Tíminn - 18.03.1939, Qupperneq 3
33. blað
TÍMINX, laMgardaginn 18. marz 1939
133
IÞRÓTTIR
íþróttakennsla
á Sketóum.
Þegar heimavistarskólinn að
Brautarholti í Skeiðahreppi var
byggður, lagði ungmennafélag
sveitarinnar mikla áherzlu á
það, að leikfimishús væri reist
í sambandi við skólann. Sveit-
arstjórn varð við þessari ósk fé-
lagsins og lét reisa íþróttahús,
sem sennilega er eitt hið full-
komnasta, sem reist hefir verið
í sveit á þessu landi. Öll vinna
var sjálfboðavinna.
Unga fólkið í sveitinni hefir
notað sér vel þessa rausn for-
eldra sinna og húsbænda. í
fimm vetur samfleytt hafa ver-
ið rekin íþróttanámskeið í þess-
um íþróttasal. Kennt hefir ver-
ið: fimleikar, glímur, undir-
staða frjálsra íþrótta ásamt
bóklegum greinum, eftir því
sem hægt hefir verið. Námskeið-
in hafa sum staðið 3 mánuði,
frá nóvemberbyrjun og fram í
febrúar, þann tímann, sem ann-
ríki hefir verið minnst í sveit-
inni. Nokkrir erfiðleikar eru víð-
asthvar í sveitum, fyrir slíka
starfsemi, vegna þess hvað
byggðin er dreifð, fólk víða fátt
á heimilum og áhugi og skiln-
ingur, hinna yngri og eldri,
nokkuð tvískiptur, sem vonlegt
er.
í Skeiðahreppi er unga fólkið
margt, áhugi þess og fórnar-
hugur fyrir íþróttamálum sann-
ur, mikill skilningur og trú for-
eldra og heimilisfeðra á gildi í-
þróttanna mjög lofsamleg á
allan hátt. Með þessum skilyrð-
um er hægt að halda uppi í-
þróttastarfi meðal ungs fólks í
sveitum landsins.
Stúlkur, jafnt sem piltar, hafa
sótt námskeiðin og skólabörn-
in notið leikfimikennslu hjá
sérmenntuðum kennara, þann
tíma, sem námskeiðin hafa
staðið. Ungmennafélagið hefir
haft alla framkvæmd á hendi,
ráðið kennara,’ séð um fjár-
reiður og annað það, sem þurft
hefir að framkvæma.
Nú er verið að byggja sund-
laug við skólann og er það verk
komið vel á veg. Unga fólkið lít-
ur hýru auga til þessarar bygg-
ingar og hefir líka lagt mikið í
sölurnar fyrir þetta mál, bæði
með hvatningu, sjálfboðavinnu
og fjárframlögum. Kemur þá
„íþrótt íþróttanna", sundið, til
greina ásamt þeim íþróttum,
sem þegar hafa verið æfðar. í
byrjun febrúarmánaðar síðast-
liðinn lauk einu slíku nám-
skeiði að Brautarholti. Þátttak-
endur í því voru 28. í tilefni af
því var haldin opinber skemmt-
un og sýndu þar leikfimi tveir
flokkar, stúlkur og piltar. Fólk
A iV' Jí Á L L
Nordens Kalender 1939.
Nordens Kalender er nýkom-
inn út, mjög vandaður að venju
og prýddur fjölda ágætra
mynda. Ein ritgerð um íslenzk
efni er í árbókinni eftir Ásgeir
Ásgeirsson og nefnist hún Upp-
fostran och skola pá Island.
Fylgja þessari grein góðar
myndir af nokkrum héraðsskól-
um, og starfsháttum þeirra.
Richard Magnussen skrifar
grein um „Thorvaldsen og
Norden.“ Er þar að nokkru rakin
æfi listamannsins og fjallað um
afstöðu sjálfs hans til ættlands
síns, íslands, og móðurlandsins
Danmerkur. Fylgja myndir,
bæði af listaverkum hans og
aðrar er sýna atburði úr lífi
hans.
Svo margar greinar og kvæði
eru í bókinni að oflangt yrði
upp að telja, eftir höfunda af
öllum hinum norrænu þjóðum,
þar á meðal eitt kvæði eftir
Færeying.
Fréttabréf tll Tímans.
