Tíminn - 16.03.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.03.1939, Blaðsíða 3
32. blað 129 ÍÞRÓTTIR íþróttasjóður. í frv. því til íþróttalaga, sem sagt var frá í seinasta blaði, er stofnun íþróttásjóðs eitt helzta nýmælið. Ákvæðin um hann i frv. hljóða á þessa leið: „Stofna skal sjóð til eflingar iþróttum í landinu, og nefnist hann íþróttasjóður. Alþingi veitir sjóðnum árlega fé til ráð- stöfunar, eða sér honum fyrir öruggum tekjum á annan hátt. Styrkveitingar úr íþrótasjóði skulu miða að því að bæta skil- yrði til iþróttaiðkana, og skal á- herzla lögð á, að þær komi að sem almennustum notum. Styrki má veita til: 1. Hverskonar mannvirkja og tækja, sem miða að bættum skilyrðum til íþróttaiðkana, einkum efniskaupa og aðstoðar kunnáttumanna. 2. Til íþróttaskóla og nám- skeiða. 3. Til útbreiðslu iþrótta og aukinnar íþróttamenntunar. Eigi má veita styrki til venju- legra íþróttamóta né einstakra kappleika eða til verðlauná- gripa, til rekstrarkostnaðar fé- laga eða til fastrar iþrótta- kennslu í almennum skólum né ferðalaga íþróttafélaga, nema til útbreiðslu miði. Aðiljar um styrkveitingar eru: 1. í. S. í., U. M. F. í, og félög og sambönd innan vébanda þeirra. 2. Bæjar- eða sýslufélög, hreppsfélög og skólar. 3. Formleg samtök nefndra aöilja. Umsóknir um styrki úr í- þróttasjóði skulu sendar í- þróttanefnd samkvæmt reglum er hún setur um það. Við úthlutun úr sjóðnum skal taka tillit til eftirfarandi: 1. Hve mikið framlag umsækj - anda er i vinnu og fé. 2. Hve almenna þýðingu út- hlutunin geti haft. 3. Hve heilbrigðisgildi fram- kvæmdar þeirrar, er styrks nýt- ur, er mikið. 4. Að stuðningurinn dreifist með tímanum sem jafnast um landið eftir fólksfjölda. 5. Að hve miklu leyti félögin standi undir rekstrarkostnaði sínum með iðgjöldum félags- manna. Mannvirki, sem styrkt eru úr sjóðnum, skulu vera til al- mennra afnota, eftir þvi, sem við verður komið, en eiga má nota þau til neins þess, sem brýtur í bága við afnot þeirra til íþrótta. Setja skal reglugerð um mannvirki þau, er styrks hafa notið eða njóta úr íþróttasjóði, (Framh. á 4. síðu) Hátíðahöldin hófust með söng. „Gud signe vort dyre fedreland," hljómaði um allann salinn. Þar næst sté formaður skólaráðsins, frú Betsi Kjelsberg i ræðustólinn, og bauð gestina velkomna. Þar næst lék hljóm- sveit hátíöaljóð, og Halfdan Kristensen leikhússtjóri las upp. Frú Kjelsberg lýsti því næst 25 ára starfi skólans. Hún er mikil ræðukona, og hafði auðsýnilega gott lag á því, að ná valdi yfir áheyrendum sínum. Hún talaði með miklu lífi og fjöri og gaf sér tíma til að bíða eftir lófa- taki og hrifningu áheyrend- anna. Næst henni talaði forstöðu- kona skólans, frk. Bergljot Torp. Sagði hún frá því, hvernig há- tíðasalurinn hefði orðið til, og afhenti hann landbúnaðarráðu- neytinu. Þessi veglegi salur hafði verið byggður fyrir sam- skot frá nemendum skólans og vinum hans. Fjöldi af ræðum voru fluttar, má nefna tvo úr ríkisráðinu, Fire og Liestöl, listmálarann, er hafði málað salinn, Hermann Isaksen, o. fl. Síðan komu konur, sem fluttu kveðjur frá ýmsum félögum, hver á eftir annari, og fékk ég að vera ein á meðal þeirra, og bera kveðju frá íslenzkum kon- um. Þegar hér var komið, tilkynti frk. Johanna Sven, að kl. væri orðin fimm, og bráðum yrði klukkum hringt og þá ættu allir að setjast til borðs. Á borðunum, sem voru reidd í skólaeldhúsun- um og kenslustofunum stóðu ár- TlMlNN, fimmtudagiim 16. marz 1939 ----^---=-------------------------- HEIMILIÐ Húsmóðirin Starfi húsmóðurinnar er þannig varið, að