er
fram komið, eða hvort Hitler
hafi hér gripið óvænt tækifæri
til að koma fyrirætlunum sínum
í framkvæmd. Er síðari skýring-
EMIL HACHA,
síð'asti forseti Tékkoslóvakíu.
Símtöl við þingmenn.
Landsimastjóri hefir nýlega ritað
bréf til allra símstöðvastjóra í land-
inu, þar sem svo er fyrir mælt, að fyrir
hádegi daglega skuli þeir sitja í fyrir-
rúmi um símtöl, er þurfa að ná tali af
alþingismönnum. Hinsvegar er ekki
hægt að fá að tala við þingmennina í
síma kl. 1—4.
A.
Maður drukknar í lendingu. -
— Úr Borgarhafnarhreppi.
Góð vetrarveðrátta í Austur-Skaftafellssýslu.
— Úr Ölfusi. — Vertíðin í Þorlákshöfn.
Á þriðjudaginn, laust eftir hádegi,
vildi það slys til, að vélbátnum Ingu,
er var að koma til Stokkseyrar úr
fiskiróðri, hlekktist á í lendingu og
drukknaði einn skipverja, Magnús
Kristjánsson frá Efra-Seli í Hruna-
mannahreppi. Reið ólag á bátinn á
sundinu og tók Magnús út. Gerðu
hinir bátverjar þá tllraun til að bjarga
honum, en brim og straumur var svo
mikill, að bátnum hvolfdi og varð
fjórum skipverja með naumindum
bjargað úr landi, en Magnús drukkn-
aði. Magnús var rösklega tvítugur,
mikill íþróttamaður og syndur vel, þó
að eigi kæmi það að haldi. Hann var,
ásamt bróður sínum, sem einnig var
á bátnum, fyrirvinna móður sinnar,
sem er ekkja. — Báturinn sökk, og er
líklegt að hann ónýtist með öllu. Hann
var átta smálestir að stærð, byggður
1914. en endurbyggður fyrir tíu árum
síðan. Veður var gott, þegar slysið vildi
til. Um svipað leyti árs í fyrra, hinn
17. marz, tók tvo menn út af þessum
báti á Stokkseyrarsundi, og drukkn-
uðu þeir báðir.
I t t
Steinþór Þórðarson bóndi í Hala í
Borgarhafnarhreppi í Austur-Skafta-
fellssýslu skrifar Tímanum fréttir úr
byggðarlagi sínu. Veturinn hefir verið
einmuna góður það, sem af er, ómuna
stillur frá jólum og allt fram undir
þetta, oftast logn og heiður himinn og
frostlítlð. Fullorðið sauðfé og hross var
tekið á gjöf um hátiðar, lömb viku af
desember eða þar um bil.
i r t
Á þessum slóðum er sauðfjárræktin
aðaltekjugjafi bændanna. En jarðirnar
eru yfirleitt litlar og bera þar af leið-
andi lítinn bústofn. Er nú kominn hug-
ur í bændur að auka ræktunina, svo að
meiru sé hægt að framfleyta á jörðun-
um og búin geti stækkað í samræmi við
auknar þarfir heimilanna. Dálítið hefir
verið ræktað hér af kartöflum til sölu
síðustu árin. Munu flest heimili sveit-
arinnar selja eitthvað af kartöflum og
léttir það drjúgum fyrir um fullnaðar-
greiðslu, þegar menn greiða vöru-
úttekt sína að hausti. Til heimilanna
er mikið notað af kartöflum og fer það
vaxandi hin síðari ár og spara bændur
með því mjölkaup. — Af einstaka bæj-
um vantaði hér í meira lagi af fé af
fjalli í haust, og vita menn ekki hvað
veldur, nema ef tófur hafa orðið því að
grandl. Þykir það eigi ólíklegt, því að
refa hefir orðið vart í nágrannasveitum
á undanförnum árum. Hér um slóðir
var refum algerlega útrýmt á árunum
1870—80. Vai- gengið að því með hinni
mestu þrautseigju.
t t t
Karl Þorláksson bóndi að Hrauni í
Ölfusi skrifar blaðinu: Tiðarfarið hefir
verið mjög gott í allan vetur, svo að
snjó hefir sama og ekki fest í byggð. Á
beitarjörðum hefir naumast þurft að
hýsa fé. Muna elztu menn varla annan
vetur jafn snjóléttan. Mæðiveikin hefir
enn sem komið er lítinn usla gert í
sveitinni, en þó hefir hún komið upp
á þrem bæjum. Á Kröggólfsstöðum var
öllu fé fargað haustið 1937 og á Núpum
síðastliðið haust. Nú í vetur hefir
veikin komið upp á Þúfu. Hefir því
tekizt að tefja útbreiðslu hennar, en
vafalaust gripur hún þó meira um sig
en orðið er. Hugsa Ölfusingar nú helzt
til aukinnar nautgriparæktar, bæði
kúa og geldneyta, enda uppgripa
slægjulönd víða á þessum slóðum.