Tímanum er mjög kærkomið
að menn úti á landi skrifi blað-
inu fréttabréf öðru hvoru, þar
sem skilmerkilega er sagt frá
ýmsum nýmælum, framförum
og umbótum,- einkum því er
varðar atvinnulífið. Allar upp-
lýsingar þurfa að vera sem
fyllstar og gleggstar, svo að ó-
kunnugir geti fyllilega áttað sig
á atburðum, fyrirtækjum og
staðháttum. sem lýst er.
lét yfirleitt vel af skemmtun-
inni og lét óspart falla lofsam-
leg orð um árangur starfsins.
Margir menn og konur í sveit-
inni telja líka að þetta starf
unglinganna sé búið að breyta
og eigi enn eftir að breyta hugs-
unarhætti fólksins til heilbrigð-
ara skemmtanalífs. Að íþrótt-
irnar hljóti, flestu öðru fremur,
að verka gegn áfengisnautn og
öðrum þeim spillingum, sem
eitrað hafa allverulega and-
rúmsloft skemmtanalífsins í
sveitum landsins á undanförn-
um árum.
Heimafengin verkefni, leyst af
hendi með sjálfsfórn, byggðri á
sönnum áhuga fyrir velferð
sinnar eigin byggðar, eru vel til
þess fallin að styðja og auka
gengi æskunnar.
Kennari íþróttanámskeiða
þeirra, sem hér um ræðir, hefir
verið ungur maður úr sveitinni,
Jón Bjarnason iþróttakennari
frá Hlemmiskeiði.
Áhorfandi.
þar til komið er upp í topp á
staurnum.
Oft eru 5—7 þræðir í hverjum
hjalli. Efsti þráðurinn er
strengdur nærri því uppi við
staur endann, og efsta lagið
lagt yfir þá. Staurarnir eru með
hvössum oddum sem ganga upp
í gegnum heyið, og halda efsta
laginu föstu, og það er ekki oft
að hey fýkur ofan af hjöllunum,
ef vel er frá öllu gengið.
Þegar heyið byrjar að þorna
og rýrna, myndast dálítið hol-
rúm inni í hverju lagi, neðan
við hvern þráð. Neðra lagið
rýrnar og sígur, en næsti þráður
fyrir ofan heldur næsta hey-
lagi fyrir ofan uppi, svo að það
getur ekki fylgt með.
Vegna þessa kemur það aldrei
fyrir að það hitni í þessum hey-
hjöllum. Þegar hjallurinn hefir
staðið i nokkra daga, og er orð-
inn veðurbarinn utan, þá þolir
hann mikla rigningu án þess að
nokkuð blotni nema yztu stráin,
og þá er sama hvort þurkur er
eða rigning; heyið þornar ef
blástur er.
Það er fallegt hey, sem þurkað
er á þennan hátt. Það er ekki
hægt að segja annað, en að það
sé ánægjulegt verk að taka hey-
ið, fagurgrænt og angandi, úr
þessum hjöllum, og aka því inn
í hlöðu á stórum vögnum. Mér
varð æði oft hugsað heim til
íslenzku bændanna, sem oft
verða að súlda saman heyjum
sínum hálfblautum og fúlum af
myglu. — Ég skal geta þess til
gamans í þessu sambandi, að á
þessum bæ í Svíþjóð, heyjuðum
við 15 til 17, hundruð bagga, og
það tók tæpar 7 vikur frá því að
við byrjuðum að slá, og þar til
allt var komið inn í hlöðu. Við
vorum þrír fullorðnir sem unn-
um við heyskapinn, og tveir lið-
léttingar. En því miður er ég
búinn að gleyma hversu stórt
land það var sem þessi heyfeng-
ur fekkst af, en mig minnir að
það væri um 15 ha.
Ég er hræddur um að þessi
heyskapur hefði tekið okkur
lengri tíma, ef við hefðum orðið
að eyða miklum tíma til að
þurka heyið. Verkið var þetta:
Slá með sláttuvél, draga saman
heyið að hjöllunum, hengja það
upp, og síðan að aka því inn.
Engin vinna fór til ónýtis. Á
þessu heyi fóðraði bóndinn 25
nautgripi, og 11 hesta. Auk
heysins fengu brúkunarhest-
arnir og folöldin um 1 kg. af
höfrum á dag, og kúnum var
gefið álíka mikið af höfrum og
fóðurblöndu til samans. Það er
að segja, þeim sem voru mjólk-
andi.
