Tíminn - 16.03.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.03.1939, Blaðsíða 4
130 TtMEViy, fimmtudagiim 10. mar/ 1939 32. blað lnnilutmngur og inn> iintningsleyii 1938 (Framh. á 2. síðu). til iðnaðar), og 18. fl. (ýmislegt). Úr 7. fl. má ætla að sé komið eitthvað af efni í síldartunnur og lýsistunnur. Úr 11. fl. hluti af því, sem þar er talið undir liðnum ,,til annarra iðngreina", sérstaklega hefi ég þar í huga efni til raftækjasmíða. Úr 18. fl. t. d. innflutningur Reykjavíkur- hafnar (Ægisgarður) og efni til Rafveitu Akureyrar. Þessir liðir sem hér eru taldir, eru svo háir, að miklu munar þegar um til- færslu er að ræða. 10. fl. Verkfæri og búsáhöld: Greiningin á þeim vörum, sem taldar eru til þessa flokks, eftir flokkun gj aldeyrisnefndar, er mjög óglögg. Er augljóst, að hér hafa blandazt saman ýmsar vörur, innfluttar samkvæmt leyfum, sem talin hafa verið til 7., 8. og 9. flokks, þ. e. a. s. út- gerðarvara, landbúnaðarvara og véla, enda er innflutningurinn í þessum flokkum talinn lægri en leyfin. Við athugun á greiningu tegunda í þessum flokkum, kem- ur í ljós, að takmörkin eru mjög óglögg. T. d. munu leyfi, sem veitt eru fyrir ýmiskonar járn- vörur, sem ætlaðar eru til skipa vera færð í leyfisskýrsluna undir „aðrar útgerðarvörur" í 7. fl, en þegar innflutningsskýrslur yfir þessar vörur koma til Hagstof- unnar, getur verið eðlilegt að þetta sé fært undir „aðrar járn- vörur“ í 10. flokki. 12., 13. og 14. fl. Hreinlætis- vörur, pappírsvörur og leður- vörur: Það, sem munar í þessum flokkum, mun væntanlega allt stafa frá leyfum í 11. flokki, vegna þess að sumt af því sem flutt er inn sem „efnivara til iðnaðar" er fært eftir þeirri reglu að miða við eðli vörunnar en ekki það til hvers hún á að notast. 15. fl. Rafmagnsvörur og símaefni: Mismunurinn stafar af því, að innflutningur á efni til stækkunar Útvarpsstöðvarinnar, kr. 700 þús. er talinn hér með, en leyfi fyrir þessum vörum eru færð sem sérstakur liður í 18. flokki. 17. fl. Einkasöluvörur: Mismunurinn mun stafa að mestu af millifærslu milli ára. Þó getur hér verið um nokkra tilfærslu að ræða milli flokka, þannig að eitthvað af innflutn- ingi Lyfjaverzlunar ríkisins sé talið með í einkasöluvörunum, en í flokkun leyfa er þetta af eðlilegum ástæðum talið með lyfjavörum. Ég hefi nú hér að framan leit- ast við að gera nokkra grein fyrir því hvað helzt muni, að mínu áliti, valda mismuninum í þeim flokkum, þar sem svo er ástatt að innflutningsskýrslurn- ar sýna hærri upphæð en skýrsl- urnar um leyfin. Heildarniðurstaðan af þessum athugunum mínum er sú, að á- stæðan sé tilfærsla milli ára, hlutfallslega meiri nú en venju- lega, en þó aðallega misræmi í sjálfri flokkuninni. Ég vil taka ÚR BÆMJM Framsóknarskemtun. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík heldur skemmtun í Alþýðu- húsinu annað kvöld, föstudagskvöld. Hefst samkoman við sameiginlegri kaffidrykkju klukkan 9. Nokkrir ungir menn flytja stuttar ræður meðan á kaffidrykkjunni stendur og að ræðu- höldunum loknum verður sungið. Þá þreyta ungir menn úr öllum lands- fjórðungunum með sér kefladrátt. Þeg- ar staðið hefir verið upp frá borðum verður danzað fram á nótt við góða músik. Vigfús Guðmundsson úr Borg- arnesi mun stjórna samkomunni. Framsóknarmenn eru hvattir til þess að fjölmenna samkomuna og sérstak- iega er þess vænzt að ungt Framsókn- arfólk utan af landi, er dvelur hér í bænum, sæki samkomuna. Aðgöngu- miðar kosta kr. 2,50 og fást á af- greiðslu Tímans i dag og morgun til kl. 6, og við innganginn, ef húsrúm leyfir. Aðgöngumiða má panta í síma 2353. það skýrt fram, að með þessu er ekki sagt að flokkun Hagstof- unnar sé röng út af fyrir sig. Hinsvegar er hún, eins og bent er á að framan, þeim vandkvæð- um bundin, að ég tel óhjá- kvæmilegt að ósamræmi komi fram, bæði af þeim ástæðum, sem áður eru nefndar, og eins vegna þess að skýrslur þær, sem Hagstofunni berast, eru oft svo ófullkomnar, að það eitt veldur miklum erfiðleikum við flokkun þeirra. Um þá vöruflokka aðra, þar sem leyfin eru hærri en inn- flutningurinn, vil ég taka það fram, að ég tel þann mismun í sumum tilfellum ekki síður ó- eðlilegan, fljótt á litið, og ó- skiljanlegan, nema í sambandi við umframinnflutning þann, sem fram kemur á skýrslum í vissum flokkum. Víl ég sérstaklega nefna í þessu sambandi, útgerðarvörur og efnivörur til iðnaðar. Að vísu álít ég eðlilegt, að nokkur mismunur komi fram á leyfum og innflutningi á útgerð- arvörum, en að hann nemi 5 milj. króna, nær engri átt. — Á síðastliðnu ári var einmitt leitast við enn frekar en áður, að miða leyfi fyrir þessum vörum við raunverulega nauðsyn, en ekki áætlanir. — Það virðist því augljóst, einnig af þeirri ástæðu að hér er um að ræða mikla til- færslu milli flokka, eins og að framan getur. Um iðnaðarvörur er það að segja, að við, sem þekkjum hvernig iðnaðaxfyrirtækjunum hafa dugað leyfi þau, sem þau hafa fengið, trúum því ekki að þau hafi látið miljón króna ónotaða af þeim, enda væri það í mjög miklu ósamræmi við fyrri reynslu. Styður þetta hvorttveggja það, sem fram hefir verið tekið um tilfærslu milli flokka, og skýrir það hversvegna innflutn- ingur í öðrum flokkum verður meiri á skýrslum en leyfin segja til. Heildarupphæð innflutnings- leyfa veittra 1938 var kr. 53,2 milj., en heildarupphæð inn- flutningsins, samkvæmt bráða- birgðatalningu Hagstofunnar er kr. 49,1 milj. Mismunurinn er kr. 4,1 milj. en ekki 8,2 milj. eins og Morgunblaðið segir. Þótt ég hafi talið rétt að gefa Kennslukvennaskóli (Framh. af 3. síðu) hafði farið fram, og þær fengju þá um leið rifjað upp gamlar endurminningar frá Stabekk. í minningu 25 ára afmælis skólans, var gefið út minningar- rit, sem er mjög fróðlegt og rekur starfsemi skólans í 25 ár. Þegar ég yfirgaf Stabekk, fylgdi frk. Torp mér um borð í Dronning Maud. Hún bað mig skila kveðju sinni til allra nem- enda sinna á íslandi. Þeirri kveðju hefði ég viljað skila fyrr, en ýmsra orsaka vegna hefir það dregizt hingað til. Eg veit, þið munið allar svo vel háu, tígulegu konuna, sem nær 30 ár hefir starfað við Sta- bekk skólann, fyrstu 7 árin sem kennslukona,síðan sem forstöðu- kona. Eg veit að þið dáist allar að því þreklyndi og dugnaði, er hún hefir sýnt í starfi sinu. Eftir 25 ára starf við skólann, var henni boðin gullmedalía sem heiðurslaun, en hún neitaði að taka á móti henni. „Mér finnst ég