hún tekur ekki bein laun fyrir sín störf. Einu launin, sem hún fær, er fæði og klæði — gott ef alþýðukonan þarf ekki oft að spara hvort- tveggja við sjálfa sig — láta manninn sinn og börnin hafa það bezta, en hafa sjálf afgang- inn. Hún gleymir sjálfri sér og sínum eigin þörfum, í daglegu striti við að uppfylla skyldur sínar og störf, sem smám saman hafa hlaðizt á hana. Áður en varir fer þreytan að gera vart við sig, og hún megn- ar ekki að leysa störfin eins vel af hendi sem skyldi. Hún finn- ur oft lítið þakklæti fyrir sitt fórnfúsa starf — en það eru konunnar dýrmætustu laun. Hún vill að ástvinir hennar sjái og meti það sem hún gerir vel, annars verður hún gröm og sorgbitin — allt finnst henni tapað. Öll gæfuvonin á burtu horfin. Þá vaknar hún sem af draumi og fer að hugsa: Gæti ég ekki farið öðruvísi að, gæti ég ekki hagað vinnubrögðum mínum á annan veg, svo störfin verði bet- ur af hendi leyst. Er það rétt að eyða öllum tímanum í snún- inga innan um húsið. Mætti ekki fækka þeim, svo að ég fengi frekar tíma til þess að hlynna að sjálfri mér og fatnaði mínum og barnanna, og tíma til að fegra heimilið mitt — tíma til að auðga mína eigin sál? Oft er heimilunum þannig hagað, bæði hvað snertir húsa- kynni og fleira, að erfitt er að takmarka störfin. Eldhúsin eru t. d. oft svo stór og óþægileg, að vinnubrögðin verða mikið erfiðari fyrir þær sakir. Þýzk kona, dr. Maria Silber- kuhl Schulhlst, hefir unnið að því í iy2 ár að rannsaka hver munur er á vegalengdinni sem þarf að fara innan um eldhúsið eftir því hvernig hlutunum er þar fyrir komið: eldavél, skáp- um, þvottavaski, starfsborðum o. s. frv. Vegalengdin, sem farin var innan um eldhúsið, var mælt með því, að festa takka í gólfið á vissum stöðum. Sú, sem vann verkin, hafði venjulega snældu með snæri í vasa sínum, sem stöðugt rann ofan af þegar gengið var um. Með þessu móti má mæla vegalengdina, sem farin er innan um eldhúsið á hverjum degi og aðgæta þá um leið hvort ekki mætti spara sér spor, án þess að nokkru verki væri sleppt. Snærið á snældunni var hér mælikvarði á störfin, og átti að vera hvatning til að stytta vega- lengdina, sem nuaðsynlegt væri töl, sem vísuðu hvar nemendur hvers árs ættu að sitja, en heið- ursgestirnir, og þeir sem voru nemendur fyrsta árið, áttu að sitja í sölum gamla slotsins. með þessari niðurröðun, gekk það greiðlega að láta þessa 700 manns setjast til borðs á nokkr- um mínútum. Maturinn, sem <á borð var bor- inn, var kaldur lax, hvert stykki fagurlega skreytt meö mayones. í þessari skreytingu lá augsýni- lega mikil vinna, en hana hafði verið hægt að framkvæma dag- inn áður. Með laxinum voru framreiddar kartöflur og agúrk- ur og hrært smjör. Eftirmatur- inn var allskonar ís með smá- kökum. Þrjú glös voru hjá hverj- um diski og voru þau öll fyllt heimagerðu víni. Borðhaldið gekk mjög fjör- ugt, með ræðuhöldum, húrra- hrópi og glasaglaumi, þó enginn Bakkus væri viðstaddur, og frk. Jóhanna Svensen stjórnaði borðhaldinu í þeirri stofu, er ég sat í, og er alltaf svo hæglát, mátti fleirum sinnum stíga upp í stólinn sinn til þess að fá hljóð. Glaumurinn og gleðin náði þá hámarki sínu, þegar frú Kjelsberg kom í dyrnar, ásamt frk. Dínu Larsen, til að heilsa upp á okkur. Fengum við þá að vita^ að hún hafði flogið sunnan af Ítalíu daginn áður, til þess að vera viðstödd þessa hátíð. „Ég eyddi nú 500 kr. þann dag- inn,“ sagði frúin, „en það var ekki of mikið fyrir það að fá að vera hér á Stabekk í dag.