Áveitufélag Ölfusinga starfaði að
framræslu svonefndra F o r a sið-
astliðið sumar og var um 1500 metra
langur skurður grafinn með skurðgröfu
rikisins, auk þess, sem allmikið var
gei-t af handgröfnum skurðum. Eru
skurðir þessír bæði til framræslu og
áveitu. Þetta er hið mesta framfara-
mál. Voru áður oft miklir örðugleikar
við heyskapinn sökum flóða vatna-
vaxta. — Töluverður áhugi er í mönn-
um fyrir aukinni garðrækt. Einnig er
gróðurhúsum fjölgað mjög mikið í
Hveragerði og í nágrenni þess, þar sem
jarðhiti er, og bera þau sig víða vel.
t t r
Sjö bátar ganga til fiskiróðra frá
Þorlákshöfn á vertíðinni. Gæftir hafa
verið heldur slæmar, en fiskur tölu-
verður. Þegar sandurinn er frosinn og
bifreiðum er fært til Þorlákshafnar, er
ný fiskur fluttur austur um alla sýsl-
una.
in að sumu leyti eins likleg, því
upphaflega mun Hitler ekki
hafa ætlað sér að ganga eins
langt og raun er á orðin, heldur
hefir hann gengið á lagið, þeg-
ar hann sá hversu vel það myndi
gefast. Er það sama aðferðin og
hann hafði við innlimun Aust-
urríkis. Hann hafði sjálfur gert
ráð fyrir að hún myndi eiga sér
lengri framtíð, en þá kom
ijóðaratkvæðagreiðslan honum
til óvæntrar hjálpar.
Tékkar gerðu það til sam-
komulags við Þjóðverja, að ó-
gilda þingrofið í Slovakíu og
kalla þingið þar saman á ný.
Kom það saman síðastl. þriðju-
dag og var fyrsta verk þess, að
lýsa yfir sjálfstæði Slovakíu og
óska eftir vernd Þjóðverja. —
Tékkar sáu sig nauðbeygða til
að fallast á þessar aðgerðir og
sendu hinu nýja ríki heilla-
óskaskeyti.
Jafnframt þessu krafðist Hit-
ler að Hacha forseti og Chval-
kosky utanríkismálaráðherra
kæmu á fund sinn. Urðu þeir
tafarlaust við þeirri kröfu og
stóðu viðræður þeirra við Hitler,
Ribbentrop og Göring frá því
um miðnætti til kl. 3 aðfaranótt
miðvikudagsins. Að þeim um-
ræðum loknum lýsti Hacha yfir
því, að hann bæði Þjóðverja um
vernd i nafni tékknesku þjóð-
arinnar. Nokkru seinna byrjaði
þýzki herinn aö ráðast inn í
Tékkóslóvakiu og var hann
kominn til Prag kl. 10 um morg-
uninn. Áður en þýzki herinn hóf
innrás sína, var lesin upp j
tékkneska útvarpið yfirlýsing
frá Sirovy hermálaráðherra,
þar sem hernum var skipað að
halda kyrru fyrir og sýna Þjóð
verjum engan mótþróa.
Síðar um daginn fór Hitler
sjálfur til Prag og settist að
forsetahöllinni. Hafði þýzki her-
inn áður tekið allar opinberar
byggingar á vald sitt og tekið
yfirstjórn lögreglunnar í sínar
hendur. Þýzka leynilögreglan
hefir þegar komið sér upp
bækistöð í Prag og látið hand-
taka nokkra nánustu samverka-
menn Benesar.
Þegar hafa frá 150—200 þús.
þýzkir hermenn verið sendir inn
í Tékkoslóvakíu. Þeim hefir alls-
staðar verið tekið mjög kulda-
lega af almenningi.