ekki hafa unnið til hennar,“ sagði hún. Frk. Bergljot Torp á nú þegar svo marga nemendur á íslandi, og hefir svo mikinn áhuga fyrir húsmæðraskólunum íslenzku, að hana langar til að koma til ís- lands. Ef hún kemur hingað, sem ég get vel búizt við, eigum við þá ekki að halda okkar nem- endamót og taka á móti henni? Ef einhver vildi svara þessu, sem ég vona fastlega að verði, væri gaman að fá línu frá henni. Að endingu vil ég benda á það, að forstöðukona Stabekkskólans vill gjarnan hafa tvær íslenzkar stúlkur á skólanum, og ætti sá aðgangur ekki að vera ónotaður, meðan engin kennslukvenna- skóli er til á íslandi. Jónína S. Llndal. framangreindar upplýsingar um þessi mál, í tilefni af skrifum MoTgunblaðsins í garð Gjald- eyrisnefndarinnar, þá vil ég sér- staklega vekja athygli á því að það eitt er hlutverk nefndar- innar í þessu efni, að ákveða um leyfisveitingar, og verður því ekki talið að árásir út af mis- ræmi í innflutningi og leyfum snerti hana, heldur hljóta slík- ar ásakanir miklu frekar að skoðast sem aðdróttun í garð þeirra embættismanna, sem framkvæma eiga eftirlit með innflutningnum og gæta þess að hann sé í samræmi við leyfin. Undir þessar aðdróttanir vil ég ekki taka, en vísa að öðru leyti til þeirra skýringa, sem gefnar hafa verið. Að lokum vil ég taka fram, að þótt ég telji að skýra megi umræddar skýrslur í höfuðat- riðum, álít ég vegna þess óvenjulega mikla ósamræmis, sem fram hefir komið í skýrslum þessa árs, vitanlega sjálfsagt að þetta verði rannsakað til hlítar og mun stuðla að því að það verði gert sem fyrst. Væntanlega ætti þá að fást úr því skorið, hvort skýringar mínar eða Morgunblaðsins eru réttar. Einv. Hallvarðsson. 294 Andr.eas Poltzer: — Sennilega er bókin með uppdrætt- inum yfir fólgna fjársjóðinn ófundin ennþá, sagði Whinstone. — O, sussu nei, herra fulltrúi. Hún er f undin! Whinstone stillti sig eins og hann gat svo að ekki sæist á honum hve mikils honum fannst vert um þessa fregn, og spurði: — Og hvar er bókin þá niðurkomin? — Hjá finnandanum. Nú skal ég segja yður, hvernig þetta atvikaðist: Fyrir nokkrum dögum kom til mín uppgj afa-liðsforingi; hann á heima í Battersea. Hann sagði mér, að er hann hefði lesið grein mína, hefði hann farið að rannsaka arinhillu sína og reyndist það fyrst árangurslaust. Það var ekki fyrr en nokkrum vikum seinna, við nýja rannsókn, að hann fann leynihólfið. Og þar lá gamla útgáfa af „Richard III.“ Hann taldi þetta merkilega tilviljun og ég var á sömu skoðun. Við trúum nefnilega enn á söguna um frumhand- ritið. Samt sem áður fannst okkur tals- vert merkilegt, að hann skyldi finna æfagamla Shakespeare-útgáfu í leyni- hólfi í Adams-arinhillu, svo að ég minnt- ist á þetta í blaði mínu. Nú í morgun kom maður til mín og spurði mig um nánari atvik að fundinum. Hann var Patricia 295 einn þeirra manna, sem er tamara að hjala en þegja. Án þess að hafa mikið fyrir því, hafði ég upp úr honum söguna um uppdráttinn af fjársjóðsfelustaðnum, sem fyrir mörgum árum hafði verið teiknaður á síðasta óskrifaða blaðið í fjórðungsút- gáfunni af „Richard III.