“ Eftir máltíðina var aftur gengið í fyrirlestrarsalinn. Þar Tilkynnin um merkíngu sauðfjár vegna mæðíveíkí- Vísin«lin láta að sér hæða. ekkl varnanna Hér með tilkynnist öllum fjáreigendum vestan Héraffsvatna eystri og Þjórsár, aff þeir skuli merkja fé sitt þannig á haus og hornum: í Árnessýslu merki menn þannig: Á Skeiðum, í Ytri-Hreppi og Eystri-Hreppi meff rauðum lit. í Flóa meff hvítum lit á hægra horn en rauðum á vinstra. í Biskupstungum meff grænum lit. í Laugardal og Grímsnesi með hvítum lit. Vestan Ölfusár og Sogs þarf eigi aff merkja fé. í Skagafjarffarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu austan Blöndu merki menn þannig: Sunnan Vatnsskarffsgirffingar aff Héraffsvötnum með rauffum lit. Norðan Vatnsskarffsgirffingar með hvitum lit á hægra hom en rauffum á vinstra. í Austur-Húnavatnssýslu, vestan Blöndu, merki menn með hvítum lit á bæði horn. Á Vestfjörffum norffan Þorskafjarðar og Steingrímsfjarffar að Kollafirffi og ísafirði og Kaldalóni og Þaralátursfirffi merki menn meff rauffum lit nema beir, er búa austan girðingarinnar úr Reykjarfirffi í Ófeigsfjörð, sem merki meff hvítum lit. Á Snæfellsnesi vestan Skógarness og Álftaf jarffar skulu menn merkja með grænum lit. Menn eru beðnir að mála hornin vandlega að framan og aftan. Annarsstaffar á rnæffiveikisvæffinu skal fé eigi merkt meff litum. Vilji einhverjar hreppsnefndir á mæðiveikisvæffinu láta sérmerkja fé í einum effa fleiri hreppum effa á einstöku bæjum, geta þær fengið leyfi til þess með samþykki undirritaðs. Verði undanbrögð frá þessari fyrirskipun varffar þaff sekt- um samkvæmt lögum nr. 45 frá 27. maí 1938. Reykjavík, 14. marz 1939. Hákon Bjarnason. að fara til þess að framkvæma verkin. Mundi ekki snældan einnig geta bent okkur á aðra niðurröðun verkanna á heimil- unum, sem hefir svo ósegjan- lega mikið gildi fyrir útlit heim- ilisins og vellíðan heimilis- manna. J. S. L. var skemmt sér við ræðuhöld, söng og upplestur langt fram á kvöld. Margar ræður voru þar fluttar, til að þakka skólanum og kennslukonunum, en auðvelt var að heyra það, að engin átti ítök í eins mörgum hjörtum og frk. Bergljot Torp. Áður en lagt var af stað heim- leiðis, var öllum boðið að drekka te með smurðu brauði. Kennslu- konan í almenningseldhúsinu, frk. Jenny Johannessen hafði umsjón með öllum matnum, og var það mikið verk. Meðan gestirnir voru að búa sig til ferðar og kveðja, var tendrað bál í garðinum bak við nýja húsið. Var þá orðið dimmt af nóttu, á sjálfa Jónsmessunótt. Þá varð ég þess vör, að ég var komin alllangt til suðurs frá heimkynni mínu. Dagurinn var bjartur og sól- ríkur frá upphafi til enda. Það var líka eins og allir væru ein- huga um það að gera hann sem hátiðlegastan og minnisstæðast- an öllum hlutaðeigendum. Allt fór þarna fram með þeirri reglu, að hún gat ekki betri verið. Und- irbúningurinn dagana áður, gekk líka fyrir sig með slíku skipulagi og ró, að það mun fágætt, og þarna voru aðeins konur að verki. Eg óskaði í hjarta minu, að allar íslenzku konurnar, sem þarna hafa verið, væru komnar þennan dag, og mættu njóta þeirrar sönnu gleði, sem ég varð aðnjótandi. Eg hét því þá, að reyna á einhvern hátt að láta þær fá að heyra hvað þarna (Framh. á 4. síöu) Hvort réttara kann að vera, að góð erlend mjólk innthaldi 10 eða 20 mg. af C-bætiefni í mjólkurlítranum skal ekkert um sagt. Hitt er nú aftur á móti staðreynd, að gerilsneydd mjólk, í mjólkurstöðinni hér í bænum, reynd- ist í jjanúar og febrúar síðastliðnum að innihalda 13—14 mg. af C-bætiefni í 1 lítra af mjólk, svo sem sjá má af áður birtum vottorðum f rá Rannsókn- arstofu