Enn mun ekki fullkomlega á-
kveðið, hver aðstaða Tékka
verður framvegis. Þó er víst að
Tékkóslóvakía verður lögð nið
ur sem sjálfstætt ríki og verður
land Tékka gert að sérstöku
fylki í þýzka ríkinu. Fær
það að hafa sjálfstjórn í ýms
um minniháttar innanfylk-
ismálum. Tékkneski herinn
verður afvopnaður, tékkneski
fáninn afnuminn og þýzk lög
innleidd. Sömu reglur verða
einnig látnar gilda um Slovakíu
Afstaða Rutheniu er enn á
huldu. Ungverjar og Pólverjar
hafa lagt mikinn hug á, að ná
henni á vald sitt, en Þjóðverj-
ar sett sig á móti því. Hafa þeir
ætlað að nota hana sem bæki-
stöð fyrir áróður sinn meðal
Alþýðublaðið og Morgunblaðið
eru nú farin að þræta um það,
sem á að hafa staðið í bréfum,
sem farið hafa milli Framsókn-
arflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins nú upp á síðkastið.
Tíminn sér á þessu stigi málsins
ekki ástæðu til að skýra frá því,
sem farið hefir fram í samn-
ingaviðræðum milli flokkanna
né ræða það opinberlega í ein-
stökum atriðum. Til þess er nóg-
ur tími þegar séð er fyrir um
úrslit þessara viðræðna á ann-
anhvorn veg.
* * *
Jónas Sveinsson („appel-
sínu“) læknir skrifaði grein í
blað í Reykjavík og skýrði þar
frá því, að í góðri mjólk erlendis
væru 10 milligrömm af C-bæti-
efni í mjólkurlítra, en taldi
bætiefnið minna í „samsullinu“
hér. Skömmu síðar kom það í
ljós við athugun á rannsóknar-
stofu Háskólans, að í hverjum
lítra af samsölumjólkinni er
þriðjundi meira C-bætiefni en J.
S. taldi vera í erlendri mjólk.
En J. S. var ekki ráðalaus. í
næsta blaði Mbl. lýsti hann yfir
iví, að 10 hefðu verið prent-
villa(!) og að í erlendu mjólk-
inni væru 20 mgr. pr. lítra.
* * *
Mbl. í dag leggur á það mikla
áherzlu, að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi ekki gefið neina „yfir-
lýsingu um fylgi við lækkun á
gengi krónunnar.“ Ef til vill
iurfa útgerðarmenn að halda
annan fund til að skýra málin
betur. En það hlýtur Mbl. að
skilja, að óhjákvæmilegt er fyrir
flokkinn að segja einhverntíma
til um það, hvort hann er með
eða móti gengislækkun. Að
veigra sér við að taka ákvörðun
um það efni er aðeins til að
lengja þingtímann og gera flest
úrræði minna virði en þau ella
væru.
* * *
Forystugrein Mbl. í dag er
sýnilega skrifuð til að þóknast
þeim, sem enga samvinnu vilja.
Þar er hrúgað saman gífuryrð-
um um stjórnarstefnu Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins á undanförnum árum.
Er sagt, að stefna þessara flokka
hafi verið „háskaleg“ og fyr eða
síðar hlotið að „valda hruni at-
vinnuveganna.“ Ennfremur seg-
ir blaðið, að forganga Fram-
sóknarfloksins fyrir myndun
„þjóðstjórnar" þýði það „að nú-
verandi stjórnarflokkar hafi lýst
yfir sínu pólitíska gjaldþroti.“
Tíminn mun láta köguryrði eins
og þessi sem vind um eyru
þjóta, og á afstöðu Framsóknar-
manna til samstarfsins hafa þau
engin áhrif. En höfundurinn
hefir eigi að síður sýnt sinn góða
vilja til að verða þjóðinni að liði
á erfiðum tímum.
- . *_________*___*
Jón í Stóradal er farinn að
ryðga í hinum pólitisku fræðum.
Er helzt á honum að skilja nú,
að hinir svokölluðu „Bænda-
flokksmenn“ hafi horfið úr
Framsóknarflokknum árið 1933,
vegna þess að þeir hafi viljað
„þjóðstjórn“ en meirihlutí
flokksins ekki viljað á það fall-
ast. Sé þetta rétt hjá Jóni, að
hann og hans menn hafi viljað
„þjóðstjórn“ 1933, hafa þeir a.
m. k. farið ákaflega dult með þá
skoðun sína, því að af orðum
þeirra og gerðum varð ekki ann-
að ráðið en það, að þeir vildu
stjórnarsamvinnu við Sjálf-
stæðisflokkinn einan. En slíkt er
vitanlega engin ,,þjóðstjórn“ og
gagnólíkt því, sem nú hefir
komið til orða um samstarf milli
aðalflokkanna þriggja.
Ukraníumanna. Nú hefir ung-
verskur her ráðizt inn í landið
og hyggst að leggja það undir
sig. Er ekki ósennilegt, að Þjóð-
verjar láti það afskiptalaust,
þar sem Ungverjar eru orðnir
þeim mjög háðir.