Þessi heyverkunaraðferð hefir
aldrei verið reynd á íslandi, svo
mér sé kunnugt um, og ég álít,
að það sé fylsta ástæða til þess
að bændur taki hana til athug-
unar. Sérstaklega finnst mér að
búnaðarskólarnir ættu að beita
sér fyrir tilraunum í þessu efni,
svo og þeir bændur, sem áhuga
hafa fyrir nýjungum.
Ég geri ráð fyrir að ýmsir
erfiðleikar, sem ekki gera vart
við sig, og ekki eru fyrir hendi
í Svíþjóð, mundu verða þessari
aðferð óþægilegir á íslandi. En
ég trúi ekki öðru en að það
sé unnt að sigrast á þeim
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
í Reykjavík
er á Lindargötu 1D
Framsóknarmenn utan af
landi, sem koma til Reykja-
víkur, ættu alltaf að koma
á skrifstofuna, þegar þeir
geta komið því við. Það er
nauðsynlegt fyrir flokks-
starfsemina, og skrifstof-
unni er mjög mikils virði
að hafa samband við sem
flesta flokksmenn utan af
landi.
Framsóknarmenn! Munið að
koma á flokksskrifstofuna á
Lindargötu 1D.
Nú hlakka ég til að fá kaffi-
sopa með Freyjukaffibætis-
dufti, því þá veit ég að kaff-
ið hressir mig
Bitrellinlieynr-
Viltækjinfiemar.
ACCUMULATOREN-FABRIK,
DR. TH. SONNENCHEIN.
Hafið þér athugað það, að
Freyju-kaffibætisduft inni-
heldur ekkert vatn, og er
því 15% ódýrara en kaffi-
bætir í stöngum
Gula bandið
Kaupum
íslenzk frímerki
REYNIÐ FREYJU-DUFT
er bezta og ódýrasta smjörlfkilf.
ávalt hæsta verði.
Lækjarg. 3. Simi 3736.
y
érðbréfabankinr
C ^ostuv-str. ð Simi 5652.Opió til.11-l2oq'1.sJ
kaupir kreppulánasjóðs-
bréf, veðdeildarbréf og
hlutabréf í Eimskipafé-
lagi íslands h. f. — Ann-
ast allskonar verðbréfa-
viðskipti.
ÞÉR ættuð að reyna kolin og
koksið frá
Kolaverzlun
Siguröar Ólafssonar.
Simar 1360 og 1933.
lestar í London í byrjun apríl-
mánaðar.
með tímanum. í fyrsta lagi er
íslenzka heyið miklu smágerð-
ara en sænska heyið, og mundi
ganga illa til þess að fá það til
að hanga kyrt á þráðunum. En
ef heyið væri saxað í smá föng
áður en það væri hengt upp,
mundi það tolla uppi.
Og svo eru íslenzku stormarn-
ir hættulegir fyrir svona fyrir-
ferðarmiklar heybyggingar. Það
skal enginn halda, að heyhjall-
ur með einum 8—10 böggum af
heyi, sé nokkurt smásmíði, en
einhver ráð munu finnast til
þess að verjast stormunum.
Og svo eru rigningarnar, sem
oft eru skæðar á íslandi. En
eftir þeirri reynzlu að dæma sem
fengist hefir í því að geyma hey
undir einföldum striga, þá virð-
ist það ekki frágangssök, þó
breiða þyrfti striga yfir hvern
hjall.
Mér er kunnugt um, að í Nor-
egi, vestan fjallanna, þar sem
einna mest rignir, t. d. i ná-
grenni við Bergen og Stavanger,
nota bændur þessa sænsku að-
ferð við að þurka heyið, þegar
sem mest rignir, og ekki er hægt
að þurka í flekkjum á jörðinni.
Veðurfar i þessum hluta Noregs,
er ekki svo með öllu ólík íslenzku
tíðarfari, þó að þar sé að vísu
nokkru hlýrra en á íslandi.
í Finnlandi er þessi sænska
heyþurkunaraðferð notuð. í
Sviss og í Frakklandi mun það
vera algengast að heyið sé látið
liggja flatt á jörðinni þar til
það er orðið þurrt, og jafnvel
lengur, en það er aukaatriði hér
og skal ekki frekar rætt.
(Framh. á 4. siðu)
1 heildsölu hjá
ÞAKKARÁVARP.