Háskólans. Tilkynniná Vegna ónógrar þátttöku farþega, og af öðr- um ástæðum, getur EK.KI orðið af þvi, að „Goðafoss^ fari vestur til ]Vew York í vor. H.f. Eímskipafélag íslands. K a u pf élagf sstjórastaðan viff Kaupfélag Fellshrepps á Hofsós, er laus til umsóknar, og veitist frá 14. inaí næstkomandi. Umsóknir, ásamt kaupkröfu, sendist til stjórnar kaupfé- lagsins fyrir 15. apríl. Tilkynning: frá mæðiveikisvörnunum. Hér meff tilkynnist aff öllum fjáreigendum austan Héraffs- vatna aff Skjálfandafljóti, austan Þjórsár aff Jökulsá á Sól- heimasandi og vestan Kollafjarffar og ísafjarffar á Vestfjörffum, er stranglega bannaff að auffkenna fé sitt meff litum á haus og homum á þessu ári. Sé út af þessu brugffiff, efa ef menn afmá ekki gamla liti af fé á þessum slóffum, varffar það sektum sam- kvæmt lögum nr. 45 frá 27. maí 1938. Öllum litarmerktum kind- um, sem finnast í ofangreindum héruffum á næsta sumri, verffur tafarlaust lógað. Reykjavík, 13. marz 1939. Hákon Bjarnason. • ÚTBREIÐIÐ TÍMANN • Hreinar léreftstnskur k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. 296 Andreas Poltzer: Patricia 293 heimsókn, sem hann hefði fengið dag- inn áður. Ókunnur maður hafði komið til hans og var mjög hugleikið að fá að sjá hina nýfundnu fjórblöðungsútgáfu. Gesturinn sagðist hafa lesið um þessa fundnu bók í blöðunum og bauð liðsfor- ingjanum þrjú hundruð pund í bókina. Liðsforinginn komst allur á loft við þetta boð og flýtti sér að sækja bókina. Gesturinn greip hana báðum höndum. En undir eins og hann hafði séð að síðasta blaðið vantaði, breyttist hann allur. Þegar hann heyrði, að síðasta blaðið hefði vantað í, þegar bókin fannst, reyndi hann ekki að leyna vonbrigðum sínum. Allur áhugi hans fyrir hinni gömlu fjórblöðungsútgáfu var skyndi- lega horfinn. Og hann skundaði fljót- lega á burt. — Og hver haldið þér að þessi kynlegi gestur hafi verið? spurðí blaðamaðurinn í sögulokin. — Sami maðurinn, sem gaf yður hina merkilegu fregn um, að arinhilluþjófur- inn væri að leita að frumhandriti eftir Shakespeare! hrópaði Whinstone. Hurst kinnkaði kolli. — Ef þér væruð ekki lögreglunjósnari, myndi ég ráðleggja yður að gerast það þegar í stað, sagði hann brosandi og hélt áfram: — Lýsingin sem við fengum á gestinum hjá liðsforingjanum kom maðurinn. Ég skal ekki fullyrða, að ég hafi fengið þær frá þjófnum sjálfum, í eigin persónu, en — ég vissi það auð- vitað ekki þá — heimildarmaður minn hagaði sér samkvæmt fyrirmælum þjófs- ins. Og úr því að þér hafið getið rétt til um hvar ég náði í 90% rétta skýringu á þjófnuðunum, þá skiljið þér víst líka, hvers vegna þjófurinn ljóstaði sjálfur upp leyndarmáli sínu að nokkru leyti? Whinstone kinkaði kolli og til þess að sanna, að hann brygði ekki fyrir sig ágizkunum, sagði hann: — Eftir að þjófurinn hafði séð, að það tók of langan tíma að stela öllum arin- hillum, sem komið gátu til mála, hug- kvæmdist honum að láta söguna um frumrit Shakespeares, sem fólgið væri í arinhillunni, berast út. Hann taldi víst, að þá myndu allir, sem ættu Adams- arinhillurnar, fara að rannsaka, hvort ekki væri leynihólf í þeim. Og ef ein- hver eigandinn fyndi — þó ekki væri frumhandritið — heldur gamla útgáfu af „Richard III.“, þá myndi það fréttast fljótlega. Þjófurinn þurfti þá ekki annað en að snúa sér til eigandans og kaupa bókina fyrir slikk, því að enginn hafði hugmynd um hvað uppdráttarrissið að aftanverðu í henni táknaði. Blaðamaðurinn kinkaði kolli hvað eftir annað meðan Whinstone talaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.