“, og að leik- arinn Lewis hefði gert þetta. Frú Lewis var ömmusystir mannsins, sem kom til min, en hann hafði aldrei séð hana, því að hún var dáin þegar hann fæddist. En sagan af uppdrættin- um lifði enn í fjölskyldunni, þó að þessi gestur minn vissi að vísu ekki hvað væri satt i henni og hvað lygi. Mér datt i hug, að hér væri um góða fréttaveiði að ræða og fór með þessum frænda frú Lewis til Battersea. Við hittum liðsforingjann heima. Ég bað hann að sýna mér fjórblöðungsút- gáfuna, sem hann hefði fundið. Hann kom með gömlu bókina, en mér til mik- illa vonbrigða sá ég, að enginn uppdrátt- ur hafði verið teiknaður í hana. En ég gerði aðra uppgötvun, sem hrelldi mig mikið. Síðasta blaðið í bókinni vantaði. Það hafði verið rifið úr, það var auðséð. Varla hafði liðsforinginn heyrt það, sem við gátum frætt hann á um síðasta blaðið, fyrr en hann varð mjög æstur og uppvægur. Sagði hann okkur nú frá LEIKFÉLAG REYKIAVÍEIIR »Húrra-krakki!« Gamanleikur í 3 þáttum eftir ARNOLD & BACH. Staðfært af Emil Thoroddsen. Aðalhlutverkið leikur: HARALDUR Á. SIGURÐSSON. Sýnlng í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT - Kaup og sala - Beztu kolín BEIR H. ZQEGA Símar: 1964 og 4017. Lllarefni og sllki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. ípróttasjóður (Framh. af 3. síðu) og er hún háð samþykki ráð- herra. í reglugerð skulu vera á- kvæði um stjórn mannvirkis, viðhald og notkun. í greinargerð frv. segir, að nefndin hafi frv. í smíðum um fjáröflun til íþróttaskóla og mun það verða tilbúið áður en langt um líður. Ætlazt er til, að í íþróttasjóð renni líka allt það fé, sem fer til einstakra íþróttasambanda og íþróttaframkvæmda. Biódtmmmmn Topper ( Af turgöngurnar ) Sprenghlægileg og mein- fyndin amerísk gaman- mynd um andatrú. Aðalhlutverkin leika: CONSTANCE BENET, CARY GRANT Og ROLAND YOUNG. nýja Bíótmnmwttmn Saga Borgar- ættarínnar Sýnd kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. ::nam Húseign til sölu. Tilboð óskast í húseignina Fálkagötu 24 hér í bœnum lyrir 25. p. mán. Borgarritarinn. Trésmíðaíélag Reykjavíkur heldur fund í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8 síðdegis. Dagskrá: 1 Rætt um vinnustöðvun vegna deilu við Múrara- meistarafélag Reykjavíkur. 2 Önnur mál. S t j ó r n i n. Líftryggíð yður og þá er öll f jölskyldan ánægð. Takið trygginguna hjá Sjóvátrygging. Það er alíslenzkt félag — og enginn býður betri kjör. Aðalskrifstofa: Eimskip, 2. hæð. Sími 1700. Tryggingarskrifstofa, Carl D. Tulinius & Co. h.f. Austurstræti 14. Sími 1730. Við kvefpestinni, sem nú gengur er ekkert læknislyf sem jafnast á við F| nllagrasa-ír. Fjölmargir heilsusamlegir réttir eru auk þess búnir til úr fjalla- grösum. Kynnið yður gæði þeiirrai og gagnsemi! Kaupið fjalla- grös! Þau fást í mörgum verzlunum í Rvík, en i heildsölu hjá Samband ísl. íiaimvínnuSélaga Sími 1080. Reykjavíkurannáll h.f. Revyan Fornar dygðir model 1939 Vegna hinna mörgu, er urðu frá að hverfa síðast, verður leikið Kaupiim íslenzk frímerki ávalt hæsta verði. anuað kvöld í 50. simtj frá því byrjað var að leika. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. j 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. DRKIN Lækjarg. 2. Sími 3736.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.