Hjai-tanlega þökkum við hreppsbúum
okkar fyrir þá mikiu og almennu hjálp,
er þeir veittu okkur með stórkostleg-
um heygjöfum í sumar og annarri
hjálpsemi og hluttekningu í sjúkdóms-
erfiðleikum á heimili okkar á sl. ári.
Fyrir allt þetta biðjum við algóðan
guð að launa ykkur, kæru Fljótshlíð-
ingar, og blessa störf og framtið ykkar
allra.
Samband ísl. samvinnnf élaga
Sími 1080.
M.A.-
kvartettinn
syngur I Gamla Bíó suntmd 19. marz kl. 3 e.h.
BJARNI ÞÓRÐARSON aðstaðar.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzl. Sigfúsar Eymunds-
sonar og Bókaverzl ísafoldarprentsmiðja.
TrésmiðaÍélag Reykjavíkur
tilkynnir hérmcð félagsmönnum sínum,
að samkv. fundarsamþykkt 16. þ. m., fer
fram atkvæðagreiösla um verkfall gegn
Múrarameistarafélagi Reykjavíkur á
skrifstofu félagsins í Kirkjuhvoli í dag
frá kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h. og á morguu
Miðkoti í Fljótshlíð, 1. marz 1939.
Ingibjörg Kristjánsdóttir.
ísleifur Sveinsson.
kl. 10 f. h. til kl. 3 e. h.
STJÓRNIN .
300 Andreas Poltzer:
Hurst rétti fulltrúanum hendina, en
sagði ekki orð. Eftir nokkrar mínútur
fóru þeir saman úr klúbbnum.
TÍUNDI KAFLI
Sluice-Favart hafði sagt Whinstone,
hvar sennilegast væri að Estoll hefðist
við. Forstjórinn fyrir Old Man’s Club
hafði verið gersamlega horfinn síðan
klúbburinn var uppleystur. Nú var gerður
út leiðangur til að leita að Estoll, og
árangurinn varð góður. Sendimennirnir
frá Scotland Yard fundu þá Estoll og
Albert Nodon, fyrrverandi þjón Mellers,
sem hafði svikið húsbónda sinn, í litlu
húsi í Sutton. Þriðji maðurinn, sem
tekinn var fastur þar, var bergrisinn
John Plane, dyravörður í Old Man’s Club.
En foringja bófaflokksins fundu þeir
ekki.
Ódæðismennirnir þrír sátu nú í an-
dyrinu í húsinu, bundnir á höndunum.
Estoll og John Plane voru all daufir í
dálkinn, þar sem þeir sátu. Albert No-
don — núverandi húsbóndi hans hafði
tekið hann í þjónustu sína eftir dauða
Mellers — sat langt frá hinum tveimur.
Ef til vill hefir hann gert það til þess að
sýna, að hann fyrirliti athæfi þeirra nú,
er stund reikningsskilanna var komin.
Patricia 297
alveg heim við heimildarmann minn....
— Þér þekktuö hann áður, sagði full-
trúinn.
— Hvaðan vitið þér það? spurði Hurst
forviða.
-— Ég geri ráð fyrir því. Ef þér hefðuð
ekki þekkt hann áður, mynduð þér ekki
umsvifalaust hafa tekið sögu hans um
frumhandrit Shakespeare trúanlega. Ég
geri tæplega ráð fyrir, að hann hafi haft
sannanir fyrir sögu sinni á reiðum
höndum.
— Ég dáist að skarpskyggni yðar, herra
fulltrúi.
— Heimildarmaður yðar hefir annað
hvort verið útsendur af lögreglunni eða
úr gagnstæðri átt.
Svipur blaðamannsins ljómaði af ein-
skærri aðdáun.
— Ilvernig gátuð þér getið yður þess
til? spurði hann forvitinn.
Whinstone brosti.
— Stöðu yðar samkvæmt eruð þér ef-
unargjarn rnaður, Hurst! Þér gátuð að-
eins trúað þrennskonar mönnum til þess
að vita um leyndardóm arinhillunnar og
tilgang arinhilluþjófsins: fyrsti mann-
flokkurinn fellur úr sögunni af sjálfu
sér, því af ef blaðamaður hefði komizt
að þessu, hefði hann látið sitt blað flytja
fregnina, en ekki gefið yður hana. Þá eru
aðeins tveir flokkarnir eftir: Lögreglan